Heimskringla - 21.06.1922, Qupperneq 2
2. BLAÐSÍÐA.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 21. JÚNÍ, 1922.
HUSFRU HALLDORA OLSON
Ýmsra anr.a vegna helir það dregist miklu
lengur fyrir mér en átt Kefði að vera, að
minnast með virðíngu og þakkíeti þeirrar
konu, sem eg tel margra Kluta vegna merk-
asta þeirra kvenna allra, sem að þessum
tíma hafa flutt af íslandi vestur urn haf.
|Halldóra Olson var fædd þann 5. ágúst
1854 á bænum Elliða í Staðarsveit í Snæ-
fellsnessýslu, dóttir hjónanna Guðmundai
Stefánssonar, Guðmundssonar prófasts á
Staðarstað, og Önnu Sigurðardóltur, er þar
bjuggu þá. Þegar Halldóra var átta ára
gömul andaðist móðir hennar og ólst hún þá
upp eftir það hjá þeim hjónum Guðmundi
Sigurðssyni móðurbróður sínum og Þor-
björgu Stefánsdóttur föðursyslur sinni, sem
um langt skeið bjuggu íyrirmyndar og rausn
ar búi að Borg í Miklaholtshreppi í Snæfeils-
nessýslu.
Þau hjón áttu enga dóttur og lögðu því
alla þá rækt við uppeldi Halldóru, sem þau
hefðu bezt getað við eigið barn sitt. Hjá þeim Iærði hún
öll þau vinnubrögð og kvenlegar listir, sem konur á þeim
tímum áttu kost á að nema á nokkru sveitaheimili á íslandi.
Halldóra gaf þess ljós merki þegar á unga aldri, að hún var
gædd góðum hæfileikum og miklum, og sem frá upphafi
reyndust traustur grunnmúr þeirra miklu kvenkosta, sem
Ijómuðu alt lífs'starf hennar fram að hinstu stundu æfinnar.
Jafnframt óvanalega miklu Iíkamsþreki og frábærum
dugnaði við hvers dags heimastörf, var hún bókhneigð mjög
og las með athygli ýmsar þær fræðibækur, sem alþýða fólks
átti á þeim tíma kosta á að njóta á íslandi. Sérstaklega
hneigðist hugur hennar að hjúkrunar- og læknisfræði og um
það efni las hún þau rit, sem hún gat komist yfir, og
“Kvennafræðarann” hafði hún lært til hlítar. Það er sögn,
að þegar hún var 14 ára að aldri, hafi hún bjargað konu í
barnsnauð og gengið svo vel frá því starfi, að bæði móður
og barni farnaðist ágætlega.
Af sjálfsdáðum og með þeim upplýsingum, sem hún gat
aflað sér, lærði hún yfirsetu- og hjúkrunarfræði, og stund-
aði bvorttveggja í sveit sinni með góðum árangri meðan hún
dvaldi á íslandi.
Þegar Halldóra var 20 ára gömul giftist hún herra Sig-
geir Ólafssyni frá Krossum í Staðarsveit, þann 28. september
1874. Siggeir var mikill atorku- og reglumaður og að ýmsu
leyti metinn fyrirmynd ungra manna þar í héraði, en kona
hans þá talinn beztur kvenkostur þar í sýslu, og þó Iengra
um væri Ieitað.
Eftir eins árs dvöl að VöIIum í Staðarsveit á heimili brúð-
gumans, settu þau hjón upp bú að Furubrekku í Miklaholts-
hreppi í Snæfellsnessslu og bjuggu þar meðan þau dvöldu á
lslandi. - —•
Þau eignuðust átta börn, en mistu sex þeirra á unga
aldri. Til Vesturheims fluttu þau árið 1886, með eftirlif-
andi tvo syni sína, Þorgeir Finnboga, þá sjö ára, pg ólaf,
þriggja ára að aldri, og settust að í Winnipegborg. Árið
1889 fluftu þau suður á Washingtoneyjuna í Michiganvatni
í Bandaríkjunum, þar sem Halldóra átti frændfolk, og
dvöldu þar næsta vetur, en í maímánuði 1890 fluttu þau til
Duluthborgar í Minnesotaríki í Bandaríkjunum og bjuggu
þar til æfiloka. '**’’ -
Frá því<er þau hjón komu til Duluthborgar tók Halldóra
að stunda ljósmóður og hjúkrunarstörf og hafði við það ær-
inn starfa, því hún varð brátt vinsæl og margar konur sóttu
til hennar. Þá var það að læknafélagið í Minnesotaríki fékk
vitneskju um það» að Halldóra var sjálfmentuð, hefði ekki
slundað nám við nokkra viðurkenda kenslustofnun og að
hún hafði því ekkert prófskírteini er veitti henni Iagaheimild
til þes§ að §tunda störf þessi þar í ríkinu. Var þyí höfðað
sakamál gegn henni og skvldj þún mæta fyrir réttj j Duluth
á ákveðnum degi, nokkru síðar. Þegar Halldóra fékk stefn-
una brá hún tafarlaust við og fór á fund ríkisstjórans, er að-
setur hafði í St. Paul borg og lagði mál sitt fyrir hann og
leitaði aðstoðar hans um að fá að ganga tafarlaust undir
próf þar í borginni. Kvaðst hún fullfær um að leysa rétt af
hendi þau störf, sem hún stundaði í Duluthborg og sem hún
vær ákveðin í að gera að hfsstarfi sínu. Ríkisstjorinn tok
málaleitun hennar vel, leizt giftusamlega á konuna, og sá um
að henni veittist tafarlaust aðgangur að prófi. Afleiðingin
varð sú, að þegar hún mætti í réttinum í Duluth, lagði hún
fram sitt nýfengna ríkisleyfi til þess að stunda yfirsetu- og
hjúkrunarstörf, og frá þeim tíma hafði hún óhindrað frelsi
iil starfa og jafnan mikla aðsókn.
Þau hjón höfðu þá komið sér upp Iitlu en snotru húsi og
þangað tók Halldóra oft sjúklinga til veru, gat hún þá jafn-
framt annast um sín eigin hússtörf og haft tilsjón með sonum
sínum á mentabraut þeirra.
Svo Iiðu tímar, þar til húsrúm þeirra hjóna reyndist alt
of lítið til þess að mæta starfsþörfum Halldóru. Lét hún því
gerbreyta því og stækka, svo að úr því varð fvílyft stórhýsi
með um 30 herbergjum og voru 20 þeirra á efra gólfi helguð
eingöngu sængurkonum og öðrum sjúklingum, ef þörf krafð-
ist. Það mun vera þetta endurbygða hús, sem stórblaðið
“Duluth News Tribune”, dagsett 24. nóvember 1907, getuf'
um að reist hafi verið árið 1904. Blað þetta flytur langa rit-
gerð um Halldóru og flytur mynd af henni, segir hún hafi
fyrst allra borgarbúa séð þá brýnu þörf,,sem verið hafi fyrir
kvenspítala þar í borg, og að hún hafi stofnseti slíka stofnun
þar og stjórni henni. Fer blaðið hinum Iofsamlegustu orð-
um um Halldóru, hæfileika hennar, dugnað, hjálpfýsi og vin-
sældir, segir hver hjúkrunarkona eða læknir mætti telja sér
sæmd í að njóta þeirrar tiltrúar, sem hún sé búin að ávinna
sér meðal kvenna, ekki aðeins í borginni, heldur einnig í
fjarlægum héruðum. Svo er að sjá á blaðinu, að Haldóra
hafi stofnað kvenspítala sinn árið 1893, og var það hin eina
stofnunþeirrar tegundar, sem til er í Duluth-
borg fram á þenna dag. Fyrir þessa stofn-
un hafði hún borgað að fullu fáum árum eft-
ir að hún var bygð, alt með arði eigin iðju
sinnar. Auk þess varði hún talsverðu fé ár-
lega til líknarþarfa bæði til einstaklinga og
stofnana, og má meðal þeirra telja Gamal-
mennahælið á Gimli, þótt það sé í öðru ríki
en hún dvaldi í.
Halldóra sál. var há kona vexti og þrek-
in, björt á hár og hörund, fríð sýnum, svip-
urinn djarflegur en jafnframt góðlegur og
öll framkoma hennar bar vott um göfugt
hugarfar og stórhöfðinglega lund. Hún var
kona sterkbygð og heilsuhraust alla æfi.
stjórnsöm um alt, sem hún átti að annast og
sí-vinnandi, eins og merkja má af því, að á
því rúma fjórðungs aldar skeiði, sem hún
stjórnaði fæðingarstofnun sinni, hafði hún
veitt móttöku ekki færri en 3117 börnum.
Af öllum þeim fjölda mæðra misti hún aldrei
nokkra þeirra, þær urðu allar heilar í umsjá hennar.
Á nokkrum síðustu árum æfi hennar, eftir að hún fór
að Iýjast, tók hún sér fárra vikna hvíld að sumarlaginu, til
þess að heimsækja systur sínar tvær og aðra ættingja og vini
sem búa í Manitoba. Mun þá sonur hennar Ólafur, semorð-
inn var útlærður og mikils metinn læknir í Duluthborg, hafa
annast um spítalann.
Systkini Halldóru, þau er nú lifa, eru Þorgeir Lárus, ak-
týgjasmiður í Árborg, Man. og Ólína Theodora (Erlendson)
Bifröst, Man., og Sveinn kaupm. á Akranesi á íslandi, og
hálfsystir Anna (Ottenson) í River Park í Winnipeg.
Árið 1915 misti Halldóra Siggeir bónda sinn, er þá hafði
verið heilsuveill næstaliðin tvö eða fleiri ár. Jók þetta eigi
ell-lítið á áhvggjur hennar og heimilisstörf, þótt hún þá jafn-
framt ætti athvarf til sona sinna beggja, Ólafs læknis og Þor-
geirs Finnboga, hins mannvænlegasta manns, er um margra
ára skeið hafði verið fregnritari og nú aðstoðarritstjóri stór-
blaðsins “Duluth Herald”. En ^jálf vann hún ósleitilega
fram að síðustu stundu. Nokkra síðustu daga æfinnar hafði
hún verið lasburða, þó ekki rúmföst. Hún hlaut hægt and-
lát, sitjandi í hægindastól í svefnherbergi sínu, lesandi bréf,
sem henni hafði þá nýborist frá frændkonu sinni í Canada,
þann 28. nóvember 1921. Þá 67 ára gömul.
Hversu nrjög vel Halldóra Olson var virt og metin þar, er
hún um 30 ára skeið hafði háð aðal-lífsstarf sitt, sýndi sig
við útför hennar, sem er talin sú stærsta, er nokkur sinni
hefir farið fram í Duluthborg.
Þrír prestar tóku þátt í henni, þeir dr. BjÖrn B. Jónsson
frá Winnipeg, samkvæmt Iöngu gerðum fyrirmælum hinnar
látnu, svo og séra Lory, fyrrum þjónandi prestur meþódista-
safnaðar þess, er hún tilheyrði, en sam í s.l. 8 ár hefir þjón-
að söfnuði í California og sem nú af eigin hvötum kom með
son sinn vestan frá Kyrrahafi, til þess að votta virðingu sína
fyrir persónu hinnar látnu, með því að vera viðstaddur og
taka þátt í gerftrunarathöfninni, svo og núverandi prestur
safnaðarins. Húskveðjan, sem fór fram frá heimili hinnar
látnu, var svo fjölsótt, að ekki aðeins var húsið þéttskipað
áheyrendum, heldur einnig náði fólksþyrpingin alla Ieið frá
því yfir að kirkjunni, sem stendur um þúsund fet þaðan. Þar
fluttu ræður þeir dr. B. B. Jónsson — á ensku og íslenzku—
cg séra Lory, en söngnum stýrðu þau ungfrú Louise Ottenson
frá Wpg. og hr. Hjörtur Lárusson frá Minneapolis, systkina-
börn þeirrar látnu. Var þá kistan borin alla leið til kirkjunnar
og þar haldin aðal útfararathöfnin. Þar fluttu hinir þrír áður-
nefndu prestar sína ræðuna hver, en söngflokkur safnaðar-
in* hélt uppi söng, og þrír einsöngvar voru sungnir. Alt fór
þar fram með helgri prýði, og var ræða séra Lory einkar
hjartnæm lýsing á hinum miklu gáfum og göfuglyndi og
sterku trúrækni hinnar látnu og þeim mikla styrk, sem hún
jafnan hafði veitt söfnuðinum á því tímabili öllu, er hann
hafði þjóaað þar. — Eftir athöfnina í kirkjunni var líkinu
ekið út í grafreit borgarinnar og annaðist dr. B. B. Jónsson
þar um greftrunarathöfnina. Hver einasti læknir og mikill
fjöldi annara háttstandandi borgarbúa fylgdu hinni látnu til
grafar. Blómvendir voru sendir frá öllum verzlunarhúsum
borgarinnar og fjölda einstaklinga til þess að prýða leiði
hennar. Þrjá vagna þurfti til þess að aka blómunum frá
heimili hinnar látnu tii greftrunarstaðarins, og hafði slíkt
ekki fyr þekst þar í borg. Öll blöð borgarinnar fluttu Iofsam-
leg ummæli um Halldóru sál. Hennar aðdaanlegu hæfileika,
geðprýði, dugnað og sigursælt æfistarf. Sonum og öðrum
ættmennum hinnar látnu er ant um, að þakklæti þeirra sé
hér með vottað dr. B. B. Jónssyni fyrir hans hlýlegu hluttekn
ingu og alt hans'starf við sorgarathöfn þessa. Framkoma
hans í þessu sambandi var þeim öllum til mikillar huggunar
og þeim ógleymanleg.
Eg tel að skýlaust megi fullyrða, að vor íslenzki þjóð-
flokkur í landi þessu eigi hér á bak að sjá þeirri konu, sem
með sínum mikki og góðu hæfileikum, sínum mikla þrólti,
sínum frábæra dugifaði, sinni öruggu trúarstaðfestu á mátt
hins góða í verkum einstaklingsins og sínu sigursæla starfi,
hefir varpað geislum sæmdar á íslenzkt þjóðerni. Eg efa
ekki, að hennar verði Iengi minst sem mikilhæfastrar alira
þeirra kvenna, sem enn hafa fluzt frá fslandi vestur um haf.
Vers það, sem hér fylgir, hafði Halldóra sál. óskað, að
verða mætti niðurlag við æfiminningu sína ef nokkúr yrði
rituð:
“Eg hljóður eftir hlústa,
Eg heyri klukknahlióm,
H.ve guðleg guðsójónusta
E ' jruðs í helgidóm.
Eg hsyri unaðsóma
Og engja skæra raust
TTm drottins dýrðarl.ióma,
Um drottins verk þeir róma
Um eiiífð endalaust.
—Vinur.
Rússneskur bóndi.
Eftir Maxim Gorki.
Maxim Gorki hefir fyrir nokkru
skrifað greinaflokk í ýms stór-
biöð Vestur- og Norðurálfunnar
um rússnesku þjóðina og skoð-
anir sínar á henni eftir þær eld-
raunir, sem hún hefir staðið í hin
síðustu árin. — Þýddir verða
kaflar úr þessum greinum hér í
blaðið, og koma nú glepsur úr
fju-stu greininni. I henni gerir
Gorki samanburð á andlegum ein-
kennum vestrænna þjóða og al-
þýðunnar rússnesku. Greinin er
afburða vel skrifuð og leynir það
sér ekki, að stórmenni og skáld
hefir skrifað hana.
— Menn, sem eg ber djúpa
virðingu fyrir, spyrja mig um álit
mitt á Rússlandi.
Allar hugsanir mínar um land
mitt eða réttara sagt um hina
rússnesku þjóð, um allan þorra
hennar, — hinn rússneska bónda
veldur mér þrautum og sorg. —
Það mundi verða mér léttbærara
að svara þeim ekki, sem spyrja
mig. En eg hefi lifað of margt
og veit of mikið til þess að eg
hafi Ieyfi tilað þegja. Þó vil eg
biðja menn að minnast þess, að
eg hvorki dæmi né réttlæti neinn.
Eg vil aðeins segja frá, skýra frá
áiiti mínu í stuttum dráttum.
Skoðun mín er enginn dómur. Og
cf það sýndi sig, að skoðun mín
væri ekki rétt, mundi það ekki
hryggja mig.
Merkur rússneskur sagnfræðing-
ur segir: “Rússneska þjóðin hef-
ir samkvæmt eðli sínu altaf verið
á öndverðum meið við ríkið, er
vegna dreifingar þjóðarinnar yfir
alt of stórt landflæmi, hefir þessí
andstaða jafnan sýnt sig í hirðu-
leysi og flótta frá þeim byrðum,
sem ríkið hefir lagt á þjóðina*
ekki í mótspyrnu, ekki í baráttu.”
Þessi orð eiga við sérstakt tíma-
bil í sögu Rússiands. En síðan
hefir mannfjöldinn aukist á hinum
rússnesku sléttum, dreifingin orð-
ið minni. En sálarlífseinkennin
eru þau sömu og lýsa sér vel í
þessum rússneska málshætti:
Vinn þú verk þitt, en helzt aftan
frá.
I raun og veru býr í öllum
þjóðum allmikill stjórnleysishug-
f. Fólkið leitast v^ð að lifa sem
beztu lífi með sem léttastri vinnu
— reynir að tryggja sér sem víð-
tækust réttindi með sem fæstum
skyldum. Þetta er lagaleysis-
andrúmsloft, sem alþýða manna
Iifir í og sem rekja má aftur til
eldfornra tíma, hefir skapað hjá
mönnum óljósa hugmynd um og
óverulega trú á réttlæti lagaleys-
is. Þessi hugmynd og trú er hið
eiginlega stjórnleysi.
Hvergi er það svo rótgróið og
hjá hinni rússnesku alþýðu, sem
hefir orðið að bera ok þrældóms-
irs lengur en nokkur önnur þjóð í
Evrópu. Um aldaraðir hefir hinn
rússneska bónda dreymt um það
ríki, þar sem ekkert stæði í vegi
fyrir mannlegum vilja, þar sem
athafnafrelsið væri fulikomið,
ríki, sem ekki hefði neitt vald yf-
ir þegnum sínum. Þessa von, sem
aldrei getur ræzt — að ná full-
komnum jöfnuði fyrir alla, jafn-
framt ótakmörkuðu frelsí hvers
einstaklings — hefir rússneska
þjóðin reynt að gera að veruleika
í Kósakkabandalögunum. Enn í
dag lifir hugmyndin um einhvers-
konar æfintýraríki í hina skugga-
döpru sál Rússans, það h 1 ý t u r
að vera til einhversstaðar. I þessu
ríki lifa mennirnir í ótruflaðri ró,
án nokkurrar vitundar um borgtr,
þessi hryggilegu hýnishorn úttaug
aðrar menningar.
Meðal rússneskrar alþýðu er
hjarðmannaeðlið ekki útdautt
enn. Henni finst akuryrkjuvinn-
an bölvun guðs og hún þjáist sí-
felt af þeirri löngun, að “flytja
tjald”. Rússneska bóndan skort-
ir gersamlega það bardagaeðli, er
knýr Vesturlandamenn til að taka
ákveðna afstöðu og beita áhrifum
sínum á þann hátt og koma áhuga
málum sínum í framkvæmd í um-
hverfinu. Að minsta kosti er
þessi bardagaeðlishvöt mjög ó-
þroskuð í honum. Ef hann reyn-
ir að taka afstöðu, bíður hans
hörð og árangurslaus barátta. Sér
hver sá, er reynir að flytja eitt-
hvað sérstakt og persónulegt,
eitthvað nýtt inn í rússneska
sveitabæjalífið, mætir hann strax
tortrygni og fjandskap íbúanna,
slíkar tilraunir reyna þeir til að
kæfa hið fyrsta. En oftast lærir
endurbótamaðurinn svo mikið,
að hann dregur sig af sjálfsdáð-
um burtu frá þessari ramfornu
íheldni. Ekkert hvetur mann því
til að gróa þarna fastan. Hvert
sem bóndinn lítur eftir lífsnauð-
synjum, alstaðar mætir honum
hin auða víðátta og lokkar hann
burt, út í fjarlægðina.
Vesturlandaþjóðir eru ennþá í
, barnæsku. Þær hafa nýlega rétt
j sig upp á afturfæturnar og horfa
nú á stórkostlegan árangur af
, verkum forfeðranna. Frá skurð-
( um Hollands til ítölsku jarðgang-
( anna og vínyrkjusvæðanna kring
um Vesúvíus, frá hafnarbæjununi
ensku til hinna stórkostlegu verk-
smiðja í Schlesíu, blasa við stór-
kostleg minnismerki um samein-
aðan vilja Vesturlandamannanna.
Vilja, sem hefir sett sér það
mikla mark, að knýja náttúruöfl-
ín undir mannsviljan og í þjón-
ustu hans. Jarðarhnötturinn er í
höndum mannanna, þeir eru í
raun og sannleika drotnar jarðar-
ínnar. — Þessi áhrif drekka Vest-
urlandaþjóðir með móðurmjólk-
inni, þessi áhrif skapa í þeim sf-
vakandi meðvitund um gildi
mannsins, sívakandi virðingu fyr-
ir verkum mannanna og sterka til-
finningu fyrir eigin persónuverð-
leik um sem erfingjar að þeim
undrum, sem skapandi andi :>g
vilji forfeðranna hefir farmleitt.
Hugsanir og tilfinningar þess-
arar tegundar geta ekki vaknað f
sál rússneska bóndans. Hin enda-
lausa flatneskja, sem hann lifir á,
sveitabæirnir með stráþökunum,
snn liggja dreifðir alt í krir.g f
smáflokkum hafa þann hættulega
eiginleika, að sjúga sál mannsins.
tóma, að tæra upp í henni íftT
þrek og alla lífslöngun. Bóndinrr
sem kemur út fyrir sveitaþorpið,
sér ekkert annað umhveifis sig
en hið takmarkalausa tóm, og
eftir nokkurt skeið finnur hann,
að þessi auðn hefir komist inn f
sál hans. Hvergi, svo langt sem
augað eygir, sést nokkurt varan-
legt merki eftir mannlegt starf,
hvorki handa né anda. Aðals-
mannssetrin? Þau eru nú orðin fá
og í þeim búa fjandmenn. Borg-
irnar? Þær eru óumræðilega langt
í burtu og standa menningarlega
ekki langt yfir sveitaþorpinu. Al-
slaðar hin endalausa, gráa flat-
neskja, og hér og þar á henni
vesæll maðurinn, bjargarþrota á
gróðurlausum bletti sínum, kúg-
aður til að nota hvert strá tii hins
ítiasta í hörðustu þrælavinnu. Og
þá er það, að þessir menn fyllast*
kæruleysi, sem drepur hæfileik-
ann til að hugsá, til að muna for-
tíðina og uppskera nýjar hugsan-
ir af reynslunni. Rússneskur menn
ingarsöguritari hefir dregið lýs-
ingu sína á rússnesku alþýðunni
saman í þessi orð: geisileg hjá-
trú — engar hugsjónir. Þenna
dóm styður öll rússnesk saga.
Satt er það, — dýrðlegt er
“hið Iifandi gull víðlendra korn-
akra” um sumarið. En á ha'istin
stendur bóndinn aftur á hinni
rændu, auðu jörð, og enn á ný er
Kann knúinn til að vinr.a hið
mesta erfiði. Síðan kemur grimm-
ur sex mánaða vetur. Líflaus
jörðin er sveipuð .skínandi lík-
klæði, ýlfrandi hríðarstormurinn
þýtur yfir snæbreiðuna, en út-
taugaður maðurinn hniprar sig
saman mm í þröngum, dimmum
og óhreinum kofanum, þar sem
hungur, iðjuleysi og leiðindi
breyta honum í hugsunarlaust ó-
málga dýr. Alt, sem eftir verþur
af erfiði bóndans, er hálmurinn í
rúminu hans og kofinn með gras-
þakinu, sem hver kynslóð sér þó
brenna til kaldra kola ekki sjaldn
ar en þrisvar sinnum.
Einfaldar starfsaðferðir í sveita-
þorpunum eru ótrúlega vinnu-