Heimskringla - 23.07.1924, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 23. JÚLÍ, 1924.
HEIMSKRINGLA
6. BLAÐSIÐ
Gullfoss Cafe
(fyr R/Ooney’s Lunch)
629 Sargent Ave.
Hreinlæti og smieikkvísi ræðratr í
matartilbúninig'i vorum. Lítið hér
inn og fáið yður að biorða.
Höfuim 'Oinnig altaf á boðstól-
um: kaffi og aUskonar bakninga;
tóbak, vindla. svaladrykki og skyr.
Ný bók.
Islenzkar Þjóðsögur og Sagnir.
Safnað hefir og skráð Sigfús Sig-
fússon, er nýkomin út hér í Prent-
smiðju Austurlands. Þetta ©r II.
hefti safnsins og er 14 arkir í stóru
8 bl. broti eins og hið I. hefti, sem
var 6Í4 arkir.
Pjósagnasafn Sigfúsar er hið
allra stærsta og merkilegasta af
l>eirri tegund í íslenzkum bókment
um. Pram yfir önnur þesskonar rit,
gefur því .alveg sérstakt og veiga-
mikið gildi, hin mikla nákvæmni
og vöndun í niðurröðun og skipun
í flokka. Til þess hefir þurft mikla
alúð og elju. Enda hefir Sigfús gert
þetta að lífsstarfi og lagt sig all-
an óskiftan í dráttinn, og síðan á
hlunnana gegn ýmiskonar andbyri
og öfugstreymi til þess, að róa safn-
inu heilu til ihafnar. Tveimur hleðsl-
um hefir hann nú kastað upp í
vörina og hinir, sem á landi standa
hirða þær og hagnýta sér
En það sem komið er af safninu,
mun ekki vera nema tíundi hluti
þess, og flest það bezta eftir.
Ekki verður því neitað, að sum-
staðar bregður fyrir sannanavið-
leitni fyrir, að atburðir þeir, er
sagt er frá, séu eðlilegir. En þar
lítur hver á sem honum sýnist, svo
það skifti ekki svo miklu máli,
enda gætir þess minna síðar. Hitt
er meira vert, að höf, hefir bjargað
miklum fræðum frá glötun með
safni þessu og á verðugt lof skilið
fyrir.
Prentun, pappír og allur frágang-
ur bókarinnar er hinn vandaðasti.
Munu áskrifendur og aðrir gleðj-
ast yfir að fá bókina, sem ekki
kostar nema 8 krónur, en liin, sem
var meira en helmingi minni þ
krónur.
‘fHænir”—Seyðisf.
Hugarbeimur.
Hve sælt og rótt við sjafnarlaug
að dreyma,
rAð sjá þar glansa vonarstjömu
heima.
1 hugarhlíð að mega,
Helgan samfund eiga.
Hvo ijúft mér finnst þá lífið sjálft
að teyga.
Ein lifir þrá að líða heims frá
þrautum,
I leiðangur á sóiarkerfa brautum,
Astarörmum vafin,
Engum meinum tafin,
Par sem leið til sigursælu er hafin.
Ef gæti eg brúað vissu, vafa sund-
ið,
En viðjum holds er sálarlífið bund-
, ið.
Hratt sem fugiin fleygir,
Eramsókn andinn heyjir,
En fjötrum lemstrað likþrátt
frelsi þegir.
'Oft langar hug að lyfta sólartjaldi
Og leynast þar hjá duldu guða-
valdi
Yrkir akurlendi,
Alvalds máttarhendi,
1 sefi því, er sæiu fyrst eg kendi.
Yndo.
Brúðkaup.
Laugardaginn 19. þ. m. voru þau
feefin í hjónaband ungfrú Kristín
ÍRannveig Byron, 637 Alverstone
etræti hér í borginni og Bergthór
Emil Johnson frá Lundar. Gift-
ingin fór fram í kirkju Sambands-
safnaðar, sem var smekklega blóm-
um prýdd, en séra Albert Kristjáns-
eon gifti. Svaramaður brúðgum-
ans var Stefán E. Johnson frá
Lundar, en fbrúðurinni fyigdi að
^ltarinu, ungfrú Margrét Hallson.
Lngfrú Rósa Hermanson söng í
Lirkjunni og söng ágæta vel.
A eftir- giftingunni var ágætlega
ekemtilegt, fjörugt og fjölment sam-
sæti að heimili Mr. og Mrs. Bjöms
Hallson, 638 Alverstone stræti, en
Mrs. Hallson er systir brúðurinn-
ar. Voru nálega allir veizlugestir
nánustu vandamenn og vinir brúð-
hjónanna. Skemtu menn sér við
söng og ræðuhöld lengi kvölds.
Ungfrú Rósa Hermanson og Sigfiís
Halldórs frá Höfnum sungu, en
þeir séra Albert Kristjánsson, séra
Rúnólfup Marteinsson og Ágúst
Magnússon írá Lundar ávörpuðu
brúðhjónin í óbundnu máli. Kvæði
til brúðhjónanna fluttu þau Mrs.
Oddfríður Johnson, móðir brúð-
gumans, og hr. Ágúst Magnússon
frá Lundar. Eru bæði kvæðin
prentuð hér í biaðinu.
Eaðir brúðgumans, hr. Einar
Johnson er ættaður úr Svarfaðar-
dal í Eyjafirði, sonur Porkels Jóns-
sonar bónda, er bjó á Lorsteins-
stöðum, en móðir brúðgumans er
ættuð úr Borgarfirði í Mýrasýslu
vestra. — Eaðir og móðir brúðar-
innar era bæði rétttrúaðir Hún-
vetningar, og er það sem bezt má
verða. Móðir hennar, Margrét
Kristmundsdóttir, er ættuð úr j
Miðfirði, en faðir hennar Björn
Byron, er sonur Bjöms bónda í
T>órormstungu í Vatnsdal, en bróð-
ir séra Jónasar Bjömssonar frá
Ríp, er druknaði ungur um 1870.
Eru þeir frændur af Snæbjarnar-
eða Grímstungnaættinni, og komn
ir af Steini Hólabiskupi, ef rétt er
með farið. Björn Byron bjó síðast
í Valdarási í Húnavatnssýslu, áð-
ur en hann fór hingað vestur.
Mr. og Mrs. Bergthór Johnson
hafa tekið sér bústað að Domin-
ion stræti 1025. — Óskar Heims-
kringla þeim til hamingju, nú og
um alla framtíð.
Avarp til Mr. og Mrs.
Bergþór Emil Johnson,
við giftingu þeirra 19.
Júlí 1924.
Mér kom til hugar að ef eg yrði!
staddur á þessu gleðimóti væri j
máske viðeigandi, að eg segði fáein
orð, til þess að vera með, og að í
vinahóp þyrfti ekki að ó.ttast út-
sendingar, því þar hefði umburðar-
lyndið æðstu völd, samt væri ófróð.
um mönnum vissara að reyna ekki
að kafa djúp vísindanna né heim-
spekinnar, heldur reyna að segja
eitthvað það sem enginn gæti hrak.
ið, vitandi að tilhneigingin til sókn-
ar hefur griðastað í hugum margra.
Eg fann efnið og reit það á blað,
því hjá mér verða hönd og heili að
vinna saman, ef framsetningin á að
verða skiljanleg.
Efnið er ekki nýtt, Adam og Eva
hvísluðu því hvort í annars eyra,
cr. samt hefur nútíðin gagn og gam.
an af að endurtaka það, það 'bein-
ir okkur veginn til velferðar, sem
svo margir leita og munu leita, það
er spurningin sem framsóknarþráin
beinir að oss hvaða braut er greið-
ust til velferðar og svörin eru skýr
— úrlausnin er bein; það eru ekki
gömlu setningarnar að “með illu
skal ilt út drífa” eða “auga fyrir
auga og tönn fyrir tönn”, — nei,
það eru önnur öfl sem skapa velferð
mannanna, það er hrein, einlæg vin-
átta, með öðrum orðum, elska, eða
skýrasta orðið kærleikur, það eru
aðal öflin, öflin sem allir þekkja, en
sem stundum gleymast enda tínast í
ruslakistu heimsins, “án kærleiks
sólin sjálf er köld”, segir skáldið,
og án kærleiks gæti ekkert líf þrif-
ist á þessum hnetti, þessar stað-
hæfingar getum við óupplýstu og ó-
mentuðu mennirnir boðið hvar sem
er, vitandi að engin sönn rökfærsla
fær þær hrakið. I3ar nær okkar
skilningur eða skilningsleysi, föst-
um tökum, og í hvert skifti sem
trygða heit eru bundin, mætti segja
að, persónurnar gengju í lífsábyrgð,
iðgjöldin væru ástin og elskan, en
kærleikurinn sem væri ábyrgðin
fyrir vellíðan félli ekki úr gildi, eins
og aðrir peningar við gröfina, held-
ur fylgdi hinum ódauðlega anda
inn í eilífðina.
Prestarnir og kennifeður vorir
hafa verið lífsábyrgðar umboðs-
menn í þessum skilningi um marg-
ar aldir, en því miður hefur þeim
gengið illa að setja menn og konur
í æfi langa í lífsábyrð — of margir
hafa hætt að borga sín iðgjöld og
ábyrgðin því tapast.
1 þetta sinn vil eg óska, að þess-
um presti hafi lánast að taka ykkur
ungu brúðhjón í æfilanga lífsábyrð,
sem ykkur auðnist að geyma og
vernda, — ekki aðeins til hinstu
iífsstunda hér, heldur um alla eilífð,
svo að ykkar erfingjar eigi þar
vísa vernd, og fjársjóð.
BRÚÐKAUPSKVÆÐI
til
Mr. og Mrs. B. E. Johnson
19. júlí, 1924.
Hvað iýsir mönnum iífs á braut
Um leiðir villu gjarnar?
Hvað eyðir sorta sorg og þraut
Er sveipar leiðir farnar?
I>að stærsta ljós er Guð oss gaf
Og geymir kærleik mestann,
Sem flytjast má um fold og haf
Og fögnuð veitir beztann.
/
i
í>au trygða heitin hér í kvöld,
Sem hugar eining festa,
Gilda meira en gull og völd
Það gróða sporið mesta.
Nær hugur tengir sál við sál
Er sólar börnum fundin.
Hin stærstu gæði er málar mál
Hin mesta sælu stundin.
Við hræðumst hvorki hret né stríð
Ef hugar eining vakir,
Og vogum flest því vonin blíð
Er vörn sem hrekur sakir
Kú biðjum öll að brúðhjón kær,
Hin beztu gæði finni
Lar sem að ástin oftast hlær
Svo ykkar drekk eg minni.
Brúðkanpskvæði til
MR. OG. MRS. BERGTHOR E. JOHNSON,
Við giftingu þeirra,
19. júlí, 1924.
Hún björt yrði börnin mín kæru
og brosandi, framtíðin sú,
er mála þær óskirnar allar,
sem efst eru í huga mér nú.
Þá skylduð þið ganga til gæfu
og gleði, hvert einasta spor,
og skammdegis skuggarnir breytast
í skínandi sólskin og vor.
En þó að ég bænir fram beri
um blessandi farsæld og auð,
Svo vel getur farið að verði
á vegi ykkar þrautir og nauð.
En lyftið þá byrðinni bæði
og berið með samhuga hrygð,
Og umkringi heimilið ykkar
til ánægju, mannúð og dygð.
Og brúðhjóna-krans ykkar knýti,
svo kærleikur eining og traust,
að ekkert blóm fölni né falli,
sem fegra má æfinnar haust.
Oddfríður Johnson.
3G
3E
3E
3E
DE
NY SOGUBOK.
NOKKRAR SÖGUR EFTIR FRÆGA HÖFUNDA.
Gefnar út á kostnað
THE CITY PRINTING & PUBLISHING CO.
853-855 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
VERÐ í KÁPU 50 cents.
Bókin er 210 blaðsíður í 8 blaða broti, og fæst keypt hjá
útgefendum og íslenzku bóksölunum í Winnipeg, og er
innihald hennar, sem hér fylgir:
Húsbóndi og þjónn,
eftir Leo Tolstoi. Þýtt af Stefáni Einarssyni.
Flakkarinn og Álfamærin,
eftir Jack London. Þýtt af Axel Thorsteinssyni.
Betra eyrað á Elíasi skipstjóra,
eftir Frank R. Stockton. Þýtt af séra G. Árnasyni
Brunnurinn,
eftir Frank R. Stockton. Þýtt af séra G. Árnasyni.
Glataði faðirinn,
eftir Jack London. Þýtt af Axel Thorsteinssyni.
ónýtjungurinn,
eftir Frank I. Klarke. Þýtt úr ensku.
03
ÍL
3C
3C
3E
3E
J
KOL! - - KOL!
HREINASTA og BESTA TEGUND KOLA.
bæíi til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI.
Allur Rutningur me5 BIFREIÐ.
Empire Coal Co. Limited
Simi: N 6357—6358. 603 Electric Ry. Bldf.
Nýjar vörubirgðir
Tunbur, Fjalviður af öiliua
tegundum, geirettur og aib-
konar aSrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar.
Komið og sjáið vörur. Vér erum ætíð fúsir að sýna,
þð ekkert sé keypt
The Empire Sash & Door Co.
L i m i t e d
HENRT AVE. EAIST
WBNNIPEG
HEIMSINS BEZTA
MUNNTOBAK
COPENHAGEN
Hefir góðan
keim
Munntóbak sem
endist vel
Hjá öllum
tóbakssölum.
7SWANRIVER
DAUPHIM
BUTTER
FACTORIES
REAU5EJOVR
PORTACE
IA PRAIRIE
WHMIPEG
Sendið allan rjóma yðar til næstu “Crescent” verzlaninnar
og fáið þannig fu lt verð.
CRESCENT CREAMERY CO. LIMITED.
Yfir 600 íslenzkir nemendur hafa
gengið á Success verzlunarskólann
síðan árið 1914.
Skrifstofuatvinna er næg í Winnipeg, atvinnu- og iðnaðar-
miðstöð Vesturlandsins.
Það margfalt borgar sig að stunda námið í Wiimipeg, þar
sem tækifærin til þess að fá atvinnu eru flest, og þar sem þér
getið gengið á Success verzlunarskólann, sem veitir yður hinn
rétta undirbúning og nauðsynlegu æfingu. Þúsundir atvinnu-
veitenda taka þá, sem útskrifast úr Success-skólanum, fram
yfir aðra, og þér getið byrjað á góðri vinnu strax og þér ljúkið
námi við þenna skóla.
SUCCESS BUSINESS COLLEGE er öflugur og áreiðanlegur
skóli, — kostir hans og hið ómetanlega gagn, sem hann hefir
unnið, hafa orðið til þess að hin árlega nemendatala skólans
er langt fram yfir tölu nemenda í öllum öðrum verzlunarskól-
um Manitoba samanlögðum.
SUCCESS er opinn árið í kring.
Innritist á hvaða tíma sem er.
Skrifið eftir upplýsingum. Þær kosta ekkert.
The Success Business College, Ltd.
Horni Portage Ave. og Edmonton St.
WINNIPEG — MAN
(Ekkert samband við aðra verzlunarskóla.)
GAS OG RAFMAGN
JAFN ÓDÝRT
ÓKEYPIS INNLEIÐING Á GASI f HÚS YÐAR.
Við höfum ágætt úrval af gaseldavélum, sem við
ábyrgjumst að þér verðið ánægðir með.
Gefið auga sýningu okkar á Gas-Vatnskitunartækj-
um og öðru.
WINNIPEG ELECTRIC CO.
Á FYRS 7A GÓLFI Electric Railway Chambers.