Heimskringla - 20.04.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 20.04.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA. HEIMSKRINQLA (Stofnaö 188«) Keaar fit 8 hverjum miSrfhadegL útgefeftdur eg elgcBdur > IHE VIKÍNG PRESS, LTD. 8S3 om SAHGBNT AVK., WIISAIPKG, TalBlmli N-S537 Trr* klatalu er V3.M •nEaaBurlna korf- lat fjrlr fram. Allar karfaalr waiM ritaiaail klatatau. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFAN EINARSSON UtaaAakrtft tlt blaSalaai THE VIKlNvl PRBSS, lti„ Bax 8171, WinBÍpeff, Han. Utaaftnkrtft tU rltatjðraas EDITOR HHIMSKRIIGLA, Bax 8171 Wlnntffff, Nan. The '*He!m8krlnfflaM ls prlnted ani ptíb- ilshe by the Vlkla* Frens, Llmlted, at 853 og 855 Sargent Ave., Winniper, Manl- toha. Teiepheae: N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 19. APRIL 1922 Sumardagurinn fyrsti. Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Heims- kringla býður að gömlum og góðum íslenzk- um sið GLEÐILEGT SUMAR! Að íslenzkum sið segjum vér. Þ6 undar- legt megi heita þá minnast víst fáar eða eng- ar þjóðir komu sumarsins hvorki á sumar- daginn fyrsta né endranær nema Islendingar. Og þó virðist þetta bæði eðlilegur og góð- ur siður. Góður siður er það í þeim skilningi að á- hrifin af honum vekja hluttekningu og kær- leika hjá oss til annara manna, Það óskar enginn öðrum gleðilegs sumars án þess að hugur fylgi að einhverju leyti máli. Minning sumarsins ilar og mýkir lundina svo að blóm- knappar gleði og kærleika glæðast þar á sama hátt og vorhlýindin mýkja greinarnar á trjánum um leið og laufblöðin á þeim springa út. Hvert sem spor sólargeislans eru rakin má ávalt finna í þeim líf og gróður. Gleðin og hlýindin eru gróðurinn sem þeir skilja eftir í mannssálinni. En það er eitt sem ekki er nægilega veitt eftirtekt, og það er að gleðinni fylgir kærleikur. Og af honum er ekki ofmikið til. Það er að minsta kosti enginn hörguíi á verkefni fyrir hann ennþá í heiminum. Ef þetta, að minnast sumarsins, hefir því einhver áhrif í þá átt að vekja hann, þó ekki sé nema að nokkru leyti eða um stundarsakir, þá má það fyllilega telja góðan sig og gagnlegan. Því: Eitt kærleiksorð, það sólbros sætt um svartan skýja dag, Ó, hvað það getur blíðkað, bætt og betrað andans haf. En svo er hitt atriðið, að það sé eðlilegt að fagna sumrinu. Og þegar um það efni er að ræða. setur það mann dálítið hljóðann, að það skuli ekki aðrir minnast komu sumarsins en Islend- ingar á sumardaginn fyrsta. Auðvitað fagn- ar hver einstaklingur sem er meira og minna komu sólskinsins og veðurblíðunnar með sumrinu. En það er ekki það, sem hér er átt við, heldur hitt, hve undarlegt það er, að fslendingum einum skuli hafa hugsast að minnast sumarsins sem nokkurskenar hátíð- ar, er það heldur innreið sína. Af hverju staf ar það? Það hafa einhverjir bent á, að ísland væri svo kalt land og næðingarnir og hretviðrin væru þar svo langsær, að það gæfi þjóð- inni sem þar býr sérstaklega ástæðu til að fagha sól og sumri. Eitthvað getur verið hæft í þessu. En samt eru önnur lönd kald- ari en ísland og ættu þá þjóðir þær er þau byggja, eigi síður en Islendingar að fagna komu sumarsins. En það gera þær ekki. Þessi næmleiki Islendinga fyrir breytingu árstíðanna, hlýtur því að vera kominn undir einhverju er í eðli þjóðarinnar býr, eigi síð- ur en ytri staðháttum. — Kuldarnir valda ef til vill nokkru um þetta, en ekki öllu; og ís- lendingar hafa strítt á móti þeim æði ótrauð- ir. Eitt dettur oss í hug og vitum vér þó ekki hvort að það skýrir þetta efni fullkomlega. Þegar skáldið lýsir hugarástandi sínu. notar það náttúrufegurð einhverja, foss eða fjall, hól eða hlíð til samlíkingar. Það er ekki um listaverk hjá skáldinu að ræða fyr en sam- ræmi er fengið milli þessa hvorutveggja. Náttúran er svo ofin inn í sálarlífið, að þar verður að eiga sér stað fullkomið samræmi. Skáldin vita þetta manna bezt og því eru þeir vanalega hrifnari af þessum ytri táknum hugmyndanna, náttúrunni, en aðrir. Og hve vel þeim lætur að kveða þegar strengir þess- ir hafa verið stiltir saman, lýsir Stefán G. í upphafi að þjóðminnaringardagskvæði um Ameríku; þar segir: Að minnast þín, fótsra, í ljóði er létt Á Ijómandi sumri við hlésælan skóginn, Er hugrenning hver verður hlýleg og slétt og hrukklaus, rétt eins og sléttan þín gróin. Því þá er sem hjúfrist um hug og um völl Hver heiðbjartur geisli frá sólríkum dögum Og þá verður fortíð og framtíðin öll Að fallegur kvæðum og hljómþýðum lögum. Hlésæla skógarins og algróin sléttan, snerta kend í huga skáldsins svo að því verður léttara að yrkja fyrir það. Skáldin eru öllum öðrum fremur náttúrubörn. Það er ef til vill getgáta, að Islencingar séu öðrum þjóðum fremur hrifnari af komu sumarsins af hinu sama. En þó mætti ætla, að minning sumardagsins fyrsta ætti ein- hverja rót að rekja til þess. Það væri ekk- ert óeðlilegt að hin óbrotnu æfikjör þeirra hafi gert Islendinga að einhverju ólíka öðr- um þjóðum, hafi gert þá dálítið “listhagari’ og næmari fyrir röddum náttúrunnar, en lífshættir stórþjóðanna hafa gert þegna sína, þar sem stórborgar hávaði og véla menning- ar-skröltið syngur stöðugt í eyra í stað radda fossins og kliðs fuglanna. Lífshættirnir heima eru aðrir en víðast annarstsaðar enda er landið flestum löndum ólíkt. Sauðfjárrækt- in er þar ein aðal atvinnugreinin og fénað- urinn dreyfir sér um haga, sem að útliti til og fegurð þættu hér hentari fyrir náttúru listigarða en nokkuð annað. Þar skiftast á eitt það fegursta útsýni sem hugsast getur, jöklarnir og háfjöllin berandi við skýin, lyngigrónar hlíðar, silfurtærar ár, grænar grundir, engi og tún, sjórinn dimmblár freyð andi við ströndina og norðurljósin bragandi himininn. Alt þetta ber fyrir augað í einu nálega hvar sem er á landinu. Að líta af tindunum yfir þetta landslag er svipaðast því og að horfa á málverk, nema að því levti að þar er alt lifandi, en ekki hangandi á þili. Ef lífið þar getur ekki heitið að vera við brjóst svipmikillar náttóru, þá getur það ekki fremur annarsstaðar kallast því nafni. Þessar myndir hljóta að blandast inn í hug- renningar manna og drauma, enda getur þá um ekkert fegurra dreymt. Samræmið milli hins andlega lífs og náttúru landsins sem allra landa er fegurst, er heilsteypt og ó- brostið. Það er ekki vegna kuldans og k&lkans og vetrarríkisins heima, að íslendingar fagna komu sumarsins. Það er náttúrufegurð lands ins, sem því veldur. Áhrif hennar hafa orðið til þess að vekja samúð í anda þeirra með sjálfri náttúrunni, “En eru þá allir Islendingar skáld?” má búast við að einhverjir spyrji. Já — í þeirri merkingu sem á hefir verið bent, eru þeir það. En ekki nauðsynlega ljóðskáld. Það eru til skáld sem ekki yrkja, sem eru ef til vill ljóð-skáldunum ekki síðri. Sumardagurinn fyrsti er á morgun. Ósk vor er sú, að allir megi verða fagnaðarins af komu sumarsins með ljós, líf og gróður, aðnjótandi. Að hann tendri þann kærleiks yl í sálum hinna efnalega velstöddu, að æfi- kiör hinna mörgu sem þannig er ástatt fyrir, að hin sanna mynd sumarsins getur ekki endurspeglast í sálum þeirra, verði bætt svo, að þeir einnig njóti hennar. Þá fyrst hefir það sína fullu merkingu að óska hver öðrum gleðilegs sumars. Bókafregn. Islands Kirke fra Reformationen til vore Dage. Dr. Theol. Jón Helga- son. Dansk-islandsk Kirkesag. G. E. C. Gads Forlag. Khavn 1922. 8vo, p.p. 252. Kr. 6.00. Bók þessi er ný-útkomin, kostuð af Dansk- Islenzka kirkjusambandinu í Danmörku. Skrifari forstöðunefndar sambandsins, herra Þórður Tómasson, prestur að Hrossanesi á Jótlandi, hefir sent Heimskringlu eintak bók- arinnar og ennfremur eintak af ársfjórðungs- riti félagsins. Ritið er í smáu átta blaða broti og kemur út þriggja mánaðalega, 16—24 bls. í senn. Flytur stuttar ritgerðir um íslenzk kirkjumál og mun aðallega ætlað Dönum, til að kynna þeim menn og málefni kirkjunnar á Islandi.. Ritið er skrifað frá sjónarmiði hinnar gömlu guðfræði. Að því standa eingöngu íslend- ingar, eftir því sem séð verður. Eru ritstjór- ar þess fröken Ingibjörg Ólafsdóttir og séra Þórður Tómasson, en ráðsmaður séra Hauk- jir Gíslason, prestur við Holmens kirkju í Khöfn. I þessum fyrsta árgangi er: Fréttir frá ársfundi Sambandsins í Kaupmannahöfn; fréttir frá samskonar fundi, er haldinn var á Synodus í Reykjavík, þar sem nefnd var kos- in til samvinu við sambandsnefndina dönsku, og fylgja þeirri fundarskýrslu myndir og æfi- ágrip nefndarmannanna íslenzku. Inngangsritgerðin í tímaritinu er eftir Þórð prest Fómasson og heitir “Bæn fyrir íslandi”. Mælir hann með því, að tekin sé upp í hina almennu kirkjubæn, í kirkjum í Danmörku, bæn fyrir Islandi. Segir hann að máli þessu hafi verið hreyft á ársfundi sambandsnefnd- arinnar 1919, með fyrirspurn, er gerð hafi verið, hvort eigi væri tímabært, “að tekin væri upp í hina almennu kirkjubæn vora, bæn fyrir Sambandslandi voru, Islandi”. Telur hann það tímabært og sjálfsagt. Álítur hann að það gcti leitt til þess, að hugur danskrar þjóðar verði einlægari og hlýrri til íslendinga, og leystur undan fordómum yngri og eldri, er mjög hafa vilt mönnum sjónir á liðinni tíð, og skapað úlfúð og óvild þeirra á millum. Álítur hann, ef uppástunga þessi næði fram að ganga, að þjóðirnar myndu nálgast hvor aðra í anda betur en verið hefði á liðinni tíð. Er tillaga þessi eigi fráleit og mætti gjarna heimfærast til allra Norðurlandaþjóðanna. Þær ættu að biðja hver fyrir annari, styrkja hverjar aðra.styðja að framför hverrar annar ar og minnast þess, bæð.i Ijóst og leynt, að þasr eru eitt fólk, — örlögin ein, ættin hin sama og ákvæði lífs þeirra hin sömu. En hvort Danir fallast á þessa uppástungu, er ef til vi!l annað mál. Séra Þörður getur þess, að til séu þær kirkjur í Danmörku, þar sem þetta hafi verið gert. Er sú gáta auðráðin, hverjar eru, — kirkjurnar, sem þeir þjóna við íslenzku prestarnir. Fer vel á því, og verður það jafnan þeim burtu -förnu sonum íslands til sæmdar. Mætti svo víðar vera en í Danmörku. Ritið kostar 2 kr. á ári og er þá meðtalið ársgjaldið til Sambandsins. Eftir því má senda til séra Hauks Gíslasonar eða Gads i bókaútgefanda í Khöfn. Um bók Dr. Jóns biskups Helgasonar, “Is- lands Kirke”, mætti margt segja, ef sögu- fróður legði þ ar dóm a. I formála bókannn- ar er frá því skýrt, að þeta sé hin fyrsta saga ríkiskirkjunnar íslenzku, er rituð hafi verið, yfir tímabilið frá upphafi siðabótarinnar til þessara tíma. Getið er hms mikla verks þeirra biskupanna, Dr. Finns Jónssonar og Dr. Péturs Péturssonar, “Historia Ecclesiastica Islandiæ”, er nær ofan að árinu 1840, og bent á, með því að saga þessi er rituð á Lat- ínu, komi hún eigi meginþorra manna að not- um, og mun það satt vera. Svo nær hún heldur eigi niður til þessara tíma. Þótt und- arlegt megi virðast, hefir saga þjóðarinnar eigi verið sögð enn nema í smáþáttum, og kirkjusagan eigi nema í einstökum köflum. Safn til sögu Islands” og sögurit Jóns sagn- fræðings Jónssonar mynda eigi samfelda j sögu, þó um ótal margt megi af þeim fræð- ast. Sama má segja um “Biskupasögur” Bókmenta- og Sögufélagsins, að þær eru eigi heildarsaga, heldur saga einstakra manna, 1 gagnlegar og fróðlegar, það sem þær ná, og lýsa vel lifnaðar- og aldarhætti á þeim tím- um, sem þessir menn eru uppi. Þessi saga Jóns biskups Helgasonar, er að því leyti fremri biskupasögunum, að hún er dregin saman úr þeim í samanhangandi frá- sögu, og bætir höfundurinn við frá eigin brjósti all-greinilegu yfirliti um það, sem gerst hefir nú síðast. En fremur er þessi saga hans biskupatal en kirkjusaga.. Frá helztu viðburðum hið ytra er skýrt, en urn hinar andlegu breytingar innan kirkjunnar er lítið sem ekkert sagt. Erfitt verður með til- hjálp þessarar sögu einnar að gera sér nokkra hugmynd um hið andlega ástand kirkjunnar á einum eða öðrum tínfa. I söguna vantar trúarbragðasögu bióðarinnar algerlega, er þó óneitanlega ætti heima í þesskonar frásögu og naumast hægt að nefna það kirkjusögu, er eigi gerir grein fyrir slíku. Alt svo nai ðsyn- legt sem það er, að telja upp biskupa landsins í réttri röð, gera grein fyrir ætt þeirra, upp- eldi og dánardægri, er þó hitt nauðsynlegra að sýna þroska og framför trúarskilningsins og meðvitundarinnar hjá þjóðinni sjálfri á þessu tímabili. Það er kirkjan í réttum skilningi, en alls ekki menmrnir, er embatti hennar skipa. Með hvaða hætti umskapast hin óþjóðlega kaþólska kristni, á rúmum hundrað árum, í hin djúpspöku og þjóðlegu ljóð og sálma Hallgríms Péturssonar? Að hve miklu leyti eru sálmar Hallgríms sóttir til andastefnu siðr bótarinnar, að hve miklu leyti til vitsmuna- innrætis þjóðarinnar sjálfrar? Frá þessu skýrir höf. ekki. Hefir hin mikla sögulega vakning meðal þjóðarinnar á 1 7. öldinni og fornfræðarann- sókn engin áhrif í þá átt, að losa þjóðina við hleypidóma kaþólskunnar og jafnvel breyta áliti hennar á sumum þeim erfðakenningum, er hin valdboðna Lútherstrú hélt hlífðarhendi yfir? Ekkert er um það sagt. Hvaða áhrif hafði “rationalista”-stefna 18. aldarinoar á síðari trúarskoðanir manna? Hvernig breyttist guðfræði Vídalíns í guð- fræði Péturs biskups? Frá þessu er ekki skýrt. ^VlNNIPEG, 19. APRIL 1922 Einkennileg er frásagan af starfi Magnúsar Eiríkssonar (bls. 189),’ að kenningar hans hafi borið lítinn ávöxt nema helzt í Þingeyjarsýslu! “Þar vöktu þessar raddir bergmál í stöku hjörtum, er með fögnuði tóku á móti þessum nýmælum sem nýju fagnaðarerindi. En svo hafa íbúar þessarar sýslu, upp til þessa, haft orð fyrir að vera óbundnari í skoðunum, einkum í trúarefnum, en maður á að venjast í öðrum sveitum landsins, er sýnir sig í því, að frá þessum hluta landsins hefir oft andað köldu í garð kirkju og kristindóms”! Litlu mun nokkur verða nær um hina kirkjulegu starfsemi, eða trú- arskoðanir íslendinga vestan hafs fyrir frásögnina á bls. 200. En svo hefir höfundurinn hvarvetna orðið að fara fljótt yfir sögu, og því eigi von að þessi kafli sé lengri. I bókinni eru myndir af þessum biskupum landsins: Guðbrandi Þorlákssyni, Þorláki Skúlasyni, Brynjólfi Sveinssyni, Gísla Þor- iákssyni, Þórði Þorlákssyni, Jóni Vídalín, Steini Jónssyni, Ludvig Harboe, Halldóri Brynjólfssyni, Finni Jónssyni, Gísla Magnússyni, Hannesi Finnssyni, Geir Vídalín, Árna Þórarinssyni, Steingrími Jónssyni, Helga G. Thordersen, Pétri Péturssyni. Þá fylgja og frá- sögunni skýringar á nöfnum og staðaheitum upp á 37 bls., og að lokum skýr og greinilegur upp- dráttur af Islandi. Bókin er skemtileg aflestrar og vel sex króna virði. Dodd’s nýmapillur em bezta nýmameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun. þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr_ ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eba frá The Dodd’s Med^ne Co., Ltd., Toronto, Ont. Ólafur Hafliðason frá Svefn- eyjum andacSist á Landakoasspít- alnum nýlega. Vélbáturinn Ása úr Hafnarfirði ferst með allri áhöfn. I fyrra mánuði varð sá sorg- legi atburður, að vél'báturinn Ása úr HafnarfirSi fórst á Stafnestöng um, milli SandgerSis og Hafna og druknuSu allir, sem á voru, en þeir voru þessir sex: FriSrik Benó- nýsson, skipsstjóri. ókvætntur mað ur á bezta aldri. Hákon Dagsson. vélamaSur, frá Ólafsvík, 44 ára. R. P. Islandsfréttir. (Eftir Vísi frá 15. feb. til 18. marz.) Þórarínn Tul’nius framkvæmd- arstjóri stofnaSi á síSastliSnu sumri sjóS, aS upphæS 10,000 kr., og er tilgangur hans aS styrkja gamla, fátæka sjómenn, og ganga þeir fyrir styrkveitingum, er sýnt hafa sérstakt hugrekki eða dugn- aS. svo sem viS íbjörgun manns úr lífsháska. Til úthlutunar úr sjóSn- um á þessu ári koma 275 kr. Um- sóknir um aS verSa teknir til greina viS úthlutun styrks úr sjóSn um, skal senda atvinnumálaráSa- neytinu fyrir I. apríl næstkom- andi, Spánarsamníngarnir. Stjómin mun nú, í samráSi viS þingiS, hafa afráSiS aS senda þá Svein Björnsson sendiherra og Einar H, Kvaran til Spánar til þess, ásamt d,amska sendiherranum, aS halda áfram samningaleitunum viS spænsku stjórnina um saltfisks- tollinn. kvæntur og átti tvö börn. Páll Kristinsson, HafnarfirSi, ókvænt- ur, 19 ára gamall. GuSsveinn Jónsson, frá TröS á Álítanesí, ó- kvæntur, 30 ára. DavíS Ásmunds- son. HafnarfirSi, ókyæntur 23 ára. Valdemar ÞórSarson frá ÓI- afsvík. 21 árs. ókvæntur. ./• Slys. SíSastliSinn laugard ag dó konan Gu&björg Jónsdóttir, af brunasárum. HafSi kviknaS í föt- um hennar út frá olíueldavél og skaSbrendisth ún svo, aS hún lézt r.S fám klukkusitundum liSnum. !Hún var hnigin á efra aldur. Hún átti heima í húsinu nr. 14 B. viS Grjótagötu. G. T. Zoega, rektor, er nú að láta þrenta aSra útgáfu af hinni íslenzk-ensku orSalbók sinni, sem lengi Kefir veriS ófáanleg. Þessi nýja útgáfa verSur allmikiS auk- in og í stærra broti en hin fyrri og fleiri arkir. Prentun slíkrar bókar er seinleg og hiS mesta vanda- verk og verSur ekki lokiS fyr en einhvern tíma í sumar. Félags- prentsmiSjan annast prentunina. KostnaSarmaSur er SigurSur Kristjánsson. Sparnaðarnefndin, Frá sparnaS arnefnd sameinaSs Allþingis hafa komiS tvö frumvörp um niSur- skurS embætta, sem ibæSi voru viS fyrstu umræSu í neSri deild. Eru þaS kennaraemibadíti þeirra Bjarna frá Vogi og GuSm. Finn- bogasonar viS Háskólann, sem nefndin vill leggja niSur. Sparn- aSur verSur iþó ekki verulegur aS þessu. Emlbætti GuSmundar má aS vísu leggja niSur. en fullum embættislaunum hlýtur hann aS halda eftir sem áSur. því aS em- bættiS er þannig stofn-aS, Bjarna mun meiri hluti nefndarinnar vilja greiSa skaSbætur nokkrar á fjárlögum. Er af þessu auSséS, aS sparnaSarviSleitni þessi er aSeins “til aS sýnast” ifyrir kjósen-dum.— BáSum frv. var þó vísaS til ann- arar umræSu í neSri deild, því fyrtalda meS 16 akv. gegn 8 og hmu meS 1 5 atkv. gegn 8. aS viS- höfSu nafnakalli. Vinnuveitendur hafa fengiS til- kynningu um aS senda -skattstof- únni skrá yfir alla starfsmenn sína, sem hafa veriS hjá þeim fastir, eSa mik' i. part ú: árinu sem leiS. Eiga par meS aS fvlgja laun og hlunri’.id; starfsmanna og bústaS- 'r bef a. — Er ský -4 þcssi fyrir- skipúS n i 8 lögum r>g skattastof- unni afaráríSandi. “Ark>r” heitir nýtt tímarit, sem kemur á ibókamarkaSinn á morg- un og á aS koma út einu sinni í mánuSi fyrst um sinn. Hvert hefti er 1 6. síSur í stóru broti, tvídálk- aS, Flytur þaS bæSi útlendan og innlendan fróSleik. til gagns og gamans. og verSur meS myndum. Allur frágangur verSur vandaS- ur. Heiðursfélagi Fiskifélagsins var I yfirkennari Bjarni Sæmundsson jkjcirinn á nýafstöSnu Fiskiþingi. Kristilegt DagblaS skýrir svo frá 1 7. f. m.: “Fyrir tifstilli miSstöSvar á- fengisandistæSinga í Lausanne í | Sviss er þessa dagan afhent Spán- ; arkonungi ávarp þar sem fariS er fra-m á. aS Spánn breyti sljóm- málaafstöSu sinni gagnvart Nor- egi og Islandf. Ávarp þetta er undírritaS af | vísindamönnum og stjórnmála- mönnum í SvíþjóS, Danmörku, Finnlandi, Þýzkaiandi, Sviss, Ital- íu, Checkoslovakíu, Serbíu. Holl- landi. Belgíu, Frakklandi, Eng- landi og Ameríku. ÁvarpiS hefir jafnframt veriS sent stærstu fregn skeytastöSvum og forsætisráS- herra fslands. Sigurður Lýðsson, cand. jur., hefir sótt um aS verSa settur lög-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.