Heimskringla - 07.06.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 7. JCNI. 1922.
HEIMSKRINQLA
(StofiuiS 188«)
Kemnr fit & hverjum BlSTtkndegL
CtKeíemtur og elgendiiri
THE VIKING PRESS, LTD.
853 o* 853 SARtiE.VT AVF.„ WINMFEG,
Talofxult N-8537
Vor* blB*Htno er SS.fW HrxaiKUrlu boric-
tat fyrtr fram. Allar borsauir aemdlat
rAHamaDBt bUðfilHM.
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Ritstj órar :
BJÖRN PÉTURSSON
STEFÁN EINARSSON
Utaafiukrlft tlb blatlalakl
THE VIKING PRBSS, f.t(l., Box 81T1,
WlHHlyeK, Man.
Utanftnkrlft tll rltatjðraoa
EDITOR HEinSKRlMGLA, Bhi 8171
Wlaalpec, Mao.
Th« •‘Helmskrinfila” is prtnted uní pub-
llstre by the Vlkln* Preas, Llmltað, at
853 og 855 Sargent Ave., Winnlpeg, Manl-
taba. Telepbone: N-858T.
WINNIPEG, MANITOBA, 7. JONI, 1922.
Eyðslusemi.
Hvort sem mennirnir eru verri eða betri
en þeir hafa nokkru sinni áður verið, er eitt,
sem ganga má að vísu, en það er, að eyðslu-
semi er ekki eins skaðleg í augum margra
og áður.
Það voru 'þeir tímar, að nýtni og spar-
semi þóttu einna fegurstar dygðir manna.
Og sem betur fer munu enn vera til nokkr-
ir, sem dygðir þessar geta tileinkað sér. En
það er vafamál í mínum augum, að þeir séu
“móðins”, sem kallað er — séu eins og fólk
er flest nú á dögum.
Eyðslusemin er löstur. Ekki efaðist
meistari Jón um það. I reiðilestri sínum,
hinum alkunna, telur hann hana í flokki
verstu ódygða mannsins.
En hvað er eyðslusemi?
Það getur verið erfitt að svara þessari
spurningu, ef athuga ætti hvert atriði út í
æsar, er til greina gæti komið. En á orsakir
og afleiðingar hennar er hægt að benda, og
má vera, að við slíka athugun komi í Ijós
kostir og lestir eyðsluseminnar.
Maður nokkur, er nýlega skrifaði um
eyðslusemina, komst meðal annars þannig
að orði: “Að verða fyrir stór fjárútlátum
er slæmt. Afleiðingarnar af því, að minsta
kosti í svip, dyljast ekki. En þrátt fyrir það
hafa þau óhöpp ekki eins oft gert menn að
æfilöngum þurfalingum og hin tíðu smærri
útgjöld, sem svo iðulega eiga sér stað, og
ekkert er tekið eftir og enginn varhugi
goldinn við, af því að þau eru svo lág í hvert
skifti.”
Þessi orð bregða upp æði góðri mynd af
því, sem eyðslusemi má kalla. Hvort sem
um eyðslusemi er að ræða hjá einstakling-
um eða þjóðfélagsheildum, er sú mynd vel
í ætt við svip hennar. Það er ilt að tapa
stórfé, jafnvel þó ekki sé nema í eitt skifti.
En iðuleg útgjöld, sem engar hömlur eru
lagðar á, eru ekki betri. Hversu miklar, sem
tekjurnar eru, má þakka fyrir, ef þær reyn-
ast nægilegar til Iúkningar þeim útgjöldum.
Uppreisnarvon þess er lítil, sem ofurseldur
er eilífum smá-útgjöldum, sem ekkert eða
lítið hafa gott í för með sér, eða með öðrum
orðum eyðslusemi á hæsta stigi, og reynsl-
an er oftast sú, að hann er öreigi alla æfi.
Það er eftirtektarvert, hve margir flaska
á þessu og leggja sér þessar byrðar fúsir á
herðar, fjárhæðin er svo lítil, sem um er að
tefla í hvert skifti, að mönnum skilst ekki,
að nokkurn hlut muni um hana. En slíkt
er mesta fjarstæða. Það hefir margur, ef
til vill flestir, sem að lokum hafa komist í
góð efni, byrjað að spara, Ieggja litlar fjár-
hæðir hjá sér í einu. Eins auðsæ og afleið-
ing sparseminnar er í því efni, eins auðsætt
er hver afdrif eyðslusemin hefir, þó í smá-
um stíl sé iðkuð. En svo auðvelt sem er að
falla í snöru eyðsluseminnar, er hitt þó verra
við hana, hve ilt er að losa sig úr henni.
Eftir að hún hefir verið iðkuð lengi, er hún
orðin að venju, sem hvorki meira né minna
en andlega byltingu þarf til að uppræta.
Það verður svo erfitt að leggja hana niður,
þó tilgangurinn með henni sé jafnvel lítils
verður, að menn halda áfram að rýja sig
inn að skyrtunni, heldur en að breyta um.
Eyðsla sú á að miða að því, að fullnægja
einhverri þörf, og gerir það ef til vill að
nokkru leyti; en sjaldnast að öllq leyti,
■vegna þess, að efnin, sem til þess þurfa og
ekki var skeytt um, eru ekki fvrir hendi.
Þetta eru hæstu stig eyðsluseminnar. Hún
er þá orðin að drotnandi vana eða lesti, eins
og í “ponta” okkar stóð og okkur var einu
sinni kent.
Það er þessi tegund eyðsluseminnar, sem
Norrisstjórnin í Manitoba er sek um. Hún
hefir elt tízkuna, en hefir gleymt “ponta”.
Hún hefir farið af stað með ýms fyrirtæki,
sem í sjálfu sér voru góð og hefðu orðíð
til þarfa, ef hægt hefði verið að framkvæma
þau. En efna-ástæðurnar tóku í taumana.
Þeim hafði stjórnin ekki gert sér grein fyr-
ir eins og nauðsyn krafðist. Henni sázt yfir
það, að auðurinn er afl þeirra hluta sem
gera skal. Hversu góður sem tilgangur fyr-
irtækisins er, er tii lítils að leggja út í það,
ef fjárhagshliðin er óheilbrigð. Fylkis-
stjórnir eiga ekki að Ieggja út í fyrirtæki
sem braskarar og láta “skeyka að sköpuðu”
um, hvern enda það hefir. Vér skulum gera
ráð fyrir, að stjórninni hafi gengið gott til
með sum af fyrirtækjum sínum. Það er gott
og þarft fyrir bóndann, að fá ódýra orku-
gjafa leidda inn á heimili sitt; einnig pen-
ingalán með góðum kjörum. En hvað sem
hag einstaklinga þeirra líður, sem peninga-
lánanna og Hydro-electric-orkunnar eru að-
njótandi, þarf að sjá fyrir því um leið og
út í þau fyrirtæki er lagt, að almenningi séu
ekki í heild sinni með því lagðar of þungar
byrðar á herðar. Stjórnir verða að taka 11-
Iit til ástæðanna. Verk þeirra er falið í því,
að meta og kynna sér þær og íhuga svo,
hvað hægt er að gera. Ef ekki er hægt að
standa straum af kostnaði einhvers fyrirtæk-
is, er stjórnin hefir í huga, er ekki til neins
að byrja á því. Það er farsælla fyrir hana
og alla, að hún leggi prjónana hjá sér og fái
sér blund, meðan alþýðan vakir — fram-
leiðir dálítið meira og stenzt betur fvrir-
tækjatóskap hennar.
Tap á rekstri stjórnarfyrirtækja er ilt í
1 mörgum skilningi. Það er ekki aðeins það,
að þeir, sem hafa hann með höndum, hafi
hneysu af því, heldur missir alþýðan trú á
fyrirtækinu og er rög að hefjast handa, þeg-
ar ástæður eru betri og hagsýnni stjórn
stendur því að baki. Aiþýðunni fer eins og
barninu. Hún forðast eldinn, sem hún hefir
emu sinni brent sig á.
I sambandi við fjárspilun Norrisstjórnar- ;
innar, er talsímarekstur hennar dálítið slá-
andi dæmi. Þegar stjórnin kom til valda,
erfði hún eitt af þeim fyrirtækjum, sem
mest gróðalind hafði reynst þessu fylki.
Þessi vitaz-gjafi fylkisins var talsímakerfið.
En hvernig fó^ það í höndum hennar? Tekj-
um, sem án'ð 1914 námu $421,681 af auðs-
lind þ essari, hefir Norrisstjórninni tekist árið
1921 að breyta í $538,000 tap, með nú-
verandi rekstri fyrirtækisins, og þó höfðu
símagj(\'I hækkað óheyrilega og hvað eftir
annað í stjórnartíð hennar.
Hvernig stendur á þessu? Því er auðvelt
að svara. Símar voru lagðir hing’að og
þangað með ærnum kostnaði, sem sumpart
var lokið og sumpart ekki. Um tekjur fé-
lagsins af því fara menn nærri um. Til þess
að standast straum af þessu voru símagjöld
svo hækkuð, að ekki nema einstöku menn
af heildinni gátu notið þeirra. O’tí þetta
lagði stjó/nin strax og hún var komin til
valda. Efni hækkaði í verði; vinnulaun
stigu upp. Fyrir því var engin áætlun gerð.
Útsjónarleysið yfirgekk allan mannlegan
skilning. Og þegar þar við bættist eftirlits-
leysi, geta menn sjálfir gert sér í hugarlund,
hver endirinn myndi verða. Hann gat ekki
orðið annar en sá, en nú er á dag kominn.
Ef þetta og því um líkt hefði nú ekki náð
nema til talsímakerfisins, hefði það mátt
heita fyrirgefanlegt. En svo er ekki — því
er nú ver. Talsímareksturinn er spegill, sem
sýnir flestar athafnir stjórnarinnar mjög vel.
Myndin, sem þú sérð þar af stjórninni, er
svo lík henni, að þú mættir halda að hún
væri þar lifandi komin. Þeir, sem efast um
þetta, þurfa ekki annað en að Iíta á afleið-
ingaranr af stjórnarrekstrinum öllum saman
til þess að sanqfærast um þetta. Óarðber-
andi ^kuldir fylkisins hafa á síðastliðnum 7
árum vaxið um $20,000,000 (tuttugu milj-
ónir dala). Auk bess hafa arðberandi skuld-
ir einnig aukist til muna, og mun þó vanséð, |
að þær séu eins arðberandi og kallað er —
sumar hverjar.
Af þessum skuldum stafa skattarnir, sem
hlaða verður á íbúana. Stjórninni voru öll
sund lokuð, nema sú óheillaleið. Það var
eini sjórinn, sem hún gat aiglt og varð að
sigla, eftir því sem hún hafði sjálf um hnút-
ana búið.
Búast má við því, að á þetta verði litið
af kögursveinum stjórnarinnar sem tilraun
til að leggja störf stjórnarinnar út á verri
veg. Stjórnin sjálf hefir verið natin að telja !
fólki trú um, að hún og starfsemi hennar
hafi verið misskilin. Auðvitað er ekkert
annað við því að segja en það, að ef slíkt
færir henni frið og ró á síðustu augnablik-
um tímabilsins, sem hún á eftir að vera við
völd, bá vildum vér ekki verða til bess að
svifta hana og fyigisveina hennar þeirri hug-
svölun. Hitt getur eigi að síður ekki dulist
þeim, er það íhuga, að stjórnarrekstur all-
mennra fyrirtækja, bæði nýrra og gamalla.
í þessu fylki síðastliðin ár er kominn inn á
þá varhugaverðu braut eyðsluseminnar, sem
á hefir verið bent í grein þessari. Það getur
ekki annað heitið en eyðslusemi, að ausa út
fé, þó í srnáum stíl sé í hvert skifti, í fyrir-
tæki, sem ekkert gefa í aðra hönd og ekki
bera sig efnalega, sumpart vegna þess, að
fyrirtækin eru ekki fullgerð, og sumpart
vegna breytinga, sem af óhagsýni hefir ver-
ið ráðist í, að því er gömul fyrirtæki snert-
ir. Það er með þessi útgjöld stjórnarinnar
eins og slík útgjöld einstaklinga, að þau
standa efnalegri velmegun í vegi. Þau eru
komin upp í vana, sem ekki er hægt að
leggja niður, nema því aðeins, að alger end-
urfæðing eigi sér stað. En hennar sjást enn
engin merki í hugarfari stjórnarinnar. Hún
lofar enn engu utan því, að stjórna eins og
að undanförnu; halda áfram í sama horfi,
I braska og eyða, þó þess sjái engan stað, að
! því er almenna velferð snertir og almenning-
ur uppskeri ekki annað en skatta af því.
Hvaða stjórn, sem við völdum tekur eft-
ir kosningarnar, þarf að breyta til og bæta
fjárhagsástandið. Það getur verið nógu
vinsælt í svip fyrir stjórnir, að þjóta af stað
með ein ósköp af fyrirtækjum, sem til góðs
gætu orðið, ef hægt væri að koma þeim full-
: komlega í framkvæmd. En þegar staðar
| barf að nema í miðjum hlíðum, vegna efna-
Ieysis óg afleiðingarnar af óframsýninni
koma í ljós, þá kemur stundum annað hljóð
I úr horni. Það á Norrisstjórnin ef til vill eft-
| ir að reka sig á, mnan skams, hvað sem öll-
um misskilningi manna á henni og hennar
störfum líður.
Bankarnir og fé
fólksins.
Skýrsla yfir rekstur banka í Canada var
lögð fram í sambandsþinginu nýlega. I
sambandi við þá skýrslu er eitt atriði, sem
sérstaklega er eftirtektarvert fyrir almenn-
ing. Það hefir yfirleitt verið liti^ svo á,
sem að þeir* er starfrækja banka, þyrftu of
fjár til þess að takast það á hendur. Enda
er því ekki að neita, að svo hefir verið.
Fyrir tuttugu árum þurftu bankaeigendur
eða hluthafar bankastofnana, að eiga 31 %
af öllu bví fé, er bankarnir höfðu með hönd-
um. Nú er þessu annan veg farið. Eftir hin-
um áminstu skýrslum eru eignir hluthafanna
ekki nema 15 % af öllu veltufé bankanna.
Að vísu eiga hluthafar nú alls meira fé í
bönkum sínum en fyrir tuttugu árum. En
samt hefir það ekki aukist nema um helm-
ing. Innieignir þeirra, er viðskifti reka við
bankana, hafa aftur sexfaldast. Árið 1901
var hún $316,794,000; nú er hún $1,714,-
861,000. Þetta er auðvitað í sjálfu sér
vottur þess, að almenningur eigi nú meira fé
handa á milli en áður. Það getur líka að
vissu leyti skoðast sem mælikvarði framfara
í landinu síðustu tuttugu árin.
(Að hinu Ieytinu hefir þetta vakið þá
spurningu hjá mörgum, hvort áð bankarnir
standi vfirleitt á eins tryggum fótum og áð-
ur. Að eigendur þeirra eigi ekki nema einn
sjöunda bluta veltufjárins, en viðskiftamenn
sex siöundu, það hefir sumum þótt ísjárvert.
Svörin, sem við þeirri spurningu hafa samt
verið gefin, benda til, að bankarnir séu í
raun og veru eins tryggir fyrir þessu. Það
standi á sama, hvaðan féð komi, ef innieign-
in sé æfinlega nægileg til þess að reka' starf-
ið. Það er áætlað, að viðskiftamenn eigi
ávalt svo mikið inni, að það meira en jafni
upp hallann. sem sé orðinn á eignum h!ut-
hafanna nú f/á því sem áður var. Einnig er
bent á, að þetta eigi sér stað í hvaða öðru
landi sem er. T. d. er bent á Barclay’s
bankafélagið í Englandi. Það hefir 1500
útbú. HöfuðstóII félagsins er rúmar 15
miljónir sterlingspunda. Varafé rúmar 8
miljónir. En innieignir viðskiftafólks bank-
anna er 332 miljónir sterlingspunda.
Annað athugunarverðara en það, að
bankarnir séu ekki nógu tryggir eftir sem
áður, er hitt, hvernig þeir verja fénu, er þeir
hafa undir höndum. Úr því að almenning-
ur á svo stóran hluta þess, virðist ekki nema
sjálfsagt, að bankarnir höguðu þannig Ián-
um, að aðrir en hluthafar þeirra græddu á
þeim. Þó ábyrgðin sé mikil, sem banka-
rekstrinum er samfarfl, ber hinu ekki að
neita, að vajdið og tækifærin, sem þeim eru
lögð í hendur með yfirráðum alls þessa fjár,
eru einnig mikil og ekki ábyrgðarlaus.
Þegar starfsfé banka er þannig Iagt til að
sex sjöundu frá almenningi, virðast stofn-
anir þessar ekki vera langt frá því að vera
eign almennings — þióðeign. Ekki eru
vextir af innieignum í bönkum svo háir og
starfsreksturinn sýc afarkostnaðarsamur, að
rentur af lánum frá þeim gætu ekki verið
ösrn sknpleeri en þær erp, ef þau væru ekki
beinlínis lánuð út til þess að stórauðga
hluthafana. Með stjórnareftirliti og ábyrgð
ættu bankalán að fást einum þriðja lægra en
núverandi renta er, eða lækka um 3%, og
auk þess að vera gerð með rýmilegri hætti á
virðingu veðeignar og því um líku.
Einn stór galli á bönkum nú er
sá, að þeir virðast fúsari til að
Iána fé í hitt og annað verzlunar-
brask, en að lána það til þarf-
legrar framleiðslu, t. d. bændum.
Bankar, sem flestir eða allir eru
eign einstaklinga, eru sérstaklega
með þessu markir brendir. Um
leið og þeim eru fengin banka-
réttindi í hendur, mætti þó reisa
einhverjar skorður við þessu.
Sveitin riðlasL
Ráðgjafar Norrisstjórnarinnar
hafa hver af öðrum verið að
segja af sér embættum undanfar-
ið: Brovvn, Malcolm og McPher-
son. Hvað þetta héldi lengi á-
fram vissu menn elcki, og fáir
munu hafa búist við, að röðin
væri komin að mesta manninum í
ráðuneytinu, jlanda vorum Hon.
T. H. Johnson. En á laugardag-
inn var báru blöðin þær fréttir,
að hann væri einnig að kveðja
stjórnina. Hefir hann verið þing-
maður í 15 ár samfleytt og ekki
einungis önnur hönd stjórnarinn-
ar, heldur æðsti maður hennar og
foringi í raun og veru, þó stjórn-
arformanns embættið hefði hann
ekki. Missir Norrisstjórnin því
spón úr askinum við burtför hans,
eigi síður en hinna ráðgjafanna.
Um átsæðurnar fyrir þessu riðli
í sveit stjórnarinnar vita fáir með
vissu. Ástæður ráðgjafanna fyrir
að hlaupa þannig af hólmi hafa
ekki verið birtar af þeim sjálfum.
En eftir því að dæma, sem blöðin
■segja úm þær, eiga þær flestar
rætur að rekja til vaxandi fylgis
bændaflokksins. Ráðgjöfunum
hefir ekki þótt glæsilegt eða sig-
urvænlegt fyrir sig og stjórnina
að sækja á móti honum. Þegar
hersveitir á vígvelli riðlast og
tvístrast, er kominn sá óhugur í
hermennina, að þeim þykir ekk-
ert tiltökumál að berjast. Óhug-
urinn, sem slegið hefir ráðgjafana
svo hastarlega, stafar að líkindum
af hinu sama. Þeir sjá, að það er
vonlaust orðið um sigur. En nor-
rænn hetjuandi þeirra er ekki
meiri en það, að þeir vilja held-
ur flýja af hólminum en falla þar
sem bardagahetjur.
En þrátt fyrir alt og alt, munu
íslendingar yfirleitt líta svo á, að
það sé ver farið en hitt, að John-
son er hættur stjórnmálastörfum.
Vegna þess að hann er samlandi
þeirra, á hann meiri ítök í hug-
skoti þeirra en hinir ráðgjafarnir.
Og duglegur bardagamaður hefir
Johnson verið á orustuvelli stjórn
málanna. En hann fylgdi þeim
stefnum og mönnum að málum,
sem íslendingar í seinni tíð hafa
mist traust á. Það er ógæfan.
Þeir geta samt sagt um Johnson,
eins og kveðið var um Hákon
jarl: “Atgerfisins allir sakna,
þó ei því rétta fylgdi og sanna.”
Dodd’s nýmapillur eru bezta
nýrnameðalið. L.ækna og gigi.
bakverk, hjartabilun, þvagtenDuu
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill*
kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr_
ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl-
um eða frá The Dodd’s MetPc1**!*
Co., Ltd., Toronto, Qnt
Veigamestar eru ritgerðirnar
um Brandes, Ibsen, Um gerð frum
eindanna, Trú og sannanir og
Einar Jónsson. Um mjög almenn
efni og tímabærar eru greinarnar
um: Fjárhagshorfur og Sveitalíf á
íslandi. Sögurnar eru stuttar og
skemtilegar, og um kvæði G. F.
er óþarft að fjölyrða. Yfirleitt er
efni hefta þessara þannig, að
hver, sem eftir andlegum mat
leitar, mun finna þar eitthvað,
■bæði af ljúffengu og kjarngóðu á
borðum. Hjálmar Gíslason f
Winnipeg er aðal umboðsmaður
Iðunnar vestan hafs.
Heiman og heim,
FerSasögubrot cg minnjngar.
t Eftir Rögnv. Pétursson.
Iðnnn.
Þriðja og fjórða hefti sjöunda
árgangs Iðunanr er komið vestur.
Efni þessara hefta er með fjöl-
breyttara móti, sem sjá má af
efnisskránni, er hér fer á eftir.
Ó.: Þula.
G. Verge: Cavalleria rusticana
(saga af sveitariddurunum, þýdd
af Jóni Jacobsyni landsbókaverði
Guðm. Friðjónsson: Til Hild-
ar í Hliðskjálf (kvæði.).
ijón Hioroddsen: Flugur (sex
smásögur; einkennilegar mjög,
vel sagðar og skemtilegar).
Kl. Jónsson: Fjárhagshorfur.
H. Hallgrímsson: Sveitalíf á
íslandi.
Guðm. Friðjónsson: Hnitbjörg
(kvæði).
vÁgúst H. Bjarnason: Einar
Jónsson:
Svipall: ísland og Kanada.
Rutherford: Um gerð frum-
eindanna (Á. H. B. þýddi).
M. Á.: Efinn (kvæði).
Á. H. B.: Georg Brandes átt-
ræður.
Sami: Höfuðrit Ibsehs.
Guðm. G. Hagalín: Að leiðar-
Ioknm I (saga).
Á. H. B.: Trú og sannanir.
Fáein krækiber (gamanvísur).
Ritsjá.
Framh.
Þá vorum við í boði einn
sunnudag síðdegis hjá þeim hjón-
um Kadi Finsen og frú hans Guð-
rúnu (áður Aðalstein) dóttur
j Mrs. Sigríðar Swanson hér í bæ
| (af fyrra hjónabandi). Hjá þeim
í býr ungfrú Sigríður Helgadóttir,
fyrrum hússtjónarkona við Frið-
riksspítala í Khöfn, bjargvættur
margra * íslenzkra skólapilta á
j þeim árum, mesta rausnar- og
!sæmdarkona; hefir hún fóstrað
\ Guðrúnu og eru þær náskyldar.
Búa þau hjón í húsi því, er Einar
skáld Hjörleifsson Kvaran og Ari
sýslumaður Arnalds, tengdasonur
hans, Iétu reisa á Sólvöllum sunn-
an við Landakot. Höfðum við
stóra ánægju af komunni til
þeirra hjóna, og svo af því, að fá
að endurnýja viðkynninguna við
þær mæðgur frá fyrri heimsókn
okkar til þeirra sumarið 1912. Er
fröken Sigríður ein af okkar mæt-
ustu eldri konum, stórgáfuð og
ern og fjörug, þó komin sé á átt-
ræðisaldur. Hjá henni andaðist í
Kaupmannahöfn Magnús guðfræð
ingur Eiríksson, er allir hafa heyrt
nefndan, vinur og skólabróðir
Konráðs Gíslasonar, Jóns Sigurðs-
sonar og fleiri, — eitt hið mesta
Ijúfmenni, er uppi var með ís-
lendingum á síðastliðinni öld.
Kunni hún margt af honum að
segja og svo námsmönnum frá ár-
unum 1870—90. Sökum aldurs
fer nú gamla konan lítið, en söm
er hugsunin um alt, er til hins
rétta og sanna má miða. Lifir
andi hennar í stefnu og hugsjón
realiska skólans frá ’70—’90, er
hylla vildi eigi annan konung en
sannleikann, hvort sem konungur
sá var gulli eða þyrnum krýnduf.
Er hreásandi að finna þá trú, sem
hjá herini er varðveitt, á þessum
tíma, er eigi tímir að missa af
hleypidómunum, og vinnur til að
| blanda þá hálfum sannleik, til
þess að geta treint líf þeirra leng-
ur og halda við um eitthvert skeið
enn, sér til engra nota.
Allmargir íslendingar, er áður
áttu heima hér í bæ, búa nú í
Reykjavík. Líður þeim flestum
vel og kunna allvel við sig. Ymsra
hluta virtist mér þeir sakna héðan
að vestan. Meðal þeirra. er, við
komum til, má geta A. J. John-
bankagjaldkera. Tók hann
sons
okkur mæta vel og yorum við
fvívegis boðin heim til hans. Hef-
ir hann bygt sér mjög myndarlegt