Heimskringla - 19.09.1923, Síða 6

Heimskringla - 19.09.1923, Síða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. SEPT. 1923. K Eftir Mary Roberts Rinehart. Sidney lauk við að brjóta saman línið, sem hún var með og fór aftur inn í sjúkrastofuiia. Það var föstudagur og gestir máttu koma til sjúklinganna. Einhver vinur sat við næstum hvert einasta rúm; en þegar Sidney. rendi augunum yfir stofuna, sá hún að stúlkan; sem hún hafði minst á við Le Moyne var ein. Hún sat upp í rúminu og lar að lesa; en í hvert skifti og einhver nýr kom inn, brá fyrir von- arglampa í augum hennar, sem sloknaði jafnótt aft- ur. “Þarfnast þú nokkurs, Grace?” “Eg? Það gengur ekkert að mér. Ef að * þetta fólk vildi bara fara út og lofa mér að lesa í næði. — Sestu niður og talaðu við mig. Viítu ekki gera það? Það er annars nokkuð ári skrít;ð, hvernig vinir manns gleyma manni, þegar maður cr kominn hingað.” “Fólk getur nú ekki altaf komið, þegar hér er opið fyrir gesti. Og svo er fjarskalega heitt.” “Stúlka, sem eg þekki lá veik hér í fyrra, og mér fanst ekki of heitt til þess að labba hingað tvisvar í viku og færa henni blóm. Læturðu þér detta í hug að hún hafi komið hingað til mín? Nei, hún hefir ekki haft fyrir því”. Alt í einu bætti hún við: “Þú þekkir manninn, sem eg var að segja þér frá um daginn. Sidney kinkaði kolli. Stúlkan horfði á hana með eftirvæntingu. “Mér féll það illa. Það var ekkert annað. Eg vil ekki að þú haldir, að eg sé að sjá eftir nokkrum manni. Eg vildi bara, að hann hefði látið mig vita.’ Hún horfði rannsóknaraugum á Sidney. Augu hennar voru óvenjulega stór og alvarleg. Hár hennar hafði verið klift stutt. Náttserkurinn var opinn í hálsmálið, svo að magur hálsinn og fram- standandi'viðbeinin sáust vel. “Þú ert úr bænum, Miss Page, eða er það / ekki?” \ Ju • “Þú sagðir mér nafmð á strætinu, en eg er bú- •/ in að gleyma því.” Sidney sagði henni strætisnafnið aftur og ýtti öðrum kodda undir höfuðið á henni. “Það stendur í kvöldblaðinu, að það ætli stúlka sem á heima á þessu stræti, að gifta sig.” “Einmitt það! Já, eg held eg viti hver það er. Vinstúlka mín ein ætlar að gifta sig bráðum. Var nafn hennar Lorenz?” “Nafn stúlkunnar var Lorenz. Eg — eg man ekki nafnið á piltinum hennar.” “Hún ætlar að giftast manni, sem heitir Howe”, sagði Sidney fjörlega. “Hvernig líður þér nú? Er þetta notalegra?” “Ágætt! Eg býst við að þú verðir við, þegar þau verða gift.’” “Já, eg fer áreiðanlega, ef eg hefi nokkurn tíma tit þess að fá kjól saumaðan.” Næsta morgun, þegar klukkan var nærri orðin sex, var nætur hjúkrunarkonan að skrifa skýrslu sína. “Gracce Irving, 19 ára gömul”, og utaná- skrift, sem þeir, sem kunnugir vorurgátu ráðið alla hennar 6Ögu af. Húkrunarkonan skrifaði: — “Svaf ekkert alla nóttina. Andlitið hreyfingar- laust og augun starandi, en kvartar ekki um neinn sársauka. Hafði ekki Iyst á mjólk klukkan 1 1 og klukkan 3.” Carlotta Harrison, sem var komin aftur úr sum- arleyfi sínu, var til staðar næsta morgun og var látin fara í E deild. Þar sem Sidney var. Hún beygði höfuðið ofurlítið, þegar hún sá Sidney og fór svo og umturnaði öllu með sama dugnaði og uppreisnar lýðveldisforseti í Mið-Ameríku. Sidney sem vissi ekki enn, að fyrir sumt fólk er vald í því falið, að breyta öllu sem það getur, vissi ekki hvað þetta átti að þýðal hún var ráðalaus og mislíkaði það......................... 1« Einu sinni leyfði hún sér að mæla á móti. “Mér hefir verið kent að gera það svona, Miss Harrison. Ef mín aðferð er röng, þá er bezt, að þú sýnir mér hvernig þú vilt hafa það, og eg skal reyna að gera það eins vel og eg get.” “Eg ber enga sök á því hvað þér hefir verið kent. Og þú átt ekki að svara, þegar þér er sagt eitthvað.” Þó að þetta væri smávægiiegt atriði, þá olli það samt breytingu á aðstöðu Sidney í sjúkrastófunum. Hún fekk annaðhvort verstu frístundirnar á daginn, eða alls engar; henni var sýnd ýmiskonar smánið- urlæging, fekk ekki að fara fyrri en seint til máltíða. varð að vinna óþægilegustu verkin og var aldrei lát- in í frið. Jafnvel Miss Grange, sem nú var ekki Ieng ur yfir deildinni, hafði á móti þessu fyrir hennar hönd við yfirboðara sinn. “Eg held að það sé gott fyrir byrjendur, að finna nokkurn strangleika,” sagði hún, “en þú ert blátt áfram grimm við hana, Miss Harrison.” “Hún er heimsk.” “Nei, hún er ekki heimsk. Hún verður ein af bestu hjúkrunarkonunum í spítalanum.” “Þú getur þá klagað mig. Segðu yfirhjúkrunar- konunni í spítalanum, að eg sé vond við eftirlætis- goð doktor Wilsons, að eg gleymi stundum að sýna henni viðeigandi kurteisi, þegar eg bið hana að laga í rúminu eða mæla hitann í sjúkling.” Miss Grange sá vel hvernig í öllu lá. Hún fór | ekki til yfirhjúkrunarkonunnar, sem var skoðað rangt, hvernig sem á stóð; en smátt og smátt kom sá kvittur upp, að Carlotta Harrison var afbrýðissöm gagnvart Mris Page, skjólstæðingi doktor Wilsons. Samkomulagið í deildinni var enn hálfstirt, en það lagaðist, þegar Sidney var þar ekki viðstödd. Hún var beðin að vera með í dálitlum hópi, sem var að læra frönsku á kvöldin. Henni var jafnóljóst um orsakirnar að hvortutveggju, hvers vegna hún væri vinsæl og hversvegna sér væri sýnd óvild; og hún hélt áfram með það sem hún átti að gera, eins og henm stæði á sama. Með hverjum degi lærði hún eitthvað. Hugur hennar var í myndum. Hún var að læra, að hugsa sjálf. I fyrsta sinn á æfinni stóð hún frammi fyrir ráðgátum og krafðist svars. Hvers vegna þurfti stúlkur eins og Grace Tirving að vera til í heiminum. Hvers vegna þurftu heilbrigð börn, sem fæddust í sængurkvennadeildinni að fara heim i fátækrahverfin og koma svo aftur eftir nokkra mán- uði eða nokkur ár, lömuð fyrir lífsbaráttuna, vegna óholls umhverfis, hrörleg, berklaveik, af mynduð? Hvers vegna þurftu verksmiðjurnar að leggja spítal- anum slasaða menn á hverjum degi? Og bað var fleira sem hún hugsaði um. Á' hverju kvöldi hét hún því með sjálfri sér á hnjánum við bænaháld, að hún skyldi aldrei verða köld og tiPfir.ningartaus, þótt hún stæðist reynslutíma sinn og yrði regluleg hjúkrunarkona; hún skyldi altaf í reyna að forðast að skoða sjúklingana sem “sjúk- dómstilfeili” að eins; hún skyldi aldrei láta þrifnað og reglusemi standa í vegi fyrir því, að hún færði þyrstum vatnsbolla eða sinti veiku barni. Yfirleittifanst henni heimurinn vera gróður. Og af öllu því góða í heiminum var fórnfæringin fyrir aðra það besta. Að vísu var hitinn á daginn og hvíldarskortur á nóttinni, þreyttir fætur og stundum hugsýki. Og þar að auki var Miss Harrison þar. En til þess að jafna þetta upp var fótatak doktors Max í ganginum og bros hans, er hann kinkaði kolli til hennar í dyrunum; stundum bað einhver sjúk- lingurinn, sem hún var að hlynna að, Guð að blessa hana; og uppi á þakinu voiu stundum yndisleg kvöld undir alstirndum himni, þangað til að úrið litla, sem K. hafði gefið henni, gaf henni til kynna, að háttatími væri kominn. Þegar Sidney horfði á stjörnurnar frá spítalan- um og börn fátæk'linganna í kring reyndu af öllum mætti að draga að sér lífsandann á hinum þökun- um, veittu einnig aðrir, sem þektu hana og elskuðu stjörnurnar, eftirtekt. K. hafði sína erfiðleika við að stríða um þessar mundir. Hann sat á veggsvöl- unum fram eftir á kvöldin, eftir að Anna og Harriet voru gengnar til hvíldar, og braut heilann um margt. Anna Page var ekki heilbrigð. Hann hafði tekið eftir því að varirnar á henni voru blá- leitar og hann lét sækja doktor Ed. Hann sagði að það væri hjartasjúkdómur. Harriet aftók að þeim mæðgunum væri sagt frá því. “Sidney getur ekki gert neitt gagn,” sagði Harr- iet, “og í guðanna bænum lofið þið henni að nota sín tækifæri. Anna getur lifað enn í mörg ár. Þið þekkið hana eins'vel og eg. Ef þið segið henni nokkuð þá vill hún hafa Sidney hjá sér, til þess að stumra yfir sér.” Le Moyne, sem ekki vildi fara fram á of mikið, vegna þess, að inst í hjarta sínu þráði hann að stúlkan kæmi heim, samþykti þetta með Harriet. K. var líka hálf hugsjúkur út af Joe. Hann virtist ekki geta ^leymt eins fljótt og hefði átt að vera. Stundum var Le Moyne tekinn upp á sín- um gamla sið, að gera sig þreyttan svo að hann gæti sofið, og þá gekk hann út fyrir bæinn á kvöldin. Einu sinni náði hann í Joe, sem gekk niðurlútur á undan honum. Joe hafði viljað losna við hann og hafði verið ólundarlegur. En Le Moyne hafði ekki gefist upp fyrir það. “Eg skal ekki segja neitt”, hafði hann sagt, “en úr því við eigum samleið, gerir ekkert til, þó að við göngum saman.” En eftir nokkra stund hafði Joe farið að tala. Lítið fyrst — kvörtun um hitann og að hann mundi fara til Mexikó, ef stríð yrði milli landanna. “Bíddu þangað til í haust, ef þú ert að hugsa um það,” hafði K. Le Moyne ráðlegt honum. “Þetta er ekki nema ofurlítil velgja í samanburði við það sem þar er.” Íiíiííljflí “Eg verð að fara burt héðan.” K. kinkaði kolli til samþykkis. Báðir vissu að skýringar voru óþarfar síðan kvöldið góða í White Springs hótelinu, * * '5 Blll “Það er ekki það, að hún hryggbraut mig, sem mér þykir verst ”,, sagði Joe eftir þögn. “Það get- ur engin stúlka gifst öllum, sem vilja ná í hana. En mér geðjast ekki að þessari veru hennar í spítalan- um. Eg skil ekkert í því. Hún þurfti ekki að fara. Eg held stundum” — hann Ieit blóðhlaupnum aug- um á Le Moyne — “eg held stundum að hún hafi farið þangað vegna þess, að hún hafi verið vit- laus eftir einhverjum þar.” “Hún fór þangað af því, að hún vildi gera gagn-” “Hún gat gert gagn heima.” Þeir gengu þegjandi saman næstum tuttugu mínútur, Þeir voru búnir að ganga í kring og voru komnir aftur nálægt ljósunum í bænum. K. nam staðar og lagði hendina vingjarnlega á öxlina á Joe-\ “Maður verður að taka þessu og öðru eins kar!- mannlega, eins og þú skilur. Eg meina, að maður megi ekki láta það yfirbuga sig. Það er býsna gott ráð, að hafa nóg að gera.” Joe færði sig fjær, en hann var samt ekki reiður “Eg skal segja þér hvað það er, sem eg er altaf að hugsa um og hefi engan frið fyrir,” sagði hann æstur. “Það er Míax Wilson. Þú þarft ekki að segja mér neitt um það, að hún hafi farið í spítal- ann til þess að verða þar að gagni. Hún er vitlaus eftir honum, og hann er bölvaður óþokki.” “Getur verið. En stúlkan verður iíka að gá að sér. Þú veizt, það.” Honum fanst hann vera gamall í samanburði við Joe, sem var barnalega opinskár — gamall og ráða- laus. “Eg gái að honum. Eg kemst einhvern tíma á snoðir um eitthvað. Þá fær hún að vita hvað hún á að halda um þetta átrúnaðargoð sitt!” “Það er nú varla rétt, eða finst þér þa'ð?” “Það sem hann gerir er ekki rétt.” “Og þar hafði Joe skilið við hann, snúist á hæli of horfið út í miyrkrið. K. hafði svo gengið heim einn og verið hálf órólegur, það var eins og að eitt- hvað ilt væri í aðsigi. 12. KAPITULI. Tillie var farin. Það vildi svo einkenmlega til, að Harriet Kennedy var síðasta manneskjan, sem sá hana, áð- ur en hún fór. Þriðja daginn eftir að Schwitter kom að finna hana, sagði svertingjastúlkan, sem Harriet hafði til snúninsfa, henni frá því, að gestur væri kominn, sem vildi tala við hana. ( Harriet hafði sýnt, að hún hafði gott vit á því að stjórna fyrirtæki sínu. Hún hafði leigt sér dýr herbergi á góðum stað og útbúið þau með aðstoð húsamálara. Svo hafði hún gert samninga við verzlunarhús í New York með innkaup á ýmsu. Ferð hennar til New York hafði verið henni byrjun nýs himins og nýrrar jarðar. Þar fann hún loksins fótk, sem skildi hana. Hún leyfði sér að gera uppástungu til klæðasala þar og henni var vel tekið og með nokkurri undrun: en ekki með fyrir- litningu, eins og hún hafði átt að venjast á “stræt- • ** ínu. “Það kemur fyrir þetta einu sinni á hverjum tíu árum, að aðkomandi kvenmaður komi til okkar með einhverja uppástungu, sem er bæði ný og hag- kvæm”, hafði Mr. Arthurs, klæðasalinn sagt. “Þeg- ar við hittum fólk af því tæki, þá veitum við því eft- irtekt. Það kemst ávalt áfram.” Framför hennar var að vísu ekki svo skjót, að hún hefði ekki tíma til þess að átta sig á öllu, en fyrir tækið var að hepnast æ betur og betur. Fyrst þegar hún setti sjötíu og fimm dollara fyrir kjól varð hálsinn á henni svo þur, að hún varð að fá sér vatn að drekka. Hún lærði smá saman ýmsilegt smávegis við- víkjandi hugsunarhætti kvenfólksins, t. d. það, að kona, sem getur borgað sjötíu og fimm dollara, er fús til þess að borga helmingi meira; að það er skoðað ókurteist að láta í ljósi nokkra undrun yfir fataverði, hvað hátt sem það er, að langir speglar og ljós, sem eru rétt sett til hjálpar til að koma fötunum út. Hver einasta kona, sem var komin yfir þrítugt, var henni stórþakklát fyrir búningsher- bergið, sem var skreytt með ljósrauðum og gráum litum og mátulega bjart. Hún fekk sér upplýsing- ar um tízkuna frá NeW York og gekk í dragsíðum svörtum kjólum. Hún gerði sig eins granna og hún gat, og lét gera upp á sér hárið með undraverðum hætti. Og þar sem hún að eðlisfari var snyrtileg og höfðingleg í framkomu, Qeit þetta ekkert afkára- lega út, heldur þvert á móti. Á kvöldin, þegar hún fór heim, hélt hún áfram að hugsa um verk sitt og lá vakandi á nóttunni við að hugsa upp ný ráð. Svo þegar hún vaknaði á morgnanna, sá hún ný og ný litasambönd í loftinu, sem hún gat lært áf. Hún vaknaði snemma vegna þess að hún svaf með hárið vafið innan í hand- þurku, svo að ekki þyrfti að gera það upp nema þrisvar í viku. Það og þrönga lífstykkrð voru hegn ingin, sem hún varð að táka út. Hælaháu skórnir kvöldu hana líka, en hún gat fleygt þeim af sér með- an hún sat og var að sauma. Það var til hennar, sem nú var orðin ný Harriet, að Tillie kom í vand- ræðum sínum. Henni fanst fjarska mikið til um alt hjá henni fyrst í stað. Það hafði ávait verið álit fólks á “strætinu”, að Harriet væri nokkuð mikið upp með sér. En Tillie átti mjög brýnt er- indi og byrjaði strax á því. “Nei, er það þú, Tillie!” sagði Harriet. Ja- “Viltu ekki fá þér sæti?” Tillie settist niður. Hún var ekkert hrædd nú. Hún fitlaði við glófana sína, og Harriet hélt að það kæmi til af feimni, en það var bara af því að hún var niðursokkin í að hugsa. “Það var fallega gert af þér, að koma og sjá mig. Hvernig líka þér herbergin?” Tillie rendi augunum yfir loft og veggi; og þá fyrst sá Harriet andlitið á henni til fulls. “Er nokkuð að? Ertu farin frá Mrs. Mc Kee? “Eg held það. Eg kom til þess að tala um það við þig.” Nú varð Harriet forviða. “Henni þykir mjög vænt um þig. Ef ykkur hef- ir sinnast. — “Nei, það hefir ekkert þess konar komið fyrir Eg er bara að fara, og eg vildi tala um það við þig ef eg má.” ' ; í “Já, þó það væri nú.” Tillie færði sig nær. “Eg er í tálsverðum vanda stödd, og eg á erfitt með að ráða við mig, hvað eg eigi að gera. I gær- kvéldi sagði eg við sjálfa mig: “Eg verð að tala við einhvern kvenmann, sem er ógift eins og eg og dálítið farin að éldast. Það er ekki til neins að fara til Mrs. Mc Kee; hún er ekkja, og mundi ekki skilja það.” Harriet varð ofurlítið stutt í spuna. Hún sagði aldrei ósatt um aldúr sinn, en hún viildi að sem minst væri um hann talað. “Eg vildi, að þú vildir segja mér hvað það er, sem þú ert að komast að.” “Það er nokkuð, sem ekki er hægt að segja frá svona undir eins. En það er til svona, að hvað sem við téljum okkur trú um, þá er það sannleikur, að hvorug okkar lifir því lífi, sem drottinn ætlaðist til að við lifðum. Þú hefir þessar vaxmyndir hér, sem þú hengir fötin utan á í staðmn fyrir börn, en eg hefi þá, sem kaupa fæði hjá Mrs. Mc Kee.” Það sást votta fyrir rauðum blettum í kinnunum á Harriet. En hún vildi heyra meira. Hún beygði sig áfram, þó að hún ætti erfitt með það. ‘Getur verið, að það sé satt. Haltu áfram.” “Eg verð bráðum fertug. Það verða í mesta lagi tíu ár ennþá þangað til eg verð ónýt til alls. Eg er að verða seiimi og seinni, gét ekki snúist kring um borðin, eins og eg gerði áður. Og í gær, þá Iét eg sykur í kaffið hans Le Moynes — en sleppum því. Nú hefi eg tækifæri til þess að eign- ast heimili, og get komið til góðs manns, sem mundi sjá um mig. — Mér fellur hann vel í geð, og honum þykir bara vænt um mig.” “Nei, hvað er að tarna, Tiflie! Þú ætlar þá að fara að gifta þig.” “Nei,” sagði Tillie, það er nú einmitt það sem að er.” Hún sat þegjandi ofurlitla stund. Gráu gluggatjöldin með ljósrauðu böndunum blöktu í gluggunum, sem voru opnir. Frá sauma- stofunni heyrðist suðið í saumavélunum og raddir. Harriet sat og lét hendurnar hvíla í keltu sinni með- an Tillie sagði henni alla söguna. Stíflunni hafði verið kipt burt. Hún sagði frá öllu afdráttarlaust og með viðkvæni, sem hún vissi ekkert af: litla herberginu sínu uppi undir þaki í húsi Mrs. Mc Kee og húsinu úti á landsbygðinni, einstæðingsskap sín- um og einstæðingsskap mannsins; hinni óljósu móð- urþrá, tómleikanum og aldrinum, sem væri að fær- ast yfir hana. Alt þetta óf hún inn í sögu sína og bar það fram fyrir Harriet, eins og þegar menn í fyrndinni lögðu vandamál sín fyrir guðina. Harriét komst við. Svo mikið af því sem Lillie sagði bergmálaði í brjósti hennar sjálfrar. Hvað var þetta, sem hún var að sækjast eftir annað en eitthvað, sem átti að koma í staðinn fyrir veruleika lífsins — ást, urrihyggju, börn og heimili, sem hún ætti sjáilf? Hún fékk alt í einu einhverja andstygð á gráa gólfdúknum, Ijósrauðu stólunum og ljós- hlífunum yfir lömpunum. Tiillie var ekki ‘lengur vinnukona í fátæklegu matsöluhúsi. Hún óx ,varð hugdjörf kona, sem tefldi á tvær hættur með mögu- leikana framundan sér. “Hvers vegna ferðu ekki til Mrs. Rosenfeld? Er hún ekki frænka þín?” “Hún heldur að það sé mesta heimska fyrir nokkurn kvenmann að taka saman við karlmann.” “Þú leggur á mig mikla ábyrgð, Tillie, ef þú ætlar að leita ráða hjá mér.” “Nei, eg spyr þig bara, hvað þú mundir gera í mínum sporum. Gerum ráð fyrir, að þú ættir enga að, sem kærðu sig nokkuð um þig; það væri eng- inn sem þú gætir gert til minkunar, og enginn, sem hefði nokkurn tíma kært sig nokkuð um þig. Og svo byðist þér svona tækifæri. Hvað mundir þú V’ gera ? “Eg veit ekki”, sagði Harriet. “Eg held — eg er hrædd um, að eg ætti erfitt með að neita því. Manni finst að kvenmaður ætti að hafa rétt til þess að vera hamingjusöm, jafnvel þó að — ” Hún varð hrædd við það, sem hún var að segja. Það var rétt eins og að eitthvað sem lá fa'lið í henni, en ekki hún sjálf, hefði talað. Hún flýtti sér að benda á hina hliðina, hvað þetta væri óvíst og skömmina, sem fylgdi því. Hún hélt fram eins og K., að það væri ómögulegt, að neitt gott gæti stað- ið á grundvelli, sem væri rangur. Lillie sat og strauk glófana sína. Þegar Harriét lauk máli sínu í mesta hræðsiuflaustri, stóð hún upp. “Eg veit hvað þér finst um það, og eg vil ekki að þú takir á þig neina ábyrgð á ráðleggingum til rríin,” sagði hún róleg. “Eg var vist búin að afráða þetta sjálf. En eg vildi samt, áður en eg fram- kvæmdi nokkuð, vera viss um að skikkanleg stúlka liti á þetta eins og eg geri.” Þannig atvikaðist það, að Tillie yfirgaf um tíma lífið á “strætinu” um Ieið og hún gekk út úr snotru herbergjunum hjá Harriet, látlaust og svo að lítið bar á, en með fastan ásetning í huga. Fleiri breytingar áttu sér og stað á “straétinu”. Lorenz húsið var málað fyrir brúðkaup dótturinn- ar. Jóhnny Rosenfeld, sem að vísu var ekki einn af strætisbúum, en 'þó “strætinu” áhangandi, var að læra að stýra nýrri bifreið, sem Palmer How átti; og líðan hans við það var samband af sadlu og kvöl- um. Hann var hættur að tala um hægri og vinstri fót, þegar hann gekk um strætið; nú var það hjól- stöðvara fótur og hremmitanna fótur. Hann var farinn að nefna bifreiðarnar, sem hann sá fara fram hjá, með nöfnum; það var þessi eða hin bifreiðin frá 1910, og það var fyrirlitningarhreimur í róm hans. Hann eyddi meiri peningum en hann hafði ráð á til þess að láta mála með stórum stöfum á breiðan borða, sem svo átti að festa aftan á bif- reiðina: “Afsakið rykið frá okkur’ , og hann var alveg óhuggandi, þegar Palmer afsagði með öll að láta hann nota það.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.