Heimskringla


Heimskringla - 03.10.1923, Qupperneq 6

Heimskringla - 03.10.1923, Qupperneq 6
6. BLAÐSIÐA. HLiMSKRINGLA WINNIPEG, 3. OKTÓBER, 1923 K Eftir Mary Roberts Rinehart. Þótt undarlegt nlegi virðast eru sumir menn, sem ómögulegt er að treysta í ástamálum, ekkert nema áreiðanlegleikinn gagnvart öðrum karlmönnum. Wilson, sem tók lífið létt og var ekki of vandur að matnum sínum, vissi vel að hann var að gera tilboð, sem þýddi það, að hann yrði á endanum minna met- inn sjálfur, en hann gerði það með glöðu geði. K. komst við af boðinu. Það var einimtt alveg eftir Max að gera þetta, og gera það þannig, að það væri eins og hann væri að biðja um greiða í staðinn fyrir að gera greiða. En hann hafði enga íöngun til þess að taka boðinu. Hann var búinn að leggja sjálfan sig á vogina, og hann hafði fund- ið sig Iéttan. Engin tafla í skólanum gat breytt því. Og um kvöldið, þegar Wilson kom yfir um, fann hann á veggsvölunum og bætti þrábeiðni við rök- semdir, varð honum ekkert ágengt. Hann sá, að það var ekki til neins að halda áfram, þegar K. fór að slá upp í spaugi. “Eg er ekki alveg gagnslaus 'þar sem eg er, eins og þú veizt, Max”, sagði hann. “Eg hefi ræktað þrjá tómateplaplöntur í sumar, alið upp ketlinga, hjálpað til að unditbúa tilbúning á brúðarfatnaði og aðstoðað við að velja veggjapappírinn í herbergið hér fyrir innan — tókstu eftir honum? — og svo hefi eg æft strák í því að kasta knetti, sem fer í sveig yfir knatttréð eins og brestur í beini kring- um spelkur.” “Fyrst þú tekur þessu eins og gamni — “En góðurinn minn”, sagði K., “ef eg gæti ekki gert að gamni mínu, þá skyldi eg skrúfa frá gasinu í kvöld og fara með háum hrotum inn í eilífð- ina. Eftir á að hyggja, það er nokkuð, sem eg gleymdi! ” “Hvað, eilífðin?” “Nei, meðal annars sem eg hefi verið að fást við er það, að leggja rafmagnsvír í stofuna héma. Brúðarefnið býst við að fá rafmagnslampa í brúð- argjöf, og — ” Wilson stóð upp, kastaði frá sér vindlingunum út í grasið og sagði með hálfgerðri þykkju: “Eg vildi að eg gæti skilið þig! ” K. stóð upp líka. Tilfinningin, sem hafði legið bæld niður meðan á samtalinu stóð, kom í ljós á sfðasta augnablikinu. “Eg er ekki eins vanþakklátur og þú heldur, Max”, sagði hann. “Eg — þú hefir hjálpað mikið. Vertu ekki að hugsa um mig. , Mér líður rétt eins vel og eg á skilið og miklu betur, er eg vissi um. Góða nótt.” “Góða nótt.” Þetta óvænta vildarboð Wilsons hafði undarleg áhrif á K. — Það var sem hann vissi ekki hvað hann ætti að halda um hann. Hann gat séð það, að Sid- ney var altaf að verða blindari og blindari, sökum þess, hve henni leizt vel á hinn unga lækni. Áður hefði hann getað varað hana við honum; nú hafði hann bundnar hendur. i Hann gat líka séð að Max leizt vel á hana. Hann hafði oftar en einu sinni flutt hana til spítalans í bifreið sinni. Le Moyne, sem ekki vissi hvernig hann ætti að snúa sér, sá fram á tvent, og hvomgt var gott. Þetta gæti haldið áfram svona á leyfi- legan hátt og endað með giftingu. Það yrði eins árs hamingja fyrir hana, og svo kæmi það, sem gifting með Max eins og hann þekti hann, hefði óhjákvæmi- lega í för með sér: hann yfirgæfi hana um tíma, Tœmi svo aftur heim íðmnarfullur, yrði henni ó- trúr og hún yrði óhamingjusöm Eða það gæti orð- ið skárra, en samt nærri því eins hamingjusnautt fyrir hana. Max kastaði, ef til vildi allri gætni frá -ser og elti hana um tíma — K. hafði séð hann gera það — og svo, þegar hann væri orðinn þreyttur, færi hann að hugsa um einhverja nýja. En hvort sem nú yrði, gat hann aðgins biðið og horft á, með vonleysið í 'hjartanu á löngu kvöldum, er hann sæti með pípuna sína á veggsvölunum; en Anna læsi í sínum “daglegu hugleiðingum” upp á lofti. Sidney var látin taka við næturhjúkrun skömmu eftir að hún var tekin í tölu hjúkmnarkvennanna. Fram að þessu hafði hennar reglubundna líf skifst í tvent: daginn er maður vann og lék sér, og nótt- ina, er maður svaf. Nú varð hún að sætta sig við að breyta þessu, nú varð hún að vinna á nótt- unni, en sofa á daginn. Það gerði alt svo ónáttúr- legt og mglingslegt. Hún bætti við á skýrsluna eft- ir fyrstu nóttina, því sem hún gat munað úr ofur- litlu kvæði eftir Stevenson; hún bætti því við aðal- skýrsluna, sem var á iþá leið, að alt hefði verið kyrt Um nóttina nema nágrennið. Og finst þér ekki furðu hart, þá fagurt loftið er og bjart, og mann langar til að Ieika frí, að labba sneyptur rúmið í?” Aðstoðar hjúkrunarkonan, sem tók við um morguninn, rakst á þetta og þótti það heldur en ekki hneyksli. “Ef þær, sem vaka á nóttunni”, sagði hún, og var í illu skapi, “eyða tímanum til þess að yrkja, þá held eg að væri bezt að gera spítalann að kvennaskóla. Og ef hún vill kvarta um hávaðann á strætinu, þá ætti hún að gera það eftir réttum reglum.” “Eg held hún hafi ekki ort þetta sjálf”, sagði yfirsjúkrunarkonan og reyndi að brosa ekki. “Eg hefi einhverstaðar heyrt eitthvað sem er líkt því áður; og eg get ekki séð hvernig nokkur getur sofið í hitanum, með ait skröltið og umferðina fyrir nið- an.” En vegna þess, að alt varð að ganga eftir sett- um reglum, skrifaði hún á blaðið, sem aðstoðar- hjúkrunarkonan bar inn: “Gerið svo vel að skrifa skýrslurnar í óbundnu máli”. Sidney svaf ekki mikið. Hún lagðist til hvíldar í litla rúminu sínu .klukkan níu n morgnana, eftir að hún hafði fléttað á sér hárið og lesið bænirnar sínar og strax fóru allskonar myndir að þjóta í gegn- um huga hennar — Christine að gifta sig, doktor Max gangandi fram hjá dyrunum og horfandi inn í stofuna, þar sem hún var ekki, Joe qg jafnvel Tillie, sem nú var orðin nafnkend á “strætinu” fyrir það, sem hún hafði gert. Hún hefði fáum mánuðum fyr ekki kært sig að hugsa um Tillie; hún hefði fundið handa henm einhvern stað á landi gleymskunnar. En siðvenjur “strætisins” höfðu ekki hald á huga hennar nú. Hún braut heilann töluvert um Tillie og Grace og stúlkur af henn^r tæi. Fyrstu nórtina^ sem hún vakti í spítalanum, var stúlka flutt inn í slofuna hjá henni. Hún hafð; tekið inn eitur — enginn vissi hvaða eitur. Þegar læknanemarnir höfðu reynt að komast eftir því, hafði hún bara svarað: “Til hvers er það?” Og svo hafði hún dáið. Á morgnanna, þegar Sidney gat ekki farið að sofa, velti hún fyrir sér, hvers vegna þetta ætti sér stað. Fólk væri gott — menn væru í raun og verU góðir — en samt, hvernig sem á því stæði ættu þessir hlutir sér stað. Hvers vegna? Eftir nokkurn tíma gat hún sofið stund og stund. En klukkan þrjú fór hún altaf á fætur. Það leið ekki Iangur tími áður en svefnleysiseinkennin fóru að sjást á henni, Það komuu holir hringir kringum augun og hún varð fölari. Frá klukkan þrjú til fjögur á morgnanna var hún alveg úrvinda af svefni. Það lá hegning við því að sofa í vinnutímanum. Gamli vökumaðunnn var vanur að læðast og koma að manni, þegar maður dottaði. Næturhjúkrunar- konurnar óskuðu þess, að þær mættu festa bjöllu við hann. Það var hepni fyrir hana, að það þurfti að mæla hita sjúklinganna klukkan fjögur; hún vaknaði við það. Svo fór að heyrast skrölt í mjólkurvögn- um og það fór að slá bjarma af upprennanadi sól á húsaþökin. Tvisvar á nóttu, með kvöldverði, og svo aftur undir morguninn, drakk hún sterkt ,svart kaffi. En eftir eina eða tvær vikur voru taugarnar á henni allar úr lagi. Hún hafði lítið herbergi, til að sitja í, sem var fast v;ð þrjár sjúkrastofur, er hún átti að líta eft- :r. Hún sat mjög sjaldan kyr. Hún fann mikið til ábyrgðarinnar, sem á henni hvíldi og hún fór marg- ar eftirlitsferðir um stofurnar. Þessar síðsumars- nætur voru fullar af einhverri órósemi. Stofurnar voru líkastar dimmunt hellrum með ofurlitla Ijósglætu fremst frammi við dyrnar. Út úr þess- um hellrum komu órólegar raddir, þrusk og glamr- ið í botlum, sem var barið við rúmhliðarnar, og sem var merki um þorsta. Eldri hjúkrunarkonurnar reyndu að komast hjá ónæðinu eins mikið og þær gátu. Þær voru orðnar þreyttar og bollaglamrið var í eyrum þeirra miklu fremur merki ónæðis en þorsta. Þær komu stund- um til Sidney og vöruðu hana við. “Stöktu ekki upp til svona, barn; þeir eru ekki að deyja úr þorsta.” 1 “Já, en ef maður hefir hitasótt og er þyrstur “Hvað ætli þeir séu þyrstir! Þeim bara leiðist og þá langar til að sjá einhvern.” “Þá,” var Sidney vön að segja uro leið og hún stóð upp,t“geta þeir fengið að sjá mig.” Þær eldri sáu, að hún fékst ekki til þess að draga af sér. Þeim þótti vænt um hana, og þær sjálfar höfðu einnig byrjað með fætur reiðu- búna að hlaupa og hjúkra þeim; en hinar óendan- legu kröfur, sem hofðu verið gerðar til þjónustu þeirra, höfðu dregið úr þeim alla fórnfýsi. Þær voru duglegar, stiltar, fljótar að hugsa, lögðu sig fram í það ýtrasta; en það var sá munur á þeim og Sidney, að þjónusta þeirra var þjónusta heilanas, en hennar þjónusta var þjónusta hjartans. í þeirra augum var sársauki eitthvað, sem bar að setja nið- ur á skýrslu, eij hjá henni þryktist hann óafmáanlega á sál hennar. Carlotta Harrison tók við næturvinnu tímabilið hennar, en hið fyrsta hjá Sidney. Hún tók því of- ur rólega. Hún leit eftir þremur stofum á næsta gólfi fyrir neðan, þar sem Sidney var, og í viðbót stofunni, sem sjúklingar, er þurftu tafarlaust lækn- ishjálpar með, voru fluttir í. Verkið var erftitt, ef til vill, hið erfiðasta í öll- um spítalanum. Það leið varla svo nokkur nóti, að einhver væri ekki fluttur inn í sjúkravagni. Venju lega var ein hjúkrunarkona látin vera yfir þessari stofu á nóttinni. En nú var spítalinn alveg fullur. Sein sumarleyfi og veikindi höfðu tekið margar burt, sem voru í hjúkrunarkvenna skólanum. Carlotta bara ypti öxlum, en henni var fengið tveggja verk ið leysa af hendi. “Eg hefi altaf haft nóg að gera hér,” sagði hún. “Þegar eg verð búin hér, þá annaðhvort get eg annast um heilan spítala ein, 'eða eg verð bor- in út dauð.” Stdney þótti vænt um að hafa hana nálægt sér Hún þekti hana betur en hinar hjúkrunarkonurnar. Yms smávegis vandræði voru altaf að koma fyrir, sem hún vissi ekki hvernig hún ætti að ráða fram úr. Að minsta kosti einu sinni hverja nótt heyrði Miss Harrison lágt hvísl úr stiganum milli loftanna og sá Sidney rjóða og með húfuna ofurlítið skakka á höfð- mgu beygja sig yfir handriðið. “Mér þykir mjög slæmt að gera þér ánæði’ en það er maður uppi, sem vill ekki taka hitasóttar- baðið”, eða, “það er kona hér, sem neitar að taka inn meðalið sitt.” Svo skiftust á skjótar spurn- ingar og svör. Þó Miss Harrison væri illa við Sid- ney, og óttaðist hana, kom henni aldrei til hugar að neita henni um hjálp sína. Ef til vill reiknast henni það til inntekta síðar. Sidney sá í fyrsta skifti mann deyja skömmu eftir að hún tók við næturstörfunum. Það var það óttalegasta’ sem hún hafði nokkum tíma séð, en samt var það rólegur dauði eftir því sem gerist. Það kom svo hægt og rólega, að hún vissi í raun og veru ekki hvenær sjúklingurinn dó, þar sem hún stóð með úrið, sem K. hafði gefið henni, í hend- inni. Það var hálfdimt bak við litla tjaldið, sem var umhverfis rúmið. Eitt augnáblik hreyfðist á- breiðan meðan sjúkiingurinn var að reyna að ná andanum svo lá hún grafkyr. Eftir það var öllu lokið. En henni fannst það ógurlegur atburður. Að hugsa sér það, að lífið jafn máttugt og voldugt og það væri, gæti endað svona lítilfjörlega að bar- áttan skyldi æfinlega enda með þessari. .uppgjöf. Henni fanst sem hún mundi ekki geta þolað það. Þessi nýja ráðgáta um dauðann bættist nú við allar hinar um lífið. Henni varð mörg skissan á sem von var til, en hinar hjúkrunar'konurnar voru velvliljaðar og gleymdu að geta um þær. Hún skildi eftir ílát, þar sem þau áttu ekki að vera og það siæddust villur inn í skýrslurnar hjá henni. Eina nótt skolaði hún hitamælirinn sinn í heitu vatni og gerði einum læknanemanum heldur en ekki hverft við með því að gera honum þá orðsendingu’ að einn sjúklingur- inn hefði hundrað og tíu stiga hita. Hún let sjúkling, sem var með óráði, sleppa út úr stofunni og þjóta ofan öryggisstigann utan á spítalanum, áð- ur en hún gat áttað sig. En hún vann sér líka það til frægðar að hlaupa sjálf á eftir honum og koma honum ein upp aftur. “Strætið” lagði af sér hversdagsfötin og skrýdd- ist brúðarklæðum þegar kom að því að Christine og Palmer Howe giftu sig. I byrjun fanst sumum sem ýms aukaatriði væru óþörf. “Það á að vera tjald frá húsdyrunum og fram á gangstétt, og svo á að hafa lögregtuþjón,“ sagði Mrs. Rosenfeld, sem um þessar mundír hafði stöð- uga vinnu hjá Lorenz fólkinu. Og það á að vera annað tjald við kirkjudyrnar og rauður dúkur breiddur á jörðina.” Mr. Rosenfeld var kominn heim og var að taka sér langa hvíld eftir alt erfiðið. “Og svo ef að það skyldi nú ekki rigna’ hvað þá?” Gyðingablóðið í æðum hans sagði til sín. “Og annar lögregluþjónn við kirkjuna,” sagði Mrs. Roseníeld og var heldur en ekki upp með sér “Hvert vegna er það að bjóða fólki, ef það þorir ekki að treysta því?” En þetta umtal um lögregluþjóna átti ekki sem bezt við hann. Það minti hann á svo margt, sem hefði betur verið gleymt. Hann stóð upp og leit illilega til konu sinnar. , ’n. “Þú getur skilað frá mér til sonar okkar, sagði hann, “að þegar hann sitji þarna í bifreið- inni og hafi ekkert að gera og sjái mig koma gang- andi á strætinu’ þá eigi hann að koma, ef eg kalla á hann, og skreppa með mig spottakorn. Það er þó helzt vit í því, að eg gangi þegar hann er að álpast um í bifreið,! Og svo er nokkuð annað. Hann snéri sér að konu sinni.og varð enn illilegri. “Ef eg kemst að því að hann sé að slæpast í vín- sölukrám út með öllum vegum, þá skal hann eiga mig á fæti! ” Giftingarathöfnin átti að fara fram klukkan fimm. Þetta var þvert á móti góðum og gildum venjum þar á strætinu. Þar fóru giftingar æfinlega fram annaðhvort snemma á morgnanna í kaþólsku kirkjunni, eða klukkan átta á kvöldin í presbýtera kirkjunni. Það var eitthvað alveg óþekt og fífl- djarft að gifta sig klukkan fimm. Strætisbúarnir voru hálfsmeykir við það. Þeim fanst að þess konar gifting gæti varla verið lögleg. Karlmennirnir komust í mestu vandræði með að ráða fram úr því, hvernig þeir ættu að vera klæddir. Doktor Ed gróf upp gamlan svartan fralkka og lét setja svartan borða í hálsmálið á vestinu. Mr. Jenkins, kaupmaðurinn, sem seldi fólki þar daglegar nauðsynjar til matar leygði sér frakka og keypti sér nýjan panamastráhatt. Bóksalinn heyrnar og mál- lausi, sem var í fæði hjá Mts. McKee og sem ekki hafði hugmynd um hvað gekk á í kringum hann, af því hann heyrði ekki neitt, fékk sér lánuð kjólföt’ og hélt svo altaf þaðan í frá, að hann hefði verið eini maðurinn í kirkjunni sem var rétt klæddur. Wilson yngri átti að vera einn þeirra, sem vís- uðu til sætis. Þegar nöfnin komu út í dagblöðunum og þar með að Sidney ætti að vera brúðarmær fóru sfúlkurnar í hjúkrunarskólanum að gerast heldur forvitnar. Ein, sem var nýkomin þangað, var send út af örkinni’ til þess að komast á snoðir um auka- atriðin. Það var á giftingardaginn sjálfan, og Sid- ney, sem hafði ekki farið í rúmið, sat úti við glugga í svefnloftinu og var að þurka á sér hárið í sólskin- inu. Stúlkan var í vandræðum. “Eg — eg var að hugsa um”, sagði hún, “hvort þú mundir vilja lofa stólkunum að koma inn og sjá þig’ þegar þú ert búin að búa þig.” “Já, það er sjálfsagt.” “Það er víst alveg voðalega gaman, er það ekki? Og verður ekki doktor Wilson í kirkjunni? Á hann ekki að leiða fólkið til sætis?” Sidney roðnaði. “Jú, eg héld það.” “Gengur þú um eftir kirkjugólfinu með honum?” “Eg veit það ekki. Það hafði æfingu í gær- kvöldi, en eg gat náttúrlega ekki verið þar.” Stúlkunni hafði verið sagt að komast eftir fleiru; svo hún tók blævæng og fór að hjálpa Sid- ney tii að þurka hárið á sér. “Þú hefir þekt doktor Wilson lengi, er það ekki?” “Já, fjölda mörg ár.” “Hann er fjarskálega fallegur?” iSidney hugsaði sig um. Hún var farin að þekkja skólann. Skyldi stúlkan vera að reyna að veiða upp úr henni? “Eg get ekki svarað því án þess að hugsa mig um , svaraði hún með gletnissvip í augunum. “Maður veit varla, hvort einhver er fallegur eða ekki, þegar maður þekkir hann fjarska vel.” “Eg býst við”, sagði stúlkan og handlék löngu hárlokkana, “að þú sjáir hann oft, þegar þú ert heima.” Sidney stóð upp, tók í axhrnar á stúlkunni, snéri henni við að dyrunum og sagði brosandi: “Farðu og segðu stólkunum að koma og sjá mig, þegar eg er búin að klæða mig, og segðu þeim að eg viti ekki, hvort eg geng inn í kirkjugólfið með doktor Wilson eða ekki, en eg vona það, eg sé hann oft; mér líkar ágætíega við hann og eg vona að honum líki vel við mig; og mér þykir hann mjög fallegur.” Hún ýtti stúlkunni fram í ganginn og lokaði hurðinni á eftir henni. Skilaboðin komust alveg orðrétt til Carlottu (Harrison. Augu hennar leyftruðu. Hún furðaði sig á hve djarflega þau voru. Sidney hlaut að vera mjög örugg með sjálfa sig. Hún hafði heldur ekki sofið þennan dag. Þeg- ar stúlkan sem færði henni fréttirnar var farin, lá hún kyr með hendurnar undir höfðinu og starði upp í loftið á litla herberginu sínu. iHún sá Sidney hvítklædda ganga inn eftir kirkju- gólfinu; hún sá hópinn við altarið; og hún var alveg hárviss um það, að augu Max Wilsons mundú ekki hvíla á brúðurinni heldur á stúlkunni, sem stæði við hiiðina á henni. Það einkennilegasta af öllu var, að Carlotta vissi að hún gæti komið í veg fyrir giftinguna, ef hún vildi. Hún hafði komist á snoðir um dálítið, sein var þannig, að mörg gifting hefði orðið að engu, ef það yrði uppvíst og jafnvel þó minna væri. Hún var jafnve: að hugsa um það’ að hætta við gift- inguna, ti! þess að Sidney skyldi ekki ganga inn eftir kirkjugólfinu með doktor Max. Einni klukkustund fyrir giftinguna varð hlé á undirbúningnum, sem hafði haldíð áfram látlaust í heilan mánuð. Alt var tilbúið. í eldhúsinu voru hlaðar af diskum, svertingjar til að bera á borð- in, ísrjómaílát og Mrs. Rosenfeld, alt í einni fylkingu. Brúðurinn sat, á þessum sínum heiðursdegi’ uppi á hanabjálkalofti fyrir framan lítið spegilborð, sem hafði verið boðið upp handa henni. Öll herberg- in á neðra lofti voru full af gestum og gjöfum. Blómsalarnir voru í önnum í herbergjunum fyr- ir neðan. Smástólkurnar, sem áttu að fylgja brúðurinni, stóðu í stiganum! og litu niður í hvert sinn og dyrabjallan hringdi og kölluðu svo upp til brúðarinnar. “Annar kassi, Christine. Það lítur út eins og það væru diskar í viðbót., Hvað ætlarðu að gera við þá alla?” “Nei, og hér er einn af nágrönnunum, sem viil fá að sjá þig. Segðu að þú getir ekki tekið á móti gestum núna.” Christine sat ein í herberginu. Stúlkunum hafði verið stranglega bannað að koma inn til hennar. “Eg hefi ekki haft tíma til að hugsa í heilan mánuð”, sagði hún, “og eg hefi nokkuð að hugsa um’ sem eg verð að gera út um.” Þegar Sidney kom þá sendi hún eftir henni. Þegar Sidney kom til hennar, fann hún hana sitjandi á bakbeinum stól í brúðarkjól sínum og með brúð- arblæjuna breidda út á dálítið borð. “Lokaðu hurðinni”, sagði hún, og þegar Sidney hafði kyst hana, bætti hún við: “Mér liggur við að hætta við það alt saman.” “Þú ert þreytt og kvíðafull, það er alt og sumt.” “Já. eg er það. En það er þó ekki það sem að mér gengur. Legðu blæjuna einhverstaðar til hlið- ar og seztu niður.” Christine hafði borið rauðan lit í kinnarmr á sér, það sást að eins votta fyrir því. Sidney hélt að brúðir ættu að vera fölar í framan. En undir aug- unum á henni voru baugar, sem Sidney hafði aldrei séð þ ar áður. “Eg ætla nú samt ekki að gera neina vitleysu, Sidney, “eg held auðvitað áfram með það. Það legði mömmu í gröfina, ef eg gerði nokkurt uppistand / ** nu. Hún snéri sér að Sidney alt í einu. “Palmer hélt ógiftum kunningjum sínum sam- sæti í klúbbnum í gærkvöldi. Þeir drukku meira en góðu hófi gegndi. Einhver símaði pabba í dag og sagði, að Palmer hefði helt fullri flösku af kampavín í pianóið. Hann hefir ekki komið hér í dag.” “Hann kemur. Og það er ekki víst að það hafi verið hann sem gerði þetta.” “Það er ekki það, sem eg er að hugsa um, Sid- ney. En eg er hrædd.” Fyrir þremur mánuðum hefði Sidney ekki get- að huggað hana, en hún hafði breyzt mikið síðustu þrjá' mánuðina. Sjálfsánægjulegu, innihaldslausu setningarnar’ sem hún hafði lært að nota í æsku voru nú ekki samkvæmar sannleikanum. Hún lagði handlegginn um herðarnar á Christine.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.