Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15. ÁGLST, 1923 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. Dr. S. George S i m p s o n. Mynd Jiessi er af ungum og efni- legmn landa vorum, sem nýseztur er hér að í borginni sem læknir, Er hann fyrir nokkru útskrifaður í fræðigrein sinni og hefir stundað lækningar um tveggja ára tíma í borginni Chieago. Hann er fædd- ur í Winnipeg og nákomuustu ætt- ingjar hans búa hér í borg, og mun bað hafa mestu ráðið um komu hans hingað aftur. Hann er í hópi hinna gáfuðu yngri mentamanna Jijóðarbrots vors, er írmð svo mörgu móti hafa getið sér góðan órðstir við mentastofnir be-ssa lands, og verið bjóðflokki vorum. tii sóma. Landar hans er hjálpar hans þurfa með, ættu að vitja hans, því þeir mega treysta því að fyrir þá gjörir hann það sem í hans valdi stendur Hann er sagðuit einkar samvizku- ■ samur og trúverðugur, svo honum má óhætt treysta til hins bezta, áuglýsing hans hér á öðrum stað f blaðinu, skýrir frá lækninga-að- ferð hans; aðferð þeirri, sem nú er mjög farin að tíðkast, einkum við þá, sem bilaðir eru orðnir á taugum og að heilsuþrotum komn- ir. Eyrsta bata skilyrðið fyrir þá, er að ^tyrkja líffærin svo, að þau fái unnið það verk, sem þeim er ætl- að. Þetta gefist sjaldnast með lyfja skömtun, heldur með böðum, nún- ingi og öðru, sem styrkir líkam- ann. Eru aðferðir þessar mjög tíðkaðar nú á siðari árum við hin ýmsu hæli og hafa gefist vel. Það er orðið all-langt síðan, að lækninga aðferðir þessar þektust, þó sökum lyfjatrúarinnar miklu meðal almennings, að þeim hafi lengi vel lítill gaumur verið gefinn Þannig vissu menn það snemma á öklum, að það styrkti þá sem f- þróttir og aflraunir vildu reyna, að vera núnir og baðaðir áður en þeir gengu til kappleikanna. Eins hafa þessar aðferðir margan kviil- an læknað nú á síðari árum, er talinn var með öllu ólæknandi. Þetta hefir reynst svo með hina ýmsu sjiikdóma, bæði innvortis og útvortis, er stafa af gikt, meltingar- óreglu, taugaveiklun og fl. Þá hef- ir og bót fpngist við hnýting og út- lima-kreppu, riðu og öllu þessháttar. Það má treysta því, að hann reyni sitt ítrasa við hvaða lasleik sem er og er enn óreynt hvað lækna má með þessum aðferðum, ef allri var úð er sint. Dr. S. Gerorge Simpson, ér fædd- ur í Winnipeg 14. september 1894. Eru foreldrar lians Guðmundur Sigurðsson Simpson, frá Áshildar- holti í Skagafirði, og kona hans Guðbjörg Sigmundsdóttir, er búið hafa um langt skeið hér í bæ. Barnaskóla og miðskólanámi lauk George hér í bæ. Árið 1912 fór hann til Chieago, þá átján ára gam- all, og byrjaði á iækninganámi, en við ársbyrjun 1917 var hann kvadd- ur í Canada-herinn, og sendur a.f landi burt. Varð ]rá uppihald á námi um þriggja ára bil. Til baka kom hann sumarið 1919, tæpur á heilsu, en hrestist bráðlega svo að sama haust varð hann fær um að halda áfram námi. Vorið 1921 útskrifaðist hann frá Lindlahr læknastofnuninni í Chi- cago með hinum besta vitnisburði (100 stig við burtfararprófið). Byrjaði hann þá að stunda lækn- ingar við heilsuhæli þar f borginni og hefir eingöngu gefið sig við því verki síðan. Við nóm sitt varð hann að kosta sig sjálfur, sem þýðir, að hann varð að vinr^a fyrir sér, jafnframt skóla- göngunni, því eigi gátu foreldrar * hans styrkt hann nema að mjög litlu leyti. SkriCstofa hans er að 207 Somer- set Building, Winnipeg. eigin bygðarlögum. Þegar þeir svo sendu skeytið, er þessi virti og velséði gestur þeirra orðinn bisk- up yfir íslandi; þá situr sá í for- ystuenlbætti þjóðkirkjunnar, sem þeir álitu einhverja hina öflugustu stoð stefnu sinnar af þálifandi mönnum! Er af þessu næsta auð- skilið, að yfirlýsing þeirra hlaut að verða slík sem hún varð. Þeir vissu ekkert annað sannara en að þeir stæðu á sama trúmálagrund- vellinum sem kirkjan “heima ’. Og svo langt sem eg samvizku- samlegast veit, þá gera þeir það enn, og gætu enn lýst því yfir að svo væri. Quill Lake söfnuður hefir að vísu tekið þátt í því, að stofna kirkjufélag, þar sem einn- ig Onítarar eiga heima. En þeim félagsskap er þannig hátað, að trúarjátningar eru að mestu einka- mál hvers hlutaðeigandi safnaðar. Og fullkunnugt er mér, að við þessa félagsmyndun hafa Quill Lake safnaðarmenn ekki þurft að breyta, né heldur breytt, einum staf í stefndskrá sinni né safnaðar- lögum. Stefnan er nákvæmlega hin sama nú sem fyrir 10 árum síðan, er núverandi biskup Islands ferðaðist hér um og taldi kjark í fólkið. IV. Þannig Iiggur þá í því, að frjáls- hyggjumönnum hefir veizt léttara en hinurn, að afla sér manna frá íslandi. Og mennina hafa þeir fengið bæði trúmálanna og þjóð- rækninnar vegna. En svo hefir brytt á því, eins og t.d. í Bjarmagreininni, að reynt hefir venð að gera þessa þjóð- ræknisviðleitni tortryggilega með því að gefa í skyn, að hún sé not- uð sem “beita” til þess að veiða fólk til fylgis við óguðiega trú- málastefnu — frjálstrúarstefnuna! — Nú telja auðvitað þeir, sem þessari stefnu fylgja, það sér til sóma, í hvert sinn sem á það er bent, að þeir séu að vinna stefnu sinni til gengis. En “beitu”-orða- lagið gefur ljóslega til kynna. að frá hlið íhaldsseminnar er hér ekki um neinn lofgerðar-tilgang að ræða. Meiningin er sú, að sverta andstæðingana, ef hægt væri. Ög í þetta sinn er teflt svo tæpt sem hægt er. Það tækifæri er gripið, sem óvarlegast er að grípa. Því, eins og Bjarma er ljóst, stend- ur þjóðræknis málstaðurinn hér vestra höllum fæti — svo höllum, að hann má sízt við því, að þeir, sem fyrir hann vinna, sæli því, að reynt sé að sverta þá í sinni ein- lægustu og óeigingjörnustu við- leitni! Mönnum er það yfirleitt varla láandi, þótt slíkur viðurgern- ingur dragi úr áhuga þeirra og eljusemi. Og sem einn af þessum ‘beitu ’-mönnum að heiman, verð eg fyrir mitt leyti að segja, að þá litlu hjálp, sem eg hefi getað veitt hér við íslenzkiifræðslu og aðra þjóðrækni, hefi eg látið í té, án nokkurs tillits til þess, hvoru trú- málafélaginu þeir tilheyrðu, er nutu, eða hvort þeir við það ná- lægðust eða f jarlægðust minn trú- . arlega málstað. Og svo mun vera um flesta, er að þessu verki vinna.! Yfirleitt gera þeir það eingöngu j íslenzkunnar, — þjóðrækninnar vegna. — Og óski ritstjóri Bjarma þess, að þjóðrækni Vestur-íslend- inga fari ekki út um þúfur, og skilji hann, að “vér þurfum meira j liðs að heiman, meira samúðar”, þá viti hann jafnframt/áð í því er enginn stuðningur, að fá frá hon- j um afturgenginn tortrygnis- og blekkingarandann, sem ýmsir óhappamenn kunna að hafa alið á hér vestra á undanförnum ár- um.-------- Annars veit eg varla, hversu mikið er úr því gerandi, nú orðið, að menn hvorrar stefnu kenni hvorir öðrum um hinar fálegu þjóðræknishorfur. — Muni eg rétt, sá eg t. d. forseta Kirkju- félagsins og Unítara-Ieiðtogann sitja í sömu nefnd á þjóðræknis- þinginu í fyrra og starfa þar metnings- og tortrygnislaust að sameiginlegum áhugamálum. Og hér að Wynyard vinna menn í bezta bróðerni, það litla sem unn- ið er í málum þessum. Mig rekur minni til þess, að eg hefi einu sinni átt tal við einn safnaðarmann minn einmitt um það, hvor trúmálastefnan ætti yf- irleitt nýtari þjóðræknismönnum á að skipa. Hann áleit, að þar bæri íhaldsseminni heiðurinn. — Skoðun sinn i til stuðmngs benti han ná það, að þjóðræknin hefði lengi verið, svo að kalla, ellefta boðorð Jóns heitins Bjarnasonar. Eg hafði þá ekkert við þetta að athuga. Og eg skal en nekki fýr- ir þáð taka, að þessi safnaðar- maður minn kunni að hafa á réttu að standa. Ennþá er eg ekki svo kunnugur mönnum og málefnum hér vestra, að eg vilji fullyrða mikið um hag þeirra né hjartans- mál. En við nánari íhugun þess máls, er hér ræðir um, hefi eg þó fremur fjarlægst álit þessa manns. Bflugasta þjóðræknisstofnunin hér er kirkjan. Leiðandi menn hennar hafa þvím est tækifærin og ábyrgðina í þjóðræknis-efnum. Hvort sem kirjan er íhaldsöm eða framsækin er stefna hennar gagn- vart þjóðrækninni það, sem ríður baggamuninn. Nú hefir frjálshyggjustefnan reynt að afla sér manna frá Islandi og fengið þá. þeir eru orðnir meiri hluti hinna þjónandi presta stefn- unnar. Fram til þessa tíma, sem þeir koma hingað út, hafa þeir mestmegnis lifað og fræðst sem ís- lenzkir menn. Hinsvegar hafa flestir núlifandi prestar eldri stefn- unnar aflað sér mentunar eftir hérlendum, enskum hætti. Hvort- tveggja er í sjálfu sér jafnmikið eða lítið lofsvert. En — eru eig- inlega líkur til þess, að þeir, sem hériendan mentaveg ganga séu yfirleitt ræktarsamari um íslenzkt þjóðerni en þeir, sem þvínær ein- göngu hafa notið íslenzks náms- uppeldis? Ekki finnst mér það. Það má, að vísu benda á mann eins og séra Rögnvald Pétursson, og ennfremur taka það tii greina, að flestir eða allir prestar eldra félagsins eru upplýstir í islenzkum fræðum og unna þeim. En samt verður að álítast að menn, sem eru aðallega hérlendir að mentun og sumir fæddir hér og uppald- ir, geti yfirleitt varla talist líkleg- ri til þjóðrækni en þeir, sem ald- rep hafa haft að öðru þjóðerni að segja en því, sem hér ræðir um að leggia rækt við. Og sanngjarnt þykir mér, að líta svo á, að þar sem hið íhald- sama kirkjufélag, trúarstefnu sinnar vegna, hefir lítil skilyrði til þess, að njóta stuðnings “að heiman ”, og hallar sér því ein- göngU' að hérlendum, enskumæl- andi kirkjufélögum — þá hljóti slíkt, er til lengdar lætur, að hafa það í för með sér, að íslenzkr- ar þjóðrækni gæti þar æ minna og minna, og hverfi jafnvel með öllu, míkiu fyr en margur einlægur þjóðræknismaður félagsins mundi ó'ska. Og þá er þess ennfremur gætandi, sem fólk veitir nú orðið mikla eftirtekt, og kirkjuféiags- menn sjálfir eru farnir að ræða í1 málgögnum sínum — það, að ekki er sjáanlegt að félaginu séu að bætast neinir prestar, hvörki frá íslandi né af hérlendum ís- lenzkum ættstofni. Haldi svo á- fram sem horft er á — hvað verð- ur þá til úrræða annað en annað- hvort það, að hætta að vera til sem kirkjufélag, eða það, að snm ast algjört yfir til hérlendis, ensks þjóðernis og sækja styrkinn þang- að? Og raddir hafa mér borist um það að sumum leiðandi mönn- um félagsins sé þetta horf mál- anna fyililega ljóst, og að þeir fremur aðhyllist það en aftri því — ekki vegna þess, að þeir beri ekki sjálfir hlýtt j;æktarþel til þess sem íslenzkt er, heldur af því, að þeir sjái sig knúða tii þess af kringumstæðunum. Lífsskoðun félagsins og þjóðræknin virðast því ekki eiga svo vel samleið sem æskilegt væri. Og sé mönnum hin íhaldsama guðfræði hjartans mál, — sem eg leyfi mér ekki að efa, —- þá liggur í augum uppi að þeir verða að meta þjóðræknina minna en stefnu sína. Að svo mæltu skal það tekið fram, að mér er enginn sérstakur akkur í því, að sannfæra nokk- urn um það, að frjálshyggjufólk- ið sé þjóðræknarar en hitt. Mér dylst ekki að með báðum stefn- unum á ísienzki arfurinn ennþá fjölmarga einlæga vini og dáend- ur. En úr því að Bjarmi fór að gefa tilefni til umræðu um þetta mál, fannst mér ekki úr vegi að benda á, að að ýmsu athuguðu er það ekki nein lifandi ósköp sjáifsagt að íhaldsemin taki frjáls- hyggunni langt fram um íslenzka þjóðrækni — þó að nefnt blað virðist helzt halda að svo sé. V. Margt getur nú frjálslyndur guðfræðingur eignað hinum íhald- sömu í röklegu tilliti. Samt kyn- oka eg mér við að álíta, að rit- sjóri Bjarma — svo reikningsfær og reyndur maður sem hann kvað vera, — sé svo langt leiddur í ó- I samkvæmm að ekki sé honum sjálfrátt um rangfærsluna, er hann staðhæfir að séra Röghvaldur Pétursson, frem§ti Onítára leiðtog- inn með Vestur-Islendingúm, hafi útvegað mér vígslu hjá biskupi, þegar sá hinn samivbiskup á að hafa gert það að skilyrði fyrir veitingunni að safnaðarmenn mín- afneituðu” Únítörum með hjá þessari bygð, sem eg á heima ur ir ■HMBB öllu. Annaðhvort er hér um sjálf- ráða missögn að ræða eða óvit. VI. Tröllaukin er sú mynd, sem Bjarmi dregur upp af trúboðs- j ferðalagi séra Rögnvaldar. Er af henni helst að skilja, að han sé j á þrotlausum þönum út um allar j jarðir, með þá séra Melan og séra : Kvaran í eftirdragi, annanhvorn, eða báða; unni þeir hvorki sjálf- um sér hvíldar né fólki friðar. — Þykir mér býsna kynlegt að eg sem er þó þetta nær en ritstjórinn, skuli ekki hafa orðið var við þetta öfluga trúboð né af því frétt. Einnig í þessu efni gruna eg fregn- beran um óvildar-ýkjur. Veit eg að vísu vel, að séra Rögnvaldur ferðast mikið. Og han er Úní- tari og erindreki Únítara. En það er hinsvegar svo margt, sem hvet- ur hann til ferða, annað en trú- málin. Hann er sá maður með- al landanna hér í álfu, sem flestum fremur er vakinn og sofinn við allskonar nytsemdafyrirtæki þeirra — einkum þau er til þjóð- rækni horfa. I slíkum erindum fer hann marga ferðina, um það er mér kunnugt. En um gagn- gerðar thúboðsferðir er mér að sama skapi ókunnugt. Hafi þær átt sér stað, síðan eg kom vestur, hefir hann þá alveg sneytt fram- Á ’hinn bóginn, er það alveg vafalaust, að hvar sem séra Rögn- valdur Pétursson er staddur og í hvaða erindum sem er, þá mun hann æ og æfinlega reiðubúmn að leggja trúmálastefnu sinni lið, ef þess gefst færi. En nákvæm- lega hið sama má segja um cand. theol. Ástvald Gíslason. Yfirleitt er það svo alvanalegt og sjálfsagt, að menn sem emhver hjartans mál eiga, vinni fyrir þau, að slíkt er engin frétt framar. — En þetta er einmitt aðferðin við að ýkja: að hengja hattinn sinn á einhvern sannleiks-snaga, — svo laglega, að fólki hætti að fá rétta hugmynd' um þann snaga, og álíti að “undir búi’ alt arfiað og miklu sögulegra j en það, sem á sér stað. Slíkt er frásögn-aðferð Bjarma, þegar hann fer að segja fréttir af frjáls- hyggjumönnum vestan hafs. T. d. er það auðvitað alveg satt, að við þessir “nýkomnu” höfum ferðast dálítið um, síðan vestur kom. Hér er sanarlega margt nýstárlegt að sjá, og gaman að kynnast nýrri gerð af landan- um, og hann altaf við og við, að biðja okkur um aðstoð á hinum þjóðlegu samkomum sínum; enn- ; fremur er hann fyrst í stað forvit- inn um okkar klerklegu hæfileika, og biður okkur um messur; en i bygðirnar eru dreyfðar yfir stór landflæmi og ferðalög því á- berandi. t— Og þegar svo Bjarmi fer að segja frá er um ekkert minna að ræða en" reglulegar trúboðshamfarir! — Ekki vantar I semsé viljann til þess, að gera frjálshyggjunni ógagn, með því að væna boðbera hennar um að- súgsmikla trúmála-áleitni við fólk. Náskyld þessari frásögn-aðferð ritstjórans eru ummæli hans ein í páska-greininni; þau eru sem hér se^ir: “Annars eru það ekki nema eitthvað sex söfnuðir, sem enn er vissa fyrir að vilji vera með í þessum nýja félagsskap, en það er er kappsamlega róið tii dreifingar í I öðrum söfnuðum, og kirkjufélags- leiðtogarnir eru ótrúlega þögulir um þetta allt í blöðum sínum. Þess skal getið eftir beiðm að það var alls ekki af fjárskorti sem Leslie- söfnuður sagði upp presti sínum”. lEkki er nú linlega að máh kveð- ið: “Kappsamlega róið til dreyf- ingar í öðrum söfnuðum”! Auð- fundið er að hér á að segja heil- miklar fréttir. Ritstjórinn fer í reglulegan vandlætmgar-ham og flýgur um Iáð og lög að afhjúpa “alt þetta”,. sem “kirkjufélags- leiðtogarnir eru svo þögulir um”. En, við hvað á hann? Á hann við það, að þá frjálshyggjusöfn- uði, sem ekki vilja ganga í félag- ið, sé reynt að sprengja og eyði- leggja — eða er hann að segja, að þessi dreyfingarherferð gangi yfir alla íslenzka söfnuði vestan hafs, — nema þessa sex, sem þeg- ar séu gengnir í félagsskapinn? Hann um það. Hann hefir góða og gilda ástæðu til þess, að hafa orðalagið ofurlítið óljóst. Víst er um það, að bemt og brotalaust er fullyrt, að menn hins nýja kirkju- félags “rói” — rói kappsamlega að dreyfingu einhverra safnaða! Þessari fullyrðingu er svarandi að- eins á eina leið: Hún fer bara með blygðunarlaus ósannindi. Er furðulegt að sjá, að úr þessari átt sé allskonar þungum ásökunum stráð fram, án þess, að nokkur litur sé á því sýndur að skýra og rökfesta þessar niðrandi stað- hæfingar; ekki er hér um nokkra vandvirkni í rithætti, að ræða. Satt er það, að söfnuðirnir, sem myndað hafa hið nýja kirkjufélag eru fáir, en — líkleg einmitt vegna þess, að enginn útbreiðslu-róður hefir átt sér stað. Það sem orðið “róður” gefur í skyn: lúalega nærgöngult, persónulegt veiði- makk — hefir ekki átt sér stað af okkar hálfu. Hvergi hefi eg að minsta kosti orðið slíks var. Og fólkið, ^m með mér vinnur í ; þessu bygðarlagi ætla eg hérmeð að forsvara gjörsamlega frá slík- um aðferðum. Aðrar bygðir svari fyrir sig sjálfar, ef þær álíta það i þess vert. Aðeins einu sinni hefi eg orð- hann kæmi inn í söfnuð minn. Hann var utansafnaðar rnaður, og mér hafði borist frétt um það, að hann hefði farið lofsamlegum orð- um um þessa sambands-myndun okkar, og sagst mundi ganga í söfnuðmn. Hann tók máli mínu mjög kurteislega og neitaði því sízt, að svo gæti farið, að hann “yrði með”. — Samt ætla eg ekki framar að fara neins slíks á leit við hann né nokkurn annan mann. Mér skilst æ betur, að það er full- komið éinkamál hvers manns, hvort hann vill í söfnuð ganga, og í hvaða söfnuð J— eins og það er einkamál hvers safnaðar, í hvaða kirkufélagi hann vildi vera. Menn ættu, hvort sem er, ekki að þurfa að fara í neinar grafgötur um það, að vilji þeir sjálfir í söfnuð ganga eru þeir boðnir og velkomnir, og feginslega á móti þeim tekið. Hitt er því miklu óeðlilegra að safnaðarfólk gangi fyrir menn og biðji þá að ganga í söfnuð sinn. Vegna fjármáiahliðarinnar á safn- aðarstarfseminni hér getur slíkt litið út eins og ölmusubæn. Eg ætla að láta slíkt ógert. Og safn- aðarmen mínir hafa, það eg veit til, haft býsna hægt um sig til þeirra hluta. Mér er nær að halda að þótt þeim sé ýmislegt vel gef- ið, þá séu þeir snauðir af þeim “ræðara” hæfiieikum sem ritstjór- inn á við. Áreiðanlegt er að þar stendur frjálshyggjan hinni stefn- unni að baki. Yngri stefnan við- urkenmr yfirleitt betur vilja og vit einstaklingsins heldur en hin. Gegn því dugir ekki að mæla. — Og þeim fregnburði, að nokk- ur sú útbreiðslu-aðferð hafi verið notuð við þessa kirkjufélags- myndun sem auðkenna megi sem “kappsamlegan róður”, vísa eg heim til fregnberans sem ósamn- indum, sem annaðhvort hann eða heimildarmenn hans eiga sök á. Ef það er hinsvegar nokkuð sem nýlega hefir mínt mig á “róð- róður tiL dreyfingar, til mannskemda, til þlekkingar, þá það rithátturinn á þessum Bjarma-fréttum. Læt eg svo þessum athuga- semídum lokið í þetta sinn. Eg má vera dálítið hissa, eins og rit- stjóri Bjarma í sínum greinum. Eg er alveg hissa á því að maður, sem telur sig eiga veiga-mikil trúarleg hjartans mál, skuli nokkurn tíma koma fram fyrir andstæðinga sína svo óvandvirknur á skrif sín — svo einkennilega hirðulaus um sanngildi staðhæfinga sinna og auðvitað að sama skapi snauður af röksemdum. — Já, það er þetta með Leslie- söfnuð. Sá, sem bað Bjarma fyr- ir fréttina hefir auðsjáanlega ekki skilið, að menn geta sagt söfnuði sínum upp af ástæðum, sem miklu minni sæmd er að, en fjárslcorti. Auk þess sagði víst presturinn upp söfnuðinum en ekki söfnuðurinn prestinum. Wynyard 14. júlí 1923 Friðrik Friðriksson. ----------XXX------------ Two Teachers Wanted. For Big Island S. D. No. 589, Mani- toba, for the next School Term or for fche whole Schooil Year. Oom- mencing Sept. 3rd 1923. Teacher for higher roomis must hold Second Class Oertificate. Tcacher for low- er rooms must hold 3rd Class Certi- ficate. Applicanfcs state their perience and salary wanted. A. Kelly, Sec.-Treas Hecla P. O. Man. 45—48 ex- KENNARA VANTAR fyrir Asham Point S. D. Nr. 1733, frá 3. septemíber 1923, til 30. júní 1924. Verður að'hafa Second Class kenn- araskírfceini. TilboO greini frá œf- ingu og kaupi og sendist til undir- ritaðs. W. A. Finney, Sec’y-Treas. Cayer P. O., Man. Ef einhver kynni að vita um ut- anáskrift Sigríðar Magnúsdóttur ólafsson, sem fluttist frá Wynyard Sask., sfðastliðið sumar vestur til Alberta, geri svo vel óg gefi mér upplýsingar um utanáskrift hennar Mrs. M. Melsted, að það við einn einasta mann, að571^—17th Ave., N.W., Seattle, Wash.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.