Heimskringla - 30.05.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 30.05.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 30. MAI 1923 WINNIPEG, MANITOBA, 30. MAÍ, 1923. Dýrið með dýrðarljómann. Það er nafnið á nýútkominni bók, sjónleik í Ijóðum, eftir Gunnar Gunnarsson. Leikur- inn er frumsaminn á dönsku, en Jakob Jóh. Smári hefir íslenzkað hann. Þorsteinn rit- stjóri Gíslason er útgefandinn. Leikrit 'þetta er allmikið skáldverk. Það er í fjórum þáttum, er heita Morgunn, Dag- ur, Kvöld og Nótt. Náttúrlýsingum eða áhrif- um hinnar ytri náttúru, er þar sérstaklega auðveilt að koma að í hverjum þœtti, enda eru þaer víða stórfenglegar og fagrar, og gefa leikritinu þann tignarsvip, sem það ber á sér, en persónurnar ekki, þó langt sé frá að þær séu llíkar, eða aílar sem ein dýrðar- ljóma dýr” ( ! ) siðmenningar vorra daga. Leikurinn er sorgarleikur (Tragedy). Hann vegur samt að einu stærsta meini nú- tíðar-siðmenningarinnar, lauslætinu, og tek- ur efnið svo sterkum tökum, að lesaranum hrýs hugur við að dvélja vað það. Eins og Gunnars Gunnarssonar er vandi í sögum sín-. um, gengur hann beint og krókaiaust að verki og stingur á kýlinu. Eitrið spýtist út og áhrif þess, hin sálarlega skaðlegu, standa mönnum fyrir hugskotssjónum í sinni sönnu mynd, ekki einungis lamandi og deyfandi sálirnar, er það hefir hemumið, heldur og gerandi hinum hremu og björtu sálum lffið óbærilegt, sem ekik gátu orðið gagnsýrðar sjáffu eitrinu. Þrátt fyrir hina sorglegu sjón og þetta óskemtilega umhugsunarefni, er leikurinn bregður upp, 'hefir hann stórkostleg áhrif í þá átt, að vekja ergi hjá mönnum gagn vart þessum l'osarabrags hugsunarhætti og fíflsku, er óneitanlega á sér svo milkinn stað, að ekki er til neins að loka augunum fyrir lengur, og ganga verður hreint að verki með að uppræta, ef vel á að fara. Prestar og siðakennendur hafa um langt skeið strítt við að sannfæra fólk um þetta og snúa því til hins betri vegar. Gunnar Gunnarsson genr hið sama í leikritinu, en að öllum líkindum tvöfalt áhrifameira. En það hversu myndin eT skýr, verður ef til vil það, sem að þessu skáldverki verður mest fundið, því svo er ástatt með siðmenninguna, að jafnvel hio svarta verður að kalla hvítt, til þéss að það ekki valdi hneykslun. Eitt, sem oss virðist óviðféldið við leik- ntið, er það, að það fer fram a Islandi. Það má vel vera, að áhrif þau, sem um er að ræða, hafi borist þangað og stungið sér nið- ur í þjóðlífinu fámenna á íslandi, 'sem annars- staðar. En vermireitur þessa hugsunarhátt- ar er stórborgarlíf hjá stærri þjóðunum. Þar er myndin sönn. Oti á Islandi tæplega, án þjóðemiislegrar vandfj/sni talað með öílu. Þess vegna á leikritið erindi út í heiminn, til stórþjóðanna, og vér teljum víst, að á erlend mál verði það þýtt mörg, og leikið á meðal þeirra. Það er þar, sem hugsjónasori þessi þróast og þaðan breiðist hann ut. Þar er mest þörf á að herja á hann og uppræla hann, ef kostur er á því, og hann er ekki með öllu eðlilegur ávöxtur öfugs þjóðskipulags. Annars mætti ef til váffl segja hið sama um önnur söguefni höfundanns, að þau séu al- heimsleg í sér, en ekki íslenzk. Þótt ekki höfum vér séð leikritið á dönsku og getum því ekki sagt um, hversu nákvæm þýðingin er, kemur hún fyrir sjónir sem for- svaranlega góð, enda mun óhætt að segja, að þýðingar Jakobs Jóh. Smára séu liprari og samvizkusanrtlegar með þær farið að öllu leyti en ef til vill flestra annara. Leikritið fæst hjá Hjálmari Gíslasyni bók- sala í Winnipeg. Guðm. Grímsson. lUm hann hafa staðið ritstjórnargreinar margar í bandarískum blöðum nýlega. Hvern ig á því stendur og hver þessi Guðm. Gríms- on er, vita þó ef til vill fáir hér um slóðir. Guðmundur Grímsson er lögmaður (States Attorney) í Cavalier County í Norður Da- kota. Hann er fæddur á íslandi, en kom ungbarn að heiman með foreldrum sínum, sem settust að í Norður Dakota. Vilhjálm- ur Stefánsson og hann ólust upp saman og gengu báðir á háskóla í Norður Dakota. Mr. Grímsso nútskrifaðist þaðan með heiðri árið 1904, fór til Chicago háskólans og útskrifað- ist þaðan með ágætis eínkunn og heiðri. Síðan nam hann lög og settist að því búnu að í Munich, N. D. I þessu sama þorpi átti ungur maður heima, er við þá sögu kemur mest, sem um- talinu veldur í blöðunum um Mr. Grímsson. Hann hét Martin Tabert. Hann fór að heim- an frá foreldru msínum til Florida sér til heilsubótar, ef dæma má af því er blöðin segja meira en til að svala æfintýralöngun sinni. En hann vár þegar suður kom, hnept- ur í varðhald og sektaður fyrir að ferðast á járribraut án þess að hafa borgað farþega- gjald sitt. Sektin var 25 dollarar. En Ta- bert gat ekki greitt hana. Leigði þá hilut- aðeigandi Sheriff hann viðarfélagi einu, sem þræl, því þrælahald í vissum skílningi á sér þarna stað ennþá. Foreldrarnir sendu fé til þess að leysa Fabert úr þrælahaldinu, en sheriffinn sendi féð til baka. Drengurinn var ékki sterkbygður og veiktist brátt af með ferðinni, ^em har.n varð að sæta. En þá var nann sem skepna laminn áfram með svipum, þar til ‘hann hneig niður dauður. iForeldrar Taberts fengu Mr. Grímsson til að taka málið að sér, og fór hann suður til Florida l.»! að rannsakr þnð og fékk mörg hellzu blöð Bardaríkjar na til þess að breiða söguna út og til þess að draga athgli fólks að henni. Síðan fé'kk hann þingið í Dakota til að taka málið upp, þegar tÍTr.i var kominn til, og verðm hinn bezti árangur af þessu, að sagt er. Auðvitað er komið sem komið er með mann þenna, Tabert, en ef rannsókn- in skyldi verða til þess, að afnema það, að se'kir menn eða fangar séu leigðir ýmsum óþokkum, þá er árangurinn ekki svo lítill. Enda þakka blöðin nú Guðmundi Grímssyni mjög fyrir dugnað hans og mannúðarhugsjón að vekja mál þetta þannig upp og verða t'I þess fyrstur manna að bregða öxinni á þessi þrældómsbönd og Ieysa hóp manna úr sínum illu álögum, — þó langt væru í burtu frá hans eigin bústað og honum alveg óviðkom- andi. Þrælaleiguhaidið var auðvitað afnumið fyrir nokkru og er ekki í sjálfum ríkiélögum Florida, en það hefir í sumum héröðum þró- ast svona, og verið leyft að lögum fram á þenna dag. Fyrirlitningin.i Prédikun flutt í Sambandskirkju sunnadagin i 27. maí 1923. Af séra Ragnari E. Kvaran. Þepar Jiér því koinið .saman, getur það ekki verið tii þess að neyta , drottinlegrar máitfðar, þvf að við borðihaidið hrifsar hver sfna eigin nráltíð á undan og er svo einn hungraður, en annar ölvaður Hafið þér þá ekki hús til að eta og drekka í? Eða fyrirlftið þér söfnuð guðs og gerið þeim kinnroða, sem ekkert eiga? Hvað á eg að segja við yð- ur? Á eg að hæla yður fyrir þetta? Jíei, eg hæli yður ekki. (I. Kor. 11, 20.—22.) Það eru einstaka töluvert dökkir blettir tiil á þeirri annars svo fögru mynd, sem við nefnum frumkristni. Eins og flest það, sem ungt er og æskunanr nýtur, þá var óvenjuleg birta yfir hreyfingunni í fyrstu. Líklegast hefir enginn flokkur manna nokkru sinni fyr eða síðar.-Iifað eins fullkomnu lífi eins og hinir fyrstu kristnu menn í sumum borgunurn. þar á Litlu-Asíu og Grikklandi. Þeir tóku boðorð Krists um bróðurkærleikann svo al- varlega, þeir voru svo öruggir urh sannleika síns málstaðar og svo vissir um, að Kristur væri með þeim, að það sýnist á köflum hafa verið sú fegurð yfir lífinu, sem menn ann- ars sjá ekki nema í draumsýnum einum. En því miður var þetta fjarri því að vera aígild regla. Sumstaðar hafa kenningar Krists naumast komist nema rétt undir yfirborðið | og ekki náð neinni rótfestu í sálarlífinu. Og svo virðist að min'sta koti hafa verið ástatt j með þennan söfnuð í Korintuborg, þegar t PáH reit þeim þessi ummæli, sem eg las yðnr. | Honum hafði borist til eyrna, hversu skamm- arlega færi úr hendi hjá þeim öllu frammi- | staðan við hina drottirtlegu máltíð, er svo i var nefnd, eðu kærleiksmáltíð öðru nafni. j Við höfum leifar af þóssum sið, að koma sam an tii sameiginlegrar máltíðar, í því, sem nú er nefnt kvöldmáltíðar-sakramenti. Aðal- j munurinn er sá, að eins og farið hefir ýerið með þetta svokallaða sakramenti vfðasthvar, j þá er það í raun og vera mi'klu meiri heiðir,- dómlir en kristindómur, en hinn upphaflegi tilgangur kærleiksmáltíðar frumkristmnnar, var í eins miklu samræmi við anda höfundar *) Eg heti heyrt að þessi ræða mín hafi vakiö töiuvert iimtal. En mér hefir einnig borist til eyrna, aö stundum sé ekki einungis örgrant nm. að eigi sé hallað réttn máli í frá- sögnummanna af henni. Hefi eg því orðið við tilmæiuia ýmissa vina minna að birta hana. kristninnar, sem frekast varð ákosið. Menn komu á ákveðnum fresti saman, hver bar á hið sameiginlega borð eftir því, sem hann hafði getu til, og skyldi borðhald þetta vera til mlinningar um eða eins og bergmál af hinni síðustu máMð Jesú með lærisveinum sínum. og sífeld áminning um, að hið sama hugarfar og bræðraþel, er Jesú hafði borið til lœri- sveina sinna, skyldi ávalt rfkja í hinum kristna félagsskap. Þessi fagri siður átti því í raun og veru harla Ktið sameiginlegt við töfrasið þann, sem kom upp í kaþólsku kirkjunni síðar, og flöstar mótmælendakirkjurnar erfðu frá henni að einhverju leyti, og nefndu sakra- menti kvöldmáltíðarinnar. En hinn form -íður var í raun og veru ritt hið ákjósanleg- asta og áhrifamesta meðai til 'flutnings á eða prédikun um j ann boðskap er Jesús flutti mcnnum. Við borðið var alt sameiginlegt, þó einn hefði gefið meira en annar: söfnuðurinn varð eins og fjölskylda, og ákyldleikinn var fólginn í lotningu þeirra fyrir Kristi og Iöng- un þeirra til þess að vera hverir öðram eins og bræður. En því miður tókst mönnum það misjafnlega vei að hafa iþetta með höndum. Um það Ieyti sem Páli sknfaði Korintumönn- um er það bersýnilegt, að þeim hefir með öillu mistekist það. Kvöldmáltíðin h>á þeim varð að sérstöku sýnishorni eigingirninnar og græðginnar. Þeir sem efnaðri voru, komu með föng mikil, en héldu þeim álgerlega fyr- ir sjálifa sig, og hirtu ekkert um aðra. Og stundum bar það við, að máltíðir þessar urðu ekkert annað en ofáts- og ofdrykkju- veizlur. Fátæklingarnir urðu hornrekur, og tilfinningum þeirra, sem trúhneigðastir voru, var misboðið á hinn herfilegasta hátt . Þeg ar svo v«r farið með þennan sið, þá má af ;kum ráða, að hvaða trúarlegu haldi hann hefir komið. Mirtningarhátíðin um Jesú varð ekki annað en skrípaleikur, þegar at- höfnin varð eins áþreifanlegt brot á hans aðalkenningu og boðorði. Og maður getur naumast varist að láta sig furða á, hvemig 'oetta gat fjarlægst svona mikið hina upphaf- legu tilætlun. Alt sýnist hafa gleymst, hin andlega merking máltíðarinnar og kröfurnar og boðskapurinn, sem hún átti að flytja. Og í raun og veru verður maður að furða sig á, hve mjúkum höndum Páll gat tekið á þessu: “Hvað á eg að segja við yður? Á eg að hæla yður fyrir þetta? Nei, eg hæli yður ékki.” En hann tekur alveg af skarið með það, að alt þeirra framferði beri vott um að þeir fyr- irlíti söfnuð guðs mikið frékar en að þeir sýni að þeir tilheyri þeim söfnuði. Þeir sýna það með því blygðunarleysi að kenna þessar samjkomur sínar við Jesú, þar sem enginn reyni að hafa hið minsta taumhald á sér, og með þyí að koma þeim, sem l'ítt era efnum búnir, til að bera kinnroða'fyrir allsleysi sínu. “Fyrirlítið þér söfnuð guðs?” spurði Pál). Þetta, sem nefnt er söfnuður í Nýja Testamentinu, hefir hlotið meðal vor annað nafn. Hann hefði getið spurt: Fyrirlítið þér kirkju guðs? Og þannig myndi meining hans vera orðuð á vorum dögum. En við hvað á hann með þessu. Eftir okkar algenga skillningi á kirkju, þá mundum við segja að þessir menn, sem hann sé að áfélfa, séu sjálf- ir kirkjan. Þetta eru einstaklingarnir í þeim félagsskap, sem nefndist söfnuður. Naum- ast héfir verið átt við með þessu, að hann spyrji þá, hvort þeir fyrirlíti sjálfa sig. Enda er svq ekki. I hans augum er söfnuðurinn, kirkjan, alt annað en hinn ytri félagsskapur. sem mýndast hefir útan um hið kristna mál- efni. Kirkjan eru þau öfl innan félagsskap- arins, sá vilji og sú viðleitni innan stofnunar- innar, sem allur og öll miðast að því að hrinda í framkvæmd hugsjón Jesú með menn ina og guðsríki á jörðu. Það er fyrir þessa skoðun hans á kirkjunni, sem hann gat spurt hina nýskírðu Korintuborgarm^enn, hvort þeir fyrirlitu söfnuð, kirkju guðs. En það gæti verið fróðlegt að gera sér grein fyrir, hvort ekki væri mleð nókkrum rétti hægt að bera þessa sömu spurningu upp fyrir okkur nú- tímamennina, eins og vér sjáum að hún var borin upp fyrir sérstökum flokki kristinna manna um miðbik fyrstu áldar. ^ Vorir tímar hafa litla freistingu til að láta sér verða þetta samá á, sem aflaga fór í sam- bandi við hina drottinlegu máltíð, því að sannast að segja, er ekkert orðið eftir af henni. Það sem því nafni er nefnt ’nú, er undariega forneskjulegur leikur, runninn aftur úr þeimí tímum, þegar skilningurinn á guðdóminum var svo villimannlegur og hrár, að við fáum vart gripið hann. Hættan, sem stafar því nú í sambandi við þennan sið, er ekki sú, að við hegðum ókkur ósæmilega á sama hátt og Korintumenn gerðu, heldur sveiflast hún á milli þessara tveggja öfga, annað tveggja að með honum séu menn að leggja nafn guðs við hégóma, vegna þess að þeir meini ekkert með þessu, eða að ala upp í sér hindurvitnatrú, sem gripin er algeriega úr Iausu Iofti. Hið fyrra er nú orðið miklu al- mennara. Vitaskuld er hér til eins og víðast- hvar annarsstaðar, mi'ilivegur milli tveggja öfga. Þann veg hafa sumir, tiltölulega fá- mennur hópur manna, farið. Það era þeir menn, sem trúað hafa, að oss gæti verið gagn af að hafa einhverja ytri athöfn til þess að minr.a oss á 'hið ástúðlega sam- band milli Jesú og lærisveina hans, og það hugarfar, sem hann ætlaðist til að ríkti meðal allra manna. En þeirn mönnum fer fækkandi, sem álíta, að kvöld- máltíðarsiðurinn sé lengur heppi- legt meðal til að vékja þá hugs- un. Eins og hann er alment hafð ur um hönd og alment skilinn, þá vekur hann þá spurningu hjá hugsandi mönnum, hvort þessir stórhópar, sem hvarvetna er smalað saman s til þess að láta hafa yfir sér þessar formúlur og fara með þessa galdrakendu siði, séu ekki í eigirilegustulm skilningi að láta í Ijós fyrirlitning sína fyr- ir kirkju guðs; þegar þetta er komið í staðinn fyrir kenningu Krists, þá eru þeir í raun og veru komnir á öndverðan meið við hann. Hanns kenning var fyrst og freirist þetta: “Bléktu ekki huga þinn með 'hégómlegum ytri siðum, farðu út í lífið og reyndu af ölium mætti Iífs þíns og sálar að leysa mennina úr viðjunum, er binda þá, Ieystu þá undan heimsk unni, undan vananum, undan skynhélginni, undan hégómlegum eltingaleik »eftir því, sem ekkert gildi héfir, véktu í þeim virðing- una fyrir þeirra eigin sál, og um fram alt skilninginn á því, að menmrmr eru hver öðrum svo nátengdir, að svíkist þeir undan að gera hvers annars hag og hvers ananrs farsæld að sínu verkefni að auka, þá hafa þeir gerst liðhlaupar í hinni stórkost- legu baráttu lífsins, við að skapa æ fullkomnari tegundir af Iífi.” En það verður töluvert mikið fleira en þessir kvöldmáltíðar- siðir, sem við sjáum, þegar Ijósar er eftir litfð, að eru fyririitning fyrir kirkju guðs. Og það er ;ú éftirtekt, sem stundum ætlar al- veg að sliga mann. Fyrirlitning er áreiðanlega ekki holt sálar- ástand, en maður þarf stundum að gæta sín vel til Iþes að verjast því að fyrirlíta kirkju mannanna. Þétta, sem eg benti ykkur á um kvöldrriáltíðina, er ekki nema eitt '— kanske að sumu leyti smá- vægilegt — sýpislhorn af því, sem| altaf endurtékur sig öld eft- ir öld og ár eftir ár með þá stoifnun. Það er æfinlega verið að sétja einhvern hégóma — eitthvert “huiribug”, eins og vér segjum í daglegu tali — í stað- inn fyrir kenningar Krists. Það er ekki raunalegri sriga til heldur en sú, sem maður uppgötvar við að kynna sér niður í gegnum all- an feri'l kirkjunnar, hvernig af- staða hennar hefir ávait verið gegn hinni tvenslkonar merkustu viðleitni, sem mennirnir hafa ait af verið að ála með sér. Annað er tilraunir þeirra Til þess að koma einhverju viti í stjórnmála- fyrirkomulag sitt, og hitt er við- leitni þeirra við að færa út kvíar þekkingarinnar. Hin unga menn- ing heimsins hefir verið eins og unglingurinn, seiri Björnstjerne Björnson ieggur orðin í munn: “Undrandi stari eg ár og síð upp fir fjöllin háu. Auganu mætir þar ís og hríð — alt í kring grasi vafin hlíð. Ó, hve mig iliangar yfir, — kemst aldrei á meðan þú lifir?” Þrá menningarinnar til þess að komast yfir fjöllin og upp úr gíl- inu, þar sem sjaldan nýtur sólar og gróðurmagnið verður að engu, þar sem miijónirnar mannannr fæðast og deyja, án þess að hafa notið nokkurs eða framkvæmt nokkuð annað en að geta af sér ný afkvæmi til þess að leika hinn sama tilgangslitla lei'k. Þrá menn- ingarinnar, segi eg, og þrátt fyrir ált mlikla trú á að upp úr verði komist, er vottur þess og fyrir- heit um, að það tékst. Mannkyn- ið veit, að það á ekki heima undir þeim ástæðum, sem það nú lifir við, nema um stundarsakir. Það á eitthvað skylt við konung lofts- ins, sem það sér blakta yfir höfði sér: Dodd’s nýrnapillur eru bezta nýmameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun( þvagtepnu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill* kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ác $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s MedicUna Co.. Ltd., Toronto. OnL Örmn Iber vængjanna öflugt slag upp yfir fjöllin háu; þar teygar hann himinsins hreina dag, hraðsiglir loftið með víkings'brag; hátt ýfir hömrum og ströndutn horfir mót ókunnum löndum.” Og það er af því, að mann- kynið er ennþá ungt og á alla framtíðina ófama, að það réttir út hendina í gegnum sína hug- sjónamenn og mælir: “Dt vil eg, út vil eg undralangt upp yfir fjöllin háu. Hér er svo þreytandi, þröngt og strangt, og því brýzt hugurinn ungi langt háveginn, — láttu hann hafa ‘ann hamrana aldrei grafa’ hann. Þessi tilfinniríg mannkynsins verður aldrei kæfð. En ham- ingjan veit að öflug öfl hafa að verki verið til þess að kæfa hana. Og elzta og fullkomnasta stofnun vor heíir lagt þar hönd að verki með meiri og hræðilegri árangri héldur en nokkuð annað. Eg veit að eg er ekki að segja yður neitt nýtt. Eg veit að þér hafið öll lesið um, hvemig þessi stofn- un héfir á ýmsum tímum Iéð sig sem verkfæri í hendur valdhafa, til þess að réttlæta skammarlega meðferð á fól'ki, og beitt allri sinni lægni, ými'st með hrottaskap eða slægð, til þess að girða fyrir áhriif þeirra manna, sem voru að reyna að nema ný l'önd fyrir þekkinguna og fæta út sjóndeild- arhring tnanna. Þetta viðurkenna vitaskuld allir, eða því nær. Vér lesum með hryllingi frásögumar um meðferðina á Galiieo, Brano, Jóhanni Húss og öðrum andans mönnum, sem orðið hafa fyrir barðinu á íhaldinu. ‘En allir hrópa nú einum rómi: “Hefðum vér ver- ið uppi á þeim tímum, þá hefð- um vér eigi grýtt þessa spá- menn.” En okkar tímar mega vara sig. Bj-eytingin er nrtáske ekki svo afarmikil. Það táknar eitthvað þegar maður heyrir uim, að Gyð- inga-auðkýfingar séu að ausa mlijónum í kaþólsku kirkjuna. þeir gera það ekki af ást á þeirri kirkju. Þeir aétla að hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Það er heldur ekki að ástæðulausu, að maður eins og Rockeféller er jafn gagntekinn af Billý Sunday, eins og hann kvað vera. “Það væri léleg verzlun,” segir hann, þegar búið var að eyða 200,000 doll- ara í eina vakningaferð Sijndays um New York, “ef nú væri hætt. Það fengist ekki annað en lítil- fjöríeg renta af peningunum og verkinu, sem unnið hefir verfð. En við vonumst til þess að fá góða rentu á næstu áram.” Og það er héldur enginn vafi á því, að hin pólitísku íhaldsöfl hafa fengið góðar rentur af að halda fólkinu í vanþekkingunni . og heimskunni, sem kirkjan hefir beitt viti síínu og manriþekkingu til að varðveita. — Það er held- ur engin tilviljun, að William Jenning Bryan, ætjar, eins og við sjáum af Free rress fyrir fá- eini’m dögum, að verja því sem eftir er æfi sinnar, méð alla íhalds- kirkjuna að baki sér, til þess að hnekkja hinni skaðlegu kenningu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.