Heimskringla - 05.09.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.09.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. SEPT. 1923. heimskringla {Bémt Knhu «1 t ki Elseidnr: 1HE VIKING PRESS, LTD. •C MBS 9AKGBNT ATE, WINKIPBO. M trrir trmm R.M im»f *™ Mtf- illar b*rgub imIM ■I NUlMu. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráísma'Sur. Utulakiitt til klaMut HelmnkrlnKla Neu & Pnbltnhlnc C*. Lessee of THB TIKIIftt PMII. UI, Bnx HTi Wtmalfrg, Hu. UtaMMrttt tfl rttatjérau EDtTOR BEIMIKRINULÁ, Bn MM Wkntpt. Mnta. The ‘HelmskWngla” ls printed and pnb- lished by Heimskringla News Puhlishing Co., 853-855 Sargent Ats. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-66S7. WINNIPEG. MAN., 5. SEPTEMBER, 1923. Kornsölu samtökin. Ein af j>eim stærstu samtökum, sem í sam- vinnu áttmn hefir verið efnt til í þessu landi, eru kornsölu samtök (Wheat Pool) Vestur- fylkjanna þriggja, Manitoba, Saskatchewan og Alberta. Það hefir ekki gengið með öllu hljóða- laust, að koma á nýrri aðferð viðvíkjandi kornsölu. Upp aftur og aftur hafa korn- framleiðendur fundið sig knúða til, vegna jjrælatakanna, sem þeir hafa venð beittir í sambandi við sölu á korni, að leita á náðir stjórnanna, en þær hafa seinm árin að minsta kosti, ávalt séð svo mikla agnúa á því, að breyta til, að það hefir verið humm- að fram af sér. Konservation stjórnin sýndi þö í reyndinni, að kornsölusamtök væru bæði ákjósanleg og framkvæmanleg með sölu fyrirkomulagi því, er hún efndi til 1918, og sem ágætan árangur bar. Þó þráfaldlega væri farið fram á, að slíkt fyrirkoniulag væri aftur tekið upp, lét liberalstjórnin sig aldrei með að gefa það eftir, og kvað þá korn- sölu .aðferð ólöglega! Með því var skýlaus yfirlýsing fenginn frá stjórninni um það, að kornframleiðendur þyrftu þaðan emskis að vænta. Og út úr því fóru þeir að velta fyrir sér hvað þeir gætu nú gert, með því að spila á eigin spítur. Árangurinn af því eru þessi kornsölu samtök Vestur-fylkjanna. En með því, að ekki eru nema 2—3 mán- uðir síðan byrjað var að koma á fót þess- um samtökum, er hætt við að almenningur sé ekki fyliilega búinn að átta sig á, í hverju þau séu fólgin og hvernig þeim sé háttað. Fylkin hafa gefið úr nokkurskonar “katekis- mus” um þessi samtök sín, og skal hér birtur sá, er Saskatshewan samtökin gáfu út. Hann er að öllu leyti nema einu, eitt og hið sama og fyrir samtökum þessum vakir í Alberta og Manitoba. Eina atriðið, sem ekki er al- veg eins, er það, að þessi samtök verða ekki stofnuð í Saskatchewan nema því að- eins, að svo margir skrifi undir samninginn milh bænda og samtakanna, að trygging sé fyrir, að samtökin höndli heiming alls hveiti korns í fylkinu. I hinum fylkunum, er þetta ákvæði ekki alveg eins. Reglugcrðin er á þessa leið: — Spurningar og svör. Sp.: I hverju eru þessi kornsölu samtök fólgin ? Sv.: Þau eru fólgin í því, að koma betri reglu á kornsöluna til hagsmuna fyrir korn- framleiðendur. Sp.: Hvað búast þau við að geta gert í því efni ? Sv.: l)Þau gera ráð fyrir að gjalda þeim kornframleiðendum, sem korn sitt selja í smávagna-'sölu og sem þess vegna verða að sæta því verði sem kallað er götu-sala (og sem er talsvert lægri en ef selt er í stór- um stíl) sama verð og á því ári er borgað fyrir korn. Þetta nemur nokkrum ceptum á hverjum mæli. 2) Þau vilja létta því af framleiðend- um, að gizka á hvenær hveitið seljist hæsta verði á árinu, en þess vegna eru þeir nú sííeld um ótta undirorpnir, að þeir flytji hveiti degi of snemma eða degi of seint til markaðar Alt korn sem samtök þessi kaupa, borga þau jafnaðarverð fynr, sem á ánnu er á hveitinu, hvenær sem það er flutt til markaðar. Fyrir þá sem langt þurfa að draga korn sitt, er þetta ómetanlegur hagur, því þeir þurfa þá ekki-að Iáta haustvinnu sína heiipa, fyrir sitj# á hakaifum, ein^pg þeir hafa*oft orðið að gera af því að þeir urðu að vera komn- ir með kornið vissan dag til markaðar, til þess að það væri ekki stórkostlega felt í verði fyrir þeim. 3) Vegna þess að samtökin hafa mikið korn á hendi, geta þau sætt betri kaupum, á því augnabliki er þau bjóðast, en einstaklingur getur gert. 4) Vegna þess, að samtökin búast við að höndla meira af hveiti en önnur korn- félög gera þau ráð fyrir að geta höndlað það fyrir minna hvern mpelir en nú á sér stað. 5) Samtökin búast við að geta haft góð áhrif á markaðinn yfirleitt og koma í veg fyrir að verð á hveiti sé eitt í dag og annað á morgun. Þau gera með öðrum orð- um ráð fyrir, vegna þess að þau höndli svo mikið af hveiti, að koma í veg fyrir gróðra- brall einstakra kornfélaga á hveitinu, sem bæði er neytanda og framleiðanda til stór tjóns. Sp.: Hvað er átt við með að tryggja framleiðanda verð á korni? Sv.: Fraðleiðandi verður nú að selja hveiti sitt á því verði sem honum er fyrir það boðið, vegna þess að hann veit ekkert um markaðs-ástandið. Hann veit ekki hvað mikið er af hveiti í landinu, ekkert um upp- skéru annara Ianda, og renmr því beint í sjóinn með verðið á korni sínu. Sp.: En vita kornsölusamtök þessi það ? Sv.: Já. Fimtíu þúsund bændur eiga auðveldara með að láta menn komast eftir þessu fyrir sig en einstaklingurinh. Sp.: Hvað er átt við með reglu á korn- sölu? Sv.: Með reglu á kornsölu er átt við, að * verðið á korni sé í samræmi við þörfina á því, þar sem þess er neytt, en að það fari ekki eftir hversu mikið er til af því á vissum stað og mönnum sé talin trú um að það sé þess vegna á lágu verði. En þannig græða “spekulantamir” á korninu. Sp.: Er ekki erfiðara að útbíta hveitikorni á vissu verði en annari vöm vegna þess, að svo mikið er framleitt af því? Sv.: Nei. Þörfin og eftirspurnin er á- valt næg fyrir alt korn sem framleitt er á árinu. Ef það er til á þeim stað, sem þörf- in er fyrir það, em engin vandræði að selja það. Það er sú vara, sem smásalinn á auð- veldara með að selja en nokkra aðra vöru, einkum ef verð þess væri ákveðið og það risi ekki og félii eftir “tiktúrum ’ kornkaup- mannanna. Sp.: Hver er höfundur þessarar kornsölu aðferðar hér? Sv.: Aaron Sapiro, hinn alkunni sérfræð- ingur í sölu á vömm á sameignar-grund- velli. Hann hefir haft meiri og minni reynslu í að selja yfir 60 tegundir af vörum, sam- kvæmt sameignar fyrirkomulagi eða á sam- vinnu grundvelli. ’Sp.: Era aðrar vömtegundir seldar á þenn an hátt? Sv.: Já. Egg, mjólk og lifandi skepnur, eru sumstaðar seldar á þennan hátt, bæði út af fyrir sig og sameiginlega. Hafra, rúg og bygg mætti einnig selja með hveitikorninu. Sp.: Gera þessi bændasamtök ráð fyrir að selja einnig bygg og hafra? Sv.: Ekki í ár. Það er betra að gera eitt verk og gera það vel, en að hafa ofmörg járnin í eldinum. Það rekur mest nauðsyn til að bæta úr sölu hveitikorns sem stendur. Bygg og hafra mætti reyna að taka með síðar eða á næsta ári. Sp.: Hvenær byrja þessi kornkaup ? Sv.: Þegar svo margir hafa skrifað undir samtninga, um að verzla við félagið, að það er vist með að höndla helming alls korns í fylkinu (Saskatchewan). Sp. : Er það nauðsynlegt? Sv.: Já. Reynslan sýnir að þar sem þessi samtök hafa verið sett af stað, verða þau að hafa mikla umsetningu til þess, að þau geti blessast. Til þess að geta ráðið verð- mu, verða þau, að gera meiri umsetningu en önnur félög gera til samans í fylkinu. Sp.: Verða samtök þessi ekki stofnuð, ef helmingur hveitikomsins í fylkinu er ekki seldur þeim? “Sv.: Nei. Þess vegna er svo mikið und- ir því komið, að sem flestir skrifi undir samningana sem að þessu iúta. Sp. • Undirskrift mín er þá því aðeins skuldbindandi að svo margir skrifi undir, að félag okkar fái vissu fyrir að vezla með helming hveisins í fylkinu? Sv.: Já. Sp.: En hvers vegna að vera að gera samning um þetta? Sv.: Vegna þess að stofnun þessi er ekk; gróðafélag. Allir meðlimir hennar sitja að hagnaði af viðskiftunum og eru á- byrgðarfullir fyrir tapinu. Samningur held- ur bændunum saman og það gefur samtök- unum nauðsynlega tryggingu. Sp.: Er þetta eina ástæðan fyrir að bind- ast samningi í þessu efni? 46v. : Nei. Engan veginn. Með þessu er nægra að fá færa menn til að stjórna félag- mu. Þeir gætu litið svo á, sem að það færi á höfuðið innan þriggja ára, án þess að bændur sýndu alvöru sína með þessu. Auk þess er miklu auðveldara að fá fé að láni til að byrja með að reisa forðabúr eða kaupa og með lægri vöxtum. Sp.: Hvað gildir samningurinn lengi? Sv.: Fimm ár. Sp.: Væru ekki þrjú ár nægileg? Sv.: Hveiti er það sem kallað er “ó- skemmanleg” vara. En séunningar eru á- valt lengur gildandi um slíkar vörur en þær, sem fljótar skemmast. Að samningarnir em til langs tíma, gerir auðveldara að ná við- skifta-sambandi. Það gerir góðum og reynd- um mönnum aðgengilegra að vinna fyrir bændur. Og það verður erfitt að vera búið að reisa allar nauðsynlegar byggingar og koma félaginu á stöðugan grundvöll á skemri tíma, en tekið er fram í samningun- um. Sp.: En gera ekki svona samningar mönn- um auðveldara, sem fyrir félagið vinna, að gera það sem bændum er í óhag og halda þeim ábirgðarfullum fyrir því? Sv.: Nei. Ef starfsmenn félagsins gera ekki alveg eins og fyrir þá er lagt, eru samningarnir ekki skuldbindandi og bænd- ur geta haldið stjórendum félagsins ábirgð- arfullum fyrir verkum sínum. Sp.: Hvernig víkur því við? |Sv.: Vegna þess, að félagið getur ekki sýnt gróða. Hlutur þess er einn dollar hver og vextir af hlut eru ómögulegir. Sp.: En hvers vegna hlutir? Sv.: Aðeins til að gera það sem er sam- kvæmt lögum fylkisins. Sp.: Hvenær borgast sá hlutur? Sv.: Þegar sknfað er undir samninginn. Sp.: En hvers vegna er farið fram á að borga 3 dali? Sv.: Vegna þess að tvo dalina þarf til að undirbúa alt undir stofnun félagsins. ISp.: Getur hver bóndi keypt nokkra hluti og með því haft fleiri atkvæði? Sv.: Hreint ekki. Eitt atkvæði fyrir hvern mann, er regla sem stranglega verður fylgt. Sp.: Ef bóndinn skyldi nú brjóta samn- ing sinn? Sv.: Sá, sem nákvæmlega les samninginn, sér að það er ekki hagur fyrir sig á neinn hátt. Sp.: Hvers vegna ekki? Sv.: Vegna þess að í honum er gert ráð fyrir lögsókn og skaðabætur og málskosnað má láta þann hmn sama greiða. lSp.: Getur bóndinn selt hveiti sitt öðrum? Sv.: Nei. Það er brot á samningnum og má lögsækja fyrir það. Sp.: Ef einhver skyldi nú undirskrifa samning félagsins að tveim árum liðnum? Sv.: Samningur hans gildir þá aðeins þrjú ár, því allir samningar em ógildir eftir fimm ár. Sp.: Hvað er um hveitikorn sem fóður? Sv.: Samningarnir snerta aðeins það af hveitinu sem selt er. En það verður alt að selja félaginu. Sp.: En hvað er að segja um gæði korns- ins og verð? Sv.: Alt korn verður aðgreint eftir gæð- um og sama verð borgað fyrir alt hveiti jafnt að gæðum, samkvæmt Fort-William verði. Sp.: Hvaða reglum verður fylgt í að flokka hveitið niður eftir gæðum? Sv.: Stjórnarinnar. Félagið getur einn- ig haft sérstaka flokkun, ef því virðist það þurfa með. iSp.: Hvers vegna væri það gert, ef til kæmi? Sv.: Þó hveitikorn sé flokkað sem núm- er eitt, getur mölunar-gildi þess verið ólikt. Sp.: Ef ómögulegt væri nú að flytja hveitið til markaðar á þeim tíma, sem þess væri krafist. Hvernig færi það? Sv.: Það er engum skipað að gera það sem ómögulegt er. Samtök þessi eru mynd- uð til þess að selja hveitið, þegar mest er upp úr sölunni að hafa. Og þar sem félagio græðir ekkert sjálft á því, heldur bóndinn, er auðvitað. bezt fyrir hann að nota þau tækifæri. Erfiðleikar verða þó engum lagð- ir á herðar í því efni. Sp.: Gétur félagið neitað að taka við hveiti, er með það er komið ? Sv.: Nei. Það er skyldugt að taka við því hvenær sem er. Ef kornhlöður þess eru fullar og geymsluhús er fyrir hveitið heima hjá bóndanum, getur félagið átt um það við hann að geyma það. Sp.: Getur sá sem lengst er frá aðal-mark- aði fengið sama verð fyrir sitt hveiti og sá sem næst er honum? Sv.: Nei. Burðargjald tekst af verðinu, mikið eða lítið eftir vegalendinni. Sp.: Ef að þann sem skrifar undir sölu samning félagsins fýsir að selja hveiti sitt áð- ur en félagið getur tekið á móti því — hven- ig fer þá? Sv.: Hann getur selt það hverjum sem er, þar til að félagið hefir lýst því yfir, að það taki á móti hveiti. Sp.: Hvenær verður borgað fyrir hveitið? Sv.: Það verður borgað út í hönd, eins mikið og álitið er að hægt sé eftir verðinu að dæma, sem hveitið mun seljast á minst. Sp.: Og verður sú upphæð alt- af eins á árinu, eða meiri þegar verð er hærra, og minni þegar það er lægra? Sv.: Upphæðin verður sú sama á hverjum mæli alt árið. Sp.: En hvenær verður það síðasta borgað? Sv.: Eins fljótt og unt er, að árinu loknu. Sp.: Getur sá, sem veðsett hefir uppskeru sína, gerst félagi í þessum samtökum. Sv.: Já. Hann greinir aðeins frá upphæðinni á veðinu í samn- ingnum. Sp.: Ef maður, sem gert hef- ir samning við félagið seiur land sitt. Hvað skeður þá? Sv.: Samningurinn fylgir ekki landinu. Sp.: Ef maðurinn kaupir Iand í viðbót við það, sem hann á — hvað er um hveitið af því? Sv.: Samningurinn gerir ráð fyrir að hann seiji félaginu það hveiti — og alt það hveiti, sem rann á til að selja. Sp.:- Hver stjórnar Saskat- chewan samltökunum? Sv.: Ef samtökin verða sam- þykt, verður framkvæmdarnefnd kosin. Aðal stjórnandi félagsins verður vatinn úr þeirri nefnd — bezti maðurinn að sjálfsögðu. Sp.: Hvernig verða forstöðu- mennirnir kosnir? Sv.: 22ja manna nefnd frá bændafélögum og viðskifta stofn- unum í fylkinu hefir haft með stofnun kornsölusamtakanna að gera til þessa. Ef þessi stofnun kemst á, verður fylkinu skift í héruð, þeir sem hafa undirskrifað samninga þessa fyrirhugaða fé- lags, kjósa fulltrúa í sínu héraði til þess að mæta á ráðsfundu Þetta ráð kýs stjórendur félags- ins. Sp.: Verður nokkur samvinna milli fylkjanna viðvíkjandi þesö- ari kornsölu? Sv.: Ef Alberta og Manitoba- íylki koma samtökum á fót hjá sér á þessum gmndvelli, verður ráð skipað til þess að selja hveiti allra fylkjanna sameiginlega. Þetta er nú skári Iangi lestur- inn orðinn. En samt er ýmislegt á honurn að græða, viðvíkjandi þcssu m’I la samvinnu fyrirtæki, sem bændjr þriggja Vestur-íylkj- anna eru nú komnu á fremst.i hlunn með að stofna. Alberta- fylki er nú að Ijúka við að safna undirskriftum og hafa samtök þessi þar orðið um 75% vist af öllu hveiti í fylkinu. 1 Saskat- chewan er byrjað að safna undir skriftum og er talið víst að 50% alls hveitis í fylkinu, verði fengið um það er undirskriftunum líkur, en það er þann 15. þ. m. 1 Mani- toba eru samningarnir einnig á leiðinni til bænda. Hvenær á að vera búið að undirskrifa þá, er enn ekki ákveðið. Svo langt er þá málefni þetta komið. Bændur hafa verið sár- óánægðir með núverandi fyrir- komulag á kornsölunni. Þeir eru með þessu að reyna að bæta úr skák. Og þeir færast það sjálfir í fang. Þeir bera sjálfir ábyrgð- ina af hvernig það fer og njóta hagnaðarins, hvers cents af hon- um, ef nokkur verður. Þetta er það langstærsta sam- vinnu-fyrirtæki sem í þessu landi hefir verið ráðist í. Og reynist það vel, sem er undir bændum sjálfum komið, er mjög líklegt, að hér verði ekki staðar numið, heldur verði haldið áfram að mynda slík samtök í sambandi við fleiri framleiðslugreinar, svo sem nauta- og sauðakjðts sölu, ull, smjör, eggja og mjólkur fram- leiðslu og hver veit hvað. Af- leiðingar þessa stóra framfara- spors, geta orðið feikimiklar og geíbreytt viðskiftalífinu í þess- um greinum. Það má í hið óendanlega skrifa um þetti efni, en það sem hér er skráð u n það, gefur ef til vill nokkrar upplýsingar um það —- þó bær mættu vera fleiri. Dodd’s nýmap illur eru bezta nvrnameSatið. I-ækna og gigt. bakverk, hjartabilun, þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney P31» kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ár Jt2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- nm eða frá The Dodd’s Med*clBB Co., Ltd., Toronto, Ont. Opið bréf til herra Helga Valtýssonar. (Framh. frá 1. bls.) um hinna óbilgjörnu og ógætilegu ummæla dönsku biaöanna*. Enn leið þó alþangur tfmi, áður en norska þjóðin alment tók að vakna í máli þessu fyrir forgöngu ýmsra mætra manna, svo sem dr. Handagard, Hans Iteynold.s rithöfundar, John Castborg sor- enskriiver, Eskeland lýöhá.skóla- stjóra o. m. fl., auk ýmsra blaða þjóðernissinna.” Svo mörg eru þessi orð. Og 9VO þveröfugur er fyrri kafli þeirra við sannleikann, að ]>að sem hér er auðkent af mér væri dagsanna —’ ef þér aðeins hefðuð skrifað ■'norskn blaðanna”, f ctað ‘‘dönsku blaðanna”. Eg dvaldi í Kaup- mannahöfn frá því í janúar 1922 þangað til í maí 1923. Ahan þann tíma fluttu flest nors'k blöð lát- laust ofetækisfullar æsingar' fgcrðii um þetta mál, margar bygðar á beimskuiegum kröfum um eignar- rétt Norðmanna á Oræniandi, og tlestar troðfullar af svívirðingum « um Dani. Og mestallann þann 'tíma, eða fram í ársbyrjun 1923, svöruðu Danfr sáralitlu til, svo mig stórfurðaði; svo litlu, að allur meginþorri þjóðarinnar fékk enga sanna hugmynd um hve alvarleg- ur andblástur var í Noregi. Dönsk blöð fleistöll gátu, eða vildu ekki tmia því, að mikill meiri hluti Norðmanna stæði að baki þessara andlegu smokkfiska, er blekinu spúðu gráðugast í norskum blöðum Norðmenn eru alþektir hávaða- menn í Danmörku, og svo þótti öilum Dönum, sem von var, svo brosleg þessi krafa þeirra um af- sal Grænlands í þeirra hendur, að þeir fóru ekki að taka nokkurt mark á hávaðanum fyr en eftir langa orrahríð frá Noi'ðmannki hálfu, og þá er farið var að safna undinskriftum um Noreg þverann og endilangann, undir kröfur, er norska stjórnin .skyldi gera á hend- ur Dönum. Það er ómögulegt fyr- ir þann, er gaumgæfilega þekkir til, að neita þvf, að ]iað leið lang- ur tJmJ áður en danska þjóðin fór að vakna til fullrar vitundar í þessu máli, og að það var óbilgirni og ógætilegum ummælum norskra biaða að kenna, að deilan harðn- aði. .Svo yður hefir orðið þarna á, herra Helgi Valtýsson, að hafa gjörsamiega endaskifti á sannleik- anum, svo fisléttur hefir liann orð- ið í vöfunum fyrir yður. Mér þykir vænt um, að þér nefn- ið dr. Handagard, meðal mætustu forgöngumanna Noregs í þessu máli. Hann er sem sé höftmdur allra heimiskulegustu, gífuryrtustu og strákslegustu gTcinarinnai f garö Dana, sem eg l>as í þessu máli, og því líkastri sem rituð væri af vit lausuin manni. Grein þessi birt- ist í ‘‘Tidens Tegn”, og furðaði mig á því, að blaðið skyldi veita henni viðtöku umyrðalaust, því það blað hafði helzt rætt málið af einhverri skynsemi af hálfu Norðmanna. Eg sat uppi J veitingahúsinu “á Porta” er eg las greinina, og gat ekki stilt mig um að sýna hana prófassor Einni Jónssyni, er drakk hádegis- kaffi sitt við næsta borð. Var það aðaliega ein "rúsína” í greininni,

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.