Heimskringla - 07.06.1922, Blaðsíða 7

Heimskringla - 07.06.1922, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 7. JONÍ, 1922. HEIMSKRINGLA. 7. BLAÐSIÐA. The Dominion Bank HORNl NOTRE BAHB ATK. OO SHERBROOKH ST. Höfuðstóll, uppb...$ 6,000 000 Varasjóður ........? 7,700,000 Allar eignir, yfir .$120,000,000 Sérstakt athygli veitt viðskift tjm kaupmanna og verzlunarfé- aga. Sparisjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir j&fn háir og annarsstaðar við- eengst FHONK A MM. P. B. TUCKER, Ráðsmaður um. Og illa svarar skólinn til 1 grundvallaratriða sinna, þegar | margir af nemendunum eru ekki bænabókarfærir eftir íslenzku- nam í ar. Os. Osland. Orðabálkur. Kveðjusamkoma J. B. skóla. Ekki skal eg dæma um bók- fræðisþekkingu nemenda þeirra, er útskrifast árlega af Jóns Bjarnasonar skóla, en ef dæma ætti bókfræðisþekkingu þeirra eftir atriðum sem t,eir koma fram með á hinni áfelgu kveðjusamkomu, er skólinn held- ur, gæti maður ímyndað sér, að fátt væri kent í þeim skóla, sem vit væri í, því lélegri vitnisburð um skólagöngu sína held eg að annara skóla nemendur geti naum ast látið í té til almennings. Ár eftir ár hafa nemendurnir sömu þrjú atriðin á skemtiskránni og sem eru aðalatriði á samkom- unni. Það fyrsta: Lýsing á nemend- um hverjum um sig, ramskökk og eins fjarri hinu rétta lundarfari, tilhneigingum og sérkennum nem- endanna, ems og tungl er langt frá sólu. . Annað aðalatriðið er: bpadom ar um, hvað fyrir nemendunum liggi. Þeir spádómar eru sú mesta vitleysa, sem eg hefi heyrt, og'réttnefndir “langa-vitleysa . Þriðja atriðið: Kveðjuræða til kennaranna frá nemendum. I kveðjuræðunm í 'þetta sinn var fátt um feita drætti. Engin hugsjón, engm skoSun, engin stefna. Mest fyrirgefningartil- beiðsla til kennaranna, Nemend- ur báðu kennarana að fyrirgefa þeim tómlæti þeirra við lærdóm- inn. Hvað kemur þetta kennur- unum við, þegar skólinn er bú- inn? Eru nemendur Jóns Bjarna- sonarskóla aðeins á skólanum fyrir kennarana, en ekki fyrir sjálfa sig? En einmitt þarna kemur fram hinn háskalegi en rót gróni hugsunarháttur, sem strax virðist komast inn hjá börnunum þegar þau fara að ganga á skóla hér í þessu landi, að þau eigi að læra sem minst, svíkjast sem mest um, vera sem óþægust og ólmast sem mest, vegna þess að þau séu á skólunum vegna kennaranna, og að þeir (kennararnir) borgi þeim ekkert kaup fyrir að læra. Þessi hugsunarháttur hverfur ekki þó að nemandinn þroskist og verði fullvaxta maður eða kona. Grundvöllur skólans er íslenzk- an, og svo þegar skólinn leiðir nemendur sína fram fyrir fólkið, sem heldur skólanum við, til að láta þá sanna fólkinu, að það sé að borga til skólans undir réttu fyrirkomulagi, með því að láta fólkið heyra, hvað vel þeir (nem- endurnir) séu að sér í íslenzkri tungu, þá eru fleiri af nemendun- um, sem tala eða lesa rugl sitt upp á ensku, og þeir sem tala á ís- lenzku eða lesa, tala svo bágbor- ið mál, að óviðunanlegt er með öllu. Þeir einu nemendur frá Jóns Bjarnasonar skó'Ia, sem tala og rita allgóða íslenzku, eru þeir ein- ir. sem kunnu málið svo vel áð- ur en að þeir fóru í skólann, að þeir gátu ekki týnt því á þrem árum á skólanum. Þegar skóla er sagt upp, hefi eg vanalega vitað kennarana Jiclda kveðjuræðu til nemend- snna, en ekki nemendurnir til kennsranna. Ef barn leggur af stnð úr foreldrahúsum, gefa for- eldrarnir barninu leiðbeiningar orr kveðjuorð, en ekki barnið for- eldrunum. En máske olt sé öðru- vísi á J. B. skóla en öðrum skól- frygð (-ar, vantar flt.), kvk.: það er mikii frygð að sjá þetta, það eru ósköp að sjá þetta. Súgf. frygða (-aði, -að), áls.: mig frygðar við þessu, mér ofbýður þetta, hryllir við því. Súgf. kriá (-ði, -ð), áls.: krjá fyrir e-ð, leggja sig í líma með að eign ast e-ð: þetta hefi eg lengi verið að krjá fyrir. Getur ef til vill líka tekið með sér þágufall: krjá fyr- ir einhverju). Súgf. (er að hverfa). kreða (-u, vantar flt. ?), kvk., maður, sem er ónýtur að eta. — Súgf. kræða (-u, vantar flt.?), kvk., “kreða. Súgf. vit: fara á vit við e-n, skygn- ast eftir e-m. Fara á vit við kind- ur. Öræfi. hroði (-a, vantar flt.), kk., hey og ull, sem sauðfénaður fell- ir á fjárhúsgólf. Geiradal. hryggjartíndur: naga um hryggjartíndinn af e-m, tala illa um e-n. Rangárvallas. hrynja ,-di, -ið) : báran hryn- ur, báran fellur. Arnf. hrynja: klukkan hrynur, klukk an gefur ofurlítið skark frá sér rétt áður en hún slær. Suðumes. hula (-u, vantar flt.), þunn þokumóða í lofti. Bolvík. hulufólk (-s), hvk. flt., huldu- fólk. Vestf. hulusauður (-s, -ir), kk.: “Hulusauðir eru þannig frá- hrugðnir öðrum sauðum í því, að mörinn sígur ofan í pung og þeir sauðir eru alt af feitir; pabbi átti annaðhvort 2 eða 3 hulusauði.. .’ Bréf úr Dýrafirði. Merking ann- ars mér ókunn. rauðmagi (-a, -ar) kk., silung- ur, sem orðinn er rauður á kviðn- um af því að hafa lengi legið í ó- söltu vatni. Nes. haustbirtingur (-s, -ar), kk., silungur, sem gengur bjartur úr sjó í ár eða læki seint á haustin. Nes, Suðursv. silungur: þriggja stykkja sil- ungur, silungur sem er skerandi í þrjú stykki í soð (um 1 pund að þyngd) ; f jögra stykkja silungur, silungur, sem er skerandi í fjög- ur stykki í soð (um 2 pd.). Nes. nettækur (stigbreytist varla), 1., silungur, sem er það stór, að hann smýgur aðeins ekki gegnum venjulegan netmöskva = þriggja stykkja silungur. Nes, Suðursv. s*ekja (-u, vantar flt.), kvk., stöðug og langæ vinna. Nes (alg.), Suðursv. þétti (-a, vantar flt.), kk., sam anhrært skyr og rjómi (svo sem tvær matskeiðar), sem er Iátið út í hleypi, til þess að mjólkin, sem þetta tvent er síðan 'látið saman við (þéttinn og hleypirinn) hlaupi því betur. Suðursv. kostur (-s, flt. vantar) kk., yst mjólk í kálfsiðri (fyrsti broddur- inn úr kúnni), sem honum hafði verið gefin svo sem klukkutíma áður en hann var drepinn. Suðsv. langdráttur (-ar?, vantar flt. ?) kk., langær skortur, sem fénaður þolir. Suðursv. murti (-a, -ar), kk., lítill sil- ungur. Nes, Suðursv. rorpur f-s, -ar), kk., = murti. Suðursv. Nes. • vossasamur (vossasamari, vossa samastur), 1., slabbsamur: það er vossasamt útí nuna. fsf. svimbur (-s, vantar flt.?), kk., svimi. ísf. hátreggjaldaf jara (-u, -ur), kvk., stórstraumsháfjara? ísf. suddalegur (sudadlegri, sudda- legastur), 1., ólundariegur. Suðsv. snoora (-aði, -að), ás.; “snur- funsa”, ferra: fil hvers ertu að snoura faxið á merinni. Öæfi. - sis (-s, vantar f!t. ?), kl. dund. Eyf. sisa (-að, -að). áls.: sisa við e-ð. dunda við e-ð. Eyf. 16: e-ð er á lcnni, e-ð á sér BARNAQULL Díon æífaði að skapa mann. Linu sinni var maður. Hann hét Díon. Hann bjó aleinn á eyðiey. Langir þóttu þonum dag- arnir. Langar fundust honum næturnar. Honum leiddist. Hann talaði við sjálfan sig. Féiaga vil eg fá mér. Eg ætla að skapa mann. Úti við ströndina var mjúkur leir. Díon tók Ieirinn sér í hönd. Hann hnoðaði úr honum stóran Hurnp. Úr klumpinum bjó hann til mannsmynd. Hann gerði höf- uð. Hann bjó til háls. Hanr, bjó til bringuna. Harin gerði maga og rnitti. Hann setti á handleggi og hendur. Hann hnoðaði fót- leggi og fætur. Síðan reisti hann myndina upp við tré. Nú var maðurinn fullger. Líkneskið andaði ekki. Þá sagði Díon: Nokkuð vantar enn. Góði guð, láttum yndina anda með lungum. Góði guð, láttu blóðið fara að renna í æðum hennar. Góði guð, láttu hjartað fara að slá. Guð sendi engil til eyjarinnar. Engillinn kom við myndina. Nú fór líkneskið að anda. Nú fór blóð að renna í æðum þess. Hjart að fór að slá. Díon varð fjarska glaður: “Nú er alt ágætt. Nú er maðurinn fullger.” Myndin hreyfði sig ekki. Bý- fluga stakk hana. Hún fann það ekki. Þá sagði Díon: Nokkuð vantar enn. Hreyfinguna vantar. Tilfinninguna vantar. Lama mað- ur á fjarska bágt. Hann er kom- inn upp á annara hjálp. Góði guð, láttu myndina ganga. Láttu hana fá lífshræringu. Gefðu líkaman- um skilningarvit tilfinningarinnar. Engillinn snerti myndina. Nú braut hún kvist af trénu. Nú fann hún til stungu býflugunnar. Mynd in fékk lífshræringu. Myndin fékk tilfinninguna. Hún svitnaði í sólskininu. Hún skalf í kuldan- urn. Glaður varð þá Díon. “Nú er alt ágætt. Nú er maðurinn fullger.” Myndin rak sig á tréð. Myndin hrasaði um lítinn stein. Díom brá í brún. Nokkuð vantar enn. Myndin var blind. Bágt á blind- ur maður. Hann lifir altaf í kol- svörtu myrkri. Það verður að leiða hann. Hann er sem gestur á jörðunni. Góði guð, láttu myndina sjá með augum sínum. Engillinn snart myndina. Þá urðu augun skœr. Myndin hafði öðlast skilningarvit sjónarinnar. Díon varð glaður: Nú er alt á- gætt. Nú er maðurinn fullger. Díon fór að tala við myndina. Myndin heyrði ekki rödd hans. Díoni varð hverft við. Nokkuð vantar enn. Myndin er heyrnar- laus. Hinn heyrnarlausi á mjög bágt. Hann heyrir ekki ástarorð vina sinna. Ekki getur hann skemt sér við fuglasönginn. Hann er sem framandi meðal jafningja sinna. Góði guð, láttu myndina heyra með eyrum sínum. Engillinn snerti myndina. Mynd in fór að hlusta. Nú heyrði hún með eyrunum. Guð hafði gefið henni skilningarvit heyrnarinnar. Díon varð glaður. Nú er alt á- gætt. Nú er maðurinn fullger. Díon reyndi myndina. Hann tók sér í hægri hönd ilmandi þyrnirós. I vinstri hönd tók hann fúlegg. Af hvoru er betri lykt? Myndin benti á eggið. Nú gramd- ist Díoni. Ennþá vantar nokkuð. Ilmanina vantar. Með ilmaninni er gerður greinarmunur á ilm og cþef. Góði guð, láttu nef mynd- arinnar fá gáfu ilmanarinnar. Engillinn hrærði myndina. Nú gat hún fundið ílminn af blóminu. Díon varð feikna glaður. Nú er alt ágætt. Nú er maðurinn full- ger. Ennþá reyndi Díon myndina. Hann tók íaðra hönd sér sætt epli og beiskan svepp í hina. Ettu af þessu hvorttveggja. Hvort er bragðbetra. Myndin benti á sveppinn. Díon varð angurvær. Ennþá vantar nokkuð. Smekkinn vantar. Smekkurinn aðgreinir sætt og beiskt. Góði guð, gefðu tungu myndarinnar skilningarvit smekksins. EngiIIinn snerti myndina. Tunga hennar fékk gáfu smekksins. Dí- on varð glaður. Nú er alt ágætt. Nú er maðurinn fullger. Díon reyndi myndina að nýju. Hann mælti til hennar vingjarnleg um orðum. Myndin svaraði ekki. Díon varð felmt við. Ennþá vant- ar nokkuð. Myndin er mállaus. Mállaus maður er illa farinn. Hann getur ekki látið í Ijós þarfir sínar. Hann getur ekki látið hugs- anir sínar heyrast. Hann er sem einstæðingur á milli manna. Góði guð, láttu myndina mæla með munni og vörum. Engillinn fór höndum um mynd ina. Varir myndarinnar tóku að bærast. Tunga hennar varð mjúk og málliðug. Díon varð glaður. Nú er alt ágætt. Nú er maðurinn fullger. Enriþá reyndi Díon myndina. Hann lagði spurningar fyrir hana. Myndin svaraði út í bláinn. Díon skelfdist. Ennþá vantar nokkuð. Vitið vantar. Fábjáni á mjög bágt. Vitskertur maður er eins og villidýr. Góði guð, láttu mynd- ina hugsa. Góði guð, láttu mynd- ina vita, hvað hún vill. Góði guð gefðri henni vitið. Engillinn fór höndum um mynd ina'ri Hugsanirnar komu í heila myndarinnar. Vitið gaf hugsun- inni samræmi. Viljinn lagði henni hugsuð orð í munn. Nu talaði myndin af vili. Díon varð mjög glaður. Nú er alt ágætt. Nú er maðurinn fullger. Díon faðmaði myndina að sér. Eg er einman hér. Mig vantar vin. Vertu vinur minn. Myndin sneri sér undan. Myndin hló. Kætí hvar sem að þér kuldinn snýr, kærleik hann lát buga. Þolinmæði er dýrðleg dygð, er dreifir mannsms þrautum, hennar var mjög óviðeigandi. Blíðka þann sem beiskjan slær Díoni brá mjög í brún. Ennþá á baráttunnar sviði; vantar nokkuð. Kendina vantar, högðu snart á höndur tvær, samúðina vantar. Án kendar á heift sem tálmar friði. maðurinn enga gleði. Án samúð-; _, , , ^ . , , ar skilur hann ekki sársauka og; Syndu þar að sortmn byr ; sorg meðmanna sinna. Góði guð, J s-la!fum Peim 1 hu*a; ! gefðu myndinni kendina. Góði guð, gefðu henni gáfu samúðar- innar. 1 Engillinn hrærði við myndinni. Hjarta myndarinnar tók að titra svæfir hverja sálarhrygð ' af viðkvæmni. Hún fór að skilja sólar heims á brautum. vináttu Díons. Myndin faðmaði; n. • i Ðíon aS sér. Myndin grct af giéSi. I B,"u Sull,n g,mste,n jlar’ Díon varð sárfeginn. Nú er alt “m 8ra,lS aug? ho,;f5,; fullkomið. Nú vantar ekkert. Nú nautmr fegurðar • r ii rram a litsins boröi. er maöunnn tullger. En engillinn sagði með sælu- i brosi: “Veslings Díon. Þú ætlar 1 að gera guðs verk. Þú vilt skapa ' mann. Þú segir svo: Nú vantar I ekkert framar. En þó vantar það ! allra bezta. Skynsemina vantar ' ennþá. Samvizkuna vantar. Mik- , ið hefir þú fengið að gert. En, guðs mynd og líkingu gaztu ekki, gert. Hinn ódauðlega anda vant-: Þegar leikur Iífið glatt, enriþá. Myndin getur ekki | lána gleði þína; margan fær það svangan satt, Hvefsaðu aldrei aumingja, sem eiga hvergi heima, máske þeir hafi heilagra himinljós að geyma. Förumanns um svöðusár sveipa lína náða, sá er gaf þér gleði og tár, gerði ykkur báða. ar þekt guð. Myndin getur ekki til- sólar fræ að tína. beðið guð. Þess vegna hefir myndin enga hlutdeild í hinu ei- „ /0k. , . , lífa lífi. Þess vegna er alt þetta ætíð ^ luud unnið fyrir gýg. Myndin þín er. b,Jr8ðu ekkert annað en leirhnoð. í llður Slðar lansbrað stund, Engillinn snerti myndina. Mynd' þó lífs sé örðug brekka. in hrundi saman og varð að Ieir. Díon varð mjög óttasleginn. Hvað á eg að gera? Eg hefi með drambi móðgað hinn lifandi guð. EngiIIinn sá iðrun Díons: Auð- mýktu þig fyrir almætti Guðs. Gefðu 'honum dýrðina Taktu staf þinn. Fylg þú mér. Eg vil leiða þig í samfélag mann- anna. Einn getur enginn þrifizt á iörðunni. Gerðu guðs vilja. Gaktu á guðs vegum. Þá mun guð endurskapa í þér hinn nýja mann. Díori féll á kné. Góði guð, fyr- irgefðu gerræði mitt. Maðurinn er þitt heilaga verk. Þú einn get- ur gert hann fullkominn. Eg er aðeins duft og áska. Eg megna ekkert af sjálfum mér. Þinn er mátturinn. Þín er dýrðin frá ei- lífð til eilífðar. Vanda sporið vel og trausí, vegur bregst ótryggur, þú ef gengur þankalaust þar sem gatan liggur. Þokaðu andans þröngsýni, þá er verndað sporið; emum. ej fram ' gá]eySi gegnum æskuvorið. Fetaðu stilt með fjör.og söng fram um brautir hálar, síðar verður leið þín löng lögð á metaskálar. Forðast skaltu fjas og prjál, frelsið má ei týnast, þar sem lýðsins litlu sál langar til að sýnast. -JtAÍ Sporið. Veldu spor svo varlega, að veqist falli sjálfur, vertu heill í hverjum stað, en hvergi bara hálfur. Láttu huga fylgja fót á framþróunar vegi, spáðu hverju böli bót, sem bjarmi ljóss af degi. Styddu þann, sem stuðnings þarf, stefnu honum skýrðu, !át í té þitt líknarstarf, Ijótan vana rýrðu. Þerðu öll þau tregatár, sem titra á vanga fölum, lækna barnsins litlu sár, sem leikur sér á bölum. Freistni illa forðast þá, fjárspil glæframanna, sakleysi ei minnast má við metorð heimskingjanna. Þar sem leiftrar lygamynd, legðu hönd á plóginn, berðu sannleiks litlu lind lífsins dropa í sjóinn. Ef að bregst þér vinavörn, ver ei dapur, hryggur, því við allir erum börn, einhver fallinn liggur. Réttu hlýja hjálparmund, heftu dómsorð þungu svaladropa á dauðastund dreyptu á þurra tungu. Þá mun sál þín sólarljóð syngja hinsta degi; sést þar guðs þíns gull í sjóð glansa á fömum vegi. Yndó. stað á yfirborðinu, en á sér ekki djúpar rætur: “Það er sagt að N. sé kvensamur”. “Það er ekki nema á lónni”. Rvík. svaljárn. Hver er merkingin? pekra (-u, vantar flt. ?), kvk., siæmska, lasleiki: Það er pekra í lionum. Heimildarmaður minn heyrði Eyfirðing einn nota orð- ið. flcðarmikur (-s, -ur), kl., svell sem myndast á lækjum í hömrum eða klettum. Nes (er að verða sjaldgæft). Suðursv. (algengt). Öræfi. vinnufali (-s, -öll), kl., það að vinna fellur niður, maður verður að hætta starfi sínu einhverra or- saka vegna, t. d. vegna þess, að gestir heimsækja mann. Nes. (Tíminn.) Minni Hunter-eyju, B. C. Hunter-eyja er helzta gróðarstíja hér að finna í British Columbía; ef björg er smá í búi og lítil hlýja, bezt þeim væri öllum hingað flýja Margt um Hunter menn þó stund- um skrafi, mér það sagði fyrstur Sveinn ráð- gjafi; um eyjuna kvað hann varla væri vafi, verðmætasta í öllu Kyrrahafi. Framför ræðir fólkið hér um tóma, fylla megi vasa af rínarljóma; raunar samt eg rengi vel þá dóma að rísi hér upp stærri borg en Róma. Veðráttu hér vitrir vilja hæla, vetrartíðin aðeins kölluð kæla; ! sífeld dögg og sumar fögur sæla, sólblíða mun engan héðan fæla. Hewett nefnist helzti höfuðstað- ur, heldur þangað margur ferða- maður, borgarstjórinn glöggskygn, gæt- inn, glaður, greiðvikinn til allra og ráðahrað- ur. Málmar huldir munu vera í fjöll- um, mikill fiskur fæst úr ránarföllum, garðrækt nqg á grænum, ruddum völlum, gefin fæða landnemunum öllum. Hér er eyjan hulin skógarprjón- um, hæstu hnjúkar berum klettatrjón- um; fjöldi dýra fram með ám og lón- um, fuglarnir í flekum út á sjónum. Laxar kvikir lifa hér í ánum, leika fuglar syngjandi á trjánum, dýrin leitá lífsbjörg að í flánum, læðist skyttan eftir þeim á hnján- um. Hár er skóli á hólma fagurgræn- um, háu flóði girtur víða sænum, börnin róa bátum á frá bænum, bókfræðast af kennaranum væn- um. Alt er líf hér ást, kærleiki og frið- ur, andaleit og blíður bænaniður, sönglóu og svana fagur kliður, sclin þegar blessuð rennur niður. Aldrei hef eg eignast nægtaseim- inn, aldrei gengið rétta braut um heim inn, af andans blómum aðeins fundið eiminn, því andi minn er sjóndapur og gleyminn. Huldusteinn. 24.—5.-22. \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.