Heimskringla - 21.06.1922, Page 5

Heimskringla - 21.06.1922, Page 5
HEIMSKRINGLA. 5. BLAÐSÍÐA. WINNIPEG, 21. JÚNÍ, 1922. Eyðsla og Sparsemi. Með iþvi að inm/inna þér tuttugu dolla á viku og leggja tvo dollara af því á banka, ertu 'betur staddur ef í nauSiirnar rekur, en sá er innvann sér bundraS á viku en eyddi því öllu. SparisjóSsreifdin veitir þér bugrekki og mátt. Kurteisa og fullkomna þjónustu ábyrgjumst vér þér í öllum bankadeildum vorum. ÍMPERJAL BANK OF CANA.DA Riverton bankadeild, H. M. Sampson, umboðsmaður Útibú aS GIMLI (330) mentum, en seinna hreif huga hans mest andleg starfsemi Norð- urlandaþjóða, saga þeirra, tunga, þjóðlíf — og fegurð Norðui- Ianda. Auk þess að semja kenslu bækur fvrir þýzka nemendur, er nema vildu norræn mál, þýddi , hann á þýzku margt af því feg- ursta sem framleitt hefir verið á norrænum málum. Hann þýddi Ijóð allra hinna þektustu skálda íslands (eða sýnishorn af kveð- skap þeirra), og voru þýðingar hans gefnar út í bók, er hann refndi “Islandsblóm”. Fékk sú bók góða dóma margra stór- frægra manna. T. d. sagði danska stórskáldið Holger Drachmann um hana: ““Islandsblomster er et duftende Blomsterflor av den skjönneste islandske Lyrik ’. — Drachmann var persónulegur vm- ur hans og tilemkaði honurn bók sina “Tarvis”. Gröndal tilemk- aði honum kvæðabók sína. Ánð 1912 kom út bók eftir Poestion um Steingrím Thorsteinsson. Heit- ir hún: “Steingrímur Thorsteir- son, EIN ISLANDISCHER DICH- TER UND KULTURBRINGER”. Og er þess getið á titilblaðinu, að hún sé vinargjöf frá höfundinum á áttræðisafmæli hans. Er í henm lýsing á skáldinu og þýðingar, snildarlega gerðar, af mörgum fegurstu kvæðum þess. Og ó- þreytandi var hann að skrifa í þýzk blöð um ísland og íslenzkar bókmentir. Og má að miklu leyti þakka honum, að hin mikla bók- mentaþjóð, Þjóðverjar, kunna Letur að meta íslenzkar bókment- ir en nokkur þjóð önnur. Hann heimsótti Island og átti þar marga vini, sem nú eru þó margir falln- ir í valinn, svo sem Matthías, Steingrímur og Gröndal. Öhætt inun að segja, að nafn Poestions lifi á íslandi, að þ ess mum getið í sögu vorri um ókomanr aldir, að Islendingum verði kært að sjá nafn hans grafið á hvern þann heiðursskjöld, sem nöfn okkar cigin beztu manna eru rituð á. Og aðrar Norðurlandaþjóðir munu minnast hans eigi síður. Hann þýddi mikið eftir Drachmann, aefintýri Andersens, sum af ritum Alexander Kiellands, Ibsens og Björnsons. Hann þýddi “En folkefiende” eftir Björnson og möig kvæði hans. Norskar þjóð- vísur þýddi hann, og svo mætti lengi upp telja. óta 1 heiðurs- merkjum var hann sæmdur, norsk um, dönskum og margra annara þjóða; heiðursmeðlimur margra vísindafélaga, t. d. Bóknjentafé- lagsins. Og er það vel, að mætir menn fái einhverja viðurkenningu áður en að aldurtilastund er kom- ið. F.n mest er um það vert, að hverfa svo úr hópnum, að þeir, sem eftir slanda, geta sagt með sanni: “Orðstírr deyr aldregi hveims sér góðan getr.” Og það má með sanni um Poes- tion segja. Minning hans er ís- lendingum helg. Nafn hans mun á íslandi æ lifa. Islendingar gleyma ekki. Biessuð veri minning fræði- mannsins. Eins og blómkrónan breiðir út blöð sín móti sólskm- mu, eins megi hver íslenzk sál meðtaka ylinn, birtuna frá minn- ingarsól Poestions. Megi minning þans æ minna þá á, hve rík ís- lenzka þjóðin er, í andlegum skilningi. Blessuð veri minning Poestions. i Axel Thorsteinson. Heiman og heim. Feriiílogubrot og minningar. Eftir Rögnv. Pétursson. Framh. Kaup iðnaðarmanna mun hafa verið um 10—15 krónur á dag, og skrifstofu- og verzlunarmanna um 350—500 krónur um mánuð- inn, en mikill hluti þeirra var þó vmnuiaus. Prentarar, smiðir, bókbmdarar, bílstjórar og þeir, er unnu við rafleiðsluna, munu hafa fengið kr. 1.50—2.50 um klukku slundina. Er því skiljanlegt, að ýmiskonar iðnaður hafi hækkað í verði, endá hefir sú raun á orðið, og verðhækkunin óskiljanlega mikil, jafnvel þótt kaupgjaldið sé hátt. Sem dæmi má benda á, að bókband, er kostaði fyrir 9 árum síðan kr. 4—4.50, er nú frá kr. 1 7—20. Bækur, er seldar hefðu verið þá á 2 krónur, eru nú seldar á 8—10 krónur. En svo til þess að jafna verðlagið og nema burtu allan eldri samanburð, hafa eldri bækurnar verið færðar upp, svo þær skuli vera tilsvarandi að dýr- leika hinum nýju. Bækur, er gefnar voru út fyrir tugum ára síðan og Iegið hafa óseldar í bókaverzlunum, eru nú seldar við tvöföldu eða þreföldu verði. Þar má þó undan skilja þær bækur, er gefnar hafa verið út hér vestra, eða útgáfan kostuð héðan að vestan. Þær eru með sama verði. Þannig kosta nú íslendingasög- urnar allar kr. 120.00 í kápu, er áður voru seldar í sæmilegu bandi á kr. 50.00. I bandi eru þær nú um kr. 300.00. Eigi þarf að lýsa þeim áhrifum, sem þessi gífurlega framfærsla hefir á bókasöluna, einkum hér vestra, þegar ofan á þetta hefir bæzt burðargjald og tollur. Enda eru bókaútgefendur að eyðileggja verzlun sína utan- Iands á ráni þessu, þótt þeir græði of til vill vel á einstöku bók, sem almenningur myndi kaupa, hvers sem krafist væri. Er þetta því ver sem þörfin er meiri, að ís- lenzkar bækur séu keyptar og lesnar sem almennast meðal þeirra, er flutt hafa af landi burt, tungunni til verndar og þekking- unni á því, sem ei^að gerast heima fyrir. I flestum tilfellum verða það bækurnar íslenzku og ritin, er saman tengja þá, sem heima sitja og út hafa flutt. Og er það eigi einkis vert, að samband það fái haldist sem lengst. Ýmiskonar útkeyrslur eru nú tíðkaðar, svo útlán á hestum en aðallega bifreiðum er orðið að iðnaðargrein í bænum. Eru rúm- ar 300 bifreiðar í Reykjavík og að minsta kosti þrjár bifreiða- stöðvar. Framför mikil hefir verið á vegagerð sunnanlands, þó lítið hafi verið bættir vegir fyrir norðan. Ganga því bifreiðaj þessar í allar áttir þar syðra, til Þingvalla, Þjórsártúns, Hlíðar- enda í Fljótshlíð, Eyrarbakka, Stokkseyrar, Brúará, Keflavíkur, Grindavíkur og víðar. Hefir stjórnarráðið samið reglugerð um bifreiðanotkun, og ákveðið gjöld og farþegatal fyrir hverja bifreið. Eftir reglugerð þessari má taka kr. 15 um klukkutímann fyrir 4 manna bifreið og meira, ef b’freiðin er lokuð (sett fyrir hlið- i arskýlin). Vegna hvers það er j dýrara, veit enginn nema stjórn- arráðið. En miklu er það nota-1 legra, að hafa bifreiðaskýli fyrir, í ef svalt er í veðri eða farnir eru fiallvegir. Er helzt til kalt að j sitja í opinni bifreið, jafnvel hvernig sem viðrar, og langt á að fara. Eða svo fanst okkur það í sumar, en svo var veðrátta með kaldasja móti. Þá eru og ákveð- in gjöld eftir vegalengd, þannig að inn að Kleppi (vitlausraspít- ala) kostar 4 manna bifreið 12 krónur fram og til baka, en eitt sæti áleiðis 2 kr. Til Hafnarfjarð- j ar kr. 23, en sætið 3.50. Til Bessastaðatúns 31 krónu, en sæt- ið áleiðis kr. 4.50. Til Þingvalla 110, en sætið áleiðis kr. 16. Til Keflavíkur það sama, en til Hlíð- j arenda í Fljótshlíð kr. 275 eða sætið kr. 45. Auk þessa ber að gjalda fyrir bið á viðkomustað eftir tímaleigu. Til staðanna nærlendis, svo sem Hafnarfjarð- ai, Bessastaða, er eitthvað um 6 mílur vegar úr Reykjavík, og til j Þingvalla og Keflavíkur um 35! mílur. Má þá sjá hver leigan er I með krónugengi á 20c. Kostar þá 4 manna bifreið til Þingvalla,; eða 35 mílna Ianga leið $22.00, og biðlaun að auk, ef staðið er við. Langflestir ferðast þannig, að þeir kaupa sér sæti — á með- an. þeir eru ókunnugir, en eftir það slá þeir sér saman við fleiri eða færri og leigja heila bifreið. En ástæðan fyrir því er sú, að samkvæmt reglugerð stiórnar- j ráðsins um farþegarúm í bifreið- um er hverjum farþega ætlað j svo lítið rúm, að hann kemur sér; þar ekki öllum fyrir. Þetta vita menn ekki meðan þeir eru ókunn- ugir. Sá Ijóður er á reglugerð- inni, að þótt hún tali um “4 manna bifreiðar”, leyfir hún bíl- stjórum að setja í þær 6—7 manns eða öllu heldur selja þar 6 eða 7 mönnum sæti, en 9 í- hin- ar stærri, og jafnmörgum börnum að auk og farþegar geta setið undir. Tjáir ekki þótt einhverjir séu lítt vanar barnfóstrur, að hafa á móti því að hafa ofan af fyrir barni bæjarleið, bílstjórinn er þar einvaldur og í umboði bifreiða- stöðvarstjórans. En bifreiða- stöðvarstjórinn stendur eða fellur sínum herra, reglugerðinni, er hvergi gerir ráð fyrir hálfu sæti, en börnum eitthvað vilnað í frá fullu farþegagjaldi. Einhvers- staðar verða þau að vera, og svo eru þau sett á kné á bráðókunn- ugum mönnum er eigi ávalt bjóða þeim til sín að koma eða blessa þetta ómagaálag. Þegar nú þannig er búið að ganga frá þremur fullorðnum í aftursæti í fjögra manna bifreið og hverjum fengið “sitt til að passa”, mætti ætla, að farið væri ao þrengjast, en þá er eftir að leiða enn fjóra til sætis, eftir reglugerðinni. Eigi verður nema tveimur komið fyrir fram á hjá bifreiðarstjóranum, svo búa verð- ur um hina tvo við fætur lærifeðr- anna í aftursætinu. Er það gert með þeim hætti, að holað er nið- ur tveim grindastólum. Eigi eru set stóla þessara meiri en svo, að þau mælist spönn á hvern veg. Mun það vera eftir reglugerð Samgöngumáladeildarinnar, því íyrir þetta er bætt á annan hátt. Stólarnir eru hafði það hærri er setið er minna, svo að þeir taka töluvert upp fyrir sjálft sætið á bak við. Nema þá fætur þeirra, er á þeim sitja alls eigi við gólf. En það er og líka “nauðsynleg ráðstöfun til samgöngubóta”, því hvergi er nú lengur rúm fyrir fæt- ur þær, nema með þessu móti að hengja þær upp. Því eftir að bú- ið er að koma stólum þessum fyr- ir, hreyfa þeir, er á bak við þá sitja, eigi fæturna eftir það, — hinn eina hluta líkamans, er fram að þessu er frjáls — fyrr en numið er staðar, stólarnir teknir eða — að bíllinn veltur um. En þröngt geta sáttir setið. Þeim, er beðið hafa meðan þessi umbún- aður er hafður, er nú vísað til sætis, hliðarskýlunum krækt fyr- ir og ekið af stað. En upphefð- innf fylgja jafnan ýmsir annmark- ar, og er eigi langt komið leiðar- innar, þegar það verður ljóst. Hásætin vilja oftast reynast völt, og þeir eigi síður, sem í þeim sitja og svo er með þessi sem hin önn- ur. Við hverja ójöfnu á veginum reynir jafnan mest á þá, sem efst- ir sitja. I hvert skifti sem bif- reiðin steitir á steini eða hröngl- ast yfir urð eða ósléttu, slást þess- ir öndvegishöldar fram og til baka eins og klukkukólfar, svo að þeir eru ýmist í kjöltum þeirra, er á bak við þá eru, og barnanna eiga að gæta og þegar hafa nóg að sýsla, eða þeir eru með höfuð- in á öxlum eða undir vanga þeirra er fyrir framan þá sitja. Gengur á þessu leiðina á enda og er eigi hægt að segja, að það sé til- breytingalaust ferðalag. Það mun og Samgöngumáladeildin hafa far ið nærri um, er hún nam úr lög- um “4 manna bifreiðina”. Það heyrðum við og suma segja, að margir hefðu borgað fyrir, bílinn sirtn á þrem mánuðum með þess- um útkeyrslum, og má kalla, að þá sé vel að verið. - Skozk kona, er farið hafði til Þingvalla, sagði við mig. “The Icelanders seem to be a very friendly and a soci- 1 able Race”. En ekki vissi eg, hvort hún átti við ferðalagið. Þorði ekki að spyrja hana að því. Af því eg mintist á samgöngu- málin og þær reglur, er settar hafa verið, kemur mér til hugar, að ólíkt er orðið að ferðast innan lands eða áður var, — og er auðvitað hvarvetna sama sagan. j Þótt bifreiðar séu margar sunnan ; lands, eru hestarnir enn helztu og einu farartækin um land alt. Enga reglugerð hefir þó Samgöngu- rráladeildin sett um útlán hesta. Sem kunnugt er, stigu hestar, sem annar búfénaður, svo í verði á árunum 1919 20, að eins- dæmum þykir sæta í sögu land- I búnaðarins. Fór verð þeirra úr 300 kr. upp í 1000 kr. eða meira. Að sama skapi hlaut leigan að ! hækka. Eigi veit eg, hvað sett var fyrir hestlán síðastliðið sum- I ar, en í sumar voru hross mjög farin að falla í verði, svo að ; kaupa mátti úrvals hesta norðan- lands á frá kr. 350 til 400, en fyrir hestlán vildu menn þar hafa | frá kr. 7 til 10 á dag og kr. 10— 15 syðra. Komst eg að þessu, er | við fórum norður, þó svo færi að 1 enga hesta tækjum við á leigu, 1 því vinir og ættingjar fluttu okk- : ur alt, sem við fórum þar innan héraða. En á norðurleið — á Akureyri — kom það til tals, að við ef til vill færum landveg suð- ur, ef veður og tími leyfði. Átti maður þar tal við mig, er leigja í vildi okkur hesta til ferðarinnar og fara sjálfur með. Vildi eg engu slá föstu um það, því ótíð var hin mesta, en samdi svo um, að ef | skifti um tíð og okkur þá sýndist að fara landveg, skyldi eg síma honum og láta hann vita, nær við kæmum aftur til Akureyrar. En j fengi hann engin símaboð, þyrfti hánn fyrir engu að hafa. Skömmu eftir að norður kom, fékk eg sím- skeyti frá Akureyri, frá manni, er sagðist hafa frétt, að við ætluð- um að fara landveg suður. Kvaðst hann vera að búa sig í suðurferð, hafa nóga hesta; vildi hann nú ljá okkur hesta til ferðarinnar. Eigi sagðist hann setja nema lægsta verð fyrir greiða þenna, en bað mig að hringja á sig til viðtals og gætum við þá samið um ferðina. Gerði eg þetta. Vorum við þá stödd norður í Aðaldal. j Þetta var norðanpóstur. Sagði eg honum, að ef við færum landveg, vildi eg tefja hér og þar á leið- j inni, og myndi því ferðalagið ! taka okkur góðar þíjár vikur. Vildi eg nú vita, hvað hann setti fvrir' ferðina. Já. Hann kvaðst verða að krefjast þess, að við færum tvíhestis, vildi hann eigi útþvæla hestum sínum svo, að þeir yrðu honum gagnslausir það sem eftir væri sumarsins. Hafði eg á móti þessu, því dagleiðir yrðu svo stuttar og með hvíldum, að hvert okkar hefði eigi meira en með einn góðan hest að gera. n eigi var við það komandi. Sagði hann, að ef haldið væri við- stöðulítið áfram, vildi hann hafa kr. 10 á dag fyrir hestinn og í fylgdarlaun kr. 16. En væri far- :ó með hvíldum og dvalið í stað nokkra daga um kyrt, kostaði hestlánið kr. 7.50 á dag en fylgd- arlaun yrðu hin sömu, og þar með að leigjandi yrði bæði að kosta fylgdarmann og hesta frá því að farið væri af stað og komið væri heim aftur. Eigi var veður fýsi- legt til þessa ferðalags, enda af- þakkaði eg boðið. Með þessu móti hefði dagleiðin kostað mann inn, auk gistingar og greiða, um 35 krónur, ef haldið hefði verið jafnt og stöðugt áfram, en 25 kr. ef farið hefði verið með töfum í sveitum, því greiða þurfti leigu fyrir hrossin, er laus fóru heim aftur, þó gera hefði þá mátt ráð fyrir lengri dagleiðum. Og hún hefði farið fram úr þessu, ef um einn eða tvo menn hefði verio að ræða, en við vorum fimm saman. Til útlendinga spurði eg, er sæta urðu kjörum svipuðum þessum, en eigi þóttu þeim það vildarkjör. Rithöfundurinn danski Aage Bene dictsen og frú hans voru stödd norður á Akureyri, er við komum þangað. Sagði hann okkur, að aldrei hefði hann farið ferð, er sér hefði dýrari orðið, en í þetta skifti sunnan frá Reykjavík og norður. Hefði það kostað þau hjónin meira en öll ferðin frá Ber- lín á Þýzkalandi .og upp til Revík- ur. En hann kom, á þessari ferð, sunnan frá Italíu. Eftir samtal þetta við norðan- póstinn var eg frá því horfinn að fara landveg suður. Símaði eg því eigi hestamanninum á Akur- eyri, er átt hafði tal við mig; átti þess eigi von, að hann færi að búa sig undir þá ferð, er eigi var fast- ara ákveðið með, er liðnar voru nú þrjár vikur frá því að við töl- uðum saman. En eigi varð mér að því. Á suðurleiðinni var kom- ið við á Akureyri — það var að morgni. Um kvöldið, er við vor- um að leggja af stað þaðan vest- ur, með skipinu er við komum með, kemur hestamaður um borð og ber sig illa yfir því, að við hefðum hætt við landferðina. Segir hann, að þrátt fyirr það, að eigi hafi eg gert sér orð, hafi hann þó átt von á, að við mynd- um fara landveg suður. Segist hann hafa verið sér úti um hesta, og haft þá til í morgun, því hann hafi átt okkar von. Vildi hann nú að eg greiddi sér einhver ómaks- ’laun, að minsta kosti hestaleigu fyrir daginn. Þetta var á sunnu- dag. Kom mér þetta nokkuð kvn- lega fyrir, og spurði hann, því hann hefði eigi vitjað okkar strax um morguninn, fyrst hann hefði ætlað okkur að fara í út- reiðartúr um daginn. Eigi sagði hann, að sér hefði komið það til hugar, en talið hitt víst, að við myndum Ieita sín. En með því að hann Iét eigi af að telja hail- ann, er hann hefði beðið við þenna misskilning sinn, og mér leiddist að hafa hann á hælum mér, greiddi eg honum sem svar- aði eins dags leigu fyrir fimm hesta og skildi þar með okkur. Önnur dæmi heyrði eg þessu lík, og get eg því þessa, með því að það var eigi einsdæmi, en eigi sök um hins, að eg telji eftir þessa fyrirgreiðslu við hestamann, því eg tel víst, að hann hafi sagt alt satt, því mér leizt maðurinn sann. sögull og ráðvandur. En vel mætti um það hugsa, að ferða- mönnum væri með einhverju móti gert greiðara fyrir með flutning, svo sá orðrómur eigi legðist á, er spilt gæti fyrir ferðum þangað frá útlöndum. Að vísu munu nú cinhverjir segja, að lítill hagur sé að komu útlendinga upp til lands- irts, og getur það satt verið. En hitt má þá og eins fullyrða, að með þeirri heimsókn sé þó ögn dregið úr þeirri einangran, er þjóðin á við að búa, og geti það þá talist gróði á einn veg, þó eigi sé á annan. * (Framh.) ----------x--------- Frá Kína. Eftirfarandi pistill er úr bréfi frá Ólafi Ólafssyni trúboða í Kína, og er tekinn eftir dagblaðinu Vísi. “Það er auðvitað meginlands- veðrátta hér í Kína, alveg ólík' því sem Norðurlandabúav hafa van- ist. I desember og janúar vas hér hálf ónotalega kalt, hráslaga kuldi, eins og á vetrum við sjó — (Laohokow, þar sem Ól. Ól. dvelur, er langa vegu frá sjó). — Þó var alveg frostlaust nema viku þá hemaði á pollum, hélt samt varla hundi. — En þessi kuidatíð í 2 og stundum 3 mánuði, er alveg eins tilfinnanleg og mikil frost heima, ef til vill af því, hvað hit- arnir eru miklir hinn hluta ársins. Nú eru hitarnir byrjaðir, steikj- andi hitar, sólin er mjög hættuleg fyrir okkur útlendingana. Við verðum að vera mjög varkárir með höfuðið, þess y.egna notum við barðastóra hvíta korkhatta, þumlungs þykka; þeir eru ekki ó- líkir “suðvestri”, en fallegri, fóðraðir að utan með silki. Bráð- um förum við að nota þunn hálf- silki- eða léreftsföt. Kristnibcð- arnir nota flestir gulleitt silki til sparifatnaðar á sumrin; þessi fata efni eru kínversk og ódýr; ef li í silkiföt kostar hér um bil 10 ame- ríska dollara eða 30,000 cash . —• I stórbæjum Kína er nú farið að nota dollars mynt, Mexico- dollar = ca. /2 Bandaríkjadollar. En hér, eins og víðasthvar, notar maður “cash” með gati, þrædda upp á snærisspotta, 100 “cash” á milli hnúa; eru það óþverra pen- ingar; verður að bera þá í pok- um og jafnvel aka á hjólbörum ef um nokkra upphæð er að ræða. Annars getur maður keypt silfur “skó”, hreint óslegið silfur; þeir eru þó að verða sjaldgæfir hér um slóðir,,en farið að nota seðla, er gilda 1000 “cash”, sem ýmsar kínverskar verzlanir gefa út og bankar í Hankow. Eg ætlaði að skrifa um tíðar- farið. — Hér er nú tunglsljós á kvöldin, en mér finst ekki viðeig- andi tunglsljós í miklum hita. Annars er nóttin í Kína ákaflega dimm, sumar og vetur, dimm og löng. KI. 7—8 skellur myrkriS yfir; hér er ekki um hálfbirtu að ræða eins og heima; á hálfri klukkustund er orðið aldimt. — I lok maí verður hér svo heitt, að útlendingar fara allir úr borginnr til fjalla. Sumarbústaður okkar er á fjallinu Hæshan; þar kvað vera mjög fallegt. Kristniboðarn- ir eru þar 6—8 vikur á sumrin; það er eini hvíldartími ársins. En kristniboðarnir verða að byggja hús þar fyrir sína peninga, svo það er nokkuð dýrt, hvort sem maður byggir eða leigir hjá öðr- um. — Staðviðri eru hér ákaf- , lega mikil. Annars er veðráttan einstæð. Hér vaxa allskonar á- vextir; pálmatrén hér myndu þér þykja falleg. Hér er ákaflega frjósamt land, moldin er víða mörg hundruð feta djúp; hver ögn af landi er líka ræktuð mjög vel og uppskera 2—3 sinnum ár- lega. Og þó deyr fólk hér úr hungri á ári hverju!----------” Oekta meðuHvið melt* ingu, veikja magann.m Bendlng tQ þeirra. sem ]>JAm< nf mel<- ingarleyRl. Su venja Ameríkumanna, a?5 taka Inn pillur viS meltingarleysi, rétt eft- ir máltítS, er skaílegr og: hefir pert þúsundir manna ogr kvenna heilsu- laus, segir velþektur læknir. í»essl ekta meðiöl, svo sem pepsin ogr önnur því um lík meltingrarylf, sem eiga aíS vera, lækna alls ekki gras í maga, sem í níu tilfellum af tíu er orsök maga- sjúkdóma. Þeasar pillur, sem teknar eru eftir máltít5ir og hin og önnur meöl aöeins devfa tilfinningu maga- tauganna og era manninn ónæmari fvrir sjúkdómi sínum Maginn ó- styrkist vitS þetta, en meinin eru ekki læknuð, sem kvölltnum olla. Veröur maginn með þesu smám saujan ófær til þess aö melta fæðuna. Fyrir alla. sem kveljast eftir máltföir af gasi í maganum, eða af súrum maga. kenna verkjar eöa er gjarnt til að fá hrjóstsviöa, er eina óhulta rátsiö. að fara i einhverja velþekta lyfjabúö og biöja um Bisurated Magnesia (ann- aöhvort duft eöa töflur) og taka inn í volgu vatni eftir máltíö. Þetta hreinsar magann algerlega. losar hann vitS gasiö, sem kvölunum veld- ur, og kemur íveg fyrir aö þaö mynd ist aftur eöa taki sig upp. Fæðuna er þá eins auövelt fyri rþig aö melta og náttúran ætlaöist til. Þetta er beta ráöiö sem til er vit5 þessum kiJll um, og þúsundir manna, sem reynt hafa þaö, haf lækanst af því og eta nú og drekka án nokkurs ótta viö aö veröa glatt af því Ruthenian Booksellers and Publish- ing Co., 850 Main St., Wpg.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.