Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 1
VerðlaoB gefb fyrir Coupooj og SendiTi eftir vert51ista til Koynl ('rowii Soap Ltd. 664 Main St., Winnlpeg. (llTtbÚOÍr Verðlaon gefi» fyrir Coapoos •?ueieftir verT51ista til *»..>«( Cro« ii Soap Ltd. v . *\ia.in St., Winnipeg. XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG. MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 15. ÁGÚ'ST, 1923. NOMER 46 Ganada. < Vínsalan. Nú er búið að skipa alla í nefnd- inp, sC:,i Sjá á um vínsöluna. R. D. Waugh er formaður hennar. En skutil-sveinar hans eru W. J. Bul- man og W. P. Dutton. Eru þeir báðir alþektir kaupsýslumenn t»essa bæjar. ilin fyrnefndi er for- maður Bulman Bros prentfélags- ins, en hinn síðar taldi formaður Dulton-Wall og Great West viðar- félaganna. Kaup þeirra hvors um sig er $5,000 á ári, en R. D. Waugh $12,00. Er gert ráð fyrir að Waugh einn vinni fullan tiina í nefndinni, en hinir gegm sínum fyrri störf- jafnframt Vínsalan byrjar 1. októ- ber n. k. Waugh et enn yfir í Ev- rópu, en býst við að verða kominn hingað í lok þessa mánaðar. Um verð á víninu er það að segja, að pottflaskan af Rye eða skozku Whiskey verður um $5.00. Skattur á henni er um $2.50. Ivostar hún þá að heildsöluverði viðlögðu $4.00 og ef stjórnin gerir ráð fyrir 25% kostnaði, lætur nærri að það verði $5.00 flaskan. Ársreikningar fylkisins. Ejárhagsár Manitoba-fylkis er út- runnið við lok þessa mánaðar. Eft- ir því sem stjórnar formanninum John Braeken segist frá, er fjárhag- urinn bærilegur og útgjöld hafa hvergi farið fram úr því sem áætl- að var. En tekjur hafa orðið minni en ráð var gert fyrir í ýmsum grein um. T. d. tekjur af kornsölu og gas- olíuskatti, urðu meira en helmingi minni en áætlað var, og svo er með fleira. Vegna þessa er tekjuhalli eins og við var búist l>etta árið svo að nemur um $1,500,000. öll útgjöld voru áætluð $11,400,134, en tekjur $10,073,043. Á engri sérstakri trygg- ingu hefir stjórnin þurft að halda í ár, og er það í fyrsta sinni að þess hefir ekki þurft með s. 1. 10 — 15 ár. Deyr af víneitrun. Einn af vinnumönnunuin á Joihnny J. Jones sýninguni í Winni- peg, fékk sér í staupinu meðan hann stóð hér við. En svo “gör- óttur” var drykkurinn, að maður- inn veiktist af honum og var flutt- ur á alfnenna sjúkrahúsið, og þar dó hann af eitrinu, sem í víninu var innan hálfrar klukku stundar. KornsöluráS í myndum. Eullyrt er að bænda-félagið í Manitoba ætli að verða búið að koma á fót sameignarfélagsskap um það leyti er kornsala byrjar hér í haust, eins og Vestur-fylkin, Al- berta og Saskatchewan, til þess að hafa kornsöluna með höndum. Vinna byrjuS á H. B. járnbrautinni. Nokkrir menn eru byrjaðir á að gera við það, sem aflaga hefir far- ið á H. B. járnbrautinni norður af Le Pas. Er sagt að setja eigi kraft á það í haust, að ljúka við pað af brautinni sem byrjað hefir verið á að minsta kosti. Hópur manna er að búa sig þangaö héðan úr Winni- peg þessa dagana. Burt meS “kúa-pólitíkina”. Samuel Sims, sá er eftirlit hefir haft með kaupum og sölu á kúm fyrir Manitoba-stjómina, var vísað frá því embætti nýlega af Bracken stjórninni. Dessi stjórnarstarfsemi verður lögð niður, og verður reynt að innkalla útistandandi skuldir í sambandi við hana. En þær nema nú $264,477. Gangurinn í rekstri þessum var sá, að kýr voru keyptar af þeim dýru verði, sem með þær kunnu að fara, og lánaðar þeim, er ekki kunnu það. Eru þessir menn því í skuld við fylkið. Hjálp sú er með þessu átti að veita, hefir ekki blessast, þvf menn þessir hafa ekki enn kómist úr skuldum sínum, og svo skuldar fylkið þeirra vegna. Það virðist sem enginn hafi auðg- ast á þessum búhnykk liberal- stjórnarinnar. Strætisvagnaþjónar kærðir. Þrír strætisvagnaþjónar í Winni- peg hafa verið kærðir fyrir þjófn- að. Félágið hefir komist að því, að 'Undanfarin tvö ár hafa faríniðar (tickets) verið seldir í blóra við það, og uppgötvað loksins, að vagn- stjórar nokkrir höfðu náð farmið- um úr kössum þeim er þeir eru látnir í og vagnstjórar hafa. Þá farmiða seldu vagnstjórar svo aftur. Þrír þeirra hafa nú verið kærðir. En þessi farmiða-þjófnaður hefir þó á annan hátt einnig verið fram- inn. Menn sem unnu á skrifstof- um strætisvagna-félagsins hafa þar náð í farseðla félagsins og selt Vagnstjórum þá á laun. Er nú haf- in rannsókn í þessu. Telur félagið, að það hafi.með þessum liætti tap- að $25,000 á vs. 1. tveim árum. Önnur lönd Bylting á Þýzkalandi. Bylting virðist haíin á Þýzka- laucU. Hún byrjaði s. I. föstudag með1 því að vistalaust fólk ætti inn í garða úti um sveitirnar og inn í búðir í baejunum til þess að ná í eitthvað til þess að slöggva með liungur sitt. Skotum hefir lands- lýðurinn skifst á og hafa allmargir (frá 10 2". verið drepnir í liverj- um hinna stærri bæja á dae síðan. Og óspektirnar virðast fara vax- andi. Cuno stjórnarformaður sagði at' sér s. 1. laugardag, en við völduin tók aftur Streseman, foringi Volks (fólks) fiokksins. Rikisbankanum hefir verið lokaö vegna peninga- leysis og öllum bönkuin í Berlín. Biöð hafa og flest hætt að koma út í bæjunum vegna verkfalla. Leysa nú 1,800,000 mörk út dollarinn. Búð- um hefir og mörgum verið lokað, enda höfðu þær orðið lítið að selja. í sumum smærri bæjum og þorp- um höfðu matvörubúðir hvorki kjöt, smjör, svínakjöt, egg eða kart- öflur í fórum sínum. Þar sem mjör var fáanlegt, kostaði pundið mil- jón inörk, smjörlíki 500,000 mörk og svinslæri 900,000 mörk pundið. Var auðvitað að ekki gæti lengi hald- ið þaning áfram, því vttrkalaun eru hlutfallslega ekkert borin sam- an við þetta verð. Verkfallsmenn 11. d., sem voru préntarar báðu um ! 20 gullmörk á viku, sem er um $3.80 eða sem næst 50 centum á dag — rétt fyrir eitt smjörpuud á nú- verandi verði þess. Af síðustu fréttunt að dæma, virðist bylting- in vera að breiðast út. Skaöabótamálió. Ekki greiðir það leiðina til sam- koinulags í skaðabótamálinu, livernig ástandið er að verða á Þýzkalandi. En ennþá arg-vítugra í augum Frakka er þó hitt, hvern- ig Bretar taka orðið i það mál. Þeir hafa nú obinberlega og ein- dregið látið í ljósi, að innrás Frakka í Ruhr-héraðið sé tarot á samþyktum sanibandsþóðanna. Má nærri geta hvílfkur snoppungur þetta er á Prakka, þegar þess er gætt, að Bretar eru öflugasta og áh’rifainesta þjóð sambandsþjóð- anna vestlægu. En forsætisráð- herra Frakka, Poincare, er enn hinn | svæsnasti á móti þessu og etjar og j egnir þjóð sína til að halda kröf- I um sfnum sleitulaust fram. Hann kveður Erakka ekki hafa /haft neina lögleysu í frammi með inn rásinni í Ruhr, því í Spa sainn- lngnum í júlí 1920, sé svo að orði kveðið, að sambandsþjóðirnar verði að taka lönd af Þjóðverjum, ef þeir láti þær ekki hafa það af kol- um sem ákveðið sé innan ákveðins tíma. En í Versafia-samninginn vitnar liann ekki, sem þó er aðal samningurinn viðvíkjandi skaða- bótunum. Annars hafa ræður Poinoares sfðustu dagana meira lotið að því, að lilása að haturs- eidinum gegn Þjóðverjum en nokkru öðru. Italía er með Bret- um og Japan, og virðist sem Frakk- land megi þá fara að vare sig, þó aldrei nema að Belgía og Tyrkinn só með því. Eitt með ö'ðru, sem Frakkar láta sér um nrunii fara um Breta, er það, að þeir séu búnir að svíkja sambandsþjóðii sínar og séu gengnir í lið með Þjóðverjum. Svona er sanngirnin mikil hjá Frökkum. Sem stendur virðast þeir ekki skeyta neitt um rauuir og þjáðningar annara þjóða í Ev- rópu. Ef Frakkland græðir á því, að undiroka þær sem lengst, er hugsjón Frakka fullnægt. Kosningar á íriandi. Kosningar til l»ingsins fara fratn á Irlandi 27. ágúst n. k. Útnefn- ingu þingmanna-efna á að vera lok- ð 18 þ. m. Mælt er að áhugi inann, ( sé fremur daufur fyrir kosningunni. Fri-ríkið eða stjórnar-flokkurinn er talinn sterkastur. En samt er okki gert ráð fyrir að hann nái nema um 60'þingsætum af 153 alls. Næst- ur honum er bændáflokkurinn, sem ráð er gert fyrir að muni ná 40 sætum. Þá er verkamanna- flokkurinn allsterkur, en tví-, eða þrjskiftur; eru sumir þnirra óháð- ir, aðrir fylgjandi stjórnarflokkn- um, en mestur hluti þeirra þó verkamannaflokkur og andstteoftr stjórninni. Lýðfrelsisflokkur de Valera er gert ráð fyrir að nú muni ná 12 sætum. Bændur taka ef- laust saman við Frí-ríkisflokkinn. de Valera sjálfum er talið sæti sitt víst. En svo er þetta auðvitað alt spádórnur uin úrslit kosninganna og er hér aðeins tekið fram til þess að gefa yfirlit yfir styrkleik flokk- anna og aðstöðu þeirra, eftir því sém blöðin hér herma hana. ----------------x------------ Fréttabréf. ____ Jr Markerville 2. ág. 1923. Frá veðráttunni hér hjá Islend- ingum er nú gott eitt að segja. Eins og áður hefir verið frá sagt, var veturinn einn með þeim beztu. sem hér hafa komið yfir mörg ár. Fóðurbyrðir reyndust nógar, og allur kvikfénaður gekk vel undan vetri. Vorið var mjög ískyggilega þurt og kaTt, fram til 25. maí; þá breyttist tíðárfarið algjörlega til betra, svo hagkvæmnara varð ekki ákosið;; blíðviðri með nægilegum rigningum hélzt allan júnímánuð og til nálægs tíma: að vísu gjörði hét' nýlega storm-byl með nokkru liagli, sem kann að liafa skemt á stöku stað: einkum lagst niður af veðurofsanum, þ* r sem þyngst er á ökrum. Aðfaranótt 1. 1». m. varð frost- vart, sein þó mun lítið eða ekk- ert hafa skemt. Akrar og gras- hagi er vel gróðið, má segja í bezta lagi, þegar þess er gætt, hve jörð var orðin nfdd af lofþurkum ’og yfirgangi næstl. tvö ár. Um 20. f. m. var byrjað hér að heyja, þó ekki alment; verði veðráttan hér eftir iiagstæð og væg má vænta góðs um alla uppskéru; þó er hætt við, að akrar verði víða seint til, undir slátt; akrar eru orðnir hér umfangsmiklir og taka langan að- vinnslutiipa. Alment er hér góð líðan fólks og heilsufar gott. Fyrir stuttu varð hér hörmulegt slys. Unglings piltur, fóstursonur þeirra Mr. og lslendingadagskvæði flutt að Hnausui 2. ágúst 1923. ÍSLANDS MINN!. Ættarjörðin íss og báls, Með ægisgjörð og faldinn fanna, Frelsisvörður liugsjónanna, Næturvörður norræns máls. Bak við tjaldsins regin rök Rúnir kaldar leiðir vísa, Skautum falda elds og ísa Útlent vald og heljartök. Höfguni brám þá landið leit Lyftast bárur veðrahranna, Brunasárin böls og fanna Bak við ár í hverri sveit. Víst ei sefur vættur sands. Vonin lifir lands í æðum, Ljós því hefir sent af hæðuþi Sá er gefur: Guð vors lands. t Frelsisroði um f jallsins brár Framtak stoði landsins sona; Legg þú boði lífs og vona Líknar voð á Urðar sár! Kennir saga lýðs og lands. Skapalag í rúnum ristum Renni dagur orku og listum Við hjartaslag vors bræðrabands. Hörpustrengur, hetjuljóð Hljómi lengi um jörð og flæði, Samantengi um grund og græði Góða drengi, menn og fljóð. íslands blær um árdags stund Ennþá hlær í bernsku-lundi, Hreinn og skær se m barn 'í blundi, Blóm sem grær á frónskri grund. Lifi ísland! íslenzk þjóð Öflug rísi á kraftsins lindum; Ætíð lýsi af lands vors tindum Leiðarvísir, kærleiksglóð. S. E. Björnsson. MINNI NÝJA ÍSLANDS. \ Þú Norðurland hins mikla meginlands! Þitt minni, landnám hartnær fimtíu’ ára, Við hefjum upp við ár og vatnaglans — Hvort er hann bjarmi þinna gleðitára? Hver sigur unninn þér á þinni braut Með þrekraun vekur nýjan styrk í taugum Og gefur allri giftu byr í skaut Og glampar bjart í pínum vatnaaugum. Og vera má að gleðivatnagler Það glampi víðar undir sólarhjálmi, En það sem okkur heldur föstum hér, Er hlekkjatengsl úr þinnar námu málmi. Á einum hlekknum öðrum meira ber, Sem áttu, kæra bygð, í þinni festi, Að einkum heima eigum við hjá þér — Það eitt er nóg, þó gull og silfur bresti. Því líði maður tjón á sinni sál, Er sízt að ræða um bót að heimsins auði, En þar sem yndi andans kyndir bál Á eyðimörku, verður steinn að brauði. Cutt. J. Guttormsson. Mrs. J. Björnsson á Tindastól, fór ríðandi seinni hluta dags skanit frá heimili sínu, en fannst örendur; stórkastJega skemdur, eftir langa leit; ekki víst hvernig slysið vildi til, en líkur eru, að hesturinn hafi dottið og orðið drengnum að fjör- tjóni. Hart átak var þetta, hin- um öldruðu hjónum, er unnu drengnum, sem sínu eigin afkvæmi. Bændavörur eru hér í lágu verði, hafa í seinnitfð lækkað að verði. Innkaupsvörur eru enn i háu verði: hafa sumar heldur hækkað. íslenlingadagurin var hafður hér Fj. júní;( ifra honum er lítið að segja, helzt það, að þrfr prestar töluðu þar og einn íslenzkur hálf- ærður karl, sem aldrei hefir kveðið mikið að á ræðupalli. Forseti dagsins var ihr. Jón Ólson, sem einnig stýrði söng á íslenzku og ensku; hans flokjcur — Markeville Band — spilaði á deginum. íþrótt- ir voru sýndar þaii svo sem hlaup, stökk, knáttleikur og fl. — og síðast dans að kveldinu. *\ Af seinustu ísl. blöðunum, sem út komu. sé eg, að ntt eigi að hefjast handa, og setja í framkvæmd samn- ing “Landnámu” Yestur ísléndinga: en muna ættu'menn, að þetta er í eðli sínu þjóðr. mál eitt af þeiin þýðingarmeiri; það heyrir beint undir þjóðr. félagið að hrynda því í framkvæmd, tneð þeim liætti sein yfirstjórn þess l»retti bezt við eiga. Eg hefi áður sagt, að þetta verk — landnámssagan —- væri hverjum einuin manni oftak; það er mikið vandaverk og hefir mikinn kostn- að í för með sér. Þjóðr. fél. stend- ur mun betur að vígi, en nokkur einstakur maður; bæði hefir það innan sinna vébanda, nokkra rit- færustu rnenn og hefir betri bein í hendi til að mæta kostnaðinum. Því aðeins að saga sú verði vand- lega af höndum leyst, er betur farið en heima setið. Svo ekki meira um það að sinni. FréttarUari Heimskr. Frá íslendingadeginum að Hnausum 2. ágúst 1923. Veðrið var hið ákjósanlegasta frá morgni til kvölds. Samkvæin- isstaðurinn eflaust einhver sá allra fegursti, sem finst á vesturströnd Winnipeg-vatns — óbrotin iðgræn smáragrund. Á þrjá vegu sveipa frumskógajaðrarnir þennan indæla reit, alt frá Hnausabryggjunni, og hinu veglega heimili frú Valgerðar Sigurðsson og sona hennar — að sunnan og á að gizka fjórðung mílu norður, en vatnið bindur að aust- an. Lítið eitt mun blettur þessi mjórri frá austri til vestur. Fyrir sundfólk liygg eg torvelt að finna ákjósanlegri stað til þess að njóta íþróttar sinnar, en þar frá vatns- ströndinni. Fólkið streymdi að úr öllum átt um, frá þvf litlu eftir kl. 9 árdegis, þvf að eins og auglýst hafði verið, byrjuðu hlaup og stökk fyrir unga og gamla kl. 10 árdegis, og var þar að vinna til 50 verðlauna. Svo hélt fólkið áfram að streyma að á mót- orbátum, bifreiðum og járnbrauta- lestum þar til kl. 2.30 síðdegis; þá byrjuðu ræðuhöld, og var þá sam- kvæmt seldum aðgöngumeðum, fólk töluvert á annað þúsund sam- ankomið. H erra Sveinn Thorvaldsson kaup- maður í Riverton og sveitar-odd- viti í Bifröst, var forseti dagsins, og fór honum sá starfi prýilega úr hendi, og furðaði enginn sig á slíku: því að honum hefir farist svo margt vel úr hendi í NýjaJslandi. Hornleikaraflokkurinn frá River- ton spilaði við hátíðarhaldið, og söngflokkurinn sömuleiðis frá Riv- erton, söng “Ó guð vors lands”, og aðra íslenzka þjóðsöngva við þetta tækifæri, á milli þess að ræður voru fluttar og unnu hvortveggja flokkarnir sitt iflutverk af mikilli snild og kunnáttu. Forsetinn ávarpaði fólkið með stuttri og snjflllri ræðu. Þar á eft- ir kallaði hann séra Hjört Leo M. A. fram með minni íslands í óbundnu máli. Þá flutti dr. S. E. Björnsson kvæði, og var það líka fyrir minni íslands. Þá kallaði forseti séra Jóhan Bjarnason fram með minni Canada; þá Jón Runólfsson og flutti hann tvö kvæði úr Land- nema og landmuna ljóðabálki sín- um. Þá mælti capt. Sigtr. Jónasson fyrir minni Nýja-íslands. "Þa flutti Gutt. J. Guttormsson skáld kvæði og var það einnig fyrir minni Nýja- íslands, og fylgir það með línum þessum.d nýkominni Heimskringlu les eg kvæði: “Landnemamir”, er flutt bafði verið í Wpg. eftir sama höfund, og hefði eg bezt trúað því, að Agli hefði þótt Guttormur snjall, ef hann hefði mátt líta upp úr gröf sinni og leggja eyra við þá er Jætta kvæði Guttorms var flutt. — Afsakið að þetta er inn- skot). Fyrir íþróttir voru gefnir $175.00 í verðlaun fyrir utan tvo bikara og skjöld. Fyrir að synda fjórðung mílu, hlaut Stefán ólafsson í River- ton bikar, sem Hnausa Community Club gaf. Kaðlatog var háð milli þessara bygðarlaga: Víðis, Arborgar, Geysis á aðra hlið, en Hnausa og Riverton á hina. Vesturbygðirnar unuu Rirerton bikarinn. iGlímuskjöldinn frá Arborg vann Þorsteinn Jóhamjpsson í Framnes- bygð. Knattleikinn milli Árborg og Riverton unnu Riverton knatt- leikararnir. Auk þeirra, sem á skemtiskránni stóðu, flutti skáldkonan Margrét Sigurðson mjög hugþekkar vísur til íslands. — Dansverðlaun hlutu Miss Guðný Daníelsson fyrstu v«rð laun, Mrs. M. Jónasson önnur og Miss Guðrún Stadfeld þriðju verð laun. Hin ýmsu bygðarlög f norður hluta Nýja(4fslands sameinuðu sip um þetta hátíðarliald, og virðisl alt mæla með því,.að það verði ár leg venja. x J. R.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.