Heimskringla - 21.11.1923, Blaðsíða 2

Heimskringla - 21.11.1923, Blaðsíða 2
2. BLAÐ3IÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 21. NÓV., 1923. Grœnland. Danskt bla5 segir Dönum til syndanna. DaÉnska blaðið “Söfarten”, sem er málgagn clansikrar verzlunar og siglingar, ritar á þessa leið eigi alls fyrir löngu: Á þýzkurn landabréfum yfir Suð- wrjótland er prentað með stórum eldrauðum stöfum: “Nú sem stendur danskt!” Á dönskum 'GríBnlandskortum stendur álík heimska, nfl.: Aðgangur bannaður! Einokun hinnar konungl. græn- lensku 'verzlunar á Yestur-tGræn-i landi er í sannleika sama sem “Að- gangur bannaður!” Og heimskuieg- ast af öllu þessu er það, að bannið gildir eigi aðeins fyrir útlendinga, en einnig fyrir eigendur landsins — danska borgara. Nú hafa menn ráðist í þá heimsku að teygja girðinguna, svo að hún nái einnig til Austur- Grænlands, þá lentum við f deilu við Noreg. — Ef Noregur hefði borið fram jafn heimskulega einokunarkrö.fu til Svalbarða (Spitsbergen), þá hefðu stórveldin aldrei warnþykt hana; og vér ætlum aðeins að benda á að hin dans>ka einokun verður að lokum þess valdandi, að við missum Austur-Grænland. Norska Stórþingið hefir nú boð- ið Danmö.rku til samningagerðar á frjálsum grundvelli. Þar með búið að segja, að eigmarréttur vor á Grænlandi sé ekki óyggjandi. 'Og líti maður á sleifarlag það, er til þessa hefir ráðið f Grænlands- stjórn vorri, hina óhæfu einokun og hik stjómarinnar, er aðeins eitt að segja, að við höfum ærlega unn- ið til þess.” GÞetta eæu orð blaðsins, sem þó eðlilega lítur á málið frá aldönsku sjóniarmiði. — Eins og kunnugt er hafa nú norsku og dönsiku Græn- landsmefndirnar sezt á rökstóla fyrir skömmu í því skyni að skera úr, ihverjir séu hinir réttu eigend- ur” Grænlands, Danir eða Norð- rnenn. En ísilendingar sitja hjá og þogja, (nema Einar Ben.), og er þeirra því að litlu getið sem von er. — Þó er munað eftir okkur, fremur en vér eigum skilið í þessu máii. Skal eg sýna fram, á það með því, að biðja blaðið fyrir stutta en mjög merkilega grein, er nýskeð .hefir staðið í stærsta og víðlasnasta blaði Noregs. Helgi Valtýrsson. — “VÍBÍr”. ----------XXX--------- Um séra Jón Sveinsson. í þýzku tfmariti, sem heitir "Die Bucherwlelt” (bókaheimurinn), birt ist nýlega grein um landa vorn, pater Jón Sveinsison, eftir þýzkan ritdómara dr. Peter Scherer. Les- endur Eimreiðarinnar hafa séð smá vegis um og eftir Jón Sveinsson, en þeim irain eigi að síður forvitni á að sjá, hvað um hann er sagt er- lendis, og birtist hér því aðalefni greinarinnar. Greinin byrjar á að lýsa æsku hans hér heima, sem hann lýsir evo yndislega í sumium bókum sín- iim, t. d. Nonna og Manna og Sól- skinsdögum, svo og för hans til Erakklands o.g námsárum. Síðan heldur höf. áfram: “Ár fræðslu og ferðaiaga voru nú úti. Jón Sveinsson starfaði í Dan- mörk sem yfirskólaprófessor til 1912, en hin erfiðu kenslustörf þar og um fram alt skilningsleysi yfir- manna hans, sviftu hann getunni að starfa sem rithöfundur. Þegar hann fyrst eftir 25 ára burtveru hafði 1894 heimsótt ættjörð sína, á- sam|t einum lærisveina einna, ritaði hann á dönsku sína fyrstu bók og varð að nota næturstundir til þess. Titillinn er “Millum fss og eld»”. Bókin var síðan þýdd á þýzku. Á eftir kom önríur bók á dönsku “íslands blóm”, sem einnig kom út á þý^ku. Þar að auki ritaði Jón Sveinsson á þessum árum smá- eögur í dönsk og frakknesk tímarit. Æfiferill hans og mentun höfðu veitt honum stórmikla málakunn- áttu. Auk móðurmálsins fslenzk- unnar talar hann og ritar frakk- nesku, þýzku, ©nsku, dönsku og latínu, og norsku skilur hann og talar, en í sænsku, grísku og hebresku heldur hann þeirri kunn- áttu, er hann fékk í skóla. Langvinnur sjúkleiki neyddi hann 1912 til að skifta um verustað. 1 Feldkirch, íékk hann eigi einungis heilsubót, heldur einnig frelsi og næði til skáldskapar. Á fáum mán- uðum skapaðist hin dýrlega bók Nonni, sem kom út hjá Herder 1913, og setti hún í einni svipan höfund- inn í fremstu röð þýzkra söguskálda. Sannariegt skáld hafði þama feng- ið réttan útgefanda. Fyrir utan ritgerðir handa þýzkum, austurrísik- )um og norrænum) tímaritum og söguna Nonna og Manna, sem var prýði Jesúíta Almanaksins 1914, komu síðar öll rit Jóns út hjá “Frei- burger Waltverlag”, Sól.skinsdagar 1914, Prá íslandi 1918, Borgin við hafið 1922. , List séra Jóns er algerlega sjálf- stæð og 'Styðst eigi við neinar fjrr- irmyndir. Hún er hugnæm sem saga, yndislega tilgerðarlaus, með málverkslegum glöggleik og há- skáldlegri tilfundningu. Hvort sem hann lýsir hinum einföldu og ynd- islegu siðumi og venjum landa sinna og náttúru ætbareyjarinnar með eldfjöllum hennar og hverum, jöklum og hraunum eða hann seg- ir frá atburðum úr lífi drengsins á leiðinni frá íslandi til Danmerkur ellegar hann skýrir frá hrifningu sinni, er hann smámsamian sér stór- borgar menninguna, þá er hann á- valt leiddur af öruggri. eðlishvöt góðskáldsins. Æfintýri hans eru eiginreyndir óspilts drengs, sem með leikfuliu þreki og broehýrri grunleysu heilibrigðrar æsku, gong- ur beint á móti hættunni. Hinir á- hrifaríku viðburðir og hinar elsku- legu smámyndir, sem hann raðar umhvefis þá, er alt fult óumræði- legum yndLsleik. Hversu heilnæmt gagnstæði við æskulýðsrithöfund- inn Karl May, sem með sínum draumórafullu ferðasögum, jafnt ó- sönnum innra og ytra, sundurslítur taugarnar, offyllir .heiiann og rang- hverfir siðgæðiskend æskulýðsins með sínu ofurviðkvæma ívafi af upp- gerðar ráðvendni. Mikilvægi séra Jóns í þýzkri rit- smíð nútímans er einróma viður- kent af ritdómurum sem Mueker- mann, Gardanus, Federer Keckeis o. fL, en hann er og á bezta vegi með að verða beimisfrægur. í vel- flestunt löndum Evrópu, í Afríku, Suður- og Norður-Ameriku og jafn- vel í Kínaveldi þekkja roenn. nafn hans. Því að flest af verkum hans eða einstakir kaflar úr þeim eru þýdd á fjölda erlendra tungna. Menn lesa rit hans á spánversku, portugölsku, frakknesku, ensku, [hollensku, dönsku, norsku, pólskro ungversku, tjekknsku, króatisku, ftölsku, íslensku og kfnversku. Það er eigi unt að sjá útyfir hans per- isónulegu og bókmentalegu sanir bönd. Erindi hans, flutt í skólum félögum og vísindafélögum uban- lands og innan, skifta þúsundum.” J. A. — “Eimreiðin”. -----------x------------ Frú Christofine Bjarnkéðinsson Fyrsta hjúkrunarkonan á íslandi. Það eru 163 ár síðan þjóðin eign- aðist í fyrs.ta sinni lækni með fullri læknisment; — maðurinn var Bjami Pálsson landlænir. Það eru ekki nema 25 ár síðan þjóðin eignaðist í fyrsta sinni hjúkrunarkonu með fullri hjúkrun arment — konan sú er frú Bjarn- \ héðinsson. Eg sé það í blöðunum, að þjóð- inni þykir vænt umi Laugames- 'spítaiann, sarfsmennina þar og aumingja sjúklingana, og það er til vonar. því að Laugamesspítal- inn er látiausasta og hreinskiln- asta mannúðarverkið, sem þjóðin hefir unnið síðaneg man til manna. Hvaða afskifti eg hefi haft af því máli — það kemur ekki þessari sögu við. Allir vita, að það voru danskir Oddfellowls, sem gáfu okkur hús- ið í Laugamesi, holdsveikrahúsið, eitt allra fríðasta og veglegasta hús ið á landinu. 8vo var það þegar spítalinn var í smíðum að við áttum einu sinni tal saman, Dr. Petrus Beyer og eg, þess efnis: — Hafið þér til brúklegan lækni? — Það hugsa eg, en — þótt synd sé frá að segja — þá hefi eg enga míentaða hjúkmnarkonu. — Hana skuluð þér fá. — Hún verður að vera af besta tægi — og eg veit reyndar vel, að. þið í Danmörku erað víðfrægir fyr- ir ykkar ágætu hjúkranarkonur. — Hún skal koma; hún skal ekki bregðast, og hún skal vera af besta tægi, sagði Dr. Beyer. Svo var það hauistið 1898, — eg hafði verið í Noregi. fyrir tveimur árum, skoðað aila holdsveikraspítal ana þar, en þar voru holdsveiki-s- varnirnar 50 ára gamlar. hér ættu þær að byrja, og eg var viðbúinn einhverju verru hér — til að byrja með. Það komj líka á daginn. Eg hefi aldei á æfi minni. séð aðra eins hrygðarsjón og fimtíu fyrstu sjúk- lingana í Laugamesi, vanrækta aumingja víðsvegar af landinu. ,Eg verð að játa það, að eg ,stóð eins og steini lostinn. . Þá var það einu sinni þegar eg kom út, eftir að þessi ágæta, full- mentaða hjúkrunarkonan á íslandi I sagði við mig: — Doktor, þetta er hræðilegt. — Já, en það verður að gerast. — Og það skal líka verða gert, sagði hún. Hálfnað er verk þá hafið er. Það vita ekki margir, hvaða erfiði. hún drýgði f Laugarnesi, þessi okkar fyrsba lærða hjúkrunarkona, fyrstu árin, sem við vorum að safna sam- an aumingjunum — erfiðustu árin Eg veit það, prófessor Sæmundur veit það og, og þeir ellefu sjúkling- ar, sem enn eru á lífi af þeim, sem hún hjúkraði í Laugarnesi — þeir vita það. (Bg hefi orðið svona margorður um Laugarnes, af því eg býst við að starfsemi þessarar elstu hjúkrun- arkonu landsins þar úti sé flestum úr minni. liðin. En svo er annað eftir, tvent annað. Allir vita að frú Bjarnhéðinsson hefir verið og er líf og sál í einni fegurstu framtakssemi íslenskra kvenna — heitir “Líkn”. Og við læknarnir vitum að það er henni að þakka að nú er að skapast ný og nauðsynleg stétt í landinu, hjúkrunarkvennastétt. Síðan eg kom til vits og ára veit eg ekki til — nei, eg segi ékki meira en eg meina — eg veit ekki til að nein kona hafi unnið annað eins fyrir heilbrygðishagi landsins og frú Bjamhéðinsson, fyrsta og elsta hjúkrunarkonan okkar. Núna 1. október voru liðin 25 ár síðan frúin hóf starfsemi sína hér á landi. G. Björnson. — Morgunblaðið. ----------xx-x---------- Við lát Einars Jónsson- ar málara. Fallin eru blómin í fjallanna hlíð; sólhvörfin nálgast með svartnættis- tíð. 8akna’ eg þeirra stunda, er sólin bjartast skein; ylur hennar sefar öll okkar mein. Sumartíðin svalar sárri hjartna þrá ‘Tagurt er á fjöllum”, en fegurst er þar þá. Vissi eg það vinur, að varstu sól- skins barn, — ífylgd við það bjarta til framsókn- ar gjarn. Vissi eg að stórmennin virtu mis- jafnt þig; þau iíta á guð sinn, og þar næst á sig. Listgyðjunni vigðir þú líf þitt og starf, með lotningu hún lítur þitt lífdaga- hvarf. Sjálf hún við þig segir, og signir þig vel: “Eg kem 4il þín aftur, þá unnið er hel! — “Eg kem til þín aftur”, — og enn- fremur hún tjer: “Frjálsir andar finna fögnuð hjá mér. — Lifi eg í því ljósi, sem lífgeisla ber út yfir skuggana’ og skammdegið hér. í því ijósi áttu þann arftöku-rétt, til þess var í lífinu takmark þér sett”. — Fljótt rennur æfinnar fallvalba hjól; líknin eina er Drottinn, þin lífdöigg og sól. Vak þú hjá oss, herra, í vanda og þraut; láttú oss ijós þitt skína að lokinni æfibraut. — P. P. ----------xx------------ Svarta taskan. “Að öllum líkindum verð eg í burtu í eina fjórtán daga — ja, lát- Um okkur heldur, til vonar og vara, segja í mánuð. Viltu sverja það, Li, við grafir forfeðra þinna, að þú skulir vera hér svo lengi og ekki. segja leyndarmálið, um 'gullið, nokk- uri mannlegi vera?” Það var Normam Heron, sem tal- aði við Kínverja nokkurn, sem hét Li Ho, og sem bafði verið hjá hon; um í nokkuð mörg ár og var hon- um mjög trúr og hlýðinn. “Nei, ferðastu, ekki. segja”, svar- aði Li Ho. “Það er ágætt”, svaraði Heron, “og 'gleymdu ekki að gefa Cléópötra og Brútus nægilegt fóður.” Li hneigði sig og gekk út, að sækja hest Herons, um leið og Her- on settist á jörðina til að kveðja sína tvo góðu og tryggu vini, hund- inn sinn, Brútus og köttinn Cleó- pötru. Þegar Li Ho kom með leirljósa hestinn hans, stóð hiann upp, og hjálpaði Kfnverjinn honum að festa þunga, svarta tösku við hnakkinn. Það var nýtízkuleg handtaska, ekki mjög stór, og Li Ho hafði tekist ,með mestu þolinmæði og iægni, að ganga frá í henni, ekki einungis fjórum pokum fullum af gulldusiti, — sem var fimm þúsund dala virði, — heldur líka heilan ferðaklæðnað, tvennan nærklæðnað, náttklæðnað og tvo silfurbúsa busta, er hann átti á samt ýmsu smávegis. “Vertu sæll! Li”, siagði * Heron, um lúð og hann stökk léttilega á bak hesiti sínum, “og vertu sæl, Cleópatra — og vertu sæll, Brútus”. Norman Heron var tölúvert hnugginn yfir því, að yfirpefa hpim- ili sitt. “Hefurðu nægdega reninga?” spurði Li Ho vingjarnlega og depiaði augum til hans. “Eg held það. En kannske þú lánir mér samt fimm dali, Li — ” “Fáðu heldur tíu, herra Heron”, og alt hans hátíðlega andlit varð að einu brosi. “Þakka þér fyrir”, sagði Heron, “og vertu sæll.” )Hann tók við peningunum og kom við hest sinn með sporunum til þess að komast eins fljótt og mögulegt væri af stað. Þegar fyrsti spretturinn var hægður niður í brokk, sneri 'hann sér við í hnakkn- um, til þess að horfa til baka á heimili sitt og fjölskyldu. Húsið og hæðin á bak við það, var hálf hul- ið í hitamóðu, en hann gat samt séð Li Ho, Cleópötru og Brútus, sem enn þá stóðu þar, sem hann hafði ekilið við þau. Hann hafði lifað í fjögur ár f Nevada og þráfct fyrir einstæðings- iffið, lfkaði honum þó að lifa þar. Hann hafði unnið hart og haft upp úr þvf góðann hagnað. Hann var einstæðingur í heiminum, og þessi staður var orðinn heimili han.s. Hann hafði svo sem að sjálfsögðu oft langað eftir anniara manna félagsskap, en hann vissi, að með tfmanum miundi. ikoma þangað nægilega margir, en hann hafði hugsað sér, að það skyldu veria menn, sem hann hann sjálfur veldi. Eftir að hafa orðið fullnuma sem námafræðingur, hafði 'hann keypt tíu lóðir, af tíu mönnum, sem bragðist höfðu vonir, og átti nú eign, sem hann upp á síðkastið hafði komist að, að var mjög mik- ils virði. Hann og Li Ho, höfðu fundið allmikið guli. Þar var nóg vaitn og hann vanfcaði nú aðteins þessar tímavélar, til þess að vinna námuna upp á skynsamlegan og arðvænlegan hátt. Hann var nú sterklega ákvarðaður í því, að mynda hlutafélag og útvega sér vini, áður en að örðrómur breydd- ist út um giullfund hans, sem yrði. til þess að æsa upp fólkssfcraum þangað úr öllum áttum. Enniþá sem komið var, var hann óhultur gegn því, vegna þess, að næstu nábúar hans, iifðu í þeirri trú, að hann eins og hinir fyrri eigendur, héldist þarna við vegna- vonarinnar, um einhverja auðlegð í jjörðinni. Hann vissi, að með stofnfé og réttum mönnum, sem ef til vill mundu verða viljugir, til að endurgjalda áður gerðar greið- vikni með arðsömum stuðningi. Þetta var augnamið hans, mieð þessari ferð sinni frá Nevada, til hinna gullnu penmgastrauma New York borgar. iSeint um kvöldið, kom hann til Goldfield, rétt nógu snemma, til þess að sjá hesti sínum fyrir hús- næði og fóðri og ná f járnbrautar- lestina, sem fór til Chicago. Þaðan sendi hann málþráðarskeyti til hins mikla fjármálamanns og lét hann vita um komu sína til New York. f Chieago skifti hann sfn- um tveimur gullduftispokum fyrir- peninga og hugsaði sér nú frá þessu, að gera sér ferðina eins á- nægjulega og mögulegt væri. Fyrsfcu viðkynnin, sem hann hafði af New, York, reyndist honum því sem næst alger vonbrigði. Hann hafði hlakkað svo mjög til að sjá borgina, en honum gekk illa, að láta sér líða þar vel. Hagblöðin vora full af frásögn og skýrslum, um hið síðasta stórkostlega kaup- halia gróðrabrall, sem Nataniel Halsey hafði gert, — og Niataniel var 'einmitt maðurinn, sem hann hafði einkum ákveðið að heim- sækja. Hann fann skrifstofuna í Wall stræti, umsetna rafljósmynda- tökumönnum og fréttasnápum bliaðanna, og þegar hann að síð- ustu hafði troðið sér í gegnum þeissa þvögu, fekk hann í styttingi það svar, að það væri ekki hægt að finna herra Halsey og að eng- inn vissi um verustað 'hans. Ferð hans til halliarinnaT í fimtu götu varð honum líka urðlaus. Þar var honum sagt, að þessi mikli fjár- málamaður, væri farinn til Evrópu og ætlaði að dvelja þaT í óákveð- inn tíma. Hann var í m'eiralagi niðurtbeigð- ur þegar hann fór þaðan. Hiapn hafði með sjálfum sér reiknað upp á það, sem áreiðanlega vissu, að Halsey mundi hjálpa honum fjár- hagslega og í sínum mikla ákafa, hafði hann ekki tekið þann roögu- legleika með í reikninginn, að hann gæti verið fjarverandi. Þegar hann gekk niður fimtu götu, mieð svörtu töskuna í hend- inni, fanst bonum hann vera ennþá meiri einstæðingur en honum hafði nokkurntímja fundist hann vera í h inni eyðimerkulegu Neevada. Kon- ur og menn fóra fram hjá 'honum en aðeins við og við tók hann eft- ir giansandi augnaráði og rjóðum kinnum — O! Boy. Og þegar hann gekk inn í gestgjafahúsið, Garcia, þar sem hann hafði beðið um her- bergi handa sér, fann hann hjá sér ákafa iöngun, til að vera aftur kom|inn á hinar víðátbumiklu eléfct- ur 'heima, þar sem jörðin breidd- ist í mílnavísu út í geiminn, slétt eins og pönnukaka og himinhvelf- ingin var svo hrein og skær. Hann borðaði miðdagsmat al- einn og fór síðan á leik'hús og hlust aði þar á hljómleik, eldfjörugann og spennandi; en það var ekkert sem gat lífgað hann upp, til þess var hann of óánægður og leiðinda- fullur. Hann hafði hlakkað svo mikið til þessara New York ferðar og hugsað sér hana sem endir hins örðuga og erfiðis og inngang að nýrri upphefð. En Halsey hafði verið hans aðal von, en með fjar- veru hans splundruðust allar hans vonir og loftkastaiabyggingar. Þegar söngleikurinn var búinn, fór hann beint heim til gistihallar sinmar. Fyrst þegar hann opnaði dyrnar, að sínu mjög svo vandaða herbergi fann han til þess, að hann hefði þó öðlasit nokkuð fyrir pen- inga þá, >er hann hafði eytt til ferðarinnar. Á veggjunum héngu falleg málverk og húsgögnin þar inni voru mjög svo smekkleg og öllu vaT svo hagað, að ’hægt var að fá hvíld bæði fyrir sál og líkama. Eink um var hann ihrifinn af baðherib'erg- inu, hvert að hafði sterk óvenju á- hrif á hann. Það var þó nokkuð öðravísi, heldur en að dýfa sér nið- ur f Nevadafljótið, sami mismunur og er á námagrafar oig námaeig- anda baði. Hann naut baðsins, semi hann fékk sér þarna, með mikilli ánægju, og klukkan var eitt þegar hann fór í hreinu baðkápuna sína, sem lá þar tilbúin handa hon- um, slökti ljósið og opnaði dymar að svefnherhergi. sínu. Hann hafði hugsað sér að sitja um stund og lesa og reykja, áður en hann legði sig fyrir til svefns, og hafði hann látið lampa með ljósi þar á skrifborðið. Við hima tempruðu birtu af ljósinu, sá hann dyrnar, er láu út í ganginn, opn- aðar og kvenmann koma í sikyndi inn í herbergið. Hann hörfaði eins og ósjálfrátt svo sem tvö skref til baka inn í herbergið. Unga stúlkan, — hann giskaði á, að hún væri um 22 ára — rendi eldsnöram augum alt í kring um| herbergið og hljóp svo að búnings- borðinu. Meðan Heron virti hana fyrir sér, bók hún hina silfurbúnu busba hans, horfði á fangamörkin, sem á þeim voru grafin og lét þá svo detfca niður í svörtu töskuna hans, sem stóð opin. Hann vissi, að þeir voru mikils virði og í langan tíma, höfðu þeir verið hiði eina sýnilegia minningartákn hans um roenninguma. Hnefafylli af skyrtu- hnöppum og erma fóru sömu leið- ina, og að síðustu tók hún stóra gullúrið hans og lét það renna nið- ur rueð h.num hlutunum, lokaði svo handtöskunni, tók hana upp og gekk í áttina að dyrunum. Fyrst þegar hún hafði tekið hendinni um læsingarhúninn, lét Heron til sín heyna. “Ert þú æfinlega svona geð- stilt?” spurði hann, um leið og hann gaf sig í ljós. Hún rak upp lágt hræðsluóp við hljóminn af málrómi hans og þrýsti hönd á hjartað. En sem snæ- ljós snöri hún sér við og horfði á hann. “Hver ert þú?” spurði hún. íHann gekk rólega að dyrunum, læsti hurðinni og stakk lyklinum í baðkápúvasa sinn. “Mfn, kæra ungfrú! sýnist þér ekki, að og spyrji þiig, hver þú sért? Eg vildi gjarnan vita, hvers yegna þú ert í herbergi mínu — og hvert þu hugsar þér, að fara með pen- inga mína og aðra smámuni?” "Peninga þína?” endurtók þessi unga stúlka og stóð á öndinni. Hún hélt altaf fast á svörtu tösk- unni. “Nú með gullduftið mitt þá, um það s'xólum við ekki þrátta. Þú hlýtur að hafa vibað, að eg hafði það hér, annars hefðir þú naumiast sett þig í þessa hættu. úrið mitt og busbarnir eru naumast þess virði, «enda þótt þú þar að auki hreinsaðir borðið. Peningar mínir eru í treyjuyasa mínum inni í bað- herberginu. Hvers vegna hefirðu ekki leitað að þeimi? — Nei, þú hef- ir sjálfsagt ekki hugsað um þá eða

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.