Heimskringla - 10.09.1924, Blaðsíða 2
1. BLAÐSIÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 10. SEPT. 1924.
Emilia Melsted
Dáin 28. desember 1923.
Svo daglegur Viðburður sem
dauðinn er, stöndum vér þó jafnan
harmþöglir þá sporum er stefnt til
grafargöngu með þeiin er vér unn-
um, eða vakið hafa oss til vin-
áttu á lífsleiðinni.
Altaf eru einhverjir að stíga síð-
asta sporið, — hverfa oss sjónum
og samfylgd um æfiósinn, sem fell
ur að faðmi eilífðarinnar. AJtaf
■standa einhverjir grátnir og sakn-
andi hvern einn ástvin eða sam-
ferðamann, er burtu fer. En þá
verður þögnin þöglust harmstun
an dýpst, er dauðixm hregður fölva
um brá æskumannsins, þvf æskan
er jafnan vafin vonum þeirra er
árin telja fleiri, og draumljúfar
sýnir fléttast um óviss og óráðin
fjramtíðarspor hennþr. Oss finst
það svo eðlilegt að lífið og þrosk-
inn umvefji hin nunga, skilningur
vor svo takmarkaður, að vér fáum
ei ráðið í>á rún: því lífinu er bú-
inn fjörvani, meðan þroskaskeiðið
er ekki hálfrunnið.
Emma — svo var hún venjulega
nefnd af kunnugum — var ung, þó
ikomin væri hún af bemskuskeiði.
Mun hún hafa verið innan við tutt.
ugu ára aldur er hún fyrst kendi
sjúkdóms, er ef til vill hefir veitt
öðrum enn geigvænlegri aðsetur. Á
þeim árum finst víst fiestum bjart
viðhorf, er heila heilsu hafa. Þá er
vordraumatíð, markið sett hátt,
ótal viðfangsefni og sigrar séðir í
hyllingum. Hvílíkt reiðarslag ^er
þá ekki sjúkdómur, — sem mannleg
þekking hefir enn ekki getað við-
námj veitt. — Vonunum sundrað í
einni svipan, æskudraumarnir
slokkna og framsæknum æskuþrótt
breytt f baráttu lífs og dauða.
Eg kyntist Emmu sál. ekki fyr
en eftir að hún var orðin veik.
Sjúk hafði hún orðið að hætta
vinnu á skrifstofu Canadian
Pacific jámbrautarfél. í Winnipeg,
og leita hvíldar og heilsubótar á
Ninette heilsuhælinu í Manitoba.
Eftir dvöl þar, hvarf hún heim til
móður sinnari Mrs. Jóhönnu Mel-
sted að Wynyard, Sask. Naut hún
þar móðurumhyggju, unz hún í
október sfðastl. ár fluttist tll
Ninette heilsuhælisins aftur. Hafði
þá heilsu hennar hnignað mjög sfð-
ustu mánuði, og 28. des. vora kraft.
arnir þrotnir, eftir sex samfeld
sjúkdómsár, — æfinni lokið!
Emma var gáfuð að eðlisfari, og
naut hún — auk venjulegrar bama-
skólafræðslu — mentunar við æðri
skóla í Grand Porks, N. D. Hinn
langa veikindatíma notaði hún
dyggilega til lesturs, var hún því
sérlega fróg um marga hluti; gerði
það og gáfur hennar, samtal við
hana sérlega eftirsóknarvert. Bjart
eýn var hún, og bar veikindin með
einstakri stillingu, að því er séð
varð. Sjálf mun hún ekki hafa bú-
ist við bata, enda sagðist hún held-
ur vilja deyja, en lifa sjáifri sér ó-
nóg og öðram til byrði. Dauða sfn-
um kvaðst hún ekki kvíða, var það
lfka í fullu samræmi við bjartsýni
hennar, sjálfstæðar og gáfulegar
skoðanir á lögmáli lífs og dauða.
Hafi sjálfum mér auðnast að
skilja hvað er að vera kristinn,
hika eg ekki við að- álykta að
Emma hafi verið það, f orðsins
beztu merkingu. Hún trúði á sigur
eannleikans, hún trúi á mátt kær-
leikans og hún trúði að einn væri
Alfaðir, líflind ailrar tilveru, og þvf
væri guðsrfkisþroski hverrar mjann
legrar sálar eilífur. — Og eg gleymi
aldrei er eg minnist hennar, hversu
góðlega hún leitaði að málsbótum,
er breyskieika annara bar í tal; hún
hafði svo göfuga skapgerð, að
henni var hvorki yndi að “kasta
steinuuf, né dæma veikleik ann-
ara. Eg held hún hafi skoðað
mennina líkt og stóran bamahóp,
misjafnlega breyska og ófuiikomna
en aila á sömu leið — eilífðargöng-
unni, er að síðustu leiðir til full-
komins jafnaðar, og samræmis við
höfund lífsins.
Eðlilega er mér ekki unt að
benda á viðburðaríka starfsemi í
lífi Emmu, og sfst hefði hún óskað
að lofköstum yrði haldið um mfnn-
ingu sfna; en ég ræð það af kynn-
ingu, að trúmenskan hafi verið
sterkasti þátturinn í athöfnum
hennar.
Lffsstarf ungrar stúlku er að
jafnaði ekki hávaðasamt — jafn-
vel sílíknandi móðurhöndin stirðn-
ar jafnan svo, að fátt þykir um
vert með þeim aldaranda, er mest
hyllir hávaðajnn og fj'ármuruaiega
fyrirferð. —
Það eitt er mér kunnugt um ætt
Emilíu, að í móðurætt er hún náin
afkomandi hinnar alkunnu Hjeykja-
hlíðar-ættar.
Jarðarför Emilfu fór fram 2. jan.
s 1. — Að heimilinu flutti séra
Eriðrik A. Priðriksson kveðju, og
aftur stutta ræðu í kirkju Quill
Lake safn.; þar söng einnig Mrs.
J. S. Thorsteinsson yndislegan ein-
söng: — “Móðir kær, mig langar til
að sofna”. —
Prostharður vetrardagur hvíldi
yfir hrím|litri kistunni; — oft hafði
kuidanepja sjúkdómsins blásið
Emmu um brjóst. — En geislar
hækkandi sólar féllu um gröf henn-
ar. — Sú er og trú mfn, að nú
gangi hún um blæhiýrri vegu og
bjartari, en hún fékk notið hér, —
umvafin hádegissál eiifEs (kajr-
leika. —
Wynyard 31. ág. 1924.
Asgeir J. BlöndahL
-----------X-----------
Vesturheimsferð.
Pistlar frá Stgr. Matthíassyni.
(Pramh.).
Yið Iheimisóttum gamalmjenna-,
hælið á Gimli,- sem stofnað hefir
verið af ýmsum örlyndum efna-
mönnum meðal Vestur íslendinga,
og viðhaldið með frjálsum sam-
skotum. Þar sáum við stóran
hóp af gamalmennum og sýnist
fara vel um fólkið. Aðeins fanst
mér synd, að svo margt gott og
gamjalt fólk var komið eins og út
á afrétt og ekki lengur í félagsskap
unga fólksins á mörgum heimilum
sem fyrir bragðið týnir tungunni
og rækt til frónska fræða. Gamail
þulur, skrafhreyfinjh Láruis ÁTnia-
son gaf okkur sína vísuna hvoram.
En eg kann ekki að fara mieð þær.
Mest hafði eg gaman af að hitta
þar aftur kennara minn, Jakob
Briem, bróður séra Yaldimiars.
Hann hafði eg ekki séð síðan hann
kendi mér ’maírgföldunartöfluna f
Odda. Hann er þarna eins og
nokkurskonar safnaðarfulltrúi, og
hrókur fagnaðar. Við höfðum um
meira að skrafa en dagurinn leyfði
en aldrei gleymi ég honum fyrir það
að hann rifjaði upp fyrir okkur
nokkrar vísur, sem pabbi orti um
Gunnar bróður og við vorum bún
ir að gleyma að miklu leyti. Einn
af vinnumönnunum f Odda hafði
gefið Gunnari atgeir úr tré og
þótti Gunnari vopnið gott. Þá
orti pabbi:
“Komínn er í annað sinn
álm sá kunni benda
gildan meður geirinn sinn
Gunnar á Hlíðarenda.
Eins og forni fullhuginn
frækn við sverða-gaman
hefir roða í hverri kinn
og hafið nef að framan.
Grát þú ekki, Gunnar mjnn,
grimui þótt sóknin verði,
en nálgast ei, sem nafni þinn,
neina slæma Gerði”.
Eg hugsaði oft um það síðan,
þegar eg kyntist konu Gunnars,
að það fer fjarri að hann hafi
eignast “slæma Gerði”.
1 Riverton gistum við hjá Jóh-
anni Briem, og var unun að kynn-
ast svo góðu fólki, en eg óskaði
það fremur komið norður að
Grand f Eyjafirði, heldur en að
sitja þar við vötnin ströng á
þeirri Ný-fslenzkri Grand á ár
bökkunum í Rdverton.
(Hjónin gáfu mér að skilnaði
forkunnarfagra skó, sem Indíána
stúlka hafði tilbúið af mikilli
kunnáttu.
Dr. Sveinn Björn.sson kom m|eð
tengdaföður sínum, Grími Laxdal,
til að sækja okkur í bifreið sinni
langa leið til Árborgar. Hjá dr.
Björnss-yni og frú hans Maríu |
fengum; við (ágætar viðtökur jjb|g
gistingu eftir samkomuna um
kvöldið. Og þótti mér einkum
gaman að sjá minn ganda vin
Grfm Laxdal ennþá ungan eins og
í fyrri daga, — ef ekki ögn yngri,
því auk þess, sem fjörið var það
sama, var hann orðinn grannvaxn-
ari. Hafði látið töluvert af ó-
þarfri fitu f hollri vinnu f “sveita
síns andlits”. Hafði þetta stœflt
hann en ekki veiklað.
Margt fletra gætiveg sagt frjá
Nýja Islandi en nú verð eg að fara
að flýta mér til að uppgefa ekki
suma lesendur og til að komast
einhvern tíma lengra vestur á bóg-
inn.
(Pramh.).
----------X-----------
Torfi Bjarnason, skóla-
stjóri og bóndi í
Ólafsdal.
(Pramh.).
Yar yfirleitt á þeim áTatugum
mikið hugsað um búnaðarmentun
og búnaðarskóla, því flestum mun
hiafa verið ljóst, að aukin og bætt-
ur sveitabúskapur væri höfuðgrund
völlur undir allri þjóðlegri menn-
ingu. Ymsir jarðyrkjumenn munu
svo öðra hvoru hafa haldið uppi,
tíma og tíma, einhverri búnaðar-
kenslu. Og um tíma var búnaðar
skóli haldinn í Platey á Breiða-
firði, en skamma stund mun hann
hafa staðið. Margt var á þessum
árum rætt og ritað um búnaðar-
skólamálið og ýmsar bænaskrár
komu fram um slíkar skóla-
stofnanir, og leiddi það til þess,
að 1863 var lagt frumvarp fyrir
alþ. um þrjá búnaðarskóla, einn
í hverju arnti, og átti að leggja
1 vsk. á ihvfert jarðarhundrað jtil
þess að standast kostnaðinn:. Á
þinginu 1869 sóttu Húnvetningar
um 3000 rd. styrk til búnaðarskóla
og fyrirmyndiabús þar í sýslu, og
átti að ná öðrum 3000 rd. m)eð
frjálsum samskotum. Árið 1872
kom svo út tilsk. um búnaðar-
skóla á Íslandi og átti eftir henni
að stofna einn eða fleiri búnaðar
skóla í hverju amti, er áttu að
vera til fyrirmyndar um landbú-
stjórn, jarðyrkju og. fjárrækt, og
þar áttu og ungir menn að geta
fengið nægilega bóklega mentun 1
þessum greinum. — Kostnaðinn
við skólahaldið skyldi greiða þann
ig að jafna skyldi niður alt að 1
1/2 sk. á hvert jarðarhundrað, er
ábúendur skyldu greiða á mann-
talsþingi, í fyrsta fjkifti 1'873 og
svo úr þvf.
Bins og áður er getið fór Torfi
til Skotlands 1866. Var þá eins og
fyr segir mikill hugur í Húnvetn-
ingum að koma upp búnaðarskóla
eða fyrirnKyndaffbúi, ®em þá var
kallað, er kenna átti búnað. Pókk
hann styrk til þessarar ferðar bæðl
frá Danmörku, búnaðarsjóði Norð
uramtsins og af samskotum Hún-
vetninga. I>eir sem þektu Torfa,
geta getið sér nærri með hversu
mlikilli alúð, ósérplægni og dugn-
aði hann hafði stundað nám sitt.
Má og eins og áður er aðvikið
fullyrða að hann á þessari ferð
til Skotlands, hafi lagt grandvöll-
inn undir alt framitíðarstarf sitt.
Og það var ekki líkt honum að
hlaupa frá hálfgerðu verki. Míunu
honum því hafa orðið það nokk-
ur vonbrigði er ekkert vfewfð ú|r
fyrirmyndarbúinu nyrðra. M)á sjá
það á bréfum er hann ritar frá
iSkotlandi og áður er Igetiðj jpð
hann hefir verið búinn að hugsa
mikið um hverjar leiðir mundu
vera færastar til þess að lyfta bún
aðinum og auka mentun og mienn
ing bændanna, og get eg ekki stilt
mig um að setja hér niðurlagið á
fyrsta bréfinu. “Eg ætla nú ekki
að þreyta þig lengur á þessum
pistli, og enda með þeirri
ósk, að þegar þú ert orðinn bóndi
og gengur í Búnaðarfélag, þá reyn
ir þú til að gera sjálfum þér og
félögum þíjnum' iskiljari^egan til
gang búnaðarfélaganna, sem er að
kveikja og glæða lifandi áhuga á
öllumi framiförum og endurbótum
í búnaðinum og verja jafnskjótt
efnum félagsins til einhverra starfa
svo að dálítið verði ágengt á mleð
an áhuginn, sem reisti félagið á
fætur, er í ungdómsfjöri, svo hann
styrkist og festi dýpri rætur, annars
dofnar hann og deyr út, og félagið
fellur á kné, eða fer öldungis llatt.
Heita verðlaunum ef mögulegt er
fyrir besta búnaðarrit, til að
hvetja menn til að hugsa og til að
útbreiða þekkingu, — fyrir beztu
aðferð við þúfnasléttun og aðra
túnrækt, sem sé sýnd í verkinu á
tilteknum bletti og sönnuð með
skýrslum umi kostnað Og afrakst
ur; — fyrir bezta matjurtarækt, er
sá hljóti er sannar að hann, hafi
fengið mest taf tilteknum bletti
mieð jknstnaðarminstri jaðferð,
sýni fegurstu og stærstu og beztu
rótaraldini; — þeim sem mest hafa
endurbætt fénað sinn, og sanni það
með rökum, og sýni um leið fal
legastan hrútinn, bolann, þestinn
og kúna eða ána, hvert í sinni röð
— þeim sem taka upp útlend verk-
færi, sem eiga vel við og sanna að
þeir hafi notað þau til muna með
kunnáttu, eða finna upp ný verk
færi eða endurbæta hin gömlu, og
fyrir margt fleira ef efni leyfa; og
alt af míuna eftir því, iað laga verð
launaveitingarnar svo að sem flestir
dragist til að reyna, með von um að
geta unnið eitthvað; — hugsa
ekki um að hafa þau há, en heita
heldur fleirum en einum fyrir sama
því það er sjaldnar gjaldið en heið
urinn, sem hvetur menn til að kepp
ast á um verðlaunin; og gá að því,
að.hinum efnalitla sé gefið eins vel
tækifæri eips og þeim ríka, þar
sem því verður viðkomið, án þess
þó að geta fátæktina að skilyrði
fyrir að vinna verðlaun, þvf það
er mentunarleg og hentug aðferð í
öllum störfum, sem þú átt að sækj
ast eftir, en ekki að sérlega mikið
sé komið af. Þegar menn eru
komnir á lagið með kostnaðarlitla
og haganlega aðferð þá hvetur á-
batinn til að vinna eins miikið ög
efni leyfa”.
)Er útséð var um að Húnvetning
ar fengju styrk þann er þeir sóttu
um til stofnunar fyrirmyndarbús
Og áður er getið, fékk Torfi sér
jjörð og byrjað,i búskap ein£ |og
fyr segir.
Er hann var svo sestur að í ólafs
dal, byrjaði hann þegar að gera
jarðarbætur. Notaði hann þá ýms
jarðyrkjuverkfæri, sem að vísu
voru hér ekki óþekt, því nokkuð
hafði verið plægt hér fyr, en sem
þrátt fyrir það, að eins fáir kunnu
með að fara. Gast þeim sem kynt
ust þessu vinnulagi vel að því, og
nokkrir ungir m|enn lærðu hjá hon
um jarðyrkju á þeijn árum, sem
hann bjó í Ólafsdal. Eins og að
framan er lauslega bent á, þá hafði
langa lengi verið mikið um það
rætt og ritað, hversu mikil nauð
syn það væri að koma búnaðar-
kenslu á fót. Höfðu og aftur og
aftúr verið gerðar tilraunir í þá
átt en jafnan orðið lítið úr. Var
þó, eftir að tilskipunin um búnað-
arskólana, 1872, kom út talið áreið
anlogt, ,iað etjió^nin mundj iycfta
/
einhvern styrk til slíkra skóla og
jafnvel kosta þá að öllu leyti.
Nærri má geta, að Torfi hafi haft
ekki alllítinn hug á þessu máli,
þegar þar við bættist, að ýmisir
ágætismei|n vestanlands hvöttu
hann mikillega til þess að að
leggja út í þá daga, að stofna til
búnaðarskóia og halda uppi kenslu
f búfræði. Það lá nokkurveginn í
augum uppi að slíkt fyriirtæki
mundi ekki verða neinn gróðaveg-
ur, og að það mundi kosta æirið
erfiði og fyrirhöfn. En Torfa skorti
aldrei kjarfc til þess að beita sér
fyrir þau málefni, er hann áleit
landi og lýð til farsældar og fram-
búðar, og hann var svo laus við
alla eigingirni, að hann mun varla
lengi hafa horft á þá hlið málsins.
Hefir og kannske verið bjartsýnn
á skoðanir og gjörðir annara, og
ætlað fleiri sér líka, en hann
■síðar á efri árum sínum. ef til vill,
hefir þóttst komlast að raun um.
Hefði Torfi haldið áfram að búa búi
sínu mundi hann alveg vafalaust
hafa orðið stórefnður fyrirmlyndar-
bóndi, því þau hjón voru bæði
fyrirmynd að dugnaði, hagsýni og
reglusemi. Hinsvegar hefir honum
sennilega verið ljóst, að efni hans
mundu hrökkva skamt til þess að
koma skóla þeim, er hann hafði
f huga á stofn og til þess að starf-
rækja hann. Einkum munu þeir
síra Guðmundur Einarsson á
Breiðabólsstað á Skógarströnd, sem
var hinn mesti búmaður, og hefir
ritað ýmislegt um búnað og Sig-
urður iSverrisson sýslumaður í
Strandasýslu, sem þá bjó stórbúi f
Bæ í Hrútafirði og var hinn mesti
búnaðarfrömuður, hvatt Torfa til
þess að korna skólanum endilega
á fót og til þess að senda
amtsráðinu tilboð umi stofnunina.
Árið 1879 sendi 'svo Torfi amitsráði
Vesturamtsins skriflegt tilboð um
að koma á fót kenslu í jarðyrkju
og búfræði á áðurnefndri eignar-
og ábýlisjörð sinni, svo framarlega
sem hann öðlaðist til þess þann
styrk af almennafé að honum verði
til undirbúnings stofnuninni veitt
ar 1000 krónur og þar eftir árlegur
meðgj^farstyrkur xrieð iþeim pilt
um, er kenslunnar nytu. Kenslan
átti að vera tvö ár, og meðgjafayi
styrkur nemenda fyrra árið 200 kr.
fyrir hvem pilt og 100 kr. síðara ár
ið, en á ári hverju skyldi verða
veitt móttaka þremur piltuml; þar
að auki skyldu honum greiðast 100
kr. á ári, sem styrkur til viðhalds
á verkfærum.
Amtsráðið, sem hafði fengið með
mæli með þessari fyrirhuguðu
kenslustofnun frá sýslunefndunum
f Snæfellsness- og IHnappadals-
sýslum, Dalasýslu og Strandasýslu,
viðurkendi fullkomlega nytsemi og
nauðsyn hinnar fyrirhuguðu kenslu
og ályktaði að styðja fyrirtækið
þetta sem unt væri, og áleit, að
'styrkur af almennafé f þessu skyni
ekki mættí minni Vera en farið
er framj á, ef kenslan ætti að geta
komiist á og samsvarað tilgangi
fyrirtækisins.
Það mundi þykja ærið nýstárlegt
nú á tfmum, að skólastjóri og bú-
stjóri tækist á hendur að kenna
einn allar námsgreinar, þótt ekki
væri nema nokkrum mönnumj
og það þar að auki endurgjalds
laust. En svo ósérplæginn var Torfi
og svo mikið áhugamlál var honum
að koma búnaðarframtföranum á
nokkurn rekspöl, að hann horfði
ekki í það. Má það heita einsdæmi
Var þó við mikla örðugleika að
stríða í byrjun um bókakost, þar
eð hvorki var til bókasafn né nein-
arar kenslubækur sem nothæfar
væru. Allar verklega kenslu hafði
hann og á hendi og auk þess bú-
stjórn og ým|s fleiri störf, svo sem
hreppsnefndarr, sýslunefndar- og
amtráðsstörf. „
Þanjiig var þá fyrsti búnaðair-
skóli þessa lands kominn á iagg-
imar. Þegar á fyrsta ári varð Torfi
að stækka húsakynnin. Var það
bæði erfitt og kostnaðarsamt. Varð
að sækja alt byggingarefni langar
leiðir að. Rekavið norður á Strand
ir, en erlent efni annaðhvort til
Stykkishólms eða Borðeyrar. Vora
bæjarhúsfn allsendis ónóg til
kenslunnar, og varð þvf að vinda
bráðan bug að því að komia hús-
unum upp. Og um haustið var
skólahúsið komið svo á veg, að
hægt var fyrir pilta að hafast þar
við um vetuTÍnn.
Næstu ár var kenslustofunni hald
ið áfram í svipuðu horfí. Árið 1884
yoru Torfa veitt 620 króna árslaun
fyrir starf sitt sem( forstöðumanns
skólans og kennara. Samia ár rit-*
aði Torfi í Andvara “Um alþýðu-
mentun”. Gerir hann þar meðal
annars grein fyrir skoðunum sín-
um á búnaðarskólum. Vill hann
I hafa fjórðungsskóla. Séu þrír
þeirra mjeð svipuðu sniði og ólafs-
dalsskólinn, «n hinn fjórði, sem
hann álítur að eigi að vera í Sunn-
lendingafjórðungi skuli vera í
tveim deildum, þannig að neðri
deild svari til hinna fjórðungsskól-
anna og væri kenslutími þar 2 ár,
en í efri deild, þar sem kenslutím,-
inn skyldi vera 2 vetur og eitt sum,-
ar, “ætti að leggja aðal áhersluna á
bóknámfð, og kenna hér sem best
efnafræði, eðlisfræði, húsdýrafræði
og önnur búvísindi, sem byrjað er
á í neðri deildinni og máske ýmis-
legt að auki, sem þar er ekki drep-
ið á, t. d. ágrip af framfarasögu
landbúnaðarins í öðrum löndum,
og um landbúnað vom að fornu og
nýju. Sumarið, sem lærisveinarnir
era í efri deildinni, ættu þeir eink-
um að starfa að sáðjurtarækt,
garðyrkju, plöntun, fara með vinnu-
vélar, ef nokkrar eru, æfa sig við
land- og hallamælingar og við
verkstjóm”. Mun þessi ritgerð ef
til vill hafa átt nokkum þátt f
því, að á amtsráðsfund? vorið 1885
var ákveðið að gera skólastofnun-
ina í ólafsdal að “réglulegum bún-
aðarskóla. Þó þannig að skólinn
ekki verði bundinn við þá jörð er
hann stendur nú á” Eftir að skól-
inn var orðinn Búnaðarskóli Vest-
uramitsins, fékk hann alls af opin-
bera fé þar með talin laun for-
stöðumanns og að'Stoðarkennara
kr. 3882,00 og var það alt fé sem
hægt var að fá til hans. Og þessa
styrks naut svo skólinn, þangað til
amtsráðið slepti hendi sinni af hon.
um Torfi, sem var á fundi amts-
ráðsins, er skólamáiið var rætt, gat
þess að húsrúmj það, sem skóla-
stofnunin nú hefði væri ónóg og
að byggja þyrfti til viðbótar, svo
kenslustofumar gætu orðið tvær,
en fram að þeim tíma hafði orðið
komist af með eina. Ein til þess
var ekki hægt ,að fá fé, þótt amtsl-
ráðið hinsvegar viðurkendi nauð-
synina.
Með bréfi 19. okt. 1885 samþykti
svo landshöfðingi fyrgreinda ál>
lyktun amtsráðsins að gera búnað-
arstofnunina í Ólafsdal að búnað-
arskóla fyrir Vesturamtið.
Hér að framan er lauslega farið
yfir sögu þessa búnaðarskólamáls.
Má þar sjá, að nokkuð var það
lengi á döfinni og hefði sennilega
orðið enn lengur, ef Torfi hefði ekki
ráðist í að eetja kenslustofuna f
Ólafsdal á fót. Má sennilega mest
þakka honum það, hvað fljótt hin-
ir landsfjórðungarnir bragðu við
að stofna búnaðarskóla hjá nér,
Voru þeir skólar að öllu leyti al-
menningseign og reknir fyrir ai-
menningsfé.
Eins og Torfi bendir á 1 Andvara-
ritgerð sinni, sem áður er nefnd hér
að framan, áleit bann það jafnvel
heppilegra, að fjórðungsskólamir
væru einstakra manna eign og að
þeir væra reknir af þeim, með
styrk af almannafé og undir um-
sjón hins opinbera. Verður varla
annað sagt en að reynslan sem þess
ir þrír fjórðungsskólar gáfu, sba'ðk
festi það álit hans. Því engum sem
til þektu m/un hafa bland-
ast hugur uip Það, að
ólafsdalsskólinn hafi staðið
hinum framar um flest, og þó einfc*
um hvað verklegu kensluna á-
hrærði. Torfi hélt því alt af fram,
að fyrsta og helzta sporið til bún-
aðarframfara hér á landi, væri það,
að bændur lærðu að notfæra sér
einföld jarðyrkjuverkfæri, svo sem
plóg, herfi, hestarekur og þesshátt-
ar. En því miður er það svo enn
þann dag í dag, að allur fjöldinn af
fslenzkum bændum kann alls ekkí
að fara með þessi einföldu en
bráðnauðsynlegu verkfæri. Allir
þeir, sem í Ólafsdal lærðu búfræði,
fengu svo mikla æfingu f meðferð
þessara tækja og annara, sem til
greina geba komið við jarðrækt hér
á landi, að þeim var vorkunarlaust
að ná fullkominni leikni í mleðferð
þeirra með nægilegri æfingu. Sjálf-
ur gerði Torfi alt sem f hans valdi
stóð til þess að laga verkfærin sem
bezt eftir staðháttum hér. Og all-
an þann tíma sem skólinn stóð
í Ólafsdal smíðaði hann slík verk-
færi, og margir af nemendunum
sem þar voru keyptu þau er þeir
fóru, til þess að nota þau við vinnu
annaðhvort í sínu bygðarlagi eða
þar sem þeir voru ráðnir til jiarðar-
bótavinnu. Má fullyrða, að áhugi
sá á túnrækt og öðram jarðarbót-
um, er á þeim áram vaknaði svo
víða um land, hafi ekki hvað
minst átt rót sfna að rekja til ól-
■afsdalsskólans og forstöðumanns
hans .