Heimskringla - 23.05.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 23.05.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 23. MAL 1923 HEIMSKRINGLAÍ (SUÍbiiS lSSð) Keair Qt A hverjaa MÍlvlkaaevL Eljpevdnr: THE VIKiNG PRESS, LTD. 853 of 855 SAKGEVT AVE., WIXNIPKG, Talafml: lf-«537 TerTV ela«ef>ta A3.M) árvaBKarla> borff- iot tyrlr frana. Allar Worgitalr aeailat rftKoaa naf blaValaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaður. * UtaaAakrfft txL blaSolaoi FfeirriKkrinKla Xevro & PnbllMhlnK Co. Lessee of THB TIKIIfO PRHS8, Ltd., Bax 3171, WlnDlveg, liaa. FtaaAnkrlft tll rUatJftrana EBITOR HRIMSKRHfGLA, Box IlTl Wlmnfpear, Nan. The ‘HeimskrinKla*’ is printed and pub- lished by Heimskringla Newa and Publishing Co., 853-855 Sargent Ave, Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. ^--------------■.................... ...... WINNIPEG, MANITOBA, 23. MAI, 1923 Yiðskiftakostnaðurinn Það er mikið talað um það á þessum tím- um hve viðs'kiftareksturinn lí þjóðfélaginu sé flókinn og dýr og hve illan dilk það dragi á eftir sér, að því er verð á ölllum vörum snertir. Að alt virðist ganga á hálfgerðum tréfótum nú, er af mörgum talið eiga rót að reka til viðskifta ástandsins. Til dæmis er oft í það vitnað, að kostnaðurinn við það að selflytja kartöfiu úr garðinu sem hún er raekfuð í, til þess er neytir eða etur hana — 10—100 rriílur í burtu — sé svo hár, að sá sem rælktar kartöfluna, hafi ekki nema sára- lítið fyrir ómak sitt, og hinum, sem kaupi hana, sé hún svo dýr, að meira en nægi til að gera hann að Bolshevika. Svo Iengi sem það er búið að vera trú manna, að “rmHiIiðirniT” svo Jíölluðu, séu valckr að hinum mikla mun sem er á verði á vöru framleiðandans og verðsins, sem neyí- andinn borgar fyrir bana, er nærri óskiljan- legt, hve dregist hefir, að rainnsaka það efni. Ef meinið, sem af starfrekstri þeirra leiddi er eins stórt og margir ætla að það sé, var ekki nema sjálfsagt, að leita lækninga við þvlí. Og fyrsta sporið til þess, virtist vera það, að kanna og athuga meinið gaumgæfi- lega. Það hlaut að gerast, áður en farið var að gefa inn lyfin við því. Og nú stendur einmitt svo á, að efni þetta hefir nýlega verið rannsakað í Bandaríkjun- um. Þar var skipuð þingnefnd til þess, á síðasta þingi, sem nú hefir lagt fram skýrslur yfir árangurinn að rannsókn sinni. Mr. Anderson, þingmaður frá Minnesota, stóð fyrir rannsóknmni. Aðrir nefndarmanna voru fíestir þingmenn frá ákuryrkju-ríkjunum, en ekki frá stóriðnaðarstöðunum. Niðurstaðan sem nefndin komst að, ætti því að vera óvil- höl'I og mun í engu hafa dregið taum “milli- liðanna”. Er hér sýnishom af því er nefndin komst að raun um: / Af hverju ems dollars virði er neytandi kaupir, fara 49 cents í flutningsgjald, til um- boðsmanna, í að auglýsa vöruna og allan kostnað við úthlutun hennar, að frá- dregnum heild- og smásölukostnaði. 1 7 cents lenda í vasa verksmiðjuframleiðandans, 20 cents til frum-framleiðandans og 14 cents til heikfsala og smákaupmanna. Af 41,- 000,000 manna, sem eina og aðra arðberandi atvinnu stunda, eru 29,000,000 eða um 70% vinnamdi í verksmiðjum, við ftutning eða á einn og annan hátt við úthlutun hinnar fram- leidcíu vöru. Að frumiðnaði eða frum-fram- leiðslu vinna því ekki nema 12,000,000 manna, eðaum 30% af öilu vinnulýðsaflinur Það hefir oft verið reynt, að ákveða hver hlutfÖll ættu að vera á milli þessara vinnu- lýðs-afla. Hér vestan hafs, er oft um það talað, að sá fdkkurinn er annars fokks iðnað rékur, sé of stór, borinn saman við þann er frumiðnað stundar. En að ákveða hlutföllin er afar erfitt. Það kemur svo margt til greina í því sarribandi. I einu landi, t. d. Bretlandi, er varla annað en annarsflokks- iðnaður til. Aftur er hér í Canada miklu meira um frumiðnað að ræða. Og í einu og sama landinu bieytist þetta einnig. Hér á eflaust eftir að koma upp mikill annarsfloklA iðnaður, er tímar líða. Það fer þannig al- veg eftir ástæðum landsins, hver hlutföllin eigi að vera á milli þessara tveggja iðnaðar- flokka og má um það deila í það óendanlega. I raun réttri virðist þörfin eða eðlileg af- leiðmg ástandsins mestu ráða í þessu og skal vikið að því síðar. En svo að haldið sé áfram með skýrslu nefndarinnar, eða það atriði í henni, er fjallar um hvort að gróði milliliðanna sé ekki ótiíhlýðiiega mikifl, skal hér bent á það, er nefndin hefir' komist að raun um í því efni. Á 10 centa brauði t. d. skiftist verðið | þannig, að smásalinn blýtur 1.9 cents; eru .3 ágóði hans af því, en 1.6 kostnaður. Brauðgerðarhúsið fær 4.6 cents; eru .6 af því ágóði, .8 áætfáður (ófyrirséður) kostn- aður. Mölun kornsins ásamt öllum korn- hlöðukostnaði nemur 1.3 cents. Af öllu brauðverðinu fær þá bóndinn 2.8 cents, eða ekki full 3 cents. Hvað er nú um þetta að segja? Fyrst og fremst það, að leiðin er bæði löng og htykkj - óttt frá frum-framlleiðanda til neytandans. Annað atriðið er gróði “milliliðanna” hvers um sig. Virðist hann of mikiil, samkvæmt þessari skýrslu? Það má ef til vill segja að hann sé það í sumum tilfeilum, en ékki í ölhim. Og ékki er hann mestur hjá smá- salanum, sem þó lengi hefir verið trú Is- lendinga, að sæti að öllum ágóðanum af verðbaékkuninni sem á vörunni á sér stað, frá frarriieiðanda til neytanda. Gróði hans er ef- laust mnstur eða minm en allra hmna “mitli- liðanna”. Verksmiðju- og flutningstækin taka sjálfsagt ríflegasta hlutann. Má nú nokkur þessara “miililiða” missa sig? Já—þúsund sinnum já, segja sumir. En þá kemur eitt efni til greima, sem nær ávalt er gengið framhjá, er um þetta efni er að ræða. En það er hinn ríkjandi hugsunar- háttur. Kröfur nútímans eru ei kenjalausar. Með öllum þeim sæg “miMiiiða” og með öll- um þeim tiikostnaði og fyrirhöfn sem nú á sér stað í úthlutun vörunnar, er næsta erfitt að uppfýlla þær kröfur, sem gerðar eru í því efni. Sálarástandi manna og kvenna virðist nú þannig farið, að það myndi ekki auka ánægju þess að fækka “miililiðunum” og tefja með því fyrir að uppfylla kröfurnar. Það er sagt að tízkan sé drotning heims- ins. Hvergi kemur þetta ijósara fram en í viðskiftunum. Fólkið segir við miliiliðina” • þ’ð eruð hér til þess að láta okkur í té þjónustu. Það er hlutverk ykkar. — Fólkið verður með öðrum orðum að fá það sem það krefsft, þegar það krefst þess. Það vantar að vörurnar komi heimi til þess í skrautumfcúðum. Og hver veit nema sá dag- ur komi, að óumflýjaniegt verði að slá sam- an pjátur dós utan um hverja einustu kart- öfiu! Fyrir alt þess háttar verður neytand- inn auðvitað að borga. Hver ögn af um- búðapappír er reiknuð honum til skuldar. Þannig er kostnaði á kostnað ofan hlaðið að óþörfu oftar en að það sé nauðsynlegt, og til þess að hlýða fremur kröfum og kenjum tízíkunnar en nokkurri brýnni þörf. Og svo kiknar fjöldinn orðið undir byrðinni og heimtar, að henni sé iétt af -sér, án þess að slá vitund af sínum hjákátlegu kröfum! Viðskff talífið má efiaust gera mikið kostn- aðarmiinna og emfaidara en það er. Og í raun réttri er ékki hægt að sjá annað sem stendur en að það verði að gera. En svo sannfærðir sem vér erum um að það sé með umfangsmikilh breytingu bæði þarflegt og kleift, erum vér sannfærðir um það, að hugs- unarhátturinn verður að breytast um leið. Það getur varla dulist þeim er um þetta efm hugsa, að það er honum að kenna mikið af þeim óþarfa kostnaði sem nú á sér stað í út- hlutun vörunnar. Hér er auðvitað átt við viðskiftalífið alt saman. I vissum atriðum — eins og t. d. flutnings á kornvöru á skipunym — á sér rán-aðferð stað. Og að koma í veg fyrir það er s jálfsagt. En jafnvei þó að það sé í gert í einstöku atriðum, hefir það ekki mikil eða varanleg áhrif á gagngerða breytingu í viðskiftunum. En það sem vér vildum benda á er það, að þeirrar mikilvægu breytingai sem þörf er á, sé ekki að vænta, nema þvf aðeins að hugsunarhátturinn samþýðist henni. ÖIi störf í þjóðfélaginu verða að eiga upp- tök sín í hugsana Mfinu. Annars geta þau S vart horf til heilla, eða orðið eðlileg. Það bera fáir á móti því, sem því hafa ] ítarlegan gaum gefið, að samvinnuhugmynd- in í viðskiftum sé heppileg. En samt á hún erfitt uppdráttar, þó sigur þeirrar stefnu sé vís með tíð og tíma. En hvar verður mestrar J mótspyrnu vart gegn henmi? Það er tízkan og sá hugsunarháttur, að gera óþarfanum jafn hátt undir höfði og því sem þarft er og naiiðsyi)Iegt, sem er hennar rammasti óvinur. Samvinnustefnan er í því fólgin, að spara og létta af herðum neytandans háverðs-byrð- inni, sem hann ber vegna viðskiftareksturs- j ins í þjóðfélaginu. En meðan neytandinn sér j dkki, að hann verður um leið, að hugsa og breyta þannig, að í samræmi sé við þá stefnu, verða hennar ekki nema að litlu leyti not. Ef samvinnuviðskiftin þurfa, eins og öíl önnur viðskifti, að dltast við kenjar ald- ar'náttarins, stjórnast af honum, háfa til dæm- j is 2 tylftir muna að velja úr ef takast á að selja einn og þá alla hvern öðrum ólíkan, er ekki von hálfs þess sigurs eða hags, sem annar mætti af þeim leiða. Maður gleymir því stundum, að stærsta j torfæran á Ieið bæði einstaklingsins og þjóð- J félagsins í heild sinni, er hinn öfugi hugsun- arháttur. VonbrigÖi. iVonbrigði mega það vera slæm fyrir þá sem unnu að því að koma liberalstjórninni til valda í síðustu sambandskosningum, að sjá fjármálareikninga Fieldíngs og áætlanir og ummæli hans um þá. Það hljóta að vera vonbrigði fyrir þá, er trúðu á slagorðin, sem lilberalliðið þá notaði og haldið var að þýddi allt annað en það að komast á þeim til valda. Hin óhófssama stjórn er þá var við völd, átti fyrir fiárbruðl og eyðslusemi, að vera völd að cári því er í landi var. En það óáran átti alt að ladkna með því, að færa útgjöldin og 'stjórnarkostnaðinn niður, ef liberallar væru settir í valdasessinn. “Kjósum þá, kjósum þá!” segði þessvegna meiri hluti landslýðs. Og það var svo gert. Fjármálaráðgjafi hinnar nýju einstöku spar- semisstjórnar hefir nú í annað smn birt reikn- inga Iandsins. Eru þeir reikningar ékki eins og til stóð? Hefir/þjóðslkuldin ekki lækkað fyrir sparnaðinn sem stjórnin lofaði? Hún gat þó ekki á þeim alvariegu límum hafa verið að gabba þegnana? Lítið á reikning- ana! Síðastíiðið ár hækkaði þjóðskuldin um fimlíu miljónir dollara hjá þrifnaðarstjórn- inni og á komandi ári er gert ráð fyrir að hún hæ'kki umsextíu miljónir dollara. Það var gagnstætt því sem nálega allsstaðar ger- ist — ekki minlsta tilraun gerð til þess, að færa. sljórnarkostnað niður. Bæði í Banda- ríkjuimm og á Bretlandi hefir af mætti ver- ið le’tast við að borga þjóðskuldirnar. Á Bretlandi var það því aðeins hægt, að stjórn- arkootnaðurinn væri stórkostlega færður nið- ur. I Canada er ekki einu sinni tilraun gerð til þess, að láta tekjur og gjöld standast á, og því riður auðvitað að borga skuldir lands- ins. Mr. Fielding kannast við það, að það sé skoðun borgaranna, að nú sé kominn tími til, að haga svo tekjum og gjöldum, að reikn- .ingarnir vegi salt. En það nær ekki neinni átt. að slíkt sé hægt, segir hann. Og það er eftirtektarvert, sem hann segir frekar um þetta* efni. Eigi þess að vera nok'kur kostur, að hans skoðunum, verður að hækka tekj- urnar með nýjum sköttum. Sú hugmynd, að þessu takmarki megi eigi síður ná með því, ao færa stjórnarkostnaðinn niður, eins- og aðrar þjóðir flestar gera, dettur honum ekki í hug. Hann blátt áfram biður landslýð að ^ cra þöhnmóðan í nokkur ár, í von um að þessi áriegi tekjuhalh hverfi. Á sama tíma á að halda áfram og bæta tugum til hundrað miljónum dala árlega við þjóðskulldina og rentum af því á svo að mæta frá ári til árs með því að skélla nýjum sköttum á herðar landslýðnum, sem nú þegar er farinn að kikna undir þeim. Stjórnarköstnaðurinn, að frádregnum öil- um rentum á heriánum, eftirlaunum og öðr- um útgjöldum sem stríðið olli, er um það $50,000,000 meiri nú en 1914 og var þessi kostnaður þá, rétt fyr-ir stríðið, ékki neitt tiltakanlega sparaður. Þá var landið ekki í þerrri skuld sem það er nú og þegar tekj- urnar voru auknar, sá það einhvern stað. Það var hægra að auka tékjurnar þá en nú — ef því var að skifta — því tímar voru þá mjög eðlilegir og landið var ekki búið að reyna áfÖlfin sem það reyndi næstu árin á eftir. Þá rak ekki eins brýna nauðsyn til að spara og nú. Einmitt þess vegna, héfði sá hluti landsútgjaldanna, sem stjórnin hefir ráð á, ein sog stjórnafkostnaðinum t. d. — ekki átt að vera hærri nú en 1914, þegar alt sem að stríðskostnaði lýtur er dregið frá. Allir viðskiftamenn landsins hafa tekið til greina hvernig tímarnir eru og haf a orðið að spara, hvar sem þess hefir verið kostur, meira en þeir hafa nökkru sinni gert áður. Getur stjórnaiíþúslkapurinn verið öðrum lögum háð- uren öll önnur viðs'kifti landsins? Kæruleysi sambaiidsstjórnarinnar í þessu efni, er mikil vonbrigði fyrir vini hennar. Þeir bjuggust við, sem sjálftögðu, vegna hinna glæs-ilegu loforða, að hún skyldi fyffli- lega ábyrgðina, sem hún var að takast á hendur og að hún myndi einskis Játa ófreist- að, að sýna það í verki, að stjórnarkostnað- inn mætti færa niður og hefta að.mirista kosti að þjóðskuldin hækkaði, iþó ekkert væri borgað af henni. En — nei — stjórnin gerir einmitt það gagnstæða; hún skeytir ekkert ábyrgðinni sem henni var falin á herðar og bregst algerlega trausti því er þegnarnir báru tit hennar. Grein þeðsi er tekin úr blaðinu Winnipeg Free Press, sem lengst af hefir verið liberal, en er nú auðsjáanlega orðið steinþreytt á að fylgja stjórninni að málum. Og fyrir því er góð ástæða fyrir hvert blað hér — að minsta kosti — eíns og King-stjórnin kemur fram gagnvart Vesturiandinu sérstaklega, eigi síður en landinu í heild sinni. Hið eina áhrifamikla sambandsstjórnanriáltól í þes'su fylki er nú biaðið “Lögberg”. Segðu mér — Sökum ummæla ritstjóra Lög- bergs um VII. kaflann í “Móðir í austri”, sem birtist í síða'sta Tímariti Þjóðræknisifélagsins, og sem ritstjóranum finst hljóti að eiga við einhvern vissan mann eða menn, þá vil eg hér með biðja hann að birta nafn þéss manns eða manna sem VII. kafl- inn um “SvikaTann” getur átt við. Eg sé að ritstjóri Lögbergs er kunnugri í voru Iití’a mannfélagi en eg er, en forvitnin er alt af rfk hjá íslendingum. Þessvegna er áskorun þéssi gerð. Winnipeg, 21. maí, 1923 Þorsteinn Þ. Þorsteinsson ----------XX--------- Spurning. Mér skilst að prinsinn af Wales og hertoginn af York séu bræður. ■Hvaö heita þeir hvor um sig fullu nafni? Er hertoginn af Caunnaght skildur þeim? FáfróSur SVAR Prinsinn af Wales og hetoginn af York eru IbræSur, báSir synir George Bretakonungs og drotningar hans. Prinsinn af Wales er elsti sonur þeirra; hann er fæddur 23. júní (894 og er ríkiserfinginn; fúllu nafni heitir hann Edward Albert Christian George Andrew Patric David. Hertoginn af York er næst- ur prinsinum aö aldri, fæddur 14. des. 1895 og ’heitir fullu nafni Albert Frederick Arthur George. Hertoginn af Caunaught var bróöir Edwards konungs og því afa-bróöir prinsins af Wales og hertógans af York. Hann var landstjóri í Can- ada 1911—1916. ---------XXX--------- Andlátsfregn. SIGURJÓN STEFANSSON. Hinn 13. janúar síöastliöinn lést að heimili sínu suö-austur af Akra N. Dak. óöalsbóndinn Sigurjón Stefánsson eftir langvarandi veik- indastríö. Hann var búinn að liggja rúmfastur frá því meö byrjun Sept- ember síðastl haust. Hann var jarð- sunginn hinn 17. janúar of sóknar- presti Vídalínssafnaðar sára Krist- inn K. Ölafsson. Húskveðja var flutt á heimi-linu en útförin fór fram frá Vídalínskirkju, og þar, í grafreit kirkjunnar var hinn látni lagður til hinnar hinstu hvíldar. Flest -bygðarfólk var viðstat-t útför- ina. t Sigurjón heitinn heyrði til Vídalmssöfnuði, sem og ættingjar hans þar í bygð. Þreyttur var hann orðinn að stríða og fagnaði frelsi og hvíld er æfislitin veittu honum, treystandi föðurnum algóða í lífi og dauða. Hinn látni lætur eftir sig íkonu Ha'llgerði Ölafsdóttur er með hon- um hefir borið byrðina í 15 ár og stundað hann af hinni mestu alúð og kærleika á hinum mörgu veik- indastundum hans. Er iþað sízt of sagt, að hún -hafi verið honum og heimilinu bæði athvarf og hlíf og eina og aðal stoðin. Hallgerður er æt-tuð frá Ormsstöðum í Grímsnesi í Árnessýslu, af hinni fjölmennu og velkunnu Kiðabergs-ætt, og fluttist vestur snemma á tíð, átti heima um hríð í Canada áður en ‘hún kom til Dakota. Þau vopu gefin saman 29. júní sumarrð 1908, tók ihún þá við búi hans. Með honum var þá systir hans heilsubiluð, er dvalið hafði jafnan með honum. HefirNhún ver- ið hjá þeim síðan, en er nú hnigin at5 aldri og harmar burtu horfinn bróður og vin. Með þakldæti minn- ist hún samverutímans langa og hinnar ástríku umhyggju hans og hjálpar fyrir hennar hag. Sigurjón var fæddur 8. október 1852 í Hlíð á Lauganesi í N. Þihg- eyjarsýslu. Eoreldrar ihans voru þau hjónin Stefán Þorkelsson er ættað- ur var úr Eyjafirði og Guðbjörg Guðmundsdóttir ættuð af Sljettu í N. Þingeyjarsýslu. Var hún hin mesta myndar og gáfu kona. Vest- ur fluttist hún ásamt börnum sín- um suinarið 1888, og andaðist fyrir Dodd’s nýmapillur eru bezta nýrnameðali'S. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, þvagtepDU. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eSa 6 cskjur fyr. <r $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- I um eSa frá The Ðodd’s Meduane Co.. Ltd., Toronto. OnL | nokkrum árum hjá svni sínum og dóttur á heimili hans við Akra. Það sem sérstaklega auðkendí Sigurjón heitinn var hin fasta og trygga lund hans. Er á stundum erfitt að fylgja hinni s>tröngu og kröfuhörðu skýldurækni, en þó er skylduræknin jafnan -hin fegursta dygð, sé henni rétt stjórnað. Hinn látni lét aldrei hugfallast, um- hyggjusemin sérstök og gafst aldrei upp að vi-lja sjá öllu borgið og það j með lömuðum kröftum, því haustið - 1917 varð hann fyrir hörmulegu J slysi, varð fyrir sög með hægri | hendina og beið þess aldrei bætur. j Þá urðu þau hjón fyrir mjög á- takanlegum missj af hin-ni dýpstu sorg 'hinn 12. íebrúar 1920. Mistu þau stúlku sérstaklega vel gefna, | Ölafiu að nafni, dóttur Hallgerðar af fyrra hjónabandi, er andaðist á Almenna sjú-krahúsinu i Winnipeg, þangað nýkomin til þess að nema hjúkrifnarfræði við spítalann. Tók stjúpi hennar -lát hennar mjög nærri J sér, Iþví hann unni henni hugástum. IVar ihún einkabarn móðurinnar, eina ungmennið á beimilinu, henni alt í öllu, gleði mest og vonin stærzta og blessan alls hennar erviðis og sárs- auka er hún befir orðið um æfina að þola. Er það nú ósk ogvon móðurinnar að hinu megin við haf- ið dauða, fái fundum -borið saman, stjúpi dótturinnar ungu sem elskaði hana, fái að sjá hana og þau öll að lokum að sameinast þar, þar sem enginn skilnaður er framar til. .En I á meðan nemur hún staðar við leiðin þeþrra og kveður þau með orðum skáldsins (S-tgr. Th.) “<Hvílið rótt í helgum frið.” VINUR ----------x----------- Fréftabréf. Heiðraða Heimskringla— Mér datt í hug að lesendur þínir kynnu að hafa gaman af að frétta af okkur Islendingfum í Los Angeles, því þó eg sjái að Lögberg er að flytja fréttapistla héðan, er þar lít- ið getið um að hér séu menn til af íslenzku bergi -brotnir, néma það sem pistla böfundurinn man altaf eftir sjálfum sér. Auðvitað erum við Is- lengingar hér frekar fámennir enn þá og því ekki að búast við miklum stórtíðindum frá okkur, en svo er altaf að smáfjölga -hópurinn og þætti mér ekki undarlegt þót" með timanum yrði hér stór hópur Is- lcadinga. Til forna sýndust Is- lendingar elcki hikandi með að leita fyrir sér um heiminn, þótt það sýn- ist oft 'hættuleg ferðalög, og æfin- týrarík sem þeir fóru, og nú á síð- astliönum 50 til 60 árum hefir það sama komið fyrir hjá þjóð vorri. Margur maðurinn og konan hefir yfirgefið ættland sitt, bræður og systur, til að leita að nýjum og betri framtíðarlöndum og um -leið til að svala æfintýralöngun sinni, sem ávalt frá byrjun hefir fylgt þjóð vorri, að meira eða minna leyti. Þá er eg nú búinn að dvelja hér í Los Angeles í nær því 16 mánuði og með' komu minni hingað, og síðan hafa íslendingar fjölgað hér í borg í kringum 133 per cent, eða með öðrum orðum, hér voru bú- settir áður en eg kom um 36 Is- lendingar, en nú eru þeir um 78, og sýnist það frekar smár hópur, þá

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.