Heimskringla - 06.08.1924, Blaðsíða 5

Heimskringla - 06.08.1924, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 6. ÁGÚST, 1924. HEIMSKRINGLA 6. BLAÐSIÐ Skrípaleikur E.itstjórl “Lögbergs” gerir mikið veður út af því, í tveim síðustu blöðum, að þeir Hannes Kafstein og Jón Ólafsson, hafi verið kosnir fréttaritarar af Unitara-félaginu í Boston. í öðru blaðinu á þetta að hafa gerst 1921, í hinu 1922. Kallar ritstjórinn þetta “skrípaleik”. @á sem þetta ritar, getur nú ekki sagt hvemig á þessu vaii hefir stað- ið; hann var þar ekkert viðriðinn. En það getur hver heilvita maður séð, að ef hér er rétt sagt frá, hef- ir orsökin verið ókunnugleiki, eða einhver misskilningur, og er engin ástæða til að kalla slíkt “skrípar leik”, þar sem allir vita að þessir menn fylgdu Unítörum að máium. En ritstjóri “Lögbergs” þarf ekki til Boston að leita eftir “skrípa- leikjum”, það er nóg af þeim nær honum, og enginn þeirra er átakan. legri en sá, sem hann sjálfur leikur á hverjum degi, þar sem hann stendur í kirkju sinni, og þylur trú sína á frjálslyndustu, víðsýnujstu og elskuverðustu persónuna, sem mannkyninu hefir ennþá auðnast að kynnast, en hangir svo eins og geltinn rakki, bæði þann dag og alla aðra dag, á hælunum á kristn- um söfnuði (Sambandssöfnuðinum) sem ekkert hefir til saka unnið ann-' að en það, að leitast við að bæta fyrir brot fyrstu andlegu leiðtog- anna okkar íslenzku í Vesturheimi, sem með þverúð og þröngsýfli tvístraðu þeim í ýmsar áttir, í staðinn fyrir að halda þeim saman í þeim trúflokki, sem þeir voru fæddir inn í og tilheyrðu. — Uað er “Skrípaleikur”! H. Ferðaminningar til Boston. Eftir Dr. S. BJÖRNSON. Tíminn flýgur við hvert fót- mál og við eigum enn eftir að skygnast víðsvegar um. Til orustu- stöðvanna frægu, þar sem Banada- ríkin unnu sinn fyrsta sigur í frelsisstríði þjóðarinnar. Minnis- merkin stajida jþar óafmáanlega letruð hinum gullnu rúnumj sög- unnar. 1 borginni Lexington, sem ei áföst við Cambridge er gröf Bretanna sem féllu í fyrsta bardag anum 19. apríl 1775. Hús þeirra manna, sem fremstir stóðu í fylk- ingararmi þá, standa óhrófluð enn í dag. I þeim. er alt óhreyft frá Jjeim :ttíma, eins og eigendurnir skildu við það, og eru þau opin fyrir ferðamenn þá, er sjá vilja þessa merku sögustaði. Ellimörk fanst mér eg sjá á þessum húsum og húsmunum og styngur talsvert í stúf við lífsþægindi nútímans. En þessir staðir sýna bezt anda þann sem ríkir hjá þjóðinni í svo ríkum mæli, að halda á lofti sem ógleymanlegum fjársjóðum, hinni göfgu minning sinna beztu manna. Hvergi hefi eg séð önnur eins ógrynni af myndastyttum og þarna. Hvar sem augað lítur er myndastytt einhvers frum- hetju þjóðarinnar. Ein með- al þeirra var Leifur heppni, og var það okkar fyrsta verk í Boston að heilsa sjóhetjunni frægu, sem fyrstur hvítra manna steig fæti á þetta mikla meginland. Auðséð var, að hann var Norðurlanda- maður í húð og hár, og víkingur í ofanálag. Hann stendur á háum fótstalli, ber hönd fvrir auga og horfir til vesturs. Slíkt mun hann og hafa gert á sínum siglingaárum. Pannig mun hann hafa staðið og virt fyrir sér hið nýfundna land, og borið það í huganum saman við landkostina heima á Bratta- hlíð. Sagan segir um Leif, að hann hafi verið “mikill maður ok sterkr, manna skörulegastr at sjá, vitr maðr ok góðr hófsmaður um aHa hfuti. Myndin virtist ósjálf- ratt minna fastlega á þessa eigin- Jeika. Eg gladdist við að sjá Parna minnisvarða Leifs hepna, og fanst mér hann standa þarna til ^ minna hina voldugu Bandaríkja Pjóð á eyjuna fornu norður við heirnskaut og benda henni á, að Jafnvel þar hefir búið og þróast andi mannskapar og dáða í meir en þúsund ár. Leifur hepni er eini Islendingurinn í Boston, sem eg veit um, en hann er þar trúr útvörður vorrar fámennu þjóðar á þessum miklu menningarstöðvum. Með hönd fyrir auga horfir hann til vesturs, eins og hann vildi segja: “Ek hygg at stjórn minni, enn þó enn at fleira”, og lýsir það bezt atgjörvi og lundarfari hinn- ar miklu sjóhetju. I lystigarði þeim, sem nefndur er “Common” og áður hefir verið getið hér að framan, er meðal anars hermanna minnisvarði, sem reistur hefir yerið nálægt “The Famous Elm”, sem eyðilagðist í ofveðri árið 1816. I öðrum lysti- garði, sem nefndist “Public Gard- en” er myndastytta Washingtons og er hann á hestbaki. Þar er einnig bronze líkneski af Edward Everett, fæddur 1 794. Hann var frægur rithöfundur og stjórnmála- maður; prófessor í grísku á Har- vard; ritstjóri, þingmaður og rík- isstjóri í Massachusetts. Ríkis- skrifari varð hann 1852 og 1853 varð hann Senator. Hann skrif- aði ógrynni, bæði í bundnu og ó- bundnu máli, en var þó frægastur fyrir mælsku. Hér er einnig mynda stytta af Charles Sumner, f. 1811. Hann var stjórnmálamaður, lög- fræðingur og mælskumaður mik- ill. Sterkur mótmælandi þræla- haldsins; vildi efla frið en afnema stríð og styrjaldir í landinu. Hann var gerður að Senator árið 1851, d. 1874. Fleiri líkneski eru þarna og er eitt af Venus þar, sem hún rís úr Ægi, og annað til minn- ingar um uppgötvan Ether svefn- lyfsins. Aðalborgin Boston stendur á þrem hæðum, sem upphaflega hétu “Beakon, Copp og Fort”. Var því bærinn kallaður “Trimiountain”, sem seinna var svo breitt í “Tri- mont”. Þinghúsið stendur á Bea>. kon hæðinni. að er 490 fet á lengd og 21 1 fet á breidd, með stórri frambyggingu og gyltum turni, sem sézt nærri því hvar sem maður er staddur í borgmm. Fyrir framan þinghúsið eru myndastyttur af Daniel Webster og Horace Mann. Var hinn fyr- nefndi einhver frægasti stjórn- málamaður á nítjándu öldinni, og hinn síðartaldi einn mesti menta- frömuður þjóðarinnar um sama leyti. Þegar inn kemur, verður fyrst fyrir auga manns hnngmyndaður salur, allur gerður af marmara, og hin mesta listasmíði. Hver maður, sem gengur hér um, tekur ósjálf- rátt ofan höfuðfat sitt, er hann lítur þenna helgidóm sögu þjóðar- innar. Alt í kring eru ríkisfán- ar og hergöngufánar þjóðarinnar, ( eins og greiptir í vegginn, innan við glerhurð sem á að varðveita | þessar mynjar urp aldir óbornar. 1 Hér er einn sólskinsbletturinn, sem j þjóðin má vera stolt af. Á bak við þetta fánasafn er skráð skýru letri I barátta þjóðarinnar á liðnum öld- ' um fyrir hinu dýrmæta frelsi sem j innifelur mannsandans helgustu 1 þrá. Það sem barist var fyrir und- | ir þessum fánum, var fótstallur þeirra menningar, sem nú geymir sögubrotin, sem hvern annan helg- an dóm greipt í gler í prýðilegri j mölur né ryð fái þeim grandaðí j marmarahvelfingu svo að hvorki mölur né ryð fái þeim grandað. m getur þjóðin lesið gegnum spjöld sjögunnar, hinn margþætta tilfinningavef mannlífsins; rakið ninn örlagaþrungna lífsferil þjóc5- ; arinnar gegnum stríð og styrjald- i ir; séð mannsandann á rökstólum j gegn kúgun og ófrelsi, unz að lok- ! um sigurfáninn blakti á stöng og hver og einn lýtur höfði í inni- legri lotning til forsjónarinnar, sem Ieiddi þjóðina inn á braut fielsis og sjálfsstæðis. Ofan á þenna fótstall hefir nú verið reist hið stærsta og auðugasta lýðveldi i jarðarinnar, mjmdastytta hinnar 1 nýju menningar í vestrinu, fögur eins og Venus úr Ægi risin, stimpl- uð sterkum dráttum framsóknar og atgervi, eins og víkingslund forfeðranna frægu, sem fyrstir litu þetta land augum. Einn af allra helztu sögustöð- um Bajndhríkjanna næst Frelsis- höllinni í Phiiadelphia, er “Faneuil Hall’ ’, sem öðru nafni nefnist frelsisvagga, (Cradle of Liberty), fyrst bygð árið 1 742. Frelsisvagga var nú í aðgerð, og því illa til reika. En letrið á veggn- um gaf til kynna hve markverður þáttur þarna hafði farið fram í sögu þjóðarinnar. Þarna var að- setur frelsis og föðurlandsvina á uppreistartímabilinu og síðan hefir þjóðin geymt þetta merki- lega hús og haldið því við sem minjagrip. Hér á þessum frægu sögustöðv- um er nú fagurt um að litast og margt sem heillar hugann. Hinn forni þrúðvangur sögunnar blasir hvarvetna við sjónum manns. Hér voru þeir Emerson, Hawthorne, Longfellow, Whittier, Lowell og Holms; einnig Thoreau Channing og Eliot, frumherjar hinnar fram- sælknu menningar nítjándu aldar- inar. Hinn síðasttaldi, sem lifir enn, var rector Harvard Háskól- ans um 40 ár, frá 1869—1909. Hann er nú 90 ára að aldri. Það var ánægjulegt að sjá hann og heyra á ræðupalli prédika fyrir fullu húsi um hinar sí-ungu fram- tíðar hugsjónir mannsandans, eins og væri hann með eldfjöri æsku- mannsins að virða fyrir sér þroskaskilyrði hins nýja tíma. Til vitnisburðar um hylli þessa mikla manns míeðal alþýðunnar nægir að geta þess að allur fjöldinn, sem var samankominn til að hlýða á hann, reis úr sæti í virðingarskyni við öldunginn, og fundu menn þó ósjálfrátt til þess, að það var að- eins ófullkominn vottur virðingar þeirra er honum bar. Harvard Háskólinn á honum, ef til vill fram- ar nokkrum öðrum manni vöxt sinn og frægð. að þakka. Fyrir hans verk stendur það nú jafn- fætis hinum gömlu frægu háskól- um í Evrópu. Yms rit hafa einnig birst eftir Dr. Eliot, sem hafa ó- metanlegt gildi í vestrænum bók- mentum. Nægir í því samibandi að benda á “American Contribution to Civilization”, “Educational Reform”, og ‘ Landscape Archi- tect” hann hefir gefið út á síðari árum. Efnafræði mun þó hafa verið sú fræðigrein, sem hann lagði mesta stund á, og hafa kom- ið út eftir hann “Manual of Inor- ganic Chemistry” og “Manual of Qualitative Chemical Analysis”, sem hann gaf út í félagi við Prof. F. H. Storer. Dr. Eliot hefir ver- ið og er enn einn, helzti frömuð- ur Unitara kirkjunnar í Bandaríkj- unum, en nú mun hann þó ekki vera fær um að sinna störfum fyr- ir elli sakir. Er nú sonur hans, Dr. Samuel Eliot tekinn við og er hann nú forseti hins unitariska kirkju- sambands. Dr. Samuel Eliot er einhver fal- legasti maður sem eg hefi séð. Hann er miklum gáfum gæddur og góðmenskan skín af honurn eins og þvf bezta sem eg hefi þózt verða var við í íslendingseðlinu, og er það meira hrós en margur rnaður verðskuldar. En hér er auðsén heilbrigð sál í hraustum líkama og fanst mér ég helzt geta líkt honum| við Jón Sigurðs- son, vora óviðjafnanlegu frelsis- hetju. Hann er nú maður á sex- tugs aldri en unglegur eins og væri hann á bezta aldri. Um viðtökurnar sem við félag- ar áttum að fagna þar syðra skal eg vera fáorður. Nægir að segja að þær standist fyllilega saman- burð við hina alþektu íslenzku gestrisni. Mr. Forbes, sem er einn af leiðtogum Onitara kirkj- unnar, nú aldraður maður orðinn, tók okkur sérstakle^a að sér og sýndi okkur ýmsa merka sfaði. Hann tók okkur f bifreið sinni út úr borginni og út á landsbygðina og skýrði fyrir okkur ýmislegt í sambandi við staði þá er við fór- um framhjá, sem var alt mjög á- nægjulegt og uppbyggilegt fyrir okkur að kynnast. Þannig voru viðtökurnar yfirleitt. Að endingu vil eg geta þess, að eg var á ferð um þessa víðfrægu sögustaði sem eg hefi nú lítillega minst. Og mér fanst ég sjá bregða fyrir augu mín gegnum sögunnar skuggalegu skýjadrög, lampa frá Hinni bráðþroska vestrænu menn- ing. Það skýrðist smátt og smátt unz bjarminn Iýsti út frá sér öll- um átum. Hér fer á eftir ljóð, sem eg fann á gróðri ljósbrotsins í lífi þjóðarinnar: i ÓÐUR TIL VINLANDS. Sem leiftur við sortans dimmu drög Skín Dagur á armi Nætur Það roðar á Ránardætur, Því morgunsól gyllir nú láð og lög Og lífið fær dýpri rætur. Stafnbúinn hvasseygur stýrir mót Straumi með frjálsa kenning Og vonin er vestræn menning En moldin er aflgjafi ungri rót Og akursins heilög þrenning. i En orðið var ljós, sem lýsti þjóð, Það leiddi hjá öllum harmi, Sem geisli frá báru barmi Brann það á hugann. Hið ljúfa ljóð Brjá Ijósi frá dagsins hvarmi. \ Því er nú víðfræg Vínlands grund Hinn vestræni frjálsi andi, Er ljósbrot frá æðra landi. Sem viljann til lífs af vanans blund Vekur og tjóður bandi. KAPITOLA SJÓNLEIKUR f FIMM ÞÁTTUM verður leikinn í SAMKOMUSAL FYRSTA SAMBANDSSAFNAÐAR Á GIMLI, Föstudaginn 15. ágúst, 1924, klukkan 8 að kveldi. VEITINGAR SELDAR Á STAÐNUM. DANS Á EFTIR. Innganggeyrlr: Fyrir fullorKna 50c — — Börn Innnn 12 ftra 25c — NEFNDIN. — Sjá eilífðarblóm á ungri rót Er ávöxtur frjálsra manna Og sumargjöf ljúfra svanna Þau eru Vínlands vinarhót Á vorgróðri minninganna. Heill sé þér Vestræna Víkingsslóð Með vorið á ásýnd góðri, Og rósir í hyerju rjóðri, r Framitíðarinnar fegurst ljóð Finnist í þínum gróðri. Vér höfum nú leitast við að skygnast inn á sólarlönd hinnar vestrænu menningar. Boston, Cambridge og nærliggjandi borgir telja nú hátt á aðra milljón íbúa. Atvinna sýnist nægileg, og útlit fólksins hraustlegt og frjálsmann- legt. Sjávarloftið á ströndinni virðist hafa ósegjanlega heilnæm áhrif á hvern og einn eftir öllu út- liti að dæma. Eg enda svo mál mitt og sleppi endir sögunnar, sem var aðallega heimferíún: Við erum á ferð og, flúgi heim í átthagana, bar sem ættingjar og vinir bíða með ó- þreygju. Og við leitumst við að þákka þeim, sem leiðir alla, hljóð- ir, en innilega glaðir í huga, hina ánægjulegu endurfundi við ætt- mennina að ferðalaginu loknu. Islendingadagurinn. Hugurinn hvarflar til baka^rúm tuttugu ár, til fyrsta Islendinga- dagsins sem ég var á. Hann var haldinn í sýningargarðinum gamla, ..sem var víst oftast notaður á þeim árum; enda var garður sá fullboð- legur staður í þá daga, þótt eigi gæti hann kallast fagur og fjöl- skrúðugur, og jafnaðist ekki á við “parkið”, þar sem Nikulás ríkir og ræður, sem strætisvagnafélagsins fullmektugur. Heilmikið af vatni hefir runnið, undir brúna síðan, eins og enski málshátturinn alkunni segir. (T>að ætt reyndar helzt að vera bannað, að snúa enskum málsháttum á slæma íslenzku, jafn málsháttaauð. ug og íslenzk tunga er). Já, heil- mikið af vatni hefir runnið undir brúna sfðan — þá var nokkuð ann- ( ar bragur á öllu; þá var engin drotn ing og engir aðfluttir ræðumenn; þá talaði Baldvin, að mig minnir (Baldvin var mikill ræðumaður og góður, að sumum þótti, í þá daga); þá var lítið um "sport” (það skemti- legasta af því tægi var að sjá séra Bjarna hlaupa); þá fluttu allar iMín uppástunga er, að svo lengi sem hátíðahaldið fer fram í River Park, aðskilji nefndin hafra og sauði, og skip’i þeim, ekki til hægri og vinstri, heldur hvorum í sinn enaa á garðinum, og láti Nikulás með völdu liði standa á verði, svo að hvorir tveggja séu þar sem þeim ber að vera. Þeim fáu, sem vilja hiusta á ræðurnar og kvæða- lesturinn og geta haldið sér sam- an tvo klukkutíma (í því þyrfti heizt að prófa fólk áður) ætti að skipa í austurenda garðsins innan um skepnurnar sem þar eru (þetta er dýragarður líka, eins og allir vita) og þar ætti að láta ræðu- menpina flytja ræður sínar yfir þeim. Hinum má láta vesturend- ann eftir, og þar geta þeir skemt sér af hjartans lyst á hvern þann hátt, sem er þezt við þeirra hæfi. Eg vona að svona viturleg og frum- leg uppástunga (ég held að enginn hafi stungið upp á þessu fyr) fái góðar undirtektir. Ræðumönnunum, sem núna töl- uðu, er ég þaklátur. Eg heyrði ekki eitt einasta orð af því sem þeir sögðu, og ég vona að ræðurnar komi í blöðunum. Eg veit að ræð- húsmæður mat og kaffi með sér, og , urnar voru góðar, því að ég sá að Ur bænum. Hinn góðkunni píanokennari, Stefán Sölvason er kendi hér undan- farin ár í bænum, en fór vestur að hafi síðastl. sumar, er nú kominn til baka aftur og sestur hér að. Hann er þegar byrjaður á að kenna, og sem áður fyrri ver til kenslunnar öllum sínum tfma. Mjeðmæli blaðs. ins þarf hann ekki. Allir Islending- ar þekkja hann og vita, að hann er bæði ötull og ástundunarsamur kennari. Hann óskar eftir að til- vonandi nemendur gefi sig fram sem fyrst. Hann er sanngjarn á verði, og lipur og þægilegur, ætti honum því ekki að verða nemenda skortur á þessu næstk. ári. Pupils of Stefan Sölvason, Piano teacher who passed Toronto Con- servatory of Music. Junior Grade Piano — lst honors, Lillia Purney. — Pass — Win- nifred MoKee. Primary Grade Piano — Hugh L. Hannesson, lst honors. Elementary Grade — Pass —Doro- thy G. S. Clemens — Erank Mignacca. Elementary Grade Theory — lst Class Honors — Charles Ar- thur Furney, Paul H. Clemens, Winnifred McKee. Honors — Lilian Furney. Pass — Hugh L. Hannesson. Dr. Horþergur Thorvaldsson, pró- fessor frá' Saskatoon, kom ásamt frú sinni hingað til bæjarins nýlega. Hann fór norður í vNýja-ísland til að heimsækja frændur og vini, og vitja æskustöðva sinna. mettuðu af náð sinni þá, sem ekki höfðu ráð á slíku. “Nú er öidin önnur”. Margt er sjálfsagt betra; sumt verra. Nú eru fengnir ræðumenn úr öðrum lönd- um, snjallir ræðumenn (þótt altaf sé nokkuð "home talent”) með en nú heyrir enginn maður orð af því, sem þeir segja fyrir krakkaargi, “sporti”, kjaftæði og alls kyns djöfiagangi; nú koma stórborgar- arnir íslenzku í dýrindis bifreiðum, og sumir þeirra eru conspicuous by their absence; nú er kaffið að fara úr móð; nú verður að finna upp eitthvað nýtt og sensational til þess að koma “landanum” til að sækja — O, tempora! O, mores! Fjarri sé það mér að vera með nokkrar óþarfar útásetningar, vit- andi það, að nefndin, sem “saman- stendur af öllum flokkum”, á við ramman reip að draga, þar sem er dofnandi áhugi, skilningsleysi hins yngra lýðs á þýðingu og tilgangi hátíðahaldsins og hræðslan, jsem kvelur marga, um það, að andstæð- ingamir noti hátíðahaldið sér til lofið og dýrðin eru falin). En eitt- notað einhverjum flokkum til lofs og dýrðar, og þarf ekki smáræðis skapskygni til þess að sjá,í hverju iofið og dýrðin eru falinq. En eitt- hvað þyrfti að gera til þess að ræðumennirnir gætu lát'ið fáeina aðra en nefndina, sem situr á ræðu- pallinum, heyra til sín, þótt ekki væri nema af hiífð við ræðumenn- ina, svo að þeir þyrftu ekld að “grenja tíðurn hljóð með há”. Til hvers er að vera að sækja ræðu- menn í Önnur fyiki eða ríki, eða heim til íslands, og iáta þá hrópa orð sín til áheyrenda, sem hvorki kunna að hlusta né vilja hlusta, heldur vaða elginn sjálfir (á ensku auðvitað) um alia vitleysu, sem fyrir finst í þessari Babýlon við Rauðána, sem Steingrímur svo nefnir? þeir fluttu mál sitt látlaust og reyndu ekki að skrúfa sig upp í neitt hærra veldi mælskunnar. Og þeir, sem hafa vit á að gera það ekki, halda venjulega beztar ræður, þó ekki endilega áhrifamestar. Drotningunni og hirðmeyjunum kann ég og þakkir. Eg hafði á- nægju af að horfa á þær, þótt haddur drotningarinnar væri raun- ar enn gulari en skafið gull eða barinn hálmur. (Mér er sagt að það heitir peroxide blonde á ensku og finst mér ekki lítið gefandi fyr- ir svo kemiskt nafn á háralitTEkaut búningarnir mintu mig á mæður okkar og ömmur, sem voru nógu barnalegar, gömlu konurnar, og lík- lega nógu einfaldar, til þess að vera, ég held, ofurlftið upp með sér, þegar þær skautuðu sér. En þær komu heldur aldrei í gegnsæar flfkur og hefðu naumast kunnað vel við sig í þeim. Ekki vil eg slá botninn í, án þess að minnast á piltana, sem glímdu. Þeir sýndu þar fallega íþrótt, vel iðkaða. Þeir, sem hlupu, stukku eða þreyttu aðrar aflraunir, hafa og eflaust leyst sitt verk vel af hendi. Ekki skyidi of lítið gert úr líkamlégri hreysti né stælingu þeirri og fegurð, som þaul iðkaðar íþróttir ljá líkamanum, þótt sumt íslenzkt kvonfólk virðist dáðst mest að enskum hengilmænum með pappfrsandiit og gljástrokið hár. Lengi lifi íslendingadagurinn! en látum oss öli biðja þá máttugu nefnd, sem verður á næsta ári, að hún minnist þess, að við höfum eyru, jafnframt því, sem við höfum augu, og að eyrun eru til þess ætl- uð að með þeim sé heyrt, og að við erum ekki öll eins gerð til höfuðs- ins og skepnan, sem auðþektust er af eyrunum. Gestur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.