Heimskringla - 06.06.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 06.06.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HB ÍMSKR!NG l A WINNIPEG, 6. JONl, 1923 HEIMSKRINQLA (fct«ÍBuS lhh®) Krair <kt * bvrrjum m!3v BlgeDdart THE VUONG PRESS. LTD. SSS Oj( SG5 SAHGEXT AVE, VVI.VNIPEÖ, Talwimtl N-6537 VurC UiSalma rr $3.0» irtaagarina bor*- Int tyrir from. Allar borfranir HaiU rlSaaaanal blaOolna. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaður. UtaaáafarKt t■ L blaðalnai HelmKkrinKla Xena A PubllahinR Co. JLessee of TH0 TIKINÖ PUU99, Lti, Box «1TI» WinnlpeK, Han. Ulaaiafcrm tll rltatjéi ana KDITOH HEIMSKRINGLA. Box SlTl Wlnnlpec. Man. The 'Helmskringla” is printed and pub- lished by Heimskringla Nenra nnd Puhllshfng Co., 853-855 Sargent Aye. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537. WINNIPEG, MANITOBA, 6. JÚNl, 1923. Góðir gestir. Dr. Ágúst H. Bjarnason og frú hans komu frá Islandi fyrir taepum mánuði og hafa ver- ið í Bandan'kjunum. Sem stendur eru l>au í Chicago, en koma til Wipnipeg næsta föstu- dag, að öHum ííkindum. Það mun óhætt að fulllyrða, að hjón þessi eru Winnipeg-Islendingum, ásamt öllum Is- Jendingum hér vestra, kærkomnir gestir. I Bandaríkjunum hefir dr. Á. Bjarnason flutt ndkkra fyrirlestra. Á annan í hvíta- sunnu flutti hann fyrirlestur um Magnús guð- fræðmg Eiríksson, við guðfræðisdeild Har vard háskólans. Daginn eftir hélt hann fyr- irlestur í Tremont Temple í Boston um trú- arástandið á Islandi, fyrir 2300 áheyrendum. Þriðja fyrirlesturinn flutti hann 27. maí 'í Westside Unitarian Churdh í New York. — Þaðan héfe hann svo til Cornell og síðan til Niagara, og loks til Meadvifle. Flutti dr. Á. H. Bjamason fyrirlestur á Meadville guð- fræðisskólanum. Þaðan fór hann til Chicago en þangað var kona hans koman áður. Flutti hann þar erindi á þjóðhátíð Dana. Á leið- inni frá Chicago hingað, kemur hann við í Minneapölis og Hanska, Minn., og flýtur þar ræður á meðal Norðmanna. IBlöð sunnan úr Bandaríkjunum geta fyrir- lestra dr. Á. H. Bjarnasonar í ritstjórnardálk- um sínum, og ljúka lofsorði miklu á fyrir- lesarann. (New York Eveneing Post, Boston Transcrift). Hér mun hann flytja nokkra fyrirlestra, og er eftir því beðið með mikíMi eftirvænt- ingu. Gáfur mannsins eru kunnar af hinum ágætu ntum hans. Að eiga von á að hlýða á hann, er óblandið ánægjuefni öllum. Einnig ætlar doktorinn sér að halda fyrir- lestra víðsvegar um bygðir íslendinga, og verður síðar nákværrtlega auglýst um þær ferðir. Þessara góðu gesta verður frekar minst síðar. I þetta sinn lætur Hkr. sér naegja, að bjóða þá innilega velkomna. • Fyrsta kona dómari í hæstarétti. 1 fyista sinm í sögu Bandaríkjanna situr nú kona í hæstarétti í einu ríkinu. Og það á sér ekki stað í vesturríkjunum, þar sem þó virðist miklu auðveldara að ryðja nýj- ungum allskonar veg en í austurríkjunum, heldur í sjá'lfu íhaldsríkinu Ohio. Síðastliðið haust, er Florence E. Allen gaf kost á sér til að sækja um þessa virðingarverðu stöðu, sögðu iþeir, er alvitrir þykjast í kosningasök- um, að hún hefði ek'kert tækifæri. Stjórn- málaflokkarnir útnefndu sín eigin dómara- efni. Ungfrú Allen stóð ein uppi og hafð> hvorki stjómarflokk eða aðra félagsskapi sér að baki. Eigi að síður varð hún annar dóm- arinn af tveimur, sem kosnir voru af fimm, sem sóttu. Hún blaut nærri fimtfu þúsund atkvæði fram yfir þriðja umsækjandann. Fyrir fjórum árum fékk kona þessi stöðþ sem aðstoðar-mælafærsílumaður við héraðs- rétt í Ohio. Ári síðar var kosið í undirdóm- araembætti í Cleveland. Voru 10 dómarar kosnir. Þá sótti ungfrú Allen og fékk fleiri atkvæði en nokkur hinna 10 dómaraefnanna, er í vali voru. Varð hún þá. yfirdómari í undirréttinum. # IHa var valdsmönnunum við, að kona skipaði þetta sæti. Var stungið upp á því, að mynda sérstaka dejld í samfcandi við dómstólana, er fjalTaði eingöngu um hjú- skaparmái (Domistic Relations), og fe!a j ungfrú Allen hana. En hún var því mrótfall- in. Hún hélt að konur ættu aíveg eins erindi í domarastöðuna yfirleitt, eins og í sérstakar deildir hennar. Varð því ekkert úr því, að hún þannig yrði svift embætti sínu. 1 undirréttinum var hún svo yfirdómari Og alkkonar málum sinti hún þar. I þau 2 ár, er hún gegndi þeim starfa, afgreiddi hún um 600 mál. Átta af þeim voru morðmá! Af öllum þessum sæg, voru aðeins 3 dæmd á annan veg í yffrréttinum en hún hafði gert. Segja lögmenn það mjög sjaldgæft, eða jafn- vel eins dæmi, #að dómar frá undirrétti standi svo oft óhaggaðir. Þegar mjög svæsin mál voru fyrir réttin- um, varð að gæta hús þess, er ungfrú Allen bjó í, fyrir árásum óvinanna. En ekki hafði það nein áhrif á hana, þó hana grunaði, að setið væri um fíf sitt. Hún gætti dórpgreind- ar sinnar eins fynr því í réttinum, og misti ek'ki svefn út af slíku. Ungfrú Aflen kvað laus við alt ti'ídur, bæði í klæðaburði og framkomu. 1 dómarasæt- inu situr hún eins tilgerðarlaus og eðlilega og heima hjá sér. 1 fasi hennar eða svip er ekkert, sem ber vott um vald hennar. Hún h'tur einstaklega hreinskilnislega út og yfir- lætislaust. Virðing er feiknamikil borin fyr- ir henni, hvar sem hún fer, og þó er sem hún kæri sig aíls ekki um þ>að eða gefi nokkurt tilefni til þess. Þessi frumfierji kvenna í þessari grein, ungfrú Allen, er fædd í Salt Lake City í Utalh. Þar dvajdi faðir hennar um þær mundir, en áður var hann kennari við há- skóla ,í Cleveland. Barnaskólamentun sína fékk hún í Salt Lake City, en að því nám; ; íóknu gek'k hún á háskóla í Cleveland og út- skrifaðist þaðan árið 1904. Þegar hún byrjaði á háskólan?.mi, sagðist hún að því loknu æda að sjá fyrir sér sjálf, ef faðir sinn gœti staðið straum af þeim kostnaði, ætti hún að geta unnið fyrir sér úr því. En faðir hennar vildi nú samt sem áð- ur, að hún færi til Berlínar og lærði þar hljómlerka- eða hljóðfæralist. Varð það úr að fjölskyldan fór þangað og stundaði ung- frú Allen hljómleikanámið þar í tvö ár. En þar lagði hún ekki einungis stund á söng- fræði, heldur einnig Þýzku. Og þó þetta væri efnalegum erfiðleikum háð, vann hún Iþar á'valt fyfir sér. Hún var sístarfandi, skrifaði fyrir ensk og þýzk blöð, um söng- fræði og annað, í frístundum sínum, sem gaf henni talsvert í aðra hönd. En á Þýzkalandi undi hún sér ekki og þráði sffeít að komast aftur heim til Bandaríkjanna. Þegar hún kom heim, kendi hún þrjú ár á skóla i Oleveland. Skrifaði hún þá einnig stöðugt um hljómleika í blaðið “Cleveland Plain Dealer”. Á sama tírna stundaði hún nám á Clevéland háskólanum, og útskrifaðist brátt þaðan í stjórnfræði og lögum. Á þeim tíímium var konum ékki leyft að nema lög í Cleveland, en henni voru veitt þau sérrétt- indi, að vera í nókkrum kensIUstundum. Síð- ar var hún eitt ár á lagaskólanum í Ohicago, og við prófin það ár tók hun hærn einkunn en nokkur hinna nemendanna, er útskrif- uðust. lEftir þetta bauðst ungfrú Allen atvinna á fóTksinnflutningastofu í New York. Var hún þa’r um tíma, og var sýsilan hennar fólgin í því, að rannsaka ýmislegt frá lagalegu sjón- armiði, er fyrir korn í innflutningamálum. Meðan hún hafði þessa atvinnu, las hún und- ir lagapróf í New York, og útskrifaðist þar í lögum að litlum tíma liðnum. Öll þessi námsár hennar, var kaup hennar mjög takmarkað, þó að hún ynni hvíldar- laust í frístundum sínum. En margt hafði hún í takinu. Var eitt af því að flytja fyrir- lestra fyrir mentamál'aráð New York borgar um hljómleilka. Voru $10 goldnir fyrir hvern fyrirlestur. En skamt hrökk það fyrir fram- færslukostnaði, Reyndi hún þá að flytji fyrirlestra sína í klúbbum og fyrir aðra fé- lagsskapi, en þá þóttist hún góð, ef Hún fékk $5 fynr hvern. Sagði hun siðar, að meira hefði hún borið úr bítum við að þvo gólf en fyrir þetta vetk, og altaf var mjög hæpið, að hún gæti komist af með svo litlar tekjur. En fyrrr sér hafði hún ákveðið að vinna, og frá því var ekki að hugsa til að víkja, þó skor- inn krepti stundum að. “Tíl allrar hamlngju,” segir ungfrú Allen. “gat eg jafnvel þá litið brosandi a basl mitt alt, eins og eg gen nú. Eða er annað hægt en að brosa að þessari sögu minni, sem einni af fleirum henni svipuðum? Eg átti að flytja fyrirlestur, sem ugglaust margt af heldra fólki ætlaði að sækja. En eg átti þá enga flík, sem talist gat smekklega útlítandi, hvað iþá meira. Eg átti heima í fataékrahluta borg- arinnar. Vinkonu átti eg eina, sem bjó í sama húsi og eg. Við litum nú a föt min og kom saman um, að ekki væri farandi í nein- um af þeim á þessa sarokomu. x Við fórum nú að rifjakipp fyrir okkur ó- dýrustu búðirnar, því annarsstaðar var ekki að tala um að nera kaupin. Og eftir nokkra Ieit duttum við loks ofan á föt, sem litu vel út og ékki yoru dýrari en það. að eg gat straum af staðið. En það var eitt að þeim. Þetta var á dögum “Hopple”-pilsanna svokölluðu.* en iþess föt voru svo nærsíkorin, að eg gat ekki sezt niður í þeim! En með því að eg bjóst við að flytja ekki fyrirlesturinn sitj- andi, hélt eg að þetta gerði ekki mikið til og keypti því fötin. Vinkona mín lofaði mér því að fara með mér, bæði til að hughreysta mig og örfa og aðstoða á allan annan hátt. Við þurftura að taka sporvagn; um bíl var ékki að tala. fyrir okkur. Eg sagði vinkonu minni, að strætisvagnarnir væru ávait fiillir af fólki á þessum tíma, svo að það vekti Aiga grun- semi, þó fólk stæði í þeim, þar sem engin auð sæti væri um að ræða. En hvernig haldið þið að okkur hafi orðið við, að sjá enga manneskju í vagninum, er við stigum upp í. Endalausar raðir til beggja hliða af auð- um békkjum, en við hjengum í hönkunum og slöngvuðumst aftur og fram við hina ó- notalegu rykki vagnsins, í stað þess að geta notið þeirra þæginda að taka okkur sæti. FóHkið, sem inn í vagninn sté á eftir okku-, rendi forviða sínum forvitnisltegu augum á okkur, og í sannleika Jái eg því það ékki!” Hægan —hægan. I svari síðasta blaðs Lögbergs við grein ina í Heimskringlu vikuna áður um fjármála- stefnu /sambandsstjómariinnar, hrósar Lög- berg sér af því að vera eina blaðið, sem veit hvað það vill og hafi ávalt fylgt sömti stefnu. Onnur blöð hér vestra eru stefnulaus, að dómi þess blaðs, eflaust af því, að þau fylgja ekki iKng-stjóminni að málum! Ætli að það hefði ekki verið betra fyrir Lögberg að fara varlega út í þessa sálma. Það rekur eflaust al.Imarga of vel minni til þess enn, hvar Lögberg stóð gagnvart Laur- ier sæla síðustu æfiár hans, til þess að gleypa við sh'ku stefnufestuskvaJdri. En sleppum því og lítum á seinni tímana. Árið 1919 komu liberallar saman í Ottawa, til þess að bæta og breyta stefn^iskrá sinni í Iandsmál- um. Og sömu mennirnir, er á þeirri sam- kundu voru, hafa nú með samíþýkt fjármála- reikninganna, tins og þeir em, brotið þá stefnuskrá sína með öllu. Lögberg var ein- dregið með þeirri stefnuskrá, og það er nú jafn eindregið og atjónarliðið alt á móti ihenni. King forsœtisráðherra hefir verið að reyna að sýna fram á, að fjármálastefna stjórnar «innar sé hin sama og 1919, og sú sama og liberalar ’hafi ávaít fylgt. Hann mætti engu síður taka sér fyrir hendur að teljaímönnum trú um, að hvítt væri svart. (Þetta sjá flest blöð Vesturlandsins, sem opin hafa augun. Það væri líka undarlegt, ef svo væri ekki, þar sem stefna libera! stjómarinnar nú er ekkert annað en kaup- menskusamkundu-stjórn Austur-Canada, sem á Vesturlandinu, mesta framl'eiðsluibluta landsrns, þarf að lifa og hafa sem hjáleigu sína. Að sú s.tjórn sé að taka til greina kröf- ur leiguliðanna, er auðvitað altof auðvirði- legt fyrir bana! Og hvernig svo sem þessi hberalfloklkur skiftir hömum og veltir sér fyr- ir auðvaldmu eystra, eltir Lögberg hann æ. Það bllað ætti að vera gefið út í Qutebec og á frönsku, en ekki meðal hugsandi Islendinga hér vestra. Ritstjórinn þyrfti þá heldur ekki að vera á sffeldu flakki austur, eins og hann hefir verið, tií þess að ráðfæra sig við hús- bæncíurna. “ViHingarnir”, sem auðklíkan eystra kall- ar 'þá, er í Vestur-Canada búa, eru að vakna til mieðvitundar um það, að það sé ekki hug- sjónum þeirra vel samboðið, að saétta sig við að vera andlegir og efnalegir skattrúningar kaþólskrar auðklíku, þó Lögbergi eflaust finnist það eðhlegast Víkmgasonunum, sern það þrédikar það ýfir! (Það atriði í svari Lögbergs, að reikningar sambandsstjórnarinnar hefðu sýnt tekjuaf- gang, ef( tapið á járnbrautunum hefði ekki numið svo miklu, naar ekki tilgangi sínum, vegna þess, að það tap er ekki nýtt og stjórn in hefir undanfarin mörg ár orðið að standa straum af því og gert ráð fyrir því í tekju- Iiðum sínrm. Það tap er nú heldur ekki nema hverfandi. l>orið saman við það sem verið hefir. Að kenna því um, að reikningarnir eru eins og beir eru, hefir enga þýðingu. Ennfremur er reksturskostnaður stjómar- innar. Að segja að viðskiftakostnaður sé 400% hærri en fyrir stríðið, nær ekki raolkkurri átt. Viðskiftin eru minni nú en nokkru sinni fyr. Reksturskostnaður tiltölu- lega hærri, borinn saman við viðskiftamagn undanfarið. Það skal játað. En þar með er ekki sagt að hann sé í raun ,og voru svona hár, vegna þess að viðskiftamenn komu skjótt auga á þetta. Og þeir kunnu aðferð- ina að ,því að standast straum af þessu. Þeir sameinuðu deildir sínar, í sumum tilfellum félög sín. Það sparaði þeim -vinnu og fólk. Og reksturskostnaður þeirra varð í réttum hlutföllum við viðskiftamagnið. Hið sama mátti ætla, að sambandsstjórnin gerði. Að því er reksturskostnað stjórnar þessa fylkis snertir, þí er það ekki heldur rétt,. að hann hafi hækkað hjá þeirri stjórn, er nú situr við völd. Eftir að bændastjómin tók við s.l. sumar. fækkaði hún mönnum talsvert. Að stjórnarkostnaðuirinn var nokk uð hærri 1922 en árið áður, ollu kosningamar og bruðl Norris- stjórnarinnar síðustu valdatíma sína. Það mun sjást, að þegar bændastjórnin er búin að koma verkum fyrir, eins og hún ætlar sér, að rek'sturkostnaður stjórn- arinnar fer laékkandi. Lögberg þarf að líkindum ekki annað en að líta í sinn eigin barmi, til þess að sannfærast um að réksturskostnaður vðiskifta hefir farið niður. Vér yrðum ekkert hissa, þó hann yrði 400 prósent lægri hjá því í ár en áð- ur. Allar hagsýnar viðskifta- stofnanir færa réksturskostnað sinn raiður. Stjórnir eru allra, viðskiftastofnana tornæmastar á, að læra að sníða stakkinn éftir j vexti. Hví skyldi þVí mælt bót? Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmameÖaliÖ. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun, þvagtepDU, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eÖa 6 öskjur fyr. •r Í2.50, og fást hjá öllum Iyfsö)- um eSa frá The Dodd’s Med>c>M Co.. Ltd., Toronto. OnL Æfiminning Kristínar Jónsdóttur Johnson. Það hefir drégist að geta að nokkru refiferilis þessarar mórkis- konu. Kristín heitin var fædd að Lækj arkoti f Viíðidal í HúnavatnLSsýslu á fslandi f febrúarniáinuði 1874, en andaðist á sjúkraihúsi í Saskatoon Sask., 13. október 1922. Foi'eldrar hennar voru bau Jón Jónadabsson Líndal og koraa hans Ingibjörg Tómasdótti.r, er mörguin voru fnnnlbyggjum Áiftavatns- bygðar að góðu kunn, og þar bæði látin. Að heiman fluttust bau*til Garðar í Norður Dakota árið 1883, með börnum sínum, Jónadab, Krtetfnu og Gróu. En 6 árum síð- ar norður til Álftavatnsnýlendu í Manitoba, þar sem bróðir hinn8r látnu, Jobn IJndal, er nú gildur bóndi. Gróa giftist ung og flutt- j fet vestur til Saskatehewanfylkis, | og þar dó hún fyrir nokkrum ár- i um frá manni og mörgum bömum. j Ein Kristín sál. giftist 1. júní 1894 j Sveini Jórasisyni Matthíassonar frá Hergilsey á Breiðafirði, og stund-j uðu þau búskap í grend við Lund- i ar í 18 ár og áttu þar myndarlegt j heimili og góðgerðasamt. Ireim j varð 10 barna auðið, hvar af 4 dóu í æisku, en þrír drengir, allir uppkolnnir, Iragvi, Ástrióður og Ágúst, lifa móður sína, og þrjár stúlkur, Jeinsina, Helga og Jó- hanna, þeirra yngist, nú 12 ára. — Eldri dremgimir tveir þjónuðu í Canadahernuim á 1 Erakklandi, en eftir striðslok komu þeir aftur heim til foreldra sinna, og hafa uranið í Saskatoon, þar sem heirn- ili foreldranna hefir verið sfðan þau fluttu frá Lundar fyrir 10 ár- um. Yngri þörnin eru og öll f föðurhúistim og stunda sum há- skólanám. Kristfn heitin var vel skynsömi og ineista myndarkona, góðgerða- f-örn og félagslynd, ástrík móðir og umhyggjusöm eiginkona. Greinileg merki þessara einkenna hennar sjást á því, að henni auðnaðist a'5 halda allri fjöiskyidu sinni sainan fram á dánardægur, sem og bar mjög óvænt að, að kvöldi þess sama dags og uppskurður var á henni gerður við meinsemd í lifr- inni. Undarafarna 9 daga hafði hún verið ailþjáð, en þó haft fóta- ferð. Jarðarförin fór fram 16. október frá McKague útíararstofuinni, og voru um 13 blómsveigir lagðir á kistu hennar, af vinum og félög- um þieim, er hún tilfheyrði. Bev. Skinner, prestur Presbytera kirkj- unraar í Saskatoon, talaði yfir mlolduim hinnar látnu. Eg tek þátt í söknuði ykkar, kæru börn og eiginmaður iiennar. Hvíldu í guðsfriði, Kristín. Vinur. Til Tónskáldsins Björgvins Guðmundssonar. Tilefni: Brúðkaupsdagur hans 1.—5.—’23. « Nú er framsýnið frítt — Friðardagur og Mýtt, Þú ert farsæll á leiðönna mótum! Hugur hljóðbær; um sál Himinn leiftrandi mál Óma þér nú á uppsala-nötum: Þaðan “langförul” ljóð Leiða söngklöklk og góð Inn í huga þinn hæst-fleyga óma; Lengist lán þitt, til góðs: Þessa lifandi óðs Sem að lífið í framtíð mun róma —. Berðu kveðju og koss — Þetta kærleika hnoss, Kæri vinur, til unnustu þinnar; Yfir æfinnar ár, Gegnum ást-bros og tár, Þessa uppfylling hugsjónar minnar —. Eg er sáttur í sál, Þegar samlhljómans mál Hafa svifið um ástvina-huga: Þegar gæfan er guð —’ Þá er guð ekkert snuð —, Þessi guð mun um eilífðir duga —. Vert þú sœlj, vinur kær! Vert þú sæl, góða mær! — Það er “amen” á orðanna sviði, Þegar óskin er ein Eins og árdöggin hrein, Sú: að alt verði Björgvin að liði. Jak. Jónsson. 1 I /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.