Heimskringla - 04.04.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 04.04.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. APRIL, 1923. Tía smásögur eftir Ame- ríska höfunda. Þýtt hefir J. P. Isdal. Drcngirnir fyrir löngu síðan. Eftir Joltu Palmer. Krossvegur var gamalt smáþorp. Alt unga fólkið hafði fariS til borganna. Hópur af gömlum mönnum söfnuðu sér saman nálægt hornbúðinni,, blésu þungan og teigðu úr limum sínum í þessu bjarta vorveðri og hugs- uðu um þann tíma þegar þeir voru drengir. Eli Creagan stundi “Held að veðrið sé í þann veginn að breytast, drengir”, sagði hann. Sam Hollis samþykti og tróð anari visk af tóbaki í pípuna sína. ( “Hér er kominn nýr náungi í bæinn”, sagði gamli Abraham Cowi. “Hvaðan skyldi hann koma?” Þessi ókunni, sem nú kom í áttina til þessa litla 'hóps, gat hafa verið einhverstaðar á aldrinum, milli 20 og 50. Andilt hans var hreint og vel rakað. Hann var lang- hærður og bjarthærður og augu hans voru blá og tindr- andi. “Svenskur hugsa eg”, sagði Eli Creagan. “Sælir félagar !” sagði þessi ókunni; og gömlu menn- irnir störðu á hann. ! “Hvað er verið að gjöra í bænum ?” “Ó, það er aldrei nokkur hlutur gjörður i þessari drunga holu”, sagði Sam. “Látum okkur fara og fiska!” Þeir spertu upp sín gömlu eyru. Enginn þeirra hafði fiskað síðan þeir voru drengir. ‘“Eg sá heilmikið af nálfiski og sólfiski niðri í vík- inni. Látið á ykkur hattana félagar og komið með mér.” Hvaða máttur, sem það hefir verið, sem þe^si ókunni hafði yfir að ráða, gátu þeiri ejgi að því gert, annað en að hlýða honum. Eftir fáar mínútur voru þessir þrír gömlu menn að skjögra eftir honum niður brautina, eins hart og þeir gátu. “Heyrðu! Bíddu!” kallaði Abraham Cowl. Gömlu leggirnir mínir eru ekki eins liðugir og fljótir eins og þiair.” “Það gengur ekkert að leggjunum þínum — eða nokkurs ykkar,” svaraði sá ókunni.” Og það var óvenjulega frábært, því frá þessu augna- bliki fann enginn þeirra snert af gigtarþrautum sinum framar. Þeir hlupu og stukku á eftir honum eins fjör- lega og drengir væru. Þegar þeir voru komnir niður að víkinmi, hjó sá ó- kunni fjórar stengur og dró svo upp fínar garnlínur og öngla og könnu með ormum í, úr sínum rúmgóða vasa; og bráðlega hafði hann útbúið þessar fjórar fiskistengur með línur, öngla og beitu. Undir eins við fyrstu tilraun hrópaði Abraham Cowl; “Eg hefi einp! Eg hefi einn.” Og lína hansjcom upp og á önglinum var undur vænn sólfiskur. “Eg hefi einn !” hrópaði Eli Creagan. Og allir voru þeir sammála um, að þeir hefðu aldrei séð jafnstóran nálfisk. Svo fiskaði Sam Hollis upp, yfirnáttúrlega stóran kattfisk, reglulegt ferlíki; og áður en klukkustund var liðin, var allur bakkinn þakinn af fiski. “Hafið þið fengið nóg, drengir?” spurði sá ókunni. “Komið þá. Eplin hans gamla Hodges eru fullþroska. Eg gáði að þeim, þegar eg var að koma.” “Heyrðu —” byrjaði Sam Hollis. “Það er einmrtt hluturinn; við munum fylla vasa okkar.” “En — en það er þó ekki rétt,” sagði Abraham Cowl, gapandi af mæði. “Og hann hefir bolahund,” sagði Eli Creagan. “Hættið. Komið. Verið kátir ! Eruð þið hræddir við bolahund?” spurði sá ókunni. Undir áhrifum þessa óvenjulega manns fundu þeir, að þeir voru öldungis máttvana, til þess að setja sig upp á móti honum. Eftir að hafa safnað saman veiðinni og kippað hana upp á tálknunum, héldu þeir af stað í áttina til aldinaakurs Hodges gamla. Þeir Uomu þangað másandi, því sá ókunni neyddi þá til að hlaupa alla leiðina. Það var svo sem áreiðanlegt, að eplatrén. voru þakin eldrattðúm, fullþroskuðum eplum. “Komið, félagar,” sagði sá ókunni, klifrandi upp eitt af trjánum. Og þessir þrir fylgdu hans eftirdæmi. A fáum mínútum fyltu þeir vasa sína, og voru að fá sér bita af þessum ginnandi aldinum. “Heyrið þið þarna!” Það var gamli Hodges, hlaupandi styztu leið yfir ak- urinn, með byssu i hendinni. Við hliðina á honum hljóp geltandi og ægilegur bolahttndur. Á augnabliki klifruðu þessir fjórir niður úr trjánum, og hlttpu eins hart og fætitr toguðu. A eftir þeim kom bolahundurinn. — — Hið reiðilega kall þess, sem var að elta þá, dófnaði smátt og smátt og hundsgeltið dó út í fjarlægðinni. Gapandi og másandi komu þessir þrtr gömlu ntenn á sínar gömltt stöðvar framundan hornbúðinni. “Ó—hó!” sagði Abraham Cowl. “Þetta var þó vissu- lega klipt og skorið. En — hvar er sá ókunni?” “Hvar er fiskurinn minn?” “Hvar eru eplin ?” Þeir gláptu hver á annan undrandi. Hvorki þann ó- krnna, fisk eða epli var hægt að sjá. “Eg httgsa að okkttr hafi verið að dreyma,” tautaði Abraham Cowl. “Hver var hann?” “Heyrið ! Eg var að undra mig á.” sagði Sam Hollis. “A hverju?” “Var hann eki sú tegund af strák, sem hver einn af okkur var einu sinni?” ----------- 1 1 skugganum. — Alveg óvænt æfintýri. — Eftir Laura Reid Montgomery. Jack hafði setið í skugganum undir gömiu tré, sem stóð vörð við hina rykugu braut. Rykský hafði gefið til kynna, að einhver kæmi á hraðri ferð, og svo kom í attg- sýn gamaldags léttivagn. Auðsjáanlega hafði hrossið fælst og ökumaðttrinn togaði árangurslaitst t hina út- slitnu tauma, og léttivagninn hentist áfram í einlægum hlykkjum/. Jack hljóp fram og greip svartklædda veru, um leið og hún hentist niður við hliðina á kínverskum, rauðleitum skartblóma-búska. Hann furðaði sig á kæringarleysi ek- ilsins, sem hélt áfram leið sína, án þess að gera meira en að líta aftur fyrir sig á hina smávöxnu nunnu. “Hefirðu meiðst?” spurði hann nógu tómlega, eins og hann hefði tengið í höfuðið, að þetta væri nú rétta kveðjan_ “Komið hérna, því hér er meiri skuggi,” vogaði hann sér ennfremur að segja, þar sem hún svaraði ekki spurn- ingu hans með öðru en að hrista höfuðið ttndirgefnis- lega, ttndir hinni svörtu slæðu. Hann stýrði gönguunni inn í skóginn, þar sem skugginn var mikill, og þar sem gráleit dagsbirtan var þegar á förum. Hún gekk við hliðina á honum. Skugginn hennar sýndi grannvaxinn kvenmann; og þegar hann starði á hennar unglegu kinnar, sem voru umkringdar af hinni svörtu höfuðslæðu, furðaði hann sig mjög á því, hvaða ógurleg sorg það hefði getað verið, sem hefði neytt þessa kornungu stúlku inn í hið stranga, kalda líf nunnu- skólans. “Hvað heitir þú?” “Systir Maria Teresa.” Hún hrasaði unt ofurlitla viðargrein um leið og hún svaraði, og Jack hjálpaði henni náttúrlega á fætur og gelymdi að taka til sínjtend- ina. “En hvað J>að er fallegt nafn !” Og þegar hann beygði sig niður, yfirvegaði hann þetta niðurlúta, smágerva andlit, sem að nttnnan reyndi þó að hylja. "Eg hafði enga hugmynd ttm, að nunnur væru likar þér, Marta Teresa.” bætti hann við hæverskulaust. Andlitið ntilli stífaða borðans, er gægðist fram und- an svörtu slæðunni, leit ttpp og roðnaði sem snöggvast og augnalok hennar með þéttvöxnu augnabrúnunum drógust upp, og hann sá lengst inn í sál þessarar undra- verðu en honttm ókunntt veru. f þvi gagnsæja djúpi las hann æfint^ri, glaðværð og æsku. Svo brá skugga á hennar fagra yfirsvip, og ströng ttndirgefni huldtt þessa forboðntt eiginleika, og aftur félltt hennar löngtt augna- hér því sem næst niður á kinn. Hún fór á undan heim að inngangi nttnnuskólans, og þar virti yfirnttnnan þau fyrir sér harðneskjulega. Litla nunnan sneri sér við og Jack skildi glitrið frá mótþróalegum attgttm gegnum þungbúna svipslæðu. Svo varð hann þess var, að hann var orðinn einn hjá hinni guðræknu. Hann horfði á hana með fullri einurð, en á sama attgnabliki kotn ttngur maður í augsýn. Mttnnur hans var fæinn og harðneskjulegur, og framkoma hans sýndi þttngbúna ósáttfýsi og langrækni. “Er hér gaman á ferð einhversstaðar?” spurði hann með ísköldu augnaráði til Tacks, sem furðaði sig á hans snöggu aðkomu, með slíku kæruleysi á helgi nttnnuskóla- dagstofunnar. , Yfirnttnnan virti hann fyrir sér með jafn ísköldu augnaráði og benti honum til baka á dyrnar. “Haltu þér út úr myndinni, fábjáni!” voru hin ótrú- Iegu orð, sem smullu útundan höfuðslæðu hennar, þvi að hún hafði snúið höfðinu þannig, að andlit hennar sást ekki. Þar sem gert er ráð iyrir að eg sé hetjan í þessari mynd, þá ímynda eg mér, að eg ætti að hafa einhvern rétt. Hvar er föla fórnarlambi^, sem eg á að bjarga?” spurði hann, en yfirnunnan hló. Það var reglulega ver- aldarlegttr hlátur, sem útskýrði marga hluti fyrir Jack. Þetta er endirinn á þessari sýfiingu, hamiryfjttnni sé lof. Það sýnist sem hér sé einhver aukahetja.” hristi hún út af vörum sér. “Hver ert þ.ú ?” Jack roðnaði. “Eg hélt eg væri verulegur riddari, að bja^ga fagurri nttnnu frá fældu hrossi. En það sýnist eins og eg haft hlattpið inn á sviðið -á undan hinni réttu eða lögmætu hetju og eyðilagt þar með kvikmyndarprufu eða sýn- ingarútbúnað. Skil eg þetta rétt ?” “Þú lékst snildarlega,” sagði yfirnunnan í vingjarnleg- um róm og tók af sér höfuðbúnaðinn, og afhjúpaði þar með rautt, óhrokkið hár. “Þú hefðir ekki getað sýnt trú- an elskhuga eðlilegar, þó þú hefðir verið búinn að æfa það nokkrum sinnttm, og svo hvernig þú lézt fyrirlitning þína á mér í ljós_ Ö, eg skalf næstum því á beinunum. Hinn ttndarlegi ungi maður hafði hent sér niður með óstjórnlegum hlátri og kátínu. Og Jack hafði séð einhverja fyrir utan gluggann < g hafði í skyndi farið út til hennar. Andlitið á Maríu Ter- estt var uppljómað af ánægju, og spékopparnir í vöng- um hennar urðu enn gleggri, um leið og hann var að koma til hennar. “María Teresa! Er ekki neinn vegur til þess, að við getum orðið vinir — kanske meira en vinir?’ spurði hann Viðkvæmnislega. Og hið engilblíða bros Maríu Teresu Iofaði miklum hlutum. Meira. Einar lngvar Gíslason ■ F. 19. ág. 1898 — d. 30. sept. 1922. Það hefur dregist mikið lengur en átt hefði, að láta getið opiriber- lega þess hörmulega tilfellis er skeði að morgni þess 30. sept. 1922 við Elcho Harbour, skamt frá þorpinu Ocean Falls, B. C., í hverju fjórir menn mistu lífið, en tvcir komust nauðlega af. Vat einn þeirra er mistu lífið, uppeld- i; sontijr þeirra hjóna Gísla Gísla- sonar og Ingibjargar Einarsdóttur. Þannig stóð á, að á áminnstum stað (Elcho Harbour) vóru menn þessir við vinnu, að höggva og koma til sjáfar timbri fyrir félag það er starfrækir pappírs-tilbún'rg í Ocean Falls, hafði Einar heitinn vélstjórn á höndutn við það starl. Ibúðir mannanna voru bygðar á flottrjám, er lágu við akkeri i flæðarmáli undir fjallinu þar sem timbrið var höggvið, og var fjall- ið þar snarbratt og skógi vaxið frá rótum langt upp í hliðar. Undanfarið hafði verið mikil votviðratíð, og daginn áður en slysið bar að var mikil rigning og hélst þá nótt alla. Um kveldið, áður en þeir gengu til svefns hafði einn mannanna vakið máls á því, að varlegra myndi að færa flot- ferju þangað er þeir msettu vera óhultir fyrir hættu, ef ské kynni að skriða félli úr fjallinu, þó várð ekki af því, að það væri gert enda hafði þessi staður verið valinn með það fyrir augum að þeir væru óhultir fyrir skriðuhlaupi. “Enginn má sköpum renna”. Seint á aðfaranótt þess 30. sept. hljóp minni skriðan og segja þeir, er af komtist, að hún hafi lent á húsun- um, og hrakið þaui undan sér og velt þeim um. Hafi þeir þá heyrt til mannanna sem í þeim voru að þeir kölluðu á hjálp, en í sama vetfangi hljóp seinni skriðan, er var mikið meiri en hin fyrri, urðu þá skjótt umskifti, því hún gróf alt undir sig er- fyrir varð. Þar sem flottrén með húsunum lágu, er nú margra feta þykt lag af trjá- bolum, grjóti og mold. Fjallshlíð- in þar sem mennirnir voru við starf sitt daginn áður — þakin nakið bjarg, allur gróður — alt lifandi er hræðrist á þessu sviði varð að hlýða lögum náttúrunnar í þessu tilfelli sem öðrum. Einar sál, var fæddur í Gardar bvgð, N. D. 19. ágúst 1898. For- eldrar hans vöru Þórður Nikulás- son og Jónia Pétursson ættuð af Langanesi, T’ingevjarsýslu á Is- landi. Voru þau hjón til heim- ’lis hjá Gísla og konu hans. Móð- ir Einars var mjög heilsutæp og gat ekki anriast barn sitt; tóku þau Gísli og kona hans þá drenginn að sér til fósturs og reyndust honum ætíð sem góðir foreldrar. Fluttist hann með þeim vestur á Kyrra- hafsströnd;; dvöldu þau um tima í Blain, Wash. en fluttu þaðan til Vancauver, B. C., þar voru þau til þess er þau námu land á Huntereyju og þar sem er heimili þeirra nú. Þegar Einar hafði lokið námi við alþýðuskólan, innritaðist hann í undirbúningsskóla fyrir æðri mentun og lauk þar námi eftir þrjú ár með ágætis einkuli. Byrj- aði hann þá nám á háskóla (Uni- vesity) þessa ríkis, og var við nám tvö ár, en sökum sérstakrar ástæðu varð hann að hætta. Vann hann. þá fyrir sér i nokkur ár við ýmsa atvinnu, fékk hann oft góð laun fyrir starf sitt, því hann var bæði trúr og kappsamur verkmaður. Á vetrin þegar lítið var um atvinnu hélt hann við námi sinu, og læi|ði þá stjórn á gasolíuvélum, haíði hann atvinnu við það síðasta árið er hann lifði og við það vann hann þegar dauðann bar að hönd- um, hafði hann ásett sér að hætta vinnu innan skams og byrja nám við McGilI háskólann; var hann búinn að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir fyrir því. Einar heit. var friíður maður sýnum og ljúfmenni hið mesta. kurteis í framkomu við alla, og- alvöru maður mikill, lagði hann stund á að afla sér þekkingar á sem flestitm sviðum, hann var ein- lægur vinur verkamanna, og þess- er minnimáttar er. Fylgdist hann vc-i með öllum hreyfingum á því sviði; yfirhöfuð var þekking hans og skoðanir á mannfélagsmálurr* viðsýnni og heilbrygðari en al- mennt gerist um svo ungann mann. ^ALOGUf WINTER 3an2S-i9;P ■'T. EATOn Cí. It will pay you to shop from EATON’S, and to keep the EATON General and Grocery Catalog ues in your house each season, to ) use as your / Shopping Guides L Also, for those interested in / • such special lines, we pub- / lish the smaller catalogues, / booklets and folders shown here. |f you need any of these books, etc., write for them They are sent Free on Request. Please atate plainlv which book or books you require ST. EATON C' LIMITED, CANADA EATON’S BULLETIN OF RADIO KECEIVING SETS , AND SUPPLIES ,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.