Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. ÁGOST, 1923 HEIMSKRINCl A 7. RLAÐSIÐA. The Dominion Bank UuKNI NUTHK liA M K A V K. M SHKHBHOOKB IT. HöfaSstóll, uppb...I 6,000 000 VarasjóOnr ........9 7,700,000 ▲llar eignir, yfir.9120,000,000 Sénstakt athygli veitt vltMtVb hms kaupmann* og MéiUM# Sparisjóösdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir Jatn háir og annanvtaQaor riO- geng«t raoni a m> P. B. TUCKER, Ráðsmaður ----------------------------- Ferðaminningar (Framhald frá 3. sfðu) £gr geri ráð fyrir, og veit að í þessa efni skara Strandamenn ekki eins fram úr eins og um votheýs- gerðlna. En þetta er líka órækt menningarmerki. Og víða á land- inu brestur mikið á í þessu efni. Hús og vegir. í samanburði við önnur héröð er yfirleitt mjög vel hýst I Stranda- sýslu. Miklum mun betur en t. d. f Eyjafirði og Skagafirði, en ekki eins vel og t. d. í Borgarfirði. Er nokkuð jafnt bæði um íbúðar- húsin og útihús, og þó held eg að hlöðurnar séu tiltölulega bestar. Rekinn hjálpar vel til, einkum um útihúsin. Hann er seinunninn rekaviðurinn f borðvið. Um einstaka hiuti er húsagerð dálítið frábrugðin því sem algeng- ast er annarsstaðar. Hlöðuþökin t. d. víða flatari og ekki brotin. Mér heyrðist á sumum bændum að þeir myndu hverfa aftur frá því sniði. Þá var það algengt að sneiða af hornum torfhúsa, og er það íallegra og gert vegna veðra vai'alaust. Vatnsveitur f hús eru allvíða og rafmagnsstöð er á Hólmavík, en hefir orðið dýr, enda ekki hægt að fá vatnsafl. — En um vegina $r miður glæsilegt að ræða. Að vísu eru yfirleitt all- góðir reiðvegir um suður o,g mið- hluta Strandasýslu, en Stranda- sýsla hefir orðið mjög afskift, f sam anburði við önnur héröð, um vega- lagningar og brúagerðir. Það heitir ekki að til sé neinn ak- fær upphleyptur vegur í endilangri Strandasýslu. Að vfsu er það svo, um suma hluta sýslunnar, að að- rtutningar til heimilanna iiggja hest við sjó. En mikil eru samt viðbrigðin að koma sunnan úr Borgarfirði og jafnvei Dölum í þesu tilliti. Þar sem upphleyptu veg- irnir eru orðnir svo afarmiklir og iangir í öðrum héröðum. jafnvel sumsstaðar komnir sem alla leið fram til fjallabygða, styrktir ríku- lega af alþjóðarfé, getur ekki liðið á löngu áður en hafist verður eltt- hvað handa f þessu efni þarna norður frá. Þó tekur út yfir þegar kemur norður fyrir Steingrfmsfjörð. Úr því mega vegirnir undantekningai'- lítið heita afarsiæmir, bæði mjög grýttir og brattir. Mesta og sam- feldasta bratta sem eg hefi fengið á ferðum mínum, fekk eg í Ing- óifsfjarðarbrekku. Svo bætist það ofan á, að á póst- leiðinni eru miklar og hættulegar torfærur. Vil eg aðeins nefna eina, svonefnda Veiðileysukleif. Vegurinn liggur þar í fjörunni fyrir opnu hafi og fellur sjór upp í götuna. iStórgrýti er í fjörunni, en er rutt við og við, en aflagast vit- anfega þegar mikið brimar og sjór er úfinn; þarna er alveg ófært, þó að reynt sé að sæta lagi um háfjöruna, og hlaupa milli bylgja, því að vegurinn er stuttur. — Þó er þetta minst sem nú hefir verið isagt. Þarna verður að fara í flæðarmálinu vegna þess að him- inhár snarbrattur klettur gengur þarna í sjó fram. Og yfir höfði ferðamannsins hanga klettarriir og mikið af lausagrjóti bæði stóru og smáu. Verður ekki annað séð að neðan en að lítið þurfi við að koma til þess að steinar og heilar skriður hrapi. 1 góðu veðri og þurviðrum er sjálfsagt lítil hætta á ferðum. En þarna eru skriður og steinköst tíð í leysingum. Eg inætti póstinum rétt hjá ó- færunni. Hann sagði inér sögu af einni ferðinni síðastliðinn vetur. Með honum var bóndakona að norðan. Þegar þau komu að kleif inni var svo hátt í sjó og sjór svo ókyr að hann taldi réttara að bíða útfallsins. En þegar þau höfðu beðið í fáar mínútur , og verið um það leyti komin í kleifina, hefðu þau haldið áfram, kom grjótskriða einmitt á þann stað. í>á hefði ekki verið sagt frá tíðindum. Eg álft það illverjandi af ís- lenska ríkinu að láta einn af þjónum sínum fara skylduferð eftir þessari leið þrjátiu sinnum á ári. l>að verður að finna ráð til þess að bæta úr þessu. Mjög lítill kostnaður væri að því t. d. að láta nokkur skot í hengj una fyrir ofan og ryðja duglega. Það sýnist liggja svo laust. Þá mætti jafnframt bæta veginn fyrir neðan, svo menn þyrftu ekki að bíða tfmum og jafnvel dögum saman eftir því, að fært verði fyrir sjávargangi. Frh. Tr. Þ. —Timinn. Hrœðslan við berkla- veikina e f t i r Steingr. Matthíasson. I. Þegar pestin (svarti dauði) var á ferðinni í ganila daga þótti ekkert óbrigðult ráð nema helzt flótti í tæka tiíð, og koma ekki aftur fyr enn farsóttin væri liðin hjá. Helzt var að fara þangað, sem pestin var / um garð . gengin nokkru áður. Læknarnir sjálfir flýöu. Þegar pestin kom til Hafnar 1622 og 1654, þá flýði Ole’Worm og aðrir liáskóla kennarar út í sveit, en skrifuðu áð ur bækling, sem útbýtt var gefins, en í honum var nákvæmlega sagt hvernig menn ættu að haga sér úr því pestiri væri komin. Það er enginn efi á, að óttinn getur stundum hjélpað til að koma í veg fyrir útibreiðslu næmra sótta. Svo var t. d. 1918, þegar inflúenzkan gekk í Reykjavík. Vafalaust átt- um við mikið að þakka ótta fólks ins, að sóttvarnir liepnuðust á Korður og Austurlandi. Menn urðu svo hræddir, að þeir trúðu ekki einu sinni læknum um, hvað óhætt væri og óhætt ekki. Þessvegna voru pokar geymdir með kartöflum og ýmvsu skrani í hálfan mánuð úti á Oddeyri og vakað yfir dag og nótt. Kartöflurnar frusu og urðu óætar. Og þessvegna þorðu sumir karlarn- ir ekki að snerta skipkaðlana, sem hent var í land þegar skip úr Reykja vík ætlaði að leggjast við bryggju. Gott að menn séu hræddir, ef hægt er fyrir það að forðast pest. En of mikiö má af öllu gera — og eg sá eftir kartöflunum og vorkendi körl- unum, sem trúðu því að skipskaðl- arnir hefðu inflúenzu. Það er áreiðanlega bezt, að allar sóttvarnir séu framtovæmdar af skynjsamlegu viti, en ekki heimsku- legri hræðslu. II. Enn þá stappar nærri því að suin- ir séu álíka hrædidr við smitun af berklum eða hvíta dauða, eins og menn voru fyrrum við smitun af smrta dauða. Þetta er ekkert nýtl; — hræðslan hefir verið algeng f öll- um sveifum í mörg ár. Þó hefir ]>etta ekki hjálpað til að kveða nið- ur tæringu. Hún virðist fara í vöxt í sumum bygðarlögitim. Ef hræðsla á nokkuð að hjálpa, verður að vera •öllum ljóst, hvað þurfi að ótt- aist og hvað ekki. Það duga engin óhemjulæti, eins og liegar kartöfl- urnar vom settar í fangelsi. Menn mega ekki hræðast mest þá berkla- veikumenn, sem lítil ástæða er til að hræðast, en ekkert þá, sem geta verið langtum hættulegri. Þetta á sér þó oft stað. Og er mönnum vortoun, því til skamms tima vissu jafnvel ekki læknarnir betur. Nú er hingsvegar þekkingin orðin meiri og Jæknar vita nú eftir sam- ræmar rannsóknir góðra og athug- ulla berklalækna. 1. Að men geta verið berlaveik- ir án þess að sýkja frá sér, og eink- um ef þeir fara varlega og hafa lært að hirða sig. Ef berklarnir í líkamanum eru lokaðir þ. e. engin útferðarrás fyrir sýklana, þá er að minsta kosti í bráð loku skotið fyr- ir, að þeir smiti aðra. Og varúð og hreinlæti gerir hættuna alveg hverfandi. 2. I öðru lagi vitum vér, að mörg brjóstveik gamaimeni, sem hefir verið þungt fyrir brjósti og með uppgang í mörg ár. — Þeir eru oft miiklu hættulegri afsýkjendur, en t. d. berklaveikir menri, sem hafa ver- ið á íheiilsuhæli og lært þar varúð- arreglur, sem mest á rfður. Og það er a,f þvf að undir nafninu brjóst- þyngsii og langvínt iungnakvef leynist oft og tíðum langvinn hæg- fara Iberklaveiki, sem menn kunna að ganga með mörg ár, án þess að gruna, að þeir séu berklaveikir, því veikin fer svo hægt, en ef hrákar þessara manna eru athugaðir, toem- ur oft í ljós, að í þeim úir og grúir af tæringarbakteríum. 3. I þriðja lagi vitum vér nú, að bömum innan fermingaraldurs (og þó allra mest irman 8 ára ald'urts) er lang—iang hættast við að smit- ast af berklum. Úr því þeim aldri er náð eru álMJestir ef ekki allir, ó- næmir orðnir fyrir berklasmitun. Ef þeir þá eða síðar (eins og oft kemur fyrir) veikjast af berklum, þá er það ekki nýfengnum sótt- kveikjum að toenna, heldur sótt- kveikjum er leynst hafa i likaman- uin frá því þeir smittuðust í æsku. Sýklarnir lokriðust jiá inni fyrir góðar varnarráðstafanir í Ifk- amanum, en varnargarðurinn raufst fynir einhver atvik síðar — svo sem veiklun af öðrum sjúk- dómum, verri aðbúð og fleira. Yenjulega smitast menn af berklum á barnsaldri og vinna bug á sýklun- um. Tuberkúlinrannsóknir benda á, að í flestum löndum, þar sem berklaveikin er tíð, hafi flestir orð- ið fyrir smitun innan fermingar- aldurs. Og margt bendir til, að fyr- ir. þá baráttu, sem líkaminn háði íj bernsku gegn berklasýklunum, hafi optast fengið ónæmi gegn seinni árásum sýklanna. III. Berklaveikin er eftir þessu með öðrum orðum barnasjúkdómur, sem allir eða mikill meiri hluti manna fær. Margir fá hana svo, að greini- legt er i ýmsum myndum kirtla- veikinnar (sem er oftast berkla4 veitoi) eða einnig sem augljósa iberkla i lungum, eitlum eða annars- staðar og batnar stundum. En enn þá fleiri smitast og verður ekki meira um það en svo, að hvortoi sjá aðrir nein merki þes.s og heklur ekki finna þeir til jiess sjálfir. Með tuberkúlinrannsókn má þó ganga úr skugga um, að berklasmitun hafi átt sér stað. Það er cinkum þrír læknar, sem hafa getið sér nafn fyrir að haia komið orðuiii að þessari kenningu og fært rök fyrir henni. Það eru norski iæknirin Antvord, þýzki læknirinn Röiner og austurríski læknirinn Hamburger. Með réttum skilningi á þessu háttalagi berklaveikinnar var það, að berklaveikisnefndin (Guðin. próf Magnússon, Sig. yfirlæknir Magnús- son og Magnús Pétursson alþingis- maður) samdi frumvarp til berkla- veikislaga fyrir land vort, sem síð- an varð því nær óbreytt að lögum. Eftir þeim lögum er öll áherzla lögð á að vernda börn i'nnan ferm- ingaralduns gegn smitun og það þcss rækilegar, sem börnin eru yngri. Það eru börnin, sem verður að verja gegn hóstandi sjúklingum og öllum, sem hat'a opin berklakaun. Böm og simtandi sjúklingar mega ekki vera saman á heimili. Það er að vísu langt síðan ýmsir læknar liéldu því fram, að berkla- veikin væri ekki nærri cins smiit- andi og alment væri trúað. Það er meira en hélf öld sfðan enskur læknir við berklaspítalann f Brompton (eitthvert stærsta tær- ingarsjúkrahús Englendinga) sýndi fram á það, að iæknar og hjúkrun- arkonur, sem þar höfðu starfað um margra ára skeið sýktust ekki meira en fólk flest þrátt fyrir það þó þau væru stöðu sinnar vegna á hættulegri stað hvað smitun snertir, en alment gorist. Berkialæknirinn nafnkunni próf. Sangmann (sem nýlega er dáinn), aflaði sér vitneskju um berkla- lækna (sérfræðinga í lungna og hálssjúkdómum) víðsvegar um Norðurálfu. Hann leitaði sér upp- lýsingar um heilsufar þeirra frá þvf þeir byrjuðu starf sitt. Flestir þeasara lækna höfðu dagleg mök við mjög smitandi berklasjúklinga t. d. sjúkl. með berkla f barkakýli, sein daglega hóstuðu framan í þá og vitanlega er, að þéir eru ein- hverjir allra hættulegustu afsýkj- endur. Það mætti nú ætJa, að ein- mitt þessum læknahóp stæði mikil hætta af að sýkjast öðrum frem- ur af berklaveiki. Svo reyndist þó ekki, heldur kom í ljós, að meðal þeirra voru íkki táltclulega fleiri með berkla, en meðal manna al' öðrum stéttum, sem lítil mök hafa við smitandi . sjúklinga. Sam- skonar niðurstaða varð um hjúkr- unarkonur á heilsuhælum. Berkla- veikin er ineð öðrum orðum ekki nándar næri eins smitandi fyrir fullorðna eins og áður var haldið eða íólk alment hyggur. IV. Nýlega hefir verið birt rannsókn lækna í Noregi um berklasmitun hjóna. Hún kemur alveg heim við rannsóknir þær er nú voru nefnd- ar og sýnir þó enn betur, að jafnved mjög náið sainlff við sinitandi berklasjúklinga sé ekki veruleg.i hættulegt fullorðnum. Það voru læknarnir Arent de Besche og F. O. Jörgensen, sem fyrir skömmu gerðu þessar síðustu rannsóknir. Þeir félagar öfluðu sér nákvæmra upfilýsingu um 742 norsk hjón ogi athugu heilsufar þeirra. En þessi 742 hjón völdu þeir af þvf, að þeir vissu á .undan, að annað hjónanna f þessum 742 hjóriaböndum hafði um hríð haft berkla í lungum. |_ Mátti þvf fyrirfram hálda, að hitt hjónana hefði sýkst í sambúðinni við sjúkan ektamaka sinn. Niðurst^ðan varð nú sú, að þetta hafði ekki oft átt sér stað. Þvert á móti. Það voru aðeins 11 hjóna- böndin þar sem bæði hjónin vorú sjúk orðin. Þ. e. 1.48% af 742:— aðeins hjá þe.ssum 11 bentu nokkuð sterkar líkur til að smitun hefði átt sér stað innan hjónabands. En nota beni aðeins líkur, þvf vel gat hugsast, að berklar frá barnsaldri hefðu brotist fram og valdið veik- inni. Af þessu miá draga þá ályktun að sjaldgæft sé að fullorðnir smitist af berklum, hvort sem það er af því, eins og margir ætla og eg áður gat um, að smitunin á barnsaldri gjöii menn ónæma, eða það er af því, að menn vaxa frá berklunum og herð- ast með aldrinum gegn þeim. En ivo mikið er víet, að jafnvei þar sem samlífið er nánast, og skilyrði mest fyrir að sýklarnir berist á milli, þar er aðeins hverfandi smit- unarhætta. Þessi niðurstaða rannsóknanna er mjög eftirtektarverð og ekki nóg að iæknar einir fái vitneskju um þetta. Alla alþýðu varðar miklu að vita alt sein vitað er sannast um háttu berklaveikinnar. Og þess vegna fremur, að hér er mesti far- aldur af slúðri um hvað berkla- veitoin smiti jafnt fullorðna sem börn. Mér hefir t. d. oftar en einu sinni borist til eyrna að fullorðn- ir liafi sinittast og sýkst á Akur- eyrar-spftala, af að liggja nokkum tima í sama herbergi þar sem lítið eða ekkert smitandi berklasjúkl- ingar lágu. Og eg man f fyrra þeg- ar sumir héldu að allur Fnjóska- dalur, hvað þá lieldur Vaglaskógur, mundi útatast af smitaridi hrák- um og hósta . fjögurra hreinlátra piita, sem dvöldu þar dálftinn tíma. tSumir halda að afar mikið þurfi að óttast smitun af dauðum mun- um. Þeir vilja1 ausa sóttvamar- lyfjum yfir búr og bæjargö'ng, fjós og fjárhús og jafnvel brenna bæ- inn, þar isem sjúklingar hafa átt heima. Smithættan úr þessari átt *r þó hverfandi lítil í samantourði við hættuna af sjúklingunum sjálf- um, svo að sennilega væri óhætt að sleppa öllum sóttvarnarlyfjum, en aðeins viðhafa almennan þrifnað og aðeins sjóða eða gufuhreinsa fatnaðinn. Það er ekki ætlun mfn með þess- ari grein að koma fólki til að halda að ekkert þurfi að óttast berkla- smitun, þvert á móti. Varlega skal ætíð farið þegar grunur er um berklaveiki, en bárnum innan ferm- ingaraldurs stafar hætta af berkla- sýkingu öðrum fremur, og þess vegna verður ætfð að vernda þau eftir föngum. — En fullorðnu fólki er aðeins lítil hætta búin. Þess- vegna þarf ekki að óttast að taka sjúklinga þó þeim sé ekki algerlega bötnuð veikin, á heimili þar sem aðeins eru fullorðnir fy.rir. Þetta segi eg meðal annars af því, að eg — eins og fleiri læknar — rek mig á það annað veifið, að sjúklingar, sem um hríð liafa verið til lækn- inga á heilsuhælinu eða sjúkra- húsi, vegna berkla, þeim er út- skúfað öllum frá, og fá hvergi að vera, heldur verða að dvelja áfram á sjúkrahúsi og kostast af opin- beru fé, þrátt fyrir ]>að þó fullyrða megi, að engin eða lítil smithætta stafi af þeim. — Dagur. Til kaupenda Heimskringlu. Hér á eftir fer skrá yfir nöfn þeirra, sem góðfúslega hafa iofaS Heómskringlu að vera uiriboðsmenn hennar, í hinum ýmsu bygðum Islendinga. Þegar skrá sú hefir verið birt undanfarið, hefir fjoldi bf vinum blaðsins brugðist við að borga þeim áskriftargjöld sín, og er blaðið þeim velunnurum sínum mjög iþakklátt fyrir það.' Ef að J>eir, «em nu skulda blaðinu, heldu uppi þeim goða, gamia vana, og lyndu umboðsmann blaðsins í sinni bygð að máli, um leið og .þeir sjá hver' hann er, vaeri það sá mesti greiði, sem J>eir gætu gert blaðinu. Sumarmánuðurnir eru fjárhagsJega erfiðÍT fyrir blöðin, og vér erum sannfærðir um, að ef kaupendurnir 'þektu aíla þá erfiðleika, mundu iþeir ekki draga blaðið á andvirði sinu. Innköllunarmenn Heimskringlu: 1 Canada: Árborg.................... .....G. 0. Einarsson Ámes ..........................F. Finrtbogason. Ántler..............,..............Magnús Tait Baldur..................................Sigtr. Sigvaldason Beckville................................... Björn Þórðarson Bifröst................................Eiríkur Jóhannsson Bredenbury................Hjálmar 0. Loftsson Brown .... ..............Thorsteinn J. Gíslason Ghurchbridge................................Magnús Hinriksson Cypress River.................. Páll Anderson Elfros..................... J. H. Goodmundson Framnes ...................... Guðm. Magnússon Foam Lake.....«...........................John Janusson Gimli .................... ... .... B. B. Olson Glenboro ........................ G. J. Oleson Geysir .................... Eiríkur Jóhímnsson Hecla .... ...,.............. Jóhannes Johnson Hnausa ........................ F. Finnbogason Howardville.................Thorv. Thorarinsson Húsavík....................................John Kernested Icelandic River ............Sveinn ThorvaJdson og Thorvaldur Thorarinson Isafold .......................... Ámi Jónsson Innisfail .... .... ......... Jónas J. Húnfjörð Kandahar ......................... A. Helgason Kristnes .... .................... J. Janusson Leslie .......................... J. Janussoni Langruth ................... ólafu* Thorleifsson Liílesve ..........i ........... Philip Johnson Lonley Lake................... Ingim, ólafsson Lundar ............................ Dan. Lindal Mary HiM ..... ............ Eiríkur Guðmundsson Mozart............................ A. A. Johnson Markervitle ................. Jónas J. Húnfjörð Nes ...: .... ,................... Páíl E. Isfeld Oak View .... ............. Sigurður Sigfússon Otto .......................... Philip Johnson Piney ...........................S. S. Anderson Red Deer..................... Jónas J. Húrtfjörð Reykjavík ......................Ingim. Ólafsson Swan River.................... Halldór Egilsson Stony Hill .................. Philip Johnson Selkirk..........B. Thorsteinsson og Jón Elíasson Siglunes...................... Guðm. Jónsson Steep Rock ........................ Fred Snidal Thornnill ....................Thorst. J. Gíslason Víðir .......................... Jón Sigurðsson Winnipegosis ................. August Johnson Winnipeg Beach.................. John Kernested Wynyard................................... Guðl. Kristjánsson Vogar .......................... Guðm. Jónsson Vancouver .............Mrs. Valgerður Josephson <V Winnipeg, Manitoba. ji i ■w 1 I ck vi I ] . i —i -1 t a Blaine Mrs. M. J. Benedictson Bantry Edinburg . Garðar S. M. Breiðfjörð * 1 Grafton i Hálíson Árni Magr.ússon lf.S Ivanhoe G. A. Drilmann Los Angeles .... G. J. Goodmundson Milton Gunnar Kristjánsson t Mountain \ Minneota Minneapölis ’ ’T" Pembina .... .... Þorbjörn Björnsson > 4' Point Roberts ... Sigurður Thordarson X Spanish Fork Einar H. Johnson Seattle Mrs. Jakobína Johnson Svold « Upham Sigurður Jónsson •1 Heimskringla News & Publishing Co. P. 0. Bor 3171 853 Sargent Ara. V

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.