Heimskringla - 10.09.1924, Síða 7

Heimskringla - 10.09.1924, Síða 7
WINNIPEG, 10. SEPT. 1924. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVE- ogr SHERBROOKE ST. Höfuístóll uppb. VarasjóÖur .«..... Al*ar eignir, yfir ....$ 8,000,000 . ..$ 7,700,000 ....$120,000.000 Sérstakt athygli veitt viðskift- um kaupmanna og verzlunar- félaga. Sparisjóðsdeildin. Vextir af innstæðufé greiddir jafnháir og annarsstaðar við- gengst PHONE A 9253 P. B. TUCKER, ráðsmaður. skilmerkilega frá miyndun og við- gangi fél. á næstliðnum 25 árum, með mjög skemtilegri umsögn. Sam sæti þetta, var 1 hvern stað hið á- nægjulegasta og forstöðunefndinni til sóma, — hafi hún heila pökk fyrir. 'Um mjiðjan næstliðinn jrnánuð, voru hér á ferð frá Blaine, Wash ington pær. Mrs. Charles Wells og Miss Marion Plummer. MJrs. Wells hélt áleiðis til Winnipeg, en Miss Marion staðnæmdist hér hjá fólki sínu um sex vikna tfma. Mér líkar að geta sagt fyrir mína skoðun, að "Heimlskringla” er að taka nauðsynlegum framförum und ir núverandi ritstjórn. “H|altu svo Tram stefnunni”, herra ritstjóri! inn yrði óslitinn og langur; pað v*r ( fjarlægðina þeirra í milli I*ær voru sem ein sál. Hún pakkar henni og manni hennar hinstu sporin — síðasta kærleiksmerkið Fréttir Frá fréttaritara “Heimskringlu” í Markerville, 27. ágúst 1924. Tíðarfarið hér hjá okkur AJberta. íslendingum, verður naumast sagt vont, en óhentugt lengi. Sem fyr var sagt, var vinna á ökrum í seinna lagi í vor, og bæði purkatíð og köld, en svo með júlí varð veðr áttan óhagkvæm; gekk þá í hita og þurka og oft frost á nóttum; petta olli kyrrstöðu á öllum gróðri, og skemdum á háum ökrum, svo nær pví lá, að visnaði upp; en svo bætti pað stórum, að síðustu viku júlf, brá til rigninga, sem héldust upphaldslítið fram yfir 20. þ. m.; við þessa breytingu veðráttunnar, tók gróður bæði á ökrum og gras haga mjög miklum framförum, en hvenær bleikir akrar sjást hér, er vandséð; útlitið bendir tii, að iítið verði byrjað á kornskurði innan tveggja vikna tíma, hér frá að telja, og það er undir veðráttunni komið framvegis, hve mikil kom uppskera verður. Heyvinna stend ur nú sem hæst; var byrjuð óvana- lega seint, vegna þess, hve gras vex seint og lítið, og svo komu votviðr- in sem gerðu heyvlmiu ómögu- lega, nemja dag og dag, en horfur á að heyafli verði með minna móti almennt, enda rækta bændur hér mikið af fóðri og eru því ekki sárri þörf fyrir byrgðir af viltum heyjum. Verði veðráttan hagstæð og vinveitt um næstu 2—3 viku, má vænta, að útkoman yfir það heila, verði vel í meðallagi. .Almennt er hér heilbrigði manna á meðal, þó eru undantekningar þær: að Stephan skáld hefur verið mjög vanheill um lengri tíma er það innvortis, og hefir hann liðið af því svo árum skiftir, segja lækn- *r harm svo hniginn að aldri og slit inn, að hann sé ekki fær um hold- skurð, en eru að gera tilraun mleð meðölum, og virðist hann heldur á bata vegi. Líka hefir verið hættu- lega veikur, Sigurður bóndi Bene- diksson, kominn á efri aldur og mikið bilaður á heilsu, er hann nú undir læknishendi á sjúkrahúsinu í Innisfail. Pyrir nokkru síðan slasaðist hér Tómas bóndi Rafnss, sem hélt heimleiðis frá Innisfail með hesta par, var kominn skamt áleiðis, þá hestarnir fældust og hvolfdu vagn inum ofan á Tómas, sem handleggs brotnaði og.skaðaðist á höfðinu og einnig innvortis, fanst hann þann- ig á sig komiinn og var færður á ejúkrahúsið í Innisfail. Lofteldar hafa orðið hér að skaða á húsum og hestum, víðar en í einum stað. Markaður á komtegundum hækk að að miklum mun nú f seinni tíð, hveitikorn. bush: er nú $1.20 No. 1; hafrar bush. 44c; bygg, bush. 66c; yfir höfuð hefir verið hækkað dá- lítið á flestum bændavörum. Þess hefir verið áður getið í blöð- unum, að fyrir miðjan síðastl. mán uð, hélt smjör. og ostagerðarfélagið á Markerville 25 ára afmæli sitt í Pensala Hall, undir umsjón stjóm- amefndarinnar — Directors, — sam sæti það var hið fjölmiennasta, sem eézt hefir f þessari bygð, og hið virðulegasta f hvívetna. Skemtanir vora; ræðuhöld, upplestur og söng- ur, sem alt var vel þess virði, að veita þvf áheyrn; þó ætla eg að er. indi það, sem hr. D. J. Mörkeberg flutti, hafi verið það veigamesta á skemtiskránni; sagði hann rétt og Frá Islandi. Akureyri 1. ágúst. Á svæðinu frá Húnaflóa til Langaness hefir fiskast í júlímán- uði 5560 skippund. Siglufjörður er þó ekki talinn með, þvf skýrslur um afla vantar þaðan ennþá. vakandi auga og umönnun; það var hreini kærleikurinn, sem gerði alt bjart og hlýtt, og sem allir örð- ugleikar urðu að víkja fyrir. Já, alt þetta, ásamt trú og bæn til Guðs, um tímanlega og eilífa far- sæld var heimanmundur og fararefni konunnar minnar ástkæru, sem vér j úana í anda flutta til grafarinnar, og sálu hennar hafna í dýrðina til Guós. Hún kveður vinuna sína hérna megin grafarinanr. (Hún biður að heilsa systirinni, sem syrgir hana í fjarlægð, vit- andi þennan sorgardag, sjáandi vor óstyrk og fóturinn valtur, því vér erum öll reikui. Guð blessi þig og verndi þig og oss öll, og huggi oss öll, sem þín sakna og þig syrgja, og gefi oss af náð sinni, að vér fáum að sjá þig og vera með þér hjá honum sem einn er allra faðir; þar sem öll sár eru grædd, öll tár þerruð, allar sorgir horfnar, því hið fyrra er far- ið. Guð heyri þá bæn vora, vegna síns sonar. — Amen! / Spretta norðanlads er víða meiri en í meðallandi. 1 Eyjafirði voru flest tún alhirt um síðustu helgi. Pyrir skömmu tók varðskipið ‘Tylla” tvö norsk skip inni á Húna- flóa, er vora þar að veiðum í landhelgi. Yar farið með skipin til Blönduóss, og fékk annað þeirra 300 gullkróna en hitt 3000 gullkróna sekt. [“Heimskringla” hefir verið beð- 4n fyrir eftirfylgfandi kveðju-; orð:] Kveðja flutt við útför húsfrú Guðnýjar ólafsdóttur í Alfatröðum í Hörðudai. af Pétri Gunnlaugssyni kennara og bónda í Álfatröðum. (Hieilagi kærleikans faðir! Heyr þú allar vorar bænir í Jesú nafni, og heyr þær á þann hátt, sem speki þín og gæzka sér oss fyrir beztu, — börnunum þínum reikulu og ó- styrku. Nú skiljum vér það ekki, en seinna iminurn vér skilja það. Lannig er þessu varið með stjóm Guðs: hugur vor fær ekki ætíð að- greint hans ráðstafanir, frá atvik- um (þeim, og ástæðum, sem vér börnin hans búum oss til sjálf, vilj andi eða óviljandi. Oss hættir oft við, að kenna honum um harma vora og erfiðleikana, sem mæta oss, en vér erum miklu síður þakklát honum fyrir öll föður- legu gæðin, sem bersýnilega falla frá honum í vor skaut, stundum án hinnar minstu þátttöku frá vorri hálfu, í því að afla þeirra. Já, nú skiljum vér það ekki, en seinina munum vér skilja það, hversvegna að ástríka konan min er svo snenrma og óvænt kvödd brott, frá mér og börnunum okkar, á besta aldursskeiði, sem vér nú kveðjum og kveður oss á síðasta m/)tinu hérna megin. “Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga. Að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga”, segir eitt af skáldum vorurn, og munu flestir geta tekið undir þessi orð af eigin reynslu, þvf þegar vin- irnar hefja samifylgdina, eru það gleðin og ánægjan, sem eru beztu og sjálfsögðustu fararefni. Eln vit. anlegt er það, að þessi fararefni — þessi hjónabandsgleði er eigi ávalt sömu tegundar. — Sumstaðar er 'það hagsmunagleðin, — gleðin yfir efnum eða stöðu, sem lagt er upp með í hjúskaparferðina. En við áttum ekki þá tegundina. Um| auð eða auðsvon var ekki að ræða, og staðan var alþekt: illa launuð ís- lenzk alþýðukennarastaða. Nei, það var óblandna gleðin yfir væntan- legu samleiðinni; það var einlægi ásetningurinn, um að leggja fram óskifta kraftana ti] iðjunnar; það var heita óskin um að auðnuvegur. erum nú að kveðja og kveður oss. Við fluttum hingað að Álfatröðum fyrir fjóram árum, og ætluðum okk ur að dvelja hér, minsta kosti fyrst um sinn, miest vegna drengjanna okkar, þvf við álitum náttúrufeg- urðina og kyrðina, sem fylgir sveitalífinu, nauðsynlegt uppeldis- skilyrði. Efnahagur okkar mun engum hafa þótt glæsilegur; en litlu efn- in, sem vel var hlúð að, af henni, urðu drjúg og blómguðust. Dessi blettur var orðinn henni kær mfn vegna, því það var eins með hana og Rut: mjtt land var hen.nar land, og mitt fólk hennar fólk. Og til- finningar mtínar bergmáluðu í sálu hennar. Hugsjónirnar mínar fáu og strjálu skýrðust við hennar dóm, því eins og hún var tiguleg og svip. hrein, með yndisþokkann í öllu við- móti sínu, svo var dómgreindin hennar ljós og hugsunin hrein. M]ín gleði var hennar gleði, og þreyta mfn og áhyggjur, hennar umhugsun og áhyggjuefni. Án nokkurs yfir- lætis sagt um hana, hefði eg ekki enst í öllu mínu stríði, hér þessi ár- in, ef hún hefði ekki létt mér hverja þraut. Yiðmótið hennar ljúfa og látprúða, og ástin hennar, göfuga, var mér hrein sem berglindin, og hlý, sem hádegisgeislinn. Mannkost. ir hennar voru engin fordild; þeir voru semi gimsteinn greyptur í berg- ið, er ei varð þaðan tekinn, og lýsti það og prýddi hverju seml viðraði. Drenglund hennar var sem heiður vorhiminn; þar var enginn vottur neinnar smámunasemi, né lítil- mensku. I>að mátti segja um hana hið sama og Guðm. Einnbogason sagði um Guðjón sál. úrsmlð: “Það var yndi ag þiggja greiða af honum”, þvf velvildin var einlæg. Já, kærleikurinn var arineldur allra dygða hennar, þess vegna væru þær skýrar — svo áberandi, að það hefði verið dofin tilfinn- ing, sem eigi hefði orðið þeirra vör, f samibúðinni við hana. Ástin er fögur í mieðlætinu; fegri f mótlætinu, esn fegurst á dauða- stundinnl; svo var þessu varið hjá henni. Hún óskaði innilega éftir, að mega fá að lifa lengur hjá mér og drengjunum okkar, en þegar hún sá að sú ósk myndi ekki upp- fylt verða, sýndi hún bezt hve mik- il hún var. “Þú verður að bera þig að vera rólegur, elsku vinurinn minn, og láta sorgina og söknuðinn snúast í umJönnun og fyrirhyggju fyrir drengjunumi okkar; ég skal taka á móti ykkur hjá Guði”. Þannig kvaddi hún mig, m'eð trú- arvissuna að förunaut yfir í landið ókunna, þar sem hún bíður eftir mér og þeim. Þá sá eg glegst, að ástin er sterkari en dauðinn. HÚn hafði ekki tíma til að kveðja, nema mig, þvf henni- var svift svo fljótt og óvænt burtu; en ég á að bera kveðjumar. Hún kveður yður ná- granna og sveitunga sína, þakkandi yður allar gleðistur|dirnar, alt góða viðmótið, stem þér sýnduð henni, og alla hugarhlýjuna, sem| þér báruð til hennar. Já, hún þakkar innilega hve vel þér tókuð á móti henni ókunnri hér f bygðar- laginu. Hún kveður gamla öldung- inn, tengdaföður sinn, éem hún annaðist æ sem bezta dóttir, og ekki sízt þegar hann þurfti mestrar hjúkrunar við; það hefði engin leyst eins vel af hendi, þvað þá betur; hún biður Guð að gefa hon- um styrk og veita honum huggun. Hún biður að heilsa sveitinni sinni fögru, og fæðingarstaðnum og æskustöðvunum sínum unaðslegu og kæru, og frændfólkinu sínu þar góða, og vinfasta, sem varðveitir svo einstaklega vel frændræknina og ættareinkennm: trúmenskuna og háttprýðina. Hún kveður syst- urnar sfnar, sem komnar eru til að fylgja henni síðasta spölinn; önn- ur langa leið, sem var svo innilega andlega sameinuð henni, að hugir þeirra skildu aldrei; hjörtu þeirra slógu hvort með öðru, þrátt fyrir góðu, sem komin er um langan1 veg, til að veita henni síðustu fylgdina, þakkandi henni alla sam- úðina, trygðina og unaðsstundim' ar, sem þær nutu saiman. Hún kveð-1 ur mágkonurnar sínar og þakkar i þeim allan innileikann og hlýja hugarþelið. Hún kveður vanda- lausa heimilisfólkið og þakkar þvf dygga þjónustu, óskandi því allrar sannrar gæfu. Hún kveður þenn- an litla blett og þakkar blómunum fyrir sólbrosin og dögginni fyrir perlutárin. Hún kveður smáfugl- ana, sem hún gaf, þótt lítið bæri á, 0g sungu fyrir hana — sem mintu hana á skógana og söngfuglana í fjarlæga landinu, sem hún dvaldi í, og sem hún átti svo mikil fegurð- aráhrif og .fagrar endurmiinningar frá. Hún kveður, litla, lága bæinn slnn, sem höndin hennar starfsama hirti svo vel, að hann varð mér hár og ljósríkur. Hún kveður litlu drengina okk- ar, biðjandi Guð að geyma þeirra; vernda þá fyrir slysunum, og varð- veita þá fyrir 'snörum; og hættum lífsins. Hún biður hann að glæða skiln- ing þeirra og gera þá dygðuga og elskandi. Alt hið sanna, fagra og góða, — að þeir mlegi altaf vera börnin hans, svo hún geti breitt móðurfaðminum móti þeim hjó hon- um í friðnum og farsælunni, á land fnu góða, þar semi sorgimar eru horfnar, sárin grædd og tárin þerr- uð til fulls. Og hún treystir mér til, ef eg lifi með þeim, að geyma með þeim endurminningarnar um! hana. Eg skal varðveita þann sveig, vökva hann með tárum, og veita þeim blómum yl frá ást minni til hennar og þeirra. Svo kveður hún mjg, — að vissu leyti, — um stund. Auðvitað skiljum við aldrei, því eins og Guð talar við oss f orði sínu og bænum vorum, elns og samfvizkan veitir oss gleði fyrir velrækt störf, og ásakar oss fyrir vanrækslur og ofgjörðir, eins tala vinirnir við oss, sem hafa ver- ið oss hjartanlega sameinaðir, þótt þeir séu oss sýnilega horfnir. Hún verður ráðunautur minn það sem| eftir er — sem áður. Eg hefi mist aðstoðina hennar traustu; höndin hennar er köld, sem studdi mig og verndaði, og hjartað hennar, seml bergmálaði tilfinningar mínar, er hætt að slá, og hugurinn hennar sofnaður þessum heimi, — hugur- inn sem bar áhyggjurnar með mér og göfgaði mig mest og bezt. Eg naut samveru og ástar móður minnar um' sex og hálft ár, og jafnlangrar sambúóar naut eg með minni ástkæru framl- liðnu konu. Eg hefi þvf verið gæfumaður í þrettán'ár. Eg þakka þér alt, þvf þú varst mér alt. 41t var hvort öðru helgað: hæfileikar og hagir, í blíðu og strfðu. Þú þektir mig ein, kunnir bezt að meta þá hæfileika, sem eg hafði til brunns að bera, vissir galla mína og fyrirgafst mér alt ábótavant. Tilfinningar mínar eru iá þessari stundu ofjarl hugsana minna, en það finn eg bezt, að hugur minn fær fyrst hvíld við endurminningar nar fögru og ástríku um þig. Nepja kuldans beygir veiku stráin. Eins stend eg hér sem strá fyrír sorginni sára og nepju dauðans. Vér kveðjum þig öll, þakkandi þér öll gæðin þín öll og lífsyndið. Vér þökk- um Guði einnig fyrir þá miklu gjöf, og biðjum hann að annast sál þína, um alla eilífð, þótt vér vitum, að hann geri það án vorar bænar. Vér biðjum hann að veita þér leyfi til að biðja fyrir oss, því þess þurfum vér öll með. Eg veit þú ert komin í ljósið — eilífa sælu, eins og þú sagðir mér dáin í draumi og veit að þú tekur þar á móti mér og mínumi Á.n trúar og bænar og traustsins á æðri mátt en sjálfra vor, — án traustsins til hans, sem; í breyskumi og máttugur, er hönd L.ESID HEIMS- KRINGLU. BORGID HEIMS- KRINGLU. KAUPID HEIMSKRINGLU. Innköllunarmenn Heimskringlu: í CANADA: Amaranth............................Ólafur Thorleifsson Ashem...............................Sigurður Sigfússon Antler...................................Magnús Tait Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur..............................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Bifröst............................Eiríkur Jóhannsson Brendenbury.........................Hjálmar Ó. Lofsson Brown.............................Thorsteinn J. Gíslason Churchbridge....................................Magnús Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Ebor Station.................................Mag. Tait Elfros.............................J. H. Goodmundsson Framnes..........................................Guðm. Magnússon Foam Lake................................John Janusson Gimli......................................B. B. ólson Glenhoro..................................G. J. Oleson Geysir..............................Eiríkur Jóhannsson Hayland.............................Sigurður Sigfússon Hecla...............“..............Jóhann K. Johnson Howardville.......................Thorv. Thorarinsson Húsavík.............................................John Kemested Hove....................................Andrés Skagfeld Icelandic River.....................................Sv. Thorvaldsson ísafold.....................................Árni Jónsson Innisfail..............................Jónas J. Húnfjörð Kandahar............................................A. Helgason Kristnes..............................................j. Janusson Keewatin.............................................Sam Magnússon Leslie...............................................j. Janusson Langruth...........................ólafur Thorleifsson Lillesve...............................Philip Johnson Lonley Lake............................Nikulás SnædaJ Lundar....................................Dan. Lindal Mary Hill.........................Eiríkur Guðmundseon Mozart.................................Jónas Stephenson Markerville............................Jónas J. HúnfjörB Nes......................................páll E. ísfeld Oak Point.......................................Andrés Skagfeld Oak View............................ Sigurður Sigfússon Otto.............................................Philip Johnson Ocean Falls, B. C........................J. F. Leifsson Poplar Park..............................Sig. Sigurðsson Piney....................................S. S. Anderson Red Deer..............................Jónas J. Húhfjörd Reykjavík...............................Nikuláb SnædaJ Swan River.............................Halldór Egilsson Stony Hill.......................................Philip Johnson Selkirk.............................Sigurgeir Stefánsson Siglunes..........................................Guðm. Jónssoö Steep Rock.............................Nikulás Snædal Tantallon................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir................................... Jón Sigurðsson Vancouver.....................Mrs. Valgerður Jósephson Vogar.............................................Guðm. Jónsson Winnipegosis............................August Johnsofc Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard...........................................Guðl. Kristjánsso* í BANDARÍKJUNUM: Akra, Cavalier og Hensel................Guðm. Einarsson Blaine................................St. O. Eiríksson Bantry.................................Sigurður Jónsson Edinburg..............................Hannes Bjömssol* Garðar.................................S. M. Breiðfjörð Grafton............................................glis Austmann Hallson...............................Jón K. Einarssoft Ivanhoe..................................G. A. Dalmaiin Los Angeles.......................G. J. GoodmundssoB Milton...................................F. G. Vatnsdal Mountain..............................Hannes Bjömssoft Minneota.........................- .. .. G. A. Dalmann Minneapolis ..............................H. Lárusson Pembina...............................Þorbjöm Bjömsso® Point Roberts......................Sigurður Thordarson Spanish Fork.........................Einar H. Johnson Seattle.........................Mrs. Jakobína Johnson Svold.............................................Bjöm Sveinsson Upham..................................Sigurður JónssoB The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba. P. O. BOX 3105 853 SARGENT AVBL

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.