Heimskringla - 21.11.1923, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.11.1923, Blaðsíða 6
6. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WINNIPEG 21. NÓV., 1923. K Eftir Mary Roberts Rinehart. 18. KAPÍTULI. K. sá Sideny aðeins eitt angnablik um daginn; J>að var þegar sleðinn staðnasmdist fyrir framan húsið. Sidney skrapp inn rétt sem snöggvast. Andlitið á henni ljómaði af ánægju. Eldurinn logaði glatt á aminum í stofunni hjá Christine, og þar var skraf- að saman og glamrað í tebollum. K., sem hallaði sér makindálega afturábak í stólnum fyrir framan eldinn, spratt upp er hann sá Sidney í dyrunum. “Eg má ekki, vera að því að koma inn”, hróp- aði hún. “Eg bara leit inn rétt sem snöggvast. Eg er úti á ökutúr með dóktor Wilson. Það er bara him- neskt.” “Bjóddu honum að koma inn og fá sér bolla af tei”, kallaði Christine fram tíl hennar. “Hér er Harriet frænka þín og mamma og jafnvel Palmer.” Chnisdþie hafði elst síðustu vSkurnár, ven hún var að reyna að bera sig sem bezt hún gat. “Eg skal bjóða honum það.” Sidney hljóp fram í húsdyrnar og kallaði: “Viltu koma inn og fá þér tebolia?” “Te- I hamingjubænum, nei. Flýttu þér-” Þegar Sidney kom aftur inn í húsið, mætti hún Palmer. Hann hafði komið fram í forstofuna og hafði lokað hurðinni á eftir sér. Handleggurinn var enn í spélkum og hékk í marglrtum fatla úr silki. Hláturinn fyrir innan heyrðist óma lágt í gegn- um hurðina. “Hvemig líður honum í dag?” Hann átti við Johnny Rosenfeld; hann gát afdrei gleymt and- liti drengsins. “Honum líður betur að sumu leyti, en það er náttúrlega — ” “Hvenær ætla þeir að skera hann upp?” “Þegar hann styrkist ofurlítið meira. Hvers vegna kemur þú ekki inn til að sjá hann?” “Eg get það ekki. Það er alveg satt. Eg get ekki horft framan í vesalings piltinn.” ‘Jriann kennir þér ekki um það. Hann segir að maður megi búast við þessu við svona verk. “Sidney, veit Christine að eg var ekki einn það kvöld?” “Ef hún heldur það, 'þá er það ekki af neinu, sem pilturinn hefir sagt. Hann hefir ekki sagt neitt.” Andlitið á Palmer var þreytúlegt og fölleitt, þegar hann var kominn burt frá eldsglampanum og hlátrinum. Hann lagði heitu hendina á öxlina á Sidney. “Eg var að halda, að ef eg færi eitthvað burt— “Það væri aumingjalegt. Finst þér það ekki? “Bara að Christine vildi segja eitthvað, og svo væri búið með það. Hún er ek'ki með neina ólund, og hún er að reyna að vera góð við mig, að eg held. En hún hatar mig, Sidney. Hún fölnar í hvert skifti sem eg snerti hendina á henni.” Það var kominn alvörusvipur á andlitið á Sid- ney. Lífið væri óttalegt, þegar á alt væri litið, of- urefli fyrir mann. Maður gerði eitthvað rangt, og aðrir yrðu að gjalda þess; eða maður væri góður, eins og móðir hennar hefði verið, og væri yfirgef- inn af öllum, annaðhvort ekkja>t eða þá eins og Harr- iet frænka hennar. Lífið væri Iíka eintóm uppgerð. Það væri ekki alt sem sýndist. Þarna sæti Christ- ine fyrir innan hurðina og helti temu hlæjandi í boilana, en hjarta hennar væri eins og brunnin öskuhrúga; og Palmer við hliðina á henni prúð- búinn en sáróánægður. Sá eini, sem hún hélt að væri verulega ánægður, var K. Hann virtist fara sér svo rólega að ölu á sínu smáa starfssviði. Hann var ávalt svo rólegur, héldi jafnvæginu. Þótt hann gerði sér engar háar vonir í lífinu, þá að minsta kosti örvænti hann ekki yfir neinu. Svona hugsaði Sidney í fávizku sinni. “Það er aðeins eitt, Palmer”, sagði hún alvar- leg, Johnny Rosenféld verður hjálpað, ef það er mögulegt. Geti nokkur maður í heiminum bjargað honum þá er það Max Wilson.” Það kom gleðisvipur á hana um leið og hún sagði þessi orð, og hún gekk með hann út að sleð- anum. K. fylgdi henni þangað og breiddi feldinn vandlega ofan á hana. “Er þér nógu heitt?” “Já, þetta er ágætt. Þakka þér fyrir.” “Farðu ekki of langt. Er nokkur von með að geta fengið þig heim til kvöldverðar?” “Nei, eg held ekki. Eg verð að fara að vinna aftur klukkan sex.” Hafi vonbrigðarsvipur komið í augun á K., þá varð hún þess ekki vör. Hann veifaði hendinni brosandi til þeirra af gangsléttinni og gekk þung- stígur inn í húsið aftur.” “Hvað margir karlmenn eru ástfangnir af þér, Sidney?” spurði Max um leið og Peggy tók til fót- “Enginn, svo eg viti til; nema — a. na upp strætið. “Já, nema — álveg rétt.” “Það sem eg átti við”, sagði hún eins og henni fyndist sér vera misboðið,” var, nema maður telji unghnga, og það er í raun og veru engin ást.” “Við skulum alveg sleppa Joe Drumrnond og sjálfum mér — því eg er auðvitað unglingur. En hverjir eru ástfangir af þér fleiri en Le Moyne? Nokkrir af læknanemendunum í spítalanum?” “Mér! Le Moyne lízt ekki vel á mig”. Það lá svo mikil hreinskilni í rödflinni, að Wil- son létti fyrir brjósti. K., sem var efIdri og alvörugefnari en hann, hafði ávalt haft einkennilegt aðdrátarafl fyrir konur. Honum hafði leiðst kvenfólk og haifi hafði ekki farið neitt leynt með það, en svona nafði það nú verið engu að síður. Og Max var þess fullviss, að nú hefði hann að lokum gengið í gildruna. “Er þér alvara með því, að þú sért í rauninm ekki ástfangin af Le Moyne.” “ö, gerðu það fyrir mig, að vera ekki með þessa vitleysu. Eg er ekki ástfangin af neinum; eg hefi ekki tíma til þess; eg hefi mitt verk að hugsa um / ** nu . “Bull! Hið verulega hlutverk konunnar er það, að vera ástfangin.” Sidney hafði á móti þessu með ta'Isverðum á- kafa. Þau urðu svo niðursokkin í að kíta um þetta, að þau fóru fram hjá miðaldra manni lágvöxnum og fremur feitum, sem var að vaða gegnum snjóskafl, án þess að veita honum nokkra eftirtekt. Maður- inn hélt á slítinni skinntösku í hendinni. Doktor Ed kal'laði til þeirra. En sleðinn rann fram hjá og skildi hann eftir í snjónum upp að hné og horfandi 'löngunaraugum á eftir þeim. “óhræsis þorparinn! Ekki var von að eg fyndi Peggy!” Doktor Ed var samt ekki reiður; það var aðeins einhver óákveðinn söknuður í huga hans. Max naut alveg fyrirhafnarlaust þess sem hann hafði aldrei notið: kvennahylli og þessarar smágletni að stela Peggy og sleðanum. Ef hann var gramur við nokk- urn, þá var hann gramur við sjálfan sig. Hann hefði ekki alið drenginn rétt upp; hann hafði kent honum að vera eigingjarn. Hann hélt töskunni upp úr snjónum og staulaðist í hægðum sínum upp eftir strætinu. K. lagði frá sér pípuna og hlustaði, þegar klukk- an var hér um bil tvö um nóttina. Hann hafð? ekki getað sofið síðan um miðnætti, og hann sat í morgunsloppnum sfnum vð eldinn og hugsað'. Hann var orðinn hálf órólegur yfir því sem hafði drifið á dagana fyrir honum nokkra fyrstu mánuð- ina þarna á “straétinu”. Hann hafði hugsað sér, að yfirgefa mannlífið, en hann var kominn inn í það aftur; inn í djúpa mannlífs hringiðu. Nú fyrst var hann farinn að efast um hvort hann hefði farið hyggilega að ráði sínu. Var það þá hugleysi, þegar á alt var Iitið? Það hafði þó sannarlega þurft hugrekki til þess að hætta v;ð alt og komast burt. 1 vissum skilmngi hefði þó þurft meira hugrekki til þess að vera kyr. Hafði hann gert rétt eða rangt? Og .-.vo var en annað nýtt komið til sögunnar. Fyrst hafði hann haldið, að hann gæti bælt niður ást sína til Sidney. En það var stöðugt að verða erfiðara og erfiðara. Hver sákláus snerting, eins og þegar hún lagði hendina á handlegg honum, eða hann bar hana niður stigann, meðan hún var veik, og mörg smáatvik síðan, er hún hafði komið heim í litla húsið — alt þetta setti æsing í blóð hans. Og að upplagi var hann barattunnar maður. K. átti því oft í harðri baráttu þessa vetradaga, þótt hann virtist vera rólegur. Hann átti í baráttu við sjálfan sig við skrifborðið yfir bókum gasfélags- in., í berbergi sínu, þar sem Harriet sat hinu megin við þilið og lagði niður fyrir sér nýjar fyrirætlan- ir um að komast betur áfram, jafnvel fyrir framan eldinn hjá Christine, þegar hún sat þögul skamt frá og virti fyrir sér alvarlega andlitið á honum með rólegu augnaráði. Hann átti ofuriitla ljósmynd af Sidney, sem hann hafði tekið sjálfur. Á myndina vantaði aðra hend- ina, því hún hafði verið fyrir utan geislavídd ljós- myndavélarinnar, þegar myndin var tekin; hún stóð á hárri brékku, sem hefði verið jafnslétta ef vélin hefði ekki hallast, er hann tók myndina. En myndin var samt sem áður af Sidney, með hárið úfið af vindinum, augun horfandi beint framundan, og mjúkar, brosandi varir. Myndin stóð á kommóð- unni í herbergi hans, þegar Sidney var ekki heima, og 'hallaðist upp að kragaöskjunni hans; en þegar Sidney var heima, hvfldi hún undir títuprjónakodd- anum. “Ertu hrædd að vera ein í húsinu?” Klukkan var tvö og iK. sat með myndina fyrir framan sig. Hún studdist upp við lampann, svo að hann gæti séð hana sem bezt. Hann sat og hallaði sér áfram í stóllnum og spenti greipar um annað hnéð. Hann var að reyna að finna rúm fyrir þá Sidney, sem þessi mynd var af, í sínu fyrra lífi; en hi;n vildi ekki falla inn í það. Hann hafði ekki þekt margar konur í sínu fyrra lífi. Móðir hans var dáin fyrir mörgum árum. Hann hafði þekt aðrar konur, sem ekki hafði staðið á sama um hann, en hann ekki hugsað neitt um þær. Dyrabjallan hringdi. Chrístine var á gangi niðri. Hann gat heyrt fljóta fótatakið hennar. Hann var ekki fyr búinn að rétta úr sér og standa upp af stólnum en hún bankaði á hurðina hjá honum. “Það er Mrs. Rosenfeld. Hún segist vilja finna þig-” Hann fór ofan. Mrs. Rósenfeld stóð í for- stofunni niðri Hún hafði kastað sjali yfir herðarn- ar á sér. Andlit hennar var fölt og með hörðum dráttum. “Það hefir verið sent eftir mér frá spítalanum”, sagði hún. “Eg hélt kannske að þú vildir gera svo vel og koma með mér. Mér finst eins og að eg gæti ékki þolað að fara þangað ein. Ó, Johnny, Johnny!” “Hvar er Palmer?” spurði K. “iHann er ekki kominn heim ennþá”, svaraði Christine. “Ne'. t öllum bænum farðu.” Hann hljóp upp stigann og ínn í herbergi sitt c.g fór í eitthvað af fötum í snatri. Neðan úr forstof- unni heyrðist grátstunurnar í Mrs. Rosenfeld. Christine stóð ráðalaus yfir henni. “Eg get rkki ’yst því með orðum hvað mig tekur þetta sárt, þegar eg hugsa til þess hverjum það er að kenna! ” Mrs. Rosenfeld rétti út hendina, sem var snörp viðkomu af erfiði og greip um fingurna á Christine. “Hugsaðu ekki um það”, sagði hún. “Það var ekki þér að kenna. Við skiljum hvor aðra, held eg. En bið þú bara til guðs, að þú eignist aldrei barn.” K. gleymdi aldrei því sem hann sá í litlu sjúkra- stofunni í spítalanum, sem var notuð aðeins í við- lögum — Johnny hafði verið fluttur þangað. Lík- ami hans hálfbroskaður sýndist óeðlilega langur undir skínandibjörtu rafmagnsljósinu. Umhverfis rúmið stóð oíurlítill hópur — Max Wilson, tveir eða þrír Iæknisnemar, næturiijúkrunarkonan og yfir- hjúkrunarkonan. Rétt innan við dyrnar sat Sidney á bakbeinum ctól. Hann ætlaði varla að þekkja hani, því hann hafði aldrei séð hana svona fyr. Andlit hennar var rafölt, augui opin og s'tarand: og hendurnar krept- ar i kjöltu hennar. Hann gekk til hennar en hún hvorki hreyfði sig né leit upp. Hópurinn umhverfis rúmið hliðraði sér til, til þess að láta Mrs. Rosen- féld komast að, en þéttist svo aftur. Aðeins Sidney og K. voru við dyrnar ein og út af fyrir sig. “Þú nrtátt ekki Iáta þér verða svona mikið um þetta, góða mín. Það er auðvitað sorglegt. En þegar að því er gætt í hvaða ástandi hann var — ” Nú fyrst viissi hún að hann var hjá henni, en hún leit samt ekki upp. “Þeir segja, að eg hafi gefið honum ^pitur.” Rödd hennar var harmþrungin og engin tlibreyting í rómnum. “Þú? — Hvað ertu að segja?” “Þeir segja, að eg hafi gefið honum rangt með- al; að hann sé að deyja; að eg hafi drepið hann.” Það fór kuldahrollur um hana. K. tók um hendur hennar; þær voru ískaldar. *«e a * c * í / *» oegöu mer rra pvi. “Það er ekkert að segja. Eg byrjaði klukkan sex og gaf inn meðuhnn. Þegar næturhjúkrunar- konan kom, klukkan svar alt í góðu lagi. Meðala- bakkinn var þar sem hann átti að v?ra Johnny var sofandi. Eg fór til hans, til þess að bjóða hon- um góða nótt — hann var sofandi. Eg gaf honum ekkert annað en það sem var á bakkanum. Eg leit á miðann, eg lít altaf á miðann’. Hún var kjökr- andi er hún sagði síðustu orðin. Hópurinn við rúmið færði sig til snöggvast. K. varð litið þangað og eitt augnablik horfðust hann og Carlotta í augu; svo færðust hinir aftur á milli þeirra. Það var henni happ að þau horfðu ekki lengur í augu. Henni varð við eins og hún hefði séð dauðs manns svip; hún lokaði augunum og henni Iá við að hníga niður. “Miss Harrison er orðin þreytt sagði doktor Wil- son hálf hranalega. Fáið þið einhvern til þess að koma í hennar stað.” En Carlotta náði sér aftur. Það væri í raun- inni ekkert athugavert við það, þó að þessi maður væri þarna um þetta leyti; hann væri vinur SicJney, það væri ált og sumt. En hún var búin að missa allan kjark. Þetta hafði gengið alt of Iangt fyrir hana. Hún hafði ekki ætlað að drepa neinn. Veiklun piltsins var að gera héfnd hennar að sorgarleik. “Það gengur ekkert að mér,” sagði hún í bænarrómi við yfirhjúkrunarkonuna. “Lofaðu mér að vera. Hann er úr minni deild. Eg — eg ber á- byrgð á þessu.” Wilson var alveg vita ráðalaus. Hann var bú- inn að reyna alt sem hann þekti, en árangurslaust. Pilturinn náði sér við og við, en honum hnignaði jafnóðum aftur og hann misti meðvitundina. Hefði hann verið heilbrigður maður, þá hefði hann gétað reynt önnur ráð við hann. Hann hefði getað rekið hann á fætur og Iátið hann ganga um; hann hefði getað barið hann með samanundnum þurkum, vætt- um í ísköldu vatni. En þessi Iamaði líkami, liggj- andi í rúminu, þpldi ekki þesskonar meðferð. Loksins var það þá Le Moyne, sem bjargaði Johnny Rosenfeld, þegar læknarnir og hjúkrunar- konurnar voru búin að reyna alt sem þeim gat dott- ið í hug. Hann gaf sig fram og sagði nokkur orð með hægð. Laéknisnemarnir stukku upp alveg for- viða. Hann sagði, að það væri til ný aðferð, sem ætti við í svona tilfellum; hún hefði verið notuð er- lendis. Hann Ieit á Max. Max hafði aldrei heyrt getið um hana. Hann rétti út báðar hendur. “1 guðsbænum reyndu hana!” sagði hann. “Eg get ekki meira gert.” Áhöldin, sem þurfti að nota voru ekki til í spí- talanum — það varð að búa þau til í snatri úr hinu og þessu, sem fanst í uppskurðarstofunni. K. gerði það alt og var ótrúlega leikinn í því. Mrs. Rósen- feld kraup við rúmið á meðan og huldi andlit sitt; en Sidney sat á stólnum við dyrnar. Næturhjúkrun arkonurnar Iæddust á tánum fram og aftur um gang- ana og næturvörðurin stóð utan við dyrnar og horfði inn eins og hann gæti ekki trúað sínum eigin augum. Þegar öriitla gráa skímu byrjaði að leggja inn um gluggana um morguninn, opnaði Johnny Rosen- feld augun og talaði fyrstu orðin, sem sýndu, að hann væri að komast aftur upp úr hinum myrka dal dauðans. “Þetta kalla eg þó svei mér að lifa,” sagði hann og framan í K., sem gaf honum nákvæmar gætur. Þegar það var auðséð, að Johnny mundi lifa, stóð K. þreytulega upp frá rúminu og gekk þangað sem Sidney sat. “Honum líður vel núna”, sagði hann; “eins vel og honum getur Iiðið, vesalings piltinum.” 1 “Og þú gerðir það — þú! En hvað það er undarlegt, að þú skulir geta gert þetta. Hvernig á eg að þakka þér það?” Lærisveinarnir, sem höfðu margt saman að skrafa, löbbuðu upp í borðstofuna, til þess að fá sér morgunkaffi. Wilson var að gefa síðustu fyrir- skipanirnar um aðhjúkrunina. Sidney greip alt í einu í höndina á K. og kysti á hana. Alt taumhald hans um nóttina og margra mánaða taumhald hvarf fyrir þessu eina atloti. “Eg skal gera alt, sem f mínu valdi stendur fyrir þig. góða mín — fyrir þig — hvenær sem þess þarf með”, sagði hann og átti erfitt með að koma upp orðunum, eins og það væri kökkur í hálsinum á honum. Þegar Sidney var farin niðurbeygð af sorg upp í herbergi sitt, hittust þau Carlotta Harrison og K. Johnny var búinn að fá fulla meðvitund aftur; hann var að vísu blár í kringum varirnar en hress í bragði. “Það getur komið fleira fyrir mann heldur en eg hafði nokkra hugmynd um”, sagði hann við móður sína og lofaði henni að faðma sig grátandi þótt hann yrði hálf kindarlegur á svip. “Þú hefir æfinlega verið góður drengur,” sagði hún. "Bara að þ ér batni svo að þú getir komist heim. Eg skal annast um þig meðan eg lifi. Við fáum völtrustól handa þér, svo að þú getir komist um ofurlítið og eg get ekið þér út í skemtigarðinn, þegar eg kem heim úr vinnunni.” Þá verð eg farþegi og þú ökumaður, mamma.” Mr. Le Moyne ætlar að sjá um, að pabbi þinn verði settur á letingjastofnunina aftur. Við get- um vel komist af með sextíu og fimm cent á dag í viðbót við það sem eg vinn fyrir.” “Þú segir alveg satt, við getum það.” Ó, Johnny, ef eg bara gæti séð þig koma inn í dyrnar og kalla mamma og biðja um kvöldmatinn í sömu andránni!” Carlotta og Le Moyne mættust í kyrþey. Hún hafði alla nóttina haft áhrif á undirvitund hans. Það var erfitt að segja hvenær hann hefði séð hana síð- ast. Þegar búið var að undirbúa flutninginn á Johnny yfir í almennu sjúkrastofuna, hinar hjúkrun- arkonurnar voru farnar og Carlotta og pilturinn orð- in ein eftir, stöðvaði K. hana á leiðinni fram að dyr- unum. “Miss Harrison!” “Já, doktor Edwardes.” “Eg er ekki doktor Edwardes hér; eg heiti Le Moyne.” “Ó!” Eg hefi ekki séð þig síðan þú fórst frá St. Johns.” Nei, eg — eg hvíldi mig nokkra mánuði.” “Þeir vita ekki af því hér, býst eg við, að þú hafir verið í spítala áður.” f Nei- Ætlar þú að segja þeim frá því?” Nei, auðvitað segi eg þeim ekki frá því”. Þannig komu þau sér saman um, að hvort skyldi bera traust til hins með að koma ekki upp leyndarmálunum. Carlotta drógst upp í herbergi sitt. Rétt fyrir dagrenninguna kom yfir hana þessi skyndilega vissa, sem maður fær stundum eftir langa vökunótt. Hún sá sjálfa sig eins og hún var. Drengurinn var að fram kommn og dró varla andann. Liðni tíminn stóð henm fyrir hugarsjónum, eins og hann lá að baki hennar smá hefndir, afskapleg reiðiköst, fljót undanlátsemi og Iangvinn iðrun. Hún þorði ekki að líta fram í tímanri. Rétt í því bili hefði hún selt allar vonir fyrir flekkleysi Sidney fram að þessu. Hún hataði sjálfa sig með þessum viðbjóði, sem vægðarlaus sjálfsprófun hefir í för með sér. Og hún fór til herbergis síns með þá vissu, að barátta sín um nóttina hefði verið gagnslaus, að þrátt fyrir það þótt Johnny Rosenfeld lifði, hefði hún ekki grætt hið allra minsta á kvölum hans. Hún hafði séð hvað vandlaust það var, að ætla sér að snúa huga Wilsons frá Sidney með nokkrum brögð um. Hún hafði komið að honum óvörum, þar sem hann stóð í ganginum og horfði á eftir Sidney, er hún gekk upp stigann. : Og hún fann, að hann hefði aldrei horft á sig með slíku augnaráði. 19. KAPÍTULI. Harriet Kennedy varð hverft við, þegar hún heyrði að Sidney hefði verið vikið burt úr spítalan- um í þrjátíu daga. K. sagði henni frá því um kvöldið, áður en Sidney kom heim.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.