Heimskringla - 29.08.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 29.08.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐ5IÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 29. ÁGÚST 1923. HEIMSKRINGLA (Stafu* ÍIM) Kmu *t S ktwtia ■Hrlk«l«(t Eff»dnri THL VIKING PRESS, LTD. MHhMS 9ARGEXT AVK., WINMIPBO, IT-US7 fwU klftlalai «r R.M irfaigaHni koif- lat tjrrir trm m. Allar feorgaaif mábrt rifuumal felaMaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELÍASSON, ráðsma'Sur. utaalakrln til kliliiui Heimskrlngrla News A Pnblishlne Co. T.pccpp n f THB TIKINO PKBSi, Lt4., Box UTk Whtnlpef, Uaa. ffaoiihrlfi tll rftatJévaM KBITOR HHINSKRINGLA, Box SlTl Wiaolpeff, Haa. The ‘Heimskríngla” is printed and pub- tlshed hy Heimskringla New« and Publishing Co., 853-855 Sargent Awe. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6537*. WINNIPEG, MANITOBA, 29. ÁGÚST, 1923. Einangrun. Það er latið svo á, sem norrænan myndi algerlega hafa glatast sem talmál og vera úr sögunni, ef Islenriingar hefðu ekki ein- angrað hana úti á Islandi og með því hald- ið henni við. Eflaust er þetta að ein- hverju leiti rétt og satt. En hvernig hefði farið ef J>éir hefðu ekki emangrað sig eins mikið og þeir gerðu er stundir liðu fram? Er ekki eins Iíklegt, að íslenzkan, eða nór- ræna væri énn töluð um meiri hluta Evrópu, norður og vestur hluta hennar að minsta kosti, ef einangrunin hefði ekki átt sér stað? Það má ef til vill segja sem svo að nægiiega margir hefðu verið eftir í Noregi til þess að haida henni við. En kjarninn úr þjóðinni fór tii íslands. Kapparnir, rithæfileika- mennirnir og skáldin héldu þangað. Sögu Norðmanna gleymdisí þeim að rita eftir voru. En án sögunnar er tilvera þjóðanna ávalt í hættu stödd. Það þarf því ekki djúpt að grafa til þess að verða var við hve óvið- jafnanlega mikilsvert verk fornritasnilling- arnir íslenzku leystu af höndum. Hefðu ís- lendingar haldið áfram að sigla til annara landa eins og þeir gerðu fyrst eftir komu * þeirra til Islands væri hugsa'nlegt að nor- rænan væri víða töluð enn í Evrópu. Þeir þurftu ekki sjálfir að fara til íslands til þess að halda henni við. Þeir hefðu að líkind- um haldið áfram að tala hana og haldið henni við á Norðurlöndum og í Vestur-hluta Evrópu, þó þeir hefðu ekki þangað farið, vegna þess, að þeir hefðu enn verið þar önd- vegis þjóð. En svo gerði lítið til hvar mið- stöð norrænunnar var, ef afl-taugar hennar hefðu ekki verið slitnar með einangruninni. Einangrunin gerði þá að fámennari þjóð en ella og fátækari en á þessa tungu mæla. Og með því stífluðust straumar tækifæranna til að framkvæma það sem var stórt. Furðan mesta var, að einangrunin skildi ekki upp- ræta þjóðina með öllu. Norræn tunga .hefir óneitanlega mist lendur við einangrun sína. Og hver getur, talið það tap sem af því leiddi fyrir þá er verndarar hennar gerðust, íslendinga. Ef siglingar og sjóferðSr hefðu ekki dvínað, væri ef til vill vestur heimur eða Ameríka nú verið í öðrum skilningi en sögulegum nýlenda Islands! Það má nú búast við að margur slái á lær sér við að heyra þetta. En gáum að. Hefir ekki Norður-Ameríka lengst af lotið Englandi? Og laut ekki England eitt sinn Norrænum mönnum ? Hverfulleikinn sem þjóðir og lönd eru háð, er oft óskiljan- legur, enda er það oft ekki neitt stórt sem breytingunum veldur í fyrstu. Af hverju einangraðist Isíand? Hvaða straumar í þjóðlífmu ollu því? Það er bent á það í fyrirlestri, sem nýlega er birtur í “Sameiningunni”, eftir séra J. A. S. — að trúárlíf Islendinija hefði verið hlífiskjöldur þess besta hjá íslenzku þjóðinni. Það er og svarið við spurningunni, pó ekki sé í sömu merkingu og þar er átt við. Um íeið og Islendingum var boðaður suðrænn náðaiJ-< boðskapur í stað norræns hetju- og mann- dómsanda, þá dofnaði yfir þeim. Þá hvarf þeim framkvæmdaþrekið. Þá hættu sigl- ingar. Þá lagðist aðgerðaleysið og suðrænn gufu-hugsunarháttur sem martröð á þjóðma. Og Islendingar hafa síðan sopið seyðið af því. Saga íslendinga ber þetta með sér. Þegar þeir urðu viðskila við smn norræna á- trúnað, áttu þeir Iengi ekkert sem í hans stað kom og hafa ef til vill aldrei beðið þess bætur. Beztu menn þjóðarinnar heima, hafa nýlega vakið eftirtekt á þessu. Og orð þeirra eru þung á metum, þó í áminstum fyrirlestri sé það kallað gorgeir, að tala um trúmál frá sannsögulegu sjónarmiði. En til hvers er nú að vera að rifja þessa einangrun upp fyrir sér. Vegna tilraunanna, sem Islendingar eru að gera með að útbreiða tungu sína og bókmentir, er mál þetta nú mjög umhugsunarvert. Tekst íslandi aftur að ná sínum lendum? Viseulega roðar fyrir slíkum degi, þar sem íslenzka er að verða viðurkend námsgrein á æ fleiri og fleiri skól- um. Því kunnari sem kostir íslenzks máls og manngildis verða, því auðveldara er að fá það útbreitt og viðurkent. Barátta Islend- inga fyrir aukinni útbreiðslu þess og aukn- um samgöngum í öllum skilningi, er á heil- brigðum grundvelli hafin. I sögunni “Penelopés Progress”, eftir Wiggin, er skozkri meyju lýst á þá leið, að hún svaraði nálega öllum spurningum með orðunum: “Eg veit það ekki”. “Jean, er húsmóðirin inni?” “Eg veit það ekki”! “Jean, hver á heima í næsta hús?’” “Eg veit það ekki! ” “Jean, rignir?” “Eg veit það ekki! ” Ekkert ósvipaðir þessari stúlku, eru Vest- ui-íslendingar sumir, að *því er þjóðrækm ísmáiið snertið. Þeir eru ofmargir sem ekki eru ákveðnari en Jean, er þeir eiga að svara því, hvort að þeir ætli að vinna að viðhaldi ferðatungu sinnar. Voldugustu tungunnar og útbreiddusfú, sem einu sinni var; tung- unnar, sem blæs þeim hugrekki í brjóst; tungunni, sem þeím stendur næst og verður þeim affarasælust vegna þess, að það er hún sem mótað hefir hugsunarhátt þeirra. Það er hægt að reyna að stæla útlendar þjóðir, en það verður aldrei nema eftirstæling. Eðlilegir og heilbrigðir verðum við ekki fyr en við tökum það sem norrænt er og ís- lenzkt til fyrirmyndar í andlegum skilningi. Þeir, sem tvíráðir eru í því, að halda hér við íslenzkri tungu, geta ef til vill séð, er þeir íhuga þett,}r, hverju þeir eru að sleppa með íslenzkunni, fyrir þá ógorgeirslegu kur- teysi, að mega falla að fótum skozku meyj- unnar Jean, í andlegum skilnmgi og bera h fram óskir sínar um styrk í voiki lífsms á annarlegri tungu! Leon Daudet, konungssinni. eða er er nu Er Frakkland lýðveldissinnað, það konungssinnað? Skrítin spurning. En um þetta samt talsvert ritað í Bandaríkjunum. Tilefnið er það, að maður að nafni Leon Daudet á Frakklandi, alkunnur konungssinni og leiðtogi þeirra manna nú, er konungs- valdinu unna, virðist ávalt vera að hafa meiri og víðtækari áhrif á hugi manna og ná sér betur og betur niðri. I Bandaríkjunum er ekki hægt að breyta stjórnarskrá landsins nema með atkvæðum almennings. Á Frakklandi er aftur vafa- samt hvort að það hefir nokkru sinni kom- ið til kasta almennings, að greiða atkvæði um slík atriði. Á dögum Loðvíks konungs XIV. og Napoleons, voru forlög Frakklands í issinnar tóku þá ómjúgt á þeim. Ólöghlýðn- ir menn voru reknir úr stöðum sínum, og á árunum 190! —1905 urðu kirkjurnar og kenningar hennar fyrir hnjaski, sem endaði með því, að hætt var að gjalda klerkuriim kaup og kirkjan tók sér hvíld. Konungs- valdið og kirkjan féllust nú í faðma, sem áður voru óvinir, og sem brátt fór aftur út um þúíur, en eru nú aftur byrjuð að vinna saman. Og það er einmitt það, sem nú legg- ur Daudet tækifærin í hendurnar. Faðir hans, Alphonse Daudet, skáldsagna- höfundurinn, giftist Jean, dóttur Victors Hugo. Af þessum bráðgáfuðu foreldrum er Leon Daudet komin. Er hann bæði sagður skarpgáfaður og mælskur, en hugmyndir hans óhemjandi; og dirfsku og samvizku- leysis þykir mjög kenna hjá honum. Hann er læknir, senator, ritstjóri, málfræðingur og höfundör skáldsagna, sem svo voru klúrar og i saurugar, að sumar þóttu ekki prentandi. I eðli sínu gefur hann ekki túskilding fyrir j kirkju eða konungsvald. En út úr Dreyfus málinu myndaðist félagsskapur á Frakklandi, sem kallaði sig “Félagið fyrir Frakkland.” Það félag lét Gyðinga sæta slíkri meðferð, og annað félag á 16 öld lét Hugenottana sæta. Mentamenn fóru margir í þann félags- skap og þar á meðal Daudet. Hélt hann þá oft kröftuglega fram, að stjórhmálin væru í hundunum, þingið væri skift í ótal flokka, að engin lýðveldisstjórn hefði haldið völd- um lengur en eitt og tvö ár, og að Frakkland væri orðið ósjálfstætt, að Þýzkaland hefði það í hendi sér ef náð Rússa og Breta misti við. Blað var stofnað í sama tilgangi og þetta félag, og var það svo konungssinnað, að það var kallað “fréttadrengur konungs- ins.” Fyrir útbreiðslu þessara hugsjóna stendur Daudet. Og að baki því starfi hans er alt það fé, er hann þarfnast. Stálverk- smiðjurnar, hótelin kaupsýslumennirnir, sem vilja að hirðlíf hefjist aftur, auðvaldið, sem hungrar eftir titlum og silkiborðum, kirkju- valdið, herforingjarnir, serh hlæjilegar skoða allar afvopnunar tilraunir — þeir standa ajl- ir Daudet að baki. Og hvaddur þannig og örfaður, verður Daudet með hverjum degin- um frekari og djarfari. Þetta voru mennirnir sem ráku Caillaux forsætisráðherra frá völdum og komu í tugt- húsið fyrir landráðabrugg. Þessir menn komu og Clemenseau til valda og hröktu hann aftur frá þeim. Daudet átti einnig sinn Jrátt í að hrekja Briand frá völdum en hefja Poincare upp í ráðherrasætið. En Poincare berst nú út af lífinu fyrir að halda stöðu sinni fyrir konungssinnunum. Ef hann slakar klónni í Ruhr, er hann tapaður með öllu. Þess vegna v^rður hann að vera með loft- báta og neðansjávarbáta herútbúnað Frakka nú, sem auðvitað er fyrirhugað að senda á Meðal Malaya. Endurminningar eftir Sigfús Halldórs frá Höfnum. höndum íbúa Parísarlmrgar. Og þau eru E iandi> þe ar rimman har4nar. það enn. oa sein ao aheyrn lýosins nær þar, stjórnar nú Frakklandi — og sá maður er Leon Daubet. Það má segja að Frakkland hafi síðast- liðin fimtán hundruð ár — verið stjórnað af einstökum mönnum, en ekki þinginu. Bylt- ingin þar var hvíld milli þátta í leik Bour- bónanna, með Robes-pierre fyrst í brcddi fylkingar, en síðar Bona-parte. Loðvík XIV. sagði: “Ríkið — það er eg sjálfur!” Lands lýðurinn var honum sammála í þessu og honum virtist jafnvel ennþá, að “ein- hver hljóti að vera ríkið!” Þessi hugsunar- háttur virðist reglan á Frakklandi; lýðveld- is hugsjónin undanteknmg. Lýðveldið Frakkland er enn á tilraunastigi sínu, og það þarf nú eigi sízt að berjast fyrir tilveru sinni, Þetta er auðvelt að sanna með því að líta stuttlega yfir sögu Frakklands síðan á byltingatímanum. Fyrst kemur einveldis- stjórn Bonaparte. En þegar veldi hans hnignar árið 1815, taka Bourbónarnir við, og ríkja til ársins 1848. Þá varð bylting og lýðveldi stofnað í annað sinn, en stóð ekki nema fjögur ár. Árið 1852 er svo Napoleon Margt af því, sem er að gerast í nágranna löndum Frakklands, virðist fremur blása eld að glæða Daudet’s. Á Ítalíu hrifsuðu Fascist ar völdin umsvifalaust. Boris konungur í Bulgaríu rekur bændastjórnina þar frá völd- um og Stamboulisky forsætisráðherra henn- ar er drepinn. I Ungverjalandi eru konungs- sinnar í uppivöðu. í Bavariu sitja fascistar á svikráðum við lýðveldisstjórnina. Alt er þetta í svo eftirtektaverður samræði við ráða gerðir Daudets og hans fylgifiska, að það hlýtur að hvetja hann en ekki letja til ^tór- ræðanna. Á þinginu í Frakklandi er hann oft of- sóttur. En þegar hann kemur fram á meðal vina sinna, er sem þeir meti hann meira fynr það og fylgi honum eindregnara eftir en áð- ur. Jafnaðarmönnum gerir hann allan þann óskunda er hann getur. Ber þeim á brýn, sakir sem þeir eru ekki valdir að. Hann æsir flokksmenn sína á móti þeim og lýðveldis- sinnum með öllu móti. Og honum er klapp- að óaflátanlega lof í lófa fyrir það. Ymsa leiki er af hans völdum bannað að sýna, eins III. búin að gera Frakkland að ’konungsveldi j og til dæmis hinn agæta leik um fronsku bylt- og er sjálfur seztur í hásætið. inguna eft.r 0. W. Gnff.ths; Munaðarleys- Þegar Þjóðverjar unnu s.gur á Frökkum mgarn.r , storm.num ' (Orphans of the árið 1870. veltist Napoleon III. að vísu úr Stormr. Alt sem er a mot, h.num konungs- hásœtinu, en konungssinnanir voru eigi að s.nnuðu veldur ospektum ef syftt er a le.k- síður í meiri hluta og gátu öllu ráðið, ef iftft- j ^nu þo aldre, haf, ne.tt aður- venð haft byrðis sundurhndi hefð. ekki verið þeirra á 1 á moti þvi milli. Það var það sem gaf lýðveldissinn um þá sigur. En ekki öðlaðist lýðveldið Þingið skilur vel hvert stejnir. Þessvegna hafa allir flokkar þess sameinað sig á móti miklum minni stjórnarskrá samt fyr en 1875 og árið 1889 konungss.nnum. Þe.r eru þvi i . voru konungssinnar rétt búnir að kollvarpa hluta þar. Og vonað er að næstu kosnmgar því undir forustu Boulanger hershöfðmgja, ! kæfi yfirgang þessa Daudet flokks. En spurn sem þá er mest reið á, misti kjarkinn og fyr- irfór sér. Daudet er nokkurskonar Boulang- er, sem skoðar lýðveldið hafa mishepnast, og eins og Israelsmenn forðum hrópar nú: “Vér viljum konung!” Sá er hann vinnur fyrir, er Louis Phihppe Robert, Duc d’Orlea- us, elzti sonur Comte de Paris, og fæddist á Englandi ánð 1869. Hann er nú í útlegð í Belgíu, en lagalega — frá sjónarsviði kon- ungss.nna — er hann Phihppe konungur VIII. á Frakklandi. Árið 1892 ráðlagð. Leo páfi XIII. kaþólsk- um mönnum á Frakklandi að styðja lýðveld- ið. Um sama leiti kom Dreyfusmálið fyrir og reyndu konungssinnar í hernum þá alt sem íngm er þessi: Kemur þingið hér orðið til mála? Hvað á t. d. að gera ef Daudet hef- ir herinn á sínu valdi? Með hervaldi hafa ráðin oft^n en einu sinni verið tekin af þing- inu á Frakklandi. Og hvað er í vegi, að það verði gert ennþá? Konungssinnarnir eru nú ekki tvístraðir. þeir eru samvinnandi. Fylgjendur Bona- partes eru í þeirri samvinnu með Bourbórí- um. Eugenie keisaradrotning er dauð. Og dráp prinsins í Zulu-oardaganum fyrir 30 ár- um er nú öllum gleymt. Állir andstæðing- ar lýðveldisins eru þannig fríir og frjálsir að því, að taka höndum saman um einn mann í konung-hásætið. Og Daudet hefir þann þeim var unt, að fótum troða lögin; lýðveldþ mann reiðubúinn hvenær sem er. Við sigldum í norðvestur frá Honoiuiu 12 daga, áður en við sa- um Japan. Það var morgnn er við komum í iandsýn, sólbjartur og kaldur haustmorgun; — þó við að vfsu værum á ferð þarna í janú- armánuði, — er við sigldum inn Yokohamaflóann. Landsýn var ekki ólík þvf og er sumstaðar á Islandi, þar sem lág fjöll ganga fram að sjó. Eg var næstum farinn að átta mig á landslaginu, þegar einn af félögum mírtum hnipti í mig, og var geðshræring f röddinni, undrun og fögnuður samanblandað, er hann sagði: Pujiyama! og benti í suðvestur. Eg leit við oig sá Fujiy- ama í purpurahöklirum og ryilín- inu gnæfa við himinn í allri s;nni dýrð. Eg reyni ekki að lýsa fjali- inu. Engin orð á eg til, sem nokkra hugmynd geta um það gefið, og engin tunga er svo máttug, að úr henni sé hægt að steypa því sam- boðna mynd, enda hefir anar eins orðsniliingur og Rudyard Kipling gengið þar framhjá í þögulli lotn- ingu. En þá varð eg í fyrsta og síðasta skifi á æfi minni, að kann- ast við það með sjálfum mér, að Guð hefði þarna vandað sig betur en á nokkru. íslenzku fjalli. J>ó manni sé skýrt frá, að fjallið sé í lögun sem Keilir, en 12 — tólf sinn- um hærra, þá gefur það enga hug- mynd um hið takmarkalausa há- tignarstolt, sem feLst 1 dráttum fjallsins, og þá guðdómlegu ró og fegurð, sem yfir því hvílir. Manni finst í fljótu bragði, sem alt land- ið sé aðdragandi að þassum geysi- lega snjóknýnda hianinstöpii; sem Guð hafði bara skapað Japan, sem undirstöðu að dýrðiegasta minn- istvarðanum, sem hann reisti til minningar um að sköpunarverkinu var iokið, og að “alt var harla gott.” Við stigum í land í Yokohama, að aflíðandi hádegi. Við vorum fimm saman, tvær hollenzkar stúlkur, tveir hollenzkir piltar og eg, ákváðum að fara með járnbraut- inni frá Tokio til Nagasaki, en þangað átti skipið að koma, að þrem dögum liðnum, og vera einn sólarhring í Kyoto, hinum forna höfuð.stað, og Mekka Japans- manna. Klukkutíma ferð er frá Yokahamia til Tokio, f strætisvagni. Jjestir fór frá Tokio um kvöldið og notuðum við biðtímann til að lit- ast um, sjá keisarahöllina, Uyeni trjágarðinn, o. fl. Frost var komið um kvöldið er við fórum, en lestin var hituð, og vel um búið, svo sem í Hvítramannaiandi væri. Rétt áður en 'Við fórum á stað, kom flokkur manna ,út á gangstéttina, að fylgja höfðingja einum til vagns. Mér var átarsýnt á þessa menn, ef menn skýldi kalla. Þeir voru háir og digrir með afbrigðum samanbor- ir við kynbræður sfna, stórskornir og hólgnir í framan og afinyndaðir af fitu, svo tröllslega ferlegir sem gengnir væm úr sjávarhömrum, og þó kyikir og mjúkir hreyfingum, sem villidýr. Eg spurði .Japana, er nær mér stóð og talaði ensku, hverj ír þeir væru, hinir ernlegu og ill- manniegu, er þar stæðu, og svaraði hann, að þetta væru nokkrir af frægustu glímumönnum Japana, er nú væru á allsherjarglímumóti, og væru að fylgja einum af verndur- um glímulistarinnar á stöðina. Hann skýrði mér ennfremur frá því, að þessir menn iðkuðu ekki jiu-jitsu, sem fræg er orðin ura ell an heim, heldur aðra glímutegund, er miig minnir hann kallaði “sumo”. Jiurjitsu væri aðeins fyrir höfð ingja og aðalsmenn; þau glímumót færu aldrei opinberlega fram í Jap- an, og þeir menn er sýndu hana í Evrópu og Ameríku væru aðeins skussar, í sacmanburði við þá er heima sætu, sem glímukenniarar prinsa og aðalsmanna; skussar, sem aðeins hefðu einhverja nasasjón fengið af grundvallaratriðum glím- unnar, og væru svo fyrirlitleglr, að nema og bera þjóðlegustu íþrótt sína á torgin, fýrir vesælan mamm- on. Það var hörkufrost, er við stigum út úr svefnklefunum, í Kyoto, kl. 7 næsta morgun. Við ókum í ricks- haw til Hotel Kyoto, eem e. ann v£r DODD S n% ÍKIDNEYý fó. PILLS M\ sk i dnel^;(.cI PbBETES Dodd’s nýmapillur eru bezta nvrnameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilunt þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pilla kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr, *r $2.50, og fást hjá öllam lyfsöl- •***» í2a frá The Dodd’s Medicks* Co.. Ltd., Toronto, OnL að gistihúsið með Norðurálfusniðí í borginni. I Kyoto búa rúmlega 400,000 manns, og borgin var höfuð- staður Japans f mqrg hundruð ár þangað til Mutsu Hito gerði stjórn- arhyltinguna, sem leysti þjóðina úr sérstæðimgs drómanum, og opnaði vfsindum hvíta kynþáttsins brciða braut. En þó Tokio sé höfuðstað- urinn og aðsetursstaður keisarans nú, þá er Kyoto andleg höfuðborg, sá staður er helgastar minningar geymir í landinu. og sá stórbær, sem fastheldnastur er við fornar- venjur. Við létum tvífættu jálkana bíða fyrir utan gistihúsið, rneðan við snuirfusuðum okkur eftir ferðolagið (rickshawjs eru laufléttar tvíhjól- aðar kerrur, dregnar af einm manni eða tveim, ef brattgengt er). Við sömdum ^vo við eiganda gistihúss- ins um fylgdarmann, og léði hann okkur þann manninn, sem næstur honum gekk að vöiduin, til leið- heiningar um daginn. fíann tal- aði ensku, ])ýzku og frönsku ágæt- lega vel, og var svo kurteis og þol- inmóður, og um leið laus við þræis- lega undirgefni, að slíkir menn munu vandfundnir meðal hvítra manna, þó skömm sé frá að segja. Eg verð að fara fljótlega yfir sögu, að lýsa því er fyrir augun bar. Eyrst sýndi hann okkur tvö musteri. Chion-in musterið er 700 ára gainait, hygt úr viði, sem öll musteri í Japan, að eg hygg, ein- lofta, en svimhátt undir þak, og ummáiið feiknalegt. Bjálkamir eru afskaplegir, alt að því alin að þver- máli sumir, og brún-rauðir af elli. Einn maður só um þessa feikna- smíði, og hangir regnhlíf hans, eða ræfiilinn af henni, ,sem hann hefir gleymt, upp í röftunum. 1 aðal- sal musterins söng Buddhapres-tur gamail og hávirðulegur messu, er við komum þangað. Sátu áheyr- endur á hækjum sínum á gólfinu fyrir framan hann. Skildi eg að hann talaði af eldmóði og anda- gift og ómótstæðilegri mælsku, þó ekkert orðið skildi eg. Buddha- iíkneski úr bronze stóð þar, og er það um 20 fet á hæð. Var það gulldreglð frá hvirfli til ilja, og hið mcsta furðuverk. í kring um must- erið er svalnagangur, og dyr frá honum inn í ótal herbergi og af- kima, Leiddi leiðsögumaður okk- ar, okkur þangað inn, til þess að skoða ýms af hinum ágætustu lista- verkum, sem japanskir málarar hafa öldum saman .skreytt með tjald- veggi þessara herbergja. Sumir þessara manna eru nú viðurkendir að vera einhverjir fluggáfuðustu snillingar málaralistarmanr á öllum tímum. Aðra eins snild og dirfsku í línudráttum þykist eg hvergi- hafa séð. ”t)rekar og höggormar, skógardýr og fuglar á kræklóttum eikarstofnum; alt var dregið af þeirri list, að manni fanst sem þetta myndi stökkva burt, eða svífa í loft upp, þá og þeg^r. Á einm stað beindi leiðsguinaður athygli okkar að því, að þar hefðí málarinn dregið tvo söngfugla á trjágrein. Við sáum greinina, en enga fugla, fyr en hann benti okkur á máðar ilnu litlau.sa, sem v.ar um- gjörðin. Listamaóurinn hafði dreg- ið fuglana svo lifandi, að næsta morgun, er hann kom til þess að halda áfram verki sínu, hafði Buddha gefið þeim líf, og þeir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.