Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.08.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. ÁGOST, 1923 “Klukkan þrjú þá, skulum við segja,” sagði hún ’var ákafiega heitt, og við fórum inn til Hendersons, rólega og fór út. Það var hvorki hik né fum á henni'. J til þess að fá okkur sódavatn. Joe var auðvitað Sidney hélt kjark sínunf furðanlega. “Nei, hvað er að tarna Sidney, þú ert orðin full- orðin stúika, og eg hefi hreint ekki tekið eftir því! Hann hafði vitanlega ekki ætlað sér að segja þetta, hann, sem var spítalalæknir og fjarska hátt settur. En Sidney, sem auðséð var að hálf skalf á beinunum, var mjög falleg, miklu fafllegri en Miss Elarrisaon, sem nú tifaði á háu hælunum í næsta her- bergi. Doktor Max, sem var einn þeirra manna, er laga hálsbindið sitt í hvert sinn er þeir sjá laglegan kvenn- mann stakk hcndunum niður í vasana á síðu hvítu treyjunni sinni og horfði á Sidney rannsóknar augum. “Sagði doktor Ed þér?” “Sestu niður. Hann sagði eitthvað um spítal- ann. Hvernig líður móður þinni og Harriet frænku þinni?” “Vel — það er að segja, mömmu líður aldrei rétt vel.” Hún sat og hallaði sér áfram á stólnum og horfði á hann undrandi augum. “Er hún — er hjúkrunarkona þín frá spítalanum hér?” “Já, en hún er ekki mín hjúkrunarkona. Hún er hér í fjarveru annarar.” “Einkennisbúningurinn er svo fallegur.’ Aum- ingja Sidney! Hún ætlaði sér að segja margt um líf í þjónustu annara og að henni væri blá alvara með það þó að hún væri ung ennþá. “Það er heilmdkið erfiði áður en maður kemst í einkennisbúninginn. Sjáðu nú til Sidney, ef þú vilt komast í spítalann vegna einkennisbúningsins og til þess að leggja hjúkrandi hönd á enni sjúkra og yfirleitt með alla þá vitleysu í huga þá —” Hún greip framm í fyrir honum. Nei, það væri hreint ekkh tilgangurinn. Hún vildi vinna. Hún væri ung og sterk og þegar viljann ekki vantaði — það væri eintóm vitleysa með einkennisbúninginn. Hún hefði engar heimskulegar hugmyndir. Það væri svo mikið sem þyrfti að gera í heiminum, og hún vildi hjálpa. Sumt fólk gæti gefið peninga, en það gæti hún ekki; hún gæti aðeins unnið. Hún varð svo áköf og svo æst, að hún viknaði og lá við að hún færi að gráta, svo hún gekk út að glugga og snéri að honum bakinu. Hann gekk á eftir henni, og, vegna þess að þau höfðu verið nágrannar langa lengi, færðist hún ekki undan því að hann legði hendina á öxlina é sér. “Eg veit ekki — auðvitað ef þú ert svona mik- ið áfram um það,” sagði hann, “þá skulum við sjá hvað hægt er að gera. Það er erfitt verk og það er oft sem það virðist vera gagnslaust. Þeir deyja, þrátt fyrir alt, sem við getum gert. Og það er margt sem er verra en dauðinn — ’ Rödd hans lækkaði. Þegar hann byrjaði starf sitt sem læknir, hafði hann haft svipaða hugsjón um að hjálpa og stúlkan, sem stóð þarna við hlið hans Eitt augnablik, er hann stóð þarna, sá hann hlutma aftur í ljósi þessarar ungu trúar: að lina kvalir, að gera beint það sem var bogið, að særa til þess að græða — ekki að^ýna öðrum hvað hann gæti gert — þetta hafði verið hans upprunalega læknistrúar- játning. Hann stundi lágt um leið og hann snéri sér við. “Eg skal tala við umsjónarmanninn um þig,” sagði hann. “Þú vildir kannske, að eg kynti þig of- urlítið.” “Hvenær? I dag?” Hann ætlaði að segja: eftir mánuði eða ár. Það Ieið heil mínúta áður en hann svaraði: — “Já, í dag, ef þú vilt. Eg geri uppskurð klukkan fjögur. Hvernig væri eg gerði það klukk- an þrjú?” Hún rétti fram báðar hendurnar og hann tók þær brosandi. “Þú ert sá bezti maður, sem eg hefi nokkurn tíma kynst.’ “Og — það væri ef til vill bezt, að þú segðir ^ngum frá því fyr en við vitum, hvort þú kemst að.” “Má eg segja einni manneskju frá því?” “Móður þinni?” “Nei — við höfum rnann, sem leigir hjá okkur. Hann langar til að vita um það. Eg vildi geta sagt honum frá því.” Hann slepti höndum hennar og horfði á hana með uppgerðar strangleika í svipnum. Langar til að vita! Er hann að draga sig eftir þér?” , “Hamingjan góða, nei!” “Eg trúi því ekki. Eg er afbrýðissamur. Eg hefi altaf verið hálfskotinn í þér sjáífur, eins og þú veizt.” Þetta var honum leikur — sama sigurlöngun n og hafði komið honum til þess að snerta fingurnar á Miss Harrison um leið og Sidney vissi hvað það þýddi; hún brosti beint framan í hann og dró blæj- una á hattinum sínum í flýti fyrir andlitið á sér. En þessi viðkvænis-frækorn festu rætur. Sidney hafði síðustu vikuna hætt að vera ung stúlka og orðið fullorðin kvenmaður. Hún var að vaxa upp úr kunningsskapnum við Joe, þótt hún vissi það ekki, rétt eins og hún var að vaxa upp úr lífinu þar á strætinu. Og nú hafði hún í fyrsta skifti á æfinni baft nokkuð saman að sælda við mann, sem tiiheyrði hinum stærri heimi. Að vísu þekti hún K. Le Moyne, en K. tiiheyrði strætinu hennar nú, hann átli heima í hinum smáa heimi hennar, sem hafði lengd, en enga breidd, og sem hún var nú að snúa baki við. Hún sendi honum miða uni hádegið, ásamt orð- sendingu til Tillie, vinnukonunnar hjá Mrs. Mc Kee, um að stinga honum undir diskinn hans: — “Kæri K. Le Moyne — Eg er svo glöð að eg get son varla skriíað. Wilson læknir ætlar að sýna mér spítalann í dag. Óskaðu mér til hamingju. Sidney Page. K. las það; og hvort sem það var af því að veðr- ið var heit og smjörið hálf bráðið, og hinir, sem sátu til borðs, í iiiu skapi út af hitanum, eða einhverju öðru, þá borðaði hann mjög lítið. Hann las mið- ann aftur áður en hann f©r út í sólskinið heitt og þvingandi. Með talsverðri afbrýðissemi sá hann í huganum ferðina til spítalans — Sidney fulla af á- huga með stór leiftrandi augu og barn, sem hreyfð- ist af ólgandi blóði, og Wilson, háðslegan, brosandi, eins og honum væri skemt, en áhugafullan, án þess hann vildi vera það. Hann dró þungt andann og stakk miðanum í vasa sinn. Litla húsið hinumegin við strætið stóð mitt í geislaflóði sólarinnar. Blæjurnar fyrir gluggunum hans höfðu verið dregnar niður, til þess að ekki yrði of heitt í herberginu. Hann hreyfði sig í áttina þangað, en hikaði og hætti við. Þegar hann gekk niður eftir strætinu, kom bif- reið Wilsons fyrir hornið. Le Moyne flýtti sér í skuggann hjá kirkjunni og horfði á bifreiðina fára fram hjá. 5. KAPÍTULI. Sidney og K. Le Moyne sátu undir tré og töluðu saman. DálítrTI pappakassi, með mörgum götum lá í keltu hennar. Reginald átti að vera látinn lauh þenn an dag, en Sidney hafði enn ekki getað fengið af sér að skilja hann við sig. Við og við stakk íkorn- inn loðnu nefinu út um einhverja holuna og þefaði að sér ilminn af furutrjánum pg smárunum og ótal mörgum öðrum plöntum skógarins og vallanna. “Og þér þótti gaman að því öllu?” spurði K. Le Moyne. Og varst ekki vitund hissa?” “Jú, að nokkru leyti náttúrlega. Eg vissi ekki að það væri til svona: alt í röð og reglu og svo ró- legt, hvít rúmin og hvíslið — þú veizt við hvað eg á — og svo sársaukinn og kvalirnar þrátt fyrir alt. Hefir þú nokkurn tíma farið i gegnum spítala? K. Le Moyne lá á grasinu og teygði úr sér með hendurnar undir höfðinu. Fyrir þessa ferð út á enda sporvagnsbrautarinnar hafði hann klætt sig i hvítar buxur úr flóneh og í Norfolk-treyju með belti. Sidney var upp með sér yfir því hversu vel þessi klæðnaður fór honum, en um Ieið hálfhrædd um að nágrönnunum á “strætinu mundi þykja hann of fínn. * * Hann lokaði augunum, er hún spurði hann þess- arar spurnmgar; lokaði úti kyrru bláu hvelfmguna yfir höfði sér. Hann svaraði ekki strax. “Eg held bara að hann sé sofnaður,” sagði Sidn- ey við íkorninn í pappakassanum. Hann opnaði augun og brosti. tt “Eg hefi verið dálítið í spítölum, sagði hann. Það er vÍ9t enginn vafi á því nú að þú ferð?’ “Umsjónarmaðurinn sagði að eg væri of ung, en að skjólstæðing doktor Wilsons yrði sannarlega gef- ið tækifæri.” “Það er erfið vinna, nótt og dag.’ ^ “Heldurðu að eg hræðist vinnuna?” “Og-Joe?” Sidney roðnaði út undir eyru og retti sig upp. “Hann er flón. Honum dettur alls konar vit- leysa í hug.’ “Svo sem hvað?” * “Honum er meimlla við alla spítala nátturlega. Eins og það sép. ekki mörg ár þangað til hann verð- ur tilbúinn, þó að eg ætlaði mér að giftast honum. “Finst þér þú vera alveg sanngjörn við Joe? ^ “Eg hefi ekki lofað honum að giftast honum.’ “En hann heldur að þú ætlir að gera það. Held- urðu ekki að það væri betra að þú segðir honum það, ef þú hefir alveg afrálð að giftast honum ekki? Hvað — hvaða vitleysa er það, sem honum dettur í hug?” , .,. Sidney hugsaði sig um og stakk mjoum visitingr- 'inum ínn um götin á kassanum. “Þú getur bara hugsað þér hvað heimskur hann er og ungur. Eitt af því sem honum hefir dottið í hug er að vera hræddur um mig fyrir þér! ” “Einmitt það. Það er náttúrlega óttalega vit- laust þó að það, hvermg þú litur a það, se ekki neitt sérlega upplyftandi fyrir mig.” Hann leit brosandi upp til hennar. “Eg sagði honum, að eg hefði beðið þig að fylgja mér hingað í dag. Hann var bálreiður. Og það var ekki nóg með það.” “Nú?” “Hann sagði að eg væri að daðra við doktor Wilson. Daginn sem við fórum gegnum spítalann þar. Það var rétt eins og í sjónleik.” K. Le Moyne var með hverjum deginum að venjast því betur að líta á hlutina frá sjónarmiði ítrætisbúanna. Fyrir svo sem mánuði hefði hann ekki getað séð neitt merkilegt við það þótt að maður og stúlka drykkju sódavatn saman, og það jafnvel þó að piltur, sem elskaði stúlkuna, sæti á næsta stól. En nú gat hann sett sig í Joes raunaspor. Og það var ekki alt. Hann hafði tekið eftir því allan dag- inn, að samtalið barst óhjákvæmilega að lækninum. Það stóð á sama um hvað þau byrjuðu að tala, um Reginald, um það í hvaða ástandi vafningsviðurinn væri, um tillöguna um að taka gömlu hellurnar af strætinu og malbera það — alt endaði á doktor Wil- son hinum yngri. Hugsun Sidney, sem nú, í fyrsta sinn á æfinni, snérist inn á við, var öll um hana sjálfa. “Mamma gerir sér það alt að góðu, og Harriet frænka er bara hreinasta fyrirtak, hún heldur á- fram að vera í herberginu. Það er alt undir þér komið.” “Mér?”^ “Undir því komið, að þú verðir kyr. Eg vona að þú hafir tekið eftir því, að þú fékst eina uppá- haldsskeiðina hennar með eggjamjóíkinni, sem hún sendi þér upp um kvöldið. Og hún hafði ekkert á móti þessu ferðalagi í dag. Auðvitað er b- satt sem hún segir, þú ert hvorki ungur né flas- fenginn.” K. gat ekki að því gert að honum varð dálítið -bilt við. Honum fanst hann vera nógu gamall, á því var enginn vafi, en honum hafði altaí fundist það vera sál sín fremur en líkami, sem væri farin að eldast. Hvað gamall skyldi þetta barn halda að hann væri.? Eg hefi lofað að vera kyr og vera bæði varð- íundur og þjófafælir, og að taka stöku sinnum á móti silfurskeið og eggjaunjólk. Eg verð. líka að vera þrumuleiðari. Móðir þín segir, að hún sé ekki hrædd við þrumuveður, þegar karlmaður sé í lúsinu. Já, eg verð náttúrlega kyr.” Umhugsunin um aldurinn var hálf leiðinleg. Hann stóð upp, rétti úr sér og sveigði aftur á bak axlirnar, sem voru sterklegar og vel lagaðar. Harriet frænka og móðir þín, Christine og mað- urinn hennar tilvonandi, hvað sem hann nú heitir — við verðum hamingjusöm fjölskylda. En eg að- vara þig um það, að ef eg heyri að hann fái silfur- skeið, þá — Hún brosti . “Þú ert bara ljómandi fallegur í dag. En það eru komnir grænir blettir af grasinu í ívítu buxurnar þínar. Kanske að Katie s*eti náð teim ur. K. fanst alt í einu sem henni mundi þykja hann of spjátrungslega búinn fyrir sinn aldur. Það esp- aði hann ofurlítið. “Hvað gamali heldurðu að eg sé, ungfrú Sid- ney ? Hún hugsaði sig um og vildi, sem var hennar von og vísa, láta hann njóta efans. “Eg er viss um að þú ert ekki yfir fertugt.” “Eg er bráðum þrítugur. Það er auðvitað mið- ur aldur, en það er ekki há elli.” Hún varð forviða, næstum óróleg. . “Kanske við ættum ekki að segja mömmu frá því,” sagði hún. Þér stendur á sama þó fólk haldi að þú sért eldri en þú ert?” Aldur hans var henm auðsjáanlega ekki mikið áhugamál, því hún fór aftur að tala um grasblett- ina í buxunum. “Eg er hrædd um, að þú dragir ekki saman alt sem bú getur, eins og þú lofaðir. Eru ekki þetta ný föt?” “Nei, þau voru keypt í Englandi fyrir fleiri árum - treyjan í London, en buxurnar í Bath. Það var a bifreiðarferðalagi. Kostuðu eitthvað um tólf shillings. Það er fjarska ódýrt. Þeir klæða sig í þetta við knattleika þar.” Þetta var fljótfærni. Sidney vildi endilega fá að heyra um England; og hún lét í ljós undrun sína með viðeigandi kurteisi yfir því, að hann skyldi hafa farið þangað, jafn fátækur og hann væri. Le Moyne varð að grípa til ósanninda; hann kom nálægt sann- leikanum við og við; og að síðustu bjargaði hann sér með því að stinga upp á, að þau borðuðu nestið sitt. 0 “Að hugsa sér það,” sagði Sidney, að þú skul- ir hafa farið yfir hafið! Eg hefi aldrei þekt nokk- urn mann, sem hefir verið á útlöndum nema doktor Wilson.’ Hún var aftur farin að tala um Max. Le Moyne, sem var að taka brauðsneiðar upp úr körfu, varð svo gramur, að hann talaði ógætilega. “Það er svo að sjá sem þér geðjist vel að þess- um Wilsons lækm.” “Við hvað áttu?” “Þú talar mikið um hann.” Þetta var vitanlega mjög óhyggilegt. Hann bjóst við að hún mundi verða bálreið og horfa á sig með drepandi augnaráði. Hann leit ekki upp, en hélt á- fram með að hagræða nestinu. Hann vogaði sér að I líta til hennar, þegar þögnin var orðin of löng að hon- um fanst. Hún sat og hallaði sér áfram og studdi hendinni undir hökuna, og horfði út yfir dalinn, sem lá framundan þeim. “Talaðu ekki við mig í eina eða tvær mínútur, sagði hún. “Eg er að hugsa um það sem þú sagð- ir rétt áðan.” * “Eins og hver annar karlmaður hefði K. viljað gefa mikið til þess að hafa ekki byrjað á þessu umtalsefni. Hann hafði að vísu ekki gefið í skyn. að hann elskaði Sidney sjálfur. Ástin átti sér ekki stað hjá honym. En þessi stúlka var eins og ljós- geisli í myrkri leiðinda og örvæntingar. Hún var mynd æskunnar, og vonarinnar, sem hartn fann að var að yfirgefa hann. Með hennar skýru augum, var hann byrjaður að sjá nýjan heim. Hann vissi það, að hann yrði að missa hana; en hann vildi ekki misas hana á þennan hátt. Niður eftir dalnum rann grunn á með miklu skvampi, eins og hún væri djúp og straumhörð. Hann mundi eftir á í Týrol, sem var alveg eins og hann mundi eftir þessum sama Wilson, þar sem hann stóð á stórum stemi og hélt í hendina á fallegri austur- rískri stúlku, meðan hann sjálfur tók mynd af þeim. Hann átti þessa mynd ennþá einhverstaðar í fórun sinum. En stúlkan var dáin, og Wilson var sá eini af þeim þremur, sem hafði borið sigur úr býtum í lífsbaráttunni. . “Eg hefi þekt hann alla mína æfi,” sagði Sidney að lokumi “Það er alveg rétt hjá þér: eg tala um hann og eg hugsa um hann. Eg segi alveg eins og er; því til hvers er það, að vera vinir, ef maðuf er ekki hreinskiiinn. Eg dáist að honum — þú yrðir að sjá hann í spítalanum, þar sem allir sýna honum lotningu, til þess að skilja það. Og maður getur ekki annað en verið dálítið hugfanginn, þegar maður hugsar um mann, sem hefir bæði líf og dauða í hönd- um sínum. Eg — eg held mér sé óhætt að segja, að eg beri ekkert annað en aðdáunar tilfinningu til hans. ” “Ef það er alt og sumt, þá er varla um mjög æsta tilfinningu að ræða.” Hann reyndi að brosa, en brosið varð dauft. “Og svo veit eg það, að hann lítur aldrei á mig. Eg verð ein hjúkrunarkona af fjörutíu; já, meira að segja, í þrjá mánuði verð eg þar bará til reynslu. Hann líklega man einu sinni ekki eftir því að eg verð í spítalanum.” “Já, einmitt það. En ef að þú vissir að hann elskaði þig, þá væri öðru máli að gegna?” “Ef eg héldi, að doktor Max W’iison elskaði mig,” sagði Sidney hátíðlega, “þá réði eg mér hreint ekki fyrir fögnuði.” x Einn af þeim nýju kostum, sem K. Le Moyne var að þroska í sér var það, að láta hvern dag vera sér nægan. Hann hafði g^iga fortíð og enga framtíð, og gildi hvers dags lá í því, sem hann hafði hon- um að færa. Þessa dags mundi hann minnast með blöndnum tilfinningum: óblandin gleði yfir því að hafa verið úti undir beru lofti með Sidney; minning- in um hvað honum hefði orðið hverft við, að komast að raun um, að hún væri, án þess að vita það sjálf ástfangin af Wilson; og svo löngu, löngu síðar, er hann hafði kafað djúpið með henni og bjargað henni með sinni styrku hönd, ofurlítið kátleg endur- m/inning um óhöppin, sem komu fyrir um. daginn síáast. Sidney datt í ána. Þau voru búin að láta Reginald lausan. Um leið og þau höfðu Iátið hann lausan, hafði Sidney felt tár, sem hún hafði hálfskammast sín fyrir, og K. hafði gefið honum lófafylli af hnetum. Ikorninn hafði skríkt af ánægju og skotist inn í grasið með rófuna beint upp í loftið. “Litla, vanþakkláta dýrið,” sagði Sidney og þurkaði sér um augun. “Heldurðu að hann hugsi nokkurn tíma framar uin hnetur eða finni þær?” “Það mun ekkert ganga að honum,” svaraði K. Hann getur séð um sig sjálfur, skinnið að tarna, ef bara — ” “Ef bara hvað?” “Ef hann gerir sig ekki of vinalegan. Honum hættir við að skríða ofan í vasa hvers sem kemur nálægt honum.” Hún varð hálf kvíðafull við að heyra þetta og K. stakk upp á því að þau skyldu fara niður að ánni; hann gerði það til þess að bæta upp fyrir ógætni sína. Hún var fús til þess og hann hjálpaði henni ofan bakkann. Hún mundi eftir því miklu lengur en þann dag — hönd hennar lítil og heit lá í hendi hans, hún’ rann til einu sinni og hann greip utan um hana. “Eg er hræddur um að mér muni leiðast,” sagði hann um leið og þau stönsuðu á leiðinni niður og tók ofurlitla steinvölu úr skónum sínum. “Reginald er farinn og þú ert á förum! Það verður alt annað en skemtilegt að koma heim á kvöldin.” Hann sá að hún hrökk við. “Eg hefi ekki gert neitt annað en að kvarta í allan dag. I guðanna bænum vertu ekki svona á svipinn. Mér er ekki eins illa við nokk- ra menn og þá sem vorkenna sjálíum sér. Heldurðu að móðir þín hefði nokkuð á móti því að við biðum hér úti og borðuðum kvöldverð hér í hótelinu? Eg er búinn að panta tunglið, rauðgult og óvenjulega stórt.” “Mér þætti slæmt að þú hefðir beðið um nokk- uð til ónýtis.” “Þá verðum við kyr.” “En það er óskapleg óþarfa eyðsla.” “Eg skal vera spar á tunglinu, þegar þú ert kom- in í spítalann.” Það var útgert um þetta; en svo kom nokkuð fyrir, sem gerði Sidney ómögulegt að komast heim að sinni. Hún hafði farið upp á stóran, uppmjó- an stein, sem stóð út í ánni, og nú rann hún niður af honum, hægt en án þess að hún gæti stöðvað sig, ofan í vatnið. K var að horfa á eitthvað annað, þegar þetta vildi til. Hún hafði setið á steininum, klædd í hvítt frá nvirfli til ylja, töfrándi faileg — og hún Mssi vel af pví — en á næsta auknabliki stóð hún í vatninu upp í háls og var að reyna að bera sig vel, þótt það væri erfitt eins og á stóð. Hún var of hrædd tll þess að reka upp hijóð, og K., sem ekki hafði heyrt neitt skvamp, leit ekki við.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.