Heimskringla - 05.09.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.09.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WÍNNIPEG, 5. SEPT, 1923. K Eftir Mary Roberts Rinehart. “Jú, mér er alvara. Eg skyldi fleygja mér í ána, ef eg þyrfti ekki að hugsa um þau heima. Eg laug, þegar eg sagðist vera í kunningsskap við aðrar stúlkur. Hvað varðar mig um þær? Ég vil enga nema þig! ’ “Eg er ekki verð svorva mikils.” “Engin stúlka er verð þess sem eg hefi. mátt þrola,” svaraði hann með gremju. “En það bætir >el;ki neitt úr. Eg get ekki étið og eg get ekki sof- ið — eg er stundum hæddur við tilfinningar mín- ar. Þegar eg sá þig úti í White Springs með leigj- andanum — “Svo, þú varst þar!” “Hefði eg haft byssu, þá hefði eg drepið hann. Eg hélt — ” Hún hafði halldið í hönd hans af eintómri vork- unsemi. Nú dró hún að sér hendina. “Þetta er heimskulegt tal og stjórnlaust. Þú sérð eftir að hafa sagt þetta á morgun.” “Það er satt,” sagði hann með þráa. En hann slepti ekki alveg sjálfsvirðingu sinni. Hann fann að hann, fullorðinn maðurinn, var að tala eins og óviti. “Hvenær byrjarðu í spítalanum?” ** í ** A morgun. ' f “Er það spítalli Wilsons?” “Já.” Ásetningur hans varð eð engu. Afbrýðissemin logaði upp aftur. ‘Þú sérð hann á hverjum degi, býst eg við.” “Já, það er eg viss um. Og eg sé líka tutt- ugu til þrjátíu aðra lækna og hundrað eða fleira karl kyns sjúklinga, að eg ekki tali um alia þá, sem koma í spítallann á hverjum degi. Þú ert ekki með öllum mjalla, Joe.” “Nei eg er það ekki,” sagði hann. En þurfti það endilega að vera einhver, Sidney, þá vil eg heldur að það sé leigjandinn upp á loftinu en Wil- son. Það er margt talað um Wilson.” “Það er þarflaust að tala illa um vini mína.” Hann stóð upp. “Eg var að halda, að þú vildir, ef til viíl, láta mig hafa Reginald, fyrst þú ert að fara burt. Hann væri þó ofurlítið eins og til endurminningar. ’ “IVJaður gæti h^ldið að eg væri rétt að því kom- In að deyja! Eg slepti Reginald út í skógi daginn góða. Mér þykir það siæmt, Joe. Þú kemur og sérð mig við og við, heldurðu það ekki?” “Heldurðo að þú breytir nokkuð ætlun þinni, ef eg g'eri það?” “Nei, eg er hrædd um ekki.” “Eg verð að jafna þetta með sjálfum mér, og því sjaldnar sem eg hitti þig, því betra.” En á næsta augnabliki var hann í mótsögn við sjálfan sig. “Og það er best fyrir Wilson að fara varlega. Eg hefi gætur á honum, og ef hann byrjar á sínum brellum þá — já, það er bezt fyrir hann að fara varlega.” ' * i Þetta voru skijnaðarorðin hjá Joe. Hann var orðinn svo klökkur, að hann gat ekki meira sagt. Hann horfði á hana lengi, deplaði augunum og flýtti sér svo að komast út á strætið. Það dró ofur- lítið úr hátíðleik skilnaðarins að kötturin fylgdi hon- um á eftir. Sidney fann til sársauka, hún var í vandræðum og gat ekki áttað sig á þessu. Væri þetta ástin, þá vildi hún ekkert með hana hafa að gera — þetta undarlega samlbland af grunsemd og örvæntingu, særðu stærilæti o? hótunum. ^ I skáldsögum væri aðeins tvenskonar elskendur að finna — þá, sem væri tekið, og þeír élskuðu og treystu, og þá, sem væri hafnað, og þeir færu burt í örvæntingu að vísu, en þeir færu samt burt. Hún mátti ekki til þess hugsa, að Joe væri ávalt á hælunum á sér í fram tíðinni, og gæfi sér stöðugt gætur. Henni fanst það blátt áfram móðgandi. Hún feldi jafnvel eitt eða tvö tár yfir þessum raunum ysínum. Kötturinn kom aftur og gerði sig vinalegan við hana; en vegna þess að illa lá á henni, rak hún hann ofan af svöl- unum og þóttist siga hundi á eftir honum. Henni leið betur þegar hún var búin að þessu. Hún lok- aði glugganum, sem lá út að svölunum og fór upp á loft. Ljósið logaði enn í herþergi Le Moynes, allir aðrir í húsinu sváfu. Hún nam staðar fyrir utan her- bergisdyrnar. . , “Ertu syfjaður?” spurði hún mjög lágt. Hann hreyfði sig fyrir innan; hún heyrði að hann lagði frá sér bók. Svo svaraði hann: “Nei alls ekki.” “Það getur skeð, að eg sjái þig ekki í fyrra- málið. Eg fer á morgun.y “Bíddu ofurlítið.” Henni heyrðist hann vera að fara í gömlu gráu treyjuna sína. Á naasta augnabliki opnaði hann hurðina og kom fram í ganginn. “Eg hélt að þú hefðir gleymt því.” “Eg? Nei, það gerði eg sannarlega ekki. Eg ætlaði að koma ofan áðan, en þá var einhver kom- • 99 mn. “Það var bara Joe Drumrríond.” Hann horfði á hana forvitnislega. “Og — er Joe nokkuð sanngjarnari?” “Hann verður það. Hana veit nú, að eg — að • eg giftist honum alclrei.” “Vesalingurinn! Hann herðir upp hugann auð- vitað, en þetta er nokkuð hart fyrir hann, rétt núna.” “Eg held að þér finnist, að eg ætti að hafa gifst honum.” , “Eg er bara að reyna að setja mig í hans spor, til þess að geta skilið. — Hvenær ferðu?” Strax eftir að eg er búin að borða morgunmat- inn. , “Eg fer út mjög snemma. Máske — ” Hann hikaði og bætti svo við í flýti: — “Eg hefi ofurlitla gjöf handa þér — það er ekk- ert nema lítilræði, en móðir þín hafði ekkert á móti því. Sannleikurinn er sá, að við keyptum það bæði.” Hann fór aftur inn í herbergi sitt og kom út það- an með ofurlítinn kassa. “Með beztu heillaróskum,” sagði hann og fékk henni kassann. “En hvað þú ert góður! Má eg skoða það ' V* nuna ? “Það vil eg helst. Því ef þú' vildir heldur fá eitthvað annað — ” Hún opnaði kassann með skjálfandi fingrunum. Þar lá ofurlítið gullúr á silkifóðrinu og tifaði svo úndur skemtiJega. “Þú munt þurf-í þess með,” sagði hann vand- ræðalega. “Það er ekki neinn óþarfi, eins og á stendur. Það er enginn sekúnduvísir á úri móður þinnar, sem þú varst að hugsa um að taka með þér. Þú þarft sekúnduvísir til þess, að telja æðar- slögin. “Úr,” sagði Sidney og gat ekki slitið augun frá því, “ljómandi fallegt Iítið úr, sem maður getur nælt á sig í staðinn fyrir að bera það í vasanum. Þú ert sá bezti maður sem ert til.” “Eg var hræddur um, að þér þætti það, ef/til vildi, franr.hleypni. Eg hefi náttúrlega ekki neinn rétt til þess. Mér duttu í hug blóm — en þau fölna og hvað er þá eftir? Þú sagðir það, eins og þú manst, um rósirnar, sem Joe gaf þér. Og svo sagði móðir þín að þú mundir ekki láta þér þykja það.” “Þú þarft ekki að vera að afsaka þig fyrir það, að gleðja mig svona! ” hrópaði hún. “Það er blátt áfram indælt. Og sekúnduvísirinn er til þess að mað- ur geti tallið æðarslögin! En hvað þú veizt margt! ’’ Hún varð að næla það á sig, skjótast inn í her- bergið og horfa á sig í speglinum, til að sjá hvernig það færi. Le Moyne fann til undarlegs titrings við að sjá hana þarna í herbergi sínu inrj^n um allar bæk- urnar og tóbakspípurnar. Og hann varð hálfhnugg- inn við að hugsa um alla dagana sem fram undan voru, er hún yrði þar ekki. “Það er skömm að því hvað eg er búin að halda lengi vöku fyrir þér,” sagði hún loksins. “og þú sem þarft að fara svo snemma á fætur. Eg ætla að skrifa þér fáeinar línur frá spítalanum og ávíta þig fyrir eyðslusemina — hvernig get eg gert það núna jafn glöð og eg er? Og eg ætla að minna Katie á, að títa eftir sokkunum þínum og þess konar, og góða nótt.” Hún hafði gengið að dyrunum á herberginu og hann á eftir. Hann þurfti að beygja sig, til þess að reka sig ekki upp í lampann. “Góða nótt,” sagði hún aftur. “Vertu sæl — og Guð blessi þig. Hún fór út, og hann lokaði hurðinni hægt á eftir henni. 9. KAPUULI. Sidney gleymdi aldrei fyrstu áhrifunum, sem hún varð fyrir í spítalanum. Þó að þau væru æði ruglingsieg í fyrstu. Ungar stúlkur í einkennis- búningi gengu um fram og aftur. Þær voru dug- legar, rólegar og töluðu lágt. Þar voru meðalaskáp- ar með hillum, sem á var raðað glössum; herbergi, sem voru í stóreflis hlaðar af rekkvoðum og þurk- um; langar raðir af rúmum og gljáandi gólf. Þar voru lækmsnemar í hvítum fötum með Iátúnshnöpp- um, sem gengu hratt um og litu til hennar vmgjarn- lega og eins og þeir fyndu til þess, að þeir væru upp yfir hana hafnir. Alstaðar voru umbúðir og til og frá tjöld, sem huldu smávægilega eða stóra við- burði; stundum ekkert meira en böðun sjúklings, en stundum dauða. Og yfir öilu þessu sveif hið eyndardqmsfula viald umsjónarkonu hjúkunar1- kvennaskólans, sem vanalega var köliuð “yfirvald- ið”, til hægðarauka. Sidney vann tólf stundir á dag, frá klukkan sjö á morgnanna til klukkan sjö á kvöldin/að undan- teknu hvíldarhlénu, við störf, sem henni dauðleidd- ist. Hún sópaði og þurkaði upp ryk í sjúkrastof- unum, hreinsaði skápa, braut, saman rekkvoðir og þurkaði, vafði saman umbúðið — í stuttu máli, gerði alt nema hjúkra sjúkum, Sem þó var það, sem hún var þar komin til að gera. Hún fór ekki heim til sín á kvöldin, heldur sat á litla rúminu sínu og baðaði á sér fæturnar, sem hana sárverkjaði í, í heitu vatni með hesliviðarseyði, og æfði sig í að telja æðarslögin í sjálfri sér með litla úrið frá K. fyrir framan sig. Það voru tvær stundir þessa löngu, heitu daga, sem voru frábrigðilegar og sem hún þráði. Önnur kom skömmu eftir hádegið, þegar sjúkrastofurnar voru hreinar og fágaðar, gluggablæjurnar dregnar niður, til þess að loka úti miðsumarssólskinið, borðin þakin með rauðum dúkum og ekkert hljóð heyrðist nema suðið í umbúðavélinni, sem Sidney snéri, þá gekk doktor Max fram hjá dyrunum á leið til upp- skurðarstofunnar og heilsaði henni glaðlega. Þá sló hjarta hennar hér um bil eins hratt og úríð henn- ar tifaði. Hin stundin var í rökkrinu, þegar dagsverkinu var íokið og næturhjúkrunarkonan með þreytuleg augu, glamrandi lyklakippu og strokleðurssólana á skónum hafði tekið við og fengið skipanir fyrir nóttina. Þá söfnuðust hjúkrunarkonurnar saman í litlu stofunni, sem þeim var ætluð, til bænahalds. Það liðu margir mánuðrr áður en Sidney hætti að hlakka til þeirrar stundar, og hún var henni ávalt uppspretta hughreystingar og friðar. Þá fekk tilgangur dagsstarfsins fasta mýnd í huga hennar; kærleikurinn og hjálpsemin, sem er honum skyld; fyrirheitið um hvíld og frið. Hjúkr- unarkonurnar komu hver á eftir annari inn í litlu stofuna, krupu á kné og spentu greipar með þreytt- um höndum. “Drottinn er mínn hirðir, mig mun ekkert bresta,” las hjúkrunarkonan upp úr gamalli og máðri biblíunni sinni. Og hjúkrunarkonurnar tóku undir: “Á grænum grundum iætur hann m:g vílast, leiðir mig að vötn- um, þar sem eg má næðis njóta.” Og þannig sálminn á enda að fyrirheítinu: “Og í húsi drottins bý eg langa æfi.” Stundum dó einhver bak við hvítt tjaldskýli- Það breytti engu í hinum venjulegu störfum. Ein hjúkrunarkonan beið bak við tjaldið og hmar sintu störfum hennar. Þegar öllu var lokið, var dauða- stundin merkt nákvæmlega á skýrsluna og líkið flutt burt. Fyrst í stað fanst Sidney, að þún mundi ekki geta þolað þessa návist við dauðann. Henni fanst hjúkrunarkonurnar vera tilfinningarlausar, vegna þess að þær voru rólegar. En svo komst hún að raun um, að þær höfðu lært að láta sér ekki bregðí og tamið sér að vera rólegar. Þessu varð ekki komist hjá og starfið í spítalanum varð að halda á- fram. Þær voru engu síður tilfinninganæmar fyrir þessum tömdu stoðunum. Það var sama rólega hlut- leysið, sem mætti hugsa sér hjá engli dauðans. Fyrsta sunnudaginn, sem hún fekk hálfs dags burtfaraleyfi, átti hún fyrri hluta dagsins sjálf. Hún fór til kirkju með móður sinni og svo aftur til spí- talans eftir messu. Þannig atvikaðist það að tvær vikur liðu áður en hún sæi Le Moyne aftur, og þá aðeins stutta stund. Christine og Palmer Howe komu til þess að heilsa upp á hana og líka til þess að skoða veggsvalirnar, sem nú voru fullgerðar. En fyrst gátu þau Le Moyne og Sidney talað nokkur orð saman. Sidney hafði breyzt; Le Moyne var fljótur til að sjá það. Hún var ekki alveg eins kát og hún átti að sér að ver.a og það var vandræðasvipur í bláu augunum. Það var sami viðkvæmissvipurinn kring-> um munninn, en honum virtist hann dálítið rauna- legur. Nýr þunglyndisblær var korninn yfir hana og hann vorkendi henni. Þau sátu ein í litlu stofunni, þar sem brúni lamp- inn með bláu silkiljóshlífinni hékk. Þar var og litla, nakta Evu-Iíkneskið, sem Anna geymdi, vegna þess að maðurinn hennar hafði gefið henn það; en það var hálf falið bak við ljósmynd af prestinum, svo að aðeins höfuðið og ber handleggurinn og eplið sáust fyrir ofan höfuð prestsins. K. reykti aldrei þar í stofunni, en hann hélt píp- unni milli tannanna af vana. “Og hvernig hefir alt gengið hér?’ spurði Sid- ney hyggindaleg. I “Ráðsmaður þinn hefir frá litlu að skýra. Harr- iet frænka þín, sem bað kærlega að heilsa þér hef- ir verið beðin um að sauma öll brúðarfötin handa Christme. Við höfum bæði í félagi valið alveg fyr- irtaks fallegt efni í brúðarkjól. Eg ætlaði að spyrja þig um blæjuna. Þar erum við í bálfgerðum vand- ræðum. Geðjast þér vel að þessum nýja sið, að næla blæjuna upp að aftan undir hárið?” Sidney sat á brúninni á stólnum og starði á hann. “Það er eins og eg vissi,” sagði hún, “þetta hús er hættulegur staður. Þær eru búnar að gera þig að gamalli kerlingu.” Hún gerði sér upp oigarróm. “MJss Lorenz líkar þessi nýja aðferð, en sjálfur tek eg aldrei tízkuna fram yfir, með andlit brúðar- innar huhð. Hann saug pípuna rólega. “Katie 'hefir fengið nýja læknisforskrift — eg meina matarforskrift um að búa til brauð. Það er meiri matur í þyí og minna af lofti. Ein kaka af súrdegi — ” Sidney stóð upp. “Þetta er alveg óhæfilegt! hrópaði hún. Þó að þú Ieigir herbergi hér í húsinu ættir þú ekki að þurfa að verða annar maður og — og hætia að hugsa. Ekki svo að skilja, að það geti ekki verið nógu gott fyrir þig. En Katie hefir búið til brauð í mörg ár án aðstoðar frá karlmönnum, og ef Christ- ine getur ekki sjálf ráðið fram úr því hverrtig brúð- uíblæjan hennar á að vera, þá er best fyrir hana að gifta sig ekki. Mamma segir, að þú lokir húsinu áð- ur en þú farir að sofa. Eg ætlaðist aldrei til þess að þú tækir fjölskylduna alveg að þér.” K. tók pípuna út úr sér og leit ofan í hausinn mjög alvörugefinn. “Bill Taft er komin með ketlinga undir svalirn- ar,” sagði hann, “og kaupmaðurinn hefir svikið vogina. Við höfum keypt okkur vog og vegum alt sjájf.” “Þú svarar ekki spurningunni.” “'Heyrðu barnið gott, eg gcri þetta af því, að eg hefi ánægju af því. Eg hefi verið á flækingi um — um tíma og nú er eg búinn að fá heimili. Mér finst eg staðfesta ráð mitt betur í hvert sinn og eg loka guggunum á kvöldin eða klippi mynd »r tíma- riti handa Harriet frænku þinni til að fara eftir með snið jí fötum/’ Sidney horfði undrandi á andlit hans, sent var svo undur rólegt. Henni fanst hann ellilegri nú en áður; hárið fyrir ofan eyrun á honum var orðið næstum hvítt. Og samt var hann aðeins þrítugur; á sama aldri og Palmer Howe, og Palmer var rétt eins og drengur. En hann var samt beinni heldur en fyrstu dagana, sem hann hafði verið þar. Og hvað er nú með sjálfa þig?” spurði hann glaðlega. “Þú hefir náttúrlega losast við heilmik- inn misskilning og, ef til vill eignast einhverjar hug- sjónir. Það er spor í rétta átt.” “Lífið’ ’, sagði Sidney með þeirri speki, sem hún hafði eignast við tveggja vikna dvöJ í heiminum, “lífið er hræðilegt, K. Við höldum að við höfum það á valdi okkar; en það hefir okkur á sínu valdi.” “Það er eflaust rétt.” “Þegar eg hugsa til þess, hvað eg ímyndaðí mér að það væri einfalt ait saman! Maður yxi upp, gift- ist og ætti, ef til vili, börn og dæi svo þegar maður væri orðinn mjög gamall. En nú hefi eg séð að undantekningarnar eru reyndar það algengara í líf- inu. Börn vaxa ekki upp og fullorðið fólk deyr áð- ur en það verður gamalt. Og — hún átti bágt með að segja það, en horfði samt á hann hiklaust — ” og stúlkur, sem eiga börn ógiftar. Það er alt eitt- hvað svo sorglegt.” “ÖIl þeyfing, sem er nokkurs verð, veldur manni sársauka meðan maður er að öðlast hana.” Sídney stóð upp og gekk um herbergið. Hún snerti mjúklega við gömlum hlutum, sem hún þekti svo vel. K. horfði á hana. Ást hans til hennar var undarlega farið, að þegar hann var hjá henni, tók hún á sig gerfi vináttunnar og sveik jafnvel hann sjálfan. Aðeins á einverustundum birtist hún í réttri mynd sem vonlaus þrá um að mega snerta hönd hennar eða um eitt tillit frá augunum hennar skæru Sidney hafði gripið upp myndina af prestinum og sett hana frá sér aftur hugsunarlaust, svo að nú stóð Evu-líkneskið í öllu sínu sakleysi, sem endaði með eplisátinu. “Svo er nokkuð annað,’ sagði hún hálf utan við sig. “Eg get ekki minst á það við mömmu. ÞaS er stúlka í sjúkrastofunni minni — ‘“Sjúklingur?” “Já, hún er mjög lagleg. Hún hefir haft tauga- veiki og nú er henni að skána. Hún er — er ekki vönduð manneskja.” “Eg skil.” “Fyrst gat eg ekki komið nálægt henni og það fór um mig hrollur, þegar eg þurfti að laga til í rúm- inu þennar. Eg — eg segi frá þessu alveg eins og er, en eg verð að tala um það við einhvern. Eg hefi hugsað um það töluvert, því þó að eg hataði hana fyrst, þá geri eg það ekki lengur. Nú geðjast mér fremur vel að henni.” Hún Ieit á K. með þrákelknissvip, en í augum hans var engin ávítun. Ja- “iHenni er að batna og hún kemst bráðum út aft- ur. Heldur þú ekki að eitthvað ætti að vera gert til þess að varna því, að hún s lendi aftur í það \ sama ? Það var sem skugga brigði fyrir í svip hans. Hún var svo ung til þess að mæta öllu þessu, en úr því hún varð að mæta því var þó bezt að hún gerði þáð hiklaust. “Vill hún breyta lífsháttum sínum?” “Eg veit það náttúrlega ekki. Maður talar ekki úm suma hluti. Henni þykir vænt um einhvern mann. Hér um daginn reisti eg hana upp í rúminu og léði hcnni dagblað, en þegar eg kom aftur, lá blaðið á gólfinu og hún var að gráta. Hinir sjúk- lingarnir sneiða hjá henni, og það leið þó nokkur tími áður en eg tæki eftir því. Daginn'eftir sagði hún mér, að maðurinn, sem sér þætti vænt um, ætlaði að giftast annari. “Hann vildi náttúrlega ekki gift- ast mér, en hann hefði getað sagt mér það að minsta kosti.” Le Moyne gerði sitt ítrasta til þess að gefa Sid- ney lifsskoðun, sem yrði henni að Iiði meðan hún væri að lærá. Hann sagði henni, að hún bæri á- byrgð á sumu, en að hún gæti ekki umbætt allan heiminn. Viðfeðminn kærleikur, viðkvæmni og líkn sem heyrði hennar starfssviði til. “Hjálpaðu þeim eins og þú getur,” sagði hann að lokum og_ fanrr til þess, að ráðleggingar sínar væru alveg ónógar og einstrengingslegar; “læknaðu þá, sendu þá burt með bros á vörum, og — láttu svo Guð ráða hvað um þá verður.” Sidney var ekki ánægð, en hún lét sér þetta samt lynda. Hún hafði aldrei fyr þekt böl heimsins og hún var orðin brennandi af umbótaáhuga strax. Hún hefði hrakið lífsskoðun hans og tætt hana sundur ögn fyrir ögn, ef Christine og unnusti henn- ar hefðu ekki komið rétt í þessu. Hann hafði að- eins tíma til þess að spyrja einnar spurningar á milli bjöiluhringingarinnar og þess að Katie fór í hægðum sínum framan út eldhúsi til dyranna. “Hvað er með læknirinn, doktor Wilson? Sérðu hann oft?” Hann spurði rétt eins og honum stæði alveg á sama um þetta. “Næstum því á hverjum degi. Hann stanzar við dyrnar á sjúkrastofunni og talar við mig. Það er heilmikil upphefði fyrir mig meðal byrjendanna. Vanalega líta læknarnir ekki við byrjendum.” “Og — hann er jafn dýrlegur í augum þínum?” Hann brosti um leið og hann sagði þetta. “Mér finst hann vera mjög merkilegur,” sagði Sidney með áherzlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.