Heimskringla - 23.07.1924, Blaðsíða 4
4, BLAÐSIÐA
H EIM SKRINGLA
WINNIPEG, 23. JÚLÍ, 1924.
ffeímskrinjjla:
<S«ofnntS 1886)
Kemnr öt ö hverjum rniTSvikudegri.
EIGENDDR:
VIKING PRESS, LTD.
853 of? 855 SARGENT AVE., WIlfNIPEG,
Talsimi: N-0537
Vert5 blaðsins er $3.00 árgangurinn borg-
ist fyrirfram. Allar borganir sendist
, THE VIKING PREfíS LTD.
SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Ritstjóri.
UtanAskrfft tfl blnbnfnH:
VIKING PRESS, Iitd., Box 3105
UtanfiMkrfft tfl rif st jórans:
EDITOIt HEIMSKRINGLA, Box 3105
WINNIPEG, MAN.
THE
“Heimskringla is published by
The VikfDK PreMM Ltd.
and printed by
CITY PRINTtNG «fe PUBLISHING CO.
853-855 Sargrent Ave., Winnfpegr, Man.
Telephone: N 0537
WINNIPEG, MANIT0BA, 23. J0L1, 1924.
Dálítiðum stjórnmála-
horfur latneskra þjóða
Evrópublöðin tala nú ekki um annað
meira af því, er á stjórnmálasviðinu gerist,
en fund þann, sem kallað var til nú í miðjum
þessum mánuði, af bandamönnum, til þess að
ræða tillögur Dawes-McKenna, um skulda
llúkningu Þjóðverja. Á þeim fundi sitilr
Kellogg, sendiherra Bandaríkjanna í Eng-
landi. Lloyd George hefir látið það álit í
Ijósi er mjög virðist fara saman við álit flestra
stórblaða í Norðurálfunni, að því er sjá má
af fréttum, að þetta muni verða helzti fund-
urinn, og mest af honum leiða, af öllum þeim,
er haldnir hafa verið meða^ bandamanna síð
an friður var saminn. Eina aðalástæðu fyr-
ir þessu telur hann þátttöku Bandaríkjanna
í fundarhaldi, og það, að skuldalúkningar-
tillögurnar, sem fundurinn á að fjalla um,
eru komnar frá Bandaríkjamanni að miklu
eða mestu leyti.
Varlegra mun vera, að gera sér ekki alt
of glæstar vonir um fundarárangur. Þeir
leru orðnir nokkuð margir fundirnir, sem
stjórnmálaskúmar Norðurálfunnar, hafa
haldið með sér, til þess að kippa ýmsum
aflaga förnum limum á alþjóðalíkamanum
í liðinn, alt frá friðarsamningsskrípinu í
Versa^'es og fram að þessu. Tillögum
Dawes hefir verið tekið með mestu gleði-
látum beggja megin hafsins, af því, að menn
eru orðnir svo langþreyttir á boladansinum
í Ruhr-héraðinu, að alt virðist betra en bað
stímabrak. En hætt er við, að fæstir þeirra,
sem hæst hafa gaulað gleðilagið við tillög-
ur Dawes, hafi í raun réttri gert sér nokkra
skynsamlega hugmynd um, hve framkvæm-
anlegar þær væru. Þjóðverjar hafa gengið
að þeim, segja þeir. Já, að vísu, en Þjóð-
verjar hafa í neyðinni gengið að svo mörgu
síðustu árin í orði, sem þeim hefir aldrei
dottið í hug, og aldrei haft nein úrræði til
að halda á borði, að ennþá er mjög van-
séð, hvert stórum betur muni fara nú. Það
er sorgleg reynsla marera alda, sem mann-
kynið hefir ótrúlega Itið reynt, að færa sér
í nyt, að allar hrafnaþings-aðgerðir stjórn
málagarpanna fá aldrei meiru til leiðar kom-
ið en þjóðirnar sjálfar eru viljugar og fær-
ar um að taka á sig. Og þó eru velferðar-
mál þeirra undantekningarlítið aldrei fvrir
þær lögð. hvernig ræða skuli, fyr en eftir
’dúk og disk.
Ekki skal því þó neitað, að miklu bjart-
ara er nú vfir framtíðarvonum Norður- og
Austur-Evrópu. sem stendur, en verið hefir
sfðan í ófriðarlok. Ræður bað mestu um, að
slíkir menn og þeir MacDonald og Herriot
nú sitja við aktauma tveggja voldugustu og
áhrifamestu ríkjanna í hemúnum.
Sérstaklega hefir mikil breyting orðið
í æðstu sætunum á stiórnarskrifstofum
Frakka. Herriot er ólíkt hlýrn { garð Þjóð-
verja, en fyrirennari hans, Poincaré. Og
fengi hann að ráða, er htill vafi a því, að
tillögur Dawes fengju að revna sig. Og
hvert sem þær nú vrðu sérstaklega affara-
sælar fyrir mannkynið í heild sinni og Norð-
urálfuna sérstaklega, þ»á hafa þær aldrei
verri afleiðingar í för með sér, en það á-
star.d, er nú ríkir, og sennilega eru þær það
skársta, sem stórveldin gætu komið sér sam-
an um fvrst um sinn. hó hær séu stórgallað-
ar, og vér hyggjum lítil líkindi til þess að þær
séu framkvæmanlegar. Um hær má hebt
se<?ia, að hær eru sæm'Uga nothæfur grund-
völlur, til bráðahirgðahrófat'ldurs, lík-
lega eini aðgengilegi grundvölVnnn fvr«t
um «inn og þess eins vegna er bað vonandi,
að tillögurnar fái hyr á fundmum. — En
annars er Herriot hví miður fremur laus í
sessi, að því er virðist. Fyrir nokkrum dög-
um síðan, neituðu sósíalistar honum alger-
lega um atkvæði sitt til fjárveitingar, til þess
að halda við setuliðinu í Ruhr. Varð hann
að berja þá fjárveitingu í gegn með tilstyrk
hægrimanna. Nú eru þeir aftur á móti að
safna liði, til þess að reyna að koma í veg
fyrir það, að gengið verði að Dawes til-
lögunum. Er hann upp á náðir beggja flokka
kominn og því býsna valtur í sessi. Að
honum sjálfum er það fyllilega Ijóst, sézt
bezt á því, hve fús og jafnvel ákafur hann
var að berja það inn í þingmenn, að hann
hefði til einskis skuldbundið sig, í iþá átt,
að samþykkja þau ákvæði, er þessi fund-
ur, er bandamenn nú hafa stofnað til, kann
að samþykkja.
Annars blæs ekki sérlega byrlega fyrir
hinum tveimur smá-NapóIeónum Suður
Evrópu, þeim herrum Mussolini á Italíu og
Primo de Rivera á Spáni, er völdin hafa
hrifsað í sínar hendur. Mussolini hefir að
vísu, að nafninu til komist heill á húfi úr
óveðrinu, er um hann rauk, eftir að upp-
víst varð um morðið á þingmanninum
Matteotti, sem all-ítarlega hefir áður verið
getið um hér í fréttadálkum blaðsins, en
hann er langt frá því að vera enn úr allri
hættu. Það virðist vera lítilí vafi á því, að
hann verði að lúta beirri hjóðarkröfu, að
Fascista sjálfboðaliðið verði hér eftir að
sameinast, eða ganga í hinn fasta lögskipaða
her, og hlýða boði og Jbanni vfirherstjórnar-
innar. en fram að þessu hefir betta sjálf-
boðalið leikið lausum hala og framið ótal
hermdarverk í skjóli Mussolinis. 0g senni-
lega verður hann að rýra vald sitt frekar
* á ýmsum öðrum sviðum. Ennþá er reynt
að binda fyrir munninn á miótstöðumönnum
Fascista með ritsíun (censure) en iþó berst
svo mikið af fregnum gegnum þá síu, að
stjórnarandstæðingar hljóta að vera mikið
sterkari. en nokkurn hefði grunað fyrír
fáum vikum síðan. Altaf eru að berast fregn-
ir um blóðugar skærur milh’ Fascista og ann-
ara flokka, sérstaklega iafnaðarmanna. um
hvera og endilanga ftalíu. Ófriðarblika
hvílir yfir landinu, og má eins veí búast þar
við mannskæðum innanlandsóeirðum hvað
af hverju.
Annars þykir nú fullsannað, hver orsök-
in var til þess að Matteotti var myrtur. Hann
hafði nýlega verið í London f stjómmála-
erindum. Þegar heim kom sendi hann opið
bréf til eins blaðs þar, sem hefir allþungar á-
kærur að bera á Fascistana. Bæði hafði
hann sönnunargögn { höndum um fjárdrátt
ýmsra háttstandandi emhættismanna, t. d.
Finzi, er getið hefir verið um áður í sam-
bandi við olíuna, og bar að auki mótmælti
hann því fastlega, að ítalía ætti Mussolini
stjórninni nokkuð gott upp að inna. Hann
fullyrti. að áþreifanleg og vaxandi velmeg-
un Italíu tvö síðustu árin, væru alls ekki
stjórninni að þakka, heldur ýmsum fjárhags-
legum straumhverfingum, sem fært hefðu
auðæfin á land, hvert sem stjórnmálafor-
maðurinn hefði heitið Mussolini, eða eitt-
hvað annað. Þar að auki bar hann á móti
því, að útgjöld við ríkisstjórnina hefðu
minkað, — en það telur Mussolini sér til á-
gætis — heldur þvert á móti aukist, þó reikn-
ingum hafi verið ruglað svo, að á yfirborð-
inu væri sparnað að sjá. Hélt hann því
fram, að þó embættismannatalan hefði að
vísu verið færð niður um 5000, þá hefði
kostnaðurinn við ríkisrekstur aukist um 100,
000,000 Iíra. Kostnaðurinn við jámbrauta-
rekstur væri alveg hinn sami og áður hefði
verið. um 900,000,000 líra. —
Ekki er auðvelt að segia, hvert þetta er
algjörlega rétt hermt. Tölur er lengi hægt {
að þvæla, og hvast má deila umi óljósar or- J
sakir ýmsra hluta. En þá er maður veit, hve j
þungar sakir þær eru, sem Matteotti hefir i
borið á Fascistana, og opinberað þær í ensku I
blaði þá þarf naumast að undra sig á æfi- I
lokum hans, ef menn hafa fylgst nokkuð j
með ærslagangi, ofstopa og barnalegum- I
hryðiuverkum Fascistanna, alt frá því að
sá flokkur hófst. Þeirra meðul hafa verið
hin sömu og Jahve notaði: svipan og þræls-
óttinn. Þeir hafa heldur ekki lært neitt af
hrakförum júnkaranna þýzku í því efni, ekk-
ert lært af bandamönnum sínum í stríðinu.
Belgíumönnum um að nútíðamenn verða
seinlegast yfirunnir með íporðdrekum og
skorpíónum.
Primo de Rivera yfirhershöfðingi á
Spáni hrifsaði völdin í sínar hendur í fyrra,
að dæmi Mussolinis, og bar það fyrir sig,
sínum málstað til sáluhjálpar, að amlóða-
háttur Spánverja í Marocco ófriðnum væri að
kenna stjómmálarotnun og hálaunagræðgi
heima fyrir, og væri því nauðsynlegt, að
herinn með drifhreina æru og óflekkaðan
skjöld, tæki ríkið upp á sína náðararma,
flæmdi alla frjálslynda menn í útlegð, þá sem
tii næðist, og ræki Mórann út úr Marocco
með mikilli háðung, af mikilli hreysti. En
það hefir nú svo skríti lega farið, að hreyst-
in hefir aðallega tekið sér bólfestu í arm
leggjum og hjörtum Móranna, en undir tungu
rótum Spánverjanna, síðan de Rivera tók við
stjórninni. Háðungin hefir aftur á móti
verið tryggur fylgifiskur Spánverjanna, og
haldið sér eingöngu við þá, þetta síðasta
ár. Næst síðasti verulega glæsilegi ávöxt-
urinn af þeirri sambúð var það, að de Rivera
ætlaði sér að kaupa frið við þá mórauðu,
með því að hefja upp í veldisstól soldáns,
allra illræmdasta ræningjaforingjann; sem
völ var á að fá sunnan úr fjöllunum, er
girða Marocco að sunnan, Raisuli að nafni.
En Mórinn vildi ekki kaupa soldánstignina
aftur í land sitt svo dýru verði, sem því, að
verða að lúta hans yfirráðum. Fór sú fyr-
irætlan því alveg út um þúfur, að því er
virðist, og geisar nú ófriðurinn á ný, og eng-
in miskun hjá hvorugum Magnúsinum. Drepa
hvorirtveggja alt 'kvikt er fyrir verður. Hafa
Spánverjar nýlega beðið aftaka ósigur, að
því er séð verður engu minni, nema verri
sé, en þann, er um stundarsakir batt enda
á “krossferð” þeirra í hitteðfyrra. Til þess
að reka harma sinna hefir sú háðung, er fylgt
hefir vopnum þeirra blásið þeim í brjóst, að
fleygja sprengikúlum úr flugvélum yfir nokk-
ur þorp suður í eyðimörkinni. Er það glæsi-
legasta afreksverkið, er þeir hafa um að
herma úr þessum ófriði, því fluggarparnir
komust óskaddir úr orrahríðinni, eftir að
hafa varpað um 600 stóreflis vítisvélum á
leirkofaþorpin. Segir fréttastofa hersins í
Tangier svo frá hreystiverkum: “Sagt er, að
karlar hafi verið allir á burt, annaðhvert í
orustum, (að murka lífið úr Spánverska fót-
gönguliðinu!) eða þá á ráðstefnum. en kon-
ur og böm vora fyrir í þorpunum.”
iÞannig ðr þá kc*rrvð brevs/tibrögðum
beirra manna, er telja Vasco da Gama og
Hernandez Cortez ti! forfeðra sinna, og ó-
tal afreksmenn aðra, sigurvegarana (con-
quistadórana) miklu, er lögðu nálega allar
nýlendur heimsins undic veldissprota Spán-
arkonungs. Grimdina eina virðast Spán-
verjar hafa að erfðum tekið frá forfeðrum
sínum, enda höfðu beir nógan forða af henni
í marga ættliði. En þeir böfðu meira en
grimdina eina til brunns að bera. Afls og
hreysti, fræknleiks og framsóknarvilia þurfti
beim enginn maður að frýia. Nú virðist
barla lítið af þessu vera eftir hjá niðium
beirra, og því minna. sem hnefaréttur her-
liðsin<? hefir aukist að styrk heima fyrir.
Sannleikurinn er, að klerkavaldið og herínn,
hafa í sameiningu slieriðið Spáni fram á
erafarbarminn. Og öll aðferð Primo de
Rivera hefir sýnt bað og sannað, að úr
hvorugri þeirri átt á þjóðin sér nokkra við-
reisnarvon. Hernaðaraðferð hans í Marocco
minnir eftirtakanlega á þá kvenskratta, sem
algengir eru í frönskum sögum, er í magn-
lausri reiða skvetta brennisteinssvru í andlit
mótstöðumanna sinna og meðbiðla, þegar
sigurinn hefir gengið sjálfum þeim úr greip-
um.
Endurreisn Spánar hefst áreiðanlega ekki
j með Primo de Rivera. Hún hefst, ef til vill,
með einhverjum þeirra manna, er hann hef-
] ir flæmt úr landi. Þess verður kannske held-
| ur ekki svo langt að bíða, þó hamrama fá-
fræði sé við a$ etja á Spání. Að minsta
kosti hafa afrek Spánverja í Marocco vakið
þann úlfaþyt heimafyrir aS alraeðismaðurinn
i spánverski má teljast býsna valtur í sess-
inum.
Um miðjan þenna mánuð var ennþá ekk-
ert afgert um forsetakosninguna í Mexico,
en þó mun mega telja víst, að Calles yfir-
hershöfðingi nái kosningu. Hann hefir ver-
ið einna ótrauðastur fylgismaður ágætis-
mannsins Obregon, er nú situr á forsetastóli,
maður friálslyndur og mun ætla að halda í
sama horfið og fyrirrennari hans. En aðal
markmið Obregons hefir verið, að menta
(alþýðuna og losa bændalýðinn, peónana,
sem bar eru kallaðii* úr hinu dæmalausa
niðurlægingarástandi er stóreignamannastétt-
in hefir haldið þeim í, í margar aldir alt síð-
an á dögum Cortezar. Hefir hann neytt stór-
eignamennina til þess, að leggja landspildur
til bújarða af mörkun við þá, og af því
spratt uppreistin í vetur, ásamt undirróðri am
erískra olíuhákarla. er áratugum saman og
sérstaklega síðan 1912 hafa verið að reyna
?ð sölsa undir sig vfirráðin og helzt að inn-
lima Mexico í Bandaríkin. Eiginlega benda
hmar mismunandi aðferðir og hugsunarhátt-
nr þeirra Obregons í Mexico, og Primo de
Rivera á Spáni, og sífeldar hrakfarir Spán-
veria og valdatap síðan á dögum Cortezar,
er Mexico vann til handa Spánarkonungi,
og samtíðarmanna hans, að líkt hafi farið
bar og í Noregi forðum, er Haraldur Iúfa
braust til ríkis, að beztu menn bjóðarinnar
hafi farið af landi burt, þó orsakir hafi ver-
'ð aðrar, opt ágæti kyn«tofnsins, því haldist
betur við í hinu nýnumda landi, en heima á
ættjörðinni. Því bó margt hafi á tréfótum
gergið í Mexico, þá er þó enginn efi á því,
að miklu meiri dugnaður og þrek,
frjálslyndi og framfaravilji er í
Spánverjum þar en heima fyrir.
Mexico hefir t. d. hrint klerka-
valdinu hjá sér fyrir Ætternisstap-
ann, en það hefir riðið Spáni sem
mara fram á iþenna dag.
Salmagundi.
Some weeks ago a body of
representatives of the Lutheran
church in the U. S. A. met in one
of the larger cities to discuss their
commqn problems. One of these
it seems, was a devilish problem
and downright tough. In fact it
was hellish, baving horns and
hoofs. It was hell.
Hell, the reader is led to infer,
had become somewhat of a pro-
biem with at least a number of
these august guardians of the
faith. From being, as of old, a
bulwark and mainstay of that
same faith, when fear played a
larger part in matters concerning
Kíngdom Come than it does today,
it had degenerated into a down-
right nuisance. And as such they
dealt with it-to their credit be it
said. They ruled hell out of ex-
istence, bag and baggage. They
cancelled its age-old charter. Hell
is no longer on the Lutheran map,
and the devil is a homeless vaga-
bond, without where to lay his
head.
) ----------------
It would be interesting to know
just what induced these repre-
sentatives of the faithful-job-Iill'
ies and grand panjandrum himself
to take tbis fateful step. We can
only speculate. But crazy as this
spinning old world, is, there still
are reasons to be found for most
tbings if only we look deep en-
ough and far enough. And this
one is probably no ex-
ception. What, then, was the rea-
son? Can it be that hell has served
its purpose? Why take this con-
solation away from the vengeful,
who could conveniently consign
their enemáes to any one of its
steaming pots for ever and aye?
There must be a reason.
i ______
Was this purely an ecclesiasti-
cal matter, or had public opinion
anything to do with it? Without
knowing, we suspect the latter.
Public opinion has such an insid-
ious way about it, and is always
gnawing at the roots of accepted
things. Even hell was not exempt.
It was showing signs of the blight.
It was pale about the gills, and
obviously anaemic. So the august
fathers decided to put it out of
misery. And there you are. We
have no hell.
The church has never been not-
ed for rapid advancement in
thought, profane or secular. It
is essentially conservative in its
nature. It has a way of holding
onto things long overdue in Iimbo
When finally it gives them up it
does so tpo late and then only
with bad grace. Public opinion is
always forcing its hand. So with
this little matter of hell. It has
been in bad standing with the
average pew-holder. lo, these
many years. But the pulpit
sustained it tenaciously, if Iess and
Iess vehemently.
The exact relations between
hell and the pulpit of late would be
hard to define, but it was felt to
be always in the background.
Without mentioning the matter,
the pulpit stood between it and
the pew-holder. Now hell is gone,
and the pulpit must turn to the
task of saving the pew-holder
from himself or something. No
longer is it a simple matter of
“believe or sizzle”. Saving souls
bas become a man-size job.
We were in hopes that the re-
cent Icelandic Lutheran Synod
would take up the question on
the cue of their brethren across
the boundary. Our hope was def-
erred. The question is a hot one
and the days were hot. We do not
blame them for shelving it.
lAnyway, the question of hell is
not a pressing one any more. It is
more or less of a joke in the
public mind. Left to itself it will
die a natural death without calling
for extreme unction. Our church
fathers are probably wise to let it
work out its own destiny with-
out aid. — L. S.
Einar Ben. um bókmh.
Islands
(Framh. frá hls. 1.)
er, ag hve miklu leyti íslenzka þjóð-
in í frjálsu samneyti við hinar
Norðurálfuþjóðirnar getur verndað
og þroskað hreina íslenzka tungu á
sígildum grundvelli. I>að er ósköp
skiljanlegt, ihversu mikla örðugleika
þjóð vor á við að stríða i þessu efni,
og sérstaklega hefir hið innra ásig-
komulag þar sín áhrif. Hin alveg
dæmalausa lestrarfýsn fólksins um
land alt, í sveitunum fyr meir, var
lífsstyrkuj- bóka og tímarita í svo
stórum stíl, að ókunnugum var það
óskiljanlegt. En smám saman hafa
verið stofnuð lestrarfélög urn alt
landið, og með því hafa bókaverzl-
anirnar mist aðalstoðina til verndar
islenzkum bókmentum.
Síðan kemur fólksstraumurinn úr
sveitunum til bæjanna, og með þvf
minkar lestrarlöngunin hjá miklum
fjöida verkalýðsins. Og loks er nú
lesin feiknin öil af vel skrifuðum
erlendum heillandi ásta skáldsög-
um (Rómaner) í stað íslenzkra
skáldrita (Fiktion), sem maður
einnig verður að viðurkenna að séu
fremur einnig verður að viður-
kenna að séu fremur léleg í saman-
burði við góð erlend skáldsagnarit.
En þrátt fyrir ait þetta verður
spurningunni, um hvort hin dásam-
lega íslenzka tunga skuli vera
vernduð og notuð á sígildum grund
veili, skilyrðislaust svarað játandi,
og í því tilliti koma alveg sérstak-
ar ástæður til greina. í Norður-
Ameríku geta íslenzkar ibókment-
ir reiknað sér 20—30,000 lesendur. I
Kaupmannahöfn og hingað og
þangað á Norðurlöndum og í Dýzka
landi, er þó nokkur markaður fyrir
íslenzkar bækur. Og að iokum sæikj-
ast bókavinir um heim allan eftir
sjaldgæfum eða t.fti rtektaverðum
íslenzkum ritum. Á öllum þessum
svæðum má gera réð fyrir, einmitt
vegna takmarkanna, að .íslenzkum
bókmentum sé mikil athygli veitt.
— Hvernig virðist horfa við í nú-
tíðarbókmentunum á íslandi í
samanburði við hinar Norðurlanda-
þjóðirnar?
— Mitt álit er skilmálalaust, að
eins og skemtandi bókmentir í ó-
bundnu máli verða að teljast smá-
vægilegar eins er meðal ótölulegs
fjölda íslenzkra skálda kominn tjl
sögunnar nýr skóli, þar sem lisþ
hins bnndna máls er mikil og und-
ursamleg.
Hingað og þangað um alt land
ið sér maður í blöðum og tímarit-
um stöðugt ný og ný skáld koma
fram á sjónarsviðið með kvæði, bú-
in fegurð og krafti, sem um langan
aidur hefir óþekt verið hjá hinni
nafnkunnu Ijóðskáldskapar þjóð, ís.
lcndingum. Dessi nýi skáldaskóli
er því einkennilegur fyrir skarp-
sýni á hinum sígilda hugsunarskáld-
skap, með beygingamýktinni og
hinum almáttugu eiginleikum tung-
unnar, til þess að endurspegia það,
sem hrærist í mannssálinni. Biómg-
un máisins gerist á þennan hátt fyr-
ir stöðugt djúpsækari skáldlista-
rækt hjá hinum fjöigáfaða og skáld-
hneigða æskulýð íslands.
Að endingu nokkur orð: Mér
skilst að hóksalarnir geri alt of
lítið til þess að auka sðlu bók-
menta vorra erlendis, m. a. hér f
Kaupmannahöfn og í Kanada. Bg
hefi einu sinni lagt það til, að rfk
íð ætti gegnum Landshókasafnið,
að gera tiiraun með að koma þvf
til leiðar, að skifta á erlendum iðn-
aðar- og vísindaritum fyrir íslenzk-
ar bækur. .Síðan voru víst hafin
Ibréfa/skifti ’miili landsbókavarðar
og British Museum í Lundúnum f
þessu skyni, en um árangurinn er
mér ókunnugt.
Sannarlega ætti ekki að láta
neins ófreistað til þess að styðja ís*
lenzku þjóðina í hennar mésta
nauðsynjamáli: verndun vorrar dá-
samlegu norrænu frumtungu.