Heimskringla - 26.09.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.09.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. SEPT. 1923. K Eftir Mary Roberts Rinehart. K. hafði látið undan þrábeiðni önnu með að borða þar heima hjá henni. Strætisbúar, sem annars voru nokkuð stærilátir gagnvart þeím, sem ekki voru orðnir þar heimamenn, voj-u búnir að taka hann í sína tölu, og farið að þykja vænt um hann. Þeir fundu að hann var tilfinninganæmur mannúð- armaður. Hann aftur á móti komst að því að þessi hringiða, sem hann hefði dregist inn í, og sem í fyrstu virtist alveg tóm, var full að iðandi lífi. Hann sökti sér niður í að fást við hina og aðra smá- muni og við það var sem framtíðadiorfurnar yrðu ekki alveg eins vonleysislegar, tók hann sig til og myndaði knattleiksflokk, sem vann frægan sigur yf- ir Lindburgurum, svo nefndum; en það voru búð- ardrengir úr söludeildunum í búð þeirra Linden og Hofburgs. Rosenfelds fjölskyldan dáðist að honum, öll nema fjölskyldufaðirinn. Rosenfeld eldri hafði 'hafði verið settur í “steininn” og K. hafði uppgötv- að, að ef hann væri settur á þurfamannahæli, þá fengi fjölskylda 'hans sextíu og fimm cents á dag frá sveitinni. Þar sem þetta var nákvæmlega sex- tíu og fimm centum meira en fjölskyldan hafði fengið frá honum nokkurn dag, er hann var frjáls maður, lét Mrs. Rosenfeld þá ósk í ljósi, að hon- um yrði haldið þar æfilangt. K. var hættur að reyna að forðast að verða á vegi Max Wilsons. Þeir yrðu að hittast einhvern tíma. Hann vonaði, að þegar það yrði, þá yrðu þeir tveir einir saman; hann æskti þess og einskis annars. Að flýja hefði verið heimskulegt, jafnvel þótt hann hefði ekki lofað Sidney að vera kyr. Heimiurinn var ekki svo stór, og hann hafði þekt marga á einhvern hátt. Það væri sami möguleik- inn, að hann þektist, hvar sem hann færi. Hann blekti ekki sjálfan sig. Þegar á alt var litið vildi hann ekki yfirgefa hringiðuna, vegna þess, að hann vildi ekki slíta kunningsskap sínum við Sidney. Vitanlega átti hún aldrei að fá að vita, að hon- um væri svona ant um hana. Hann\hafði tamið til- finningar sínar svo óvægilega og þær komu ekki lengur í ljós í augum hans, er hann horfði á hana. En hann var eins gerður og flestir menn eru — hann var enginn auðmýktarinnar maður. Það var m'arg- oft að ásetningur hans varð að lúta í lægra haldi og nagandi afbrúðissemi lét hann engan frið hafa; margoft sem hann fleygði sér á grúfu á rúmið sitt og hreyfði sig ekki langan tíma. En næsta dag skammaðist hann sín ávalt fyrír þetta vonleysi. Það var snemma í septerríber, sem hann mætti Max Wilson og það með þeim hætti, sem var betri en hann hafði gert sér vonir um. Sidney hafði komið heim einu sinni í viku, eins og hún var vön, og varð nú í fyrsta skifti verulega hrædd um heilsu móður sinnar. Hún sat og beið eftir K. Le Moyne, þegar hann kom heim klukkan sex um kvöldið. “Eg er hálf hrædd,” sagði hún. “Sýnist þér ekki útlit mömmu vera ískyggilegt?” “Hún hefir þolað illa hitann, auðvitað. Sum- arið —” “Varirnar á henni eru bláar!” “Það er Kklega ekki neitt alvarlegt.” “Hún segir, að þú hafir látið doktor Ed koma yfirum og skoða sig.” Hún lagði höndina á handlegg hans og horfði á hann með svip, sem var sambland af hræðslu og bæn. Hann varð að viðurkenna, þegar svona var homið, að Anna hefði verið dálítið lasin. “Eg kem auðvitað heim. Það er bæði sorglegt ög hlægilegt, að eg sé að hjúkra öðru fólki, þegar móðir mín — Hún beygði höfuðið niður, unz það hvíldi á handlegg hans og hann sá, að hún grét. Hafði hann gert nokkra hreyfingu til þess að halla henní að brjósti sér, þá var hún svo hæg að Sidney varð hennar ekki vör. Eftir ofurlitla stund leit hún upp. “Eg er ekki nærri svona huglaus í spítalanum”, sagði hún. ”En þegar það eru manns eigin skyld- menni” K. Jangaði til þess að segja henni sannleikann og láta hana koma heim aftur í húsið litla, svo að þau gætu aftur spjallað saman á kvöldin, svo að hún sæi doktor Wilson hinn yngra ekki, sem hinn hvítklædda alvald í uppskurðarstofuni, heldur sem hinn vel búna spjátrung þar á strætinu og nágranna sinn frá barnæsku — hann vildi jafnvel, hún kæmi aftur heim til Joe. En hann vissi að það var nauðsynlegt, að hún héldi áfram- við nám sitt, þar sem heilsa móður hennar var að biía, og Harriet var að verða sam- grónari sinni nýju atvinnu með hverjum degi. Það væri öryggismeðal að kunna eitthvað sem gerði mann hæfan fyrir einhverja stöðu. Og svo var annað: það hafði verið afráðið, að Anna fengi ekki að vita sannleikann um heilsu sína. Hún gæti lifað enn árum saman, ef hún hefi engan kvíða; en það væri enginn vegur vissari til þess að vekja grun hennar, en sá, að láta Siney koma heim. Sidney sendi Katie yfir um til þess að biðja dok- tor Ed að koma eftir miðdagsverð. Með kvöldinu var móðir hennar hressari. Hún vildi endilega koma ofan og hún sat hjá þeim úti á svölunum þar til stjörnurnar fóru að sjást og talaði um brúðarfötin. sem var verið að búa til handa Christine og um það, dálítið vandlega, hvermg hún ætti að fara að, án þess að hafa stofurnar niðri. “Þú skalt hafa herbergi út af fyrir þig uppi á lofti”, sagði Sidney í hug-hreystandi róm. “Katie getur borið matinn þangað upp til þín á bakka. Við snúum samjiaherberginu upp í setustofu handa þér, og eg negli niður lokið á saumavélinni.” Hún var ánægð með þetta. En þegar K. aftók að hún gengi upp stigann og bar hana upp í herbergi hennar varð hún hrædd. “Hann er svo sterkur, Sidney!” sagði hún, er hann hafði lagt hana í rúmið. “Hvernig getur bók- haldari, sem situr aitaf yfir bókum, verið svona sterkur? Er það rétt, þegar einhyerjir koma að heimsækja mig, að láta Katie koma með þá upp á loftið?” Hún var sofnuð áður en læknirinn kom. Þeg- ar dyrunum á læknishúsinu á móti var lokið upp eitthvað um klukkan átta, þá var það ekki doktor Ed, sem kom yfir strætið, heldur bróðir hans, skurð- læknirinn. Sidney hafði verið opinskárri en hún átti að sér að vera. Hún hafði verið fremur dul upp á síðkastið, K., sem hlustaði með athygli þetta kvöld, las á milli orðanna sögu um smásmuglega illkvitni ög öfundsýki. Hún reyndi að gera sem minst úr því á sinn hátt. “Það er altáf erfitt fyrir byrjendur, meðan ver- ið er að reyna þá”, sagði hún. “Eg held oft að Miss Harrison sé að reyna í mér kjarkinn.” “Harrison! ” “Carlotta Harrison. En það er alt búið nú, úr því að Miss Gregg hefir sagt að eg fái að halda á- fram. Og hinar hjúkrunarkonurnar eru ágætar — svo góðar og hjálpfúsar. Eg vona að húfan fari mér vel. Carlotta Harrison var þá í sama spítalanum og Sidney! Honum datt margt í hug. Sidney gæti komist í vináttu við hana og komið með hana heim í húsið mér sér; hún gæti heimtað það sem hún hafði svo oft talað um, nefnilega það, að hann kæmi' með sér í spítalann einhvern tíma, og þá hlyti hann að standa augliti til auglitis við Miss Harrison. Hann hefði getað trúað karlmanni til þess að þegja yfir leyndarmáli sínu. En þessi stúlka með þung- lyndislegu augun, sem hafði hótað honum, að hún skyldi gjalda honum að fullu fyrir það, sem fyrir hana hafði komið — hún væri hættuleg, og á móti þess konar hættu gæti enginn karlmaður barist. “Bráðum fæ eg húfuna,” sagði Sidney, þar sem þau sátu í hlýju rökkrinu, “og þá verð eg alt- af að gleyma, að eg hefi hana á höfðinu og verð stöðugt að setja upp hattinn utan yfir hana — þær gera það altaf þessar nýju. En stúlkan svaf með sína á höfðinu. Hér um nóttina! Og það var sjón að sjá hana daginn eftir- Þær eru úr slæðu-silki, eins og þú veizt, og stífar. Það var rétt í þessu bili sem hurðin á húsinu fyr- ir handan var opnuð. Sidney heyrði það ekki en K. laut áfram. Nokkur hluti heila hans var ávalt á verði ósjálfrátt. “Og eg fæ litla tilsögn í uppskurðarstöfunni”, sagði hún. “Það er það æfintýralegasta í spítala. Skurðlæknar eru dásamlegir'menn í spítölunum. Þú trúir því máske ekki Það var heilmikið um að vera í dag. Við vorum jafnvel að tala um að það byrj- endurnir við borðið. Doktor Wilson gerði Ed- wardes skurðinn.” Maðurinn fyrir handan strætið var að kveikja í vindlingi. Ef til vildi, þegar öllu yæri á botninn hvolft — “Það er eitthvað fjarskalega vandasamt. — Eg veit ekki hvernig, það á að skifta um það í lækn- isfræðistímarit. Einhver doktor Edwardes uppgötv- aði þennan skurð eða hvað það er kallað. Þeir tóku mynd af uppskurðarstofunni, sem á að koma með geinnina. Ljósmyndarinn varð að fara í hvít föt og vefja myndavélina innan í léreft. Það var fjarska gaman að því öllu, var sagt — ” Hún hætti að tala og leit í sömu átt og K. Max var að koma yfir strætið með vmdlinginn í hend- inni. Hann stóð undir Ailantus-trénu og horfði hikandi upp á svalirnar. “Sidney!” “Eg er hér! ” Það var titrandi gleðihreimur í rödd hennar, er hún svaraði. Hann kom til þeirra með hægð. “Bróðir minn er ekki heima, svo eg kom yfir um. En hvað þið eruð út af fyrir ykkur með þess- ar veggsvalir ” “Geturðu séð tröppurnar?” “Já, mér gengur rétt eins vel og eg væri þaul- kunnugur hér.” K. stóð upp og skaut stólnum aftur fyrir sig. Hann var að hugsa um í snatri, hvað hann ætti að gera. Hann gæti dulist enn stundarkorn hér í myrkrinu. Bara að hann gæti komið Sidney inn í húsið, þá gerði ekkert til með annað. Til allrar hamingju var mjög dimt á svölunum. “Er nokkur veikur?” “Mömmu er ilt. Þetta er Mr. Le Moyne, og hann kannast mjög vel við þig.” Þeir tókust í hendur. “Eg hefi heyrt margt um Mr. Le Moyne. Unnu ekki piltarnir hér á strætinu sigur á Linburgurunum um daginn? Og eg held eg hafi heyrt, að Rosen- felds fjölskyldan eigi þér að þakka, að hún fær sextíu og fimm cents á dag og nýtur meiri friðar en nokkurn tíma áður. Þú ert vinsælasti maðurinn á öllu strætinu.” ..Það hefi eg ávalt heyrt að þú værir. Sidney, ef doktor Wilson er kominn hingað til þess að sjá moður þína — “Eg er að fara. Og doktor Wilson er mjög mik- ill maður, K., svo eg ætla að biðja þig að vera kur- teis við hann.” Málrómur Le Moynes vakti engan grun í huga Wilsons, en hann vakti endurminningar. 1 huganum var hann kominn yfir á Þýzkaland, til Berlínar án þess að hann fyndi nokkra ástæðu til þess, og var þar á gangi eftir vegi úti á landsbygðinni, og við hlið hans — “Yndælasta veður!” “Ágætt!” svaraði hann. Mannshugurinn er skrítinn. Síðan Miss Page fór út um dyrnar þarna, hefi eg ferðast til Berlín og heim aftur. Viltu ekki vindling?” “Nei, þakk fyrir, eg hefi pípuna mína hérna.” K. kveikti á eldspítu. Hann var ekki vitund skjálfhentur. Nú fyrst stundin var komin vildi hann helzt að öllu væri sem fyrst af lokið. Vang- inn á honum sást vel við glampann frá eldspítunni. Svo fleygði hann henni út yfir handriðið. “Það hefir máske verið rödd mín, sem flutti huga þinn til Berlín.” Max starði; svo stóð hann upp. Það var orðið dimt í kringum þá aftur, nema það lagði ofurlít- inn bjarma út frá pípunni. í guðs almáttugs bænum, maður! ” “Uss! Fólkið í næsta húsi hefir þann vonda sið að sitja rétt fyrir innan sóltjöldin.” “En — þú!” “Seztu niður. Sidney kemur aftur þegar minst varir. Eg skal tala við þig, ef þú situr kyr. Get- urðu heyrt til mín vel?” “Já,” eftir nokkra þögn. “Eg hefi verið hér, eg meina í bænum eitt ár. Eg heiti Le Moyne. Gleymdu því ekki — Le Moyne. Eg hefi stöðu við bókhald á skrifstofu gasfélagsins og fæ fimtán dollara um vikuna. Eg hefi ástæðu til að halda, að eg verði færður dálítið upp bráðum, og kaupið hækkar upp í tuttugu eða máske tutt- ugu og tvö”. Wilson hreyfði sig. Hann fann engin viðeigandi orð til að lýsa hugsunum sínum. Hann tók aðeins eftir sumu af því sem K. var að segja. 1 hugan- um var hann horfinn aftur í tímann, og var staddur í nafnkendi klíník. Og þarna var þessi maður and- spænis honum. Það var blátt áfrma óskiljanlegt. “Það er ekki erfið vinna og það er hættulaust. Þar er ekki líf manns í veði, þó að eg geri eitthvað rangt. Mér vildi það til einu sinn, fyrir eitthvað einum eða tveimur mánuðum. Það var stór villa. Eg varð að borga þrjá dollara úr mínum vasa fyrir hana. En — það var alt og sumt, sem hún kostaði. Það var auðheyrt á rödd Wisons, að það væri meira en hann ætti hægt með að trúa; hann var hryggur. “Við héldum að þú værir dauður. Það voru alls konar sögur á ferðinni. Þegar ár var liðið, þá hættum við allir að vona. Titanic hafði sokkið, og við vissum ekki nema að þú hefðir getað verið á henni. Eg — við settum upp minningartöflu um þig í skólanum í júní. Eg skrapp þangað til þess að vera við athöfnina.” “Látið þið hana vera,” sagði K. “Eg er dauð- ur að því er skólann snertir. Eg fer þangað aldrei aftur. Eg er nú Le Moyne. Og í guðs bænum vertu ekki neitt hnugginn mín vegna. Eg er ánægðari nú en eg hefi verið langa lengi.” Undrunin í rödd Wilsons var að byrja að breyt- ast í gremju. “En — þú sem hafðir alla hluti. Já, eg sem gerði uppskurðinn þinn í dag og eg hefi verið að monta af því altaf síðan.” “Já, eg hafði alla hluti um tíma. En svo misti eg það sem mest reið á. Þegar það vildi til, hætti eg. Alt, sem menn í okkar stöðu hafa er einhver viss aðferð, þekking, eða hvað þú vilt kalla það, og sjálfstraust — annað ekki. Viss atvik komu fyrir, komu fyrir aftur og aftur, svo eg hætti. Það er ekkert sorglegt við það. Mér þótti fjandi mikið fyrir því svo sem eitt ár. En nú er eg hættur að kvarta.” "Ef allir læknar tækju upp á því að hætta vegna þess,- að sjúklingar deyja hjá þeim. — En var rétt að segja þér, að eg gerði uppskurðinn þinn í dag. Það var rétt aðeins mögulegt, að maðurinn gæti Iifað. Svo eg herti upp hugann og reyndi það. Hann er dauður nú, vesalingurinn.” K. stóð upp þreytulega og hristi öskuna úr píp- unni út fyrir handriðið. “Það er ekki það sama. Þið teflduð þar báðir á tvær hættur, þú og maðurinn. Það sem fyrir mig kom var alt öðru vísi.” Hann stóð með pípuna í hendinni og horfði á ailantus-tréð, sem var krýnt stjörnum. I stað strætisins og kyrlátu húsanna sá hann menn, sem hann hafði þekt, starfað með, kent, vini sína, sem stöluðu hans máli, og sem höfðu margir hverjir elskað hann — hann sá þá standa í hóp fyrir fram- an bronze töflu, sem var greypt í vegginn í skól- anum gamla; hann sá andlit þeirra kyr og þögul og augun alvarleg. Hann heyrði — Hann heyrði fótatak Sidney í litla herberginu á bak við þá. 13. KAPÍTULI. 1 Fáum dögum eftir að Wilson komst að hver K. væri, bar tvent við sem var Sidney til mikils fagn- aðar: annað var það, að Christine bað hana að vera brúðarmey við giftingu sína; hitt, að hún komst í tölu hinna reglulegu hjúkrunarkvenna vi§ spítalann og fekk einkennishúfuna. Hún gat ekki farið heim það kvöld og það var enginn talsími í húsinu, svo hún skrifaði móður sinni fréttirnar og sendi líka miða til K. “Kæri K.! Eg hefi fengið inngöngu í spítalann fyrir fult og alt og einkennishúfan er kominn á höfuðið á mér. Eg er eins mikið upp með mér af því og ef eg hefði geislabaug um höfuðið og mér finst eg ekki hafa gert neitt til þess að verðskulda það, en eg vona að eg geri það, ef til vill, einnhvern tíma. Eg skrifa þessar línur á kommóðunni fyrir framan segil- inn, svo að þegar eg lít upp get eg séð sjálfa mig. Eg er hrædd um að eg hugsi rétt sem stendur meira um húfuna sjálfa, heldur en það sem hún táknar. Hún fer mér vel. Bráðum fer eg ofan til þess að sýna sjúklingun- um í minni stofu hana. Eg er búin að lofa því. Eg læðist inn, þegar næturhjúkrunarkonan er í önnum einhverstaðar og sný mér við í dyrunum, svo að þeir geti séð hana alt í kring, og segi ekki orð Þeim þykir gaman að þess háttar. Þú hefir verið mér mjög góður, kæri K. Eg á þér að þakka þessa ánægju mína í kvöld. Eg lofa því með sjálfri mér að vera mjög góð, ekki hégóma- gjörn, og að elska óvim mína, þó að eg eigi þá enga núna. Miss Harrison er rétt nýbúin að óska mér til lukku, og hún gerði það mjög vingjarnlega, og eg er viss um að aumingja Joe er búinn að gleyma og fyrirgefa alt. Nú fer eg að hlusta á fyrsta fyrirlesturinn. Sidney. K. fann miðann á litla borðinu í ganginum, þeg- ar hann kom heim um kvöldið og hann fór með hann upp á loft til þess að Iesa hann. Hafði hann haft einhverja óljósa von um að hún yrði ekki tek- ín ínn í spítalann sökum þess, að hún væri of ung, þá vissi hann, að hún hlyti nú að hverfa. Hann hélt á bréfinu í hendinni, þar sem hann sat við borðið sitt og horfði fram í tímann, þar sem ekkert var nema- auðn og tóm. Nei, ekki eintóm auðn; hún mundi koma heim við og við. En hún mundi verða meira og meira upptekin við vinnu sína í spítalanum. Hann grunaði líka, að þó að hann 'hefði haft emhverja von um að henni stæði ekki alveg á sama um sig, þá bætti það ekk- ert um fyrir sér að vera stöðugt þar í húsinu. Þar olli engin fjarvera neinum missýningum. Hann var þar altaf eins og Katie. Sidney var vön, þegar hún kom inn í dyrnar, að kalla á móður sína úr ganginum|' Ef Anna svaraði ekki strax, kallaði hún á hann og málrómurinn var sá sami. Hann hafði bygt umhverfis sig virki úr lífs- skoðunum sínum. Það hafði þolað mótmæli Wilsons. En varanlegar lífsskoðanir fást aðeins með löngum tíma; en hann var ungur enn. Stundum urðu varnir hans að engu. Djúp og óviðráðanleg þrá hélt hon- um í heljargreipum sínum, þegar hann hamaðist við hana og reyndi að berjast gegn he.mi. Nú eyðilagði bréfið frá Sidney alt jafnlyndi hans. Það særði hann, hversu opinská og blátt áfram hún var —ekki svo að skilja, að hann óskaði ekki eftir vináttumerkj um hennar, hann þráði miklu meira en það. Hann fleygði sér á grúfu á rúmið og kreisti blaðið í hendi sér. Bréfið frá Sidney var ekki eina bréfið, sem hann fékk um daginn. Þegar hann stóð á fætur og fór ofan til að borða, er Katie hafði kallað á hann, fðnn hann óopnað umslag á borðinu. Það var frá Max Wilson. “Kæri Le Moyne! Eg hefi gengið um eins og vankaður sauður í all- an dag. Og þetta er alt þokukendara fyrir mér, vegna þess, að eg aðeins heyrði rödd þína, en sá þig ekk; í gærkvöldi. Eg get ekki fengið mig tii þess að finna þig svona fljótt aftur. Eg hefi engan rétt til þess að þrengja mér upp á þig í einveru þinni. En það er samt ým- islegt, sem maður getur ekki látið óumtalað. Þú sagðir í gærkveldi, að það stæðu öðru vísi á fyrir þér. Eg veit það. Þú varðst fyrir einu eða tveimUr feiðinlegum slysum. Þekkir þú nokkurn mann í okkar stöðu, sem hefir ekki orðið fyrir því sama? Og ef þú heldur að eg viti ekki um þetta nógu vel, þá skal eg segja þér, að það var rætt um það ti! hlýtar í læknafélaginu, þegar talað var um minning artöfluna. Barnes gamli stóð upp og sagði: “Herrar mínir! við búum ailir í húsum, sem að meira eða minna leyti eru bygð úr gleri. Sá okkar sem ei syndlaus, kasti fyrsta steininum.” Þú hefðir svei mér átt að heyra til þeirra! Eg gat ekki sofið í nótt, sem leið. Eg tók bif- reiðina mína og ók um úti í landsbygð, og því lengra sem eg komst, því vitlausara fanst mér ástand þitt. Eg ætla ekki að fara að skrifa neinn þvætting um það, að heimurinn þurfi slíkra manna, sem þú ert með, þó að það sé satt. En læknastéttin þarf þeirra með. Að hugsa sér það, að þú sért að vinna á skrifstofu gasfélagsins meðan gamli O’Hara krukkar og gerir axarsköft og meðan eg reyni að bjargast með það litla sem eg hefi lært af þér! Það þarf þrek til þess að stíga niður af þeim tindi, sem þú stóðst á. Það er ekki af hugleysi að þú ert þar sem þú ert; en það er af misskilningi. Mér hefir dottið tvent í hug. Það fyrra er, að þú farir til baka þangað sem þú varst, og það væri best. Það hefir enginn komið í þinn stað, vegna þess, að það er enginn til, sem getur gert þitt verk. En sé það ómögulegt, og það veit enginn nema þú, því eng* inn nema þú, veit hvernig í öllu liggur, þá er þetta, sem eg nú ráðlegg það bezta, og eg gef þér þessa ráðleggingu með hjartans lítillæti. Taktu prófin, sem eru heimtuð hér í ríkinu undir því nafni, sém þú hefir nú og komdu svo í félag með mér. Þetta er ekki boðið af neinni örlæti. Eg fæ fjári mikið meira en eg gef. Hugsaðu um þetta, kunningi. M. W.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.