Heimskringla - 18.01.1922, Blaðsíða 2

Heimskringla - 18.01.1922, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA. WINNrPEG, 18. JANÚAR 1922 ►0€M»’(>‘«H»>(>4BB»>(>‘«»0'^M'(>'M»(>€HH»>()€il»>()‘aH»>0'4 Okanagan. Gemg eg varSmanns götuna gyrtur ensku svterSi, íslendingur, einmana, utarjlandls — á verði. Þú sýnist ifögur! “Sunny Olkanagani,” á suimardegi þegar eygló nís; og sjalldan var mér betur borguÖ vakan, né bliíÖri sá eg neina fjalladís, en hana sem að setiÖ (hefir hjá mér meö sinna töfra-skuggsj ár myndagnótt, og vitund minini sökti í augun á sér um aftan skeið og stjörnubjarta nótt. H)ún vakti |það s)em var að dvína hjá imér, viðkvæmni og hugar-vjænlgja þrótt, að vitja aftur “æskudaisins fríða," með engi og tún í faðmi grænna hlíða. Spentur er miilum fjalla friðarlbogi 'faguríitur, ibeint í vestur átt; ; en austrið er sem bjartur Ijóssheims iogi er Iijómar sóil og hækkar sm'átt og smátt; og fjöillin háu hvelfdum 'lyfta tindum í hverja átt sem litið verður mér; en Ihvergi sér hér blik á ibjörtum lindum né Ibröttum fossi, hvert sem litið er; akýin bregða á sig undra-myndum eftir því sem vindinrinn þau ber; ; og neðra um engið liggur í legu taðan, og fa’fgefandi ylmur streymir þaðan. Nú man eg sumt, sem hálfgleymit hefir legið, sem hreif mig óft og gladdi á fjarri strönd |>ótt yfir ifleira fjöðuir hafi dregið fingra^mjúk og iðm tímans hönd. Þá léttibrýnn dagur Ktur yifir fjöl'Kn og ileiði eg sjónum hýra umlhverfið ; l>á daggir höfgar hjúpa grænan völlinn, og hallast kollvot blómin út ó við; J>á norðuríjósa björtu boðaföUKn brjótast fréum um iheiðdimt Ikvöldloftið, }>á isamt er éitt, sem ekki ber að gleyma, að öft sá jþettia meira og fegxa heima. Nú man eg gilögt þá gleði sem eg kendi, •em gagntók alla vitund mána þá er breiðab-Iiksins gullna geisla-vendi á gjörvalt austurílo'ftið ibrá, |þá leit hún yfir aushiríjölin háu og öldur Ijóssins flóðu um hálendið og heltust fram af daísins brúnum bláu og bárust skáhalt ytfir á ausuturblið; en fuglar liðu í loifti á vængjum fráum og ílofuðu hann er gefur sólskinið; og móti skrnls og skiugga morguntíðar skiftu Lit um endillangar hliíðar. Eg man það vel, er sólin sigrað hafði og síðustu skuggar flýðu í land og gátt; er blómsaumaða blæjan, -sem alt vafði, blakti fyrir hlýrri sunnan átt; }>á elfur gnúði millum hamra hárra harðsnúinn og sylfurþreyddan streng, og íkvað'svo Vel að hörpuhilj ómar Párra hrífa Ijúfri tökum mey né dreng, en braust svo fram úr gljúfri kletta grárra um grund og -nes, og j ókl þar heya-ifenig, þvf fram að ósi um enigjar renni sléttar hún yndislega kvísikim stfnum fléttar. t>á lít eg nú í huga um öxil mér aftur í æskubjartain mynnunganna heim, og finst mið seiði einhver undrakraftur eins og 'taug sem vilji draga heim; þá eg er hér að vappa á varðgötunni í vemdarskyni brezkum hagsmununum langt frá því, sem áður me®t eg unni og orkar þessum hugar bakslögum, þá virðist einog bera að sama brunni og börnin ennlþá líkist feðrunum, því eins og sýnir sögunnar bjárti spegill svipað gerði iforíaðir vor Egill. f>ví Aðalsteíni endur Ifyrir ilöngu Egilll veitti að grimmum hildarleik; sjálfsagt varð hann þá að stríða í ströngu, en stöðu'gt sóttj hann fram, og aldrei veik. Eins veit niðjar Egils einnig reynast í eldraun sinni dýrmæt ættar-gull; því vóna eg og, þeir fái fyrst og seinast frægðarorð og sigurlaunin f-ull. Sumir munu falla en fleiri skeinast, en frem-d in verður hvorki skrum né bull, eg veit þeir muni sækja vef og verjast en — vi'ta þeir um hvað þeir eru að berjast? En nú er mál að vakna áf vÖku draumi —því varðmannsskyjdan bannar hugarsveim — þó má vera að oftar og í laumi andinn taki vænigi og svífi heim. Nú þjóta ótal þúsund lauf á meiði er þýðlega við þau rjálar andvarinn, vakinn uppi í fjalldal freimm á heiði hann ferSku lífi nærir anda minn, og vekur mig á jninna drauma leiði, og mjúkum lófum strýkur mér um kinn * og á þvtf leiði vil eg síðast söfna, þá sálarkraftar mínir taka að dofna. Erl. Gíslason (Kveðið 1917) Hægri höndin að mestu eftir Bengt Udforss. Einhverjir leiðuistu bjánar eru þeir menn, sem þykjast vera of- vjtar, og Kta á alt æm við 'ber eins og þaði væri auðskilið og ómerkilegt, og það eins þótt í því fel’ist óleylst gáta fyrir hinum, sem þráir lausn á vandamálum til- verunnar. En hversdagslífið sljófg ar oft undarlega mikið tjílfimiing- vora fyrir hinu undursamlega, og þvlí er það, að opið auga fyrir slíku og.þrá að leysa það, er svo dýrmæt eign mönmunum. Hve mörgum mönnum skyldi t. d. detta í hug, að vér berum í hægri höndinni ráðgátu, sem engan veg- inn verður leyst á svipstundu. hvað kemur til þess að h. u. b. 97 alf 100 miönnum notia hægrj höndina fremur en þá vinstri? Uppeldi og gamall vani, svara einhverjir, og svo þetta, að það er betra að eiga eitt gott verk- færi en tvö léleg. En |þá er eftir að vita, hversvegna hægri hönd. in hefjr jafnan verið valin, og það •frá aldaöðli að þvtf er séð verður. Eins lenigi og .niienii hafa haft ein- hver trúaibrögð, -sýnast þeir líka hafa notað bægri hönd. Tilraunir þær, sem gerðar haífa verið till þess, að sýna, að ein- istöku fornþjóðir hafi í raun og veru notað vinstri höndina meira, halfa strandað. En alftur á móti má sýna hig gagnstæða mjög vfða. Samkvæmt Dómarabókinni Voru af iBenjamíns-ættkvíslínni ekki nema 700 örvhen/tir menn af 26700, icða rúmlega tveir af ihunidraði. I bökmientuim Grjkkja og Rómverja má sjá m'erki þess, að þær þjóðir niotuðu hægri höindina. En þó má finma miklu eldri merki um þetta sama. Verk- færi frá steinöld sýna þetta, og an/dllitsmyndir frá þeim tímum eru dregnar þannjg, að sjá má að þær eru dregnar með hægri hendi. JafnVel málíin bera sama vitnið, og sýna, að þessi eigimleiki er e^ldxi en orðin yfir hægri og vjnstri. Nú á tímum eiga allar þjóðir sammerkt í þessu. 1---4,5 af 100 nota hægri 'hönd. Einstaka mota báðar jafnt, en það eru þá oftast fábjánar. Nýlfædd böm nota báð- ar hiendur jafnt, en þó er það undrafljótt, að hægri höndin tek- ur 'forystuna, og löngu áður en ræða getur verið um uppeldi eða vitandi st'efnu. EnSkur maður einn gerði tilraun með dóttur sína fjögurra til tíu mánaða gamla. Hann hélt hlut Iframmj íyrir barn- inu. Er hann var rmjög nærri, greip það með ibáðum hönldum. en ef fjaríœgðin var aukin upp í 12— 15 þuiml., varð' ibarninu hægri hiendin lausari í 74 tillfellum af 80. ' Auðvitað hafa mjenn ungað út 'fádæmum af getgátum um orsak- ir þessara tilhneigjngar manna. Sumir segja, að það sé upprunn- ið frá trúarbrögðum. Menn hafi snúið sér í austur móti uppienn- andi sól, og þá hafi hægri hliðin orðið göfugrj við það, að hún var 'sólarhliðin” þegar fram á daginn kom! En hvernig er þá með íbúa suðurhelmings jarðar? Þeir ættu þá að sama skapi að vera örvhentir, en það er nú síður en ®vo sé. Það er aikunnugt, að hægri handleggurinn er venjulega tals- vert þreknari, en sá vinstri. Bæðj bein og vöðvar eru þar þrodkaðri og auk þess er hann að meðaltali 1 sm. Iengri. En þessi munur er ekki með'faeddur, og er því án éfa afleiðing, en ekki orsök þess, að hægri höndin er meira notuð. Það er gkkj heldur alt undir stærð inni komið. Vinstri ganglimurinn er t. d. yfiríeitt lengri en sá hægri, en það veldur ekki nieinum “yfir- ráðum” vinstrj fótar. — Þá hafa menn bent á það, að hægri hlið mannsins sé þyngri vegna þess að Iiifrin ríðj þar baggamuninn. Hægri hliðin sé þvtf ífastari 'fyrir og stöðugri, og geri ihægrj hönd- inni “hiægra" um vik en þeirri vinstri. En vandræðaíleg er sú skýring. Og bæði er það nú það, að Kfrin, og yfirleitt hægrj hlið líkamans, er með aiveg sama hætti hjá þeim, sem er vimstri höndin tamari, og á hin bóginn eru til einstaka menn, sem fæddir eru með þejm óííköpum, að “öllu sýnist "snúið öfugt þó” innan í þeim, svo að hjartað er hiæigra megin en lifrin vinbtra megin, en er samt hægri höndin jafn töm fyrir því! Og þá kemur þetta ékki heim við þá skoðun, að eðlj blóð- rásarinnar-sé á þá l'eið, að hægri hélmingur líkamans fái bróður- partinm, og fái því "yfirlhönd”. Menn hafa rent augum til dýra- ríkÍBÍns oig reynt að komast þar fyrir rætux þessarar gátu. En því miður héfjr það ekki ilánast að finna neitt, er svarað gæti til þessa hægri handaT dáCtætis mann anna. Þá er enn sú skoð.un, að mað- urinn hafi fengið þetta við það, að ganiga uppréttur, en hvemig, það eru menn ekki sammála um. Einna nsest sanni er þó sú skoðun, að þegar farljxnimir losnuðu við jörðina hafi þeir ifyrst verið jafn færir báðir. En sVo byrjaði verka skiftingin. önnur höndin varð að fá forystuna. Þegar þessir forfeð- ur vorir 'lentu nú í bardaga, hvor- ir við aðxa eða vjð óargadýr, þá fundu þeir brátt, að vinistri hlið- in, þar eem hjartað sló, varð sú hliðim sem hlífa vaíð, því áverki þar var háskalegur. Þeir létu því hægri hliðina og hægri armjnn ganga á undan og héldu þar á á- rásarvopninu, en með hinni héldu þeir þá fyrir sér slkíldi. Þetta var hentugra, og gerði hægri handar mennina hæfari lí baráttunnj fyrir tillvemnni en vinstri hanidar menn- ina. — £n hvað sem um þetta er, þá er það víst, að nú em aldir liðnar síðan þörf var á þessu, og ætti þá að vera íariinn að korrna ruglingur lí þetta rím, en svo er ekki. En nú er Kkllega samt fundin sennileg skýrjng á þessu einkenni- lega fyrirbrigði og orsfökin er rak- tfn tf hjartams, þótt Imeð öðru móti sé en áður vair nefnt. Leiðin liggur sem sé um hejlann. Eins og alkunnugt er, er Stjórn allTa hreyf- iniga talini koma ifrá hejilanum, eða ákveðnum stöðvum þar. En það er það einkennilega, að stöð aú, er stjóimar hreyfingu h æ g r i hanidleggs er í vinstra halm- imgi beilan® og þvert á móti. Nú hefir það uppátæki mannsins, að ganga irppréttur, haft í för með sér niokkra truflun í stöðu og veitj/r bJllóðinu í vinstra hellming heilans, er öflugri en hin, og vimstri h e i'lah el.m/in guri nn, sem stjórnar hægra hamdlegg, er því betur alimn em sá hægri. Yfirburð- jr hægri handarinnaT stafa því af þessu, að maðurinn gengur upp- réttur, þó að orsakaleiðin milli þessara tveggja atvika sé dálítið önnur en sú, sem fyr var nefnd. Auðvitð má ýmislegt finna að þessari skýringu, en þó sýnist svo, sem hún ætli að haílda vélli. En sé hún rétt, verður auðsætt, að yfjrburðir hægri handarinnar eiga sér falstar og djúpar rætur, sem ekki er talið vtfts að verði slitnar að óslekju eins og sumir ‘háfa halldið fram, sexn vilja láta venja al'la við að nota jáfnt báðar hend- ur. Þes® verður vel ð gæta, að mannslíkaminn er fínigerð vél, miklu fíngerðari en þe/ir menn sýnaSt halda, sem vilja ölJu breyta með uppéldi og adfjniguim. Má t. d. minna á eitt atriði. I vinstra helmimgi heilans, þar sem stjóm- arstöð hægri handarinnar er, er líka stöð sú, sem stjómar málfær- inu — ihjá þeim sem em hægri hanidar menn. Það er þvtf sam- band millj hægri 'handarinnar og málfærisims, og þetta getur haft sínar áfleiðingar. Það hefir komið í Ijós, að ákafar tilraunir til að gera báðar hendur jafnvígar, hafa valda verulegum truflunum á mál færi, svo að menn hafa farið að iStama. Kiemur það af því, að aefing vinstrj handar ve'ldur því, að í hægri helming heiHans héfir farið að myndast ný málfæris- stöð, en það orsakar tvislkiftingu og truflun í stjórn málfærisins. Því hefir verið veitt eftjrtekt, að örvhentir menn stama oft og ein- att, og ætti það þá að stafa af því, að verið er aS reyna að þvinga þá itil' þess að nota hina höndina. Það er hættull'egt að ættfa að neyða j af n viðkvæma vél og mannsliíkamann út úr eðlilégri rás. Og — með allrj lotningu fyr- ir líkamsmentun og ihei'lbrigðis- aéfingum — þá verður að gæta þess vel, að það verði ekki til þess að koma af stað því sem ef til vill er enn þá alvaríegra en stamið. Það skyldi ekki vera þetta sem er þess valdandi, að hinjr á- gætu kappar og heimsfrægu í- þróttamenn eru oft og einatt alt annað ien sérstök gáfnalj ós. (Eimreiðin) ---í : —-j—

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.