Heimskringla - 27.12.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 27.12.1922, Blaðsíða 4
 4. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 27. DESEMBER 1922 Æfiminning. ÞaS hefir oft verið talað tim það, hve slæmt það væri, að láta nöfn íslenzku landnemanna okkar hér í Ameríku falla í gleymsku, án þess að minnast þeirri hið minsta nokkursstaðar, og þar af leið- andi ekki hægt að rita rétta eða fullkomna landnámssögu Vestur- íslendinga síðarmeir, þó reynt væri. Öefað eru það þó víst nokkrir af þeim, sem fallnir eru í valinn 'hér og ekki ihefir verið getið um hið minsta, þó þeir hafi átt það fyllilega skilið. Á rneðal þeirra eru þau heiðurshjónin Björn Kristjánsson Skagfjörð, er lézt að Brown, 6. september 1906, og kona hans GuSlaug Pálsdóttir, er lézt á gnmalmennaheimilinu Betel 17. júní árið 1921. Með fáum orðum ætla eg því hér að minnast þeirra góðu hjóna, því óefað er betra seint en aldrei. Björn Skagfjörð er fæddur 29. janúar 1833 að Neðstalandi í Öxnadal í Eyjafjarðarsýslu, þar sem foreldrar hans bjuggu, þau Kristján, sonur Kristjáns Steinssonar, Sigurðssonar, og Mariu Sveinsdóttur, er bjuggu á Gloppu í sömu sveit. Kona Kristjáns, móðir Björns, var Þóra Tómasdóttir. Björn naut algengrar barnauppfræðslu í ungdæmi sínu. Síðar fékk hann tilsögn í skrift og reikningi og réttritun. Einnig lærði hann söðlasnúði, er hann stundaði meðfram á meðan hann dvaldi á íslandi. Um haustiö 1858 giftist Björn fyrrikonu sinni Kristrúnu Svein- ungadóttur, ættaðri úr Kelduhverfi í Iúngeyjarsýslu, en skildu að lögum 1862. Þau eignuðust eina dóttur. Svöfu að nafni, sem er kona Björns S. Líndal, núbúsettur í Winnipeg. Árið 1864 giftist Björn Guðlaugu, dóttur Pál's Halldórssonar, ættaðs úr Húnavatnssýslu, og Margrétar Þorsteinsdóttur bónda að Gilhaga í Skagafirði. Guðlaug Skagfjörð er fædd 11. nóvember 1839 í Blönduhlíð i Skagafirði. Hún var ung þegar hún misti móður s'na, og ólst því upp hjá vandalausu fólki, sem gekk henni í foreldrastað, þar til hún var 18 ára. Eftir það var ihún vinnu- kona á ýmsum stöðum. Um tveggja ára bil var hún aö Hólum i Hjaltadal. Þar lærði hún ýmsar hannyrðir. Eftir það fór hún htim aftur og giftist þar Birni Skagfjörð, sem áður er sagt. Þau byrj- uðu búskap að Brenniborg í Skagafirði, og bjuggu þar fram til sumarsins 1873, að þau fluttu til Ameriku (með öðrum hópnum, sem fluttist frá Islandi til þessa þá óþekta lands) og settust aö í Ontario. Þaðan fóru þau tiþ Winnipeg haustið 1875 og ti! Nýja íslands haustið 1876 og settust að nálæ.gt Gimli. Arið 1881 fluttu þau þaðan til Norður Dakota og námu land skamt frá Hallson. Síðar tóku þau land skamt frá Cavalier og bjuggu þar til 1891, að þau fluttu til Lögbergisnýlendu i Sask. Þar voru þau í þrjú ár og hurfu svo aftur til Norður Dakota og bjuggu þar til 1903. Þá hættu þau búskap og fóru til sona sinna, er þá vorit búsettir í Morden-nýlendunni, ná'lægt Brown P. O., Man. Þar dó Björn 6. september 1906, sem áður er sagt. Eftir það var Guðlaug ýmist til heimilis hjá sonum sínum að Brown eða hjá vinafólki sínu í Norður Dakota. þar til í desember 1915, að hún fór á gamalmennaheimilið Betel á Gimli og lézt þar 17. júni 1921. Björn og Guðlaug eignuðust 5 l>örn. Þrjú dóu í æsku, en tveir synir lifa; Kristján, búsettur í Seattle, Wash., og Halldór, til heim- ilis i Winnipeg. Björn og Guðlaug voru mestu myndarhjón, greind og vel að sér til tnunns og handa, stilt og gætin og orðvör með afbrigðum. einlæg og vinföst. Þau höfðu bæði sanna ánægju af því, að rétta öðrum hjálparhönd, þegar við þurfti, og voru það ekki svo fátr á fyrri frumbýlingjárunum, sem nutu þeirrar góðsemi, þó efnin væru lítil og kringumstæðurnar oft erfiðar. Enginn veit nema sá, sem reynir. hve örðugt nýlendulifið er, og fáir gefa um að reyna það oftar en einu sinni, hvað þá eins oft og Björn og Guðlaug gerðu. Slíkt er ekki heiglum hent, til þess útheimtist óbilandi kjarkur og þrautseigja og óbifanleg von um framtíðina. Það höfðu þau lika í ríkum mæli þegið. Þegar þau fyrst námu land í Dakota, var nýlenda sú að byggj- ast og það mest af allslausu fólki. sem flúið hafði frá bólupestinni og harðindunum í Nýja íslandi eða þá af fátæklingum nýkomnum frá íslandi. Það var ekki ósjaldan. að Björn heitinn legði af stað með meiripartinn af þeim litla matarforða og mjólk. sem til var á heimilinu, til að skifta honutn niður á milli þeirra, sem í mestum nauðupi voru staddir. og niá tvímælalaust álíta. að þeim hjónum eigi margur líf sitt að þakka yfir hina fyrstu hörðu og löngu vetra sem menn þar fyrst mættu. Þeirra mun ætíð verða minst af þeim, sem til þektu, sem einna mestu velgerðamanna þeirrar bygðar. Björn og Guðlaug voru vel trúhneigð og héldu fast við sinn barnalærdóm og þá trú, er þeim var innrætt í æsku, til dauðadags, og voru ætíð með. hvar sem þau 'bjuggu, í safnaðar- og kristleg- um félagsskap og störfuðu ekki svo lítið í þarfir safnaðarmála og kristindóms, og eiga þessi orð vel við, í eftirmælum er Sigurjón Bergvinsson orti að Birni látnum: Björn reisti drotni háa höll af hugfeldum viði nýjum; af brennandi trú hún bygð var öll í bænvöktum anda hlýjum. Miskunn drottins og manns áköll þá mætast 3 himinskýjum. Þótt burtu sé horfinn vinur vor, það vitum til góðs alt miðar. Vér munum eftir vetur — vor, sem vekur alt lif til frfðar. . Eins geymast í minni góðs manns spor, þótt gengin sé sól til viðar. Viiiur hinna látnu. Kveðjusamsœti. Laugardaginn þann 9. þ. m. lagði Pétur J. Thomson af stað vestur á Kyrrahafsströnd. Með honum fóru þær dætur hans Hildur og Stefanía. Búast þau feðgin við að dvelja þar vetrarlangt, að minsta kosti. Vona . • • , . * , , • skyldunnar voru viðstadjir og þátt- samt vinir þeirra, að þau hverfi hing- u & e að aftur með vorinu. Mr. Thomson þakkaði samsætis- gestunum með vel völdum orðum fyr ir gjafirnar og vinahótin, er sér og dætrum sínum væru sýnd með þessu samsæti. Þá talaði dr. M. B. Halldórsson á ensku, af þeirri. ástæðu, að nokkrir enskumælandi vinir Thomsons-fjöl- P. J. Thomson hefir dvalið hér í borginni um 30 ára skeið. Lengstum hefir hann rekið hér matvöruverzlun á eigin reikning, í félagi við a$ra, en þó stundum unnið í búð fyrir aðra. Er hann því mörgum klinnur; mun líka" vera leitun á jafn vinsælum manni. Er því Péturs og dætra hans mjög saknað úr félagslífi voru hér í borginni. Á mánudagskvöldið þann 4. þ. m. héldu vinir og vandamenn P. J. takendur. Næst var kaffi frarn borið. AIIs- konar kaffibrauði og aldinum hafði áður verið raðað á borðin. Gerðu menn kaffinu og því, sem á borðun- um var, góð skil, enda var vel séð um að nóg væri fram reitt. Ungmeyja- félag safnaðarins, “Aldan”, stóð fyrir framreiðslunni. Að því búnu söng séra Ragnar E. Kvaran einsöng; Mrs. Björg Isfeld spilaði undir; Miss Rósa Hermanns- son söng tvisvar einsöng, aðstoðuð af Thomson og dætrum hans fjölment s>'stur sinni Mrs. Isfeld. Mrs. B. Is- samsæti í fundarsalnum unjjir kirkju iei< ^ íanó-sóló. Oþarfi er að lýsa Sambandssafnaðarins. Því- hvernig söngvarnir og spila- Þegar klukkan var rúmlega hálf nienskan var af hendi leyst, því þetta níu, var komið með þau feðgin inn f°lk alt er svo vel þekt meðal almenn- í salinn. Voru þá allir bekkir skip- in?s að vandvirkni og list þess efar aðir, og organisti safnaðarins sat við engtnn. píanóið. Byrjaði hann þá að spila Ennfremur töluðu þessir vingjarn- vort gamla og góða veizlulag: "Hvað leg kveðjuorð til Thomsons-feðgin- er svo glatt”. Stóðu þá samsætis- anna: Hannes Pétursson, Thorsteinn gestirnir allir upp og sungu tvö Borgfjörð, Guðjón Iljaltalín, Frið- fyrstu versin at' kvæðinu á meðan rik Bjarnason, Guðmundur Eyfjörð, heiðursgestirnir gengu innar eftir Miss Hlaðgerður Kristjánsson og E. salnum og að þeim stað, sem þeim Sumarliðason. ' | var vísað til, fyrir miðjum gafli. I>á bað forseti organleikara safn- ' I Samsætinu stýrði fjármálaritari aðarins að leika lagið “Ö, guð vors I | safnaðarins, P. S. Pálsson. Mintist lands”. Stóðu þá allir upp og sungu | j hann með vel völdum orðtirn á starf- undir. Var þá kontið langt fram á | | | semi P. J. Thomsonar í félagsmálunt kvöld, svo margir fórtf heim, en aðr- j I I Islendinga, og þakkaði honum fyrir ir voru í smáhópurp að tala saman. i jj | vel unnið verk og Ijúfmannlega Fóru menn heim glaðir í anda yfir f framkomu í þeint efnum. Lét í ljós að hafa átt skemtilega kvöldstund i | í fögnuð yfir því, að nú gæti hann vinahóp. * tekið sér vel verðskuldaða hvíld, og séð sig um í, honum áður ókttnnu héraði, hjá gömlum vintim sínum og vandamönnum. Vonaði. að þau feðginin yrðu öll komin aftur í þenna sinn vinabóp, þegar skógurinn hér tæki að skreviast laufskrúði Kringla mín ! Einn af znðstötlfii Bréftil Hkr. Good-Night. (From the Icelandic by G. J. Guttormsson.) Stillness reigns. — The winds are sleeping. All our world is bent on keeping Tryst with night, — whose wings are sweeping F'rom the west each ray of light. Dusk — a soft and silken cover Over all is seen to hover In its readiness to cover All the drowsy world. — Good-night. Earth — a restful bed inviting All her tired to sleep. — Good-night. Thus who lalxired long untiring Hail this time of rest, — desiring Strength renewed through sweet reíiring, — Welcome thoughts of short respite. And through spaces rea! or seeming Find the Eden of their dreaming, — Soar to starry ways, — redeeming Hours of toil and pain. — Good-night. With the golden suns of heaven As companion-stars. — Good-night. i God of Sleep, descend, embracing All the weary souls, effacing Pain and grief, — Thy pinions tracing Airy ways in dreamy flight. God of Dreams, prolong endearing Scenes, for all whose luckless steering Wrecks their ships; -— who go careering Past a!l loveliness. — Good-night. 'I'hose, who drifting, miss the beauty Of their waking hours. — Good-night. l’eace of heav'n on all descending With this stillness softly blending j Here abide. — Our thpughts ascending In a fervent prayer unite: — From the pain of wounds relieve us, From the dread of cold reprieve us. — May the joyous sun receive us (When the morning breaks. — Good-night. All in peace await the radiant IAngel of the dawn. — Good-night. Jakobína Joliiison. ]_______________________________________________________________________| sínu; því, ef það væri ekki fyrir þá von, þá mætti snúa þessu samsæti upp sorgarathöfn. Þá bað prestur safnaðarins, R. E. Kvaran; sér hljóðs, og flutti heiðurs- gestunum þakklæti allra, er viðstadd- Fáein orð og fáeina dali núna rétt um jólin. Eg hefi samkvæmt bréfi frá ritsljóra þínum B. I’. sett einn af elztu áskrifendum þínum á eftir- laun. Maður sá hefir keypt þig og borgað skilvislega og möglunarlaust ir væru, og nokkurra, er ekki hefðu s>ðan þú hófst göngu þína. Nú er haft tækifæri til að vera hér í hann orðinn gamall og heilsulaus og kvöld nema í anda. fyrir alúðlega við getur ekki lengur borgað, en langar kynningu og samvinnu allan þann til að sjá andlit þitt meðan þið lifið Janga tíma, sem hr. Thomson hefði bæði. Mig langaði til að setja hon- dvalið hér í Winnipeg. Og að end- um þá kosti, að hann léti þig ei ingu kvaðst hann hafa verið beð- þurfa að ganga sem umrenning húsa inn að afhenda Thomson og dætrum á milli, því eg vissi, að allmargir — hans muni þá. sem vinir þeirra hefðvr1 fimm eða fleiri. sem flestir að minsta komið með á þenna stað, og sem kosti voru færari um að borga þér þeir bæðu þau að eiga í minningu heimsóknina en hann, — hafa látið um samveruna við þá, og að þau létu sér lynda að fá þig heim til að færa þessa muni minna sig á vinarþelið og þeim fréttir og^annan fróðleik, án hugheilar óskir, sem fylgdu þeim til þess að borga þér ómakið. F.n eg á- ókunnra stranda. leit, að með þeim kosti væri hinni ís- Að því búnu afhenti hann P. J. lenzku velvild þessa gamla vinar Thpmson vandaða ferfjatösku, Stef- ^aníu ljósmyndavél og HiIJi “Ivory”- sett. ■ - > 'í * Þá las hr. Fr. Swanson upp ávarp. þíns misboðið, og þvi bezt að láta eft- irlaunin hans vera hanka og vanka- laus. Þetta. sýnir samt, að fólk vill sjá þig. þó það sýni með þvi minni rausn sem hann hafði skrautritað og af- en Islendingum er alment eignuð — henti hr. Thomson. Ekki var rúm þeir af þeim, sem eins og þessir um- fyrir riöfn allra viðstaddra neðan- ræddu náungar ekki tíma að borga undir ávarpið. I stað þess var hr. þér ómakið. En þa'ð tekur allra Thomson afhent nöfn allra, sem að handa skcpnnr til að mynda heildina, einhverju levti tóku þátt í samsætinu, og við það verður maður að sætta á jafnmörgum pappaspjöldum. sig. Avarpið hljóðaði þannig: i Vmislegt hefir drifið á dagana síð- Herra Pétur J. Thomson. an eg reit þér síðásta fréttabrgf. Eitt Kæri félagsbróðir og vinur! af því merkasta er það, að landi vor Um leið og þú flytur nú alfari héð- Andrew Daníelsson er nú kosinn þing ; an úr borg, eftir meira en 30 ára maður, eins og eg gat um í sérstakri dvöl, langar oss til, vini þína og ritgerð nú fyrir skömmu. Skal því samþjóðarmenn, að þakka þér verk- ekki fjölyrða um það að þessu sinni. in á þessum tíma 'í þarfir vorra ís- lenzku félagsmála; hjálpsemi þína og aðstoð, er hefir ávalt verið af fúsu geði og heilum huga í té látin þeim, er átt hafa við örbirgð og mót- Innflutningar til þessa bæjar hafa verið sem fylgir. Herra Christian Ölafsson og frú hans frá Crescent P. O., B. C., fluttu hingað síðastlið- ið haust, keyptu sér laglegt heimili | læti að etja; frjálslyndi þitt og sann- hér og má þvi ætla, að þau dvelji hér j girni í skoðanamálum; drenglyndi framvegis. Herra Stephen Thorson 11 þitt og trúmensku; og óskifta góðgirni og frú hans frá Gimli, Man., eru og í garð allra manna. Laun þeirra hér í vetur — leigja. Herra Pétur verka eru eigi nema ein: Þakklátar Thomson og dætur hans'tvær frá minningar, er geymdar eru hjá sam- Wininpeg ertt og hér, en nýkomin. ferðamönnitnum, jafnt smærri sem Heyrt hefi eg, að honum hafi þótt stærri. hér kalt, kaldara en austurfrá, og hafi Við biðjum þig að líta svo á þessa haft við orð að fara austur aftur. En litlu skrá vora, að með henni takir þú svo vildi óheppilega til, að hann kom í braut með þér þær óskir vorar, að hingað rétt um leið og fyrsti snjór þér verði aldrei gæfufátt, og að heill f?Il hér á þesstim vetri, en það var og hamingja styðji hvert þitt verk og 10. og 11. þ. m., að mig ntinnir, og fyrirtæki í hinu nýja heimkynni fylgdi því töluvert frost, þó aldrei þínu. j næði það zero. En nú er snjórinn Winnipeg 30. nóvember 1922. farinn — fór á einum sólarhring, og nú er aftur komin vorblíða. Grasið kemur grænt tindan snjónum og ein- stöku blómategundir lyfta kollunum upp úr moldinni — það sem eg sé núna við gluggann minn, eru “Pans- is”, California Poppies” og “Mary- gold”. Eg vona því að vini okkar Thontson fari bæði að líða betur og litast á sig hérna á ströndinni okkar signcnu. Klæðaskifti hennar ertt ein- ungis til hughægðar þeim. sem van- ir eru við hvítuna aö austan — koma sjaldan fyrir og vara vanalega stutta stund, þ. e. a. s. Iiz-íti búningurinn hennar. Mætti kalla það hátíðabún- ing, sem húii snertir þá aðeins, er vildustu gesti ber að garði hennar — til að sýna, að þetta eigi hún nú til í fóruin sínum. Fleiri hafa komið. en farið aftur austur eða suður. Dauðsföll hafa orðið þessi; Barn á fyrsta ári, þeirra hjónanna john Finnssonar og konu hans. Þorbjörg Jónsdóttir, fædd 1834 i Torfgarði í Langholti í Skagafirði. Hún kom til Ameríku árið 1888. Var síðustu 20 árin hjá Jóni og Josy Stev- ens hér í Blaine. r>ar dó hún 28. sept. s.l. Hún lætur eftir sig eina dóttnr Mrs. Mclntosh í Vancouver, B. C., sem stundaði hana í legunni. Þo'björg sál. var jiirðuð frá heimili Stevensonshjónanna. Sigurðnr Stefánsson lézt 22. nóv. s.I. Hann var Húnvetningur að ætt. Mun hafa verið kringum 75 ára aö aldri. Kom til Ameriku 1883—4. Settist fyrst að í Winnipeg, fluttist þaðan að Brekku í Geysisbvgð og ár- ið 1902 hingað til Blaine. Eftir hann lifir ekkja hans Þorbjörg Jónsdóttir frá V'atni í kagafirði. Sigurður var í mörg ár heilsuveill, mest af gigt ög gekk haltur, við staf. I haust selu leið fékk hann vonda byltu. og hefir að öllum líkindum skaðast irli’.vortis. Má segja að það hafi orðið dauða- mein hans. Tíðarfarið. — Um það þarf eg ekki að vera langorð. Haustið var óvenjulega gott, regnlítið en stað- viðri, að undanteknum liúmum 2 vikna tírna, sem hér var ýmist kulda- stormur með frosti nokkru, hægviðri og frost á nóttun, sólskin á daginn, og síðast snjó, eins og að framan er getið, en nú er búið og komin hin regn og vanalega vetrar-veðrátta blíða. Atvinna með betra móti. Blaine 22. des. 1922. M. J. Bcnedictssou. ■----------XX----------- ísland. Látmn er hinn þjóðkunni öldung- ur Þorvaldur Bjarnason á Núpakoti. Iíann andaðist að heimili sínu 30. nóv., á 90. aldursári. Dáitarfrcgn. — 24. f. m. andaðist á Landakotsspitala Eggert Stetáns- son, útvegsbóndi frá Svalbarðseyri við Eyjafjörð. Banamein lians var innvortis meinsemd. Eggert sálugí var hinn mesti sæmdarmaður og vin- margur þar nyrðra. Rökkiirsöngvar heitir Ijóðabók, er kemur út innan fárra daga. Höfund- urinn er Kristmann Guðmundsson. Kyljur heitir ný kvæðabók eftir Jakob Thorarensen, sem út kemur næstu daga. Hún mun vera tint 7 arkir. Sigvaldi Kaldalóns liefir nýskeð gefið út tvö sönglög eftir sig. Ann- að er Svanasöngur á heiði eftir Stein- grim Thorsteinsson, en hitt: I Betle- hem er barn oss fætt, nteð iatneskum, íslenzkum og dönskum texta. Manntalið. — Endanleg niðurstaða allsherjar manntalsins 1. des. 1920 liefir orðið sú, að þá liafi verið heim- ilisfastir menn á öllu landínu 94,690. Af þesstim mannfjölda voru samtals 29,055 í katipstöðtimunum, 17.678 i Reykjavík, 2575 á Akureyri, 2426 t Vestmannat^vjum, 2366 í Hafnarfirði, 1980 á Isafirði, 1159 á Siglufirði, 871 á Seyðisfirði, en í sýslunum, með öðr um kaiiptúnum og sjávarþorpum, 65.635. Af þessum mannfjölda voru 46,173 karlar og 48,517 konur. F.r munurinn á konum og körlum mestur í Reykjavík og voru þar af þúsundí hverjti 537 konur en 463 karlar; í öðrum kauþstöðum 529 konur og 471 karlar, en i sýslunum 503 konur og 497 karlar. — Annars hefir fjöldi kvenna ttmfram karla minkað mjög síðustu áratugi. Arið 1880 voru karlar ,ekki nema 471 af þúsundi, 1890 475, 1901 479, 1910 483 og 1920 488 að meðaltali á öllu landinu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.