Heimskringla - 22.12.1920, Blaðsíða 1
efttr’
R»y»l Onw»
S64 Matn St. Wloaipeg1
S*o4ÍV «ftlr verWtsta tl'
Rorai (Wm «*■>, L«i)
XXXV. ÁR
WINNIPEG. MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 22. DESEMBER, 1920.
NCMER 13
/y
MATTHÍAS JOCHUMSSON
skáld.
■ V
Fæddur 11. Nóvember 1835. — Dáinn 18. Nóvember 1920.
Matthías Jochumsson.
j Sýnist oss
er slíkir deyja
sól og sumar
sé á íörum,
alt auðara,
alt snauðara,
alt heimskara,
• sein eftir hjarir.”'
Sú harmafregn barst hingað vestur fyrfa mið-
vikudag, að skáldkonungur íslands Matthías Joch-
umsson væri látinn. Lézt hann að heimili sínu á
Akureyri fimtudaginn 18. nóvember, eftir stutta
legu, 7 dögum betur en 85 ára. Er þar til grafar
genginn, ékki einasta mesta skáld hinnar íslenzku
þjóðar, heldur og hennar mesta andagiftarmaður
og hugsjónalofðungur; snillingurinn snjalli. er all-
ir elskuðu og virtu, og sem alþjóð nú harmar —
látinn.
Séra Matlhías, svo var hann jafnan kallaður,
var fæddur 1 k nóvember 1835 í Skógum í
Þorskafirði í Barðastrandarsýslu. Vöru foreldrar
hans Jodhum 'Magnússon bóndi þar og kona hans
Þóra Einarsdóttir. Föðurætt Jocihums var norð-
lenzk, en ætt Þóru mun hafa átt heima á Vestur-
landi. Fátæk voru þau Skógahjónin; var |>ó
Jodhum hin mesti dugnaðarmaður og kona hans
honum ekki síðri. Var hún gáfukona hin mesta
og unni Matthías henni hugástum. í foreldrahús-
um var Matthías þar til hann var 11 ára, en eftir
bað dvaldi hann aldrei að staðaldri hjá foreldrum
sínum. Um tíma var hann hjá móðurbróður sín-
um, séra Guðmundi á Kvennabrekku, og mun það
bafa verið ætlun móður hans, að hann lærði þar
undir skóla, en lítið varð úr lærdómi hans þar.
Komu foreldrar hans honum þá fyrir hjá Sigurði
kaupmanni Jo’hnsen í Flatey; voru þeir Sigurður
°g Jochum systrasynir. Var Matthías 1 7 ára, er
hann kom til í’Iáteyjar, og var hann þar lengstum
næstu sjö árin, ýmist hjá frænda sínum eða tengda-
föður hans, Brynjólfi kauprnanni Benedictsen.
Stundaði bæði búðarstörf og sjómensku á sumrum,
en var við nám bjá séra Eiríki Kúld á vetrum.
Mun það hafa verið ætlunin að gera úr honum
verzlunarmann, og í því augnamiði sigldi hann
haustið 1856, en hugur hans mun ekki hafa verið í
þá áttina; þó var hann við verzlunarstörf í Flatey
næstu tvö árin eftir afturkomu sína frá Kaup-
mannahöfn. En haustið 1859 réði hann það af
að fara í latínuskólann, og styrktu þau Benedict-
sens- hjónin hann til þess. Var hann fjóra vetur
í Latínuskólanum og útskrifaðist þaðan vorið
1863. Næsta haust innritaðist hann á prestaskól-
ann og útskrifaðist þaðan eftir tveggja ára nám,
þá rétt þrítugur að aldri. Hann vígðist 1866 til
Kjalarnessprestakalls og fór að búa að Móum.
Sama árið og hann varð stúdent, kvœntist hann
Elínu Knudsen, dóttur Diðriks Knudsens trésmiðs
í Reykjavík, en misti hana 1868. Árið 1870
kvæntist hann í annað sinn, Ingveldi Ölafsdóttur
prests að Stað í Reykhólahreppi, en misti hana eft-
ir tæpt árs hjónaband. Harmaði hann hana mjög,
eins og kvæðið “Sorg” ber með sér, eitt allra feg-
ursta kvæði hans. Árið 1875 giftist séra Matthí-
as í þriðja sinn, og gekk að eiga Guðrúnu Runólfs-
dóttur frá Móum. Lifir hún mann sinn ásamt 6
börnum af 11, sem þau eignuðust. Steingrímur
læknir á Akureyri, Magnús kaupmaður í Reykja-
vík og Gunnar byggingameistari í Seattle, eru syn-
ir þeirra, og Matthea, Þóra og Halldóra dæturnar
sem eru á lífi. * *
Ritstjóri Þjóðólfs var Matthías í 6 ár, frá 1874
til 1880. Fékk hann þá veitingu fyrir Odda ,á
Rangárvöllum, og var þar prestur til 1886, að hon-
um var veitt Akureyrar-prestakall. Fluttist hann
þangað vorið 1887 og þjónaði því til ársins 1900,
að alþingi veitti honum 2000 króna skáldastyrk og
eftirlaun, og hann hætti prestskap.
Snemma byrjaði Matthías á að yrkja, skömmu
eftir fermingu, en þó kveður ekkert að skáldskap
hans fyr en á skólaárunum. En frá þeirri stundu
til banadægurs var hann fyrstur í för. Hann hefir
betur sungið sig inn í hjarta þjóðar sinnar, en
nokkurt af samtíðarskáldum hans; þó hafá þau
mörg verið uppi á þvf tímabili, og mörg góð, en
ekkert þeirra megnaði að ná lárviðarsveignum áf
honum. Allan þann langa tíma, frá 1860 og til
þess ar hann lagðist banaleguna, má svo heita sem
séra Matthías væri sí-yrkjandi og sí-skrifandt, og
þjóðin hefir altaf lagt eyrup við, þegar hann hefir
beðið sér hljóðs. Ljóðiní hans, leikirnir hans, rit-
gerðirnar hans og þýðingarnar hans vörpuðu sól-
skini yfir þjóðlífið íslenzka, og það skín gegnum ó-
komnar aldaraðir.
Eg er ekki þess megnugur að dæma um skáld-
skap lárviðarskáldsins, svo honum sé samboðið.
Til þess skortir mig bæði dómgreind og þekkingu.
En þar sem eigi er á öðrum völ að sinni, verð eg að
haCtta mér út á vaðið, í þeirri von:að aðrir komi
mér til hjálpar síðarmeir.
Ljóðskáldið Matthías verður hinni íslenzku
þjóð ógleymanlegt. Leikritaskáldskapurinn stend-
ur Ijóðunum að baki. Það eru ljóðin, sem bezt
sýna eldmóð og orðfimi skáldsins, og sem vekja,
hrífa, gleðja og styrkja huga lesendanna. Þjóð-
ernistilfinning er sterk í kvæðunum, framsóknar-
andinn ótakmarkaður og trúin á hið góða óslökkv-
andi.
Flestum kemur saman um, að ljóðlist Matthías-
ar komst einna hæst í kvæðunum “Hallgrímur
Pétursson”, ’‘Sorg”, “Eggert ölafsson” og “Skaga-
fjörður”, sem öll eru snildar-kvæði. En einföld-
ustu kvæðm hans eru þó oft hvað bezt. Varla
hefir annað skáld skapað fegurri líkingu um lífið
og dauðann, en þessi óbrotnu erindi Matthjasar:
“Dauðinn er lækur, en lífið er strá,
skjálfandi starir það straumfallið á.
Dauðinn er hafsjór, en holdið er strá,
en sálin er sundlétt og sökkva’ ei má.”
Enginn Islendingur, að Jónasi Hallgrímssyni
undanskildum, hefir kveðið eins dýrðlega um móð-
urmálið og séra Matthías. I áskorun sinni til
Vestur-Islendinga um að halda við málinu segir
hann: ; j . ___i '.lI .H
“Tungan geymir í tímans straumi
trú og vonir landsins sona,
dauðastunur og dýpstu raunir,
Darraðarljóð frá elztu þjóðum,
heiptareim og ástarbríma,
ödagcihljóm og refsidóma.”
Og á öðrum stað í sama kvæði:
> i
“— HaUgrímur kvað í heljar nauðum
heilaga glóð í freðnar þjóðir.”
Af meiri kyngikrafti hdfir enginn kveðið.
Sem erfiljóðaskáld á Matthías engan sinn líka,
fyr eða síðar. I erfiljóðunum kemur lífsskoðun-
in fram. Á hvörfum lífs og dauða er bezt útsýni
yfir hvorttveggja og samband þeirra sín á milli.
Þar gafst skáldinu færi á að sýna sklining sinn á
mannlífinu, og að meta rétt gildi einstaklingsins.
Þó mörg af erfiljóðum Matthíasar séu léttmeti,
sem ekki er heldur að undra, þegar litið er á allan
þann urmul, sem hann hefir af þeim kveðið, þá
eru þó mörg þéirra helztu perlur íslenzks skáld-
skapar, eins og t. d. erfiljóðin eftir Dr. Guðbrand
Vigfússon.
Ljóðadís Matthíasar var aldrei við eina fjölina
feld. Skáladfákur hans var bráðólmur fjörhestur,
eða eins og merkt íslenzkt skáld komst að orði:
“— grimmvakur en lítt taminn, fnæsandi af kappi
og með flaxandi makka, sjálfsagður til að taka
fyrstu verðlaun í hverri kappreið, ef hægt væri
að halda honum niðri á skeiðinu.” Þannig var
það á öllum sviðum skáldskapar hans.
Leikritaskáldið Matthías var langkunnast fyrir
“Utilegumennina”, eða “Skugga-Svein öðru
nafni. Kom leikurinn fyrst út 1864, og síðan hef-
ir víst e’kki nokkurt ár liðið svo, að hann hafi ekki
verið Ieikmn á einum stað eður öðrum, austan hafs
eða vestan. Er það tvímælalaust vinsælasti sjón-
leikurinn, sem nokkurntíma hefir saminn verið á
íslenzka tungu. Önnur leikrit Matthíasar eru:
“Vesturfararnir”, “Jón Arason”, og “Aldamót” og
smáleikurinn “Hinn sanni þjóðvilji”. “Jón Ara-
son” er eina leikritið, sem aldrei hefir sést á leik-
sviði.
Þá hefir séra Matthías þytt mesta fjölda Ieik-
rita. Af leikritum Shakespeare’s hefir hann þýtt:
“Hamlet”, “Machbeth”, “Othello” og “Romeo og
Juliet”. Þá hefir hann þýtt “Manfred” eftir By-
ron, “Brand” eftir Ibsen, “Gísla Súrsson” eftir
enska skáldkonu, og “Bóndan” eftir norska skáld-
ið Anders Hovden, sem út kom 1907, og mun vera
hin síðasta leikritsþýðing skáldsins. Hin fyrsta,
“Machbeth”, kom út 1875.
En sú þýðing, sem Matthías hefir orðið ástsæl-
astur fyrir, er þýðingin á “Friðþjófssogu” Esajas-
ar Tégners, sem út kom fyrst 1866. Mun aldrei
önnur betri né vinsælli þýðing hafa verið gerð á
íslenzka tungu. og segja fróðir menn að ljóðin séu
betri í þýðingunni, en þau séu á frummálinu,
sænskunni. Ekki náðu hin frumortu söguljóð
skáldsins, “Grettisljóð”, annari eins hylli, og þó eru
þau ramíslenzk og ort í sönnum hetjumóði.
I félagi við Steingrím Thorsteinsson gaf hann
út “Svanhvít” 1877, þýðing eftir þá báða á úr-
valskvæðum útlendra skálda. Og mikill fjöldi er
af öðrum þýddum Ijáðum eftir Matthías hér og þar
í kvæðabókum hans. Hfenn þýddi og “Sögur her-
læknisins” — mikið verk eftir Zakarías Topelius.
Fyrsta útgáfa af ljóðmælum Matthíasar kom út
í Reykjavík 1884. Næst komu þau út í sex bind-'
um á árunum frá 19ÖÓ til 1906, og svo voru “0r-
valslóð hans gefin út í einu bindi 191 5, á áttræðis-
afmæli hans.
Skáldið lifir þótt maðurinn deyi. En manns-
ins Matthíasar vildi e& gjama minnast örfáum orð-
um. Eg þekti hann vel á uppvaxtarárum mínum
á Akureyri, og hann hefir jafnan verið mér hjart-
fólginn síðan.
Eg mun hafa verið fyrsta eða með allra fyrstu
börnunum, sem Matthías skírði eftir að hann kom
til Akureyrar, og frá því eg komst á legg og þar til
eg fór vestur um haf, var séra Matthías mér ein-
staklega velviljaður, og marga krónima gaf han*
mér þegar eg var drengur. Við Magnús sonur
hans vorum jafnaldrar, skólabræður og vinir, o$
kyntist eg því föðurnum meira en annars hefði
orðið.
Að ytra útliti var séra Matthías enginn hvers-
dagsmaður. Hann var gildur meðalmaður á hæð,
þrekvaxinn og samanrekinn, og á yngri árum sín-
um hefir hann eflaust verið karlmenni. Andlits-
fallið var fremur ófrítt, en svipurinn hreinn og
djarfmannlegur og augun frán og fjörleg. Glað-
lega og vingjarnlega viðmótið, sem hann ætíð bar,
færði með sér yl og hrifning. Matthías var fram-
úrskarandi bjartsýnn og mannúðin var staðfastur
fylginautur hans. Góðhjartaður var hann með af-
brigðum og mátti ekkert aumt sjá.
Á Akureyri undi séra Matthías vel hag sínum,
og bæjarbúar elskuðu hann, og þegar hann fór að
heiman, sem ^alloft kom fyrir, því hann var ferða-
langur mikill, var tómt og eyðilegt í bænum.
Um afskifti Matthíasar af opinberum málum
var mér Iítt kunnugt. Blaðamenska hans var
löngu fyrir minn dag; en þær ritgerðir, sem eg
hefi eftir hann lesið, voru fjörugar og fræðandi,
en fæstar um opinber mál. Stjórnmál lét hann sig
Iitlu skifta, var allra vinur, en engum trúr, að því
er hann sjálfur sagði í spaugi. Ant var honum um
að efla vinsældir meðal Islendinga og útlendra
þjóða, og átti hann mikilsmetna vini víða um
lönd.
Hingað til Vestufheims kom séra Matthías ár-
ið 1893. Höfðu Vestur-Islendingar boðið hon-
um, til þess að koma á heimssýninguna í Chicago
og til að heimsækja sig um leið. Var hann gestur
þeirra mestalt sumarið og ferðaðist víða um bygð-
ir þeirra. Ritaði hann bók um þá för sína, sem
hann kallaði “Chicagoför mín” og kom út á Akur-
eyri Í894.
Matthías hefir verið heiðraður öðrum íslenzk-
um skáldum fremur, og það að verðleikum. Var
hann heiðursmeðilimur ýmsra erlendra bókmenta-
og fræðafélaga, auk þess em hann var heiðurs-
félagi Hins íslenzka bókmentafélags. Hann var
riddari af Darit»ebrog, og nú, á 85. afmæli sínu,
rétt fyrir andlátið, gerði guðfræðisdeild háskóla
Islands hann að heiðursdoktor, og Akureyrarbær
gerði hann að heiðursborgara sínum, og er það í
fyrsta sinni í sögu landsins, að íslenzkt skáld hefir
þannig verið heiðrað.
En nú er hið langa og fræga æfiskeið á enda
runnið; harpan snjalla þögnuð og hjartað göfuga
og góða hætt að slá. s
Og þjóðin hin íslenzka, í tveimur heimsálfum,
syrgir skáldið og manninn, en Saga í sorgarfeldi.
leggur lífgras á leiðið uiA leið og hún kveður
frömuð sinn:
“Farðu vél, fóstrinn ljúfi,
fræðin mín þú kunnir,
fastara og betur flestum,
sem eg fæddi á skauti.
Legg eg hér lífgras,
lékstu við það ungur;
því skal hér allan of aldur
ilmur úr grasi.”
Minningin lifir, þótt maðurinn deyi.
Gunnl. Tr. Jónsson. V
I