Heimskringla - 15.11.1922, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.11.1922, Blaðsíða 6
6. BLAÐSiÐA. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG 15. NÓVEMBER 1922 MeoseceðosesososeðoceQecoeosooscosðeeetx IHinn síðasti Móhíkani. I Kanadisk saga. b Eftir Fenimore Cooper. b ioeoosccccosoðcececccoecceccosoeccccðecð Litlu síöar -breytti Heyvvard eins og hann, og báöir þutu þeir æðisgengnir áfram, en sáu bráðlega hættuna við þessa ferð sína, þar eð kúla kom á móti þeim inn í ganginn og særði Unkas ofurlitið. “Við verðum að nálgast þá!” hrópaði Valsauga. “Annars skjóta þeir okkur og brúka Kóru fyrir skjöld.” Með óskiljanlegum hraða þaut hann fram hjá hinum, sem einnig hlupu afar hart, og kom nógu snemma til að sjá Húronana tvo draga Kóru með sér, en Lævisi Refur ierðbeindi þeim. Eitt einasta augnablik sáust þessar per- sónur mjög glögt í birtu, sem kom ofan að. En svo hurfu Jjær skyndilega, og Unkas og Heyward þutu áfram með næstum óskiljanlegum hraða. Laun fyrir þessa aflraun urðu þau, að þeir sáu i hvaða átt flóttamennirnir fóru svo þeir gátu haldið áfram að elta þá. Og meðan þeir þutu upp eftir hinum næstum ókleyfa fjallveg, komust þeir nær og nær Húronunum, sem Kóra 'afði allmikið. “Stattu kyr, Húronahundurinn þinn !'* hrópaði Unkas til Lævísa Refs og hótaði honum með stríðsöxinni. Nú stóð Kóra kyr á barminum á afardjúpu gili. “Eg fer ekki Iengra!” hrópaði hún. “Deyddu mig nú, ef þ úvilt, viðbjóðslegi Húron.” Og villimennirnir lyftu stríðsöxum sínum, eft Lævisi Refur hrifsaði 'vopnin frá þeim og fleygði þeim ofan í gilið. Svo drp hann hnifinn úr sliðrum og sneri sér að Kóru. “Stúlka, veldu nú sjálf, heimili Lævísa Refs eða ■hnífinn.” Kóra féll á kné og rétti hendur sínar biðjandi til him- ins. “Guð rninn! Eg er þín eign. Gerðu við mig það sem þú vilt.” Þá hrópaði Lævísi Réfur i hásum róm: “Veldu, stúlka!” En Kóra gaf honum engan gaum og hann skalf frá hvirfli til ilja af vonzku. Tvisvar sinnum lyfti hann hnífnum að henni, en þegar Unkas sá það, rak hann upp bátt hljóð og stökk frá voðalegri hæð niður til þeirra. Lævísi Refur hopaði eitt skref aftur á bak. En á sama augnabliki rak annar af mönnum hans hnífinn í brjóst Kóru. Öður yfir því að hafa mist feng sinn, réðst I.ævtsi Refur á félaga sinn, sem stökk fimlega til hliðar, en þá sneri hann sér að Unkas og stakk hntfnttm í bak 9ian9. En Móhíkaninn stóð ennþá einu sinni upp, og réðist eins og æðisgengið Ijón á morðingja Kóru, sem hann barði svo hann féll til jarðar. En nú voru kraftar hans bka þrotnir, og þegar hann sneri sér að Húronahöfðingj- anum, varð hann að láta sér nægja, að láta augu sín segja, hvað hann hefði ætlað að gera, ef kraftarnir hefðu enzt. Nú greip Lævísi Refur uni máttlausan handleginn og Stakk hnífnttm tvisvar í brjóst hans. Þá fyrst hné hann ’cauður niður, og augttn, sem hingað til höfðtt svarað jHúronanum með biturri fyrirlitningu, lokuðust nú fyrir f\jlt og alt. “Miskunnsemi, miskunnsemi, Húron!” hrópaði Hey- ward óttasleginn niður til hans. “Vertu miskunnsamur. þá skal þér einnig sýnd miskunn.” En Lævísi Refur kastaði blóðttga hnifnum upp til hans sem svar. Að þvt búnu æpti hann afar hau sigurhross- ópi, sem Valsauga svaraði strax með þrumandi orgi, um leið og hann brauzt áfram yfir grjóturðina. Þegar hann kom þangað, voru þar aðeins hinir dauðu, En fra barmi hyldýpisins sá hann strax Lævísa Ref. Langt niðri í gljúf- inu kom hann út úr spurngu, og með kærleysislegri ró- 'semi skreið hann yfir hinn síðasta félaga sinn, sem Davíð hafði slöngvað á steini er drap hann . Eitt stökk var r.óg til að frelsa hann frá slöngu söngvarans og annað stökk flutti hann yfir á hinn barm hyldýpisins. En fyrst nam hann staðar og hristi hnefann á móti yalsauga. “Fölu andlitin erft hundar! Delawarárnir eru kerl- ingar. Lævisi Refur lætur þá liggja á klettunum, svo krák- urnar jeti þá.” Svo hló hann hásum hlátri og stökk, en stökk of stutt. Þó náði hann í runriá, sem hékk á kletasnösinni, og á með- tn Valsauga skalf af ákafa, svo byssan hans hristist eins og lauf fyrir vindi, náði Húroninn aftur fótfestu og beitti cllu afli sínu til að komast upp á barm gljúfursins. Honttm hepnaðist það á þann hátt, að hann gat spyrnt hnjánum á móti klettaröndinni, en á meðan hann hékk þannig samanbeygður, miðaði Valsauga byssunni á hann, og klettarnir í kringum hann gerðu eins mikinn hávaða pg byssan, þegar hann skaut. Handleggir Lævisa Refs urðu magnlausir og líkami bans hallaðist litið eitt aftur á bak, en hnén voru á sama stað. Ennþá einu sinni Ieit hann haturs þrungnum aug- ttm á óvin sinn, én svo slepti hann taki síntt á runnanum. Með höfuðið niður á við féll hann í faðm dauðans og næstum þvt á sama augnabliki huldist hinn dökki líkami hans af runnunum, sem uxu á hliðarvegg gljúfursins. 14. KAPITULI. Daginn eftir reis sólin upp og sendi geisla sina yfir syrgjandi fólk. Bardagahávaðinn var endaður og hatri Delawaranan til Húronanna fullnægt, en hrafnar söfnuð- ust hundrttðum saman í hópa, skrækjandi og organdi á klettum fjallanna og í hinum stóru skógum. Engin siguróp, enginn sigursöngur heyrðist í þorpi Delawaranna. Hin tryltasta allra mannlegra ástríða hafði gripið þá, en nú hafði hún breyzt í sára sorg. Allir höfðu yfirgefið kofa sína og hópað sig sarnan steinþegjandi, sorgbitnir og lotningarfullir. Sex Delawarastúlkur, með Iangt, svart hár, sem féll niðttr á herðar, stóðu og stráðu skógarblómum og ilm- rikum jurtum á börur, sem búnar voru til úr lyktsætum greinum, þöktum indtánskum fatnaði, er httldi líkatna hinnar framliðnu, göfugtt Kóru. — Við fótaendann á bör- tinurn sat hinn sorgþrungni faðir svo álútur, að höfitðið var mjög nálægt jörðu, og við hlið hans stóð Davíð Gam- út. en Heyward hallaði sér upp við tré, næstum því utan við sig af sorg. En hins vegar við litla blettinn var jafn viðkvæma sjón aí sjá. Skreyttan með hinitm fegurstu skrautgripum, sem ættbálkurinn átti, höfðu Delawararnir komið líkama Unk- asar fyrir í sitjandi stellingum, eins og hann væri ennþá Hfandi. Prýðilegur fjaðrasveigur krýndi höfuð hans, og geislandi belti og heiðurspeningar þöktu líkama hans; þetta alt var svo ttndarlega ganstætt tómu og ltflausu augunum hans. Beint á móti hinum dauða sat Chingachgook. Hann bar hvorki vopn né skrautmuni. En svo hreyfingarlaus sat hann og starði á hið kalda og stiðrnaða andlit sonar s'ns, að ókiinnttr maðttr hefði naumast getað sagt, hvor þeirra væri lifandi. ef andlit hans hefði ekki við og við kiprast saman af sárum tilfinningum. Valsauga studdist við byssuna stna, sokkinn niðttr í þttngar hugsanir. Asamt nokkrum hinttm elztu sat Tam- cnttnd þar á móti, á lítilli hæð, þar sem hann gat horft niður á hið sorgbitna fólk sitt. Fjórði hluti dagsins var við það að enda, án þess að rokkurt annað hljóð heyrðist frá mannfjöldanttm en nið- urbældttr ekki. Þá rétti öldungurinn handleggi sína til Delawaranna, og styðjandi sig við axlir fylgdarmanna sinna stóð hann ttpp. En svo veikburða og magnþrota leit hann út, að öllttm sýndist hann vera nlannsaldri eldri en daginn áður. “Menn af ætt -Lenapanna!” sagði hann með spádóms- legttm hreim í röddinni. “Hinn mikli andi hefir dulið and- !it sitt bak við ský. Hanrf hefir snúið sínum augttm frá ykkur. Hann hefir lokað attgttm sínum fyrir ykkttr, og hann svarar ykkur ekki. I\^enn af ætt Lenapanna DOpn- if hjörtu ykkar og forðist ósannindin. Hinn mikli andi hefir hulið höfttð sitt bak við ský.” ' Svo djú og lotningarfull kyrð, eins og hinn mikli andi hefði sjálfur talað til þeirra, varð á eftir þessari óbrotnu en hræðilegti tilkynningu, og það var ekki fyr en löng stund var liðin, að kvenfólkið byrjaði á líksöng fyrir hinn framliðna. Ein hinna helztu kallaði hann ljón ætt- báíksins, sem hljóp eins fimlega og ttngttr hjörtur, og hvers attgu voru skærari en stjarnan i náttmyrkrinu, og hvers hróp drunuðtt hærra í bardaganum en þrumtir hins tnikla anda. Þegar nokkrar konur voru á þenna hátt búnar að láta í ljós tilfinningar sínar fyrir hinttm mikla höfðingja, sem þæc höfðu mist, snertt þær sér að Kóru. OhttU skvldi hún ganga til hinna gæfuríkti veiðihéraða, þar sem fljótin værtt jafn tær tíg blómin eins fögttr og á himni hinna hvítu manna. Þegar konurnar þögnuðu, gengu nokkrir af hinum helztit hermönnum fram, til þess að segja nokkttr kveðjtt- orð til hins mikla höfðingja. “hvers fætur voru sem væng- ir arnarinnar, og hvers nafn skyldi veita eins mikla birtu og sólin um hádegisbil”. Svo varð aftur löng þögn, þangað til Chingachgook byrjaði sorgarsöng sinn, og allir lyftu höfðttm sínum til að hlusta á hinn sorgþrungna föður. En rödd hans skalf og orðin dótt á vörum hans. Svo settist hann aftur og starði þögutl og hreyfingar- Iaus á hinn frantliðna son sinn. Nú henti einn af eldri höfðingjunttm kvenfólkinu, að þær skyldu bera börurnar með Kóru á í burtu. Með var- kárni lyftu þær ttpp á höfuð sín, og aftttr sttngtt þær corgarsöng, meðan þær báru hana burt með hægum og jöfnum skrefum. “Nú farið þér með bsrninu yðar,” hvislaði Davíð að Múnró, sem tók ekki lengur eftir því er fram fór.. Eigum við ekki að fylgja henni og veita henni kristilega jarðar- för ?” Gamli herforinginn stóð upp og fylgdi barni sínu til grafar með hermannlegri framkomu, þó að hugttr hans væri þvingaðttr sorg föðursins. Vinir hans allir fylgdu honum og á eftir þeim komu hinar Delawarastúlkurnar, ei; mennirnir gerðu hinn þögla hóp kringum lík Unkasar cnnþá þéttari. Lítil hæð, þakin af ungum furutrjám, var valin til að vera grafreitur Kóru. Þegar kvenfólkið kom þangað, lét •það börurnar á jörðina og beið þess með þolinmæði, að ættingjar og vinir hinnar látnu létu ánægjtt sína í ljós yfir breytni þeirra. Valsauga vissi, hvað þær áttu við, og þess vegna sagði hann við þær á þeirra eigin máli: "Dætur mínar hafa breytt vel. Hinir hvítu menn þakka þeim.” Þegar þær höfðu heyrt þessi þakklætisorð, lögðu þær likið í kistu, sem var haglega tilbúin úr birkibörk. Að því búnu létu þær hana siga ofan í jörðina og mokuðu sv* moldinni ofan á hana. En þegar þær höfðu hulið mold- ina með laufblöðum, hikuðu þær aftur, efandi um, hvort þær ættu að halda áfram samkvæmt sínttm eigin siðum eða ekki. Valsauga var aftur sá eini, sem skildi þær, og ávarpaði þær þess vegna aftur. “Ungu stúlkurnar mínar hafa nú gert nóg,” sagði hann. “Andi hvítra manna þarf hvorki fæðu né fatnað.” Og þegar hann á sama augnabliki sá söngfvarann vera að blaða i sálmabókinni sinni bætti hann við: “En nú sé eg :’ð annar ætlar að taka til máls. Hann er kunnugri kristn- um siðum en eg.” Nú gekk kvenfólkið kurteislega til hliðar, og hlustaði þögult og athugult á söng Davíðs. Hrifinn af viðburðun- um, eins og hann var, varð söngur hans áhrifamikill og íullkominn, og þegar hann hætti, átti sér stað löng og há- tiðleg þögn. Ennþá gaf augnatillit kvennanna í skin, að þær væntu þess, að faðir hinnar framliðnu talaði. Það leit út fyrirj að hann áliti að hann ætti að gera það, þótt það sé eitt af því, sem mönnum veitir erfiðast, þegar svona stendur á . Þegar hann hafði tekið ofan höfuðfat sitt, leit hann t kringum í hinum þögttla hóp. Svo gaf hann Valsauga bendingu og sagði: “Seg þú þessum góðu stúlkum, að gamall og sorg- þrttnginn faðir biðji þær að þiggja þakklæti sitt. Seg þú þeim, að sá guð, er við öll tilbiðjum, aðeins undir mis- mttnandi nöfnttm, gleymi aldrei þeirri ást og góðvild, er þær hafi sýnt. Og segðtt þeim, Valsattga, að sá tími sé ekki fjarlægttr, þegar við söfnumst öll saman kringttm há- sæti hans, án tillits til kyns, stöðu, eða Titar.” Valsauga hlustaði með eftirtekt á hina skjálfandi rödd berforingjans. En svo hristi hann höfuðið og sagði: “Að segja þeim þetta, væri hið sama og að segja þeim, að á vetrum falli enginn snjór, eða að sólin skíni skærast ttm það leyti sem laufin falla af trjánum.” Svo sneri hann sér að konuntim og flutti þeim ávarp- ið á þann hátt, sem hann áleit betur viðeigandi fyrir skilning þeirra. En Múnró var aftttr fallinn t þungar hugsanir yfir sorg sinni, þegar franskur herforingi kom til hans og klappaði' á öxl hans, nieðan hann um leið benti á hóp ungra Indíána, er nálguðust þá með httldar -örur. “Eg skil yður,” svaraði hershöfðinginft og leit á Fra^k- ann, sem Montcalm hafði sent til Indíánanna í því skyni að sætta þá og koma á friði á milli þeirra, en sem hafði komið of seint. “Eg skil yður, þetta er vilji forsjónarinn- ar og eg beygi mig fyrir honttm. — Kóra ! Barnið mitt! Ef bænir sorgmædds föður gætu hjálpað þér nú, hve sæhtrík myndir þú þá ekki vera. Komið, herrar minir.” bætti harm svo við og revndi að dylja örvilnan sína. “V?ið höftim ekkert að gera hér lengttr. Við skuliim fara.” Heyward hlýddi með ánægjtt þessari skipan, að fara þaðan. sem hann átti bágt með að halda sjálfstjórn sinni. En meðan félagar hans stigu á bak, fékk hann tækifæri til aJS þrýsta hendi Valsattga, og þeir Iofuðtt hvor öðrttm, að þeir skyldu finnast aftur t eniska hernum innan skams. Svo sté hann á bak. kevrði hest sinn sporum og var samstundis kominn að hlið burðarstólsins, þar sem hann heyrði lágan ekka, er tilkynti honum, að Alíca var þar inni. En höfttð Múnrós var aftur hnigið niður á bringu hans, þar, þar sem hann reið i burt ásamt Heyward og P'avíð og varðmönnum franska herforingjans. Litla stund störðu Delawararnir á eftir þeim, en svo htirftt þessir ó- kunnti ínn í hina mikltt skóga, og Valsattga var sá eini hvíti. sem eftir var. En þau bönd, sem sameiginleg ógæfa hafði hnýtt sam- an börn skógarins og Norðurálfubúa, entist lengi, og í mörg ár hljómaði frásagan um hvítu stúlkuna og ttnga Móhíkanann, bæði ttm hin löngu kvöld og á erfiðum gönguferðum. Hínttm var heldur ekki gleymt, og frá Valsattga, isem let^gi var máttarviðurinn í sambandi þeirra við hvíta menn. heyrðtt þeir bráðlega, að Gráhöfttðið, sem Múnró var ennþá kallaður, hefði farið heim til feðra sinna. Alment var álítið, að ósigurinn, sem hann beið hefði stytt líf hans. En Delawararnir visstt mjög vel, hve mikill misskilningttr þetta var. Um Heyward hevrðu þeir þar á móti, að hann hefði farið með dóttur Múnrós Iangt í burtu til landa hinna hvítu, þar sem tár hennar þornttðu að loktim, og bjart bros kom í stað þeirra, sem átti miklu betur við hið létta hugarfar hennar. F.n þéssir viðbttrðir heyra til seinni tímum en þeim sem saga vor fjallar um. Og um Ieið og vér snftum oss aftur að sögtt vorri, skitlum vér g^ta þess, að Valsauga hraðaði 'éér til Delawaranna, undireins og hinir hvítu vinir hans voru horfnir. Hann kom nógu snenima til að geta litið á hinn itnga vin sinn, áður en Irvdíánarnir færðu hann í loðskitinabún- ing hans. Þegar þeir sáu Valsauga koma, hinkrtiðti þeir við og gáfu honum tíma til að kveðja hinn framliðtia. Svo var líkami Unkasar hulinn í síðasta skifti, og lík- mennirnir gengtt af stað með hann til grafarinnar, þar sem hann átti að hvíla, þangað til hann — samkvæmt trú þeirra — síðar meir sameinaðist sínu fólki. Nú hópuðust allir saman, þegjandi og sorgbitnir, og líkami hins dattða var látinn síga niðttr í gröfina, þann- ig, að andlitið sneri móti sólaruppkomunni. Svo feng.i þeir honttm vopn og veiðiáhöld, svo hann væri vel búinn vndir hina síðustu ferð. Loks var borað gat á kistuna svo andi hans kæmist inn um það, ef ,-hann vildi leita síns jarðneska líkama. Að síðustu var gröfin byrgð, svo dýrin gætu ekki cjðilagt hana, og að því búntt gáfu þeir sig við sorgar- hátíðinni aftur. Allir horfðu á Chingachgook. Hann hafði enn ekki talað, og við jafn alvarlegt tækifæri bjuggnst þeir við huggandi og leiðbeinandi orðum frá hinum nafnkunna höfðingja. Þar eð hann vissi mjög vel, hvers þeir væntu, leit hann ttpp og horfði til þeirra. Svo opnaði hann varir sínar, og í fyrsta skifti við þetta hátiðlega tækifæri heyrð- ist rödd hans. ‘Hvers vegna syrgja bræður mínir? Hvers vegna gráta dætur mínar? — Af því ungur maður er farinn til hinna gæfuríku veiðihéraða? Af því höiðingi hefir endað líf sitt með heiðri? Hann var góðttr. Hann var tryggur. Hann var vaskttr. Hver vill neita því? Hinn mikli andi hafði þörf fyrir sltkan hermann. Þess vegna kallaði hann hann til sín. — En að því er mig snertir, þá er eg eins og einstakt furutré á sléttunum. Ætt mín er horfin frá ströndum salta vatnsins og hæðum Dela- waranna. Eg er aleinn —” “Nei, nei!” hrópaði Valsauga. "Chingachgook er ekki aleinn. Þó að hörund okkar sé ólikt o geðlisfar okk- ar sömuleiðis, hefir guð samt ákveðið, að við göngum sömu leið. Eg á enga ættingja, og eg get sagt eins og. þú, heldttr enga þjóð. — Hann var sonur þinn og fædd- ur rauðskinni, svo þið voruð bundnir saman með böndum blóðs og ætternis. En ef eg nokkru sinni gleymi þessunl pilti, sem svo oft hefir barist með mér á tímum stríðs- ins, og sem hefir sofið við hlið mína, þegar friður var — þá má líka hann, sem hefir skapað oss alla, hvaða lit sem við berum, gleyma mér. Drengurinn hefir yfirgefið okk- ur ttm tíma, en þú ert ekki einmana, Chingachgook.” Móhíkaninn greip hendi Valsauga, sem hann hafði rétt honum, og báðir þessir vösku menn lutu höfðum yfir gröfina og grétu, svo tár þeirra vættu hana. En meðan þessi hátíðlega þögn ríkti, og Delawararn- ir sáu þessa frægu og nafnkunnu hermenn gefa tilfinn- ingttm stnum lattsan tauminn, reis Tamenund á fætur Og sagði: “Þetta er nóg. Farið þið, börn af ætt Lenapanna. Hinn mikli andi er enn ekki sáttur. Hvers vegna ætti Tamenttnd að vera kyr? Hinir hvítu ráða yfir jörðinni, og timi rauðskinnanna er enn ekki kominn aftur. — Minn dagur hefir verið of langttr. Um morguninn sá eg sonu hins mikla Unkasar gæfttríka og sterka. En áður en nótt- in kom, fékk eg að sjá hinn síðasta hermann af sett hinna vitru Móhíkana.” ENDIR. ! ■f w * I Uppgötvanin. Það var árla morgttns, að maðu rkom út úr einum kofa í þorpinu. Hann var glaðlegur en jafnframt fljót- færnislegur á svip. Hann gekk milli reitanna í ávaxta- garðinttm snöggklæddttr. “Nú, kartöflurnar vaxa vel,” sagði hann, “og gulróf- ttrnar eru ágætar; eg hefi veriö heppinn í valinu með fræ, enda þekki eg það manna bezt. — Ö, góðan daginn, herra Holm. Þér eruð árla uppi. Finst yður ekki veðrið ágætt.? Siðustu orðin voru töluð til ungs manns, sem stóð við girðinguna á milli húss Hertz póstmeistara — það var nafn roskna mannsins — sem hrósaði ávaxtagarði sínum og þekkingtt sinni á ræktun ávaxta. “Eg á von á garðyrkjumanninum í dag með fáeina rósarunna til að skreyta með plássið hérna. Alítið þér ekki, að litla flötin þarna sé ágætur staður fyrir rósirnar?’ Holm fór strax að hrósa fegurðarsmekk hans og þekk- ingu á garðrækt, en með sjálfum sér áleit hann rósirnar óprýða en ekki prýða þann blett, sem þeim var ætlaður, en hann hafði sínar ástæður til að smjaðra við póst- meistarann. “Nú, þarna kemur garðyrkjumaðurinn,” sagði Hertz. “Eg verð að fara og Ieiðbeina honum. Vertu sæll, vinur.” Það var ekki sá, sem hann bjóst við að kæmi, heldur i:ngur maður. Hertz spurði, því Jensen garðyrkjumaður kæmi ekki. “Veikindi hamla hoattm,’ var svarað. “Það er leiðinlegt,” sagði Hertz, “en þér verðið þá að gera þetta eins vel og þér getið. Rósarunnarnir eru fimm. Þér gróðursetjið þá á þessari flöt, og fáein stjúpublóm á ntilli þeirra.” “Afsakið, herra minn,” sagði garðyrkjumaðurinn, sem varla gat varist brosi; “það fer ekki vel. Væri ekki betra að —” “Þér gerið eins og eg segi,” sagði Hertz hörkulega. “Haldið þér að eg hafi ekki betra vit á þessu en slíkur græningi og þér eruð?” Hann tautaði svo eitthvað í lágum róm og gekk heim að kofanum. Garðyrkjumaðurinn horfði brosandi á eft- ir honum. “Hann reiddist. Jæja, fyrst hann vill hafa það þann- >g> þá verður það að vera, þó eg sjái eftir flötinni. " ” Hann byrjaði á starfinu, en á sama augnabliki var honum heilsað. Hann sneri sér snögglega við, hin fagra dóttir póstmeistarans stóð frammi fyrir honum. “Góðan daginn,1 ttngfrú Amalia,” sagði hann glaður tnjög. “Er heimili yðar hér núna? Það er langt síðan að eg hefi séð yður.” “Góðan daginn, herra Vang. Já, eg hefi líka saknað yðar allntikið. — Hvað erttð þér að gfera við litlu flötina? I’ér eyðileggið hana alveg.” “Það var líka mín skoðun áðan, þegar faðir yðar skipaði mér að gera þetta þannig.” “Ó, pabbi þekkir ekkert til garðræktar. Þér gerið þetta eins og yður líkar bezt. Eg skal ábyrgjast.” Vang gerði eins og ungfrúin sagði honum; hún rétti honttm hendi stna og kvaddi hann, og hann horfði bros- andi á eftir henni. Nokkrum dögum síðar talaði póstmeistarinn við dótt- ttr sína um garðinn og var allreiður. “Eg æt?a aðeitjs að segja þér, að eg vil ekki, að þú slettir þér fram í minar ráðstafanir. Heldurðu að eg leiti ráða til barna um slíka hluti? Að öðru leyti verð eg að biðja þig, að skifta þér ekki frekar af þessum garð- yrkjumanni jafnmikið og þú gerir. Það er ekki viðeig- andi.” Hann hallaði sér þægilega aftur á bak í stólnum. Dótf- ir hans roðnaði mikið og svaraði:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.