Heimskringla - 19.09.1923, Side 1

Heimskringla - 19.09.1923, Side 1
 1 Verílaan ROYAt-1 CROWN gefm fyrir Coupons 1 SOAP Sandiri eftir vertSlista til og R0711I Crovrn Sonp Ltil. 654 Maln St., Wlnnlpeg. umbúíir Verðlaun gefin fyrir CROWN Coupons SOAÞ Og SendlS eftlr vertHista tll . lioyal Crown Soap Ltd. umbuðir 054 Maln St.* Winnipeg;. XXXVII. ÁRGANGUR. WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 19. SEPT. 1923. NOMER 5i Frá íslandi Ganada. Baron Renfrew. Hann kom s. 1. laugardag til Winnipeg. Ekki stóð hann nema finnn mínútur við í borginni. Hann Tiélt áfram vestur í land til High bústofn sagður r-r.i 120 nauHripir. Veizlur þiggur geíturinn er.t.ar að ]>essu sinni. Hann er búinn að fá nóg af slíku og æskir hvíldar. Ijes -: “Baron Itenfrew" titill varð íyrst til á Englandi 1398, og er einr. af titlum prinsins af Wales. í>að sjá því allir, að hað er hann sem hér er átt við, því á þessari ferð sinni gengur hann undir Jiessu nafni. Þogar Edward (síðar Bretakon- ungur) heimsótti Bandaríkin fyrir mörgum árum, bar hann og l>enn- an titil. Eld-vatniö komiS. S. 1. laugardag komu 11 járnbraut- ar vagnhlöss .af áfengi til Winni- peg, til vínsölubúðar fylkis-stjórn- arinnar f Manitoba. Yínið kom frá Bretlandi og er mikið af því búið til þar, en sumt f Svíþjóð, Erakk- landi og Spáni. Svo margar eru tegundir þess, að okki verður tölu lákomið. Yerður liyrjað að selja það f þessari viku. Alt sem til þess þarf nú að veita sér það, er því vínkaupaleyfið og borgunin fyrir brúsann. En eins er vert að geta. Bað er óvarlegt að neyta ófengi.s hvar sem er. Eftir lögun- um virðist helzt hvergi leyfilegt að neyta þess, nema í heimahúsum. Á götu úti eða á víðavangi er því ekki treystandi að hafa það um hönd, ef eftirlitið verður eins og það á að vera. Þessa er hér getið til þess, að minna á hvernig lögin geta leikið þá, er vínið hafa ógæti- lega um llönd, og að það er aldrei of varlega með það farið. Aukakosning í Winnipeg. Aukakosning fer fram í Norður- Winnipeg 24. október n. k. Tilefni hennar er, að E. J. McMurray, sam- bandsþingmaður fyrir þann hluta bæjarins, hefir hlotið ráðgjafa- stöðu hjá Kingsstjórninni Útnefn- ingu verQur lokið 10. okt. Emlbætti það er E. J. MeMurray hlaut, er má 1 a f ærs lieembæt t i stjórnarinnar (solicitoitgoneral). Þeir sem nefndir eru og líklegt er talið að þreyti kosningu á móti honum, eru Dr. M. R. Blake íhaldsmaður og A. A. Heap fyrir hönd verkamanna- floksins. Dr. Blake var áður þing- maöur fyrir Norður-Winnipeg. Sala inneigna í Home-bankanum. Þeim, sem áttu fé inni í Home- bankanum, sem hætti að starfa fyr- ir nokkru, er nú boðið 60—70 cents 1 hvem dollar af inneign sinni. Eru það menn í Montreaal er þetta bjóða. Hafa þeir keypt eitthvað af inneignum manna í bankanum með þessum hætti. IHvernig því víkur við með þennan kaupskap veit enginn. En við tvö bankahrun í Bandaríkjunum kvað hið sama hafa átt sér stað og þar varð raun- in sú, að þeir sem seldu töpuðu á þvf. Þakkagjörðardagur. Þakkagjörðardagurinn í Canada verður 12. nóv í ár; það er á mánu- dag, en hinn 11. nóv. vopnahlés- dagurinn, er á sunnudag, og verða því báðir dagarnir helgir haldnir þann 12. mánaðarins. Kulvísi. Einn af mönnum þeim, er hingað komu í haust frá Bretlandseyjum til þess að vinna að uppskéru, hét RObert McCormick, og var frá Skotlandi. Meðan hann var á inn- ílytjendahúsinu í Winnipeg, var ilt að halda honum hlýiun á rifeturna. Hann bað ávalt um meira og meira ofan á sig og kvað kuldan ætla sig að drepa. Og í hvert skifti sem hann bað um ábreiðu, var honum afhent hún. Loks var farið að at- huga hvað margar ábreiður Robert hefði nú. Taldist þá svo til að I þær væru 45 alls. En samt hélt hann áfram að kvarta um kulda. Einn daginn gengur umsjónarmað- ur á innflytjendahúsinu suður Aðalstrætið. Sér hann þá hvar Robert er á undan sér með böggul af óbreiðum á bakinu. Og eftir litla stund, skundar Robert inn í Qyðingabúð eina og selur ábreið- urnar þar — 18 talsins. Þarf ekki að sökum að spyrja úr því, og með Robert var farið inn í dómsalinn. Játaði hann strax sekt sína og var hann dæmdur til 2 mánaða fang- elsis vLstar. Þegar hann var kom- inn inn í fangaklefan spurði hann hissa, hvort að hann ætti að vera hér inni. Þegar honum var svarað, að svo væri, segir hann að það sé ómögulegt, því hann sé vissum að ivann drepLst þar á svipstundu úr hita. En við þann hita verður hann nú að búa, þar til að hann leggur af stað tóim til Skotlands, því þangað er ráðgert að hann fari þegar vistin er útrunnin. Vinsæll gestur. 1 Winnipeg er maður staddur, er R. L. Beeckman heitir frá Rhode Island. Hann hefir gengt þar ótal störfum, og nú sfðast verið fylkis- stjóri um þrjú kjörtímabil. En nú í fjÓTða skiftið, er átti að útnefna hann, neitaði bann með öllu að gefa kost á sér til starfsins. Traust- ið, sem íbúar ríkisins 'bera til lvans má fara nærri um af því, að þeir skildu ennþá æskja að hann yrði í vali. Þegar Mr. Beeckman var spurður að því, hversvegna að hann tæki ekki útnefningu, svaraði hann því til, að hann skoðaði nauðsynlegt, að ungt blóð bland- aðist saman við hið gámla í stjóm- málum; hann væri alls ekki sömu skoðunar og brezkir feður í því efni, að áljýa ekki soninn fulltíða fyr en hann væri orðinn sextugur. Hann sagði þann hugsunarhátt einn stærsta gallann í sambandi við skoðanir Breta og fleiri Ewópu 'þjóða. Mr. Beeckman ferðast uni Canada nokkrar vikur sér til skemt- unar. ----------XX---------- Önnur löndi; itv. Lloyd George. David Lloyd Georige, fyrrum stjórnarformaður á Bretlandi kem- • ur til New York 5. október. í Winni- peg verður hann 13. og 14. október og flytur ræðu. Mun margan fýsa að sjá og hlýða á þennan heims- fræga stjórnmála grjótpál. Nýi stjórnarformaðurinn í Japan. Sá ee víð stjómarformensku tók í Japan, að barón Kato látnum, heitir Gombei Y^mamoto og er greifi að nafnbót. Hann hefir verið forsætisráðherra áður. Hlaut það embætti 1913, en fór frá óri seinna vegna óreiðu, er átti sér stað í sambandi við herskipasmíðar. Nokkrir yfirmenn í sjóhernum, sem umsjón höfðu með verkinu stungu geysimiklu fé í sinn vasa í sam- bandi riið það starf. Varð ráðu- neyti hans að fara frá er það varð uppvLst. Yamamoto var aðmíráll í sjóhernum fyrir 1913, og hefir oft- ast iiaft eirihver ábirgðar mikil stjórnarstörf á hendi. Eitt hið fyrsta af hans stjórnarverkum, verður nú að ráða á einhvern hátt fram úr vandræðunum sem af jarðskjálftunum niiklu stöfuðu. Hann kom nokkru sinnum til Bandaríkjanna í sambandi við yf- irhershöfðingja stöðu sína í sjó- hernum. Cuno kemur til Bandaríkjanna. Dr. Wilhelm Cuno, fyrrum for- sætisráðherra á Þýzkalandi og að- al stjórnandi Hamborg-American skipafélagsins, er væntanlegur til New York innan skamms. Er þess getið til, að hann muni flytja nokkra fyrirlestra í Bandaríkjunr rim um Þýzkaland og fjármál Evrópu. Hugarburður. Sendiherra Rússa í Berlín segir söguna um ókyrð og tfppþot í Moskva og morð Leon Trotzky, séu hugarburður og skáldskapur frá rótum. Trúlofun. í fréttum frá Brussel er á það minSt, að belgiska prinsessan, Marie Jose, og prins Humbert, erf- ingi konungstólsins ítalska, séu um það að trúlofast. Belgisku kon- ungshjónin er'u gestir drotningar- innar á Italfu um þessar'mundir. Geddes veikur. Sir Ackland Geddes sendiherra Breta í Bandaríkjunum hefir verið mjög veikur undanfarið. Frétjtir af honum í byrjun þessarar viku eru þess efnis, að hann muni ekki ná heilsu aftur, til þess að gegn sendi- horra-embætbinu. Hann er á Eng- landi. Hnefaleikur. Laugardaginn 14. þ. m., börðust hinir heimsfrægu hnefaleikakappar JackDempsey og Louis Firpo. Lauk viðureigninni svo, að Dompsey vann frægan sigur. Orustan var hin snarpasta. Barði Dempsey Firpo flatan aftur og aftur, en Firpo spratt upp jafnhraðan og hefndi sín. Rak hann Dempsey slíkt feikna kjaftshögg í fyrstu “umferð”, að hann hófst á lo^t, kollsteyptist aftur á bak út af pallinum og sá 8,000,000 stjörnur. Samt enduðu riiðskiftin svo, að Firpo lá endi- langur í blóði sínu, meðan dóm- arinn taldi tíu og vissi hvorki í- þennan heim né annan. Viðreisn Rússlands. Sir Donald Mann og samvcrka- maður hans, Sir. William Mac- kenzie, eru einir af hinum stærri jórnbrautasmiðum sem uppi eru. Þeir lögðu um 3325 mílur af jóm- brautum í Vestur-Qandinu og um 2000 mílur í austur hluta Canada. Og þssiar brautir 4ítn þeir þar til að Canada-stjórnin fékk þær í hendur. Sir Donald er um sjötugt, en hann skoðar sig samt nægilega ungan ennþá til þess, að ferðast til Rúsislands, til þess að líta éftir tækifærum þar til þess að leggja jámbrautir. Er hann nýkominn heim úr því ferðalagi, segir blaðið “Manchester Guardian’’, sem gefið er út á Englandi, .og hefir blaðið það eftir Sir Donald um ástandið á Rússlandi, sem hér fer á eftir: “Eg fór til Rússlands í von um að takast þar störf á hendur en af því hefir ennþá ekkert orðið. ó- mögulegt að segja hvað seinna get- ur orðið uppi á teningi. Járn- brautir á Rússlandi eru ekkí í slæmu ásigkomulagi. Eg ferðaðist um 2500 mílur vegar og voru járn- brautirnar eins góðar og þar sem eru beztar annarstaðar. Vegstæð- in oru ágæt. Svefnvagnarnir voru eins igóðir og þeir gerast annars- staðar í meginlandinu. Lestirnar fóru ekki hratt yfir, en þær fylgdu áætlun nákvæmlega. Eg fór frá Moskva tH Petrogard, um 400 míl- ur vegar á tólf klukkustundum. Binnig ferðaðist eg til borganna við Svartahafið, Hraði lestanna ' var frá 27—40 mílur á klukkustund. “Hvað sem sagt hefir verið um stefnu mína í þjóðfélagsmálum, og fylgi mitt við auðvaldið, lít eg nú á það sem hugsanlegt, að Rúss- lapd verði einna fyrst af öllum Evrópu þjóðunum, sem tóku þátt í stríðinu, að rétta við. Landið er feikna auðugt. Eg ferðaðist um J>úsund mílur vegar, ]>ar sem ó- slitnir akrar blöstu alstaðar við auganu. Og hveiti-akrar voru það mestmognia Landið er eins frjó- samt og vestur hlutinn af Canada er Uppskeran er ekki með bezta móti í ár, en hún er vel í meðal- lagi. 1 norður liulta Rússlands, hafa rigningar gengið og þær eyði- lögðu uppskéru víða. í suður hlut- anum oilu þær ekki skaða, og tíð- in meðan eg var þar, var inndæl- asta uppskéru tíð. Það var um miðjan júlf, sém eg kom þangað og var þá verið að slá og þreskja og flytja hveiti til markaðar alt í senn. Aliar stétttr í Rússlandi, frá æðsta valdsmanni landsins og nið- ur að þeim lægsta, vinna af kappi. Allir virðast hafa jafnan áhuga fyrir, að gera það bezta sem þeir geta. Þá fýsir að koma ríkinu á sem beztan fót aftur. Hvern sem eg heyrði minnast á stjórnina, var hlýtt til hennar og breytinga æskja engir. Rússland átti í sjö ára strfði, bæði innbyrðis og út á við. Viðhald bæjanna va.r ekkert á þeim tíma. Alt var rífið niður, en ekkert bygt upp. Nú er óðum verið að reisa alt þetta við í Moskva. Gamlar byggingar bættar — éf hægt er, en rifnar niður og nýjar roistar annars. Og við málningu og annað sem lítur að því að skreyta borgina, er nú mikið átt. Fóikstraumurinn um borgina er geysiimikill. Það er um 4300 stórbrýr og bryggj- ur serii viðgerðar þurfa við. Bíður þar geysimikið verk einhverra. Um fjörutfu þúsund járnbrauta vagna er nú verið að gera við, og geng- ur verkið ágætlega. Það vakti mikla undrun hjá mér, að sjá sumt af því er á Rússlandi bar fyrir augu, eftÍT blaðafréttirnar, sem inaður var áður búinn að fá fif ástandinu þar. Rússland flytur nú ,út í 'Stórum stíl loðvöru, hveiti, -rúg og við. Þar er nú ekki hið vanalega sóreignar-fyrirkomulag. Námur og verksmiðjur og önnur fyrirtæki eru leigð einstökum mönnum til skamms tíma gegn upp- fyllingu ýmsra ákvæða sem stjórn- in setur. Svo eru og til félög, sem bæði einstaklingar og stjórnin rekur sameiginlega. Það er aðeins tíma spursmál nú orðið, hvenær Rússland verður farið að gera eins mikla verzlun við útlönd og það áður gerði.” Abyssinía. Abyssinía hefir sótt um rrpptöku í Alþjóðafélagið. í Abyssiníu eru mörg smá-konungsríki, konungar þeirra hafa samt allir einn konung yfir sér. Kallar einvaldurinn sig “konung konunganna”. Segir sig kominn frá Salómon konungi og drotnihgunni af Sheba. En hvað sem því líður, viðgengst í ríki hans þrælahald og fjölkvæni. Og þar ’sem Alþjóðafélagið hefir gert það að mikilsverðu atriði í stefnuskrá sinni, að afnema þrælahald, er hætt við að það óttist, að félagið fái það álit á sig, að vera lieldur sukksamt, ef það veitir Abyssinu upptök án þess, að einhver höft sé 'fyrst lögð á þessa siði ríkisins. . — X ----------XX----------— Stórbruni í Birtingarholti 8 nautgripir brenná inni. * Aðfaranótt 18. ág. var stórbruni í Birtingaholti í Árnessýslu. Brann til ösku fjós, haughús, hlaða og skemma, og 8 kýr inni. Björguðust út úr haughúsinu 3 kálfar, 1 vetr- ungur, og 2 kýr, önnur dauðvona og einn kálfurinn. Kýrnar sem ekki komust út, brunnu svo að segja til ösku og alt það sem í skemmu og fjósi var ,en furðu lítið af heyi. Var hjálpin, að lágt var í hlöð- unni enn þá, og raki ofan á af töðu- hita. Var svo mokað mold ofan á og kæfður eldurinn í heyinu með því. En allmið brann alt í kring utan af statbbanum um leið og veggirnir brunnu af hlöðunni. Elds ins varð vart nálægt miðnætti. / Hefir ofjaust kviknað út frá ösku sem borin var í fjósið. Er tjónið allmikið, húsin lágt vátrygð, miðað við núverandi verð á byggingarefni, en gripir, hey og munir allir, þar á meðal sex sekkir af kbmvöru, var alt óvátrygt. 1- búðarhúsinu bjargaði torfveggur, sem á milli þess og þeirra bygginga sem brunnu, og svo það að logn var um nóttina. Hefði vindstaðan verið af bálinu á húsið, hefði það sjálfsagt ekki arðið varið. Róðrarbátur fórst þann 20. ágúst frá Skálum á Langa- nesi. Voru fjórir menn á bátnum, 3 menn frá Vestmannaeyjum og fortmaðurinn, Sigfús Jónsson, frá Bakkafirði, og druknuðu þeir allir. Landhelgisgæslan fyrir Norður- landi hefir í fyrsta sinni í sumar verið eingöngu í höndum íslend- inga. Jóhann P. Jónsson, skipstjóri á Þór, hefir haft yfirumsjón henn- ar á hendi, en til aðstoðar honum hefir e. s. Kakali verið, undir stjóm Kristjáns Bergssonar skipstjóra. 1 fyrra hafði foring danska varð- skipsins yfirumsjónina, en þá var e. s. Þór undir hann settur. Tundurdufl rak nýlega við Kóru- nes á Mýrum. Fer “Fylla” upp eftir í kvöld eða fyrramálið til að eyði- leggja það. Á bifreiðum hafa austursveita- menn flutt nokkuð af sláturfénaði hingað í sumar. Þykir þetta borga sig.^einkum ef ílutningur fæst í bifreiðarnar hina leiðina. Við rekstur hingað austan úr Rangár- vallasýslu er talið að dilkar léttist að keti um 3 pund. Dánarfregn. — María Lárusson, kona Carls Lárussonar, kaupmanns, andaðist í gærkveldi (23. ágúst). Þyngsti lax, sem sögur fara af að veiðst hafi hér á land í sumar, vóg 39 pund og veiddist í Laxá í Suður- Þingeyjarsýslu. Enskur maður veiddi hann á stöng og var hálfa þriðju klukkustund að þreyta hann. SÍLDIN. Fyrir viku síðan höfðu verið salt- aðar 86 þús. tunnur af síld á Siglu- firði og Eyjafirði, 16 þús. knr. kryddaðiar og 50 þús. tunnur brædd ar, og síldaraflinn því samtals um 150 þús. tnr. Síðan mun ekki hafa verið saltað mikið meira en svo, að það fylli 100 þús. Togararnir að sunnan hafa aflað allvel, “Glaður” um 5 þús. tnr., og hinir um 4 þús., eða alt að því. Búist er við að þeir fari nú að hætta að veiða til söltunar úr þessu, en veiði síðan í bræðslu. Er aflinn ekki meiri en svo, enn sem komið er, að markaður ætti að vera nægur. Hefir og veiðin verið mest inn á fjörðunum allan tímann, og veiði útlendinga utan landhelgi því væntanlega lítil. En vitalega getur talsvert veiðst enn, því að 2—3 vikur eru enn eftir af síldveiðatímanum. Aldurshlutföll. Þegar manntalið fór fram 1. des. 1920 skiftist þjóðin þannig eftir aldri: Innan 15 ára .. .. 3.321 eða 33.1% 15—20 ára............ 8.998 —,9.5 — 20—40 ára............ 27.071 — 28.6 — 40—60 ára............ 17.348 — 18.3 — Yfir 60 ára.......... 9.708 — 10.3 — Ótilgreint.............. 244 __0.3___ Samtals 94.690 100.0% Þessi aldurSskifting er mjög svip- uð eins#og við manntölin næstu á undan. Það má því telja svo, að hér á landi sé hér um bil þriðjungur landsibúa á barnsaldri (innan 15 ára), hér um bil tíundi hlutinn á unglingsaldri (15—20 ára) og annar tíundi lilutinn á gamals aldri (yfir sextugt), en tæplega, helmingurinn á því skeiði, sem menn alnient eru fullvinnandi (20—60 ára). Þessi hlutföll eru samt alls ekki eins í bæjunum og í sveitunum, Stafar það af flutningi fólks úr sveitunum til bæjanna, sem einkum er ungt fólk uppkomið. Verður þvi tiltölulega færra af börnum og gamalmennum í feæjunum heldur en aftur á móti tiltölulega fleira á vinnuskeiðinu. Á aldrinum 20—60 ára voru þannig við manntalið 1920 í Reykjavík 53% af íbúunum þar, í hinum kaupstöðunum (,sex) 49%, í verzlunarstöðum með 300 íbúum og þar yfir 47%, en í sveitunum 44%%. Yfir sjötugt voru alls 3.830 manns eða 4% af öilum landsmönnum, en yfir nírætt voru 85 manns, 62 kon- ur og 23 karlar. Af þeim bjuggu 68 í sveit en 17 í kauptúnum (með 300 íbúum og þar yfir). 95 ára eða eldri voru 10 manns, 6 konur og 4 karlar. Elsti karlmaður á landinu var 98 ára gamall, en tvær konur voru 99. G RÆ NLANDSF Ö R. Stjórn Grænlands hefir boðið Sig- urði Sigurðssyni forseta Búnaðar- félagsins að koma til Grænlands, til þess að hafa kynna af landinu og bera fram álit um landbúnaðar- möguleika þess. Verði úr förinni, mun hann fara héðan í lok þessa mánaðar, fyrst til Danmerkur og þaðan til Grænlands og korna aftur eftir 2—4 mónuði. Að vísu er það svo, að Sigurður forsQti er maður sem landbúnað- urinn íslenzki má ekki lengi af sjá, og nú í samíband við fyrstu fram- kvæmd jarðræktarlaganna, sem fela Búnaðarfélaginu mun meiri störf en áður, er sérstaklega mikið á liaim lagt. En samt sem áður verður að líta svo á, að með þessu boði sé íslandi, Búnaðarfélaginu og Sigurði sjálf- um sýndur svo mikill sómi, og hins- vegar mætti og af því hljótast gágn, að sjálfsagt er að hann legg- ist ekki imdir höfuð að takast þessa ferð á hendur. Og vilji hann fara förina, má telja víst, að stjórn Búnaðarfélags- ins ljái til þess samþykki sitt. Bruni. 8. þ. m. brann í Vest' mannaeyjum bárujárnsskúr, sem Sís átti. Var þar geymt töluvert af ull. Giskað er á, að 1/5 hluti ull- arinnar hafi eyðilagst. Árbók Háskóla íslands er ný- komin út og fylgir löng ritgerð eft- ir ólaf Lárusson prófessor um Grá- gás. I ------- Magnús Snæbjörnsson læknir i Flatey hefir sótt um og fengið lausn frá embætti. ------------------------- River, Alberta og ætlar um st md að gæta nauta sinna þar. Er sá

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.