Heimskringla - 12.09.1923, Page 5

Heimskringla - 12.09.1923, Page 5
WINNIPEG, 12. SEPT. 1923 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA. ingu ha<£ði. Eg koypti af veikum mætti ermahnappa úr gullreknu rósaetáli, keypti þá hjarklaust, af litlum efnum, ])ótt dýrir væru, bæði sem fórn á altari kynflokks míns, og sem endurminningu um þetta undursamlega land og þjóð; og eg vona að þeir muni hendi fylgja meðan eg lifi. Þessir þrír dagar, sem eg var í Japan, eru áreiðanlega einkenniieg- astir og viðburðaríkastir dagar í lífi mfnu. Alt var svo óumræðilega frábrevtilegt öllu, sem eg hefi séð, áðui' og síðan, frá jtví eg leit Euyijama hinn snævi krýnda í fyrsta sinn, þangað til eg misti sjónir á síðasfa dvergsmáa uppskip- unarþrælnum í Nagasaki, í rauð- og blárósóttum léreftsstakki, gerðum úr amerískum hveitipoka. Það var ekki því líkt, að koma til annar® lands, eða annarar heimsálfu; það var eins og að koma á annan hnött, eða kannske öllu heldur eins og að vera í þrjá daga luktur í álfahömr- um. Það var dvergabragur á öllu. Húsin eins og spilahús, mennirnir eins og dvergar, akrarnir og aldin- garðarnir, sem erjaðir væru af Þumalínu. En sérstaklega bar frá um snildartfraginn og listablæinn sem yfir öllu hvíldi. Hvað eina sem gert er, smátt sem stórt, er gort af þeirri snild og smekk að tii grundvallar hlýtur að liggja lisia- gáfa meðfædd úr móðurlíft og inn- rætt elska og virðing fyrir öllu fögru frá blautu barnsbeini. Eg held að ef maður ritaði íangamark sitt í duftið á einhverju strætinu í Kyoto og ef hann gerð! það a£ snild, þá myndi götusópurinn iáta það í friði. Og þjóðin senniiega síðar byggja yfir það dálítið hús, guðdómlegt dvergasmíði úr gagn- sæju kristallsgleri, eftirkomendum til augnfróunar um ókomnai' aldir. ----------XXX------:--- Stríð vofir enn yfir. segir Anatole France. Nýlega var afhjúpuð mynda- stytta sósíalistaforingjans franska, Jeans Jaurés, sem myctur var í mat.söluhúsi í París snemma í ágúst 1914, sökum þess hann var eindreg- ið á móti stríðinu. Morðið framdi ofstæki.sfullur þjóðveldissinni. Á minningai'hátíðinni las formaður verkamannsdeildar aiþjóða sam- bandsins, bréf frá Anatole Erance. Hann er nú 'áttræður, meðlimur Akadenísins franska — hinna féri- tíu ódauðlegu. — Þesai heimsfrægi háðfugi, sagnaritari, eldheiti um- bótamaður, skáldsagna höfundur, og svo frábær ritsnillingur, að eng- inn þeirra, sem við ritsmíðar fæst, kann eins vel að halda á penna eins og hann, og af öllum sem bókment- ir þekkja og bera skyn á þær, er talinn stærstur núlifandi rit- höfundur NorðUrálfunnar, — hann fordæmir fulltrúaþingið franska fyrir gerðir þess, og segir að Norð- urálfan nötri á hyldýpisbarmi yfir- vofandi styrjaldar, sökum heimsku og fáfræði þeirra sem með völdin fara. Bréf hans er þannig: “Eins og 1914, vofir stríð enn yfir. Allir, sem við stjórnvöl Erakk- lands sitja játa það og lýsa því ský- Jaust yfir. “Oss var sagt þá skelfingar síð- ustu manndrápshryöjunnar urðu svo langvinnar, sem raun varð á: ‘Þetta verður síðasta ■atríðið’. Nú segja þeir oss: “Búið yður undir stríð. Það dyn- ur yfir innan tuttugu ára, tíu ára eða jafnvel fyr. Það getur skollið á undir eins, ef vér sleppum Ruhr, sem byrgir Þjóðverja upp með skot- færum’. “Eg veit ]>að ekki. Eg dirfist ekki að segja, að það geti ekki komið fyrir. En hverjum er um að kenna? Hafa ekki stjórnmála- menn vorir gert alt sem í þeirra valdi stóð, til að koma af stað stríði, og flýtt fyrir þvf alt sem þeir gátu. Þessu yfirvofandi stríði, sem þeir nú eru að spá um? Þeir hafa ekki unnið að því að tryggja friðinn. Eg get sagt yður það, að hærri stéttirnar geba ekki og vilja ekki halda við friði. “Stríðið hefir, sannast að segja, enn ekki tekið enda. Þér sjáið það sjálfir, að “þér hafið alt af verið í stríði, sfðan vopnahléið var samið. Hvaða ó,rækari ófriðartákn getið þér sýnt, en að hrifsa undir yður Ruhr? “Þeir af oss, sem grynzt vaða, gusa mest. Þeir segja oss, að það nauðsynieg trygging fyrir greiðslu skaðabótanna. En haldið þér ekki, að friðsamlegt samkomulag við nágrannaþjóð vora, sem er mannfleiri og á iðnað í stærri stíl, og víðtækari verzlunar- og við- skiftabönd hefði ekki verið heppi- legra, og gefið oss meira í aðra hönd, heldur en þessi hertaka, sem þegar er orðin svo dýrkeypt. “Hvað er orðið úr oss sem þjóð? Hvaða, svívirðingarmók erum vér fallnir í? Yér erum jafnvel hætt- ir að hugsa nokkuð um oss sjálfa, en vörpum öllum okkar áhyggjum og málefnum upp á fulltrúaþingið, sem er með oss á hraðri ferð til eyðileggingar. Og það gerir það ekki af neinum leiftrandi augna- bliks sjónhverfmgum yfirburða mannvits, heldur af einskæi'ri heimsku og fáfræði. Eigum vér að feia þessum herrum í hendur for- lög vor og framtíð í það óendan- fega? “Landar góðir! Rísið upp! Hlust- ið á rödd Jaurés. Eimm árum fyr ir strfðið sagði þessi mikli maður: “Eg hefi trú á sameiginlegu frið- arþingi fyrir alla Evrópu. Eg hefi trú á enöumýjuðu bandalagi Erakklands, Englands og Þýzka- lands! “í ræðu, sem hann flutti í Lyons, 2S. júlí 1914, rétt áður en stríðið skall á, fórust Jaurés þannig orð: “Vér höfum aldrei verið í ægi- legra og sorglegra ástandi, en nú á þessari stundu. Hlustið landar minir! Hlustið á manninn, sem aldrei brast vit né fyrirhyggju! Hlustið á hann, sem þér hafið komið hér saman til að heiðra í dag. Yér höfum aldrei ver- ið í hörmulegra og sorglegra á- standi, en því sem skammsýni og yfirsjónir vorra núverandi stjórn- enda hafa steypt oss í”. Sigtr. Ágústsson þýddi úr “Cunent Opinion.” ----------XXX----------- Guðni Gestsson. Þann 18. j.iVní síðastl. andaðist að heimili sínu í Eyford-bygð í Norður Dakota bóndinn Guðni Gestson, eftir stutta legu i 1-ungna- bólgu. Guðni Gestson var ættaður af Langanesi. Tvo bræður átti hann í íslenzku byginni í grend við sig. Sigurjón var lengi búsettur á næstu jörð við Guðna, en er nú í Grafton, en Jóhann er búsettur í Garðarbygð. Hafa þeir bræður allir notið álits í bygð sinni sem nýtir menn og drengir góðir. Guðni var fæddur 2. maí 18C2. Kom hann til Ameríku 1887. Ari síðar giftist hann fyrri konu sinni, | Guðlaugu Jónsdóttur. Bjuggu þau í Eyford-bygðinni- allan sinn bú- skap. Voru þau samhent í því að annast um heimili sitt og börn með ráðdeild og fyrirhyggju, og bless- aðist hagur ]>eirra svo, að heimili þeirra og bú var í beztu röð meðal bænda í sveitinni. Fjögur af börn- um þeirra komust til ára. Elizabet, kona Guðmundar Jónassonar í Ey- fordbygð; Björg-Þrúður, einnig þar í sveit, ekkja eftir inhlendan mann, Sarter að nafni, Magnea og Gunnlaugur, bæð ógift og til heimilis í föðurhúsum. Fyrri konu sína misti Guðni 1902. Varð hann nú að strfða með börn sín og bú með þeirri hjálp, sem fáanleg var, og lánaðist honum að hal'da saman heimilinu og barnahópnum, þó oft sé það erfitt, þegar þannig stendur á. Ári, 1904 giftist ,Guðni í annað sinn, önnu Kristjánsdóttur, ekkju nýkominni frá íslandi með fimm börn. Er það ekkl ofsögum sagt, að hann liafi reynst börnum henn- ar sem besti faðir, og ávann hann sér kærleika þeirra svo að þau syrgja hann nú eins og föður. Tvær dætur eignuðust þau Guðni og Anna, er báðar eru á lífi, Rut og Jóhönnu, er nú eru ung-full- ornar í heimahúsum. Er það auð- sætt, hve stórt og umfangsmikið heimili var hér að annast um, en þeim hjónum hepnaðist það svo vel, að ekki einungis önnuðust þau sfna með myndarskap, heldur líka var það ótalið, er frá þeim gekk til að liðsinna öðrum. Þau voru sam- hent f gestrisni og góðhug við þá, er að garði bar, og var sambúð þéirra farsæl og góð, og að henni lokinni ríkir viðkvæmur söknuður hjá ekkjunni og börnunum eftir hinn góða eiginmann og heimilis- föður. Guðni átti almennum vinsældum að fagna í nágrenni sínu og bygð. Vart mun nokkur hafa borið til hans kala. Hann var fáskiftinn og friðsamur maður, sem annaðist fyrst og fremst sinn eigin reit, en í garð annara réð þó ætíð hjá hon- um velvild og hjálparhugur. Hýr í viðmóti og hægur í fasi liélt hann leið sína í lífinu þannig, að hann skildi eftir þá tilfinning hjá þeim, er með honum áttu samleið, að hann hefði reynst góður sam- fylgdarmaður og ábyggilegur. Hann var einlægur trúmaður, sem hélt sér fast við Kristindómsboð- skap þann, er hann hafði numið í æsku, en vildi sneiða hjá deilum og fiokkadrætti, eftir þvf sem frek- ast var unt. Um langt skeið hafði Guðni verið heilsutæpur, og hafði iegið fleiri lningar legur, en þrátt fyrir veika krafta var hann elju og starfsmaður, og búhöldur góð- ur. Allir, er honum kyntust, munu minnast hans sem manns, er enginn svik bjuggu í, heldur kom fram f einlægni og fölskvaleysi gagnvart, öllum. Jarðarförin fór júnf. Elutti séra húskveðju, en í ford töluðu þeir prestarnir, séra Páll .Sigurðsson og séra K. K. ólafsson. Útförin var einhver sú fjölmennasta, er menn minnast í Eyford bygðinni. K. K. Ó. bragð. Þá er fyrirtækinu borgið þegar slíkir menn gangast fyrir þvf. Má eg vera með?” “Þú?” sagði verkfræðingurinn, “það veit eg nú ekki. Við íslcnd- ingar höfnm aldrei haft mikið álit á þér. Hvað gætir þú eiginlega gert? Þú getur auðvitað farið með j norður, sem umrenningur, það get- ur enginn fyrirmunað þér það. En 1 býddu nú við samt; mér datt nokk- J sjálfur, þótt ekki sé nema eins og umrenningur. Þegar búið er að liyggja braut- ina, verða afurðir'land.sins svo sem hveiti, grávara, málmar og fleira, flutt norður að flóa og þaðan til íslands að sumrinu, afar miklar byrgðir, því þangað er skamt að fara frá flóanum, en sjór frosinn nema sém svarar þrem eða fjórum mánuðum að sumrinu. Verður þá uð í hug. Hefurðu nokkurn tíma j ísland uppskipunarstöð og verður lært bókhald? Verkið er talsvert ■ það ekki svo afleitt fyrir “gamla umsvifamikið og þarf ýmislegt að ! landið”. Eins og þú veizt, er hægt bóka. Þi'i gætir, ef til vill, verið j að flytja vörurnar allann veturinn fram þann 22. K. K. Óiafsson kirkjunni á Ey- báðir, bygðar- dálítil undirtilla með að bóka”. “Já, sagði eg, eg get bókað dá- lítlð og skal hjálpa það sem eg get ef eg má aðeins vera með.” “Já, það er gott”, sagði maður- inn, “eg skal tala um það við liina og of þeim sýnist ]>að sama og mér þá skal eg láta þig vita. Annars verðurðu að fara sem hver annar óibreyttur umrenningur.” Mér þótti svo vænt um hve vel hann tók í þetta, að eg tókst víst á loft, því eg féll út úr rúminu og þá vaknaði eg — svo draumurinn varð ekki lengri. Já, eg skal sc-gja þér það að mér þótti svo fyrir að fá ekki áð njóta draumsins lengur að eg blátt áfram grét, og er mér þó ekki grátgjarnt. Það sem bezt er, er það, að eg er sannfærður um að draumurinn verður sanndreymi, þó eg auðvit- að geti ckki sannfært þig fljótlega. Méð líður altaf vel sfðan mig dreymdi þetta. Að hugsa til þess, að íslendingar skuli ætla að vinna svona saman, það er sannarlega nægilegt til þess, að halda manni við. íslendingar, sem öllum mönn- um öðrum standa framar, þessir | kongasynir og kongadætur, sem j mig mynti, að þeir væru í draumn um, skull ætla að sameina sig í j slíkri frægðarför norður að Hud- json’s flóa. Það er dásamlegt! En nú skal eg skýra fyrir þér, hvaða þýðingu þetfa verk hefir fyrir fóstru okkar, Canada. Já. látum okkur sjá. Þú átt aitaf heima í Hlíð. Auðvitað, þú ert, ef eg man rétt, nokkuð vel að þér í landafræði. Þú veizt sjálfsagt hvar En til vonar geta þess, að hann er vik suður úr íshafinu hérna nokkur hundruð mílur fyrir norðan. Þar fyrir vestan er dæld nokkur, sem Mckenzie fljótið fellur eftir alla leið norður í íshaf. 1 þeirri dæld, er timbur mikið og frítt — þar í skógunum eru dýr af ýmsum tegundum, loðin öll og er því grávara þar, af.allra beztu teg- und. Þar eru líka selir og rost- ungar með ströndum fram og málmar í jörðu, dýrir og nytsamir. Málmana fann Mac hinn skoski, fyrir löngu síðan: en þeir liafa ekkert verið unnir enn =em kortiið er. Nú ætla íslendingar ,með því að leggja járnbrautina norður að flóa, hjálpa til að framleiða hina óvið- jafnanlegu auðlegð, sem hér er að finna í skauti jarðar. Hér verða þá fiamleiddar miljónir dala í timbri: hundruð biljóna dala virði í grá- vöru og triljóna virði í málmum. Svo er enn eitt sem ekki má glieymast. Það á að mýnda stórar hjarðir, þar nirðra af hreindýrum og moskusuxum— afar stórar hjarð ^ ir — og svo er víðlendið mikið að stöðugt Opið bréf til Jóns í Hlíð Það er orðið talsvert langt síð- an við liöfum talast við. Eg býst helzt við að þú sért búinn að gleyma mér. Já, þú veizt að eg er nokkuð þjóðrækinn og langar mig því tií að segja þér afar merkilegann draum, sem mig dreymdi • fyrir ekki löngu síðan. Einnig langar migjjHudsons flóinn er. til að skýra fyrir þér ýmislegt í og vara ætla eg að sambandi við drauminn. Draumurinn var sem fylgir: Eg þóttist úti staddur o<g sá eg fólk vera á talsverðri hreifingu. Það kom úr ýmsum áttum en flest úr austur-átt. Eólk þetta virtist mér vel búið og myndarlegt mjög, og nokkuð svo hugsandi. Eg þóttist vita, að þetta væru að sjálfsögðu íslend- ingar; því myndarlegra og alvar- legra fólk þekki eg ekki. Þá bar þar að mann nokkurn, sem eg þekti sérstaklega sem einn á meðal okkar, hér vestra. Sá maður stendur mjög framarlega á því eina sviði, sem íslendingar hafa þótt fremur vankunnandi og hægfara. Eg læt þig ráma í hvað eg meina. Hann er einn meðal hinna allra myndarlegustu Islend- inga og er þá mikið sagt. Eg þykist spyrja hann, hverju þessi hrerfing sæti. “Veistu ]>að ekki”, segir hann. “Nei ekki veit eg l>að”, segi eg, “en það þykist eg sjá að þetta séu íslendingar, eða er ekki sem mér sýnist?” “Jú, víst er svo”, segir hann, “en hreifingin stafar af því, að við er-1 hjarðmenn geta aðeins með einu til einhverra hafna í Evrópu. En hvað það verður skemtilogt! Sem að sjálfsögðu hafa Islendingar yfirstjórn á því, sem öðru, samkvæmt draumnum. Svo er enn eitt. Landar ætla að fara yfir til Grænlands um leið og! taka landið af Dönum; því auðvit-j að eiga þeir landið, eins og Einar hefir sagt og segir. Þar eru líka málmar í jörðu og grávara af bestu tcgund, og ætla Vestur-íslendingar að starfrækja landið, nema svo sé, að þið þarna heima viljið taka það að ykkur. Það er auðvitað það sama; því alt verður bráðum sam- Þú skalt svara þessu bréfi í öðru hvoru blaðinu. Það gerir engan mismun, hvort blaðið er. Eg kaupi bæði blöðin, og íslendingar standa að báðum, og mér er auðvitað vel við alla Islendinga. Mér þykir vænt um fólkið íslenzka, og bókment-< irnar, sem öllum bókmentum eru fremri, um útsýnið á íslandi, sem j er eyo dýrðarríkt og dásamlegt og , um ærlegu byljina á Kaldadal, sem I Iráfu mér þrek, sem seint lætur yf- j irbugast. Mér ]>ykir ekki eins vænt | um Ulukeldu og Ódáðahraun, en ' Hklega ætti maður nú samt að láta , sér þykja jafnvænt um það eins og hitt. j Já, norður að Hudsons flóa! All- j ir, allir! Tökum grænland um leið! ! Elytjum auðæfi fóstru okkar til ís- , lands, og gerum gamla landið þannig að miðstöð framkvæmda j hinna þrekmiklu aðalsmanna, af- komenda glæsimenna þeirra, er fyrrum skipuðu alþingi á Þingvelli, þá er Njáll og Þorgeir sögðu upp lög er land skyldu byggja.’” Þetta kvað við í huga mínum þá er eg hrapaði út úr rúminu, sem var afleiðing draumsins mikla, eiginlegt milli Austur- og Vestur cins sagði þér áður. um að búa okkur undir hina fyrir- huguðu ferð til Hudsons flóans. Við ætlum nefnileiga að byggja hina fyrirhuguðu járnbraut þang- að norður, og mun þig ekki undra þótt slíkt olli hreifingu.” “Er ]>að mögulegt?” spurði eg, “og (ætla nokkrir innlendir að vera með?” “Já, fáeinir innlendir ætla að verða með, en íslendingar hafa alla yfirstjórn á verkinu. Þeir ætla nú að taka saman höndum allir — já allir — og vinna þetta mikla ]>árfaverk, sem svo lengi hefir dregist að til minkunar er. öllum sérmálum sínum"’ ætla þeir nú að gleyma. Það sem þeim hefir á milli borið, ef það hefir þá nokkuð ver- ið, hefir verið aðeins lítilfjörlegur misskilningur.” “Auðvitað”, þóttist eg segja. “Er það þó ekki gaman að íslendingar þessir snillingar, skuli hafa tekið að sér verkið, og ætla að verða svona samtaka! Það er hreint af- íslendinga. Er það ekki rétt at- hugað hjá mér?” Heyrðu! Eg ætla að koma heim til íslands 1930. Þá verður þessu verki, járnbrautarlagningunni og fleiru lokið, og þá vona eg að geta talað við þig þarna í Hlíð. Vertu nú sæll á meðan. Eg hitti þig að máli 1930, og þá skal eg segja þér nánar alt um járnbraut- ina og flugvélarnar. Þinn sami og áður, J. E. Om móti komist í kring um hjarðir sínar, svo í tíma sé. Þeir geta hvorki gengið, farið á hestbaki eða ekið f bifreiðum eða öðrum reið- úm, heldur verða þeir blátt áfram að fljúga í kring. Verða flugvél- arnar líkar afar stórum drekaflug- um eðá gömmum, sem renna sér um geyminn eins og valir eftir bráð. Er haldið að þeim muni helzt tak- ast að halda hjörðunum saman með þessu eina móti. Það er ómögulegt að gjöra þér ljóst hvað víðlendið er mikið með því að segja þér frá því. Þú verður að fá þér gamm og fljúga norður sjálfur. Þá er ekki ómögu- legt að þú gætir fengið dálitla hugmynd um hvað um er að vgra þarna norður frá. Eg er ekki lítið upp með mér af því, að vita til þoss, að Islendingar skuli ætla að takast á hendur slíkt verk, sem þetta, fóetru vorri til frama og farsældar,- samhnga og sammála, og að mega vera með f SKILNINGSTRÉÐ. Edens garðurinn, Adam var og Evu, fenginn til bústaðar, þar var mikið um epla auð. — Ungu hjónunum Jahve bauð að vera frjósöm, svo fjölgaði fólkið, á nýju jörðinni. Garðurinn allur inndæll var, eplin voru svo fögur þar. Hjónin, þau leiddust eik frá eik, ung-gæðingsleg og hörunds bleik. — Það verður ei við öllu séð — þau álpuðust beint á skilnings-tréð. 1>eim var bannaður biti sá, er blakti þar fögru limi á, svo girnilegur og gríðar stór, — þið getið nærri hvernig fór. Það fall, er kostaði fórn og þraut , var fyrsta ljósið á mannlífs braut. IEn það sem flesta furðar á, í fyrsta sinn Jahve reiddist þá, Iog setti byrstur bræði með, | brynjaðan vörð um lífsins-tréð, , Iog ungu hjónin með heitingum s lirakin voru úr garðinum. í S ! -f Það getur hver einn sjálfur séð, Iað svo er það enn með skilningstréð. c Úr kirkjufélags klerka hjörð, § IKerúbar um það halda vörð. * Svo lýðurinn að heimskra hátt 4 Ihugsi lítið, og viti fátt. ! i IHann Adam á nafna’ og nyðja enn, svo nýta og góða kennimenn! | sem ei vilja líta ávöxt þann, er opinberar þeim sannleikann, * en offra kreddunum andans rækt, " — Adams nafnið er sögufrægt. r B. P. ” ! i o |PURixy FtlOUP j 98lb«. "More Bread and Better Bread ” and Better Pastry too. U5E IT IN ALL YOUR BAKING

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.