Heimskringla - 27.02.1924, Blaðsíða 4
4
4. BLAÐSlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 27. FEBR. 1924.
HEIMSKRINGLA
(IMhI 188«)
KHnr M I h>er]u HltTtkiilefL
ElgeBdun
IHE VllvíNG PRESS, LTD.
MU ok 855 SARGENT AVE., WINNIPEG,
Talolmli 8-8557
fet« UaMaa er 5X.M Ircaníirtn herf-
M frrlr fraaa. Allar herfaalr mdlat
rátaaaanal Uafalaa
STEFÁN EINARSSON, ritstjóri.
H. ELIASSON, ráísmaður.
Vtanáakrtft tii blaValaai
THE TIKIIfv* PKHS8, Ltln Box I1T1«
Wlaalffff, Ilaa.
Vtaaflakfift til ritatjéraaa
KDITOK HKIMSKRIMQLAf Box WH
Wlaalpoff, Maa.
The “Heimskringla” is printed and pub-
lished by The Viking Press Ltd.f 853-855
Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba.
Telephone: N 6537
fc— ■ --------------------------
WINNIPEG, MAN., 27. FEBRÚAR, 1924.
AÐ SAUÐAFELLI.
(Útdrátur úr erindi á “Fróns” fundi)
21. jan 1924.
Flutt a f
Rögnv. Péturssyni.
Sú saga gengur af bónda einum á
fyrri tíð, er bjó á Sauðafelli f Dölurn, að
dag einn er hann, sem oftar, var
snemma á ferli og gengur út, sér hann
mann koma neðan traðimar og stefna
heim að bænum. Þekkir hann að þetta
er sonur hans, er dvalið hafði syðra í
skóla. Verður bónda þá að orði: “Hvað
skyldi hann vera orðinn sá arni?”
Bóndi þessi var efnamaður. Ætlaði
hann að gera son sinn að embættismanni
og kostaði hann því í skóla. Átti hann
von á, að þessu væri nú lokið og langaði
til að frétta hvaða embætti hann hefði
náð. Ekki var hann í vafa um, að það
væri eitt með hinum meiri. Ekki hafði hon-
um hugsast, að annað þyrfti til þess, en
að ganga í skólann og að lokinni skóla-
vist úthlutaði konungur hinum nýútskrif-
aða stúdent svo eitthvert embætti, og
færi veitingin eftir efnahag og mannvirð-
ingu.
Bóndi var forn í anda og lifði í hinn'i
eldri tíð.
Er sonur bónda var heim kominn og
þeir feðgar komnir inn í stofu og seztir
niður, fóru þeir að tala saman. Fregnir
nú karl hann um hvað hann ætlist fyrir,
hann sé orðinn hámentaður maður og
búinn að öðlast gott embætti. Tók sonur-
inn þeim orðum föður síns heldur dauf-
lega og segir sem var, að eigi sé hann
búinn að ná embætti, en þó sé skóla-
göngunni lokið, hafi hann orðið að fara
úr skóla, eigi þolað að vera við námið.
Eitt segir hann að sér hafi þó hlotnast,
er sér meigi vel duga, og það hafi hann
lært að nota ekki augun um of, enda
hafi sig bilað augun lið námið. Dregur
hann þá upp úr vasa sínum stór og mik-
il gleraugu. Sló móðulit á glerin, svo að
þegar þejm var brugðið upp, rökvaði dag-
ur sem kominn væri a(5 kveldi. Sýnir
hann nú föður sínum grip þenna og segir.
að sér hafi verið fengin þessi gleraugu af
lækni ekólans, hafi hann og veitt sér
heimfaraleyfi úr skólanum.
Ekki getur þess hvað þeir feðgar töl-
uðust við fleira, en embættislaus lifði
þessi sonur hans til æfiloka. Með skóla-
vistinni hafði hann fengið mólituð gler-
augu og upp frá því gekk hann með þau
það sem eftir var æfinnar. Aldrei tók
hann þau ofan nema þegar hann gekk
til hvílu og á ekkert leit hann með berum
augum.
Fyrir ýmsum mun nú fara sem þess-
um skólapilti frá Sauðgielli, hvort sendir
eru í skóla suður eða ekki, eða þeir eru
settir til að lesa undir eitthvert sérstakt
embætti að þeir gefast upp við námið,
hverfa til baka að Sauðafelli og hið helzta
sem þeir öðlast með náminu eru gleraugu.
Ótíðast munu þó þessi gleraugu vera töfra-
sjár — töfraglerið góða, æfintíra sögunn-
ar, er opnar alla heima fyrir auganu og
sýnir um \íða veröld, hvað menn tala, *
hugsa eða aðhafast.
í rauninni eru allir settir til náms, til
að lesa undir embætti, sem eigi er ein-
göngu veitt að náminu loknu, heldur og
líka meðan á því stendur, en á því stend-
ur alla æfi. í vissum skilningi eru allir
settir í skóla, þó eigi frfri þeir í skóla suð-
ur. Þeir fara í skóla samt. Eigi verður
alt á sömu bókina lært, svo margháttað-
ur er fróðleikurinn, að eigi verður hann
allur af bókum numin, en við námið verð-
ur jafnan að nota augun, heilbrigða sjón.
Svo er sagt, að skáldið Hinrik Ibsen
hafi meira numið af að horfa á og athuga
ýmiskonar leikföng, svo sem dýra og
mannlíkön, er hann raðaði á hyllurnar
í lestrastofu sinni, en af málfræðisritunut^
er verið var að troða í hann á stúdenta
“Fabrikkunni” í Kristjaníu. Þaðan fékk
hann myndir og gerð ýmiskonar persóna
er framkoma í leikritum hans, svo sem
Engstrands, Manders, Rörlunds o. fl.
Þá er það og alkunnugt, að spekingur-
inn mikli Benjamín Franklín er mestur
hefir verið þjóðþrifamaður þessarar álfu,
nam , meiri hluta lærdómsins af lífinu
sjálfu. Tíu ára gamall var hann látinn
fara að vinna fyrir sér. “Hann alla sína
fræðslu fékk, í fátæklingsins skólabekk”.
Er hann frægastur vísindamaður og lær-
dómsmaður er Ameríka hefir eignast til
þessa dags. Þegar hann var leystur frá
fulltrúa eða erindsreka stöðunni á Eng-
landi, að loknn Frelsistríðinu, og veitt
heimfaraleyfi, var Thomas Jefferson skip-
aður í hans stað. Spurðu menn þá Jeffer-
son að því, er hann kom til Englands,
hvort hann kæmi í stað Frahklíns. “Nei”,
sagði Jefferson, “eg kem ekki í stað
Franklíns, það getur enginn komið í stað
Franklíns, eg er aðeins eftirmaður hans”.
Það verður ekki alt á sömu bókina
lært. Lífið er skólinn, kennarinn, próf-
dómarinn, einkunin. Mesta og stærsta
óhappið er að fara svo með gáfur sínar
og tíma, að fá ekkert numið í þeim skóla,
en vera sendur þaðan með mólituð ,gler-
angu heim að Sauðafelli. Embættið, sem
ellir er” að lesa undir og eiga og þurfa
að ná í, er embættið að lifa, — en lífið
er þroskun, gróður, framsókn, — em-
bættið að rækta og gróðursetja, þroska
persónuleik sinn og annara, — Þjóðarsál-
ina. Það er starfsamt embætti og ann-
ríkt. Þeim, sem vikið er úr skólanum, eða
öllu heldur sá, sem segir sig úr þeim
skóla sökum þess, að sjáandi sér hann
ekki eða skilur, er sjálfkjörinn til niður-
setu á Sauðafelli. Og þar kvað jafnan
vera mannmargt. En foreldrum og
frændum er hann óhamirígja og óvirðing
og harms efni alla daga.
Eigi er þetta íhugað svo oft sem
skyldi. Eigi er þó svo ao skilja, að eg telji
mig glöggskygnari en aðra á þessu efni,
en mér finst eg sjái þeSs víða merki, að
það þyki ekki stór lýti að segja sig úr lífs-
ins skóla, eða að nema þar ekkert, að
láta lífið smækka sig, í stað þess að
þroska sig, að sækja um inntöku á
Sauðaíelli. Og furðu þægileg ástæða að
færa til: “Eg má ekki reyna það á augun”.
Því eiginlega er það ástæðan, þegar því
er borið við, að maður hafi ekki orku til
að íhuga, að hafna eða velja um það, sem
augsýnilega þarf eigi nema örlítillar at-
hugunar.
“Eg má ekki reyna það á augun”, —
má ekki reyna til að sjá.
Það þykir ekki kasta lýtum á einn eða
annan, að setja upp hin mólitu gleraugu,
ef til vill af því þau eru orðin móðins á
Sauðafelli.
En til hvers eru augu, ef, ekki til þess
að sjá með þeim? Til hvers á að geyma
þau? “Heimskulega spjrr eg”, sagði Páll
forðum. Nema sá sparnaðurinn þyki
kyggilegastur. er segir frá í þjóðsögunni
af kerlingunni, er lakkgði yfir annað aug-
að og ætlaði að geymá sér það þegar hún
væri orðin blind á hinu?
Að þjóðlífi voru hér hefir margt verið
fundið og oft með sannindum. Ýmislegt
má að því finna á margan hátt. Hið
helzta, að vér höfum of oft og of mjög
farið að dæmi bóndasonarins frá Sauða-
felli, sagt oss úr skóla — eða verið vikið
úr skóla, og mólitu gleraugun verið hið
eina skírteini, hinn eini vottur um ment-
unina og skólagönguna. Eða að vér höf-
um farið að dæmi gömlu konunnar í
Þjóðsögunni, lakkað yfir annað augað,
hið heilskygnara, og orðið einsýnir á flest
mál. Vér höfum nefnt þetta sannfær-
ingu, en það vitum vér sjálf, að er sú
aumasta hrygðarmynd af sannfæringu.
sem hugsast getur og á alt annað heiti
skilið. Að vér nefnum það því nafni, get-
ur ekki af öðru stafað en því, að öllu má
nafn gefa. En fyrír vikið hefir oss ekki
jiotast eins að sjálfum oss og annars hefði
orðið. Augaspamaðurinn hefir launast
á sáma hátt og kerlingunni, að hún varð
blind »á háðum, er hún lét brjóta inn-
siglið. Vér höfum hjarað hér, það er það
mesta er sagt verður um þjóðlíf vort, en
engum hugsjónum komið í framkvæmd.
Hverju er um að kenna, af hverju staf-
ar það? Er fámenni voru um að kenna,
er það af því að vér erum fáir, fátækir
smáir? Vér erum fáir, fátækir, smáir, en
þó er ekki fámenninu einu saman um að
kenna. Það er vinnulaginu að kenna,
innsiglinu yfir auganu, mólituðu gleraug-
unum, oss hinum eldri öllum saman, og
þeim sem fyrir framan oss eru í aldurs og
tímaröðinni, þeim mest og svo auðvitað
bæjarbragnum á Sauðafelli. Það er í einu
orði sagt hugsunarhættinum að kenna,
er getið hefir af sér háttsemi er gripið
hefir þjóðlíf vort heljartökum, svo að það
er naumast frjálst. Vér erum ánauðug
í ímynduðum böndum, sem háttsemin,
sem venian, sem hér hefir vaxið upp, hef-
ir lagt á oss. Og háttsemin sem upphaf-
lega er sprottin upp af hugsunarhættin-
um er nú orðin það kröftug, að hún
drottnar yfir hugsunum vorum og gjörð-
um, svo að vér verðum í reyndinni alt
aðrir menn en vér erum, sljórri, síngjarn-
ari, óorðheldnari, ósjálfstæðari, og sið-
ferðisringari, en eðli og upplag myndi
bjóða.
Þetta hefir skiff oss í hópa, smáflokka
í öllum félagsmálum, vér sjáum í gegn-
um fingur við flest sem gjörist í vorum
hópi, eða vér "snúum að því lokaða aug-
ana, en á alt sem gerist hjá hinum hópn-
um horfum vér gegnum mólitu geraugun
bóndasonarins-á Sauðafelli.
Hóparnir gera lítið hverjir úr öðrum,
ófrægja hverjir aðra. Einstaklingarnir
innan hópanna gera lítið hverjir úr öðr-
um, vilja ekki fylgjast að um neitt, alt
vegha hefðarinnar, háttseminnar er fyrri
tíminn hefir skapað. Fyrir það líða nyt-
semdarmáHn, hugsjónirnar verða ekki
framkvæmanlegar, og fyrir það höfum
vér íslendingar hér oft orðið oss til
skammar.
Svo eru nokkrir, og eigi svo fáir, sem
standa utan þessara hópa. Eigi sökum
þess að þeir séu óháðir venjunni, hátt-
seminni sem yfirklæðir þjóðlífið, heldur
mest sökum þess, að það kostar eitthvað
að heyra til hópi eða flokki, standa í fé-
lagsskap. Þeir vilja ekki láta góðverk
sín fara svo dreift, eða úr ætt, að þau
nái til hins þrönga og smáa mannfélags
er myndar hópinn eða flokkinn. Þau eiga
að falla nær garði. Þessa mætti alla telja
í hópi eða ílokki samt. Þeir heyra til j
hinum flokklausa flokki, og leggja eigi i
síður steina í götu smáfyrirtækjanna en.
flokkarnir hvor fyrir öðrum. Tíðastar
eru aj5finslurnal" frá þessum flokklausa- j
flokki við flokkana hvað þeir gera lítið og
vinni lítið gott.
Þetta þykir, ef til vill, ófögur lýsing
á þjóðlífi voru, og óvanaleg, en því miður j
er hún sönn. Hún er óvanaleg, því við
höfum krækt í kringum sannleikann þeg-
ar vér höfum veríð að tala um hvað lag-
færa þyrfti á meðal vor. Ekki haft ein-
urð til að segja eins og er. Því þar höf-
um vér líka verið undir ánauðaroki van-
ans og hefðarinnar með það að látast
ekki sjá, hvar skórinn krefti. En þetta
æ)ttum vér að athuga, einkum vér þjóð- j
ræknismenn sem viljum af alhuga að það !
sem vér höfum að erfðum tekið verði
varðveitt, nú, síðar og um alla tíma. Ríf-
um lakkið frá auganu meðan sjónin er
ekki horíin á því. Tökum ofan mólitu
tímans og fáum útfararstjóra vorn til að
jarða alt saman, áður en hann jarðar okk- j
ur, og þá með gleraugun á nefinu. Augu
vor eru kannske ekki sterk, en það megum
við reyna á þau, að sjá með þeim, og nota
þau eftir því sem sjónin leyfir.
Yngra fólki voru er ekki um að kenna
ólag og uppdráttar einkenni félagslífsins,
eins og svo oft er látið klingja, það er ekki
komið enn til þess kasta, en þá trú hefi
eg á því, að ef vér hin eldri tækjum bjálk-
ann úr auguni vorum myndi flísin fljótt
hverfa úr augum þess. Andleysi voru og
hirðuleysi er um að kenna að það nú bál-
ar ekki upp af áhuga og lætur þjóðemis-
mál vor til síh taka. Eg hefi svo mikla !
trú á æskunni, að ekkert kysi eg mér
fremur en að geta við hver aldarfjórð-
ungsmót kastað ellibelgnum og fylgst j
með henni fram á óförnu brautina. Þar er j
gleði yfir lífinu og trú á lífinu. Þar er j
eini staðurinn sem það hvorttveggja er j
að finna.
Vér, sem eldri erum, þurfum að flytja
frá Sauðafelli. Manna okkur upp, kom-
ast aftur í skóla, ljúka við að lesa undir
embættið,^ið lifa, vaxa, þroska persónu-
leikann og þjóðarsálina,’ og vér stöndum
þar betur að vígi en flestir aðrir, því vér
höfum stuðninginn frá báðum hliðum,
lífinu sjálfu og af lífsreynslu þjóðarinnar
sem oss er eftirlátin í bókmentum vorum
og sögu. Hvort um sig er einlilýtt, hvað
þá ef hvorttveggja er til samans. Islenzka
þjóðin, er hin eina þjóð í heimi, sem mæiir
enn á fontungu sinni, eina klassiska þjóð-
in, sem nú er uppi.
Tilhvers hefði það dásemdarverk átt
að hafa verið gert í mannkynssögunni, ef
það hefði ekkert nema fánýti í för með
sér, ef það væri til verra en einskis? Vér
þurfum að ftera okkur saman. Læra að
skoða hvorir aðra sem menn,
er að sjálfsögðu hugsa út í það,
sem þeir eru að læra, og lífið er
að kenna þeim og rétt eiga
bæði á sjálfum sér og hugsun-
um sínum. Þegar vér höfum
lært það, er leyndardómurinn
ráðinn. En fyrr en þá, nær
þjóðræknisfélag vort ekki þeim
þroska sem vér þráum. Vér
getum haft fundi, komið sam-
an, en bróðurhugurinn, er frá
því sprettur að vér erum eitt
fólk, af einu og sama heimilinu
hér á þessari jörð, nær ekki að
þróast fyrr en vér losumst úr á-
lögunum, fyrr en vér berum
góðvilja og virðingu í hjarta,
svo fyrir minni bróðurnum sem
hinum meiri.
Og sú stund stendur fyrir
dyrum ef vér viljum. Haft er
eftir Sæmundi Fróða að óska-
stundin sé á hverjum degi. Og
eg trúi Sæmundi Fróða, eins og
sonarsonur hans Jón Loptsson,
er Jón andmælti erkibiskups-
skipun um að láta af hendi
kirkjustað á Höfðabrekku og
mælti: “Heyra má ek erkibisk-
ups boðskap, en ráðinn er ek í
að halda hann að engu, ok eigi
hygg ek að hann vili betr né
víti en mínir foreldrar Sæmund-
ur hinn fróði ok synir hans”.
Svo segja fornar sagnir, að yf-
ir dyrum Svartaskóla hafi stað- I
ið þessi orð: “fnn máttu ganga I
töpuö er sálin”. Viljum vér
negla þessa handskrift yfir j
þjóðlífs dyr vorar? Eða öllu j
heldur viljum vér láta hana j
standa þar? Eftir því sem eg
fæ skilið, hefir þeirra ráðum j
mest verið hlýtt í þjóðfélagi
voru sem skamsýnastir hafa
verið á eilífðargildi hugsjón- j
anna. Það hefir verið skamtað j
til dagsins. En sem Ólafur Pá
kvað í hafvillunni til írlands, !
“þá vil ek að þeir ráði sem hygn- j
ari eru, því verr þykir mér sem j
oss muni duga heimskra manna
ráð er þau koma fleiri saman”.
Vér sögðum áðan, lífið er
bæði skólinn og kennarinn. Og
mér finst að ef vér höfum það
hugfast, þá sé nú þegar leyst i
úr dæmunum fyrir oss. 1 !
þessu mikla þjóðalandi, Canada, j
hefir þegar hver þjóðflokkur
einskonar samband með sér,
svo að hann er að miklu leyti
eining, þó engir skari þar fram
úr Englendingum og Skotum.
Því skyldum vér þá ekki taka i
þá að dæmum. Því skyldum j
vér stöðugt láta þann árstraum !
inn um eyrað að oss væri það
niðrun að skoðast sem eining
hér, og um það væri að gera að j
tvístrast sem mest, til þess sem j
fyrst að verða eitthvað annað
en vér sjálfir. Mér dettur í hug
í sambandi við þá sem þegar
eru orðnir heillaðir af þeim
söng, yéagan af vinnumönnum
Straumfjarðar Höllu, sem þér
kannist við úr þjóðsögunum.
Straumfjarðar-Halla var uppi á
15 öld og var talin fjölkunnug
mjög. Eitt sinn heyrir hún að
vinnumenn hennar eru að
öfundast yfir hundunum
hvað þeir eigi góða
daga. Ekkert hafi þeir að
hugsa um, ekkert að gera ann-
að en að sleikja sólskinið. Stríð-
aldir séu þeiF og munur sé á
þeirra æfi eða sinni. Daginn
eftir biður hún vinnumennina
að fara með sér til fjalls. Verða
þeir vel við og er á fjallið var
komið, breytir hún þe'im í
hunda, lætur þá svo faj-a að
hrossum og fé og þvættir þeim
þannig áfram allan daginn til
kvelds. Er heim kom um kveld-
ið fara þeir að bera sig aum-
lega. Telja það fremur bága
æfi sem þeir hafi átt. Vildu
þeir þá fegnir skifta aftur til
hins fyrra, og gerði Halla það að
bón þeirra. Svo mun oftast fara
en óvíst er ef skiftin eru gerð,
að húsmóðirin verði jafn auð-
sveip og Halla.
“Hvað skyldi hann vera orð-
inn sá arni?” sagði bóndinn á
Sauðafelli. Ef þeirri spurningu
er beint að oss hér, gætum vér
svarað henni með því, að enn
sem komið er, þá værum vér
Dodd’s nýmapillur eru beztr
nýmameíSalið. Lækna og gigt
bakverk, hjartabilunt þvagteppu.
og önnur veikindi, sem stafa frá
nýrunum. — Dodd’s Kidney Pill»
kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr,
'** Í2 50, og fást hjá ölltim lyfsöl-
»rn frá The Dodd’s Med*c*a«
Co.. L.td., Toronto, OnL
ekkert orðin, og það sem lakara
er, værum — ef því fari fram
sem nú horfði við — værum að
verða að engu, sökum þess að
grundvöllurinn, sem félagslíf
tmrt byggir á sem þjóðar er ó-
heill er sem árefti veikt og visið
yfir tálgröf er vér hljótum að
falla í ef vér ekki sjáum að oss.
Finnum leið til samúðar og ein-
ingar, þá fyrst getur þjóðerni
vort þrifist hér í þessari álfu,
og tunga vor lifað á vörum
niöja vorra um aldir fram.
------------0-------------
Bókafregn.
* __________
Saga Abrahiaim Lincolns, Banda-
ríkjaforseta- — Samið hefir Bjami
Jónsson kiennari. — Reykjavík 1923.
Bók pessi er nýkomin út, og tel
eg hana góðan gest á bókamark-
aðinn; eg vildi óska, að miargir
unglingar vildu lesa hana.
Bókin er æfisaga eins hins aMra
rnerkasta manns á öldinni sem
leið. Þar er sagt fyrst frá ætt hans
og upprima, fátæktarbaslinu og
erfiðleikunum, sem hann ólst upp
við, hvernig hann er allra manna
bu:glj,ú!|i sem bam \og unglingur,
og hvernig hann svo smátt og
smátt ryður sér braut og verður
að nýtum rnanni, y.firstígur mleð
dugnaði og þrautseigju allar tor-
■færur og endar með því, að kom-
ast í forset&stólinn í “hvíta hús-
inn”, verða æðsti maður þjóðar
sinnar, einnar stærstu, ríkustu og
valdugustú þjóðar í heimi- — Það
mátti mieð sannindum um hann
segja, að hann kornst “af smala-
þúf.unni og upp í hásætið”.
Það er nú ekki fyrir alla drengi
að komast svona hátt í heiminum;
“fyrr er gylt en valið sé”. — En þók-
in sýnir, hvernig efnilegir drengir,
góðir, tápmiklir og vandaðir geta
með þrautseigju og dugnaði riá'ð
því miarki, siem engan dreymir um
í æsku þeirra. Duglegu drengjun-
urn, sem setja sér hátt mark, er þeir
ekki missa sjónar af í skváldri lífs-
ins, sem nota æskuna vel til lær-
.dóms og fullorðinsárin til fram-
/
kvæmda*og dáðríkra athafna, og
sein sigla yfir djúpið með Guð í
hjarta og Guð í stafni”, slíkum
dren-gjum eða unglingnm stendur
allur heimurinn opinn; þeir kymast
að endingu upp í “forsetastólinn í
hvíta húsinu”, þóttt í dálítið öðr-
um Skiiningi kunni að vera en unj
Abraham Lincoln.
Það er eins og karlinn sagði:
“Það er víðar England en í Kaup-
m(annahöfn, kaupmaður góður!”
— Eins og eg sagði áðan„ er bók-
in góð, að mínu áliti. Mál á henni
liðugt og lipurt, eins og það lifir
á tungu flestra, sem góða íslenzku
mæla, öll framsetning skemtileg og
viðfeldin. — Að öðru leyti ætla
eg ekki að fara út í neinn ritdóm
um bók þessa.
En — eg vil segja við foreldra
sem langar til ag börnin þeirra
verði að mönnum(: Gefið drengjun-
um eða telpunum ykkar þessa bók
og látið þau lesa hana. Við vit-
um ekki hvaða unglingur kann við
lestur hennar að vakna til meðvit-
undar og vilja um, að kornast “upp
í stólinn”- — Vísir.