Heimskringla


Heimskringla - 15.03.1922, Qupperneq 4

Heimskringla - 15.03.1922, Qupperneq 4
í». BLAÐSIÐA. HEIMSR.R INGLA. WINNÍPEG, 15. MAlRZ, 1922 HEIMSKRINQLA (StofcuiB 1886) Krmur 61 fl kverjum miSvtkudefff. ttgefcAdiu* ok elgeninr: THE VIKING PRESS, LTD. 853 0( 855 SARðBNT AVK.. WINNirBlG, THlHÍmi: N-R337 Vírt blattHluH er |3.M árcurorln horg- Irt tjrir frnm. Allar bnreHBlr aea41a« rASamanal UaValaa. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFAN EINARSSON UtanRakrlft tU blaSalaai THB VIKJNG I»RI3SS. Ltl, Bol 3171, Whnlyec, Haa. Ltanftalirlft ttl rltatjðraaa EDITSR HEIHSKRINGLA, Bol 3171 Wlaatpes, Maa. The "Hetmskrlnela’* ls prlntoa and pub- Ushe by the VIkln« Trees, Llmlteí, at 853 eg 855 Sargent Ave., Wlnnlpeg, Mani- teba. Tel'e»hane: N-S637. " - ----...... WINNIPEG, MANITOBA, 15. MARZ, 1922 Tvö mikilmenni. Brezka stjórnin hefir bæði fyr og síðar átt mörg mikilmenni. Á seinni árum hefir ein- kum mikið þótt til stjórnmálamanna hennar koma. Hefir hún þurft á þeim að halda, því undanfarið hefir agasamt verið í héraði á Bretlandi sem annarsstaðar í heiminum. í stjórnmálum ber þar nú sem stendur meira á tveim mönnum en nokkrum öðrum. Eru það þeir Lloyd George forsætisróðherra og Sir Arthur Balfour. Auðvitað man maður eftir H. G. Wells, sem einn merkasta manif má nú telja af þeim sem uppi eru þar. En sem stjórnmálamaður hefir hann ekki alment fylgi enn, þó á aðra vísu sé hann viðurkend- ari en báðir þessir menn sem á var minst- Stjórnmálaveðráttan á Englandi hefir ver- ið ýmsra átta um tíma. Hugir fólks hafa mjög dregist að því- Heimafyrir er margra um- bóta þörf. Hagur manna og landsins er erf- iður. Til þess að bæta úr honum virðist ui'k- iil hluti þjóðarinnar trúa Sir Arthur Balfour manna bezt Og að því er stjórnina heima fyrir snertir mun hann mörgum eða flestum færari til þess að ráða fram úr vandræða- málum hennar. En stjórn Bretlands er ekki fólgin í því 'einu að stjórna vel heima fyrir. Það eru utanríkismálin, sem þar er einnig mjög mik ið undir komið, að hagkvæmlega sé með farið. Og til þess treysta menn eflaust Llovd George manna bezt. Hann hefir á því sviði sýnt það svo ótvírætt, að leita má vel og víðar en á Englandi til þess að finna hans jafningja. í seinni tíð virðist það helzt fundið að Lloyd George, að hann fylgi um of auðvald- inu. Hvort að stjórn hans á það skilið, frem- ur en aðiar stjórnir sem verið hafa á Eng- landi, efa kannske einhverjir. Og vonin um að Balfour bæti í því efni úr skák, getur átt að nokkru leiti rót að rekja til þess, að nú liggja kosningar fyrir dyrum. Samt mun ekki fjarri, að talsvert margir hafi þá skoðun- Að hún eigi sér stað hjá 'þeim sem róttækum umbótum unna, getur þó varla verið. Annað aftur sem mælir með Lloyd George er fyrst og fremst Genf-fundurinn- Hugmynd- irnar umiiann urðu fyrst til hjá Lloyd George og að framfylgja þeim er ekki á annara færi frekar, en hans sjálfs. Verði sá fundur hald- inn áður en kosningar fara fram og Lloyd George hættir við að segja af sér, sem nú er þó fullyrt að hann ætli að gera, kemur hann auðvitað ekki til mála. En nú er fjöldi ann- ara mála á dagskránni, sem svipað stendur á með og Lloyd George mun einna bezt trú- að fyrir að fara með. Eru það írsku málin, sem ennþá ramba á ófriðarbarmi, ástandið á Indlandi, verkfallið í Suður-Afríku, sem nú er undir hervaldi, tyrknesku málin og yf irráð Breta í Palestínu, sem sagt er að séu að taka enda. Og ofan á alt þetta verkfall vé'lafræðinga á Englandi, sem er afar víð- tækt og alvarlegar afleiðingar hefir í för með sér. Vandræðin eru því mikil sem stend ur á Englandi. Og að Lloyd George sé flest- mn færari að greiða úr þeim munu margir álengdar eða fjarri halda. Brezku þjóðinni dylst ekki að hún hefir þarna tveimur góðum mönnum á að skipa. Meðan alt leikur í Iyndi og alt gengur vel, getur verið að aðrir séu eins heppilegir stjórn endur og Lloyd George. En þegar kemur í hann krappan í nýlendu eða utanríkismál- um, munu fáir reynast þéttari fyrir en hann. Ef hann segir ekki af sér, á brezka þjóðin úr vöndu að ráða við kosningarnar, sem senn fara í thönd- Þræta. Vér áttum nýverið tal við ónafngreindan Veslur-Islending. Og eins og stundum eða ef til vill oftast á sér stað er íslendingar tala saman, vorum við ekki sammála- Efnið sem við kýttum um var um andlega hæfileika Islendinga> Vér héldum því fram að Islendingar tækju flestum þjóðum fram í því efni. Að þeir væru ágætir námsmenn og hefðu sýnt það, að þeir stæðu hverjum sem væri á sporði að því er gáfur snerti. Vinur vor var ekki alveg þeirrar skoðun ar. Hann kvað íslenzku blöðin hér hafa gert mörgum hæfileikamanninum“bjarnargreiða” með hólinu sem þau hlaða á þá að óverð- skulduðu. Ef ungur náms-maður skarar frarn úr í einhverju, sagði hann blöðin kepp- ast við að hrósa þeim á hvert reipi, en oft á sama tíma sýna litla dómgreind í því, að meta til verðleika þá yfirburði sem þar hafa komið í ljós eða að láta hvatningu fylgja þar sem það væri þess vert. Þetta hefir gengið svo langt hjá ykkur blaðamönnunum, að þið hafið gert unga íselnzka nemendur að mik- ilmennum ef þeir hafa fengið stöðu sem vikadrengir (eða það sem stundum er kallað “Chief Bottle Washer”) í vísinda starfstofu einhvers háskóla. Hann áleit það vera nem- endunum fyrir eins góðu, að finna stöku sinnum að við þá og hvetja þá til að gera betur. Vér reyndum að hera í bætifláka bæði fyrir blöðin og námsmennina. Bentum á marga íslenzka prófessora, skáld og fræði- menn, sem hér væru og héldum “ljósið” ekki \ loga betur (andlega talað) hjá öðrum en þeim. Hann svaraði: Til dæmis að taka; þetta er vísinda tímabil og við búum í landi þar sem vísindi blómgast- Hvað margir Vestur- Islendingar hafa skarað svo fram úr í ein- hverri grein vísinda, að nokkrir, hafi heyrt um það nema lesendur íslenzku blaðanna? Það er hægt að, svara því. Útgáfufélag í Bandaríkjunum (The Science Press) gefur út rit eða skrá (directory) yfir vísindamenn í Ameríku- Til þess að nafn mannsins kom- ist inn á þá skrá, þarf hann að hafa gert eitthvað verulegt í vísihda starfsemi. I þess- ari bók nú nýútkominni, eru nærri tíu þús-- und nöfn, svo það er langt frá því, að þeir frægustu aðeins séu taldir. Og hvað mörg -íslenzk nöfn eru í þeirribók? Aðeins þrjú; Sturla Einarsson prófessor í stjömufræði í California, Vilhjálmur Stefánsson mannfræð- ingur, Thorbergur Thorvaldsson efnafræð- ingur og kennari við háskólann í Saskatoon. Og þá eru þeir upptaldir. Væri úr vegi að spyrja Vestur-íslendinga, hvers vegna að svo margir hinna ungu námsmanna í vísindum nema staðar þegar þeir eru rétt komnir í “meðalmensku” hópinn? Væri nokkuð fjarri, að benda þeim á að þeir þurfi að halda áfram lengra, ef þeir vilja ekki lenda í þvögunni við fjallsræturnar í stað þess að komast upp á tindinn? Fjárhagslega hliðin er ekki Iengur í vegi fyrir ungmennum sem hafa hæfileikana, því það eru svo margir styrktarstjóðir til við hina ýmsu skóla. Hafa fleiri en einn kennari við vísinda-skólana sagt mér, að þeir útveguðu öllum þeim nem- endum sínum, sem þess væru verðugir og vildu halda áfraTn námi, inngöngu með ein- hverju móti á Harvard og æðri skólana. Vér reyndum að malda í móinn og sögð- um að þó á fáum íslendingum bæri í þessum j . verkahring, væru þeir þeim mun fleiri sem | sköruðu fram úr í sumu öðru. En vinurinn j klappaði oss'á öxlina og kvaddi, en sagði j áður en hann fór að ef fundum okkar bæri I bráðlega saman aftur skildi hann sýna mér J fram á, að einnig þar ætti sér ekki ósvipað stað. Þótt vér könnuðumst ekki við frammi fyr- ir andmælanda, að hann hefði algerlega á réttu að standa, getum vér nú kannast við, að skoðanir hans hafi við nokkuð að styðjast og þessvegna birtum vér, þær. “Heimkoman”. Leikur þessi var sýndur í vikunni sem Ieið, j þriðjudags og miðvikudagskveldið. Aðsókn var góð bæði kveldin, en einkum þó hið síð- ara. enda tókst leikurinn mæta vel Efni hans hefir áður verið lýst ítarlega. Höfundurinn er Hermann Sudermann, er margir munu kannast við af leiknum “Heimilið” er sýnd- ur var hér í fyrra, og skáldsögum er þýddar , hafa verið á íslenzku, svo sem “Þyrnibraut- J in”. “Vinur frúarinnar”, o- s. frv. “Heim- j koman” (“Die Ehre”) var rituð árið 1889 og gat höf. fyrst alþjóða orðstír. Hafði hann gefið út ýmiskonar smárit áður er að sönnu vöktu eftirtekt á honum, en það var eigi fyr en “Hermkoman” birtist að hann varð hvar vetna kunnur sem mesta og stærsta leikrita- skáld norður Þýzkalands. Tekur hann þar á þeim meinum sem voru að siðspilla þjóðlíf- inu, svipað og Ibsen gjörir í leikritum sín- um- Er hann honu-m að mörgu leyti líkur og -sannur lær-sveinn hans. Sudermrnn er fæddur árið 1857, 30. sept- -ember í þorpinu Matziken norður undir landa mærum Rússlands í Austur-Prússlandi. For- eldrar hanr voru Mennonítar- Sýndi hann snemma frábærar gáfur, var settur lil lær- dóms og útskrifaðist í heimspeki og sögp frá iháskólanum í Königsberg, rúmlega tvítugur. Gaf hann s g þá um tíma við kenslu og blaða mensku. Samdi skáldsögur, leikrit og fleira- Heimkoman er í íslenzkri þýðingu eftir Emar Hjörleifsson Kvaran. Eru samtölin einkar lipur og ljós, sem vænta mátti eftir þann höfund. Leiktjöld hefir herra Árni Sigurðsson mál- að og eru þau snildarlega vel gerð; er hann hinn smekkví.;asti málari og hefir þess utan lagt stund á leiklistina og skilur þau hlut verk manna bezt. Er það skaði að hann get- ur ekki gefið sig allan við þeirri list. Hefir hann nú á síðari árum búið vestur í landi og orðið að gefa sig við algengri vinnu en leggja hitt á hilluna sem hann er þó m-est upplagð- ur fyrir. á þessum vetri komu þau hjón hing- að til bæjarins, nokkru upp úr nýári, og hafa dvalið hér nú um tveggja mánaðar tíma. Tók hann þá að sér að æfa flokk þenna sem leikur Heimkomuna, og sjálfur Ieikur hann aðal hlutverkið. Er það honum algerlega að þakka að leikur þessi er sýndur og hefir tek- ist jafn vel. Með honum eru og þeir ýmsir er hér hafa mest fengist við að leika á und- -anförnum árum, og hafa þeir öll erfiðari hlut- verkin- Ungfrú Elín Hall, er lék “frú Alving” í “Afturgöngunum” og “Lónu Hessel” í “Stoðum Samfélagsins” Ieikur frú Heinecke og gerir það prýðilega. John Tait, hinn al- kunni gamanleikari vor íslendinga hér í bæ, leikur Heinecke með hreinni snild. Frú Stein- unn Kristjánsson er lék “Reginu” í Aftur- göngunum, leikur Ölmu Heinecke, er svipar mjög til “Reginu” og gerir það prýðis vel- öskar Sigurðsson, er lék Bóndann í “Kinna- hvolssystrum” leikur Mitchalsky mæta vel. Ágústu Heinecke, konu Michalskyleikur frú Sigríður Gunnlögsson en frú Heberstreit ung- frú Guðrún Hördal. Fara þær ágætlega með hlutverk sín og sýna að þær gætu hæglega farið með örðugri hlutverk ef til kæmi. Trast -greifa leikur Jakob Kristjánsson, er áður Iék “Osvald Alving” í Afturgö.igunum og “Jó- hann Tönnesen” í Stoðum Sam'félagsins. Fer hann vel með hlutverk sitt, þó ólíkt sé því sem hann hefir áður leikið, og einkum segir hann vel og eðlilega ýmsar setningar greif- ans, er hann beitir fyrírlitningu eða gerir að gamni sínu- Muhlingh Kommerceráð leikur Björn Hallsson, er svo oft og margsinnis hef- ir leikið ýms hlutverk hér. Fer honum ólíkt betur að leika ríkismenn pg fyrirmenn, því | hann er sjálfur einarður í framkomu og hefir j djúpan og skýran málróm, en ýmsum sem ■ við það hafa fengist, enda leikur hann Kom merceráðið vel. Kurt son Kommerceráðsins leikur Karl Kristjánsson; Wilhelm þjóninn í Framhúsinu, Pétur B/ Pétursson; Brandt Lautinant, Páll Hallsson, og Hugo.vin Brandts Hálfdán Eiríksson. Hlutverk þessi öll eru fremur smá, og því vandi með þau að fara svo í ljós komi nokkrar sérstakar einkunnir hjá hverjum um sig- En þegar á það er Iitið að þeir sem þau leika munu eigi vera æfðir Ieikendur, þá er eigi annað hægt að segja en að þeir hafi leyst verk sitt vel af hendi. Frú Muhlingh leikur frú Hallfríður Sigurðsson og gerir það vel. Kommerceráðsfrúin kemur eigi mikið við sögu fyrr ,en í síðasta þættin- um, en er þá með stéttarríg og stærilæti, þó eigi sé yfir miklu að láta, sem, eins og þá er komið leiknum, að öllum er ljóst- Dóttur Kommerceráðsins Lenóru, leikur frú Hall- dóra Jakobsson og gerir bað mæta vel, hvort hún beitir háði eða alvöru, sýnir sorg eða gleði. Er alt látbragð hennar á sviðinu mjög svo eðlilegt. Er þó hlutverk Lenóru alt ann- að en auðvelt. Robert Heinecke, heimkomna soninn leik- ur herra Árni Sigurðsson, sem áður er sagt. Er það með allra erviðustu hlutverkum og getur enginn meðfarið sem eigi er leikari góður. Hjá Robert koma fram svo margar og breytilegar geðshræringar, en gegnum alt skín þó drenglyndið og sönn sómatilfinning að persónan verður stór aðdáunarverð í hvaða tilfelli sem hún birtist. Með hlutverk þetta fer herra Sigurðsson alveg einstaklega vel og gerir það leikinn frá upphafi til enda stór áhrifamikinn. Ákveðið er að leikurinn verði sýndur á föstudagskveldið kemur (17. þ.m ) Ættu engir heima að sitja er eigi hafa horft á leik- inn. Verður þetta ef til vill síðasta tækifæri að horfa á suma þessa lc»kendur nú um lang- an tíma, og þar á meðal Árna Sigurðsson sem kvað vera á förum innan fárra daga. Er synd að segja sannleikann? Það er fullyrt, að vísindamenn- irnir sem voru í leiðangrinum síð- asta með Vilhjálmi Stefánssyni, hafi sent Hon. Charles Stewart, innanríkismálaráðgjafa í Ottawa bænar-skjal sem fer fram á að rannsókn sé hafin í sambandi við stjórn Vilhjálms á leiðangrinam. Ástæðurnar sem menn þessir hafa . fyrir beiðni sinni eru ekki enn fullljósar. Svo mikið er þó talið víst, að þær séu í sambandi við ummæli Stefáns í hinni nýju bók sinni “The Friendly Arctic,” um þá menn er með honum voru- Að j minsta kosti bera þessir félagar Vilhjálms það, að þeirra sæmd sé | mjög misboðið með þ vísem sagt j er um þá. Og með því að sá á- j burður sé ósannur og skerði bæði persónulegan heiður þeirra og þekkingu sem vísindamanna, verði þeir að hreinsa sig af honum. Ekki vitum vér hvort þeim sem lesið hafa bókina ‘The Friendly Arctic” finst hið sama um um- mæli Vilhjálms þar um misklíð eða skoðana mun norðurfaranna og fé I lögum hans sjálfum finst- Oss koma þau ummæli þannig fyrir sjónir, að þau séu þar sögð til þess að segja sannleikann, en ekki til þess að gera neinum af sam- ferðamönnum Vilhálms hneisu, né að þau séu sögð til þess, að hefja Vilhjálm sjálfan, eins og fé- lagar hans halda fram- Misklíð átti sér stað á milli Vilhjálms og hans manna. Á móti því er þýð- ingarlaust að berá. Það er hlut- ur sem oft kemur fyrir landkönn- uði. Liyingstone og fleiri hafa reynt þa. Þetta er svo eðlilegt. Landkönnuðir sem hafa það eitt í huga, að ná vissu takmarki í þarfir vísindanna, hvað sem það kositar, jafnvel lífið, eru að skap- ferli svo ólíkir þeim mönnum, sem meta kostnaðinn fyrst, og álíta að vísíindastarfið ætti að vera miðað við hann. Vér vitum ekki fyllilega um misklíðarefni Vil- hjálms og hans manna. En að það hafi átt rót að rekja til þessa, eða einhvers ekki ósvipað þessu, er ekki ósennilegt. Og sé svo, virð- ist það fyrirgefanlegt, þó Vilhjálm ur segði frá því, sem sögulegum sannleika í sambandi við ferða- lag sitt, eins og aðrir landkönnuð- ir hafa gert- Öfund ætti ekki að eiga sér stað í því sambandi. Það er talið líklegt að þetta misklíðarefni komi fyrir sam- bandsþingið nýbyrjaða og verði athugað þar. - -------x-------- Fagnaðar samsæti. hélt sambandssöfnuðurinn þeim hjónum séra Ragnari E. Kvaran og frú hans í safnaðarkirkjunni á föstudagskvöldið var (10- þ. m.) Samsætinu stýrði forseti safnaðar- ins, Dr. Magnús B. Halldórsson og bauð þau hjón velkomin með góðri og vinsamlegri ræðu. Byrj- aði hann samkomuna með því að sunginn var sálmurinn 619 úr ísl. sálmabókinni. (“Þú guð ríkir hátt yfir hverfleikans straum”, eftir Stgr. Thorsteinsson) Söngnum stýrðu þau hjónin Mr- og Mrs. P. S. Dalmann, söngstjórar safn- aðarins. Að loknum sálminum hélt læknirinn ræðu sína og að henni lokinni söng Mrs. Dalmann tvo söngva, annan á ensku en hinn á íslenzku (Draumaland)- Þá hélt séra Rögnv. Pétursson stutta ræðu og séra Albert E.Kristjánsson aðra Bauð þá forseti séra Rgnari E. Kvaran að taka til máls. Eftir að hann hafði ávarpað samkomuna nokkrum orðum, gat hann þess að hann hefði samið ritgjörð fyrir tímaritið “Morgunn” í Rvík um Samibandssöfnuð þennan til þess að gefa íslendingum heima færi á að kynnast afstöðu þessa félags- skapar. Beiddist hann leyfis að mega lesa fundarmönnum ritgerð þessa, því að af henni mætti sjá hvernig hann líti á mál þeirra og -..Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmarme'ÖaliS. Lœkna og gigt, bakvsrk; hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikúidi, sem stafa frá nýrunfn. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr- ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöL um eða frá Tbe Dodd’s Medicinc Co. Ltd., Torontot Ont........... gæfist þeim þar með tækifæri til þess að leiðrétta skilning sinn ef hann skyldi reynast rangur í ein-1* hverju atriði. Ritgerð þessi er birt á öðrum stað í blaðinU. Var að máli hans gjörður hinn bezti rómur- Ljek þá próf. Sveinbjöm Sveinbjörnsson hið þjóðkunna lag sitt: “Guð vors lands”, en fund armenn risu úr sæti og sungu. Að ræðuhöldunum og söngv- unum afstöðnum var gengíð ofan í samkomusal kirkjunnar, og þar bornar fram rausnarlegar veiting- ar af kvenfélagi safnaðarins. Nær þrjú hundruð manns tóku þátt í samsætinu. Óþekt velki, Á mecSal Iníána í Fort Smitb og fleiri stöSum ntorSur af Ed- monton kvaS genga all skæS veiki, sem engir Íþekkja. Um 50 Indíánar íhafai dáiS iúr henni á 8tu'ttum tímia. Haída sumir aS þaS sé hænsnalbóla, en aSrir neita þvlí. Veturinn hefir veriS mildur þar noiSur frá. Einirana? Menn, ekkjur, stúlkur, ernsetu- menn. giftist og verið hamingjusöm. Vér veitum ykkur tækifæri til aS hafa bréfaviðskifti við hundr- uð fág-aðra lafða og herramanna bæði í Canada og Bandaríkjun- um, sem vilja giftast oða skiftast ! á bréfum til skemtunar. — Myndaspjöld frí. Margir sem eiga eignir upp á $5,000 til $10,000. og ]>ar yfir. Alt algeriega piívat. Vér kunngjörum ekki nöfn yðar eða utanáskrift. Eins árs á- skriftargjald með fullum réttind um $100 eða 50c fyrir fjóra mán- uði. Sendið ekki peninga, heldur póstávísan eða 2c Bandaríkja frf merki. Ef bankaávísan er send bætið við 20c fyrir viðskiftagjald. Eftir þennan mánuð verður á- skriftargjaldið .$2.00. yfir. árið. Sendið því fljótt póstgjald með nafni ykkar og utanáskrift fyrir frekari upplýsingum. Mrs. FLORENCE BELLAIRE 200 Montague Street, Brooklyn, N. Y. v______________________ ■BOMBiHMii in . GAS I MAGANUM ER HÆTTULEGT Vér mælum með aS brúka dag- lega Magnesia tfl að koma í veg fyrir sjúkdóma er orsakast af sýrðri faeðu í maganum og veldur meikingadeysi. Gas og vindur í maganum samfara uppþembu eftlr máltí'Sir er hér um bll víst mark á of mikilli klérsýru í mag- anum, er veldur því sem kallati er "sýru-meltingarsýki”. Súr í maganum er hættulegur, þvf of miktll súr ofsækir hina fíngert5ia magahú® og veidur sjúkdóm er nefnd- ur er "gastritis”, er ersakar hættuleg magasár. Fæíian geriat og súrnar og ] ir.yndar hið óþægilega gas, er þemblr I upp magann og hindrar hinn rétta vorknatS meltingarfæranna, og getur { valditi hjartasjúkdómum. ÞatS er stórkostleg heimska að van- rækja jafn hættulegt ásigkomulag, etsa atS reyna að lækna þatS metS vanaleg- um meltingarlyfjum er eigi koma í veg fyrir magasýruna. FálS heldur frá lyfsala ytiar nokkvar únsur af liisur- ated Magnesia, og takitS inn af þv t«- skeitS í kvartglasi af vatni eftir mál- tíð. Þetta rekur burt úr likamanum gasitS og vindinn, gerir magann hraust ann, kemur í veg fyrir of mlkla sýru, en veldur engum verkjum né sársauka. Bisurated Magnesia ( í dufti etSa- tablet-mynd — ekki uppleyst í vökva etia mjólk) er algerlega skaSlaust, 6- dýrt atS taka og hið hezta Magnesla fyrir magann. Þati er brdkats af þús- undum af fólki, er hrætSist ekki framar atS bort5a mat slnn vegna meltingar- leysisins. Ruthenian BookaeHers and Publish- lng Company, 85P Maln St., Wpg.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.