Heimskringla - 04.04.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 04.04.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. APRÍL, 1923. MEIMSKRINGLA <Htofou* 18K€> Kronr «t * bvrrjHui mltvlkn'Iefl. ElgeDdnr: THE VIKING PRESS, LTD. oc 855 8AHGE.VT AVK.. WINNIPKG, TaUlMli N-AM7 Ver» blaWlnb er |2.ðU IrcanKurlm lorg- int fyrlr frmm. Ailar korcauW oentflol rlWtannnl blnfitnn. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELL\SSON, ráðsmaSur. UtanAfikrlft tkí blanmlaiki HelniMkrlimla XewN & PubllíihlnK Co. THK VIKIItk) 'i'|l«.5»!’íLII., ■» SlTl. WlnniiirK. IIa>. (Jtmlnkrlft tll rUbíJAvann EDITOR HEIN8KRINGLA, Boz BITI Wlnalpec, Man. =L The ‘Heimskringla” is printed and pub- lished by Heimskringla News and Publishing Co:, 853-855 Sargent Are Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 4. APRIL, 1923. Hvers á fóstran að gjalda? Það hafa talsverðar umræður*orðið í ís- lenzkum blöðum hér vestra, út af fólks-inn- flutningsmálum þessa lands. Blaðið Lög- berg hefir flutt sljórnarauglýsingar, sem að þeim málum lúta, og öfundum vér það ekki af því, er það fær “at baugþaki”, í einum eða öðrum skilningi, fyrir það. Blaðið var farið að verða órótt og það þurfti auðsjáan- lega að stinga upp í munninn á því. Sam- bandsstjórninni fórst þá eins og góðri fóstru, sem dúsinni stingur upp í barnjð til þess að losna við leiðindin af því, að heyra það skæla. I greinum þeim, er Lögberg hefir flutt um innflutningsmál þess^ lands, hyggjum vér þetta vera þungamiðjuna. Það er að vísu til önnur hlið á málinu. Hún er sú, að ætt- landi Voru stafi ógæfa af þessu. Þó að vér ' lítum svo á, að auglýsingarnar hafi ekki beinlínis mikil áhrif í þá átt, er hinu ekki að neita, að samfara þeim er tilraun gerð til þess að hvetja íslendinga til að flytja búferl- um að heiman og hingað vestur. Það er með þetta fyrir augum, sem marg- ur íslendingur hér vestra hefir fundið sig knúðan til að gefa Lögbergi marga ofaní- gjöfina fyrir að flytja þetta auglýsingamái. Vestur-Islendingum tekur eigi síður sárt til ættjarðarinnar, þó að þ>eir séu hingað komn- ir. Það sannast á þeim, að enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir. Þetta er sann- reynd um ættjarðarástina, að þó að hennar gæti ekki sérsaklega meðan menn njóta ná- vistarinnar við ættjörðina, getur-hún bloss- að upp og orðið óslökkvandi, þegar þeir eru fluttir burtu af henni. Endurminningarnar rísa þá upp í huganum í óútmálanlegri geisla dýrð, og hver ’ hvammur, árströnd og vað” verður óaðskíljanlegur hluti óíal æfintýra og atvika úr liðnu æfinni. Heimur endur- minninganna er bjartasti heimur mannssálar- innar. Það er því ekki nema eðlilegt, að stundum sé flúið í það skjól úr hretviðrum yfirstándandi tíma, og frá búksorgarhugsjón um framtíðarinnar. Það er engum láandi. Þegar svona stendur á, er það ef til vill ekki láandi heldur, þó að umræðurnar, sem spunnist hafa út af þessum auglýsingamál- um, hafi stundum farið út á þær leiðir, sem æskilegra var að þær færu ek’ki. En á því hefir talsvert borið í greinum þeim, er um þetta fólksflutningamál hafa verið skrifað- ar. Það hefir, að oss virðist, verið að ó- þörfu farið í landa-samranburð. Canada og ísland hafa verið lögð á vogarskálarnar, og fóstrunni hefir þá að jafnaði verið fundið ýmislegt til foráttu, sem vér hyggjum að ætla mætti, að henni hefði ekki, undir öðr- um kringumstæðum, verið lagt eins illa út. Það sem fyrir íslendingum vakti, sem flutt hafa af ættjörðinni, var að bæta kjör sín. Lífsþráin er sterk í mannium. Hennar vegna leggur hann mikið í sölur. Ef að honum finst lífsþráin ekki hafa það svigrúm, sem æski- legt er, leitar maðurinn — sér að fiestu öðru leyti oftast nauðugt — til þeirra staða, er hann ímyndar sér, að hægra sé að verða við lcröfum hennar, þangað sem hann heldur að hin ytri Iífskjör sín geti batnað. Lífskjörin láta nú einu sinni svona mikið til sín taka. Þeirra er stundum leitað til og frá innan vé- banda ættjarðarinnar sjálfrar, en einnig stundum utan hennar Þó allar ferðir séu ekki til fjár, þá hefir nú reynslan oft sýnt, að með þessu hafa margir bætt hag sinn. Hepna skoðum vér* þá Islendinga hafa verið, sem — út úr þessari leit fanst þeir yrðu að hverfa af Islandi — lentu til þessa lands. Það eru margir aðrir staðir byggi- legir en Canada, og meira en það. Það eru mörg lönd góð og til vill betri í vissum skiln- ingi, en Canada, og fýsilegra að búa í að ýmsu leyti Hinu vetður þó ekki neitað, að þó að ýmislegt sé hér að, eru tækifæri slíkra leitenda og eg hefi áminst, óvíða meiri en hér. Það hafa oftast reynst opnar einhverj- ar leiðir hér fyrir fátæklinga, sem, þó erfið- ar kunna að hafa verið , hafa samt ekki ver- ið til annarsstaðar. Og ef þjóð þessa lands getur ekki ort fóstru sinni lof fyrir það, hve hún er í eðli sínu gjöful og ör, geta líklegast ekki margar aðrar þjóðir gert það frejnur. Frá þeirri hlið skoðað, virðist jafnvel ýkju- laust um hana, það sem góðskáldið okkar eitt hér vestra, “Þorskabítur”, segir í Vest- urheimsminm sínu: “— þitt náttúrunnar nægtasafn er næstum óþrjótandi —” Það má deila um það, að hér séu ekki allr ir þessa nægtasafns aðnjótandi, að hér séu með öðrum orðum ekki allir ríkir. En hvar á það sér stað? Hitt mun eigi að síður ekki fjarri, að blásnauðir séu hér færri en ef til vill víðast annarsstaðar; og nokkuð af sann- leik er í orðum skaldsins, er vitnað var í, þar sem iþað segir umsviðtökur fóstrunnar: “— þann vefur að þér eins og barn sem örlög fæddu’ á steinum. Að því er Islendinga snertir, er óhætt að fullyrða, að þeir hafi fundið það að nokkru, er þeir leituðu að, þegar þeir fluttu hingað, sem sé betri afkomu. Maður á hér ekki við að þeir, sem fyrirhafnarlaust hugðu að auð- ur yrði gripinn upp, eða án þess að rétta út hendina eftir honum, haJi ekki orðið fyrir vonbrigðum. En slíkt getur hent þá menn hvar sem er. Sem Letur fer, er efnaleg af- koma Islendinga hér — fyrir fórnfærslu auðvitað — yfirleitt þannig, að hún má vel viðunanleg heita í orðsins fylstu merkingu. Á vonarvöl hyggjum vér ekki einn eínasta mann hafa farið. Einstöku af þeim h^fa gert afbragðs vel, komist til mikilla metoroa, auk þess em þeir hafa bætt kjör sín sóma- samlega efnalega. Og yfirleitt mun það sannleikur um þá, að þeir hafi allir gert von- um betur — hafi gert betur en annarstaðar var ef til vill kostur fyrir þá að gera. Þetta álítum vér að beri að þakka. Já, hverjum? Atorku Islendinga að sjálfsögðu —1 næst fóstrunni. Þess vegna finst oss ó- tilhlýðilegt, sumt í greinunum um stjórnar- auglýsingarnar, er sagt er í garð fóstru okk- ar, kjörlandsins — Canada. Það má lofa svo einn, að annar sé ekki lastaður. Hugur vor er tengdur Islandi, hvort sem það er betra eða verra en önnur lönd. Það band má teygja en ekki slíta, af því að það er af andlegum toga spunnið. Canada gerir það að vísu lítið til, hvað við segjum um hana. En það gerir sjálfum okkur talsvert mikið til Það er aldrei með mannkostum talið að vera vanþakklátur^ Að kannast við þá kosti, sem þetta land hefir að bjóða eins og hvert annað land, er það minsta, sem við getum gert að launum fyrir fóstrið. Hvar er nú bezt útlit fyrir góða afkomu? Ef þeirri spurningu væri hlutlaust svarað, yrði það ekki fjarri þessu: Canada er víð- lend. Auðsuppsprettur hennar afarmiklar. En j hún er enn fámenn. Þar er því landrými. | Hefir eins fámenn þjóð nokkursstaðar af eins miklu að ausa? Auðugu þjóðirnar, sem orðnar eru, eru fjölmennar En þær skortir j náttúruauðslindir og það kreppir skó þeirra er tímar líða. Á nokkrum næstu tugum ára mega aðrar þjóðir, hvort sem á reki eru við Canadaþjóðina eða ekki, gera vel ef þær feta í spor hennar. Framtíðin er óvíða I g'iæsilegri fyrir nokkurri þjóð en henni. Góð efnaleg afkoma á fáum stöðum vísari. Ef að einhverjum virðist hér með ósítnn- indi farið, þá biðjum vér að virða oss það til yfirsjónar, en ekki vísvitandi ósann- j sögli. Það er sagt eftir bestu vitund, en hvorki fyrir stjórnarfé né í von um það. Um leið og móðurinnar er minst með verð- skuldaðri lotningu göfugs sonar, er oss'skylt að minnast velgerða fóstru vorrar, sem svo vel hefir með tökubörnin sín farið, sem hennar eigin væru og sem mörg móðirin hafði ekki ástæðu til, þó vitanlega viljan brysti ekki til þess. Ekki viljum vér að þetta sé skilið sem auglýsingaskrum. Oss dettur ekki í hug að halda því fram að hér sé ekkert að. En það er ekki fóstrunni að kenna. Okið er enn sem fyr lagt mönnum á herðar af bræðrum I þeirra. Þegar hið|.rdikula ráð mannanna breytist er því létt af. Og þeirrar breyt- ingar er þrátt fyrir alt eins mikil von af mannkyninu nú og nokkru sinni fyi. Þó að þjcðfélagslífinu hér sem annarstaðar sé ábótavant, er vonandi að það standi til bóta. Mannkynið er í framför. Og samlíf borg- áranna er einnig að fika sig áfram á fram- farabrautinm. Þó sumum finmst hægt far- íð, er ekki astæða til að loka augum fyrir því. Það er góð ástæða til að vera bjart-| sýnn, ekki sízt í þessu landi. Það er tæplega hægt að loka augum fyr- ir því, að framfara skilyrði Canada eru svip- um nú og þau voru fyrir Bandaríkjunum fyr- ir nokkrum tugum ára. Afleiðingarnar ættu að geta orðið svipaðar, ef ekki betri Þeir sem njóta, verða að líkindum ekki á hjarni. Þannig virðist oss útlitið yfirleitt hér. Eigi að síður má margt gott segja um önnur lönd. Og ekki unna Vestur-Islendingar ættjörðinni annars fremur en þeirra sann- mæla,. að einnig þar séu framfaraskilyrði En út í samanburð þeirra er ekki hægt að fara. Ot úr því yrðu ekki nema öfgar vegna þess að ástæðurnar verða sitt hvað. Skylda og tilfinnmg, útþrá og ættjarðarást fara þá j að togast á. Og afleiðingarnar má af því lesa bæði í öfga-auglýsing|amáli Lögbergs og ritgerðum þeim, er á móti því hafa verið ! skrifaðar. Þegar á það er litið hve mikið af hráefni þessa lands er sent óunnið út úr landmu, má fyflilega afsaka stefnu þá er stjórnirnar hafa I tekið í innflutningsmálum. Það er þörf fleira fólks hér. En þegar þannig er farið að því að vinna að fólksflutningi og sam- í bandsstjárnin hefir nú gert, þegar fé lands ins er íi< ygt í einstök félög, bæði járnbraut arfélögin og önnur, til þess að auðga þau á því, þá er það orðið víta vert athæfi. En : það er ekki rýrum landgæðum hér að kenna. Þetta pr nú orðið lengra má en til var ætlast í fyrstu. En þjóðernisleg afstaða vor hér, er mál, sem enn er ekki nægilega | rætt. . En fyrir henni verður að gera sér | fulla grein. Iri sem verið hafði þrí-kvæntur, var I spurður að því hverja konuna honum hefði i þótt vænst um. “Nú hálfvitarnir ykkar”, ! svaraði hann. “Getið þið tekið þrjú epli og bitið í þau öll og sagt hvert þeirra er sætast.” Afstaða okkar íslendinga hér ^ er eitt- hvað svipuð þessu. Við getum ekkí vel gert upp á milli blíðrar móður og góðrar fóstru. Við unnum báðum svo mikið, að við viljum helzt segja eins og Irinn, er hon- um var sagt að segja muninn á konunum : hans þremur. Ekki svara vert. Svaraverð eru þau ekki orðin sem Lög- berg hefir um greinina “Þjóðræknissam- tök” í riti Þjóðræknisfélagsins. Þau lýsa aðeins löngun ritstjórans til að “nota horn- in”, gagnvart vissum mönnum. Það segir greinina langt skraf og efnislítið um rifrildi út af því hvort þjóðhátíðardag skildi halda 17. júní eða 2. ágúst. Hér er undarlega á þetta atriði hinna sögulegu mála vorra lit- ið. Greinin skýrir frá tildrögum til þjóð- hátíðardagshalds hér, og gerir það bæði vel og nákvæmlega. Það eru einmitt áreiðan- legar frásagnir af þessu tagi, sem bráðnauð- synlegt er að nú þegar sé safnað. Saga Vestur-Islendinga, þegar hún verður skrif- uð verðui á þessu bygð. En annars er ekki tilgangurinn að fara að rökræða þetta við ritstj. Lögbergs. Það er til lítils að eyða tíma í það við þá sem ekki geta sannfærst af þeim. Afstaða hans er svo skringileg gagnvart þjóðræknismálunum, að það festir enginn auga á hvert hann stefnir þar. Dettur manni í hug í því sambandi maður einn sem Mark Twain segir frá að hafi átt að skjóta, en var svo slagandi af vín- drykkju, að það var ómögulegt að hitta hann. Meðan reikið er svo mikið á ritstjór- anum eru orð hans ekki svara verð. Svar forsætisráðherrans. JJinir áætluðu fjárhagsreikingar bænda- stjórnarinnar í Manitoba, hafa talsvert verið gagnrýndir af stjórnar-andstæðingum á þinginu sem nú stendur yfir. Hefir stjórn- inni verið brugðið um að hafa aukið skatta og samt ekki fært útgjöldin eins mikið nið- ur óg kostur væri á. Forsætisráðherra Bracken svaraði þess- um aðfinslum á mánudaginn sfðastliðna viku í þinginu. Er þetta inntak úr svari hans: Til þess að komast að réttri niðurstöðu um það hvernig fjárhags-áætlun skildi hag- að, þarf að gera sér grein fyrir ástandi og hag fylkisins frá öllum hliðum. Öll skuld fylkisins er nú um $68,000,000. Rentan á þessari fúlgu, nemur $4,000,000 á ári. Allar tekjur fylkisins á einu ári nema $11,000,000. Með því að standa skil á þessum rentum og $2,000,000 tekjuhalla, sem var í fyrra og vænta má að verði eins á þessu ári, er það ljóst, að út úr eins árs- tékjum, er ekki mikið hægt að lækka skuld- ina, því stjórnarreksturinn og nauðsynja verk eru ekki mikil, ef þau nema ekki állri upphæðinni. En það er mark og mið þess- arar stjórnar að snúa sér að skuldinni og reyna að koma í veg fyrir að hún aukist úr þessu. Það er árfðandi fyrir heill og lánstraust fylkisins að hún hækki ekki hér eftir. Þegar við því verður séð, er fyrst hægt að færa fjárhags-áætl- un fylkisins niður. Síðan 1903 hafa ársreikning- arnir stöðugt farið hækkandi. Þeir hafa að einu ári undanskyldu hækkað um $668,000 árlega. Stjórninni er borið það á brýn að þeir séu nú ofháir. Samt eru þeir fyrir þetta ár um $200,000 lægri en fyrir fjárhagsárið í fyrra sem ekki var nema 9 mánuðir. Það er í ár, sem að útgjöldin eða reikningarnir hækka ekki í fyrsta sinni á nærri 20 árum. Af alls 850 útgjaldsliðum hefðu 350 verið lækkaðir á þing- inu, 150 hækkaðir, en 350 væru eins og þeir hefðu í upphafi ver- ið á reikr.ingunum. 1 fjórum deildum sínum hefði stjórnin fært kosnaðinn niður um $300,000 á fyrstu þrem mánuðunum, sem hún var við völd. Hún hefði ætlað sér að færa hann niður um $700, 000, en þó að enn væri verið að vinna að því, efaðist hann um að það væri hægt vegna ófyrirsjá- anlegra útgjalda sem na?mu $600, 000. (Fyrir vínafkvæðagreiðsl- una og ótal margt fleira). Um hina nýju skatta væri það að segja, að aðeins $500,000 af þeim kæmu til greina þetta árið, en um $2,000,000 á næsta ári. Þessa auknu skatta væri eigi verið að Ieggja á til þess, að hafa upp kosnað þess árs, því útgjöld- n væri ávalt verið að færa mð- ur, heldur til þess að stöðva hina sívaxandi skuldasúpu fylkisins. Að hægt væri að færa árs- reikningana niður um hálfa aðra miljón dala úr þessu, eins og Mr. Haig færi fram á, hélt forsætis- ráðherran að ekki væri í alvöru talað. Mr. Haig kvaðst óánægður með slíka aðdróttun og virtist forsætisráðherran hafa litla á- stæðu til að viðhafa þessi orð. Forsætisráðherra svaraði, að hann gengi að því sem vísu, að Mr. Haig vissi, að helmingur út- gjaldanna sem hann færi fram á að væri minkuð, væru nú þegar greidd. af því að helmingur ársins væri liðinn og sagðist þess vegna ekki taka orð sín aftur. Til þess að minna aðeins á yf- írsjónir e1Jri ' ’ sagði orsætisráðherrann, að málleys- ingjaskóla þessa fylkis hefði mátt reisa fyrir helmingi minna fé en gert var, vegna þeirrar yfirsjón- ar Norrisstjórnarinnar þyrfti fylk- ið nú, auk upphaflega kosnað- arins, að leggja skólanum 42,000 árlega. Búnaðarskólinn hefði einnig kostað alt of mikið. Há- skólinn í Saskatchewan, sem að parti \ar reistur í Saskatoon hefði- allur kostað þrjá fjórðu úr miljón minna en búnaðarskólinn. Þó rann væn nu sameinaður ha- skóla þessa fylkis, hélt hann að JOJ t gBUJBdS UUI5JIUI BJBlj npp með sér og stjórnartillagið verða úð sama og áður. Þá væri hin óviðjafnanlega þtnghúsbygging, sem nú kostaði fylkið orðið 12 miljónir dala (yfir 9 milj. í veð- skuid og yfir 3 miljónir sem borg- aðar hafa verið í rentu af skuld- inni síðan 1914) dálaglegt sýn- ishorn af hagfræði eldri stjórn- anna beggja. Viðvíkjandi aðfinslunni um lækkun éknatillagsins, sýndi Bracken skýrslur, er með sér báru að Manitob*a legði ekkjum þrisvar sinnum meira fé en hin fylki lands ins gerðu. Um sveitalánin fórust honum þ>au orð, að þeim yrði haldið við, þó meðferð þeirra hjá fráfarandi stjórn hefði ekki verið sem heppilegust. Á ótal fleiri mál mintist for- sætisráðherrann, þo að það, sem hér er tínt til, verði að nægja. Dodd’s nýrnapillur eru bezta I nýrnametSalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilunt þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney PilU j kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. W S2.50, og fást hjá öllum Iyfsöl- "m e8a frá The Dodd’s Med!cla* Co., Ltd., Toronto, OnL Herferð Frakka á Lendur Þýzkalandi og afleiðingar hennar. Eftir Frank H. Simonds. \ (l'í éttaritíira Review of Reviews i Bandaríkjunm/m.) (Framh.) IV. Nýtt horf. Fyrstu tiu ár yfirstandandi aldar, og nokkur síöustu ar 19 aldarinnar- innar voru friösemdar-ár. ÞaS átti I sér ekki neitt stórstríS staS í Ev- rópu á þessum tíma. Vaterlö-bar- ; daginn var um langt skeiS endir j stórstríSa. Þó þrætur risu upp milli þjóSa, voru þær jafnaÖar á ! ffiösaman hátt og án þess aö til j vopna væri gripiö, Þjóöirnar voru talsvert orönar vanar þessti. En nú eftir stríöiS mikla breytt- ist þetta. Venjan sú aö gera á friösaman hátt út um ágreinings- efnin, er gleymd. AS eySileggja ríkin en gefa hverju þjóöerni frjálsari hendur, er stefnan sgm nú ræSur mest í Evrópu. Af þessu leiSir, aS ríki þau er áSur réSu yfir mörguin þjóSum, eru nú osamtaka í flestum greinum. AS því er til Frakklands kemur, leggur þetta ástand því svipuS tækifæri upp í hendur og átti sér staS eftir 30 ára stríSiS, er Þýzka- land varS aö lúta í lægra haldiS og Stúarta-tímabiliS sem jnnan- lands uppreist fylgdi, lamaSi Bret- land. Þá hlaut LúSvik 14 tæki- færiS til aS reisa Erakkland viS og var það í tvo mannsaldra eitt af aSalríkjum Evrópu. Ástandið á Frakklandi minnir ennfremur á stjórnarbyltinguna 1792, þegar Lúðvík 16 var drepinn og þaö þurfti alt í einu aö fara aS verjast árásum Evrópu konung- anna, sem fundu sér skylt aS- hefna- Frakklandi sakir bróSurs hins myrta konungs. Og svo Napoleons- ófriSirnir sem því fylödu. En þó væri rangt að segja, aS Frakkland væri aS reyna aS end-( urskapa hjá sér hið glæsilega tíma- bil þeirra LuSvíks 14 og Napoleons. ÞaS sem augljóst er, er það, aS nú> var ráðist á þá eins ogl792. ÞjóS>- verjar óðu inn á Frakkland 1914- Og eins og stríöiö þá breyddist út um alla Evrópu og langtum langt- um lengra, svo getur það enn breiðst út af þessum sömu stööv- um, hver veit hvert. Komandi fjór- ir eSa fimm áratugir verða ekkí nein friöar-ár. HerferSin til Ruhr er ein afleiö- ing af herferö , ÞjóSverja á hendur Belgum og Frökkum 1914 og til- raunum þeirra nú aö koma sér hjá því- aS iborga skaSabæturnar. ÞaS sem ekki er nægilega tekiö til greina í sambandi viö gerSir Frakka, er þaS, aS Frakkland er í heljargreipum, ef Þýzkaland nær valdi sinu aftur. LamaS eins og Þýzkaland er nú, þvermóSgast þa5 jafnvel viS aS borga fyrir eySi- legginguna sem þaS gerSi í Belg- íu og á Frakklandi og þykir sann- gjarnt aS hún komi niSur á marg- falt mannfæri þjóSum en þaS er. HvaS mundi þaS leyfa sér, ef vald þess væri meira?

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.