Heimskringla - 17.12.1919, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WlNNIPEG 1 7 DESEMBER 1919
WINNIPEG, MANITOBA, 17. DES. 1919.
Borden á förum.
Þær fregnir hafa borist frá Ottawa, að
stjórnarformaður Canada, Sir Robert L. Bor-
tlen, sé í þann veginn að leggja niður völd,
sökum heilsubrests, og er búist við að það
verði um áarmótin.
Þetta eru mikil tíðindi og' ill, því vandfund-
inn er maður í sæti Bordens, sem honum er
jafn að mannkostum og hæfileikum, maður,
tem þjóðin treystir og er fær um að bera þær
drápsklyfjar, sem stjórnarförusta leggur hon-
um á herðar. Slíkt er ekki heiglum hent.
Heilsufar stjórnarformannsins hefir verið á
völtum fótur lengi. í haust fór hann suður
til Bandaríkjanna og dvaldi þar við baðstaði
um tíma, og er harn hvarf aftur til Ottawa,
gerðu menn sér vonir um að heilsa hans væri
aítur í góðu Iagi, en svo reyndist ekki, oð ný-
lega var Borden borinn fárveikur heim til sín
af stjórnarráðsfundi.
í fjórðung aldar hefir Borden verið á stjórn-
málasviðinu og lengst af í broddi fylkingar.
Leiðtogi Conservativa flokksins í Canada var
hann valinn 26. febr. 1901. Við kosning-
arnar 1934 og 1908 varð flokkurinn í minni-
hluta, en við kosningarnar 21. sept. 1911
vann Borden og flokkur hans mikinn sigur og
steypti Laurierstjórninni. Tveim vikum síð-
ar myndaði hann stjórn.
Hin upprunalega Bordenstjórn sat að völd-
um í sex ár, eða til 12. okt. 191 7, að hin svo-
kallaða samsteypustjórn var mynduð undir
forustu Bordens, og skipuðu hana helztu
menn beggja flokka.
Við myndun þeirrar stjórnar framkvæmdi
Borden sitt stærsta pólitíska þrekvirki; þrek-
virki, sem halda mun nafni hans á lofti um ó-
komnar aldir. Hann sýndi það bezt þá, að
hann var sannur maður, sem bar höfuðið yfir
lýðinn. Hann skar sundur þau bönd, sem
bundu flokkana, að því er vera virtist, óslít-
andi tengslum, og fékk heitustu andstæðinga
til þess að sliðra sverðin og sverjast í fóst-
bræðralag. Flokkurinn var honum kær, en
þjóðin var honum kærari, því offraði hann
flokknum, því hann taldi samvinnu gömlu
flokkanna nauðsynlega til þjóðheilla, á þeim
þrautatímum, semn þá stóðu yfir. Beztu
krafta landsins varð að leggja fram til stríðs-
málanna.
Vér ætlum ekki að rekja sögu samsteypu-
stjórnarinnar, né heldur Bordenstjórnarinnar
gömlu. En það má fullyrða, að heppilegri
mann í þá ábyrgðarmiklu og vandasömu
stöðu, stjórnarformannsembættið, var ekki
hægt að finna en Borden. Stiltur og gætinn,
fastur fyrir og óbifanlegur hefir hann staðið
við stýrið, og hvergi vikið hársbreidd frá
því marki,, sem hann setti sér og þjóð sinni í
byrjun stríðsins, sem var að styðja banda-
menn af öllum þcim mætti, sem hin Canadiska
þjóð haiði til.
P^rd°n er maður hámentaður Hann var
prófe-'or í Iögum áður en hann fór að gefa
si" við stjórnmálum, og er talinn með allra
bezfu lögfræðingum þessa lands. Hann er
engmn afburða mæ!skumað”r <*n fastmælt’”"
og áheyrilegur. Hann hefir altaf komið til
dyranna eins og hann hefir verið klæddur, en
aldrei tjaldað framkomu sína hræsni og tvö-
feldni. Einarður og ráðvandur til orða og
verka hefir hann ætíð verið. og farið sínu
fram hvort mönnum hefir líkað betur eða ver.
“Þéttur á velli og þéttur í lund,
þrautgóður á raunastund,”
eru sannmæli á honum.
Misjöfnum dómum hefir. Borden átt að
mæta, en svo er um öll mikilmenni. En þegar
sagan dæmir verkin hans, mun dómur hennar
skoða hann stjórnvitring og föðurlandsvin, og
hin Canadiska þjóð mun jafnan telja hann í
tölu sinna ágætustu sona.
Átta stunda vinnutími.
Hér í Winnipeg er sápugerðarverksmiðja,
sem Royal Crown heitir, og er eigandi hennar
brezkur miljónamæringur, Leverhulme lávarð-
ur. Hann á sápuverksmiðjur víða um lönd
og hefir grætt allan auð sinn á sápu. Lávarð-
urinn er að nokkru líkur vini vorum Henry
Ford, og virðast þeir vera farnir að keppa
hvor við annan að auglýsa sig sem mannvim
og höfðingja. Allir þekkja Ford, og vita
hvernig hann hefir hleypt glundroða og óá-
nægju í verkamannaheiminn, með hinni rausn-
arlegu breytni sinni við verkamenn sína.
Verkamenn annarsstaðar frá líta verkamenn
Fords öfundaraugum, vegna hins háa kaup-
gjalds og stutta vinnutíma, sem auglýst er að
hann gefi þeim. Og vinnuveitendur eru Ford
sárgramir fyrir tiltæki hans, sem þeir segja að
sé til þess að vekja óánægju meðal verka-
mannastéttarinnar, þar sem örfáir geti boðið
lík kjör og Ford. En svo er ekki með Lord
Leverhulme, sápukónginn. Hann er fult eins
ríkur og Ford og sápusalan gengur vel, því all-
ir þurfa að þvo sér. Lávarðurinn hefir því
látið það boð út ganga, að frá næsta nýári
skuli vinnutími allra þeirra, sem fyrir sig vinni
að sápugerðinni, vera sex klukkustundir á dag
en dauglaunin hm sömu og nú eru greidd fyr-
ir 8 stunda vinnudag. Lávarðurinn er þannig
fyrsti vinnuveitandmn hér í Canada til þess að
] innleiða sex stunda vinnutíma. Ford hefir
hann í verksmiðjum sínum í Bandaríkjunum,
en 8 stunda vinnutíma í verksmiðjum sínum
hérna megin landamæranna, að því er vér
bezt vitum. En litlum vafa er það bundið,
að ekki verður Ford eftirbátur lávarðarins í
þessum efnum til lengdar. Sex stunda vinnu-
dagur hefir þannig haldið innreið sína í verka-
mannaheim þessa lands.
En væri það nú ekki viturlegra, að áður en
menn gleypa við þessari sex stunda hugmynd,
að átta stunda vinnudagurinn komist fyrst í
fastar skorður. Það eru ekki margir vinnu-
veitendur, sem geta fetað í fótspor þessara
tveggja fyrnefndu miljónamænnga, en stjórn
þessa lands hefir á allherjar verkamálaþing-
inu í Washington viðurkent 8 stunda vinnu-
dag og heitið að Ijá honum fylgi sitt, og sam-
kvæmt beiðnu og kröfum verkamannafulltrú-
anna sjálfra, mælti þingið fram með allsherj-
ar átta stunda vinnudegi um allan hinn ment-
aða heim. Vér gerum ráð fyrir að hér verði
efndir úr, og víða hefir 8 stunda vinnudagur-
inn verið innleiddur, en þó hvergi nærri al-
staðar, og eins og vér sögðum áður, væri
skynsamlegra að koma honum fyrst í fastar
skorður, áður en farið væri að burðast með
6 stunda vinnudag. Átta stunda vinnudagur-
inn mun eiga furðu örðugt uppdráttar fyrir
því.
I verksmiðjum og annari bæjavinnu er eng-
in ástæða til að efast um annað en að alt
gangi greiðlega í þessum efnum, þó drögur sé
á. En hvað er með sveitavinnuna? Vinnu-
fóík til sveita á einnig að koma undir þessa 8
stunda tilskipun. Getur bóndinn aðhylst
hana? Getur hún samrýmst búskapnum? Þ.
e. o. s. getur bóndinn með þessum takmark-
aða vinnutíma náð þeirri uppskeru, sem jörð-
in hans getur gefið honum? Ef svo er ekki,
horfir hér til vandræða, því vér verðum að
hafa það hugfast að krafa verkamálaþingsins
var að lögleiða 8 stunda vinnudag fyrir allar
vinnustéttir í öilum löndum. og væri því um
lagabrot að ræða, ef bóndmn léti fólk sitt
vinna lengur en þennan takmarkaða tíma,
nema ef hann borgaði tvöfalt kaup fyrir yfir-
vinnu.
Landbúnaðarráð”-’evtið á Frakklandi skip-
aði nýlega nefnd til þess að rannsaka, hvor’
nokkur tök mundu á að innleiða 8 stunda
vinnudag við sveitavinnu. Nefnd þessi, eftir
ítarlesra ran”sókn, komst að þeirri niðurstöðu,
að slíkt væri með öllu ógemingur; 8 stunda
vinnudagur gæti ekki fullnægt kröfum land-
búnaðarins. 1 þeim löndum, þar sem átta
stunda vinnudagur hefir verið innleiddur, hef-
ir crðið að gefa bændastéttinni undanþágu
frá lögunum um mesta anna tímann, og jafn-
vel orðið að setja sérstakt ákvæði inn í lögin
”m að verksmiðjum skuli gefinn svo og svo
Hngur tími — þó ekki meira en tvö ár — til
þess að breyta svo vinnuháttum, að í samræmi
verði við lögin. Holland, Svíþjóð, Japan og
Sviss hafa þannig um hnútana búið. Hvað
Canada og Bandaríkin gera er ennþá óvíst,
eins með Bretland. En fulltrúar þessara
landa hafa skuldbundið sig til þess að koma á
8 stunda vinnudegi fyrirvaralaust.
Sérstaklega eru verkamannaleiðtogar Breta
því eindregið fylgjandi, að öll landbúnaðar-
vinna sé þessu ákvæði háð, að þetta 8 stunda
ákvæði sé fyrir allan verkalýð, hvort heldur í
borgum eða til sveita, og verðlag á yfirvinnu
verður sett af vinnusamböndum. Bóndinn
getur ekki gert neina vinnusamninga við
vinnumenn sína eða vinnukonur sem einstakl-
inga. Hcuin verður að haga sér eftir ákvæði
vinnusambands þess, sem hann eða hún til-
heyrir. 1 sannleika dásamleg tilhögun.
Menn verða að hafa það hugfast, að það er
ekki hægt að lögbinda náttúruöflin, — veðr-
áttufarið hefir mikið að segja hjá bændum
um uppskerutímann, og verða þeir að haga
vinnubrögðum sínum eftir því. Og svo er
það eins með blesaðar kýrnar, þær verða að
vera mjólkaðar sunnudaga sem aðra daga,
— það er ekki hægt að loka kussu upp um
hádegi á laugardag, líkt og verksmiðuvélun-
um, og láta hana bíða þannig afskiftalausa til
mánudagsmorguns.
Það er hvorki sanngjarnt eða viturlegt, að
leiðtogar verkamannastéttarinnar setji lög, er
komi í bága við hagsmuni landbúnaðarins, né
heldur það að bændur setji verkamönnum lög
eftir sínum geðþótta og með eigin hagsmuni
fyrir augum. Og það eitt er víst, að eigi að
fara að haga öllum vinnuháttum til sveita eftir
fyrirmælum og tilskipunum vinnusamband-
anna, þá g :ngur landbúnaðurinn dauða sínum
á móti.
Að vorri hyggju væri viturlegt að verka-
menn fengju vilja sinn í bæjum, hvort sem
það er 8 eða 6 stunda vinnudagur, en að
bændurnir séu látmr sjálfráðir um sveitabú-
skapinn. Þeir eru nógu hygnir til að sjá það
að það er þeim fyrir beztu að breyta vel við
vinnufólk sitt, og hagsmuna sinna gæta þeir
flestum fremur.
Rennaralaunin í
JVíanitoba.
Þess var getið hér í blaðinu fyrir skömmu,
að barnakennarar þessa fylkis hefðu bundist
samtökum til þess að fá kjör sín bætt, og að
jafnvel hefði komið til orða að þeir gerðu
] bandalag við miðstjórn vinnusambandanna í
j því augnamiði. Kennararnir kváðust eiga
við sultarlaun að búa, og hagur þeirra hefði
farið versnandi með ári hverju síðan 1914.
Fylkisstjórnin lofaðist til að láta rannsaka( ! )
kröfur kennaranna, til þess að komast að raun
um hvort þær væru á rökum bygðar.
Hver árangur þessarar rannsóknar verður,
á eftir að sýna sig. En stjórn kennarafélags-
ins í Manitoba hefir látið birta skýrslur yfir
laun og fjárhagskringumstæður kennaranna,
eftir skýrslu, sem hún hefir safnað í því
augnamiði. Sagan, sem sögð er þar, er
næsta ófögur og mentamálastjórnardeildinni
j lítt til heiðurs, því hennar er það skyldan að
sjá hag kennaranna borgið. Skýrslur þess-
ar sýna, að meðallaun sveitakennara eru
$701.08. Hugsið ykkur, hér eru menta-
menn og konur aðeins hálfdrættingar við ó-
breytta verkamenn.
Látum oss nú sjá hvernig kennarinn fer að
eyða öllu þessu kaupi skólaárið 1918—’19.
Skýrslurhar gefa það einnig til kynna. Fæð-
iskostnaður $312 og þvottur $31.00, en þá
er nær helmingurinn upp genginn. Fatnaður
$223, lífsábyrgð $17.86, og er það aðeins
1000 doliara lífsábyrgð. Veikindi $30.00,
bækur o. fl. $18.00 og ýmsar nauðsynjar
$66.00. Verður þá rúmur einn dollar af-
gangs, eða nákvæmlega $1.14. Geta allir
séð hversu stór upphæð það verður, ef lagðir
eru í banka og geymdir í 10 ár — nærri 15
dalir!
Þess ber einnig að geta, að tölur þær, sem
hér eru sýndar, eru meðal-Iaun og meðal-
kostnaður æðra flokka kennaranna. Ný-
græðingarnir á kennarabrautinni, eða þriðja
flokks kennararnir, eru ekki teknir með í
reikninginn, eru kjör þeirra því enn ömurlegri.
Nei, þetta eru fyrsta og annars flokks sveita
og smábæja kennarar, sem hér getur um,
blóminn úr kennarastéttinni.
Vissulega er tími til kominn að hér verði
breyting á og hún án tafar. Manitobafylki er
ekkert verra en hin fylkin í þessum efnum, að
minsta kosti ekki verra en austu-fylkin; en
það bætir ekkert úr skák. Kjör kennaranna
þurfa að batna, og það til stór muna. Og
það hvílir á herðum fylkisstjórnarinnar að sjá
um að svo verði.
Fræðsla unglinganna er eitt mikilvægasta
atriðið í þjóðlífinu. Hún er undirstaða kom-
andi kynslóðar. Að sú stétt manna, sem hef-
ir það ábyrgðarmikla verk með höndum, skuli
þurfa að búa við sultarlaun, er ekki einasta
hneysa, heldur glæpur gagnvart komandi kyn-
slóð, því hæfileikamenn munu ekki fara að
kjósa sér þá lífsköllun, sem býður jafn léleg
kjör, og verða það þá mestu skussamir, sem
starfann velja, og þar við líður ungdómurinn.
Kennarastéttin verður því að fá sómasam-
leg lífskjör. Svíðingsháttur í hennar garð
kemur oss sjálfum í koll.
Sami söngurinn.
I síðustu Voröld er ritstjórinn að
bölsótast út af kosningaúrslitunum
hér í Winnipeg, og er hann ekkert
orðprúður þar, maðurinn. Hann
syngur ennþá tónfagra sönginn
sinn um svik, þjófnað og mútur, og
hljómsveiflurnar bergmála hugtak-
ið “glæpsamleg svik”.
En það er farið að líða að jól-
unum, og vér viljum því ekki hella
ass yfir ritstjórann að þessu sinni,
;ins og hann verðskuldar. Vér
fáum að sjálfsögðu tækifæri til
bess síðar. Vér viljum því að þessu
:nni aðeins í mesta bróðerni benda
neðbróður vorum á heimsku hans
g ósannsögli, og láta þar við sitja.
Heimska hans er aðallega í því
fólgin, að hann hefir fengið þá
neinloku inn í höfuðið, að hann sé
málsvari fólksins og tali fyrir þess
nunn. Aðra eins skömm hafa fá-
r gert alþýðumönnum og Vorald-
rmaðurinn, er hann kallar
kammaþvaður sitt talað “fyrir
:unn fólksins”.. — Nær léti að
;egja að hann væri sorpsprauta
leðstu dreggja þess.
Þungamiðjan í kosningasvika-
ærum hans er í því fólgin, að t. d.
umar fjölskyldur hafi átt um 40
tkvæði, og þau hafi öil verið gef-
n Gray. En svo skýrir hann mál-
ð með því, að allar fjölskyldurnar
íafi átt lóðir og eignir hingað og
>angað um bæinn, og að það sé ó-
éttlátt að Iáta dauða moldina
jreiða atkvæði. Vér erum hér
ammála ritstjóranum, að þetta er
íréttlátt, en það er Iögum sam-
kvæmt og því um engin kosninga-
vik að ræða, þó öll fjölskyldan
íafi greitt atkvæði, hafi hinir ýmsu
neðlimir hennar átt eignir, sem
;áfu þeim atkvæðið.
Vér tókum það fram ítarlega
yrir nokkru síðan, að vér værum
hví hlyntir að atkvæðið væri tekið
f eignum og gefið manninum, og
tver fullveða maður og kona hefðu
itt atkvæði, eða með öðrum orð-
im einn maður eitt atkvæði, en
:kki sjö Ióðir sjö atkvæði. Að
rreyting í þessa átt skeður innan
iítils tíma er vafalítið, en engu að
síður hefir enginn maður, og sízt
af öllu blaðamaður, sem þykist
vera leiðtogi ( ! ) síns lýðs, rétt til
ið segja að hér sé um glæpsamlegt
ithæfi að ræða. Hann veit sjálfur
_ð svo er ekki. En það gefur hon-
m hugfróun, manninum, að það
arðar mestu.
Hin prúðmannlegu orð, sem rit-
itjórinn velur okkur meðbræðrum
sínum, eru honum svo sviplík:
hundur , hundsrora , leppur ,
“dinglandi rófa” o. s. frv. Þau
sýna svo undur vel Voraldar-vel-
;æmið.
Ritstjóri Voraldar fárast mjög
/fir því, að ritstjóri Heimskringlu,
em sjálfur hafi tekið þátt í verk-
fallinu, hafi nú unnið á móti verka-
■nönnum í kosningunum. Það er
einmitt af því að vér tókum þátt í
verkfallinu mikla, að vér viljum
gera vort ýtrasta til að koma í veg
fyrir annað eins, því brent barn
forðast eldinn, Sigurður sæll. Og
hefðu æsingamennirnir frá því í
sumar náð töglum og högldum við
bæajrstórnarkosningarnar, hefði
sama óöldin og ósköpin dunið yfir
innan fárra vikna, sem hér geysaði
Dodd’s Kidney Pills, 50c askjan,
eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öll-
um lyfsölum eða frá
The DODD’S MEDICINE Co„
Toronto, Ont.
í sumar. Hvað því hmsvegar við-
víkur, að vér höfum formælt Öllum
stjórnum og þar fram eftir götun-
um, þá eru slíkt ósannmdi. Vér
höfum til dæmis altaf haft dálæti á
Charles F. Gray og höfum það enn.
Og við sambandsstjórnina hefir oss
aldrei verið í nöp.
En svo vér snúum oss aftur að
kosningaúrslitunum og harmagrát
Voraldarmannsins, þá viljum vér
benda honum á eitt, að liggi svik
að baki kosningunum, þá stendur
leiðin til dómstólanna honum opin.
Þar getur hann borið fram kærur
sínar sem maður, ef hann hefir
nokkrar sönnur á þær að færa.
Annars gerði hann réttara í því að
þegja. En þetta endalausa span-
gól og væl í blaðinu er öllum hvim-
leitt, sem lesa, að bíða ósigur og
bera sig karlmannlega, er einkenni
sannra manna, en hyggja á hefndir
síðar meir. En það eru aðeins
löðurmennin og kögursveinarnir,.
ganga út og væla.
Og undarlegt er það, að við all-
ar kosningar, þar sem Voraldarrit-
stjórinn fer halloka, byrjar hann
sama sönginn, þegar af hólminum
er komið:
Svik! Svik! Glæpsamleg svik!
Olympiu-
leikarniiv
Ejftír því sem danska blaðiS
: Politiken segir, fá íþróttamenn frá
| Þýízkalandi, Austurríki, Ungverj’a-
landi, Búlgaríu og Tyrklandi ekki
aS taka iþátt í Olympíuleikjunum í
Antwerpen á næsta ári.
Aftur á móti hefir flestum öðr-
um þjóSum veriS boSiS aS taka
þátt í þeiim, og hafa Bretar, Frakk-
ar, Bandaríkjamenn, ítalir, Hol-
lendingar, Svíar og Danir tekiS
boSinu, aS senda þangaS íþrótta-
menn.
Sænska Olympíunefndin hefir
fariS þess á leiS viS stjómina, aS
fá aS halda happdrætti til aS afla
fjár handa íþróttamönnunum.
Býst nefndin viS því aS kostnaSur
áf sendingu íþróttamanna þangaS
suSur muni aS minsta kosti nema
hál'fri miljón króna. Og þó stjórn-
in 'hafi látiS ríflega af mörkum til
þátttökunnar, þatf aS 'hafa úti öll
spjót til þess aS fá nægilega mikiS
fé. BúaSt Svíar viS því aS senda
225 íþróttamenn frá sér—og þyk-
ir þaS mikiS. •
En hvaS um canadiska íþrótta-
menn. Engin rödd heifir heyrst
ennþá um þátttöku þeirra í leikj-
unum.
---------x----------