Heimskringla


Heimskringla - 10.09.1924, Qupperneq 5

Heimskringla - 10.09.1924, Qupperneq 5
I HEIMSKRIN 6LA WINNIPEO, 10. SEPT. 1924. HVAD ER ÁST? ; T T T T T T T T T T T T T T T T X T T f f f (ATHS. — Meginkafli kvæbis þessa er at5 nokkru leyti bygíur á kenningum Dr. Helga Péturss, sem höf. aöhyllist í fylsta máta — og á sýn, er ég sá í byrjun desember 1921. — M. Á. Á.). T f f Hvað er ást? Hvað er ást? Hver er tilgangur lífsins? Er lífið eitt hverfandi hvel? Eitt hlutkesti tilviljana? Er æfin eitt olnbogaskot, sem að ofbeldi hnefans neytir, sem engu lögmáli hlýðir? Er dauðinn þá endir alls á ábyrgðarlausri breytni? Verður sálin grafin í gröf, eins og grásleppa í kös? Er lífið eitt kveljandi kaós? Eða kosmós? Nei! Þú spurðir mig, hvað ástin er. Eg ætla að reyna að svara þér. Fagurt er lífið þegar ljósin skilnings á leynigötur tilverunnar skína. Vizku er þörf ef ástir skýra skal. Jarðneska ástin hlýðir huldum lögum og holdi og blóði nýjar sálir klæðir. Veglegt er starfið: viðhald þessa lífs. En þróun lífsins leitar fram án afláts frá lægsta dýrsins hvöt til guðaeðlis. Ástin er megin-meðal framvindunnar. Látum ei hug vorn holdi og jörðu bindast. Hærra skal stefnt, ef verða skal að manni. Fegurst er ást í sælu samstillingar. Sá ég í anda sýnir röðli fegri um svala nótt, und stjörnuskygðum himni. Hugfanginn var ég, einn og yfirgefinn. Hugurinn bar mig hraðara en leiftur um himingeiminn upp til fjarrar stjörnu, svo æðra líf ég augum mætti leiða. Öll var þar jörðin, bæði láð og lögur, í litum blámans yndislega vafin, því hnöttur blár á himni ofar skein. Tröllaukinn fjöll í fjarska nam ég líta, en furðuskógar huldu dal og völlu og jurtagróður jötunstór og fagur. En fuglar syntu þar á svölum lindum og silfurskygðum vötnum fagur bláum. Logn var og kyrð, svo blómaskrúð ei bærðist. Ljúflinga sá ég leiðast þar um grundu í leiðsludraum og sælukendri eining. Orðlaust þau skildu, mæltu engu máli. Fagur sem guð hann var og meiri en mað- ur, menskur á vöxt, en hærri, fegri og styrkrif' glóbjart hans hár og féll í lausum lokkum, en leiftur brann í augans dimma bláíma. Framkoman öll bar vott um vald, en misk") unn.— Fegurri svanna sá ég aldrei fyrri: silkimjúkt hárið féll á hæla niður; úr augans djúpi ást og blíða skein. Minni var hún, en mjúkum vaxtar línum má ég ei líkja neinu á jörðu við. Hún var sem ástin íklædd holdi og blóði. Þar var ei nautn, en lífið naut síns eðlis í nöktu frelsi ástasamstillingar. Fullviss ég var að þar var ekki þjáðst. Þar fanst mér vera ást á æðra stigi og endurholdgun sálar fyrsta skifti. — Guðaheim þenna dvel ég eftir dauðann. Þetta er ást: að efla lífsins gengi í anda, holdi jafnt sem dauftsins formi. Sæl er sú drótt er drottins lögum hlýðir. Hreint sé vort líf og laust við alla þvingun, sem lindavatn er rennur undan bergi — og vökvar, frjóvgar heimsins harma akra. Þetta er ást! Magnús Á Árnason. T T T T T T T T T T T T T T T T T T T T ❖ f f f f ❖ f f f f f ^^.♦^JmJm^mJmJmJmJmJm^mJmJmJmJmJmJm^mJmJm^^Jm^mJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJmJm^ Mundi Goodman, frá Belling- ham, hafði umisjón með öllum leikjum og íþróttum, og fórst J>að snildar vel. Mr. Goodman er “gentle”-maður í öllum skiln- ingi þess orðs. Tveir bjarthærðir íturvaxnir ls- lendingar gengu bezt fram í leik- fimi, þeir Óskar Hansson, sonur Hansar Hannessonar bónda, ná- lægt Blaine. Hans bóndi er einn af þessum gömlu íslendingum, ramjnur að afli, ötull til fram- kvæmda, óvæginn ef á hann var leitað, en ágætur eiginmaður og heimilisfaðir. Hinn var Otto Bárðarson, sem mælti fyrir minni Bandaríkjanna. Þeir óskar og Otto þreyttu hlaup og stökk svo unun var á að horfa. Skemtunin endaði með dansi um kveldið. Allir, sem þar voru staddir, dáðust að hljóðfæraslætt- inum og sögðu dansinn hafa verið hina beztu skemtun. Það voru liðin 14 ár í sumiar frá því að Islendingadagur var haldinn í Blaine, vonandi að hann Verði haldinn einhversstaðar á Ströndinni næsta ár, en tvísýnt samt að Blaine-búar geri það. Þeir sem fyrir þessu íslendingadags- haldi stóðu hér í sumar, muinu lengi minnast þeirra erfiðleika, sem þeir áttu við að stríða í þetta sinn, — en svo ekki rneir um það, “alt er gott þá endirinn allra beztur verður”. Viðstaddur. Dánarfregn. , iHinn 22. ágúst slðastliðinn and- aðist á sjúkrahúsi í Winnipig, I’orsteinn Sveinbjörn Sigfússon, frá ^Vynyard. Var lík hans flutt vest- Ur- og jarðsett föstudaginn 27. s. ^11-. að jviðstöddu allmiklu fjöl- uienni. Flutti séra Priðrik Priðr riksson húskveðju á íslenzku, að ^J’rv. heimiii hins látna. Var þá líkið flutt í kirkj, og talaði séra Haraldur Sigmar þar á enska tungu. Banamein Þorsteins heitins var hjartabilun. Hann fæddist 18. febr. 1867 að Krossanesi í Eyjafirði. Níu ára gamall fluttist hann með for- eidrum sínum, Sigfúsi Jónssyni og Ingihjörgu Árnadóttur til Ame- ríku, árið 1876, og settust þau að í grend við Gimli, Nýja-fslandi. Sfð- ar fluttist fjölskyldan til N. Dak., þar kvæntist Þorsteinn Steinvöru Arnfríði Bjarnadóttur Dagssonair, árið 1892, og bjó þar nokkur ár, — og seinna í Roseau. Minn. í Vatna- bygð hafa þau búið síðan 1906, um eina mílu norðvestur af Wynyard. Af 10 bömum þeirra eru 8 á lífi, og flest, ásamt móður þeirra, til heimilis í Wynyard-bygð. — Korn ungur varg Þorsteinn að hyrja að heyja lífsbaráttuna upp á eigin spýtur, og svo að segja upp á líf og dauða. Vann hann fyrir sér frá 10 ára aldri árum saman, meðal hálfviltra manna, oftast langt frá sínu fólki, og mátti þola hungur og kulda og annað harðrétti. Þarf því engan að undra, þótt hann um dag- ana yrði harla einrænn í hugsun, og allhrjúfur í fasi, á stundum. Er það enn skiljanlegra hafi hann að eðlisfari verið bæði viðkvæmur og stórlyndur, eins og kunnugir segja. Annars var hann nákunnugur að- eins fáumi, fáskiftinn um annara hagi, og utan alls félagslífs, meðal landa sinna, bæði kirkjulegs og þjóðernislegs. Eigi að síður var hann, sem nágranni, bæði óupp- stökkur og fús til greiða, öðmm fremur. Og traust átti hann og djúpa samhygð þeirra fáu er þektu æfiferil hans vel, og skygndust eft- ir hans innsta upplagi. Leiðrétting, tHeiðruðu • lesendur . “Heimls- kringlu” og “Lögbergs”! Þá af yð- ur, sem lásuð fyrir skemstu grein mifna: “Minni Vestur-fslendinga” verð eg líklega ag biðja afsökunar á dálitlu mishermi, sem eg hygg að eigi sér þar stað, í sambandi við frásögn mína af “Grafarbræðr- um”. 1 ungdæmi mínu heyrði eg sögu þessa vestur á Snæfellsnesi, fyrir allmörgum ámm síðan. Er nú tvent til: Annaðhvort hefir mér verig sagt ranglega frá í fyrstu, eða að minnið hefir brugðist í þetta sinn. Af viðtali við mann, sem er gagnkunnugur þessum stöðumi, og þekti vel til þeirra bræðra, álykta eg, að réttara sé frásagt á þessa leið: í Grundarfirði á Snæfellsnesi bjuggu, fyrir nokkru síðan, hræð- urnir Bárður og Bergur, sá fyr- nefndi ag Gröf, hinn að Kellnafelli Milli Grafar að austanverðu og ’Hellnafells að vestanverðu gengur Grafarnesið fram í fjörðinn. Bræð- ur þessir voru merkis og mikil- hæfir menn, háðir orðlagðir burða- menn, en gæfir að dagfari, og Bárð- ur þó öllu hvatlegri í fasi. Hvor- ugum varð yfirleitt aflfátt svo menn sæju, og var því umi það deilt, hvor þeirri mundi sterkari. Eins og margir muna, voru þess- háttar- umtalsefni. mjög hugstæð Frón-búum í þá daga. Tíðum var kapprætt um afl og yfirburði þeirra, sem vitað var um að skör- uðu fram úr, en höfðu sig lítt frammi. — Kvöld eitt gátu loks “Bergsmenn” hallað sér á vangann, sigri hrósandi. Þann- dag. höfðu þeir hræður verið að koma úr fiski róðri. Sat Bárður á stjórnborða I formannssæti, þ. e. Hellnafens- megin, eða vestan megin, þegar róið er inn fjörðinn — en Bergur reri á bakborða. Hvernig, sem á því hefir staðið, var háðum í þetta sinn kappsmál að lenda heinia hjá sér; hafa þeir sennilega verið orðnir slæptir mjög og heim- fúsir, og skapið einhvernvegin ekki f venjulegu jafnvægi. En deilan stóð ekki iengi; hvorugur var, að eðlisfari, margmáll, og steinþögn- uðu báðir í skyndi. En í kyrþey var lagst þeim mun þéttara á árarnar, sem minna var talað. Lengi vel Gullfoss Cafe (fyr Riooney’s Lunch) 629 Sargent Ave. Hreinlæti og smekkvísi ræður l matiartilhúninigi vorum. Lítið hér ínn og fáið yður að borða. Höfum einnig altaf á boðistól- um: kaffi og allskonar bakninga: tóbak, vindla. svaladrykki og skyr kendi ekki afismunar, en svo fóru þó leikar, að smámsaman sveigði Bergur hátinn vestur fyrir nesið, inn að Hellnafelli. Yar svo atburð- ur þessi í minnum hafður því til sönnunar, að Bergur væri Bárði fremri um afl, þótt síðarnéfndur væri öllu meiri hvatleiksmaður. Kunni nú einhver sannara að segja frá atburði þessum, þá þríf- ur hann pennann næst, — í þökk allra sannleikselskadi manna og kvenna. F. A. F. ■--------X---------- Nýr fornmenjafundur. Bæjarrústir Herjólfs landnáms- manns fundnar? Rvík. 8. ágúst. í fyrradag hafði Matthías forn- leifavörður fuqdið gamlar rústir, sunnarlega í Herjólfsdal, í Yestmannaeyjum sunnan við svo kallaða Daltjöm. Voru þær auðsjáanlega bæjarrústir, og voru þær skamt frá stað þeim, sem munnmælin herma, að Herjólfur landnámsmaður hafi átt að búa. Þykir staður þessi enn líklegri til bæjarstæðis. en hinn, er bær Herj- ólfs er sagður hafa staðið- Er talið sennilegt að þarna hafi Matthías fundið bæjarrústir Herjólfs. Hefir hann fundið stóra tótt — um 80 feta langa. Er gólfið helluiagt og í rústum fundust bein, hross- og hvalbein, en engir munir fundust. Einnig hefir Matthías grafið fyrir öðrum rústum, sunnar í daln um, skamt frá þessum stað. Pann hann þar tvær samfeldar tættur. Voru þær litlar. Og í dag ætlar Matthías að grafa í þriðju rústim- ar, svo ekki er séð fyrir, hvað hann kann að finna. — “MbL” ---------x----------- Frá Islandi. Síldveiðin. — Rúmar 40 þúsimd tunnur síldar iera nú komniar í land á Siglufirði og ýmist saltaðar eða kryddaðar. Hafa tveir farmar verið þegar fluttir úr þaðan. Hér á Akureyri og söltunarstöðvunum hér út með eru um 6 þúsund tunnur þegar saltaðar. Mjög mikið af síld hefir veiðst í bræðslu, bæði í Krossanesi og á Siglufirði. Rvík 13. ágúst. Jarðarför Guðmundar Thorsteins- sonar listmálara fór fram í gær að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Bjarni Jónsson flutti húskveðju og ræðuna í kirkjunni. óvenjulega mikið blómskrúð var við jarðarför þessa, kistan rósum prýdd og vafin sem blómheður væri. Vandamenn og vinir báru kistuna. Prentsmiðjan Gutenberg átti 20 ára afmæli í gær. Pramkvæmdar- stjóri hefir Þorvarður Þorvarðsson verið frá byrjun; fóru prentarar í Gutenberg skemtiför til þingvalla í tilefni dagsins. ----------x----------- Ritfregn. íslenzkar þjóðsögur og sagnir. Safnað hefir og skráð Sigfús Sig- fússon. II. Seyðisfirði, 1923 (222 bls). Af þessu merkilega safni er nú nýkomið út 2. bindi, vitranasögur. Skiftir höf. þeim í flokka: 1. Svefn- sýnir og draumspár. 2. Pyrirburðir og fyrirboðar. 3. Pyrirsagnir og forspár. Merkastur þykir mér síð- asti flokkurinn, og er þar m. a. 6. BLAÐiálÐ Siifurbrúðkaupskvœði Til Ingvars og önnu Goodman, Point Roberts, á silfurbrúðkaupsdegi þeirra 29. apríl 1924. Látum strengi gígju gjalla, gleðjum oss við sólskinsdaga; meðan æfin léttfleyg líður lífsins skráð er stutta saga. Enn, sem fyr, er margs að minnast — minninganna vefur ofinn ótal þáttum dýrum, dimmum, daggarperlum, skýjarofum. Morgun lífsins — æskan unga öllu vogar — glöð að lifa, skelfist ei við ferleg fjöllin — fjöll sem þá er létt að klifa. Þegar hæðin ein er unnin önnur birtist, máske hærri. Mun hún voga — vill hún ekki verða efsta toppnum nærri? Dulrún lífsins töfrar, teygir - tápraun manni að ráða vandann. Hver er sá, er sjá ei vildi sjálfur, hvað er fyrir handan? Því er haldið áfram — áfram yfir bratta, grýtta veginn. Vonin segir: Sérðu bráðum sólskinslöndin hinumegin. Æfin líður, lengist vegur lífsins bergmál, klukknahljómur; hálfnuð leiðin, hálfnuð æfin, hinumegin — ? Leyndardómur. Fáir klífa hálfar hlíðar hætra nokkrir, flestir lægra, farar-loka æða öldur yfir leiðir stundardægra. Því er gott að stanza á stundum; stundarbrosi — vinarhöndum fagna þeim, sem hafa hlíðar hálfnað, upp að Furðuströndum. Fagna þeim, er samhug sýnir silfurbrúðkaup með í förum sviffrá stund, í sólskinsörmum signir þau með koss á vörum. Yður hjón, sem aldarfjórðung áttuð samleið fram til þessa, fylgi gæfan — friður drottins — framtíð yðar til að blessa. M. J. B. sagt frá ýmsum mönnum, sem nú- lifandi menni vita vel deili á, þár á meðal höfundurinn sjálfur. Mikill þorri af þessum sögnum telst til þess, sem kallað hefir verið “dul- arfull fyrirbrigði”. svo sem fjar- skynjun, sem nú má teljast stað reynd, þó ekki sé enn fyllilega skýrt hvernig á henni stendur. Er þetta nýja bindi nógu fróðlegt fyrir þá, sem vilja kynna sér slíkt. Sögumar eru auðvitað misjafn- lega sagðar, og efnið ekki eins bragðmikið í þeim öllum. Ymis- leg kjarngóð sveitaorð og orðtæki, einkum austfirsk, finnast þar, sem er sönn ánægja að sjá í ritmáli. Það er þarft verk, sem útgefend- ur þessarar bókar, hverjir sem þeir nú eru, gera með því að korna henni út. Höfundurínn á það fyllilega skilið, því þó í safni hans sé óneitanlega ýmislegt, sem hefði mátt sleppa, þá er þó hitt enn fleira, sem ágætt er að fá, og hann hefir getað náð í sumt, sem á marg an hátt er einkennilegt, og at- hugunarvert íyrir þá menn, semi unna þjóðtrú og þjóðlífi okkar, og kunna honum þakkir fyrir starf hans. Pullnaðardóm á ritið ei ekki hægt að leggja fyr en ba« er alt útkomið, en fáir munu vilja neita gildi þess, og vonandi tekst að hraða útgáfunni svo henni verði lokið á tilætluðum tíma Sigfús Blöndal, (Vísir). -----------x----------- Flugm. Amer. á Isl. Framh. frá bls. 1). leigh, sem verið hefir úti íyrir Homafirði. Vísir hefir aðeins hitt tvo flug- mennina í svip, þá Mr. Wade og Ogden. Þeir höfðu flogið liðlega hálfa aðra klukkustund, þegar vél in bilaði, svo að þeir neyddust til að setjast á sjóinn. Veður var stinningshvast, ilt í sjó og rigning. —1 fjórar klukkustundir urðu þeir að bíða hjálparvana í flugvélinnf. Þeir sáu eitt gufuskip fara fram hjá sér, skömmu eftir að þelm hlektist á, en ekki tók það eftir þeim. Loks kom til þeirra einn enskur botnvörpungur og síðan annar, og tóku að dra-ga flugvélina til hafnar. Herskipið Billingsley kom þeim til hjálpar hálfri stundu síðar en botjavörpungurinni og litlu síðar aðmfrálsskipið Rich- mond. — Reynt var að ná vélinnl upp á þilfar Richmonds, en þá var hún svo liðuð orðin, að hún datfe öll í stykki. — Þeir flugmennirnir bera vel skaða sinn, þó að þeim þyki sárt að hafa orðið fyrir þessu óhappi. Njóta þeir óskiftrar samúðar félaga sinna og allra manna hér. (“Vísir”). ----------X----------

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.