Heimskringla - 21.06.1922, Side 1

Heimskringla - 21.06.1922, Side 1
XXXVI. ÁR WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 21. JÚNI, 1922. NOMER 38 Islenzkur námsmaður útskrifast í Boston. Lieut. Augúst G. Oddleifsson, Sc.B. fslenzkir námsmenn hafa oft get- i?S sér góðan orðstír, hæði austan hafsins og vestan. Að öllu saman lögðu munu þeir hafa kynt iand og þjóð betur út um heim en allur hinn hluti þjóðarinnar til samans. Engin alfræðibók lætur lengur ó- getið slíkra manna sem Snorra 3?ormóðar, Konráðs, Guðbrandar eða Jóns Sigurðssonar. Æðstu gæði íslenzkrar þjóðar *eru fræði. íYá Iþví að fslendingar fóru að stunda nám hér vestra, fer þeirra að verða getið á alveg sérstakan hátt. Fyrstur til að gera garðinn írægan hér megin lanadmæra var Þorvaldur heitinn Þorvaldsson og svo nokkru síðar dr. Þorbergur bróðir hans, prófessor víð Sask- atchewanháskóla, þá Stefán stærð- fræðingur Guttormsson, og þeir háskólakennararnir Joseph T. Thorson og Skúli Johnson. Sunnan landamæranna mun Barði (Guð- mundsson) Skúlason hafa verið fyrstur, þá Vilhjálmur Stefánsson landkönnunarmaður og Sveinbjörn Johnson dómsmálastjóri Dakota- TÍkis. í fótspor hinna fyrri hafa og seinni námsmenn vorir fetað, þó -stundum hafi tafist fyrir þeim, en það hefir aldrei verið lengi. Á Tþessu vori til dæmis eru þeir marg- ir, er sótt hafa fé í forna hauga og Teynst það fengsælt og gott til frama, eigi síður en í fornri tíð, meðan sögur voru að gerast. Má þar fyrstan nefna Jón Jónsson Straumfjörð, er hlaut gull-verð- launapening ríkisstjóra Canada, fyrir hæstu jafnaðareinkunn þrjú lár samfleyitt við (Manitobaháskól- ann, og auk þess verðlaun fyrir próf í latínu og heiðursviðurkenn- íngu fyrir próf í stærðfræði. Var þetta því betur gert sem erfiðleik- arnir voru meiri og hann átti við megnt heilsuleysi að stríða lengst- an hluta skólagöngunnar. Þá má og ,geta frænda hans, Agnars R. Magnússonar, er hlaut verðlauna- styrk fyrir ágætispróf í stærðfræði. Af 38 íslenzkum nemendum, er próf tóku upp úr hinum ýmsu bekkjuin háskólans, hlutu 19 fyrstu einkunn, 17 aðra og eigi nema tveir liina þriðju. Sömu sögu mun vera að segja' inrj þá, sem nám stunduðu við hina aðra háskóla hér í álfu. Einn þeirra hefir getið sér alveg sérstakan orðstýr við nýafstaðið háskólapróf austur í Boston,—iGísli Ágúst Oddleifsson, en svo heitir hann réttu skírnarnáfni. Útskrif- aðist hann hinn 12. þ. m. við hinn alkunna verkfræða og vísindaskóla Massachusettsmanna, "The (Massar chusetts Institute of Teohnology’. Hlaut hann hæsta vitniðburð við burtfararprófið allra sambekkinga sinna, er voru 743 að tölu, og allra þjóða, þeirra er land þetta byggja. Próf hans var stúdenspróf í verka'- vísindum (Scientiæ Baccalaureus), og getur hér helztu æfiatriða hans. Ágúst er borinn og barnfædur á Hvoli i Vesturhópi í Húnaþingi 18. lágúst 1893. Foreldrar hans eru þau Sigurður búfræðingur Odd- leifsson frá Kolbeinsá við Borðeyri 1 Strandasýslu, Sigurðssonar, og fyrrikona hans Margrét Gísladóttir frá Húnsstöðum í Húnaþingi, Jónssonar. Er hún önduð fyrir mörgum árum síðan. Sumarið 1902 fluttist Sigurður með börnum sín- um og seinni konu, Guðnýju Vig- fúsdóttur frá Króki í Holtum í Rangárvallasýslu, vestur um haf og settist að hér í bæ, og hafa þau biiið hér síðan. Með þeim ólst Á- gúst upp. Byrjaði hann bráðlega á baraaskólanámi eftir að hingað kom og lauk miðskólaprófi rétt tví- tugur. Innritaðist hann þá við há- skóla fylkisins hér og var það við byrjun ófriðarins mikla. Veturinn 1916, með febrúarbyrjun, var stofn- uð hersveit við Manitobaháskóiann meðal stúdenta, er nefndist “Uni- versity Battalion 196”. Var það eingöngu sjálfboðalið. Var Ágúst hinn fyrsti er innritaðist við her- sveitina. Gegndi hann stöðugt her æfingum um veturinn samhliða skólanáminu en lauk þó fyrri hluta prófi háskólans (Second Year) með góðum vitnisburði um vorið. Jafn- framt þessu vann hann og að miklu leyti fyrir sér l>ann vetur, með því að sinna ýmsum störfum kvölds og morgna fyrir verzlunar- mann einn hér í bæ — Mr. G. L. Stanwood hljóðfærasala o. fl., er síðan hefir reynst honum hinn tryggasti vinur og styrktarmaður. Haustið 1916 fór Ágúst til Eng- lands með hersveit sinni. Er þang- að kom var hann um tíma settur til að segja ti! við heræfingar og að þvf loknu sendur til Oxford á herforingjaskóla. Lauk hann Laut- inantsprófi þar eftir 4 mánaða dvöl, og var þá veit lautinants- staða við alríkisherinn (Tmperiai Army). Til Frakklands fór hann 13. desember 1917 og átti í ýmsum orustum þá um veturinn. 1 bardag- anum mikla við Ypres 21. marz 1918 var sveit hans yfirbuguð og hann tekinn til fanga. Var hann f haldi hjá Þjóðverjum til stríðsloka. að hann var látinn laus 18. nóvember 1918. Dvaldi hann þá á Englandi vetrarlangt, aðallega á vegum dr. Helenar Douglas, yfir- umsjónarkonu Rauðakrossins brezka. Hafði hann kynst þessari merkiskonu áður en hann fór til Frakklands, og lét hún sér svo mjög um hann hugað, að meðan hann var f haldi á Þýzkalandi fékk hún því til leiðar komið, að Rauði krossinn fékk að hlynna að honum þar, og bæta úr þörfum hans, eftir þvf sem auðið var. Vorið 1919 var hann leystur úr herþjónustu, — cr þó skyldur að gegna herkvöð hve- nær sem liann er l.aihiðv.r, — «g sendur til Boston, með 250 ster- lingspunda veitingu á ári fsá brezka hermálaráðinu, til þess að da nám við áðurnefndan liá- Dvafdi hann þá um tíma i ba lijá föður sinum. en hélt að til þeirra spyrst, fari af þeim dugnaðarorð, • svo að færa megi fréttina 1 óbreyttum orðum skálds- ins: “Þar liefir ennþá fslenzkt hönd orpið bjarma á Norðurlönd”. Verði þær hendur sem flestar. Með þvf imóti myndi helzt mega jafna tölu- skekkjuna milli fámennis og fjöl- mennis, ef fært er mannvit á móti manngrúa. Því óhögguð stendur enn hin forna verðlagsská, hvort reiknað er á forna eða nýja vfsu: að “tveir titlingar seljast ekki nema fyrir einn pening.” CANADA Sambandsþingið. 1 lii þvf ruest austur. 1 sumai leyfinu ic;ii kcstaði dr. Helen Douglín I.ann til Englands og Irakklands. F ðaði-l hann v<ði um sumarið. og var húr oftast mcð lionum. Lél ' ún scr cngu síðuc ant u:n li%n:i en þó verið hefði hann sonur henn- ar. Varð lionum ferðalag þetta til mikils gagns og frama. Á síðast- liðnu sumri heimsótti liann föður sinn á ný, og dvaldi hér þá um nokkurn tíma. Kjörgrein hans hefir verið það seAi nefnist á hérlendu máli: “Engineering Administration”, og lýtur undir grein verkfræðinnar. Um frammistöðu hans við há- skólaprófin hafa hin merkari blöð í Boston farið lofsamlegum orðum. Ensku blöðin hér hafa og flutt þær fregnir, og getið þess um leið, að liaun hafi verið eini Canada maðurinn í hópnum og skipað þó öndvegið. Hafi þó námsmanna- flokkurinn verið í þetta skifti hinn fjölmennasti í sögu háskólans, er þaðan hefir útskrifast samtímis Er þetta talið Canada til sæmdar. Lengra fara þau ekki í ættfærsl- unni. Má þá bæta því við, að hann er íslendingur og hinn fyrsti ei þar hefir stundað nám. Vistað hefir hann sig, strax og hann hefir tekið sér nokkurra vikna hvíld, hjá hinu vellauðuga “Eastman Kodak Company”, í Roohester, New York er býr til Eastman myndavélarnar alkunnu. Er í ráði, að hann kynni sér fyrst verksmiðjur og verzlunar- aðferð félagsins og fari því næst með utnboð þess á Englandi. Mun hann því flytja þangað, þegar fram í sækir, Landar hans hér vestra gleðjast yfir frama þeim og orðstír, er liann hefir getið sér og fagna með föður hans og ætting, um yfir svo frægum sigri.------ Álfan þessi er yíðlend og stór, s?m kunnugt er. Islendingar fáir, en búa þó á víð og dreif um hana þvera og endilanga. Ánægjuefni er það þá eigi lítið, að þá sjaldan Atkvæðagreiðslu um landsreikn- ingana er nú lokið. Fór hún þann- ig, að reikningarnir eru samþykt- ir eins og stjórnin lagði þá fyrir þingið, með dálítilli breytingu þó, er hún sjálf gerði á skatta-áætlun sinni, en sem hvorki getur lieitið hér né þar. Fyrst var borin upp breytingartillaga Sir Henry Dray- tons, íhaldsmanns, við reikning-1 ana, en hún var feld. Breytingar-! tillagan, sem Hon. T. A. Crerar i gerði við hana, var ekki borin upp | til atkvæða. Hiin var dæmd ólög mæt, fyrir ástæður þær, er á var minst í síðasta blaði. Er það eitt af því eftirtektarverðasta í þing- sögu þessa lands, að tillögur þing- flokks, sem 60 fylgjendur hefir á þingi, skuli ekki teknar til greina í sambandi við stærsta og aðalmál þingsins. Loks Jór atkvæðagreiðsla fram um reikningana sjálfa. 119 greiddu atkvæði með þeim, en 101 á móti. Allir íhaldsmenn og allir bændur, að 9 undanteknum, voru á móti þeim. Þessir 9, er fleygðu sér mcð þessu móti í arma stjórnarinn- ar, en slitu sig úr bændaflokknum, voru frá Ohtþrio, að tveimur und- ansliildum, er frá British Columbia oru. Ef að þessir 9 bændur hefðu fylgt sínum flokki, bændfalokkin- um, hefðu atkvæðin orðið jöfn. i stjórnin hefði þá haft 110 og a;: stæðingar hennar 110. Þingforseti hefði að vísu getað skorið lír. En ólíklegt er samt, að hann hefði gert það í þessu stórmáli. Og þá hefði orðið að ganga til kosninga. f sjálfu sér hefðu kosningar ekki verið ákjósanlegar; kostnaðurinn við þær er of mikill til þess, að halda þær á sex mánaða fresti. Þjóðin æskti ekki kosninga. En þess vcgna er það, sem átti sér stað sambandi við fjármálin, eftir- tektarvert. Það sýnir svo ótvírætt hve stjórnin er völt í sessi. Næsta málið, og eina stórmálið sem heita má að liggi fyrir þing-, inu, er lækkun burðargjalds á járn- brautum. Er það mál risið út af Crows Nest samingnum. En við þá lækkun, sem nemur um 10 milj- ónum dala á ári, þverneitar C, P. R- félagið að kannast. Aftur á móti leggur það til, að burðargjald sé lækkað að nokkru á helztu nauð- synjavörum. Er 'það að vísu nokk- uð minna en Crows Nest samning- urinn gerir ráð fyrir. En Austur- Canadamenn kváðu vera með því, enda nær sú lækkun til jieirra, en ekki sú, er 1 Crows Nest samningn- um er farið fram á. Einnig nær þessi lækkun á burðargjaldi, sem félagið býður, til hinna járnbrauta félaganna. Verði þetta mál bráð- lega leitt til lykta, er líklegt að þinginu verði slitið í lok næstu viku. ist, að liann yrði ekki kominn þang að fyr en að 24 árum liðnum. Eftir alla þessa reynsluþekkingu var samþykt að ganga til hvíldar og láta Marsbúa eiga sig fyrst um sinn. Fundur baenda. Þrjábíu og fimm þingmannsefni bændaflokksins höfðu fund með sér hér í bænum s.I. fimtndag. Var til þess fundar efnt til að koma sér saman um prentaða stefnuskrá fyrir þessar kosningar. Verður hún birt í næsta blaði. C. II. Burnell, formaður bændafélagsins í Mani- toba og W. R. Wood ritari höfðu ræður. Bændafélagsdeildinni ný- stofnuðu hér í bænum var fagnað og óskað til heilla. Samþykti hún að fylgja stefnuskrá bænda ó- breyttri. Leiðtogi í stjórnmálum var ekki kosinní á þessum fundi og verður ekki fyr en á fundi seinna eða jafnvel ekki fyr en eftir kosn- ingar. Verður sá, er þá verður kos- inn, forsætisráðherra, ef bændur verða í meirihluta. F. O. Fowler, hinn setti borgarstjóri í Winnipeg, sækir um borgarstjóraembættið. Fer kosning bráðlega fram um það. Ekki hefir heyrst að aðrir sæki. BANDARlKIN. vegi, eftir því hermdi frá í gær. sem símskeyK Ekki meS kvenfrelsi. Ennþá einu sinni hefir þingið í Suður-Afríku félt frumvarp, er fór fram á að veita konum atkvæðis- rétt. Kvenfrelsisfjendur höfðu 4 atkvæði í meirihluta. Checko-Slóvakia Arsþing lækna f Canada stendur yfir þessa viku í Winnipeg. Afmælisdagur Meighens S. 1. föstudag átti Hon. Arthur Meighen afmælisdag. Hélt liann daginn helgan og fékk heillaóskir að úr öllum áttum. Hann er fædd- ur 16. júní 1874 að St. Marys, Ont., og því nú 48 ára. Landstjórinn kominn. Byng landstjóri og frú hans komu til Winnipeg í gær. Var á móti "þeim tekið af Aikins fylkís- stjóra, Norris forsætisráðherra og hinum setta borgarstjóra Fowler, með hinni mestu viðhöfn og eins og hinum tignu gestum var sam- boðið. Bændaþingmannsefni. S. 1. viku voru þessir útnefndir fyrir hönd bænda: 1 Dufferin kjördæmi: WTilliam Brown; í Russ- ell: J. B. Griffiths; í Manitou: J B. Blane. Útnefningar. 1. Frjálslyndi flokkurinn hafði s. miðvikudag fund hér í bænum til að útnefna þingmannsefni fyrir Winnipegborg. Þingsæti bæjarins eru 10 og útnefndi flokkurinn jafn | ^ góðar undirtektir. marga og þingsætin eru. Eru, elns Sendi írum skotfæri. Marcellus H. Thompson heitir maður í Bandaríkjunum. Hann er herforingi að nafnbót. Hann er varaforseti verzlunarfélags í New York. Nýléga hefir komist upp urn félag þetta, að það hafi selt ír- landi skotfæri og önnur hergögn. Eru margir við verk þetta riðnir, en svo stendur é, að til sumra þeirra verður ekki náð, þvf þeir eru staddir á írlandl. Dómur kvað hafa verið feldur 1 máll þessu, en birtur hefir hann samt ekki verið, vegna þeirra, er í burtu eru. Að selja hergögnin er talið brot á lögum landsins, því Bandarfkin eru hlutlaus að þvf er stríðið á fr- landi snertir. Thompson þessi er tegndasonur George Harvey, sendi- lierra Bandaríkjanna á Englandi. Rannsóknarferð. Kapteinn Amundsen lagði nýlega af stað frá Bandaríkjunum í leið- angur norðnr í fshaf. Hve lengi hann ætlar sér að verða í ferð þeirri er ekki getið. En rannsaka ætlar liann hafið þar eftir föngum. bæði dýpt og strauma; einnig veráttu eða áhrif veðurs þar á hana annarsstaðar á hnettinum. Og svo síðast en ekki sízt að reyna að ganga úr skugga um, að engin óþekt lönd eða eyjar séu í Norður- fshafinu. Amundsen hefir gert fleiri tilraunir til að komast til norðurpólsins, en ekki tekist, það til þessa; vonandi að þessi ferð hans beri meiri árangur en hinar fyrri. KolaverkfalliS. Kolaverkfallið í Bandaríkjunum er faijið að verða vandræðamál. Forðinn er farinn að minka, en verkfallið stendur sem hæst. Sen- ator Lenroot frá Wisconsin hefir lagt til í efri málstofu ]iingsins, að ef ekki komist sættir;á innan 30 daga, taki stjórnin koíanáma lands ins í sínar hendur, eða svo mikið af þeim, sem þarf með til þess að mæta þörfinni. Virðist sú tillaga hefir gert Rússland. verzlunarsamninga við Engar fréttir frá Mars. Þó að jarðstjarnan Mars hefði heimsótt Winnipeg, hefði ekki meíra gengið ó hér á sunnudags- kvöldið en raun bar vitni ,um. Tifefnið var þetta, að Mars var nokkuð nær jörðu en áður hefir átt sér stað í mörg ár. Samt var nú fjarlægðin til stjörnunnar frá Portage Ave„ reiknuð 42,350,000 mílna. Átti heldur en ekki að at huga eða ná tali með Radío-verk- færum af Marsbúum. En alt kom það fyrir lítið. Marsbúar heyrðu ekki til Winipegbúa og þeir ekki til Marsbúa. Eins fór með sjón- aukana. Þeir reyndust allir of nær sýnir til þess að nokkuð mætti sjá er fréttum sætti. Sumir voru að hugsa um að bregða sér þangað i loftfari meðan stjarnan væri svona nærri. En það reyndist ógerning- ur, því þó að báturinn skriði um 200 mílur á klukkustund, reiknað og kunnugt er, þingmennirnir kosn ir í einu samkvæmt reglum um hlutfallskosningar, sem í lögum eru hér í bænum. Þessir voru út- nefndir: Mrs. Arthur Rogers, Duncan Cameron, Robert Jacób, W. H. Trueman K. C., Hugh Cutler, Árni Eggertsson, S. R. Laidlaw, W. R. Milton, A. L. McLean, Dr. J. McTavis. — Hon. T. II. Johnson, sem staddur er í Montreal, sendi skeyti þess efnis, að hafa sig und- anþeginn útnefningu. Bruni. f smábænum Elma í Manitoba brunnu 4 búff.r og 2 íveruhús s. 1. miðvikudag, til kaldra kola. Verzl- unarhúsin stóðu öll við aðalstræti bæjarins og allþétt. Eldurinn gaus upp um miðnætti og vita menn ekki um orsök hans. Mannskaði varð enginn. ,, Of seinn. Maður heitir J. H. Vance og á heima í Toronto. Hann brá sér ný- lega til Peterboro, en kom heim til sín s.l. mánudag. Enginn vissi um þessa ferð hans. •Um það leyti er hann lagði áf stað, fanst maður dauður í vík éinni i Torontovatn inu. Hann hafði verið myrtur. Þóttust menn þekkja líkið og sögðu það vera J. H. Vance. Vance þessi hafði verið 14 ár i lögreglu- liði Norðvésturlandsins og var mik- ils metinn borgari. Jarðarför hans var gerð með talsverðri viðhöfn. En rétt að henni lokinni kom Vanee til Toronto. Varð hann helduj en ekki hissa yfir fréttinni um dauðsfall sitt og harmar ó- þægindin, sem þetta hefir ollað vinum sínum. En einna lakast þykir honum að hafa eigi komið nógu snemma til þess að vera við sína eigin jarðarför. Enn óánægðir. Mennonitarnir, sem fluttu frá Manitoba og Saskatchewan til Bandaríkjanna og Mexico, kváðu ó- ánægðir út af skiftunuro. Frá ein- um þeirra hefir stjórnin í Sask. fengið bréf og biður hánn fyrir sfna hönd og: nokkurra annara stjórnina að veita sér hjálp til að flytja sig aftur til Canada. Telur hann Canada allra landa skerotileg ast undir sólinni. Hernaðarandiim horfinn. Nýlega brá Ebert forseti Þýzka- lands sér til Munchen. En svo kaldar voru viðtökur hans, að lýð- urinn*þar æpti og hropaði honum til sroáinar. Um sama leyti átti Hindenburg ferð til Königsberg, höfuðborgar Austur-Prússlands. — Honuin var einnig sýnd ósæmd með ópi og látum lýðsins. Þannig kvað andi alþýðunnar á Þýzka- landi hafa verið síðan stríðinu lauk til þeirra manna, er hún skoðar að unni liervaldi. Með þetta og þvíumlíkt fyrir auguin segja þýzk blöð, að það sé broslegt, að heyra aðrar þjóðir istöðugt vera að stagast á hernaðaranda í Þýzka- landi. Segja þau liann ekki hafa verið þar til síðan að stríðinu lauk. Fundurinn í-Haag. Alþjóðafundurinn í Haag var settur 15. júní eins og ráð var íyrir gert. Er hann haldinn í friðarhöll- inni, ; Utanríkisráðgjafi Hollands, H. A. van Komebeek, setti fund- inn. Mættu þar fulltrúar frá þess- um iþjóðum: Bretlandi, Canada, Astralíu, Nýja Sjálandi, Albaníu, Aústurríki, Belgíu, Danroörku, Finnlandi, Frakklandi, Grikklandi, Ungverjalandi, ítalíu, Japan, Lat- víu, Lithúaníu, Hollandi, Noregi, Póllandi, Portugal, Rúmeníu, Ju- go&lavíu, Spáni, Svíþjóð, Sriss- - landi, Checko-þlóvakíu. — Rússar munu senda fulltrúa til þessa fund ar. Lengi var það óráðið, því stefnu sinni kváðust þeir ekki breyta frá því, er hún var á Genúa- fundinum. Sögðust hvorki láta það eftir Frökkum né jafnvel Bandaríkjamönnum að fallast á kröfur þeirra um tilkal ltil eignar- réttar á landssvæðura í Rússlandi. Segja þeir að hlýtt hugarþel hafi vaknað í Rússlandi, til Bandaríkj- anna fyrir hjálp þeirra, en ef að þau haldi uppi stefnu Frakklands gagnvart þeim, sé hætt við að það lialdist ekki. — Hin stærri mál, er fyrir fundi þessum liggja, liafa enn ekki verið borin upp þar. — Fyijir hönd Canada mæta þessir á fund- inuin: Sir Charles B. Gordon og BRETLAND Prinsinn fer til írlands. Prinsinn af Wales kom heim til Englands úr ferðalagi sínu um Asíu í dag. Er sagt, að hann muni innan skams ætla að ferðast til Ir- lands. Af heimsókn hans til Egyptalands er sagt að leitt hafi samúð milli Englands og Egypta- lands. Er ekki talið ólíklegt, að ferð hans til írlands geti haft sama árangur. Kosningarnar á frlandi. Kosningarnar á írlandi féllu þann- ig, að lýðveldissinnar töpuðu Eitthvað af þeirra mönnum komst þð að. T. d. náði Mrs. McSweeney, ekkja hins fræga borgarstjóra í Cork, er svelti sig í hel, kosningu. Nánari fréttir eru ekki komnar, er blaðið fer í pressuna. ÖNNUR LÖND. f afturbata. Lenin, sem sagður var dauður s.l. viku, er nú sagður á góðum bata' E. Monpetjt. Annie Besant. Annie Besant hefir verið gerð að heiðursdoktor við háskólann í Benares. Mun það vera viðurkenn- ing fyrir liina miklu starfsemi hennar í þarfir fræðslumála Ind- lands. Hún stofnaði allmikinn skólt (College) í Benares fyrir mörgum árum, þar sem bæði pilt- um og stúlkum var veitt hin bezta fræðsla, sem kostur var á. En nú er skólr þessi orðinn regíulegur há- skóli (University). Annie Besant var fyrsti heiðursdoktor þessa há- skóla, en við sömu athöfn var og prinsinn af Wales einnig gerður að heiðursdoktor skólans. Fengu þau bæði sömu doktorsgráðu, liina svonefndu “Degree of Doctor of Letters”, er Englendingar kalla. Annars hefir Annie Besant unnið langmest á stjórnmálasviði Ind- verja, barist ákaft fyrir heima- stjórn þeirra, og er síður en svo að þeirri baráttu sé lokið. Hún fylg- ir Gandhi að ipálum, sökum þess að hún vill sameina sem bezt vest- ræna og austræna menningu, en að því er virðist hefir Gandhi helzt viljað útrýma vestrænni menn- ingu í Indlandi. Nú er verið að prenta æfisögu Annie Besant eftir Henny Diderichsen, danskan mynd- höggvara. Á íslenzku kemur bókin út á kostnað Steindórs Gunnars- sonar prentsmiðjustjóra í Reykja- vík, og mun margur vilja kynnast æfiatriðum þessarar miklu merkis- konu, sem er ein hinna langfræg- ustu kvenna. sem nú eru uppi.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.