Heimskringla - 26.09.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 26.09.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. SEPT. 1923. Crainquebille. Eftir Anatole France. Isienzk þýfiing eftir Sigtr. Ágústsson. Skáldinu Ktephani G. Steph- ansyni, höfundi “Rennes” er þýðing þessi tileinkuð. Tign réttvísarinhar hjó heil og óskift í hverri setningu, sem dóm- arinn mselti fram í nafni hinnar fullvalda þjóðar. Jérome Crain- quehilie, farandsali, fór ekki var- hluta af hver andi þeirrar göfugu réttvísi var, þá hann var færður inn í réttarsalinn, kærður Um, að hafa móðgað einn af þjónum lög- gæ/.lunnar. Eyrir sjóríum hans, þar sem hann sat á ákærðra hekkn- um, blasti réttarsalurinn, mikil- íenglegur og skuggalegur, skrifarar og málafærsilumenn, skrýddir tign- arskikkjum, dyravörður, sem bar fjötra hans ás.amt lögregluþjónum og fyrir utan skilrúmið berhöfðir þögulir áhorfendur, og hann sjálf- ur í upphækkaður sæti, eins og hann, fanginn, yrði fyrir einhverj- um óheiilavænlegum heiðri, með því að koma fram fyrir dómarana Inst í réttar.salnurn, milli tveggja meðdómara, sat Bourriche dómsfor- seti í forsetasæti. Pálmagreinar, sem embættismenn Akademfsins bera, skreyttu brjóst hans; Brjóet- líkneski lýðveldisins og líkneski Krists á krossinum hengu yfir dóm- hringnum, til að sýna að öll guðs og manna lög væru þarna sam- an komin yfir höfði Crainquebilles. Slík tákn fylttu hann auðvitað ótta. Þar sem hann alls ekki var neitt heimspekilega innrættur, þá var hann ekkert að brjóta heilann um það, hvað þetta brjóstlíkneski og krossmark þýddi, og gren/laðist ekkert um það, hvort að Jesús og þetta líkingarlega brjóstlíkneski yrðu á eitt sátt i réttarsölunum. Samt sem áður voru þessi tákn um- hugs-unarefni, því heJgisiðareglurn- ar og játningaritin eru í ýmsum at- riðum ósamhljóða stjómarskrá lýðveldisins og borgaralegum lög- um. Eftir því sem vér vitum bezt haí'a páfatilskipanirnar ekki verið afnumdar. Kirkja Krists kennir oss nú sem fyr á tímum, að einung- is þau völd, sem hún hefir sam- þykt, séu helg og lögum samkvæm. Og franska lýðveldið þykist ekki viðurkenna vald páfans. Crainque- bille hefði l>ví með rétti getað sagt: “Herrar mfnir og dómarar! Þar sem nú að Loubet forseti hefir ekki verið smurinn, l>á hafnar sá Krist- ur yður í gegnum raddir kirkj- þinganna og páfanna, sem hér hang- ir yfir höfðum yðar. Annað hvort er það, að hann er hér til að minna yður á réttindi kirkjunnar sem að vettugi virða yður réttindi, eða nærvera hans hér getur enga skyn- samJega þýðingu haí't.” Því til andmæla hefði Bourriche dómsforsefi getað sagt sem svo: “(jrainqueibiile fangi! Konungar Erakklands hafa ávalt átt i deil- um við páfann. Vilhjálmur frá Nogacet var bann- færður, en fyrir svo lítilfjörlega ástæðu datt honum ekkl í hug að leggja niður embæbti sitt. Kristur dónissalsins er ekki Kristur Gre- góríusar VIL eða Bonifacíusar VIII llann er, ef þér svo þóknast, Krist- ur guðspjallanna, sein ekki þekti eitt einasta orð í játningarritun- um og aldrei hafði heyrt hinna helgu fyrirskipana getið.” Þvf heí'ði Crainquibille ekki að ástæðulaiLsu getað svarað: “Kristur guðsi>jallanna var upp- reWtarmaður. Og meira að segja hann hlaut þann dóm sern allar kristnar þjóðir í nítján hundruð ár, hafa álitið þann ranglátasta dóm, sem nokkru sinni hefir feldur verið. Eg mana yður því, herra dómsfor- seti, að dæma mig í hans nafni, þó ekki sé nema til fjörutíu og átta klukkustunda l'angelsisvistar.” En Crainquebille gaf sig ekki við neinum historiskum, politiskum eða mannfélagslegum skoðunum. Hann var steinhissa. Allar læssar viðhafnar serímoníur, fyltu hann háum hugmyndum um réttvís- ina. Fullur lotningar, beygður af ótta, var hann reiðubúinn að leggja mál sitt í vakl dóinaranna. Inst í samvizku sinni var hann sannfærð- ur um sakleysi sitt, en hann fann til þess, hve lítilmótleg samvizka matjuiltasala er frammi fyrir réttar- sverði laganna og saksóknurum lýð- velflisins. Og svo hafði lögverjandi hans, þegar að miklu leyti sann- fært hann um, að hamn væri ekki saklaus. Eftir fáorðan og fljótfæmislegan undirbúning málsins var kæra sú lögð fram, sem á honum hvíldi. II. Óhapp Crainquebilles. Vetur, sumar, vor og haust, ók Jerome Crainquebille farandsali börum sínum, fram og aftur um bænn, og kallaði: “kál, næpur, gul- rófur”. Þegar hann hafði lauk, hrópaði hann, assparagus, því laukur er assparagus þeim fá- tæku. Nú vildi svo til, að um há- degisbilið, 20. oktober, þá hann var á ferð á Montmartre stræti, að út úr búð sinni kom skósmiðskona, frú Bayard, hún gekk að börunum Crainquebilles og tók upp knippi af lauk og sagði: “Mér lízt ekkert sérlega vel á laukinn þiinn. Hvað selurðu knippið?” “Fimtán aurai, kona góð. Betri lauk er ekki hægt að fá.” "Eimtám aura fyrir þrjá lélega lauka.” Svo fleygði hún knippinu aftur með þóttasvip í börurnar. í sömu andránni kom lögreglu- “Skilurðu ekki, þegar eg segi þér að halda áfram?” 1 augum Crainquebilles var á- stæða hans til að standa kyr, alt oí' auðsæ, til þess hann áliti hana ekki fullmægjamdi. Hann útskýrði hiana í einlægni og hispurslaustt. “í hamingju bænum! Er eg ekki að segja þér að eg bíði eftir pen- ingunum mínum?” Ijögregluþjónn Nr. 64, svaraði að- eins: “Viltu þá að eg taki þig fastan? Ef svo er, þá segðu það bara.” Við þessi orð, ypti Crainquebille ámæðulega öxlum, og leit r^una- lega á lögregluþjóninn, og hóf uin leið augu sín til himims, eins og hann vildi segja: “Eg kalla guð til vitnis! Er eg þá iögbrotsmaður? Virði eg að vett- ugi þau lög og þær reglur, sem skipa fyrir um atvinnuveg minn sem umferðasala? Klukkan fimm í morgun var eg á markaðimum. Síðan hefi eg ekið börunum, slitið höndum mínum inn að beini, og hrópað: “kál, næpur, gulrófur.” Eg er yfir sextugt. Eg er úttaugaður. Og þú spyrð mig, hvort eg hafi dregið upp hinn dökka fána upp- rbistarinnar. Þú spottar mig, og gaman þitt er grimdarfult.” Annaðhvort af þvf hann tók ekki eftiir svipbrigðunum á andliti Craiuquebills, eða hann áleit það enga aÆsökun óhlýðni hans, spurði lögregluþjónninn hanu stuttur í spuna og hranalega, hvort hann þjónn, Nr. 64, og sagði við Crain- j hefði skilið sig. quebille: | Einmitt á þessu augnabliki, var “Haltu áfram”. ! öll um-ferð í Montmartre stræti al- Að hakln áfrarn, var það (sem Crainquetoille hat'ði gent frá morgni til kvölds, f fimtfu ár. Sú skipun virtist honum í alla staði réttlát og í samræmi við eðli og gang hlutanna. Tilbúinn að hlýða, lagði hann að konunni, að taka það sem henni þóknaðist. “Þú verður að gefa mér tíma til að velja,” svaraði hún stygglega. Svo skqðaði hún öll laukaknipp- iin aftur. Loksins valdi hún eitt af þeim sem henni leizt bezt á, og þrýsti því upp að barmi sér eins og diýrlingarnir á kirkjumyudun- um sigurpálmanum. “Eg skal gefa þér fjórtán aura. Það er alveg nóg. En eg verð að sækja þá inn í búðina, því eg hefi þá ekki á mér”. Faðmandi að sér knippið, fór hún aftur inn í ibúðina, en skifta- vinur hennar sem hélt á barni, var nýkominn inn á undan henni. • í söinu andránni sagði lögreglu-! þjónn Nr. 64 við Crainqubille í ann- ^ að sinn: “Haltu áfram!” “Eg e>r að bíða eftir peningunum í mfnum”, svaraði Crainqubille. “Eg er ekki að segja þér að bíða j eftir peningu^um þínum; eg er að gerlega stöðvuð. Vagnar, kernur og skrautvagnar voru hvor upp við annan, og virtust allir í einni óupp leysanlegri bendu. Frá þessu titr- andi hreyfingarleysi heyrðist ó- hljóð og blótsyrði. Vagnstjórar og málóðir slátrarastrákar voru að skattyrðast í drafandi rómi, og sendu hvorir öðrum tóninn langar leiðir. Almenningsvagnstjórar, sem álitu að Crainquebille væri orsök í öllu þessu, kölluðu hann “skitinn lauk.” Múgur og margmenni hafði safn- ast á strætið til að hlusta á þess- j ar deilur. Lögregluþjónminn, sem ! sá að athygli fólksins beindist að honum, hélt að nú væri tírni til kominn fyrir sig, að sýna vald sitt. “Jæja þá”, sagði hann, og tók um leið blýantsstúf og velkta minnis- toók úr vasa sínum. Crainquebille þráaðist við, eins og hann hlýddi einnhverju innan að komamdi valdi. Þar að auki var ó- mögulegt fyrir hnn að hreyfa sig, aftur á hak eða áfram. Hjólið í börunum hans hafði til ailrar óham ingu fests í hjóli á vagni mjólkur- sölurnanns. Hann reif í hár sitt undir húfunni og hrópaði: Er eg ekki að segja þér, að eg Hvaða skelfing! segja þér að halda áfram,” hreytti j bfð, eftir peningunum mínum! lögregluþjónninn út úr sér hrana-! lega. Á meðan á þessu stóð, var skó- smiðskonan að máta bláa skó á átján mánaða gamalt barn, og móð- ur þess var hraði á höndum. Grænn laukurinn lá á búðarborðinu. þetta ástand! Guð komi til!” Af þessum orðum, sem öllu frek- ar létu í ljósi örvæntingu en upp- reist áleit lögregluþjónninn sig móðgaðan. Og af því >að eftir hans hugsun, að öll móðgunaryrði Þá hálfa öld, sem Crainquebille h]ytu a„ hafe i&l svo mætti að orði hafði ekið börunum eftir strætun-: kon]ast> hið ,ein,a og sama he]Kaða, um, haifði hann lært að bera virð- j reg]uJmndna> vana]ega helgisiða- ingu f.vrir yfirvöldunum. En nú j form orðtækis,ins Mort aux vaches. var afstaða hans einkennileg.! ])á heyrði hann ]yau og skiidi á Hann var á milli steins og sleggju: , ])ann Mtt öðru megin það, sern honum bar .,tteyrðu!' Þú sagðir Mort aux með réttu; hinu inegin það, *em 1 vachM. . Gott og vel. Komdu með var skylda hans. Anda laganna | ^ „ skildi hann ekki. Hann gat ekki skilið, að eignarréttur einstaklings- ins með engu móti leyáti hann frá, að uppfylla skyldur sínar við sam- félagið. Hann mat of mikið rétt sinn að fá fjórtán aura, en oflítið skyhlu sína að knýja áfram börurn- ar og halda áfram. Halda altaf á- fram. Hann stóð kyr. 1 þriðja sinni skipaði lögreglu- þjónn Nr. 64 honum með hægð og rólyndi, að halda áfram. ólíkur Montauciel umsjónarmanni, sem hefðir þann sið, að vera alt af með hótanir, en aldrei að gera neitt, er lögregluþjónn Nr. 64, ekki fljótur á sér með hótanir, en skjótur til framkvæmda. Það er eðli hans. Þó, dálítið kænn í sér, þá er hann samt ágætis þjónn og löghlýðinn her- maður. Hann er hugrakkur sem Ijón, og Ijúfur eins og bam. Hann þekkfr ekkert nerna embættisfyrir- skipanir sínar. TT'tan við sig af undrun og bág- indum símuim, opnaði Crainquebille hin votu angu sín, og starði á lög- regluþjón Nr. 64. Með kjökrandi röddu, sem ýmist virtist koma frá höfði hans eða skóhælum, hrópaði hann með krosslagðar hendur á bláu úlpunni sinni: “Eg að hafa sagt: Mort aux vaches? .. .. Eg? — Ó!” Búðarlokur og hlaujiadrengir hlógu mjög að því, að Cnainquobille var tekinn fastur. Ofbeldi og and- styggilegur gauragangur ídtlar æf- inlega tilfinningar múgsins. En þar var einn alvarlegur maður, sem ruddi sér braut í gegnum þyrping- una. Hann var gamall maður, raunalegur útlits, með háan hatt á *í>aí5 er ekki unt aft út\egga. þetta orítæki. Eins og útskýringin á því í næsta kafla sýnir, þá þýt5ir þa"5, “nitSur met5 njósnarana’V og ortSið njósnari notaC, til at5 benða á lög- regluþjónana. höfði. Hann gekk til lögreglu- þjónsins og sagði við hann f lág- um hljóðum, mjög kurteislega og alvarlega: “Yður skjátlast. Þessi roaður móðgaði yður ekki.” “Skiftið yður ekki af því,” svar- áði lögregluþjónninn, en þó án hótana, því hann talaði við vel- klæddan roann. iGainli maðurinn hélt áfram mót- mælum sínum með hægð og ró- sem en lét þó ekki sinn hlut. Lögregluþjónninn bauð honum, að leggja vitnisburð sinn fyrir yfir- mann lögreglunnar. Á meðian var Crainquebille að út- skýra: “Sagði eg þá “mort aux vaches”! ó .. .. !” Rétt í því hann var þannig að láta, í ljós undrun sína, kom frú Bayard, skósmiðskonan til hans með fjórtán aurana í hendinni. En lögregluþjónn Nr. 64 hafði þegar gripið í kragann hans, svo að frú Bayard hélt, að engin skuld bæri þeim manni, sem farið væri með á lögreglustöðvamar, og stakk því fjórtán aurunum í svuntuvasa sinn. Þar sem hann nú sömu svipan sá börur sínar gerðar upptækar, frelsi sitt glaitað, hyldýpisgjá undir fót- um sér og himininn skýjaðan, taut- aði Crainquebille fyrir munni sér: “Við þessu verður ekki gert!” Gamli maðurinn lýsti því yfir fyrir yfirmanni lögreglunnar, að hann hefði verið hindraður á leið sinni, sökum þess að umferð stöðv- aðist og því væri hann vitni að þesum atburði. Hann hélt því fram, að lögregluiþjónninn hefði ekki verið móðgaður, og að hon- um hefði algerlega misheyrzt Hann lét í té nafn sitít og stöðu: dr. David Matthieu, yfirlæknir við Amlbroise-Piaré spftalann, meðlimur heiðursfylkingarinnar. Á öðrum tímum hefði slíkur vitnisburður fullnægt yfirmanninum en einmitt á þessum tímuiin voru vísindamenn álitnir grunsamlegir á Frakklandi. Crainquobille var nú í varðhaldi. Næsltu nótt var hann í klefanum. Morguninn eftir var farið með hann í fangavagni til réttarsalsins. Fangelsið fanst honum hvorki dajmrlegt né niðurlægjandi. Hon- um virtist það nauðsynlegt. Það sem vakti athygli hans þá hann fór þm, var hreinleiki veggjanna og raúrsteinsgólfsins. “.Tæja, það er þó hreinn staður, já, það er hreinlegur staður. l>ú gætir eitið af gólfinu.” Þegar hann var oröinn einn. ætl- aði hann að draga fram stólinn sinn, en ,varð þess var, að hann var fastur við vegginn. Hann lét hátt í ljós undrun sína: “Þetta er skrítið! Það liefði mér aldrei dottið í hug; um það er eg alveg sannfærður.” Þegar hann var seztur niður, fór hann að snúa saroan á sér fing- urna, og féll í dýpstu undrun. Þögnin og einveran lögðust yfir hann. Tfminn fanst honum langur. Hryggur í hug fór hann að hugsa böfrurnar sínai' sem gerðiar voru upptækar. um alt kálið, gulrófurn- ar, seljurætumar og salatjurtirnar. Hann spurði sjálfan sig í hræðslu og nndrun: “Hvað ætli þeir hafi gert við börurnar mínar?” Þriðja daginn heimsótti lögmað- urinn hans han, Lemerle, einn af yngstu lögmönnum Parísarborgar, forseti 'einnar deildar, af “Samband franskra föðurlandsvina ” Crainquebille reýndi að segja honum sögu sína, en það gekk ekki greiðlcga, því hann var ekki leik- inn f samræðum. Með svo lítilli hjálp hofði honurn þó kannske tek- ist það. En lögmaðurinn hristi efa- blandinn höfuðið við öllu sem hann sagði, og um leið og hann flotti blöðuin sínium, muldraði hann fyr- ir munni sér: “Eg finn ekkert öllu þessu við- víkjandi í málsskjölunum.” Því næst sagði hann þreytulega og sneri upp & ljósleitt yfirskeggið “Það væri, ef til vill, ráðlegast fyrir þig og þér fyrir beztu, að þú meögengir. Að þræta algerlega, sýnist mér mjög svo óhyggilegt.” Upp frá því augniabliki, hefði Crainquebille meðgengið, ef hann hefði vitað hvað hann átti að ineð- ganga. III. Crainquebille frammi fyrir dómurunum. iBourriche dórasforseti helgaði heilar fimm mínúitur yfirheyrslu Crainquebilles. Yfirheyrsla þessi hefði orðið nokkru fríðlegri, ef hinn ákærði hefði svarað þegar hann var spurður. En Crainque- bille var ekki rökræðum vanur, og í þeissum félagsskap settu óttinn og lotningin þagnarinnsigli á varir hans, svo hann þagði. Dómsfor- setinn svaraði sínum eigin spum- ingum. Svör hans voru hikandi. Hann endaði þannig: “Og að lokum meðkennir þú, að hafa sagt, “Mort aiux vaches”. “Eg sagði “Mort aux vaches”, af því lögregluþjónninn sagði, ‘Mort aux vaches’, svo þá sagði eg, ‘Mort aux vaches”. Hann átti við það, að þar sem hann var yfirbugaður af óvæntum ásökunum, þá hefði hann í undrun sinni aðeins endurtekið þessi kyn- legu orð, sem honum voru ranglega eigrrnð, en sem sannarlega aldrei fóru yfir varir hans. Hann hafði sagt: “Mort aux vaches’ , eins og hann hefði, ef til vill getað sagt: “eg líklegur til að móðga nokkum mann! Hvemig gætirðu ímyndað þér það?” Biourriche dómusforseti lagði aðra þýðingu í þennan atburð. “Heldur þú því fram,” sagði hann, “að lögregluþjónninn segði fyrst þessá orð?” Crainquelbille hætti nú öllum frek ari útskýringum. Þær voru of erf- iðar. “Svo þú ætlar ekki að halda þess- um frambiurði þínum til streitu. Það gerir þú alveg rétt”, sagði dómsforsetinn. Og hann lét kalla á vitnið. Lögregluþjónn, Nr. 64, sem hét Bastien Matra, sór að hann segði sannleákann og ekkert nema sann- leiiknn. Hann bar fram vitnisburð sinn í eftirfarandi orðum: “Eg var á gæzlusvæði mínu á Montmartre stræti um hádegi 20. október, þegar eg tók efitár að mað- ur, som leit út fyrir að vera um- ferðasali, var ólöglega að stöðva umferð með börum sínum fyrir framan Nr. 328. Þrisvar sinnum gaf eg honum skipun um að halda áfrara, en hann neitaði að þlýðn- ast henni. Eg aðvaraði hann um, að eg myndi kæra hann, en hann svaraði ineð því að hrópa: ‘Mort aux vaches’, sein eg áleit inóðgun.’‘ Þessi vitnisburður, sem var ein- | arðlega en þó hæversklega lagður fram, hlaut auðsjáanlega samþykki dómaranna. Vitni fyrir hinn ákærða, voru frú Bayard og dr. David Matthieu, yfir- læknir við Ambroise-Paré spítal- ann, meðlimur heiðursfylkingarann’ ar. Frú Bayard hafði ekkeit séð né heyrt. Dr INlattheu var í inann- grúanum, sem þyrpst hafði utan um lögregluþjón/inn, isem skiipaði farand.salanum að lialda áfram. Vitniisburður hans varð til þe.s.s að ný hlið kom fram á rannsókninni. “Eg var vitni að þessum at- burði”, sagði hann. “Eg tók eftir því, að lögregluþjóninum skjátlað- ist. Hann var alls ekki móðgaður. Eg gekk til hans og leidi athygli hans að því. Lögregluþjónninn tók farandsalann samt fastan og bauð mér að koma með sér til yfir- manns lögreglunnar. Það gerði e>g. Frammi fyrir yfirmanninum endurtók eg >-firlýsing mina.” “Þér megið sotjast niður”, sagði dómsforsetinn. “Réttarþjónn, kallið aftur á vitnið, Matra!” “Matra, þegar þér voruð að taka hinn ákærða fastan, sýndi dr. Matt- hieu yður þá fram á, að yður skjátlaðist?” "Það er að segja, herra dóms- forseti, að hann írióðgaði mig.” “Hvað sagði hann?” “Hann sagði “Mort aux vaches!” Tilheyrendurnir skellihlógu. “Þér megið fara,” sagði dómsfor- setinn. Hann aðvaraði tilheyrendurna, að ef jafn ósæmileg framkoma kæmi aftur fyrir, yrði þeim vísað út úr réttarsalnum. Meðan á þessu stóð, var lögverj- andi ákærða, að fikra drembilega við skikkjuermarnar sínar, og í bili leit helzt út fyrir, að Crainquebille yrði sýknaður. Þegar kyrð var komin á, stóð Lemerle lögmaður upp. Hann byrj- aði vörn sína með lofræðu um lög- regluþjónana: “Þessir nægjusömu þjónar samfélagsins, sem fyrir lítil- fjörleg laun, tojóða daglega með hugprýði stöðugri hættu byrginn. Þeir voru eitt sinn hermenn, og hermenn verða þeir. Hermenn, það orð þýðir alla hluti .. .. ” í sambandi við þessi ummæli sín, fór Lemerle að lofa og vegsama herinn. Hann sagðist vera einn af þeim, sem ©kki leyfði að nokkur snerti fingri sínum við honum, þessum her þjóðarinnar, sem hamx væri svo stoltur af að til heyra. Dómsforsetinn hneigði sig. Það hafði atvikast svo, að Lemerle lögmaður var undirforingi í vara- liðiriu. Hann var þingmannsefni þjóðveldissinna fyrir Yielles Haud-, riettes. Hann hélt áfram: * “Nei, sannarlega virði eg ekkl ,lítils hina ómetanlegu þjónustu, sem þessir friðarverðir daglega veita hinum hugprúðu íbúuin Par- ísarborgar. Og hefði eg herrar mínir, orðið þess var, að Crainque-. bille hefði móðgað fyrverandi her- mann, þá hefði eg aldrei tekist á hendur iað koma hér fram fyrir yð- ur, sem verjandi hans. Skjólstæð- ingur minn er kærður um að hafa sagt, ‘Mort aux vaches!’ Þýðing þessara orða er auðsæ. Ef þér lít- ið f “Le Dictionnaire de la Langue Verte” (máltækjaorðabók) þá finn- ið þér: vachard, daufingja, iðju- Ieysingja, sem teyjgir sig letilega eins og belja heldur en að vinna. Vache, sá sem leigir sig lögregl- unni, njósnari! Mort aux vaches er orðtæki, seim sérstakt fólk notar. En mergurinn málsins er aðallega þetta: Hvernig sagði Crainquebillo það? ,Og ennfremur, sagði hann það nokburntíma? Leyfið mér, heri'- ar iriínir, að efast um það. Eg gruna ekki Matra lögregln- þjón um neinn illan tilgang. En ■eins og vér höfum tekið fram, þá er staða hans erfið. Hann er stund- um önugur, þreyttur yfirbugaður. í því ástandi getur liann li®ið af heyrnarvillum. Og þegar hann segir yður hér, herrar mfnir, að dr. David Matthieu, meðliimur heiðurs fylkingarinnar og’ yfirlæknir Am- broise Paré ispítalans, háttstand- andi maður og höfðingi vísind- anna, hafi sagt: Mort aux vaches, Þá neyðist maður til að trúa því. Matra sé ekki með sjálfum sér, og ef það er ekki offreklega til orða tekið, þjáist af óstjórnlegri löngun til öfsókna. ■Og jafnvel þó að 'CrainquetoiHe hefði sagt: ‘Mort aux vaches,’ þá er að sanna það, hvort þau orð af hans vörum, geti álifist móðgnn- Crainquebille er óskilgetið barn farandsala, spiltur af margra á'’a drykkjuskap og öðruin löstum- hann var fæddur drykkjumaðnr- Þér sjáið hann orðinn dýrslegan ai: sextfu ára örbirgð. Herrar mfmr' Þér verðið að fallast á það, 'a<'* hann er ekki ábyrgðarfullur fyril þvJ sem hann segir.” Lemerle lögnmður settist ni;ðUI Sfðan muldraði Bourriche dóms- forseti út úr sér dómnum, sem rar þannig: að liann dæmdi Ját- óme Crainquebille til að gteiða fimtíu franka sekt og fimtán dag® fangelsisvistar. Dómaramir fundu hann sekan eftir . sannleiksgiicil .vitnisburðar Matra lögregluþjóns- Þegar farið var með hann út eft‘ ir hinum dimma gangi dómshaiial' innar, kendi Crainquebille innlegi- ar samtíðarþrár. Hann sneri sér að fangaveröin-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.