Heimskringla - 24.05.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.05.1922, Blaðsíða 4
& BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINCLA WINNIPEG, MAN., 24. MAÍ 1922 HEIMSKRINQLA (StotMl 188«) Kemar flt á hv«rjnm mltivIkutleKL CUeíeoUur off eixendari THE VIKING PRESS, LTD. 853 o/S 855 SARGENT AVB., WINNIPEG, TalMfmli N-6537 Vertt hlaVslBR er 83.00 firsuoKnrlna horf- Ut fyrlr fram. Aiiar borpauir fl«ailat rflfflmanal hlatUíns. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFÁN EINARSSON Vtan&akrtft tlh hlatUlmmi TIIE VlKINvi PRMSS, I.td., Box BlTl, WluBlpcff, Man. Utaaftnkrlft tll rltatjðraafl EDfTOR HEIBSKHI3GLA, Box 8171 Wlnatpt'g, Haa. Tho “Helmskrlnrla” 1« prlntod uné pdb- llatc by tho Vlkisr Fress, Limltod, at 863 og 856 Sargent Ave., WinnipeB, Manl- toba. TMephone: N-8537. WINNIPEG, MANITOBA 24. MAI 1922. Peningagengið. Þó að Canada hafi ekki með öllu farið varhluta af tapi því, er af gengismun peninga hefir leitt síðustu árin, er hitt víst, að þeir, sem hér búa, eiga bágt með að gera sér rétla hugmynd um það ógnar lap, sem sumar Ev- rópuþjóðirnar verða fyrir af völdum þess. I bréfi, sem nýlega birtist í blaðinu Lon- don Times, eru góðar bendingar gefnar í þessa átt. . Sá, er bréfið ritar, segist hafa ferðast frá Zurich í Svisslandi til Vín í Austurríki. Hann borðaði miðdegisverð á lestinni rétt áður en hún fór ut fyrir landamæri Svisslands. Fyrir máltíðina borgaði hann með 10 franka seðli svissneskum og fékk 2 fanka til baka. Mál- tíðin kostaði því 8 franka. Þegar að kvöld- verði var komið, var lestin komin til Austur- ríkis. Ferðamaðurinn keypti aftur á þess- ari sömu Iest, af sama manninum, máltíð, sem að kostum og gæðnm var alveg hin sama og sú, er hann keypti áður. Hann borgaði fyr- ir þá máltíð með þessum tveggja franka seðli, er hann fékk áður í skiftum til baka. En þá kostaði máltíðin ekki meira en það, að hann fékk 1700 krónur austurrískar til baka. Kvöldverðurinn kostaði 500 krónur, en gengi svissneska frankans var 1 100 krón- ur þann daginn. Þegar maður þessi, sem var frá Englandi, kom til Vínarborgar, tók hann sér gistingu á einu bezta hóteli borgarinnar. Þar borgaði hann 700 krónur fyrir herbergi um daginn og fyrir 1000 krónurnar, afgang- inn af skiftunum frá kvöldverðinum, gat hann keypt þrjár máltíðir á hótelinu. I stuttu máli var reynsla hans þessi. Fyrir verð einn- ar máltíðar á lestinni á Svisslandi gat hann keypt 1 2 máltíðir í Vín og herbergi í 4 daga. I canadiskum peningum eru 8 frankar Sviss- neskir um $1.50. *■*■■■ Li - i §umum Evrópulöndunum tapa stjórnirn- ar a”að prenta bréfpeninga sína. Prentun á einnar krónu seðH í Austurríki kostar t. d. meira en krónan gengur eða er verð. Og eins ér því farið með rúbluna rússnesku; þess vegna gefur stjórnin þar nú út seðla, sem gilda 10,000 rúblur. I Vín setur eitt stærsta ölgerðarhúsið einnar krónu seðil á bjórflösk- urnar og segir, að sig kosti það ekki meira en þó að sérstakir miðar væru prentaðir til þess að setjast á þær; það kallast “krónu bjórinn”. Það er ekki laust við, að það sé broslegt, að hugsa um þetta, en eigi að síður dyljast ekki hörmungarnar, sem þessu er samfara. Annar maður, fréttaritari ensks blaðs, skrifar, að hann hafi verið nokkrar vikur á ferðalagi um sum Evrópulöndin. Hann heimsótti höfuðborgir 5 Evrópulanda. Hann gisti aldrei nema á beztu gistihúsum. Þús- undum franka, króna, marka og leis eyddi hann; kaupsýslu rak hann enga og starfaði ekkert er fé gæfi honum í aðra hönd. Samt kom hann heim með meira fé í vasanum en hann hafði, þegar hann fór að heiman. Hann hafði upp dálítið meira fé en hann þurfti með til ferðalagsins, aðeins með því að skifta peningunum 5 eða 6 sinnum. Það er mikið reynt til að rétta við efna- hag Evrópu. Þyngsta okið á Evrópirþjóð- unum er gengismunur peninganna. Viðskifti öll meðal þjóða eru ókleyf meðan hann er eins og hann er. En er hægt að minka hann? Ekki fyr en efnahagur fátækari þjóðanna batnar og hann stenzt betur samanburð við efnahag ríkari þjóðanna. Það er lögmáljð, sem gengismunur peninganna hvílir á. Ef breyta ætti gengismun þessum, sem óneitan- lega gerir, eins og hann er, vont verra, að I því er ástandið snertir, þar sem fátækari þjóðiranr tapa á honum, en hinar ríkari græða, þá þarf að breyta lögmáli því, er hann hvílir á. En ef erfitt er að fá sumt það að lögum gert heima fyrir hjá þjóðun- um, hversu nauðsynlegt sem það er, eins og t. d. beina löggjöf í Canada, af því það kem- ur í bága við grundvallarlög landsins, þá má nærri geta, hvort ekki verður erfitt fyrir all- ar þjóðir að koma sér saman um alþjóða lög, jafnvel þó þau væru til bóta frá siðferðislegu og menningarlegu sjónarmiði, eins og t. d. lög um rýmiiegri gengismun peninga. Það er gamla sagan, að sá, sem valds nýtur, hvort sem það er peningavald eða annað, er ófús á að afsala sér því. Hinum, er fer á mis við það, þykir súrt í brotið, að njóta þess ekki einnig. Þannig skapast rnisklíð þjóða og mannfélagsflokka á milli. Hver vill sitt, eða það sem hann heldur vera sitt. Þannig hef- ir það verið frá ómuna tíð. “Fé veldur frænda rógi,” sögðu forfeður vorir. Það má með sanni segja, að það orðtak sé eins satt í dag og það var fyrir mörgum öldum. Hugmynd Lloyd George um að koma á viðskiftum þjóða á milli, til að reyna að rétta við hag þeirra, er bæði fögur og þörf. En uppástunga hans um að láta þjóðskuldir falla mður, eða færa þær niður að mun, og gefa yfirunnu og fátæku þjóðunum með því tæki- færi til að starfa og reka viðskifti, var feg- urri og hefði orðið það þýðingarmesta spor, sem hægt var að stíga þjóðunum til viðreisn- ar, því það hefði beinna og fljótar ráðið bót á gengismun peninga en nokkuð annað. En sú hugmynd strandaði á sama skerinu og viðskiftahugmyndin á Genúafundinum, sama skernu og friðsamlegt líf þjóða, bæði inn á við og út á við, hefir fyr og síðar strandað á, skeri eigingirni manna og ágirndar til fjár. Hann er ekki úr lausu lofti gripinn málshátt- urinn eldgamli, heldur en sumt annað hjá ættfeðrum vorum, sem á var minst áðan. Það má lesa út úr honum heilmikið um upptök stríða og afleiðingar þeirra — um sjálfa or- sökina að ástandinu nú í heiminum. s-.— Hvenær? Hvenær fara kosningarnar í Manitoba fram? Það er svo langt síðan að því var lýst yfir að það yrðu kosningar, að það er meira en tími kominn til að láta kjósendur og aðra vita um, hvaða dag eigi að kjósa. Taylor major, Ieiðtogi íhaldsflokksins, spurði stjórnina þessarar spurningar nýlega. Honum virðist sem full ástæða sé til, að spyrja þannig og dylja hvorki kjósendur né aðra stjórnmálaflokka þess lengur, hvenær kosningarnar eigi að fara fram. Og hann hefir talsvert til síns mál^ Stjórn- inni, sem með völdin fer, var vísað frá. Vald hennar nú er mjög takmarkað, og aðeins fólgið í því, að framkvæma allra nauðsyn- legustu störf. Og það hlýtur að vera gagu- stætt áformi fylkisstjórans, er hann fékk henni bráðabirgðastjórn fylkisins í hendur, að hún notaði sér það vald til þess að teygja tímann til kosninga í það óendanlega, til þess eins að búa flokk sinn sem bezt undir bardagann. Að halda bæði öðrum stjórnmálaflokkum og kjósendum í óvissu um það, hvaða dag kjósa eigi, er óréttlátt; það gerir þeim á margan hátt mjög erfitt með undirbúnings- störf sín fyrir kosningarnar. Stjórnir standa vanalega betur að vígi við kosningar en hin- ir flokkarnir. Það er þess vegna mjög óvið- eigandi, að Norrisstjórnin grípi til þessara á- minstu ráða, til þess að reyna að búa alt sér í hag, reyna að sá svo, að hún ein uppskeri. Kosningadagurinn ætti að vera ákveðinn undireins. Og stjórnin ætti meira að segja, að ráðfæra sig við hina stjórnmálaflokkana um þaS, hvenær hann yrði. Það væri engin ástæða til þess þá fyrir flokkana, að sakfella hver annan fyrir sérplægni. Og kosninga- dagurinn yrði betur valinn með því og kjós- endum hagkvæmar. rw7r,iw'rii:.l'ii—i. Ástandið á Indlandi. Það dylst fáum, að ástandið á Indlandi er að verða erfitt Bretum. Hvern enda það hefir, skyldi iþó ekki dæmt um að svo stöddu. En margir eru farnir að spyrja, hvort það sé ekki það haf á milli Evrópu- og Asíumanna, sem ekki verði brúað. Vestlæg menning, hugsunarháttur og siðir telja sumir vafasamt að í Asíu festi nokkurntíma rætur, svo ólík- ar eru hinar austlægu þjóðir hinum vest- lægu. Enginn vafi getur þó á því verið, að stjórn Breta hafi verið til góðs á Indlandi. Foringi Hindúa, Gandhi sjálfur, neitar því ekki. En hann heldur því samt sem áður fram, að vestlæg menning sé mjög blönduð efnishyggju, en hún sé ekki holl fyrir sálir Hindúa. Hvort sem nokkuð er til í þessum ummæl- um eða ekki, er hitt víst, að óeirðirnar á Ind- landi eru alvarlegar. Og það, sem í ^einni tíð veldur því, er einkum það, að Múhameðs trúarmenn og Hindúar haf sameinast á móti Englendingum. Þangað til styrjöldin hófst, voru Múhameðstrúarmenn á Indlandi yfirleitt hlyntir Bretum. En eftir að Tyrkir gengu í stríðið á móti þeim, og einkum eftir að hag Tyrkja var svo mjög þröngvað í friðarsamn- ingunum, snerust þeir á móti. Er það nú orð- in hugmynd þeirra, aðstefna Englendinga sé sú, að útrýma trú Múhameðs. Múhameðstrúarmenn á Indlandi eru Eng- lendingum miklu hættulegri andstæðingar en Hindúar. Gandhi, foringi Hindúa, er frem- ur trúarleiðtogi en stjórnmálamaður. Hon- um er það mjög andstætt, að láta koma til blóðsúthellinga. Uppreisn hans er aðallega fólgin í því, að neita að fara í heíþjónustu, greiða skatta og ynna af hendi ýmsar borg- aralegar skyldur. Og Hindúar trúa á hann og fylgja honum blindandi. En Múhameðs- trúarmenn hika hvergi við að berjast og eru hinir harðvítugustu viðureignar. Þeir eiga foringja, sem eru slungnir stjórnmálamenn. osSPSSív Til ritstjóra Heimskringlu. Kæru herrar- Viljið þér gera svo vel að svara eftirfylgj- andi spurningum: 1. Var Leifur hepni fæddur í Noregi eða á Islandi? 2. Eg heyrði Norðmann halda því fram, að Leifur hafi komið frá Noregi, er hann fann Ameríku. Er það rétt hermt? “Minnislaus” Svar: Leifur hepni er fæddur á Islandi en ekki í Noregi. Meira að segja, faðir hans, Eiríkur rauði, kom ungur til íslands. Sumir Norð- menn halda því fram, að Leifur sé fæddur í Noregi, en iþað er ekki á rökum bygt. 2. Leifur fór frá Grænlandi til Noregs. Þar tók hann kristna trú af Ólafi Tryggvasyni. Konungur sendi hann í kristniboð til Græn- lands. Á leiðinni til Grænlands “hrakti hann vestur um haf ok kom hann að ókunnu landi,” segir sagan. Þannig fann hann Ame- ríku. Það er vel þess vert fyrir Islendinga hér, að kynna sér það, sem í sögunum íslenzku stendur og síðan hefir verið skrifað um Ameríkufund Leifs. Hér í landi á sér mikill misskilningur stað í því efni. I tveimur fjöl- fræðibókum enskum, sem vér höfum gáð að þessu í, segir að Leifur hafi verið Norðmað- ur. Og í hinni alkunnu fjölfræðisbók barna (Book of Knowledge) segir, að Leifur hafi fundið Ameríku frá Grænlandi. Einstöku menn enskir vita að vísu betur, en svona er vanþekkingin á þessu samt mikil, að henni skýtur þannig upp í alfræðibókum þeirra. Yið heimför frú Dýrfinnu Jónasdóttur og Jóns sonar hennar, Þórðarsonar. 17. maí 1922. Þegar norður fuglar fljúga, fráum vængjum loftið kljúfa, vetrarmúra vaktir rjúfa vorálfar í sálu manns, — minnast æsku-morgunlands. Þangað heim er holt að snúa: heilsa um miðja njólu sælyftri sólu. Þangað kærstu kveðjur Ieita — koss til allra Iandsins sveita. — Alt, sem fögnuð fremst má veita, far með ykkur tekur sér. Líkan kýs sér líkur hver. Ljúfmenskan og hjartað heita hlýja vöktu kynning, —mætustu minning. Islendingum uppkomunnar, austursólár göngur kunnar, þótt þeim Ijóssins bliki brunnar bjartri á sólarlagsins strönd. þráir heim til austurs önd. Heim að njóta náttúrunnar, nýjast, muna, gleyma; hreiðra sig heima. Hvert sem ósk og örlög lyfta ykkur, mæðgin — himins gifta megi skýjum sorgar svifta sólu beztrar gæfu frá. Birta lífsins ljómi brá. Vorhugir á vængjum lyfta vináttu, sem lifir, Atlanzhaf yfir. Þ. Þ. Þ. Heiman og heim, FerSasögubrot og minningar. Eftir Rögnv. Pétursson. í^dodds m K- tÆ I P* XI ■- Vi ÍKIDNEYI) Framh. (Aths. Dráttur hefir orðið á, að framhald þessarar ritgerðar birtist í blaðinu. Er ]>að skukl höf- sjálfs. Hefir hann haft í mörg horn að líta undanfarið og ekki gefið sér tfma til að 'bera saman skýrslur og gögn aðlútandi ýmsu, er andmælum Siætti í haust er leið, er hann flutti þessa fyrirlestra. Skýrslur þessar hefir hann nú ha'ft í vörzlum sfnum um all noikkurn tíma, en eigi getað orðið þess var, að farið bafi verið rangt með- — G-æta skal þess við lestur ritgerðar þessarar, að hún er samin síðastliðið haust, og að breyt ingar hafa orðið allmiklar á íslandi síðan, bæði 1 stjórnarfari, atvinnu- málum o. fl. I-að urðu t. d. stjórn- arskifti ií landinu á öndverðum þingtíma. Jón Magnússon og ráðu- nautar hans véku úr valdasessi. Aftur er nú skipuð önnur sam- steypustjórn, bversu sem hún kann að gefast. En vonandi verður hún hefði Htað ;þrjár inar f ir það» hinni frá förnu eigi ráðdeildar- minni- Erfiðara er fyrir þá, sem nú taka við, að< greiða fram úr vandræðunum, en vera hefði átt fyrir hina að stýra fram hjá sker- inu, er þeir steyttu á. — í>ar sem umimæli falla í ritgerðinni um stjórnarfarið, er auðvitað átt við þá stjórn, er við stýrið sat síðast- liðið sumar. I>ogar frásögninni sleit í vetur, var þangað komið, að sikípið beið fyrir utan hafnargarð i Reykjavík, ©ftir því að læknir kæmi um borð og farþegum væri veitt heimild til að etíga á land. Verður nú þar tokið til, er áðnr var frá horfið.) IV. ReykjaVík. Eldsnemma um morguninn var siglt inn á höfnina og farið í Iand. Urðu því allir fegnir, því flestum þótti súrt í broti, að þurfa að láta fyrir berast úti á skipi aðeins ör- fáa faðma undan Iandi alla nótt- ina, alt vegna þess að, læknirinn, sjálfsforræði. Eigi óttaðist h 9oPHEur-i/».'r'g ^ tpHT’s Dlsift.c .d ífbw,ABETES Dodtl’s nýmapillur eru bezta nýrname'SalitS. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun; þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s MecÞctae Co., Ltd., Toronto, Or.t. en sú síðasta var ekki birt. Voru þær lýsing Islands og um sjálf- stæðisbaráttu Iselndinga. Hvergi voru írar þar n'efndir á nafn, en svo mjög þótti frásögunni svipa ' til “frsku málanna”, að hættulegt þótti að flytja meira um það efni, og vék þó Dr. Cawl hvergi frá réttu máli. Brosti hann að þessu seinna, er hann las mér þessar greinar í Lundúnum á bakaleið- inni. “Ofríkisandarnir eru allir eins til fara,” sagði hann, “yfir gerValla jörðina, og þekkir hver þeirra um sig myndina af sjálfum sér, þegar einum er 'lýst.” Eigi gat Dr. Cawl um annað talað en ástandið á írlandi. Lá það eins og farg á huga hans, og engar óskir átti hann aðrar til, en að framúr greiddist fyrir löndum hans svo þeir næðu fullum réttindum og er skipa átti fyrir um landtöku- leyfi fyrir stjórnarinnar hönd, var kvöldsvæfur og genginn til náða. Fjöldi manna var fram á bryggju um morguninn, þó árla væri, og fagnaði ferðamönum vel. Veður var bjart og hlýtt. Voru það síð- ustu leyfar af konungsveðrinu góða, er þá hafði treinst í sam- feldar tvær vikur. Sögðu allir, að aldrei hefði betra veður verið en vikuna þá, er 'konungur og skyldu'' lið hans dvöldu í landi. Eigi er (þó eins gott aðkomu langferðamönnum til Reykjavíkur og æskilegt væri. Þetta er þó eigi þeim að kenna, er taka á móti gestum, því alúðlegri viðtökur er naumast hægt að hugsa sér. En það gera húsþrengslin og skortur almennra gistihúsa í bænum. Bær inn hefir vaxið afar mikið síðari ár, en samt eru húsþrengsli og húsaíeiga afar dýr. Gistihús eru aðeins tvö og fremur rúmlítil og voru bæði full þenna morgun, er Botnia lenti. Hotel Island rúmar að vísu all nokkra gesti, ef eigi væru þar all-margir kostgangarar fyrir, sem búa iþar, en aftur er Hotel Skjaldbreið fremur her- bergjafátt, en ágætur verustaður. Meðal úflendra faýþega, er komu með skipinu og dvelja ætluðu á Iandinu um hríð, var einn prófess- or írskur, en nú búsettur í Lund- únum, Dr. R. P. Cawl. Hafði hann lagt stund á norræna fræði og talaði íslenzku mæta vel. Var hann nú að fara kynnisför til Is- lands. Kyntumst við honum nokk- uð á leiðinni og var hann hinn Ijúfasti í öllu viðmóti og skemti- legasti í allri viðræðu. En hlýtt var honum ekki í huga út af að- förum ensku stjórnarinnar á Ir- landi og var það eigi mót von. Studn hafði hann lagt á fornsögu Ira, og kynt sér ítarlega Iandnám Norðmanna til forna á írlandi. Var nú ferðin farin að nokkru leyti til þess að kynnast lifnaðar- háttum Islendinga og athuga, í hverju þeim svipaði til Ira að fornu fari, og svo til þéss að kynna sér stjórnmál íslendinga, ef sú þekking mætti verða að notum í frelsisbaiáttu Ira. Hann var fréttaritari stórblaðsins “Times” í Lundúnum, hafði samið við það áður en hann fór þessa ferð, að senda því nokkrar greinar. — Sagði hann mér seinna, að hann íann kalþóls'kuna þar í landi og var hann þó prótestant, en sundurlyndið virtist mér hann óttast allra hluta mest hjá þjóðinni, er hinir út- lendu yfirdrotnarar höfðu alið upp hjá henni öld eftir öld, til þess að hún skyldi verða þei’m mun þróttminni og ófærari til allra samtaka. “Kaþólskan,” sagði hann, “hvað svo sem blöðin vilja hégómast yfir henni, nær til að- eins innan kirkjunnar. Strax og prestarnir vilja fara að hlutast til um stjórnmálin, er fylgi þeirra Korfið sem presta og reynir þá eingöngu á réttsýni þeirra og al- menna hagsýni, ef fylgi þeirra á nokkurt að vera. Orangereglan ræður meira meðal fáfróðrar enskrar alþýðu en kaþólskan meðal hinnar írsku og eru þó báð- ar hégóminn einber.” Áður en Dr. Cawl fór að heim- an, hafði hann vistað sér her- bergi á Skjaldbreið. Flutti hann því þangað strax og í iand kom. En vandræði ætluðu að verða fyr- ir mörgum, er þá komu með skip- inu, að fá sér verustað, og leit helzt út fyrir, að ýmsir myndu liggja úti þá um nóttina. Eigi urðum við fyrir neinum vandræðum, því á móti okkur tók vinkona okkar, er við vorum hjá hið fyrra skiftið, sem við vorum í Reykjavík, frú Margrét Olsen, ekkja Ólafs Iæknis Guðmundsson- ar og systir Björns heitins rektors. Var hún búin að útvega sumum af ok'kur verustað hjá vinfólki sínu, en hitt tók hún heim til sín. Öll vorum við í fæði hjá henni vikurnar, sem við dvöldum í Reykjavík. Til húsa vorum við hjónin hjá Þórði kaupmanni Bjarnasyni frá Reykhólum. Býr hann nú í hinu mikla húsi Skúla heitins Thoroddsens og hefir keypt það. En ekki hefðum við fengið þar inni, nema af því að fjölskylda Þórðar kaupmanns var uppi í sveit. Og þegar við 'kom- um að norðan aftur, voru hús hans full , svo við héldum til síðustu vikuna á íslandi á Hotel Skjald- breið. Eigi verður sagt frá þeirri breytingu er orðið hefir á Reykja- vfk síðustu árin. Bærinn hefir vaxið svo á 9 árum, að ótrúíegt má virðast. Bygðin er komin suður um alt nes. Á Landakots- túni hefir verið reist hvert húsið

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.