Heimskringla


Heimskringla - 12.09.1923, Qupperneq 2

Heimskringla - 12.09.1923, Qupperneq 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. SEPT. 1923 Ivar beinlausi endurborinn. Eftir SigurtS Guðmundsson. III. I?að var mikið áfall, er Þoreteinn Arnljótsson misti foreldra sína sama árið. Um líkt leýti minkaði máttur hans svo, að hann lagðist algerlega á bakið og lá á því það, sem eftir var æfinnar, eða alls kringum 15 ár. Varð honum síðan örðugrt um lestur. Var engu lík- ara en goðin væru að reyna, hvaða mannraunir mætti bjóða honum, hve mikið hann þyldi. En þá kom f ljós, hvílíkt þrek og manntak bjó í honum. Nú reis hann öndverður gegn örlögum sínum og óham- ingju. Hann tekur til starfa og sýslu, er iíkaminn legst lágt og lé- magna. I>á er hann gerist ósjálf- bjarga, verður hann sjálfbjarga. Hjálparþurfi hjálpar hann öðrum betur en flestir heilbrigðir. Hann gerist stoð og stólpi nánusitu vandamanna, hefir forustu í til- verus'tríði þeirra, líkt og ívar bein- lausi hafði forstjórn í hernaði bræðra áinna. Nú byrja starfsár- in, en hann mátti eiga svo mikið . sem hreyfa hönd né fót né liggja á hliðinni. Hann flutti til Þórshafnar vor- ið 1905, sem fyr getur. Hann hefir kaupsýslu, byrjar smátt, byrjaði á Sauðanesi á útvegun orgela frá Vesturheimi. Hér varð “mjór mik- iis vísir”_ Hann færir út kvíarnar. hægt og hægt, fer að .sem hygginn bóndi, er smástækkar bú sitt. Hann kom að lokum upp álitlegri versiun, eftir þvf sem tök vom á í litlu kauptúni á útnesi lands. Auk verzlunarinnar rekur hann dálít- inn sjávarútveg. Hann stundar einnig búskap, átti kýr, kindur og hesta. Gegnir furðu, hve vel hon- um gekk atvinna sín, þar sem hann gat aldrei komið í búð sína, aldrei gengið um sýslur sínar og þvf ekkert eftirlit haft. En auð- sæbt, að hann hefir átt sér trúah aðstoðarmann. En á honum sat höfuðið, er stýrði allri kaupsýslu og umsýslu, smárri og stórri. Ekk- ert var gert án hans vitundar og eamþykkis. Hann vissi um alt og réð öllu, bæði innan stokks og ut- an húss. Kom wtálminni hans honum hér í góðar þarfir. Er mér sagt, að hann hafi lengi munað allar pantanir sínar, enda orðaði hann sjálfur viðskiftabréf sfn. Hann samdi sjálfur við reiknings- menn sína, og var oft ónæðisamt inni hjá sjúklingnum. í bréfi, dags 17. júní 1919, kveður hann “daglegt ónæði viðiskiftamanna mikið, svo að þið situr oft á hakanum, sem mér væri kærast að sinna.” 1 öðru bréfi kvartar hann undan, að gest- ir eyði fyrir sér tímanum “með verzlunarerindum sínum”. Var hann um skeið sæmilega efnaður, þótt hann á margan hátt sparaði eigi fé. Þá er kaupfélag var stofn- að á Langanesi, gengu efni hans nokkuð til þurðar. En tekin var hann, að sögn, að rétta við, er hann lést. Hann hefir vart þurft mjög að óttast samkepni kaupfé- lagsmanna. Er þessi sigursæld hans því merkilegri, er hann stóð svo illa að vígi í stöðu sinni, sem hann í ofanálag var óhneigðari fyrir en flest annað# Hann kaus sér stöðu sína eingöngu af þeirri ástæðu, að hann átti ekki annar« völ. Vinur hans nyrðra, hr. Jón Guðmundsson í Garði, er talaði við útför hans, segir í ræðunni: “Var kaupmenskan ekki hans rétta hilla,------enda mintist hann á það við kunningja sína, og var hann þó ekki vanur að kvarta.” Þor.steinn Arnljótsson var höfð- ingi heim að sækja, veitti gestum og gangandi með fornri rausn. Við bar, að hann vakti fram á bjartan dag með góðum gestum, er sátu að sumbli inni hjá honum, liggj- andi á bakinu* að vanda. Dreypti hann á drykknum, til samlætis, og var/hinn kátasti. Var bæði skemti legt og fróðlegt^að kynnast heim- ili hans, svo að 'seint fyrnist. Hér var heimili, er stóð á gömlum menningarmerg. Þótt ekki væri borist á í húsbúnaði, var á öllu fyr- irmenskubragur, sniðföst kurteisi í orðum og háttum, svo að fátítt er á voru landi. Hér var andað að sér minningalofti, hér lifðu látnir skörungar þjóðar vorrar í minning og sögnum, með svip þeirra og ein kennum, svörum og háttum. Var sein Þonsteinn hefði verið sam- vistum við þá ýmsa, t. d. Brynjólf Pétursson, Grím Thomsen, Gísla Brynjólfsson-, Benedikt Sveinsson, Jón á Gautlöndum, Einar , í Nesi| Tryggva Gunnarsson - o. fl. Var gaman að tala við hann um þessa þjóðkunnu merkismenn, hlýða á sögur hans af þeim og skoðanir hans á þeim. Það er miklu meira en meðal- þrek, sem til þess þarf að liggja á bakinu 15—16 ár, koma á stofn slikri kaupsýslu og reka hana á slíkan hátt, sem Þorsteinn gerði Amljótssoni vjera um leið. síveit- andi, skemtandi, fræðandi, andleg- ur velvakandi og djúphugsandi maður sem hana var. IV. Eg hefi sjaldan • kynst skemti- legri manni en Þorsteini Amljóts- syni. Á ánægju að viðræðum við hann skygði það, eitt, sem var þó smámunir, að hann talaði full- seint_ Margt bar til skemtunar að samræðum við hann. Hann var gamansamur og mein- fyndin. Ræða hans var bæði römmu og sætu kryddi krydduð. Hann þurfti ekki alt af að tala um sama efni. Hann talaði með sama fjöri, fróðleik og skilningi um ýins hversdagslegustu efni og æðstu rök. Það jók á ánægju að viðtali við hann, hve skýrt hann sagði frá og hve vel hann orðaði alt, er hann lét sér úm munn fara. Það var jafnörðugt að misskilja hann og það var stundum erfitt að vera honum sammála. Af máli hans var unun. Eg hefi aldrei heyrt mjallhreinni né málm- ■skærri íslenzku hljóma á nokkurs manns vörum en hans, er honum tókst upp. Hann talaði fornyrð- um skotið sveitamál, litskýrt og þróttmikið. Orðgnóttin var að- dáanleg, óþrjótandi: “Yndi var á öllum fundum. - oröa þinna töfraforöi”, kvað Matthías um föður hans, og var slíkt eigi síður sannmæli um soninn. En eigi var eins ramís- lenzkt mál á bréfum hans og við- ræðum. Ber mjög á orðkyngi í báðum kynkvíslum Arnljóts prests *). Þorstein bar skarpt kyp á stíl, var óvenjunæmur á merkingar og merkinga-brigði orða, hvort l>au áttu við eður eigi í tilteknu sam- bandi, sögðu einmitt það, er segja skyldi á þessum stað. Er slík orð- vísi rithöfundar-einkenni. Það var stundum hugarleikur hans á beði sínum að brjóta til mergjar merk- ingar orða, gera sér grcin fyrir, hvernig þau væru hugsuð. “Yndi þitt var alt að grunda”, kvað Matt- hías um föður hans. Hann gat líka teygt orðin út á ystu nafir merk,- inganna, þanið þau eftir bókstafn- um, alveg eins og ívar beinlausi gerði, er hann náði' frá Ellu kon- ungi landi undir Lundúnaborg. Mér virftist hann — auk margra annara andlegra hæfileika^gædd- ur nákvæmlega sömu gáfu, -sem 1- var beinlausi beitti, er hann bað Englakonung eins mikils lands og uxahúð tæki yfir, lét síðan bleyta hana, renna og rista, svo að úr varð ’,áiitieg borgarvídd_ Skyld' þessari orðfimi Þorsteins var til- hneiging hans til orðaleika og lít- ils háttar fnargbreytinga, er smn- ar voru meinlegar. Þorsteinn Arnljótsson var íxik- vfs maður, fetaði sig áfram eftir braut beinna áiyktana. Virtist mér hann þá stundum lenda fyrir utan garða veruleikans, honum sjást yf- ir forsendur, seiri eigi mátti gleyma. Það var eigi hægðarleik- ur að þoka sannfæring hans um set, sem oft verður reyndin á um menn með slíku gáfnafari. En hann var líka mikill leiftramaðnr. *) Eg minnist tveggja kvenna, er tölutiu ramíslenzkt mál og bragö- mikíö. önnur var gáfukonan mikla, Katrin Einarsdóttir, móöir Einars Benedikssonar skálds. Voru þau skyld í ættir fram, Arnljótur prestur og Katrín. Hin var frú Eiísabet Sveinsdóttir, kona Björns Jónssonar, ritstjóra og ráöherra. Um hann mátti með sanni segja sem um Odd Hjaltalfn, að "önd lians var auðug” og “bjó í skyndi” “kátlegar kynjamyndir”, “skjald- meyjar, skrípiti-öll og skóga hug- mynda”. Hann er án efa langsam- lega mesti andans maður, er komið hcfir í íslenzka kaupmannastétt. Skjótt varð eg þese var, er eg dvaldist í Þórshöfn, að eigi voru all ir honum vinveittir norður þar. Þótt allir könnuðust við hæfileika hans frábæra, var sumum eigi um hann gefið, og kynst hefi eg mönn- um, er mér virtust bera til hans kaldan hug. Eg gerði mér nokkurt far ujp að grafasrt fyrir, hvað ylli, en varð lítils vísari. Menn játuðu, að hann væri áreiðanlegur í við- skiftum og seldi vandaðar vörur. En mér virtist stöku mönnum finnast líkt um hann og Þorgils Höllusyni um Snorra goða, að þeir hefðu kent kaldra ráða undan rifjum hans. Sumir kölftiðu hann eigi allan þar sem hann væri séð- ur. Eg get eigi skorið úr þvf, hvorki af þekkingu né eiginreynslu, hvort eða að hverju þetta álit á honum hefir haflt við rök að styðjast. Eg hefi engar sögur af honum heyrt, er af verði ráðin undirhyggja eða bragðvísi. En veikir eiga ekki sömu vopna völ sem heilbrigðir. ’Þeir geta ekki eins beitt sér í ná- vfgi, þeim eru lokuð sund, sem beilum er auðsiglt uin. Því verð- ur kænskan óhrausts' athvarf. Ætla verður, að vainmættið hafi aukið ráðabrögð ívars beinlausa_ En heyrum, hvað vinurinn, hr. Jón Guðmundsson mælti yfir kistu hane, í návist hö'ggra ástvina: “Oft furðaði mig á þvf, að allir sem þektu hann, skyldu ekki virða hann og elska, jafn-aðlaðandi mað- ur og hann var”. — — “Eitt hið allra sorglegasta við jarðlífið eru sannindi þess, að “eins líf er ann- ars dauði”.------“Eyrir utan hina harðvígu samkepni á aðra hönd þarf hann að glíma við ýinsar lægstu hvatir mannanna, eigin- girnina og alt hennar afsprengi. En hann stóð ver að vdgi í þessari bar- áttu ep þeir, sem hafa heilum lim- um á að skipa/ Hann varð því að neyta þeirra krafta, er hann hafði umfram aðra, vitsmunanna, en þau vopn eru ekki eins sýnileg í dag- lega lífinu. Og af því að skamm- sýnum mönnuin virtist leiðin hér svo auðveld til sigurs, en’ urðu að lúta hinu ósýnilega afli, fánst þeim það svo auðiriýjandi”. Höf. bætir þvf við, að Þorsteinn Arnljótsson hafi i þessu efni farið vel með vit sitt. En er ( kki hætt við. að þeir bregði fyrir sig' ráð- eða lögkrók- um, vitsmunirnir, er með er sótt í “harðvígri samkepni” og í “glímu við ýmsar lægstu hvatir mann- anna, eigingirnina og alt hennar a?.-p: engi”? I -■ Mi hans n:á finna sittlivað, sem hrundið gat írá honuin og valdið andúð i gaið hans. Á þ/í áttu gáfur hans sök, að gletni hans og meinyrði bæ'ði hæfðu og b'tu, svo að um sár þuifti að bixidu eft- tir eggjar þeirra og odda. Það leyndi sér eklji, að hún var sterk í honum hvötin sú, sem fornöld gerði men.n að bardaga- og víga- mönnum, en í nútíð að málaferla og deilumönnum. Liktist hann hér ívari beinlausa. Hann vildi áreið- anlega ekki láta hlut sinn. Það var eðli hans fjarri, það boðorð, að sá skyldi vægja, sem vit hefði meira. Þess varð eg var þennam stutta tíma, sem eg dvaldisfc á heimili hans, að hann gat með kappi deilt um smámuni. Það'bjó í honum eitthvað af því eðli, sem verður strá að deiluefni, iíkt og skáldið mikla kemst að rfrði. Það er eins og sumum sé þras og þræt- ur nauðsynlegt fjörlyf eður örv- andi drykkur, er varnar önd þeirra að trénast eða verða að stöðupolli. Eg hygg, að þeir feðgar, séra Arn- Ijótur og Þorsteinn, hafi átt heima í þessum flokki, enda var Amljótur f báðar ættir af bardaga- blóði runninn og alinn upp í ófrið- ar og illindasveit_ Er og hætt við, að fábreytni og fásinni á útskaga eða í menningarsnauðri sveit magni bardagahvötina, auki deilu- þörfina. Þorsteini Arnljótssyni var hér sjaldgæflega farið. Hann var gæddur næmum og liprum skiln- ingi listamannsins á mörgu því, er henda má breyska bræður á illa vúrðuðum æfivegi. Hann hafði þörf á að glíma við höfuðgátuna þá, hvað leyndist bak við tjald lífs og dauða, í hvert horf skyldi haldið í dómum og líferni gegn lík- um. En hann Var jafnframt mála- flultningsmaður, er fyrir hvern mun vildi slgrast á andstæðingi eð ur andmælanda, og varð þess snemma vart. Eöðurfrændi hans, Sæmundur Bjarnhéðinsson. er var honum unguin isamtíða á Bægisá, hefir sagt mér, að hann hafi þá ver- ið óvæginn og fylginn sér f kapp- ræðum. Annar maður, nákominn og nákunnugur Þorsteini, hefir sagt mér, að hann hafi á fyrri árum verið mun harðsnúnari í orðasenn- um en faðir lfans. Séra Arnljótur hafi stundum látið undan sfga, ját- að rðkum andmælanda. Þorsteinn hafi alt af setið fas.tur við sinn keip. Þá er þanhig er barist, er mönnum meira um það'íiugað að verða ofan á heldur en hitt, hvað satt sé og rétt. Leikmanni virðist málflutningsgáfan hættuleg, ekki óskyld sverðunum fornu, er þau á- lög hvíldu á, að þau skyldu vinna níðingsverk. Einatt stefndi Þorsteinn mönn- um, að því er mér er sagt af manni, er hér má ger,st um vita, Steingrími sýslumanni Jónssyni. Yar þá réttarþing stundum háð inni hjá þonum sjúkum, einkum ef um smámál yar deilt, Reyndist hann þá oft sáttfús, og sýndist svo, sem hann hefði eigi stefnt í ábata- skyni. Þess varð eg og áskynja, er eg var gestur lians, að menn leituðu ráða hans í málsóknum, og að hann lét sér ant um skjólstæð- ínga sína. í okkar stuttu viðkynn- ingu þóttist eg taka eftir ýmsu í fari hans, er gerir menn að vinum vina sinna og óvinum óvina sinna. Þótt hann væri stundum mein- yrtur, sem fyr er ritað, var hann ekki einn þeirra, sem öllum niðra, Sá var ekki formælandalaus, er hann varði, hvort sem í hlut átti maður eða málstaður. Og hvað sem leið ráðum hans og krókaleið- uin, er sumum stóð beygur af, er víst, að honum var ólagið að “muldra” sannfæring sína “ofan í bringu”, sem skáldið kveður. En aldreí skaust honum kurteisin í orðaskiftum, þá er eg hlýddi á_ En samfara deilulund hans var mikil ihlýja, er aflaði honum einlægra velunnara og vina. Hann var mik- ilLdyrir sér í ástúð og andúð, gerr úr “frosti og funa”. Hann tók þátt f kosningasnerr- um í kjördæmi og sveit. Eg eía eigi, að hann hafi reynst þar lið- fær á við ýmsa heilbrigða. í þjóð- félagsmálum var hann heldur í- haldssamur, og var þar í mörgum efnum svipaðrar skoðunar og fað- ir hans hélt fram í “Auðfræði” sinni. Sairtt var hann mannúðar- maður, reyndist vel fátækum, að því er mérer sagt af vandalausum, léði og hjálpaði, þar er aðvir höfðu synjað. Hr. Jón Guðmundsson rit- ar: “Það var engin tilviljun, að flestir fátæklingarnir hér voru reikningsmenn Þorsteins Arnljóts- sona”. Og hann segir síðar: “Hygg eg, að flestir hér kveðji hann með hlýjum hug, en þó sérstaklega smælingjarnir”. Y. f upphafi ritgerðar bessarar vék eg að því, að hann hefði eigi verið gæfumaður. Ef til vill mælti eg þar að nokkru eins og svonefnd heilbrigð skynsemi eða fávísar kon- ur tala. Það er ekki auðskorið úr þvf, hver er gæfumaður. Oft leyn- ist gæfa í ógæfulíki og ógæfa í gæfulíki. öllu má venjast að nokkru, meira að segja löngum veikíndum og jafnvel fangelsisvist. Að lokum örfáar athugasemdir um þetta efni. Á það má benda þeim, sem hyggja gæfuna fólgna í gleði, að glaðværð og gamansemi léku oft við legu- rúm hans. Hr. Jón Guðmundsson ritar: "Oft kom eg hryggur í huga inn til hans, en aldrei hafði eg RICH IN VITAMINES dvalið þar lengi svo, að mér yrði ekki léfct f skapi”_ Og hann bætir við: “En bjartsýni hans var öðru- vísi háttað en flestra annara. ■Hann reyndi aldrei að villa sér sýn á hlutunum og lífinu, með þvf að einblína á aðra libðina, en forð- ast hlna. /Það verður flestum, þegar þeir vilja gleðja sig og aðra, að draga gleymskuhulu yfir skugga hliðina og snúa sér að birtunni. En betta verður skammgóður vermir, því að þegar til athafnanna kemur vita jafnan báðar hliðarnar að”, -------“En hann reyndi ekki til að fá menn til að gleyma því, sem að emaði, heldur til að líta á það með augum hins sannþroskaða manns’. Alt er þetta vel og réttilega athug- að. Hvorki hæfileikar hans né að- staða veittu honum færi á að hugga sig á nokkurri lífslygi, sem Ibsen kallar. Hver dagur og hver leifturstutt stund mintu hann á æfiböl hans. Hann vænti héðan í frá einskis bata, ekki metorða né meiri auðs. Hann gat ekki skift um stöðu, trauðla um aðseturstað. Hann gat ekki vænst mikillar and- legrar þroskabótar, því síður meiri lærdóms. Hann varð að horfast f augu við beiskan sannleikann, hugga sig við hann eða lifa án huggunar. Hann átti því láni að fagna, að sú gæfa, sem honum hlotnaðist, var ólogin, ófölsuð- Hún var raunsönn sem sjúkdómur hans og æfiböl, var samgróin per- sónuleik hans og hugarauði, en hvíldi ekki á utanverðum sjóðum, né gögnum, né draumskrökum. Því var hún líka ósvikin, huggun sú og! hljóði. En þunglyndið lifir undir hressing, er frá honum lagði tillrósemd og glaðværð og annrík: þunglyndra og þjáðra. 1 líflsins, líkt og áin líður áfram und- Skyit þessu er það, að hann var, *r fagurbláum ísum. Það verpur undir niðrl hógvær og lítillátur,, stundum raunaroða á mál Þor- MAKE PERFECT BREAD svo að eg veit eigi til víss, hvort hann hefði að nokkru tekið sér of- angreind orð í munn. Hann var — “utan til að sjá” — alt af hfeims- maður og gleðimaður, mikiil nautnamaður að eðlisfari. 1 fasi hans og háttum minti fátt á helgan mann. En taki menn samt eftir orðunum, er t'lfærð voru eftir hon- um: “Eg hefí þá eðlilega sloppið við að verða hégómamaður”. Vík- ur hann hér ekki að því, að hann hafi fengið nokkrar “bölvabætur”, eigi óskyldar því, er skáldið minn- ist á? En eitt böl sæfctist enginn við fullum sáttum: að fá ekki neytt ■bestu hæfileika sinna. 1 sárinu því, sem kalla má að njóta eín ekki, svíður meina sárast. Sú und er harmur, sem að vísu getur hem- að yfir og bera má í leynd og fanst i’átt til um framkvæmdir sín- ar og störf. Hann var svo mikill vitmaður, að hann gat hvorki talið sér trú um, að hann hefði gert það, sem hann liafði eigi gert, né mikl- a».t af kaupmannsgróða sínum, sem sumum óvitrum stéttarbræðr- um hans og fjárhappamönnum stríðsáranna veittist raunaiega aiiðvelt. Haiin sá líka mumnr % aðmikla á því, sem var og verða mátti, hvað hann var og hefði get> að orðið. Af þessu spratt hæ vei^ka, sem alt af er hið “fegursta blóm”. Hann ritar 5. mars 1920: “Eg veit vel, að eg hefi ekkert verulegt mér til ágætls, þó að úr mér kynni eitthvað að hafa orðið, ef eg hefði fengið að njóta fullrar heilsu og líkamskrafta. En eg hefi þá eðlilega sloppið við að verða hégómamaður”. Þessi máttvana I sjúklingur, sem framkvæma virtist mikið eftir heilsu og biluðu lík-1 amsafli, ásakar sjálfan sig lum j framkvæmdarleysi: “Eg hefi nóg af góðum ásetningi, en fram- kvæmdirnar verða, því miður, oft- ast nær minni”, skrifar hann (3. júlí 1920). Þessi hæverska hans var áreiðanlega ekki uppgerð ein. Hennar varð vart í viðtali og við- kynning. Þá er honum voru stund- um þakkaðar veitingar eða ýmis- konar greiði, var eins og honum steins Arnljótssonar, er hann minn ist á kjör sín. Hann skrifar liaust- ið 1919: “Áður sáu augun alstaðar sóickin, vonirnai voi. i margar, og yfir þe/m fegurð fjarlægðarinn'i". og æfiárin voru þá ekki talin. En nú er þetta eðlilega mjög á annan veg”. í bréfi, ritnu rúmu ári fyrir andlát hans, segir hann um sig og systur sína, að þau geti ekki “sest á sólskinisblett í heiði, þótt við sjá- um og vitum, hvar sólin skín”. — — — Mér er minnisstæð seinasta nóttin, sem eg gísti hjá honum. Við ræddum um annað líf. Hon- um fanst lífið autt og ömulegt, er á æfina leið, og vinir og ástvinir “hryndu niður kringum mann”, ef ekkert væri í vændum hinum meg- in nema nóttin og myrkrið. Hann. kvaðst mjög hafa reynt að sann- fgerast um ódauðleik sálarinnar, en eigi hefði 'sér fcekist það að fullu. Þó hallaðist hann miklu fremur en hitt að framhaldi persónulegs lífs eftir dauðann. Virtist mér hann einkum ráða það af merki- legu fyrirbrigði, ér fyrir hann sjálf- an bar á Sauðanesi. Því miður, get eg eigi lýst, hversu rödd og orðaval önduðu djúpri geðshrær- ingu, trega og eilífðarþrá, er hann talaði um þetta mikla viðkvæmni og alvörumál flestra dauðlegra manna. “Insta þráin” Bojers va" honum einlæglega móti skapi, fyndist ekkert að þakka. Hefi eg , .. . . , ... , . þótti hún alt of vonlítil og myrk fáum kynst honum líkum í þessu 1 efni. Mér virðist vafamál, hvort svo iítið hefir oiðið úr honum, sem | honum hefir fundist. Ef hann | skyidi veröa kvaddnr til þess, ein | lu erstaðar upp við Urðarbrunn j ,,, . _ , „ . . , furða, þótt hann æli í brjósti rfka lifsins, að gera ‘kiiagrein fynr þvf, sýn. Þessa dimmu ágústnótt hefðf skilinngur minn mátt Lvessast á því hversu harmar og söknuður auka trúarþörf og styrkja á þann hátt fci’ú á annað líf. Var síst er honum var léð til að auka og æxla, getur hann, að líkindum, tal- ið sér til afsökunar gildari rök, en flestir í hinni fjölskipuðu sveit, er lítt hefir auðnast að ávaxta pund sitt. Sýnfcst heilsubrestur hans hinn mikli því á ýmsa vegu hafa haft heilsusamleg og göfug áhrif á skapgerð hans og hjarta^ Margt sést út um sjúkraglugg- ann, er eigi s£st úr heilbrigðs dyr- um: “Farsældarkjarnann finn eg rétta fyrir vanhellsu líkamans,” kveður gamalt íslenzkt skáld (Jón Þorláksson). Hann á sennilega við, að þá rísi það af dvala, undrið mikla, sem í gamla daga var kall- að sál, og kenni os.s að greina gull sálarfriðar og siðlegra verðmætf; frá iíkamlegom nautnum og hé góma þessa heims. Nú þrýtur mig þrá eftlr öðru lífi, þessi mikli at- gervismaður, er fæddur virtist til fagnandi nautna og stórra starfa, sem konungurinn í “Svörtu eyjun- um” fyrir þúsundum ára. Saga Þorstein.s Arnljótssonar «r örlagasaga, einstök í árbókum þjóðar vorra. Hún geymir stór- merkilegan fróleik um mannlegt líf. Því hefi eg sagt eins rs^kilega frá henni og mér var unt. Hún sýnir, að lífið á margra kqsta völ. Þótt þetta eða hitt bregðist, má f staðinn fá annað, er gagna má. Hér veltur mest á sjálfum þér, á “innra manninum”, á elju þinni og fundvísi, að þú veljir þér verkefni eftir kröftum og allri afstöðu. Harðúð lífsis sviftir þig heilsu og líkamsmætti, hindur þig við rújpið langa æfi. Hún hrífuú að mestu frá þér bækurnar, þótt þær séu þekking á Þorsteini Arnljótssyni, sæta.sta ljós og yndi lífs þíns. Hún

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.