Heimskringla - 15.02.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.02.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA, HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 15. FEBRÚAR 1921 HEIMSKRINGLA (StofiMjS 1886) Kemur út A hverjum miSvlkudegrl. Ctirefendur *>k elfrendur: THE VIKING PRESS, LTD. S53 «k 855 SARGEBÍT AVE., WISKIPEG, Talwimli JV-G537 V«t» kltilHlm er »3.«« AreaaKurlnn bor*- lat fyrir fram. Allar borieonlr aendlat rákimanni blaftnlnn. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ri t s t j órar : BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON UtanA«kr1ft tlL blattslnK: THE VlKlNvi PRHSSi Ltd., Box 8171, Wtnnlpegr, Man. UtanAnkrift tll rltatjórann EDITOR HEIMSKRINGLA, Box 3171 Winnlpegr, Man. The "Heimskringla" is printod and pub- lishe by the Viking Press, LiniUed, at 853 og 855 Sargent Ave., Winnipeg, Mani- toba. Tel'ephone: N-6537. v—i----- i i ■ WINNIPEG, MANITOBA, 15.FEBRÚAR 1922 Arsþing Þjóðræknisfé- lagsins Það var fyrir þrem árum. Þei, þei, sögðu menn. Er sem oss heyrist hljóð úr horni koma ? Hvað er á seiði? Krakki fæddur! Jú — sýnilega og áþreyfanlega- Þá áttuðu menn sig. Glókollurinn Iitli skældi fyrst eft- ir fæðinguna' Það var ekkert óeðlilegt. Öll börn sem lifandi fæðast gera það. Hndlökinn litli teygði úr sér þegar hann fann að rúmt var orðið um sig og gretti sig á móti dagsbirtunni eins og öll börn gera þeg- ar þau koma fyrst í þennan heim. Þeim fmst sjáíft geisla-bað hans anda kaldar á sig og lungamjúki skro'kkurinn litli engist sundur og saman undan fyrstu skráps-handtökunum sem hann verður fyrir áf hor.um jafnvel þó bómullar reifar séu. Lælknirinn þvoði hendurnar og kvaddi. Saklaus er eg, af lífláti þessa krakka hugsaði hann með sjálfum sér þegar fæðingunni var lokið og hvítvoðungnum heilsaðist vel. Það var ekkert meira fyrir hann að gera. I raun og veru hafði hann ekki gert neitt sjálfur en hafði látið aðra gera það. En hann lagði ráðin á. Þau ráð voru góð en dýr. En hvorki fékk það á hann né kvalir móðurinn- ar við fæðinguna. Hanii rambaði til dyra- og gek'k hægt út enda haifði ýstran hlaðist á hann síðan hann tók við embætti sínu. Því næst kom presturinn’ Skírnarfontur- inn var settur fleytifullur á borðið. Hvað á barnið að beita? spyr hann alvadegur og togmleitur eins og prestar gera við slíka at- höfn, þó kýmnin bilti sér og brjótist um í meðvitundinni. Nafninu er hvíslað að hon- um svo hátt, að allir viðstaddir heyra það. Prestur rekur þá einn eða tvo fingur krít- hvíta og skinhoraða, eins og á stúlku sem langt tilhugalíf hefir tálgað holdin af, ofan í vatns-skálina og notar þá í stað ausu til þess að væta litla koilinn. Og meðan sveinn- inn glápir undrandi á prestinn fyrir þetta, sem ham álítur ólukkans hrekkjabragð af honum, étur presturinn nú eftir orðin og nefnir hvítvoðunsmn sínu rétta nafni. Hann var nefndur: “Þjóðræknicfélag íslendinga í Vesturhetmi. Vestur-ísleHdingar hafa áður “átt börn með kvenfólki,” eins og kýmnisskáldið komst að orði. Og þau hafa verið mann- væ-íeg og frjálsleg útlits. “Guði er slíkt að þakka,’ sagði Símon Dalaskáld gamli og var það vel mælt. Dálæti foreldranna hefir þau hdldur ekki skort> því það hefir skemt sum þeirra, að sögn vancfætaranna. Cg er þá vd að verið. En meira dálæti hafa Vestur-Is- lendingar ekki haift á neinum krakka, en þessum, sem sikýrður var Þjóðiaéknisfélag íslend:’nga í Vesturheimi- Þeir hafa í nærri 3 ár flykst utan um hann á aArælisdaginn hans og endrarær, hafa fært honum gjafir og leikföng, hafa beigt sig cfan að honum og blístrað og hjalað við hann og hafa typt fingmm undir hcku hans t:l þess að koma honum til að brosa fraiman í sig. Og þegar hann hefir sýnt á sér íMsmerkin, hafa þeir glaðst í hjarta sínu. Þrjú ár era liðin af aöfi Þjóðræknisfélags- ins Hvað verður a(f þeim lært u'm framtíð þess og þroska? Það er fyrst og fremst sjón söguríkari með það, að félagið hefir á þess- um æcku-árum sínum daifnað vel> þrátt fyrir alla erfiðleika sem ávegi þess voru. Stærsti erfiðleikinn sem það, eins og {Jest önnur fé- lög hjá oss, hefir átt við að stríða, er sundr- ungarandi sjálfra vor. Það var hann sem hættast vár við að það steytti fæti við steini á. En fynr þeirri hættu virðist nú hvað líð- I ur eikki þurfa að bera mikinn (kvíðboga og mega það “fróðárundur” heita. En hér kem- ur það einmitt fram, hvað það er, sem Þjóð- ræknisfélagið hvílir á, hver undirstaða þess er. Þjóðræknismálið er ekki mál sem Is- tendingar geta verið skiftir um. Að svo miklu Ieyti sem það hefir átt sér stað innan þess, á rót sína að rekja til annara mála. Laust við þau- er hiklaust óhætt að segja það mál ti 1- finninganna. Það er hverjum ræktarsömum íslendingi mál hjartans. Þriðja ársþing Þjóðræknisfélagsins fer nú í hönd. Æskilegt væri að þeir sem íöng hafa á því sæktu það. Það er ekki einungis æski- legt vegna þess hags, sem þessi eim almenm íslenzki íélagsskapur hefir áf því bæði bein- línis og óbeinlíms, heldur er það emmg æski- legt vegna þess að það hefir skemtun 1 för með sér og oft margt gott fyrir Islendinga hér að finnast og eiga tal saman- Að kynn- ast og sjást hefir oft æfilanga vináttu í för með sér' Af vináttu og samhug leiðir tíðum margt gott cg þarflegt. Og þó e'kki sé nema að endurnýja gamla vináttu með því, vita flestir 'hve það hressir og vekur af dvala endurminningar, sem hugann yngir við að láta sig dreyma um aftur. Alt þetta hefir sína býðingu fyrir emstaklinginn. Og það hefir hana einnig fyrir það sem okkur er ölíl- um hjartans mál. , íslendingar! Kornum sem flestir saman á ársibineri voru. Minnumst bræðra-bandsins með því. : Þarflegt fyrirtæki. Fjölmennur bændafundur stóð yfir hér í bænum síðastliðna viku. Að vísu eru fundir hér enginn nýlunda um þessar mundir, en með því að þeir eru ekki allir eins þarfir og fundur sá sem hér um ræðir, skál hans að nokkru getið> en þagað að þessu sinni um gleði og gjálífis mót þeirra sem sæludags- megin sitja á belkk þjóðfélagsins. Efni þessa fundar var, að stofna hér félag sem hefði með höndum það þarfa verk, að koma hér á fót ullar verksmiðju. Fjöldi bænda víðsvegar að úr Manitoba voru á fundioum. Stofnun þessi verður og eign bænda, þegar hún komst á fót- Þeir hafa skrilfað sig fyrir hlutum seim nerna $50,000 í ver'ksmiðjunni. Verður hehning- ur þeirra bluta borgaður út í dásember á þesm ári, en hinn helmingurinn í desember 1923. Ct á þessa hluti gerir félagið sér góðar vonir að fá lán sem nemur .$30,000 til þess að geta nú þegar byrjað á fyrirtækinu Hef- ir verið leitað til fylkisstjórnarinnar í því efni og leyst henni vél 'á hugmyndina og héfir veitt lántökunni góðar undirtektir. Aldrei er brýnni þörf á að taka sér þetta vei'kefni fyrir hendur en nú. Bændur víðs- vegar út um fylkið- eiga enn óselt uli sína frá síðast liðnu ári vegna þess að hún er sama sem verðlaus. Fyrirtaékinu er því borgið hvað snertir að fá éfni tiíl þess að vinna úr og þarf e'kki að óttast að háfa ekki nógu míkið að gera. Voru skýrslur lagðar fram á fundinum cm það hve mikið væri af u'l ó- seldri í fylkinu en ekki vitum vér hve mikili sá forði er því skýrslurnar hö'fum vér ekki við hendina; en hann er talinn mikill. Og begar á það er litið. er bað dáílítið undar- legt, að hér skuii ekki fyr hafa risið upp lullarverksmiðja, sem vinnur ullina hér, en íætur ekki sélja hana eða gefa tii Banda- ríkianna eins og að undan'förnu hefir átt sér rtað og kaupir s\'o klæðnað þaðan aftur rán- dýran. Annað er verðið á ul’! síðu-tu árin. Hafa ibændur 'lengi verið vissir um, að það héfir verið aít annað en sanngjarnt. Á fundinum ivoru lagðar fram skýrslur yfir kostnið við véfnað á ull og samíkvæmt þeim hafa ullar yerksmiðiurnar verð að græða 80c á hverju ullar pundi. Vefnaðar'kostnaður og állur ann- ar kostnaður við að vinna ullíina og flytja (hana á milli reiknaðist frá 30—45c á hvert pund. Þótt þetta virðist jafnvel of hátt reiknlað’ sýnir það að það er að viðfögðum ámáða félsganna æði mikíli munur á verði ullarinnar þevar búið er að vinna hana og verðimi spm b'm er keypt óunnin af bænd- um. En að reikningur þessi sé fjarstæða, fer bó fiarri- Hann mim einmitt nær sanni. Þarf í ibví efni ek'ki annað en að minna á að purd- ið af i’i'Hrbandi er selt á $2.00 og þar yfir ti! bess að sannfærar.t um það í maí eða júní á komarda vori er gert ráð fyrir, að ullar verksmiðjan verði tekin til starfa. Sá er veitir hehni forstöðu, heitir A'bert McLeod. Þeir íslendbigar sem frekar viija kvnrast félagsstc'biun þessari geta feng-' ið u’ToIvjinmr um hana frá honum. með því að skrifa tíl 520 Mclntyre Blk., Winn’pep. Nökkrir íslendingar voru á þessum fundi, en þó færri en búast mátti við. Einn af þeim var hr. Sigurjcn Jónsson frá Árnesi og lét hann oss þessar fréttir góð'fúslega í té. 1 stjórnarnefnd félagsins er enginn islending- ur ennþá, en fjöldi þeirra eru hluthafar þess. Félaginu mun að öllu leyti stjórnað á sam- eigna-grundvelh, eins og öðrum fyrirtækjum bænda. Skuldir fylkisins. Fréttagreinin um skuldir fylkisins sem birtrst í Heimskring'lu fyrir 2 vikum síðan og í síðasta Lögbergi er gerð tilraun til að véfengja, var tekin svo að segja orðrétt úr enska dagblaðinu öðru hér í bænum. Ef tökirnar um skuldirnar eru ekki réttar, er •það Hon. Edward Brown sjálfum að kenna> því enska blaðið hafði þær eftir honum. Og ekkert hefir síðan komið fram, sem sanni að blaðið fari með ósannindi í því efni, hvorki líjárm'áJareikningur Browns né annað- En samt segir Lögberg að ekki sé nema hálf- sögð sagan hjá oss og fylkið eigi verðmæt bréf, sem hægt sé að koma í peninga, hve- nær sem sé og nemi þau á sextándu miljón dölum, sem vér getum ekki um' Ef svo er að verðbréf þessi séu ekki talin með í þess- um rejkningi sem Brown lagði fram og sýnir að óarðberandi skuldir háfi á tveim árum vaxið um 10 miljl dala> þá er auðvi'tað um minni skuld að ræða hjá fyilkinu. En komi það nú í Ijós, að skulldin sé þessi er getið var um í fréttinni, hvernig fer þá með Lögbergs- sannsögliina? Og það er einmitt það sem rejkningar Hon. Ed. Brown sanna. Öll er skul.d fylkisins um 62 miijónir dala. Þó þessi verðbréf dragist frá henni> minkar það ekki óarðberandi skuldir fylkisins. En þær sýna hvernig hagurinn stendur, betur en öll skuld- in ti! samans, þ. e' arðberandi og óarðberandi skuldir. Hvergi er því hefdur haldið fram í frétta- greininni, að Hon. Ed.’ Brown hafi neitað í Jjinginu að géfa skýringar á meðferð fjár þess er inn kom með nýju sköttunum sem lagð r voru á fbúana í fyrra til þess að verj- ast tékjuhalla á síðast liðnu fjárhagsári. En h?nn þver neitaði eigi að síður að segja ens'ka blaðinu, srm hann gaf skýringu á hag I fy'iki'si’ns, nckkuð um það. í Heimckringlu fréttinH er þ>ví rétt skýrt frá þesisu, eins og hag fylkisins. Orðagjálf- ur Lcgbergs um ósannsögli Heinfskringlu er því sorottin af matar-astinni >?em það hefir á stfóminni, en ekki af sannleiksá'st þess. En um bað var fó'.'ki veíl kunnugt áður, þó blaðið færi ekki á ný að augiýsa það. Að minsta ko- ti er mörgum í fersku minni I 7 þúsund dálirnir sem veittir voru tiil vitfirringa-spítal- rns í Selkirk á síðai-ta þingi, en sem sam- kvæmt “bl'áu bcknni” lítur út fyrir að hafi !°nt á stofnuninm á horinu á William og Sherbrocke strætum fyrir prentverk og var bað slysa'eut gáleysi af stjóminni að rugla þesrum tveirn stofnunum þannig saman! 0M Úr ýmsuim áttum. Sólhvörf. Svo heita síðustu sögurnar — sex tals- ins — sem frá Guðmundi Friðjónssyni hafa komið. Þetta er fjórða bókin af sveitalffs sögum höíundarins- Áður ha'fa kornið út þrjár bæk- ur áf þeim: Átta sögur — Tíu sögur og Tólf sögur' Af eftirmála sem fvlgir síðu'stu bó'k- inni fná höfundinum má ráða að þar eigi að nema staðar og sveitalífssögum hans sé nú I lokið. Sú frétt er það, sem oss geðjast einna í verst að sjá af því er frá penna þessa höf- undar hefir komið og svo hyggjum vér fleiri muni s'egia. Það er e'kki þar með sagt að menn hafi ávailt verið höfundi sammála um efni þau er hann hefir ritað. En Iistin og sér- kemin á stíl hans> haifa stungið svo í stúf við svefnmóks stíl annara, að menn lesa með áfergju og ánægju það sem G. F. skrifar þó að það séu sterkustu andmæli gegn eigin skoðunum lesandans. Það skiftir engu um hvern þremilinn ritsmíðar G. F. fjalla. Stöf- ur.u*n undir þeim fylgir sá seiðkraftur, að það ne;íar sér enginn um að lesa þær, sem auga festir á þeim. •> Þessar síðustu sögur G. F. eru íslenzkar í húð og hár, eins og fyrri sögur hans- Efnið er svo ram-íslenzkt og málið á þeim, að þær mega vel allar saman hei'ta einu nafni Is- Iendingasögur nútíðarinnar' Hjá reyfara- vaðlinum alveg snertt sem eins og farg hefir legið á hjarta söguhöfunda seinni tímanna og leitt hefir af séf rýrnun og tæringu í hugs- urarhætti ungu kynlslóðarinnar, hafa nærri því breytt Islendingunum úr Víkingunum í kengbognar hofróður, sem ekki eru trl þess að færast neitt stórt í fang. G. F. hefir í mörg ár boðið öllu þessu íslenzka skáldsagna tízku-dóti byrginn og er sá eini skáldsagna- höfundur íslenzkur sem það hefir gert. Að launum hefir hann hlot- ið það ámæli að vera gamal'dags í sér og jáfnvdl síkyniskroppinn á gildi og þýðingu “móðanna”. En lýsingin á fóllki því er sveitalífið íslenzka skapar> er þrátt fyrir alt svo langt fyrir ofan þetta alt, að þeim isem sögur G. F. les getur ek'ki blandast hugur um það. Sög- urnar hlljóta að hafa afturhvarf í för með sér á hugi llesendanna og snúa þeim að sínu upprunalega norræna eðh. Taugin við það er styr'kt með þessum sögum. í því er að vorri hyggju gildi þeirra fólg ið- Það er erfitt að skrifa stuttar sögur og þjappa saman éfninu, svo að ekkert af gildi þess fari for- görðum En G. F. verður ek'ki skotaskuld úr þessu. Sagan “Berg- mál” í Sólhvörfum sem er 22 blað- síður, er eins efnisþrungin og um hugsunarrík og mörg saga, sem er 422 blaðsíður. Og svipað má segja um ffeiri sögur hans bæði í Sóíhvörfum og í hinum fyrri 'sveitalífssögum hans. Þetta á ékki að vera ritdómur um Sóíhvörf heldur aðeins fregn til íslendinga hér um að bókin sé komin á markaðinn. Henni svip- ar í öllum aðal-atriðum til fyrri sagna höf. og hefir einnig það við sig, sem sérkennir þær; en það er að manni finst áltaf síðasta bók- :n sem frá G. F. kemur bezt. Veld- ur því sá igulll-alldar stíll sem á þeim er>. En um það er óþarft að fjöl- yrða. íslendingum er kunnugt um það, að fár eða enginn rithöfund- ur orðar hugsanir sínar eins sér- kenniJega og þó um leið skemti- lega og fagurt og G- F. og eru. hvorki lærðir né leiknir þar und- anteknir. Scíhvörf er til solu hjá linni ,'’nc«yni bóksala í Wpg' og kostar $2.00 í kápu. Sá sem á þau ekki á bókahillu siimi tfl að grípa í á- ranit hinum sveitalífsscgum G. F. f r á mi"> við lestur þeirra sagna er bezt hafa verið skrifaðar í ip;nni tíð cg íslenzkastar eru. —.Dodd’* nýmapQlur eru bezto nýmatne'ðali'ð. Lækna og gig*, bakverk( hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dödd’s Kidney Pillr kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllutn lyfsöL um eða frá The Dodd’s Medicine Co. Ltd., foronto, Ont.............- Quebec. Queíbec-lfyilki stærir si>g af því.. aS geta isýnt við uppgerð árs-- reikninga sinna, aS tekjur fylkia- ins Shafi veriS 1,250,000 dollurumi meiri en útgtjöldin, ÞaS sýnist einni'g á þessum erfiðu tímuns vera fagnaSare'fhi og vottur þess,. aS fylkinu sé ve! stjórnaS. En þegar þessi góSi fjárhagur fylkisins er skoSaSur niSur í kjö'linn, kemur í Ijós, aS fylkiS he'fir grætt $4,000,000. á vín- sö'lu oig þaS er hún sem þakka má hvernig hagur fylkisins stendur. Ekki verSur því neitaS aS þaS er 'betra aS sjá þennan hag af vín- sö'lunni í höndum stjórnarinnar er» í vösum einstakra manna. En að hir.u leytinu verSur þaS ekki var- iS, aS e/f fylkiS helfSi ekki háft tekjur af vínsölunni, h'efSi þáð veriS $2,750,000 á eftir.Og hefSi þá e'kki veriS betra aS sj'á þennan tekjuhalla (he’lidur en aS viita áf svolit'Lum tekjualfganigj sem feng- inn er á þennan hátt ? ? Vér gietum e.k'ki aS því gert, aS oss fins't — hvernig isern aSrir líta á þaS mál — aS tekjur a'f VÍnsölu séu altaí (bllóSpeningar. Sjúkrahúsið á Akmeyri Vekja eftirtekt. Tveir ungir Islendingar í Norð- urDakota hafa nýlega vakið eftir- tekt og aðdáun fyrir hæfifeika sína í ræðuhöldum. Þeir heita Sveinn ThorfinnSson og Jónas A. Stunlaugsson og eru báðir frá Ak- uryrkjuiskólanuim í Norður-Da- kota. I kappræðu sem piltar þess- ir tþku þátt í fyrir hönd skóla síns á móti skó'la-sveinum frá Suður- Ðaíkota State College í Broo'king og Montana State College í Bozeman; unnu landarnir frægan sigur. I kappræðunni við sveina frá hin- um fyrnefnda slkó'I'a, hafði Jónas Sturlaugsson játandi hliðina og var formaður hennar; hann vann sigirrmn í þeim orðaleik. í hinni kappræðunni var Sveinn Thor- finnis'son fvrir þeim er neitandi hliðina höfðu; þeir sem hann átti í höggi við voru skólasveinar frá Monjana-skólanum: hann gckk einnig sigri hrósandi af hólmi Um- ræðu éfnið var hvört Randaríkin ættu cð veita Phiilips-eyjum frelsi innan næstu fimm ára eða ekki Fn hér er einmitt það eftirtektar- verða við þetta1 Kappræðuefnið var hið sama á báðum stöður.um, og Ianc'a’,nir höfðu því fyrst )át- andi hhðina og síðai neitandi hlið ina. En bað gerði þeiim ekkerl til. Þö viS heljarmenni að lær- dómi væri að etja unnu þeir í basði skiítin. Áðm hafa piltar þessir vakið eftirtekt á sér við skó'l'anámið. En þetta nýja hreystiverk þeirra vek-! u á ný aðdáun á þeim. Ekki er oss kunnugt um ætt drengja þeissara. En báðir kváðu bejr eiga ifólk að,sem séð mun geta þeim fyrir frekari mentun. Er það vel farið því hér er auðsjáanlega um efnismenn að ræða. Undirrituð styr'ktarnefnd Sjúk- I ráhússins á Akureyri, hefir síðan hún tók til starfa fyrir tæpu ári síðan, veitt viðtöku neðantöHdura gjöfum til sjúkrahússinsj Gefnir munir. Akureyri Frú G. Ólafsson, Aík- 12 lök ; — Th. Havsteen, —k' 4 lök. — —”— — 4 handkiæðí — —”— — 3 koddaver. St. Sigurðss. og frú, Ak. 20 metr. Iakalléréft. \ St. Sigurdss. og frú, 20 metra hand ikliæðadregiM Frú G. Jochumsson, 3 uíiarábreið- ur. Dpvíð S’gurðsson, I borð og I stóll Jakob Karlsson’ 12 stólar. Frú Guðr. Halldórsd, Kristsmynd í íamma. Frú SesseJja Hansen, 2 stólar. Aðaisteinn íónsson, 3 koddáver. Un'gfrú H. Biarnad., 25 bækur ým- isiegs efniis. Ónefndur, 20 handklæði, og 18 metra af lakalérefi. Ó. Ágústsson og ónefndur 1 speg-- ill. Ónefndur, 5 rúm og I stungið teppi. HaMgr. Einarsson, mynd í ramma (af Þórði Guðmundssyni). Kristján Árnason, 10 metra iaka- 'léreft, og 10 mletra handklæða- dregil' Ónefnd kona> 10 handklæði. 0. C. Thorarensen yngri, 4 stórar Ivfjaflöskur. Ónefndur, 24 sit. handsápa, 3 'tengur stangas'ápa. Guðrún Sigurðard., vinna við iín- saum. KvenféHq í Svarfaðardal 15 uH- arteppi. Aths. Þess má geta, að samkv. nú- verandi verðHm. nema þessar gj?ír;r r'Jir"m 2000 kr.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.