Heimskringla - 15.03.1922, Side 5

Heimskringla - 15.03.1922, Side 5
WINNIPEG, 15. MAURZ, 1922 HEIMSKRINGLA. D. BLAÐSIÐA. Sambandssöfnuðurinn í Winnipeg. Breytingar þær, sem orðið hafa á skoðun- um manna víðsvegar um heim á trúarlegum efnum síðustu áratugina, hafa valdið mjög margvíslegum áhrifum. Breytingar þessar eru náskyldar þeirri byltingu, sem varð á hugar- stefnu meginþorra hins mentaða heims, er niðurstöður náttúruvísindanna fóru að berast almenningi, og sú heimspeki, sem af þeim varð leidd. Svo má segja, að þeirra hafi orðið vart meira og minna innan íiestra kirkjudeilda kristninnar, mest meðal mót- maelenda, en nokkuð í hinni rómversk-ka- þólsku kirkjudeild. Það er ekki ætlun mín hér að gera neina verulega grein fyrir, í hverju þessar breytingar eru fólgnar; það eitt nægir að benda á, að í hinni svo nefndu nýju guðfræði eru drættirnir ljósastir og af- brigðin skörpust, frá hinu eldra sjónarmiði. En annars ber þess vel að gæta, að þótt sér- stök stefna, eða sérstakar stefnur innan mót- mælenda, hafi hlotið hjá almenningi það nafn, þá er sá hugsanaferill, sem öllu öðru fremur hefir mótað þessa nýju guðfræði, ails ekki neitt einkenni hennar. Sá hugsanafer- ill á sér mjög mikil ítök í hugum fjölda ann- ara, sem afneita mundu nafninu með hinum mesta ákafa. Allir eru þessir menn sammála um, að trúarhugmyndir mannkynsins séu sí- feldum breytingum háðar, og þeir neita að viðurkenna nokkurt vald, sem hefta vilji framþróun þeirra, hverju nafni sem það vald vilji nefna sig. Þeir virða rannsóknar-þörf og rannsóknar-þrá mannanna og viðurkenna, hversu takmörkuð þekking vor sé á þeim efnum, sem mestu máli skifta, jafnframt því sem þeir trúa, að sú þekking sé þó stöðugt eitthvað að færast út- Alt hefir þetta orðið til þess, að lokist hafa upp augu fjölda hinna merkustu manna fyrir því, hversu illa því væri farið, er vegg- irnir, sem reistir væru milli trúhneigðra manna, sem allir vildu í raun og veru vinna að sama markmiði, væru svo háir o& brattir, að því nær væri gert. ókleift um alla sam- vinnu þeirra á meðal, ef svo stæði ekki á, að þeir væru í sömu kirkjudeild. Flestir hafa verið sammála um, að það yrði næsta lítill ávinningur að keyra alla menn inn í sama félagsskapinn.og þessvegna talið það nokkur um vafa bundið, hvort ein kirkjudeildin ætti í raun og veru nokkuð meiri rétt á sér en önnur, talið hitt afarasælla, að hver sæti þar sem uppeldi, gáfnafar og skapsmunir skip- uðu honum sæti. En um hitt hafa þeir emn- ig verið jafn sammála, að vinna bæri að því öllum árum, að hver fengi litið hinn sæmi- lega réttu auga, og að það skifti hinu mesta máli, að enginn einangraðist eða útilokaði sig frá þeim stuðningi og þeirri frjógun and- ans, sem samvinnan við aðra og samúðin með þeim gæti af sér leitt. Einn ljósasti vottur þess, hvepu mörgum er endur fyrir löngu orðin ljós hm mikla þörf á slíkri samvinnu, eru undirtektirnar og vinsældirnar, sem alþjóðafundir þeir hafa fengið, sem stofnað hefir verið til í þessu skyni. Fyrsti alþjóðafundurinn var haldinn í London að tilhlutun Unitara í Ameríku og á Englandi. Tilgangurinn var sá “að koma á nánara sambandi með hinum gömlu frjáls- lyndu kirkjum, frjálslyndu hlutunum í öllum kirkjum, dreifðu frjálslyndu söfnuðunum og einangruðum mönnum. er vinna að frelsi og framförum í trúarefnum í mörgum löndum, með því augnamiði að þeir fái færi á að skiftast á hugsunum, hjálpa hverjir 'ððrum og efla þær hugsjónir, sem fyrir þeim vaka sameiginlega.” Þessi fyrsti fundur var hald- inn í London árið 1901 og síðan hefir hver fundurinn rekið annan. I Amsterdamf 1903) Genua (1905), Boston (1907), Berlin (1910) og Paris (1913). Á Bostonfundin- um (1907) voru 2400 fulltrúar. Á Berlin- arfundinum (1910) álíka margir og 120 ræðumenn á ýmsum samkomum. Á síðasta fundinum í Paris, árið 1913, taldist svo til, að þar væru fulltrúar frá þrjátíu og einni þjóð og, að meira en eitthundrað mismun- andi trúarfélög væru við fundinn riðin- “Ekki er unt að meta, hversu mjög sá fundur hefir örvað og sameinað þá menn, er aðhyllast frjálslynd, skynsamleg og andleg trúarbrögð um allan heim, hve mjög hann hefir aukið virðingu fyrir og álit á frjálslyndum átrúnaði hjá mönnum alment, og hve mjög hann hefir eflt skilninginn á kjarnanum í öllum trúar- brögðum og bræðralag mannanna,” segir einn af rithöfundum þeim, sem um þetta efni hafa skrifað. Enda er það skemst af að segja, að fjöldinn allur af merkustu guð- fræðingum Norðurálfunnar og Vesturheims hafa veitt fórstöðu og mótað fundi þessa. Á fundinum í Berlín bar t. d. langmest á Adolf von Harnack, professor í kirkju og trúarlærdómasögu við háskólann í Berlin. Um hann segir dr. Jón Helgason biskup, að hann sé “frægastur talinn allra guðfræðmga • mótmælendtrúar, sem nú eru uppi. Hjá hon- um haldast í hendur afbragðslegur lærdóm- ur og óviðjafnanleg rýnigáfa, og hin mörgu og miklu ritverk hans bera jafn skýran vott undraverðs starfsþreks og óvenjulengrar rit- snildar.” *) Þessi hreyfing, sem alþjóðafundir þessir eru runnin af, hefir þegar borið ekki alllitla sýnilega ávexti. I ýmsum löndum er nú starf- að að því af hinu mesta kappi að gera trú- hneigða menn, þótt eigi séu í sama kirkjufé- lagi, sem samhentasta um áhugamál sín. Og annar árangur, og hann eigi ómerkari, er sá, að menn hafa tekið að athuga og bera sam- an af nýju skoðanir sínar við skoðanir ann- ara, sem þeim hefir verið kent. að ekkert ættu sameiginlegt. Þetta hafa meðai ann- ars tveir flokkar landa vorra í Vesturheimi gert. Það er annarsvegar safnaðarmenn síra Friðriks heitins Bergmanns og hinsvegar Unitarar- Niðurstaðan á þeim samanburði varð sú, eins og vænta mátti, þótt einhverja furði vafalaust á, að mismunurinn á skoðun- unum væri yfirleitt alls ekki til- Eg segi, að éinhverja furði vafalaust á þessu, fyrir þá sök, að nafnið Unitar hefir jafnan verið not- að sem grýla af þeim mönnum og á þá menn, sem um þá stefnu hafa verið ófróðastir. Sjálfur hefi eg heyrt hin fáránlegustu um- mæli um Unitara af mönnum, sem nokkur ástæða var til þess að vænta, að betur vissu. T. d- heyrði eg nýlega einn fyrverandi prest vera að fræða menn á því, að skoðanir Uni- tara á Kristi væru þær, að hann hafi verið svona í manngildi við góðan prest. Og einn prófessorinn við háskólann okkar, þó vita- skuld ekki guðfræðisprófessor, hafði verið að fræða IærisVeina sína á því fyrir nokkuru, að hann væri þeirra skoðunar — eftir ná- kvæma rannsókn, skildist mér — að Uni-- tarar væru ekki kristnir menn. Já, ekki verð- ur annað sagt, en að margt skipist undar- lega í þessari veröld. Mesti andans maður fslendinga á síðari tímum, andríkasta sálma- skáldið og einn mesti aðdáari Krists, er tal- inn setja hann á bekk með góðum prestum, og guðfræðisdeild háskóla fslands veitir þess- um sama manni, Matthíasi Jochumssyni, doktorsnafnbót í guðfræði, þó að hann sé ekki kristinn. Matthías heitinn hefir þá hlot- ið að hafa merkilega háar hugmyndir um góða presta og guðfræðisprófessorarnir ein- kennilegar hugmyndir um kristni — því væntanlega er heiðnum mönnum þó ekki veitt þessi nafnbót — því að Matthías Joc- humsson var Unitari. Honum fór, eins og öllum öðrum hleypidómalausum mönnum, er lesa rit hinna merkustu Unitara, að honum fanst mjög til um þá. Og hann taldi þá kennifeður sína í guðfræðilegum efnum. Eg gat þess, að landar vorir vestra hefðu komist að þeirri niðurstöðu, að munurinn á kenningum þeim, sem síra Friðrik Berg- mann hefði flutt og safnaðarmenn hans að- hylst, og kenningum Unitara væri enginn. Ekki stafar þetta þó af því, sem íhaldsmenn í trúarefnum hér heima hafa haldið fram, að 1 nýja guðfræðin væri ekkert annað en kenn- ing Unitara. Slíkar fullyrðingar stafa af engu öðru en þekkingarleysi á hvorttveggja. Þær stafa fyrst og fremst af þékking- arleysi á því, að Unitarakenningin að fornu og nýju er sitthvað — alveg eins og svokölluð Lútherstrú hefi r verið sitt hvað á ýmsum tímum — og þær stafa enn fremur af þekkingarleysi á nýju guð- fræðinni- “Gamla guðfræðin” og Unitarar hafa löngum átt sammerkt í þeirri “tvíveld- iskenningu” (dualismus), sem hefir haft til- hneigingu til þess að setja ákveðin landa- merki mrlli mannsins og guðdómsins. Af þeirri tilhneigingu hafa allar deilurnar inn- an kristninnar um persónu Krists stafað, en þær hafa nú staðið frá fyrsta tímabilinu eftir daga postulanna og til þessa dags, Unitarar eru, eins og kunnugt er, að nokkru leyti arf- þegar Deistanna á átjándu öld, sem lögðu svo mikla áherzlu á “guð yfir öllu” (trans- *) Þegar athuguS er saga þessara al- , þjóSafunda. íber enn aS hinum sama brunni, sem svo margt annaS bendir á, hversu hættu legt ogs er, íslendingum, aS einskorSa oss viS NorSurlönd um ný menningaráhrif. Um þaiu lönd er þaS aS segja, aS þeirra er svo aS segja aS engu getiS í þessu stórmerka menningarmáli. AS eins ein dönsk kona hefir komist í stjórnarnefnd þessa fundafyrir tæikis, en sú kona er ritari lítils frjálslynds fríkyrkjufélagsskapar, sem stendur á önd- verSum meiS viS bjóSkirkjuna í Danmlörku. Og fróSur maSur befir sagt mér, aS þegar fundurinn í Berlin hafk veriS haldinn. sem auik annara svo aS segja allir frj’álslyndir guSfræSingar Þýzkalands tóku þátt í og all- ur heimurinn veitti hina mestu athygli, þá hafi eitt af hélztu blöSum Danmerkur aS vísu ekki komist hjá því aS fá eitthvert veS- ur af •fundioum, en ekki hafi þó vitneskjan veriS nákvæmari en þaS, aS þaS hafi frætt lesendur sknia á því aS þetta væri flokks- fundur Unitara, sem veriS væri aS halda. ÞaS þarf naumast aS tak þS fram. aS Uni- tarar \coru aS sjállfsögSu ekki nema lítiS brot alh~a þeirra frjálslyndu manna, sem þar voru saman komnir. cendence), að þeir útilokuðu hugmyndina um guð, sem tæki þátt í og hefði afskifti af öllu (immanence). Þeir hugsuðu sér guð vera einhversstaðar ofan við og utan við al- heiminn, en að hann lofaði vélinni, sem hann hefði eitt sinn sett á stað, annars að ganga sem mest af sjálfri sér og afskiftalaust- En nú hefir Unitarisminn, eins og gefur að skiíja, tekið margvíslegum stakkaskiftum frá því er | hann varð til. Helztu nútíma Unitarar flytja | nú með hinum mesta áhuga og margir hverj- J ir með hinum mestu gáfum undirstöðu-kenn- ing nýju guðfræðinnar, sem er, að guð og maður sé í insta eðli sínu eitt og hið sama. Jafnskjótt og menn hafa komið auga á það, fellur að sjálfsögðu niður deilan um guð- dóm Krists, — en það atriðið hefir jafnan verið aðalágreiningsefnið, — og þá veldur það engum örðugleikum að kannast við það, að guðsdómseðlið hafi verið í ríkari mæli hjá Kristi en nokkurum öðrum, sem menn vita til að lifað hafi á jörðinni. Þess vegna er það hin mesta fjarstæða að halda því fram að nýja guðfræðin sé fráfall frá eldri guð- fræði til Unitara. Nýja guðfræðin er ekki eign neinnar sérstakrar kirkjudeiidar, heldur allra. Það er því augljóst, að sama fram- sróunin hefir gerst á trúarhugmyndunum hjá íelztu Unitörum og fróðustu og gáfuðustu mönnum ýmsra annara Jcirkjudeilda. Þegar því flokkur mótmælenda bg Unitara kemst við samanburð á trúarskoðunum sínum að þeirri niðurstöðu að þeir eigi fyllilega sam- leið í trúarefnum, þá er það alls ekki fyrir það, að annar hafi þar undan hinum látið eða annara látið teymast af hinum, heldur hafa skoðanir þeirra, sem áður voru að ýmsu sundurleitar, blátt áfram runnið saman í æðri einingu. Svo hefir farið um þessa tvo flokka landa vorra > Vesturheimi, sem eg nefndi, og þeir hafa nú samþykt að renna saman í einn söfnuð með sameiginlega kirkju og sameig- inlegan kennimann. Nokkura ástæðu héfi eg til að halda, að þ eir hefðu ekki látið þetta samband undir höfði Ieggjast, þó að þeir hefðu samfærst um að þeir væru hvorir öðr- um fjarlægari í skoðunum en raun varð á. Sú skoðun mín kemur mér til þess að líta á þennan “Sambandssöfnuð” sem einn hinn merkasta viðburð í kirkjusögu fslendinga á síðari tímum. Eg skal síðar í grein þessari skýra frá, á hverju eg reisi hana- Eftir því sem eg hefi haft spurmr af, þá þetta sameiningarmál sér nokkuð langan aldur. En svo langt er það þó komið árið 1916, að síra Friðrik Bergmann semur þá uppkast að lögum fyrir væntanlegan kirkju- félagsskap meðal frjálslyndra kirkjumanna íslenzkra þar vestra, Unitara og annara. Því miður entist honum ekki aldur til að koma málinu í fulla framkvæmd, þótt segja megi, að með uppkasti þessu hafi því af stokkun- um verið hrundið- Og nú er svo komið, að söfnuður síra Friðriks og Unitarasöfnuður- inn í Winnipeg hafa sameinast í einn söfnuð, og mikil líkindi eru til þess að aðrir frjáls- Iyndir söfnuðir Islendinga vestan hafs taki höndum Saman við hann um kirkjufélags- stofnun. Eins og öllum er kunnugt, hefir nú um langt skeið verið talsvert öflugt kirkjufélag til meðal fslendinga í Vesturheimi. Fyrir við- burðanna rás hefir svo farið, að ýmsum frjálslyndum mönnum hefir ekki litist svo á, sem þeir ættu heima í þeim félagsskap. Þeim hefir fundist jarðvegurinn nokkuð hróstrug- ug og ekki líklegur til mikils andlegs gróð- urs. Þeir hafa fundið, að það var alveg ó- samrýmanlegt fslendingseðlinu í þeim að láta keyra sig í þá hnappheldu, sem sá fé- lagsskapur hefir orðið. Því hvað sem um fs- lendinga verður annars sagt, þá er umburð- arlyndisleysið yfirleitt ekki einkennið á þeim. Ofstækið er sá af mannlegum breyskleikum, sem þeim er sízt hætt við. Víðsýnið er sú dygðin, sem þeir vafalaust eiga hægast með að þroska, eins og skynsemin er sú eigindin sem þeir hafa náð mestum þroska í. Þess vegna er það næsta eðlilegt, að þessi nýi frjálslyndi félagsskapur þar vestra minni mik ið síður á kirkjufélagið gamla en á íslend- inga hér heima. Að svo sé, sést einkar greini- lega á safnaðarlögum þessa Sambandssafn- aðar í Winnipeg. Sambandssöfnuðurinn hefir enga trúar- játningu í gamalli merkingu þessa orðs- Til þess Iiggja vafalaust margar orsakir. En eng- inn vafi er á því, að þessi nýi söfnuður hefir í þessu efni lært af íslendingum beggja meg- m hafsins- Af trúarjátningadýrkun Vestur- íslendinga hefir hann lært, að til þess eru vítin að varast þau. Þá lexíu hafa þeir líka kent mönnum mjög eftirminnanlega. Um trúarjátningarnar hefir nú staðið sífeld orra- sama hríð þar í landi í fjöldamörg ár, því jafn- skjótt og þroskaðri og hreinskilnari hluti ein- hvers trúarfélags kannaðist við það, að 'hann tryði ekki öllu eða væri ekki sammála öllu í öllum þeim trúarjátningum sem sagt var að félag hans væri bundið vio — og vitaskuld enginn hefir verið sammála í eitt eða fleiri hundruð ár — iþá hófst tafarlaust úr því minm. Röng sparsemi. ÞaS er röng sparsemi aLÖ geyma áríÖandi skjöl, svo sem verSbréf (bonds) ábyrgíSar bréf og önnur árííS- andi skjöl í heimahúsum og eiga á hættu að þeim velíSi stolitS etSa þau brenni eða þá tapist. Fyrir fárra dollara borgun á ári getur þú leigt öryggis hólf í því útibúi banka þessa sem næst þér er. IMPERiAL BANK OF CANADA Riverton bankadeild H. M. Sampson umbotSsmatSur ÚTIBÚ AÐ GIMLI (318) rekistefna, burtrekstur oe mála- að heiðursdoktor- rekstur. Andlegur ágóði þeirrar Það er því mála sannast, að rekistefnu hefir orðið talsvert ef þessi nýi söfnuður vestra hefir mikið minni en ekki neitt. talið nokkura ástæðu til þess að Afstaða kirkjunnar á Islaudi til hafa einhverja hliðsjón af íslenzku trúarjátninganna hefir verið með kirkjunni um það, hvernig hann alt öðrum hætti. Tveir af lærðustu snerist við þessu máli, þá gat hann og áhrifamestu fræðimönnum ís- naumast verið í vafa um hennar lenzku kirkjunnar hafa ritað um skoðun. Og reyndin hefir einnig þær töluvert ítarlega, þeir Harald- orðið sú,að söfnuðinum hefir nægt ur prófessor Níelsson (í Skírni nákvæmle£a það sama sem dr- 1908) og Dr. Jón Hclgason biskup Jón Helgason telur kirkjunni eiga (í Skírni 1909). Frá 'þeim rit- að nægja og kirkjan er altaf að gerðum er svo gengið, að mér er staðfesta að sér nægi. Játning lítt skiljanlegt að mönnum verði, safnaðarins er svo orðuð í Iögum eftir lestur þeirra, trúarjátningarn- hans: ar neitt sérstakt keppiefli. Hinn j “Söfnuður þessi játast undir trú síðarnefndi komst að þeirri niður- Jesú Krists, eins og hún er mönn- stöðu um þau játningarrit sem um opinberuð með kenningu hans, haldið hefir verið fram, að ís- dæmi og líferni, og staðhæfir, að lenzka kirkjan væri bundln við ¥) hin sanna trú sé innifalin í elsk- að þau séu — að minsta kosti unni til guðs og kærleika til mann- sum þeirra — alls ekki upphaf- anna- lega samin í þeim tilgangi að vera i Undir þessa játningu eina ætl- bindandi regla og mælisnúra fyrir ar söfnuðurinn kennimanni sínum kirkjuna á öllum tímum- ‘ J að rita. Og hann hefir Iagt tölu- að þ ví fari svo fjarri, að þau j vert kapp á, að sá maður yrði hafi verið viðurkend sem slík rit, héðan að heiman. I því hafa þeir af kirkju vorri, að kirkjan hafi þar vestra enn sýnt, hversu ná- engan þátt átt í lögfestingu þeirra skylda þeir sjálfir telja sig hinni í hinum lúthersku Iöndum, held- íslenzku kirkju. Þeir vita, sem rétt ur hafi veraldlega valdið verið er, að ungum íslenzkum guðfræð- þar eitt að verki, og um fsland sé ingum er það með öllu óljúft að það sérstaklega að segja, að játn- láta reyra sig á nokkurn játninga ingahaftinu hafi verið laumað hér bás í loftlitlu kenningafljósi. Þeir inn án nokkurrar sjáanlegrar laga- j vita, að þeir eru sammála ungum heimildar! j íslenzkum guðfræðingu\i um það, að þau séu ekki í samhljóðan j að ef trúarbrögðin eigi eftir að við ritninguna, heldur séu þau ó- fullkomin mannasmfði, sem í flestu tilliti beri á sér fingraför sinna tima, og að heitbinding prestanna við játningaritin ríði algerlega í bága við höfuðfrumreglu hinnar evang- elisku lúthersku kirkju, sem sé sú, að heilög ritning ein skyldi vejia regla og mælisnúa trúar og kenn- ingar kirkjunnar verða enn af nýju afl til menning- ar og andlegs þroska, sem svo ó- tal margt bendir á að sé í aðsigi hjá fjölmörgum þjóðum, þá verð- ur það aðeins í þeim heimkynn- um, þar sem hátt er til lofts og vítt til veggja. Sambandssöfnuðurinn hefir sýnt mér þá sæmd að fara þess á leit, að eg veitti honum forstöðu. Þau ummæli fylgdu þeirri málaleitun, f þessari ágætu ritgerð telur dr- j að ef eg yrði við henni, þá væri Jón Helgason kirkjuna geta geng- j mér afdráttarlaust heimilt að flytja ið það lengst, að krefjast þess lof- J alt það, sem eg bæri fyrir brjósti, orðs eða heits af þjónum sínum, hvort sem eg teldi það vera í sam að þeir skuli prédika evangelíum j ræmi við skoðanir safnaðarins eða Jesú Krists. Hann minnir á það, j ekki. Þetta hefi eg vitaj^ íslenzkt sem Jesús hafi sjálfur sagt á há- frjálslyndi ganga lengst- Safnað- tíðlegri stundu: “Farið ._. .. og ; armenn telja sjálfa sig hafa þann kennið þeim að halda það sem eg. þroska að geta þolað meðal sín hefi boðið yður.” Það telur hann ; alla þá, sem þrái lausn vandamála kirkjunni ætti að geta nægt. Og 1 sinna í trúarefnum, og að þeir sannleikurinn er líka sá að ís- j telja sig hafa þann þroska að geta íenzka kirkjan telur sér þetta , sjálfir dæmt um, hverju þeim beri nægja. Vitanlega er skoðanamun- , aÖ hafna og hverju að halda af ur innan kirkjunnar í trúarefnum, þv{ sem þeim er boðað. Söfnuð- en alt bendir þó á, að afstaðan til urinn trúir á frelsið. Eg hefi lof- trúarjátninganna sé að verða al- ag að verða við tilmælum hans. gert aukaatriði fyrir mönnum. Því Ragnar E. Kvaran* þótt einstöku maður sé ofurlítið _________________________________ að malda í móinn, þá er ekkert ljósara en hvernig meginþorri kirkjunnar lítur á. Það sézt ber- legast á því, að dr. Jón Helgason er nú sjálfur yfirmaður og bisk- up kirkjunnar; það sést ennfrem ur á því, að kirkjan tekur árlega í sína þjónustu nýja menn, sem í þessu efni eru honum alveg sam- mála, því að kenslustofnun ríkis- ins fyrir guðfræðinga er það sjálf, og það sést ennfremur á því, að það skuli ekki eingöngu vekja al- menna ánægju meginþorra lands- manna, heldur fyrst og fremst allra andlegrar stéttar manna, er þessi guðfræðinga-kenslustofnun gerir frægasta Unitara fslendinga *) Þ. e. postullega trúarjátning- in .“játningin frá Nikeu og Kon- stantinopel”, Atanasíusarjátning- in, hin óbreytta Ágsborgar-játning frá 1530 og fræði Lúthers hin $5.00 Electro-Condite FRfTT Hreinsar, Tærir, Glærir og Eld*r allan vökva, ilmar upp beimatilbúna drykki, o. s. frv. Gerir drykkjar- vatn drekkandi á fám ífnútum. Uppleysir ger Ekkert brúkafi n-eina rafmagn og Condite okkar- Jafnast viö 20 ár í tunnum. — Vér gerum að sórfræði Rapid Liquid Filters og Flavoring Extracits. Reynið kassa af okkar Canadian Flavor- ing Extraet. Kassinn kostar $5. með tólf mismunandi tegundum. Hver flaska nægir til að gora bragð að )>ínu uppábaldi. Varan sond frá Canada eða Bandaríkj- unum. Peningar endursendir ef óánægöir. Biðjið um fría prufu af okkar Fusel-Oil Removing Compound. Skrifið eftir F R í TJ C O N- DITE TILBODIog ve>rð- litSta með myndum af öllu i þessu tagi frá A til Z “Proof Tester” $1.00. Bregðið við. Frítt tilboð varir aöeins þennan mánuö. BOTTLERS’ SUPPLY CO- (Dept. C) 400 E. 148th St„ New York.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.