Heimskringla - 27.02.1924, Blaðsíða 6

Heimskringla - 27.02.1924, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLÁ WINNIPEG, 27. PEBR. 1924. ; K . i Eftir Mary Roberts Rinehart. 29. KAPfTULI. í>að var komið langt fram í september, og á "strætinu” var fólkið aftur tekið til starfa eftir sum- armókið. Skólabjallan kallaði á bömin klukkan hálf níu og klukkan eitt. Smátelpur með eina hárfléttu aftan í hnakkanum og nýydda blýanta í höndunum gengu í áttma til skólans hátíðlegar og söfnuðu að sér um leið og þær gengu- eins og halastjörnur heilum lestum af smábræðrum, sem urðu að fylgjast með, þótt nauðugir væru. Við og við sást fótbolti þjóta gegnum loftið. Le Moyne hafði lofað knattspyrnufélaginu heilum knattspyrnuútbúnaði, en ætlað ekki að æfa það sjálfur þetta ár, var sagt. Sú frétt hafði borist út> að Mr. Le Moyne ætlaði sér að fara burt. Það hafði verið unnið af mesta kappi að því heilan mánuð> að umbæta strætið. Hellustemamir, sem það haifði verið lagt með, voru farnir og í stað þeirra var komið rennuslétt asfalt á það. Börnin höfðu enn óviðráðanlega löngun til að skrifa með 'krít á asfaltið. Hér og þar voru reitir fyrir stökk- leik markaðir með krít. I flestum húsunum höfðu gluggatjöldin verið tekin ofan og þvegin og ein- staka bús var nýmálað. Hinar undarlegu fregnir um Le Moyne höfðu bæzt við alt þetta uppnám. Stundum átti hann að vera í sikrifstofu gasfélagsins og sitja þar við að skrifa út reikninga, sem næðu ekki nokkurri átt. — Eins og það gæti átt sér nokkurn stað, að fólk hefði eytt þessum ósköpum af gasi yfir manuði**., 'þar sem ekkert hefði verið bakað og fólk dvalið úti í sveit alla sunnudaga! Nei þeir gætu víst komið og tekið gasmælana sína burt! — Stundum var sagt að Le Moync 1 efði bara vpi ð í sknfstofunni til þess að létta sér upp og burga pamlar skuldir; bað vrr sko'un sem Mrs. McKej og bassa-söngvannr. hé!du fram. Hann væri reyndar afbragðs læknir ug hefði ^bjargað lífi Max Wiíions. Allir á strætinu voru í óða c:nn að ræða um þ i*' hvort gömlu gangstéftirnar ættu að vera kyrrar eða hvort þær ættu að rífast upp og nýjar gangstéttir úr sementi að vera lagðar í staðinn Og mitt í þeim <umræðum komust mienn í afarmikið uppnám út af K. en ekki gagngstéttunum. Svo þegar frá leið fóru menn að taka öllu þessu með meiri ro. En sannleikurinn var sá, að menn hörmuðu það að K. vœri að fara burt. Hvernig gæti annars stað- ið á því, alt gengi svona öfugt? hugsuðu margir. Til dæmis að taka hjónaband þeirra Palmer How- ers og konu hans, sem væri að fara forgörðum. Það hefði þó litið nógu vel út í fyrStu. með tjölcÞ um við kirkjudyrnar og pálmaviði og alls konar viðhöfn. Að vísu vær’ það satt, að Palmer gengi betur núna, en það myn<i sækja í sama horfið fyr- ir honum aftur. Og Johnny Rosenfeld dáinn og mamma hans kæmi núna á þvottadögum og stæði þegjandi v’ð balann og hefði engar sögur að segja, og hún virtist jafnvel ekki hlakka vitund til þess að fiytja í stærra hús. Og svo var Tillie. En eng'nn mintist á hana. Auðvitað var hún gift, en fólkið á “strætinu” var algerlega á mót' því, að það væri farið eins öfugt að hlutunum í þeim sökum og hún hafði gert. Það lagði harðan dóm á Mrs. McKee fyrir að hafa verið, að he’ta mœtti, þátttakandi í fréunferði hennar. Menn réðu af að halda í K., ef það væri mögu- iegt. Hefði hann farið. “að gera sig nokkuð merki- legan”, eins og komist vær’ að orði, eftir að þessi breyting varð á högum hans, þá hefði ekki verið reynt að aftra honum frá að fara. En þegar maður- inn er í raun og veru maður og gengur í somu slitnu fötunum, þó að blöðin flytj’ dálkslangar greinar um hann> að hann hafi átt heima í bænum nærri því tvö ár, þá, eins og bassasÖngvarinn komst að orði, “sannar það beinlínis að maðurinn er enginn gikk- ur . “Og það geta svo sem allir séð það”, sagði bassasöngvarinn ennfremur, “þtgar hann stýrir bifreið Wilsons, að hann er vanur v’ð að fara með bifreið. Og líklega helzt eina af þessum stóru, inn- fluttu/ þeir hafa þær alKr þessir stóru menn. Og svo er annað. Hafið þið tekið eftir, hvernig hann tekur doktor Ed með sér um alt? Dr. Ed er orðinn þetta litla upp með sér af því.” Nokkru síðan kom K. gangand’ neðan strætið alveg eins og hann hafði gert daginn sem hímn kom þangað fyrst, og hann heyrði sömu bassaröddina sjngja: “Veiðimaðurinn fjöllum frá'kom heim Cg farmaður’nn sænum af — ” Heim! Honum fanst að hann ætti hér heima. Það var sem strætið breiddi út faðm á móti honum. Ailantus-tréð bærðist í sólsk’ninu fyrir framan litla húsið. Tréð var gamalt og húsið var gamalt, og það var kominn haustblær á bæði. Christine sat við sauma á veggsvölunum. Drengur var að krota e'tthvað með krítarmola á asfaltið imdir trénu Hann gekk nokkur skrif aftur á bak, hallaði undir flatt og leit yfir það sem hann hafði verið að skrifa. K. greip í hann að aftan og snér’ honum við. “Heyrðu”, sagði hann byrstur, veiztu ekk: að þú átt ekki að krota út alt strætið? Hvað á eg að gera við þig? Ec þ'g lögregí.mni. ‘Æ, sleptu n ér, Mr, K iegðu hin'jin dreng; «num íð ef eg finni nokk- ii* t r.*i hér á strætinu þá hæ í eg v'ð skógarför- ir.a.” “Æ, Mr. K.” “Mér er alvara. Farðu og sýndu eitthvað af þessum stöfum þínum í að skrifa í skólanum”. Hann slepti drengnym. <Hann var mjúkhentur og þýður í málrómi, þegar hann átt’ við börn; það duldist ekki þó að hann gerði sig byrstan. “Flýttu þér, Bill. Klukkan er búin að hringja í síðasta sinn”. Þegar drengur'nn hljóp burt. varð K. litið á það, sem hann hafði verið að skrifa. Ávissum aldri hafa krakkar gaman af að skammstafa nöfn, svo að þau verða naumast læsilega. Þau gera það eins og þau kroja á skólaborðin með vasahnífunum sínum, og aðra þess konar smá áknytt'. Það sem K. las út úr pári drengsins var nafn Max Wilsons og nafn Sid- ney Page fyrir neðan og svo orðin, “gifting”, “ást”. Þarna stóð það hálf ósvífnislegt í þessum barnalega búningi: Hann stóð og horfði á það. Söngmaður- inn var enn að syngja; en nú var það ástarsöngur- sern hann söng. Lagið var fjörugt; sama lagið og jo'hnny Rosenfeld Ihafði hlustað á áður en hann sofn- aði svefninumi langa. Gleðisvipurinn var aftur horf- inn af andliti K. íHann varð að viðurkenna, að strætið væri ekki svona aðlaðandi fyrir sig vegna þess, að hann gæti átt þar heima. Og bráðum yrði þessum kafla æfi hans lokið, eins og öllum hinum. Hann snéri sér við og gekk þreytulega um í litla húsið. Christine kallaði til hans frá svölunum. “Mér heyrðist eg heyra fóta'takið þitt. Hefir þú tíma til að ’koma út hingað?” K. gekk í gegnum stofuna og stóð í háa glugg- anum. Hann horfði niður á hana. “Eg sé þig mjög sjaldan núna,” sagði hún eins og til þess að skýra frá hvers vegna hún hefði kallað á hann. Svo bætti hún við, þegar hann svaraði ókki strax: “Hefir þú áfráðið nokkuð ákveðið, K. ?” “Eg ætla að taka við verki Wilsons þangað til honum batnar. Eftir það — ” “Ferðu burt?” “Eg held það. Eg fæ mörg bréf svona um hitt og annað. Eg býst við að eg haldi áfrám, úr því að eg er byrjaður aftur. Eg skyldi fara aftur þang- að sem eg var áður, en það er svo tilgangslaust, að mér finst, Christine- að hætta eins og eg hætti, vegna þess að mér fanst að eg hefði engan rétt ti! að halda áfram, og skríða þangað svo aftur vegna þess að eg er hálfneyddur og byrja aftur- án þess að vita, hvort eg hefi nokkuð meiri rétt til þess nú en þegar eg haétti.” Hann fór að ganga fram og aftur um svalirnar órólegur. “En hver?” spurði hann, “hver myndi gera það? Eg segi þér satt Christine, það er ó- mögulegt.” Hún hætti að tala um þetta. Hún hafði verið að hugsa um framltíðina, hugsa um hvernig ált myndi vera þar í húsinu, ef K. væri þar ekki- hún hugsaði til þeirra daga, er fótaták hans heyrðist ekki lengur í stiganum eða marrið í stólnum hans uppi á loftinu þegar hann fleygði sér niður í hann. En svo væri það líjca ef til vill betra að hann færi. Hlún sá líf sitt framundan sér og því yrði hún að lifa. Hún gerði sér enga von um neina hamingju í lífinu- en einhvern veginn yrði hún að grundvalla framtíðarlíf sitt á hinum veika grundvelli hjóna- bands síns, gera sig ánægða með það sem skeð væri, jafnvel þótt ótttinn kærni ávalt að öðrum þræði Hún vissi þetta. Þetta líf myndi verða þolandi. Til þess að nokkur veruleg sálarkvöl gæti átt sér stað yrði að vera ást> en ást hennar til Palmer var al- veg kulnuð út. “Sidney kemur hingað í dag”. “Það er ágætt.” Það var ekki hægt að merkja af rödd hans hvað honum væri niðri fyrir. “Hefir þú veitt því eftirtekt, K., að Sidney er ekki mjög ánægð?” Hann nam staðar fyrir framan hana. “Hún hefir verið miilli vonar og ótta lengi.” “’Hvað getur það þá verið?” “Eg er ekki alveg viss, en eg held samt að eg viti það. Hún er búin að missa traustið á Max, og hún er ekki eins og eg. Eg —- þekti Palmer áður en eg þekti hann. Eg fékk bréf. Það var alt hálf við- bjóðslegt — eg þarf ekki að tala meira um það. Eg var of hrædd til þess að haétta; þetta var rétt fyrir giftinguna. En Sidney hefir svo miklu meira þrek en eg. Max er ékki eins og hún hélt að hann væri og eg efast um að hún giftist honum.” K. leit út þangað sem nöfn þeirra voru skrifuð með krít á asfaltið á strætinu. Það gæti verið að Christine hefði rétt fyrir sér- en það breytti ekki neinu fyrir honum samt. \ Christine fór að hugsa um sjálfa sig og um Palmer, sem hagaði sér betur rétt nú í svipinn, síð- an fór hún að hugsa um K.> sem ætlaði að fara burt. Hún mintist með sársauka, er K. hafði tekið hana í faðm sér rétt sem snöggvast og ýtti henni frá sér aftur undir eins. En hvað alt væri öfugt! Hvað lífið gæti verið hlálegt! “Þegar þú ferð burt ætla eg að biðja þig um að muna þetta” sagði hún loksins, — “eg ætla að reyna að gera alt sem í mínu valdi stendur. Þú hefir kent mér alt sem eg veit. Eg veit að eg verð að leiða ýmislegt hjá mér og fyrirgefa meðan eg lifi. En Palmer þykir vænt um mig á sinn hátt. Hann mun ávalt koma til mín aftur- og ef til v;II stundum — Rödd hennar cmálækkaði, þar til hún þagnaði alveg. Framundan scr sá hún árin, og tírninn skiit- ist ékki í daga cg mánúði, heldur í tíma'oil mil'i þf.ss er Paimer færi bcrt og kæmi íðrunaifullur hehn aftur. “Gerðu ofurliíið meira en að gleynia”, sagði K. Reyndu að láta þér þykja vænt um hann, Christine. Þér þótti vænt um hann einu sinnii. Það er íþitt Sterkasta vopn; það er ávalt konunnar bezta vopn. Og það sigrar að lokum ’. “Eg skal reyna það- K.” svaraði hún eins og hlýðið barn. ( En hann Varð að líta undan er hún leit beint_í augu hans. IHarriet var komin til Evrópu. Frá París sendi hún bréfspjöld til viðskiftavina sinna. Það var nýjung. Tvær eða þrjár fjölskyldur á “strætinu’ fengu iþessar tilkynningar, sem voru prentaðar með fallegu koparstungu letri, um að hún væri að kaupa kjóla og alkkonar annan fatnað eftir nýjustu tízku af bestu skröddurum í Parrs. Umslögin með spjöld- unum í voru látin liggja á stofuborðinu, rétt eins og að svona tilkynningar frá París væru alvanalegar. 1 K. borðaði einn og borðaði Iítið. Þegar hann var búinn að borða, gerði hann við brotið borð, gem Katíe notaði við að járnbera iín; en hún slétti úr hrukkunum á buxum fyrir hann í staðinn. Hon- um datt í hug að bjóða Sidney að koma út mieð sér í bifreið Wilsons, og beztu fötin hans voru ekki meira en svo hæf fyrir þess konar ferðalag. “Eg er hrædd um”, sagði Katie, þegar hún kom með buxurnar samanbrotnar á handleggnum og rétti þær inn um gættjna. |“að jþessar buxur þoli betur að það sé gengið í þeim en setið. Þær eru orðnar æði mákið slítnar, Mr. K.” “Eg sikal taka kápu með mér, Katie, til að vera við búinn ef þær skyldu bila; og á morgun ætla eg að panta ný föt.” “Eg trúi því þegar eg sé þau, fyr ekki”, svaraði hún neðan úr stiganum. Einhver kerlingarbjálfinn af bakstrætinu kemur hingað í kvöld og segir þér að hún geti ekki borgað húsaleiguna, og fer burt með fataverðið í buddunni smni og notar það líklegast til þess að borga skuld, sem hún er í fyrir hljóðfæri í stofuna hjá sér. Tvær nýjar slaghörpur hafa ver- íð keyptar á bakstrætinu síðan þú komst hingað”. “Eg Jlofa þessu hátíðlega, Kaitie”. “Sýndu mér það svart á hvítu”, svaraði Katie rólega. Sidney kom heim klukkan hálf þrjú. Hún var rjóð í framan eins og hún hefði verið að flýta sér. Og á vörum hennar var bros, sem Katie var fljót að taka eftir. “Blessað barnið!” sagði hún. Það þarf ekki að spyrja að hvernig honum Iíði í dag. Andlitið á þér er alt eitt bros.” Brosið dofnaði ofurlrtið. “Það hefir einhver skrifað nafnið mitt úti á strætinu mieð krít hjá nafni Wilsons, Katie. Það er eitthvað svo kjánalegt. Eg vildi að þú vildir fara út og þurka það af.” “Eg er orðin hálfvitlaus aí að þurka upp árans* krítarrissið eftir þá. Eg skal gera það bráðum.” “Gerðu iþað fyrir mig- að gera það strax. Eg vil ekki að menm sjái það. Er — er K. uppi á lofti?” Þegar hún fékk að vita að hann væri uppi, fór hún ékki strax upp, heldur stóð niðri í ganginum og hlustaði. Já, hann var uppi. hún gat heyrt til hans þegar hann gekk um. Hún stóð með hálfopinn munninn og hlustaði. Christme leit inn af svölunum og sá hana þar. Hún sá nokkuð í svip hennar, sem hún hafði aldrei haft grun um og hún bar hendina upp að hálsinum. “Sidney! ” “Sæl, Chris!” “Viltu ekki koma inn til mín og setja þig niður?” “Eg hefi ekki mikinn tírr.a — það er að segja fg þarf að tala við K.” “Þú getur séð hann, þegar hann kemur ofan.” Sidney kom inn í stofuna með hægð. Henni datt alt í einu í h'ug, að Ohristine myndi sjá K. nokk- uð oft, einkanlega núna. Hann gengi efalaust oft út og inn. En hvað Christine væri falleg. Og svo væri hún heldur ekki ánægð. Það eina sem þyrfti ti! þess að vekja eftirtekt hans væri að manni liði ekki vel. Já> vissulega, þegar svo stæði á — “Hvernig líður Max?” “Hann er betri.” Sidney settist niður á handriðið, en Christine sá að hún hafði ékki augun af stiganum. Báðar þögðu Ohrstine saumiaði, en Sidney sat og lét fæturnar hreyfast 'fram og aftur. ‘“Doktor Ed segir, að Max vilji að þú hættir náminu og giftist sér strax.” “Eg ætla mér ekki að giftast honum, Chris.” K. skelti aftur hurð uppi á loftinu. Það var einn af göllum hans, að hann skelti altaf hurðum á eftír sér. Harriet féll það afarilla. Sidney rendi sér niður af handriðinu.^ “Þarna er hann.” 1 öllu sínu eininga og tilgangslausa lífi, hafði Christine aldrei haft eins gott tækifæri til að sýna göfuglyndi og nú. Hefði hún ekki sagt neitt, þá hefði K. ef til vill farið burt af strætinu jafn ein- mana og hann kom þangað — svo undarlegur er gangur lífsins. “Vertu honum góð> Sidney sagði hún. “Hann elskar þig.” ÞEGAR GRErTlR GLÍMDI VIÐ GLÁM. Máninn óð f skýjum skært skulfu tré í lund í'áinur rundi stormur á raunafullri stund, þá var hurð knúin hart hrykti í dyra gátt, þar v,ar eitthvað surt á seiði. um svardimma nótt. Vafði feldi fast að sér frækin hetjan þá, sem að lá í leyni og lítið við það brá. Dólgur drattar umi göng og drjúum eikur spor fjandsamleg er forneskjan með feikilegt þor. Tók í feldinn feikihart frekur dólgurinn Grettir greip á móti og gáði ei neins um sinn sýndi fádæma frægð frækinn drengurinn honum frægðar syngur söngur sæl fortíðin- Skiftu feJdi fljótt í tvent fast var tekið á, færðust fram í dyrin feigðin beið þar hjá, bi-aut á bak aftur þræl býslna meður .þrótt þá var einnig liðið líka langt fram á nótt. Upp þá sjónum skörpum skaut skollans ófreskjan og úr illum hvofti ælu þessa vann hvar sem héðan af fer hræðsia mun þig þjá, í dái lá þá draugurinn og dóm hlustar á. Grettis verður vörnin fræg víðann út um heim, gleymt því enginn getur görpum eins og þeim, sem að sigur og þor sýna alla tíð, honum ætfð virðing veitist vöskum hjá lýð. G- TH. ODDSON. JÓN SIGURÐSSON CHAPTER I. 0. D. E. Financial Statement year ending Jan. 31. 1924. RECEIPTS: \ Ca«hin Bank 31st Jan. 1923 . Subscriptions Mem. Book . 4147 95 Halftone Plates 10 nn Loan from P. Anderson ennnn Membership Pees 7onn Refund from Mun. Chapter .. Socials Bazaaiz etc. .. Donations Qnnn • $5308-71» DISBURSEMENTS Fire Ins. Prem Repairs on Beach Prop . ■ Refund on Mem. Book .... Loan riepaid to P. A- Sundry Expense Mun. Chiapter, (Tax) .. .. Loan repaid to Trust a/c .. .. Commtesions on Mem. Book . t Mun. Chapter ocnn Expenise re Socials etc Mem. Book Qniím Releif & Assistance Old Folks ÍHome (Betel) .. Cash in Bank 31/1—24 .. .. / $5308.70 RETURNED SOLDIERS’ TRUST ACCOUNT. RECEIPTS: Cash in Bank, Jan. 31. 1923 ................ 18.59 A- Jónsson Estate........................... 62.50 Repayment of loan.......................... 220.00 Interest on sam-e........................... 10.00 Bank Intereet................................ 51 $311.60 DISBURSEMENTS: Assistanee to returneci Soldier.................... 25.00 Cash in Bank, 31- Jian. 1924 ...................... 286.60 $311.60 KAUPIÐ HEIMSKRINGLU BORGIÐ HEIMSKRINGLU

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.