Heimskringla - 26.09.1923, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.09.1923, Blaðsíða 4
4 BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. SEPT. 1923. HEIMSKRINGLA (ft«fuO 18M) Kmuc ót t kverjam Ml«Tlk«i!ecL ElgeDdor: THE VIKíNG PRESS, LTD. ■SS og K55 SARGBXT AVK., WINNIPRG, Taloloolt N-053T TrrTS Sla«alu nr S3.00 |r(M(«rIn fc««r«- krt tjrrlr frnaa Allar kor(«alr Ma4W riSuunl MaWalaa. STEFÁN EINARSSON, ritstjóri. H. ELIASSON, ráðsmaSur. Utaotakrlft tiifi klaViIan HelmMkrlnsrla Newi <& PabllMh.lns Co. Lessee of THH TIKIIfO PRBM, Ltl^ Bax HTt, Wtnafifef, ilaa. Otaaáikrtft tU rlUrtfiéraai EBITOR HJBIMSKRIITOLA, Dox Ufl Wlnnipmar. Maau The ‘Heimsk»4ng:laM is printed and pub- iished by Heimskringla News and Publishlngr Co., 853-855 Sargent Are. Winnipeg, Manitoba. Telephone N-6637. WINNIPEG, MANITOBA, 26. SEPT. 1923. Lögberg yeður elginn. Þá er Heimskringla hélt því fram, að hin hrjóstruga innreið kristninnar í Noregi hefði orðið bani norrænunnar þar í landi, og að nærri hefði höggið, að henni væru gerð sömu skil á Islandi, því að norrænan var þar að minsta kosti byrgð inni í kví og sætti þess utan ýmsum óbeinum ágangi frú útsendurum konunganna í Noregi, þá bjóst heimskringla við, að Lögberg reyndi að færa rök fyrir því, að svo hefði ekki verið. En því fer fjarri, að blaðið reyni það í svaragrein sinni s. 1. viku. Erfiðleikarnir á því hafa auðsæi- lega vaxið blaðinu í augum, enda gera þeir það fleirum. 1 stað þessara raka, veður blaðið langan krapa elg um heiðindóms- anda Heimskringlu og allra sem að hénni standa. Og í fuminu sem á ritstjórann kemur um leið, lýsir hann norrænu eðli þann- ig, að það sé trúlaust eða heiðið, heiftþrung- ið, rán- og drápgjarnt, óskírlíft og ágjarnt. Lýsing þessi á norrænu eðli eða forn-ís- lenzku hugsjónalífi, sómir illa hverjum gyð- inglegum trúboða og situr alls ekki á þeim manni, sem af norrænaberginu er sjálfur brotinn. En Þetta var eini kosturinn fyrir Lögberg til þess að sýna lit á að hnekkja því, er í greinum Heimskringlu var haldið fram. En um.það segir Heimskringlu hugur, að á þau ummæii Lögbergs verði litið þann veg af góðum Íslendingum. sem blaðið með þeim hefir sýnf sig þjóðrækið til. Lögberg spyr um ávexti af trú forfeðra Islendinga eða hinna “heiðnu” manna sem það kallar. Virðist blaðinu, sem að þar geti ekki verið um auðugan garð að gresja. Fyrir kristni stofnsettu Islendingar samt al- þingi. Ein ailsherjarlög voru þá samin fyrir land alt. Þá var byrja^ að stjórna eftir þingræði. Deilumál manna voru þá gerð upp á friðsamlegan hátt. Er þetta þeim mun merkiiegra, sem það tíðkaðist þá hvergi í heimi. Menn þeir, Úlfljótur og Grímur geitskór, sem frömuðir gerðust þess- ara framkvæmda, voru heittrúaðir og ágæt- ustu menn. Hinn síðar nefndi gaf hinu op- inbera það sem hann vann fyrir, sem ber vott um alt annað en ágirnd. 1 lögum Úlf- ljóts eru goðin sífelt tekin til vitnis, s.br. “svo hjálpi mér Freyr og Njörður og Áss hinn almáttki.” Ber það vott um lotningu þá, er hann bar fyrir guðunum, enda herm- ir sagan, að hann hafi verið mjög trúaður maður. Heimskringlu leiðist að þurfa að vera að tyggja þetta upp, sem á allra vitund er, fyrir Lögberg, eins og skólakrakka, en úr því það spyr, verður ekki hjá því kom- ist. Stofnun þingræðis á Islandi, er ljósasti vottur um vitsmuni og þjóðar-þroska for- feðranna. Og ekkert hefir borið heillaríkari ávexti fyrir landið en það. Hvorki fyr né síðar hefir þjóðin aðhafst neitt, er aðra eins birtu legði af og heill fyrir land og lýð. Þannig komu nú áhrif “heiðninnar” fram í fornöld. ]Jm áhrif þessara fornmanna í nútíðinni mætti ^einnig tala, því það eymir víða eftir af þeim hjá Islendingum. Alþingi varð gróðrarreitur og mentalind hins bezta hjá íslenzku þjóðinni. Og í fari hennar sjást glögg dæmi áhrifanna. En sleppum því. Annað liggur fyrir að athuga. Með heiðin- dómsskrafi “Lögbergs” um "Heimskringl- unga”, er gefið í skyn, að á þeim hljóti að vera ægilegur munur og nútíðarmönnunum, sem að dómi þess eru kristnir. Til þess að sýna, að svo sé, er “platan slegin’ í Lög- bergi. Með einu móti væri hægt að sanna þetta. Við skulum grauta nokkrum “heið- ingjum” og kristnum mönnum saman. Taka t. d. Helga Pétursson og Sigurð Nordal, og þá aðra, er Heimskringla hefir vitnað í, og 6vo alla Heimskringluijga og “stilla” þeim “heiðingjum” öllum í belg og biðu meðal til ser “Lögberginga”. Skal svo fá einhvern þess, að segja til, eftir að hafa kynt breytni og framkomu þessara manna, hverj- ir væru “heiðnir” og hverjir kristnir. Hver ætli að vildi annars kveða upp dóminn um það? Og ef að ómögulegt væri um það að dæma, hvað á þá Lögberg við með heiðin- dóms-brennimerkinu, sem það setur á Heimskringlunga? Sýnilega veður blaðið þarna elginn eins og því er svo oft lagið. Það yrði erfitt að aðgreina hina “æðri” frá hinum “lægri” þó að sá mismunur sé oft geysimikil, er lúterskt safnaðarfólk ber sjálft sig með kristilegu lítillæti saman við þá, er öðrum söfnuðum heyra til. Þá minnist Lögberg á óskírlífi í fari “heið- inna” forfeðra Islendinga. Þó ókært sé verður heimskringla að benda á, að dygða- um er hann hvorki var heyrnar eða sjónar- vottur að, og hafði engin kynni af, er gerð- ust löngu áður en hann sjálfur kom hingaö vestur, og fer svo með sogu, sem að líkum lætur, að þar er ekki vottur af sannleika Að síðustu segir hann frá bræðingnum við Kirkjufélagið evangeliska Iúterska og því frjálslyndi er þar á að vera uppkomið á þe'ssu ári og helga á allan þess afturhalds- feril á umliðnum árum og gjöra það sam- stofna frjálslyndum og upplýstum ríkiskirkj um erlendis, t. d. eins og kirkjunni á Islandi. Bendir hann á Iagabreytingar er gjörðar hafi verið hjá félagsskap þessum á síðasta þingi (1923) og vill svo draga þá ályktan, að þannig hafi andi og stefna félagsins lýst sér um mörg ár. En eftir þessum tilfærðu gögnum að dæma, gefur hverjum heilvita leysi ræktu engir betur en sjálfir prestarnir ■ manni að skilja, að þó að einhver tilrýmkun ' c' ----- 1 -*--■ 1 ' ----- * 1------1 hafi verið gjörð innan félagsskaparins á síðastliðnu sumri — að slakað hafi verið á “klónni”, getur sú tilslökun tæplega hafa a fyrri tímum. Lætur hún nægja að benda á tvo menn er uppi voru á 15. öld því til sönnunar — þá séra Þorkel Bjartmarsson er 30 frillulífsbörn átti og séra Sveinbjörn Þórðarson með sín 50 slík afkvæmi. Eng- inn tók þessum mönnum fram, þó sumir fet- uðu að nokkru í fótspor þeirra, því “hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyf- ist það”. Heimskringlu dettur ekki í hug, að halda fram, að þetta hafi verið í sam- ræmi við anda kristindómsins, en það var heldur ekki í samræmi við anda annarar trúar manna fyrrum, og er aldrei í samræmi við það sem heilbrigt og skynsamlegt er. En hví Lögberg er að bregða hinum “heiðnu” forfeðrum Islendinga um þetta, er óskiljanlegt. Þetta er jafnvel enn þann dag í dag eitt af þeim meinum, sem mannfé- lagið á í brösum við. Er það ekki að sjá flísina í annars auga, en gæta ekki bjálkans í sínu, af nútíðinni, að bregða fortíðinni mjög í þessum efnum? Lögberg heldur því enn fram, að sögur Snorra og Ara fróða séu klerkum og klaustr- um að þakka. En þó ber öllum rannsókn- um saman um það, að ágæti rita Snorra sé einmitt í því fólgið, að aðalheimildir hans eru kveðskapurinn forni, en ekki klaustra heim- ildir. Kvæðin geymdust lengi óskráð, sum, ef til vill, fram á hans daga, og úr þeim og munnmælasögum vinsaði hann það, sem sannast varð ritað og reit heildarrit sín. Ari hafði ekki síður orð á sér fyrir varkárni í að leita sér frumlegra heimilda. 1 klaustr- unum var norræni kveðskapurinn ekki til, enda mun hann ekki að ráði hafa verið þýddur á aðrar tungur. En við klaustra-rit- starfið réði latína upphaflega og Snorri var ekki latínulærður. Vegna þessa eru rit þessara tveggja manna 'svo frumleg og norræn sem þau eru. Þegar fram í sótti urðu áhrif klaustranria og kirkjunnar meiri á það sem ritað var. En jafnvel það sem íslenzkt var, varð þá ýkju- kent og óáreiðanlegt og í því er hnignunin fólgin, sem dr. Jón Aðils talar um og vitnað ir guðfræðingar.* Kunnugra su náð aftur til liðmna ára. Verður því dómur séra Friðriks A. Friðrikssonar réttur á þeim tíma sem hann er uppkveðinn, að Kirkjufé- lagið lúterska sé annars anda en prestaskóli íslands. Þó þeir háu herrar séu leiknir í því að stöðva sína trúarlegu sól meðan þeir eru að vinna á frjálslyndinu innan sinna vé- banda, hefir ekki enn heyrzt, að þeir hafi reynt að færa sólina sjálfa til baka svo, að til tímans verði náð sem liðinn er. En sjálfsagt geta þeir það — ef ekki með öðru móti, þá með sögufölsun. En hvað svo sem þessu frjáslyndi líður, er félagsskapur þessi á að hafa öðlast á þessu sumri, þá virðist eLki af því rjúka neinn reykelsis ilmur í “Yfirlýsingunni” er greinar höf. birtir og að verður vikið síðar. Það er, ef til vill, utan við það efni sem vér viljum sérstaklega athuga í ritgerð þess- ari, að spyrja hvort þessi hrottalega árás séra Páls á persónu séra Friðriks A. Frið- rikssonar sæmi höfundinum í þeirri stöðu sem hann er, og að hverju leyti að hinn sé verðskulduð. Gremin ber eigi annað með sér, og vér vitum eigi, að séra Friðrik hafi unnið annað til saka, en að hann vildi ekki og gat ekki skoðana sinna og samvizku sinn- ar vegna, hlýtt fortölum Séra Páls, er vildi fá hann til að þröngva frjálslyndu söfnuðun- um í Saskatchewan inn í Lút. kirkjufélagið. Að^þrátt fyrir hótanir og frekju heimug- lega í frammi hafða, varð séra Friðriki ekki þokað frá þeirri stefnu og skoðun er hann áleit sanna og rétta. (Hvor þeirra hefir hreinni málstað að sýna, séra Páll eða séra Frið- rik, mun fáum verða erfitt um að dæma. Báðir voru kvaddir hingað vestur til þes?, að vinna að sama verki: Efla og styrkja frjálsa kristindómsskoðun meðal vor íslendinga hér í álfu. Báðir koma hingað sem frjálslynd- var í af Heimskringlu, en sem Lögberg læst vera að véfengja. Þá finnur Lögberg að því, að Heims- kringla gerði sér mat úr eins litlu og því, að það sagði Jón Loftsson langafa Sæmundar fróða. l^pssa var ekki vanþörf, ef nokkurn árangur nefði haft. En svo er nú ekki. 1 leiðréttingu sinni í síðasta blaði, segir Lög- berg, að Sæmundur sé langafi Jóns. En einnig það er ósatt. Og til þess að reyna að komast nú hjá því, að minnast á þetta í þriðja sinni, skal þess hér getið, að Sæ- rnundur er afi, en ekki lang-afi Jóns. 1 lok greinar sinnar þakkar Lögberg Heimskringlu fyrir vitnisburðinn um þröngsýni og íhaldsemi þess. Segir Lög- berg það gleðilegan vott um að stefnufesta sé þó til hjá blaði innan um allan “gleiðgosa- skapinn og lausungina”, sem nú eigi sér stað. Ef baðið á við staðfestu sína gagnvart hug- sjónum og dygðum forfeðra vorra og þess sem norrænt er, hefði farið vel á því fyrir það að gefa norræna eðlinu ekki þann glæp- samlega vitnisburð, ef svo mætti að orði kveða, sem gert er í greininni. Það verð- ur svo erfitt fyrir blaðið —- ef það á annars nokkuð við það — að halda fram þjóðrækni meðal Vestur-Islendinga með þann vitnis- burð skráðann. Ofrægingar-grein séra Páls Sigurðssonar í Lögbergi. I 35 tölublaði Lögbergs þessa árs (13. sept. 1922), ritar séra Páll Sigurðsson á Garðar, sem málsvari Kirkjufélagsins hins evangeliska lúterska, langa óhróðurgrein um séra Friðrik A. Friðriksson prest að Wynyard, Sask., Únítara og Sambands- kirkjufélagið. Ber hann séra Friðrik brígzl- um og gjörir honum mjög upp hvatir er til grundvallar eEga að liggjla fyrir starfsemi hans hér vestra. Þá skýrir hann frá atburð- er, en frá þurfi að Segja, hversu séra Páll hefir auglýst þetta frjálslyndi sitt. Eftir vetrardvöl, eða mánuð eftir að séra Friðrik J. Bergmann andast, fer hann að þinga við fulltrúa Kirkju- fél. lúterska, um að koma Tjaldbúðar söfn- uði inn í Fyrsta lúterska söfnuð hér í Winni- peg, og var þó hvorki Fyrsti lúterski söfnuð- urinn eða Kirkjufélagið þá farið að slaka á “klónni’,\ Þetta eru hans fyrstu opinberu af- skifti af almennum' félagsmálum eítir að hann er vestur kominn. Mánuði eftir, að hann í ræðu í Tjjaldbúðaírikirkju, skorar einart á safnaðarfólk að láta ekki sveigja?t af þeim brautum, er leiðtogi þeirra hafði leitt það á, vill hann skjóta því inn í Fyrsta Lút. söfn- uð samningslaust að öðru Ieyti en því, að það megi heimuglega hafna örfáum kreddu- boðorðum safnaðarins. Hvort honum hefir ! birzt einhver vitran á leiðinn suður í River Park, þar sem þessi ráðstefna var haldin, sem nafna hans forðum, á veginum til Damaskusar, skal ósagt, þá er eitt víst, að þessi sinnisbreyting varð mjög skjót, svo að frá þeirri stundu varð honum Kirkjufélagið alt af kærara og kærara með degi hverjum, en baráttan fyrir frjálslyndum málum leiðari og leiðari, eftir því sem lengra drógst. 1 afskiftum hans af Tjaldbúðarsöfnuði eftir það, virðist lítið votta fyrir því, að hann óski að haldið sé í þá átt sem verið hafði eða að trygð hans til hins frjálslyndari hluta kirkjunnar á Islandi sé órjúfanleg. Á fundi veturinn 1919, sagði hann við þann sem þetta ritar I og séra Jakob Kristinsson, að heldur vildi | hann að Tjaldbúðarsöfnuður hætti að vera | til en að hann stæði utan við Kirkjufél. Og ! á sameigmlegum fundi sambandsnefnda Úní- tara og Tjaldbúðarsafnaðar, spurði séra j Jakob hann að því, hvort hann vildi mæla með sameiningu þessara tveggja safnaða ef j Únítarasöfnuðijrinn gengi að öllum þeim skil- ! yrðum er hann setti honum, og myndi hinn sameinaði söfnuður fá unnið betur að sínum áhugarmáluni, en ef þeir stæðu hvor í sínu Jagi og kvað hann nei við því. Með samein- ingu, jafnvel á jþeim grundvelli er hann sjálf- ur hafði sett vijdi hann ekki mæla. Ekkert nema Kirkjufélagið þá, og ekkert nema Kirkjufélagið enn, með krefta eða bogna “klóna”, gott hvert sem er. Eftir að hann og félagar hans hafa svo fengið Tjaldbúðarsöfnuð uppleystan með dómi og komið eignum hans undir Fyrsta Lutherska söfnuð með svo vægum kjörum, að skuldir Tjaldbúðarsafnaðar hafa yekki einu sinni fengist greiddar út úr eignunum, og eiga þó fá- tæklingar þar hlut að máli; byrj- ar hann að hóa söfnuðum sínum syðra, inn í sama sauðahúsið. En þrátt fyrir tylliboð Kirkjufélags- ins nú á síðasta þingi, hafa þeir ekki viljað rekast láta, fundist eitthvað óhreint í kofadyrunum og gæftar lítið á garðanum. Hvernig séra Friðrik A. Frið- riksson hefir komið fram, að sínu leytli, er og einnig almenningi ljóst. Hann hefir haldið alla þá sáttmála er hann gerði áður en hingað kom og eftir að hingað var komið. Söfnuðum sínum hefir hann unnið það gagn er hann hefir getað, og eflt virðingu þeirra, bæði út á við og inn á v:ð, með þvf, að forða þeim frá öllum afturhvarfs hringlanda. Trygð hans við hinn frjálslynda hluta kirkjunnar á Isllancí hefir verið falslaus, sem og framkoma hans í öllum málum. Almenning- ur hefir þegar lagt dóm á fram- komu hans og staðfestu, er ekki verður aukið við, eða af klipið, með orðmörgumi árásargreinum af hálfú andstæðinga hans. Annars er óþarft að spyrja eftir orsökum til þessarar árásar grein- arhöfundarins á stéttarbróður hans. Það væri að leita eftir rök- um í þessari ritsmíði, sem hvergi er að finna og gera því skóinn, að höfundurinn fyndi til ábyrgð- ar á því, sem hann er að segja, er eigi þarf heldur. Gegnum alla ritgerðina er hugsanagangurinn mjög á reiki og ríður hver mót- sögnin af annari á alla frásögnina. Haltrast þessi hugsanalest svo til enda, en aftast og allra síðast hnýtir höfundurinn því aftan við sem dræsu, að hann ætli sér ekki að bera ábyrgð á neinu sem í rit- gerðinni standi — “því hann sé á förum að heiman”! En hann kveðst vonast til, að aðrir — “ó- hlutdrægnir lesendur”! Lögbergs —i— muni taka það göfuga verk að sér, og bera vitni um sannsögli sína, að svona röggsamlega reknu erindi. Þó eigi sé það bein- línis sagt, má svo skilja, að verk þetta sé eins mjög gert fyrir þá sem sjálfan hann, og því skyldugt að hann sé ekki einn Iátmn svara fyrir aðför þessa., né látinn bera ábyrgð á sögum er hann að eins flytur eyrna á milii og veit ekki um heimild|r fyrir. ’Mjunu flestir álíta það í alla staði rýmilegt. Þegar menn gera með sér félag, hvort heldur er til að fletta and- stæðing sinn eignum, eða mann- orði, — eða annan þarfa að iðja, — þá er það ekki ósanngjarnt að þeir skifti með sér erfiðinu og strytinu sem fyrirtækinu er sam- fara jafnt og gróðanum sem erf- iðinu aflar. Hverjir hinir “óhlutdrægu les- endur” Lögbergs eru, sem séra Páll þannig vísar almenningi til, mun eigi þurfa að leiða Iangar getur að. “Andar” þeir munu skjótlega láta á sér örla og segja til sín. Þá leysir og efni ritgerð- arínnar úr vandanum og leynir þeim ekki, fyrir þeim sem sæmi- lega eru sjáandi. Við ritgerð þessa er margt að athuga, er þegar hefir verið drep- ið á, ef ítarlega væri út í það far- ið, en sérstaklega eru það rang- hermi höfundarins um samtals- fundinn er haldinn var í Únítara- kirkjunni hér í bænum 27. sept. 1916, þar sem hann segir, að strandað hafi á “nafni Jesú Krists” alt samkomulag mílli Úní- tara og séra Friðriks sál. Berg- manns., er ber að leiðrétta. Raunar segir hann, að fundur þessi hafi verið haldinn haustið 1917, er sýnir nákvæmnina í frá-, sögunni. En svo gerir það minna til. Hitt skiftir meiru, hvað þar fór fram. Það er aðallega sökum þessa ranghermis, að vér leyfum oss að gera athugasemdir við þessa ritgerð, því að minsta kosti Dodd’s nýmapOlur eru bezta nýrnaJne’Sali'ð. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilunf þvagteppu. og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. kr 42.50, og fást hjá öllum lyfsöl- •»na eðn frá The Dodd’s Medkita* Co.. Ltd., Toronto, OnL er oss kunnugra um hvað þar gerð- ist, er vorum á fundinum, en honum sem þá átti heima norður í Bolungarvík. Þá vill og svo vel til líka, að vér höfum hér fyrir framan oss, skrifaðfir gerðir þessa fundar, með hendi Friðriks Sveinssonar, er þá var skrifari Únítarasafnaðarins. Þetta er í öðru skifti sem greinar höf. gerir þannig lagaða staðhæfingu opin- berlega. Hitt skiftið var á sam- talsfundi hinna frjáslyndu safn- aða er haldmn var í Wynyard í desember síðastl., með fyrirlestri er hann flutti þar. Staðleysu þessari var ekki mótmælt þá, en það kom til af því, að umræður voru ekki leyfðar að loknu er- indinu. Búist var við, að hann myndi birta þetta erindi á prenti, en það hefir hann enn ekki séð sér fært að gera. Ymislegt fleira var í því, miður réttilega hermt, er taka hefði mátt þá til íhugunar um leið, svo sem eins og tifuarkenningar hinnar Únítarisku kirkju að fornu og nýju, og fl. Nú í þessari ámjnstu ritgerð, bætir hann því svo við, að á þessu nafni hljóti ávalt alt sam- komulag milli Úriítara og (frjáls- lyjidrar, því um afturhaldsstefn- una er ekki að ræða) lúterskrar kirkju að stranda, um aldur og æfi. Að því fer svo fjarri, sýna og sanna þau sambönd milli Únítara og frjálslyndra guðfræðinga, svo tóterska sem annara er stofnuð hafa verið fyrir löngu síðan, sem og þau er gerð hafa verið nú á síð- ustu árum. ÖUu fremur mætti segja hitt, sem satt er, að ágrein- ingur út af persónu Krists, hefir aldrei skapað óeiningu meðal Úní- tara og frjálslyndra guðfræðinga, hvort þeir voru lúterskir eða heyrðu öðrum kirkjudeildum til. Mætti því til sönnunar benda á margt, og viljum vér þá fyrst til- greina “Aljbjóða Sambandið” mikla, er stofnað var af Únítörum og öðrum frjálslyndum guðfræð- ingum á 75 ára afmæli Únítata kirkjunnar í Ameríku árið 1900. I þe’ssu sambandi hafa staðið flestir hinir merkari guðfræðing- ar Norðurálfunnar nú á síðari ár- um, og þar á meðal lútherskir guðfræðingar á Þýskalandi og víðar. Þá mó og nefna “Frjáls- trúar sambandið” í Bandaríkjun- um (“The Free Religious Associa- tion of America”) er starfað hef- ir í marga áratugi. Þá er. “The Berry Street Conference” presta- félag Kongregazionalista (Úní- tara og þrenningartrúarmanna) í Boston enn eitt dæmi þessa. Og síðast, en ekki sízt, skal bent á sameiningu Andover og Harvard guðfræðisskólanna, er lokið var árið sem leið. Væri fróðlegt fyr- is sr. Pál, að kynna sér hina játn- ingarlausu” stofnskrá hins sam- einaða skóla, er þó verður naumr ast sagt um “að slitið (hafi sam- bancfi við fiiina sögdlega krjstni og kirkju, eða lærdóma Nýja Testa mentisins”. Til þess að brjála ekki fyrir höf. efnisskiftingu þessarar rit- smíðar hans, mun réttast vera, að fylgja í þessum athugasemdum þeirri niðurröðun er hann hefir sett, og má þá fljótt yfir sögu fara. Því eiginlega er efni allra flokkanna hið sama, þó auðkend- ir séu með sérstökum fyrirsögn- um; — hnjóð um hina frjáls-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.