Heimskringla - 24.09.1924, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.09.1924, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 24. SEPT. 1924 Hcíntskríngla (StofnuTI 1886) Kemur öt A hverjnrn inlfJvikudeBl. EIGENDL’Ki VIKING PRESS, LTD. 853 ob 855 SARGKNT AVE., AVINNIPKG, TaUlrni: N-6537 Ver5 blat5sins er $3.00 árgangurinn borg- ist fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PREftS LTD. SIGPÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjóri. UtanöMkrift tll hlafislnn: TIIE VIKING PRESS, Ltd., Box 3105 UtanftMkrlft tll ritstjðrann: EDITOR HEIMSKRINGLA, Boi 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is published by The Viklng Preas Ltd. and printed by CITY PRINTING A PUBLISHING CO. 853-855 Sargent Ave., Wlnnipegr, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 24. SEPT. 1924. Norrænir yfirburOir. “Hverj’um jrykir smn fugl fagur , segir gamalt íslenzkt mátæki. Gildir þetta jafnt, nema fremur sé um þjóðir sem einstaklinga. Er nálega hver þjóð í heiminum svo gerð, að henni finst, sem jarðarkringlunni verði á engan hátt almennilega borgið á þessum snarsnúningi hennar í kringum móðir vora Sól, nema hún, sú alveg sérstaka þjóð megi verða hertogi á mannlífsins braut. þeir menn, sem lengst ganga í þessa átt hjá hverri þjóð eru ýmsum nöfnum nefnd ir og fer það eftir stærð þjoðanna að nokkru leyti. Sé þjóðin stórveldi eru þeir oftast lcallaðir “imperíalistar”, annars * chauvinist- ar”, “jingoes”, o. fl. Þeir sem eru svo frændræknir, að þeir geta unt nánustu frænd þjóðum sínum dálítik bita af skökunni, eru t. d. “pan” — Germanskir, “pan” Slav- neskir o. s. frv. Þeir sem lengst ganga í þjóðrækninni, ef svo veglegt orð mætti um þetta hafa, vilja helzt ekkert minna en sigra allan heiminn með vopnum og ríkja um ald- ur og æfi í þeirra skjóli honum til blessun- ar. Þjóðverjarnir um og eftir aldamótin síðustu voru átakanlegt dæmi þessa hugsun- arháttar, og reyndar ekki síður Englendmgar þó þeir færu betur með það. Nú eru Frakk- ar, ítalir, og að því er virðist, töluvert öfl- ugur flokkur í Bandaríkjunum, að taka upp xnerkið, er Þjóðverjar drápu niður, vonandi að eilífu, og er það óheppilegt í meira Iagi. Að vísu erum vér þjóðræknir og frænd- ræknir, sem bezt má vera, að því leyti, að vér erum ekki í neinum vafa um það, að Is- lendingar eru sérstaklega valin þjóð — það er varlegra, en að segja útvalin — og þar næst hinar aðrar Norðurlandaþjóðir. Höf- um vér þá einlægu trú, eins og spekingurinn Dr. Helgi Péturss, er nú ber ægishjálm ís- lenzkunnar yfir öllum mönnum, að Norð- urlandamenn, og sérstaklega Islendingar, hafi nú mest til þess að bera, sem heiminum megi til ágætis verða, ef þeir einungis sjálfir læra að skilja köllun sína, og leggja aleflisrækt við það, sem spaldegast er og afbragðsmest í fari þeirra. Eru aðstæður Islendinga að miklu leyti þannig, bæði vestan hafs og austan, sérstaklega þó að austan, því jafnan eru hægust heimatökin, að það er að kenna skammsýni og vangöfgi í hugsunarhætti, ef vér ékki í náinni fram- tíð fáum komið á löggjöf, sem er að sama skapi kostameiri lögum annara þjóða, sem hið forna alþingi Islendinga var merkilegri og vitrari löggjafarstofnun, en nokkur önn- ur á þeim tímum, þó um víðan heim væri leitað. Eigum vér Islendmgar nú svo marga ágætismenn í ritmensku og hugsanaprýði á fullþroskaárin komna, að þetta mætti lýðum vel skiljast, ef rækilega er athugað. Ma þar til nefna af fullþroska mönnum spekingana og ritsnillingana dr. Helga Pét- urss. Einar Kvaran og Stephan G. Stephans- son; Einar myndhöggvara og skáld Jóns- son; fjölmarga lækna, presta og háskóla- kennara, og hýðir ekki hér öll þau nöfn upp að telja. Væri betur komið högum landa og þjóða, ef alþyða hefði borið gæfn til pess,. að skipa slíkum mönnum f þmgsess, en vinsa úr hálfdrættinga og miðlungsmenn, sem jafnan eru þar helst til fyrirferðamiklir ao höfðatölu og ógangí. Bærum vér Islendingar gæfu til þess, að velja meira af shkum mönnum á löggjafar- þing, en gert hefir verið, og svo frændui vorir á Norðurlöndum, þá myndi þjóðskipu- lag breytast svo þar til batnaðar, að það myndi vekja eftirtekt um mentaðan heim allan. Yrðum vér norrænar þjóðir þá sannnefndir hertogar mannkynsins. Þó ekki svo, að norrænu þjóðirnar muni nokkurntíma ætla sér þá dul að fara vopn- aðir að öðrum þjóðum og drepa þær undir sig. 611 hefir skepnan rétt til þess að lifa og þroskast. Þjóðrækni vor gengur ekki í þá átt. En þó vér teljum allar þjóðir hafa rétt til þess að lifa í friði og sitja að sínu, þá megum vér þó halda það heppilegra fyr- ir mannkynið, að þjóðir af norrænum ættum ljóshærðir menn og fagureygir gangi í far- arbroddi mannkynsins, heldur en ef þar gengju suðrænni menn og dekkri. Eitt af allra bezt rituðu tímaritum á enska tungu, The Nation, sem vegur jafnt að gerbreytingamönnum og römmustu aftur- haldsliðum, hefir jafnan verið andstætt í þessu máli, þeirri skoðun, sem hér er haldið fram. Hefir það reynt að gera þá mJenn hlægilega, sem halda því fram, að norræna kynið sé ættarlaukur mannkynsins. En í síðasta tölublaði þess er smágrein frá hendi ritstjómarinnar, seam tnjög Jstyður skoðun þeirra sömu manna. Er þess getið, að nýlega hafi þar í tímaritinu verið gerður sananburður á löggjöfinni um óskilgetm börn, eins og hún sé á Norðurlöndum, og eins og hún sé í Bandaríkjunum og á Eng- landi. Er Norðurlandalöggjöfin að miklum rmm vitmeiri og mannúðlegri. Hafa þó Englendingar yerið að gera dálitla bragar- bót á síðari árum, og haft þar Norðurlönd- in til fyrirmyndar. Þá er þess og getið, að fjörutíu og átta ríki séu í Bandarikjasam- bandinu, og sé löggjöfin harla ólík víða, einmitt á þessu sviði. Er Norður-Dakota talið að hafa í þessu efni langskynsamleg- ust og mannúðlegust fyrirmæli. Fer tíma- ritið þar um þessum orðum: “I því rfki er skilgreining mfilli skilget- inna og óskilgetinna barna að vísu ekki al- gerlega afmáð, en mjög er hún rýrð með umhyggjusamlegum fyrirmiælum um arfgengi og uppeldi óskilgetinna barna. Nú er fað- irinn fundinn að dómi, og er hann þá skyld- ugur að borga allan áfallinn kostnað, og þar að auki vissa upphæð til uppeldis barnsins. Deyi faðirinn, á barnið kröfurétt í dánarbú- ið”. Er .farið mjög lofsamlegum orðum um Norður-Dakota, á kostnað flestra, eða allra annara ríkja í sarpbandinu fyrir þessa Iöggjöf. “The Nation” kynni nú að þykja þetta magurt dæmi, í deilu, um yfirburði norræna kynþáttsins. En þetta bendir þó aít í sömu áttina. Öllum er til þekkja dylst ekki, að Norðurlöndin hafa nú á síðari árum sérstak- lega breytt löggjöf sinni mjög til batnaðar, svo í öðrum efnum sem þessu. Og tæpast er það hending ein, sem hér hefir verið að verki í Norður-Daköta. Sannara mun vera, að það ríki nýtur þess, hve margir nor- rænir menn hafa tekið sér þar bólfestu--- þó vitanlega sé mikið af þeim f öðrum ríkj- um, — og ekki mun það skaða ríkið í samkepni við önnur systraríki þess, að þar eru fleiri Islendingar, en nokkursstaðar ann- arsstaðar í Bandaríkjunum. Dauðahegning. Umræður um dauðahegningu við ýmsum glæptim blossaði upp, með nýrri skerpu, sem eldur í sinu, nú undanfarna mánuði, meðan stóð yfir mál þeirra Nathans Leopold og Richard Loeb, sem allir munu nú kannast | við. Að mestu leyti skiftast menn f tvo harð- j snúna flokka um það málefni, með og mó'ti. Spara hvorugir stóryrðin, og virðist oft svo fara, sem þá er rætt er um bindindismál, eða réttara sagt bannmál, að ýmislegt er þar rmælt á báða bóga af kappi meiru en sanngirni. Þeir, sem með dauðahegningunm eru, I telja hana miargir réttmæta hegningu fyrir j vissa glæpi, sem- svo eru svívirðilegir og háskalegir fyrir þjóðfélagið í heild sinni, I eða einstaklinga þess, að út yfir tekur. Fleiri munu þeir þó vera, sem telja dauðahegn- ingunni það mest til gildis, að hún hræði fjölda manna frá ofbeldisverkum, haldi í skefjum ymsum vilhdýrum! í mannsmiynd, sem annars myndu ekki sitja af sér tækifæri til manndrápa og kannske enn þá yiðbjóðs- legri hryðjuverka. Þeir sem á móti henni eru telja margir, að með því, að taka j glæpamenn af lífi, þá sé ríkið eða mannfé- lagið að fremja glæp, lítið betri en þann er sá dauðadæmdi framdi. Telja þeir að hryðjuverkið sé ekkert með þvf bætt. Þá j telja þeir og, að enginn sé svo illur, að hann geti ekki staðið til bóta, og sé bá of mákill ábyrgðarhluti, að taka mann af lífi og fyrir- muna honum þannig allrar betnmar í þessu lífi. í sambandi við það telja margír, sem trúa á framhald annars lífs eftir dauðann, að það sé mjög undir því kornið, hvernig burtför menn fái af þessum heimi, og sé það því erfiðara, sem dauðdaginn, og allar or- sakir til hans séu váveiflegri. Sé ábyrgð j þióðféfagsins því tvöföld, og meiri en svo, ; að undir henni verði risið, og megi þar af Ieiðandi enga manneskju lífláta. Á þessum röddum ber langmest og heyr- ast reyndar sjaldan aðrar. Þó eru einstaka menn, er líta svo á, að dauðahegning, sé að vísu óheppileg, en nauðsynleg, og mfiklu betri, miklu meira vit í henni en í fangelsis — eða tukthúshegningu. Þeir menn hafa það helzt til síns máls, að hugtakið hegning sé orðið úrelt. Áður fyr hafi það verið rétt- mætt því þá háfi blóðhefndarsiðurinn krafist þess að auga skyldi goldið fyrir auga og tönn fyrir tönn. Nú sé svo komfið, að í fyrsta lagi leiki allmikill vafi á því hvert mannfélagið hafi nokkurt vald til þess að hegna. En þó svo væri þá sé það ekki leng- ur hugmynd siðaðra manna. En aftur á móti sé nauðsynlegt vegna framþróunar mannfélagsins, að hinir verstu menn séu I teknir og þeim stíað frá öðrum mlönnum, j um aídur og æfi. Tukthús — eða “betr- ; unarhús”-vist, sé algerlega einskisvirði, með því fyrirkomulagi sem nú er, því nálega ! engin dæmi séu til þess að nokkur glæpa- ; maður hafi komið betri maður, eða m!eð bljúgara hugarfari út úr fangelsinu. Þar j á móti sanni margra ára og alda reynsla, j að þeir komi flestir út verri menn, þjóðfé- laginu sýnu skaðlegri, en þá er þeir fóru j inn. Megi þvf á engan hátt sleppa þeim lausum og geymi öxin og jörðin þá bezt. Þar að auki sé alt ábyrgðarskraf aðeins við kvæmnishjal, sem ekki eigi við á vorum tím um. Nú séu menn sem óðast að keppast j við að útrýma öllu illgresi, gera kynbætur á I grösum og dýrumi og sé það vitanlega gert með því að útrýma algerlega þvf sem j lélegast sé og veikbygðast til sálar og lík- ama. Sé ekkert vit í því heldur að eyða j mörgum þúsundum mfiljóna í það að hýsa glæpamenn, sem svo séu gallaðir á geðs- munum og sál, að óbætandi megi teljast j meðan að miljónir manna lifi við hina ó- ! skaplegustu eymld og viti ekki hvatl þeir eigi j höfði sínu að að haila, eða hvað sér til j munns að láta, hvað þá heldur að þeir geti í lagt rækt við sálina í sér. Það eru margar hliðar og vandskoðað- í ar á þessu máli og því eðlilegt að mönnum komi iíla samtan um það. Til dæmis mlá geta þess í þessu sambandi að nýlega hefir böð- ullinn John Ellis á Englandi gert tilraun til j þess að taka sjálfan sig af lífi. Stríddi á hann svo mikið hugarangur af því, að vera sá maðurinn í heiminum er flest mannslíf hefði á samivizkunni, eins og hann sjálfur komst að orði. Af þessu tiltæki hans hefir það komið til mála, að gera böðulsstarfið að borgaralegri skyldu, líkt og til dæmis það að vera kjörinn í kviðdóm. Ættu þá hinir og þessir borgarar að gegna böðulsstarfinu, eftir þvf hvernig hlutir félli f það og það skiftið. — Sé þessi tillaga grandgæfilega at- huguð, mætti sennilega færa henni margt til málsbóta, t. d. það, að í sjálfu sér ætti ekki að vera neitt ægilegra í því, að full- nægja þeim dómi, sem menn sjálfir hafa dæmt, en að dæma hann. En engum mleð- borgara vildum vér óska þeirra óskapa, fremur en sjálfum oss. Og að vísu óskum vér þess af heilum hug, að verða aldrei í kviðdóm settur, þar sem á að gera út um Iíf og dauða. En hvað skal segja í þeim Iöndum, þar sem slíkt er borgaraskylda. Eitt er víst, og það er það að hegning- arlöggjöf allra landa þarfnast stórkostlegra bóta. Fyrst og fremst er “réttlætið jafnt fyrir alla” ekkert annað, en orðin tóirn Það er fyrst og fremist tékið óendanlega miklu vægara á oss, sem ofar stöndum í mannfélagsstiganum, en vesalingunum, sem alist hafa upp á sveit og ekkert og engann eiga að, hvorki fjármuni, eða ættingja og vini, er einhvers megna. Og ættu menn þó að dæma vægara olnbogabörn mannlífsins. en oss hina, sem öll tækifærin höfum. í öðru lagi er Iöggjöfin í öllum Iöndum orð- in sv® á eftir tímanum, að meiru en undrun sætir. Menn eru dæmdir til strangrar þrælk- unnar fyrir afbrot, sem í sjálfu sér eru til- tölulega Iítilsvirði, en sleppa með væga hegningu (það orð verður að nota) fyrir svo hryllilega glæpi, að menn veigra sér við að setja bá á prent. Menn sem ákaflega auð- velt værí fyrir mannfélagið að leiða á rétta braut, þó þeim haf: orðið á að hrasa, eru dæmdfir jafnstranglega og ógeðlegustu glæpamenn, hreinustu vanskapningar á sál- inni, ólæknandí um alla æfi. Og þá betrunarhúsvistin. Betrunarhús! Hamingjan hjálpi oss. Yfirleitt eru betr- unarhús þannig, að þau eyðileggja það litla eða mikla góða, sem til er í mannssál- inni. Lagastafurinn er svo ósveigjanleg- ur, að þó fangaverðirnir séu allir af vilja gerðir, þá mega þeir ekki gera neitt, sem þýtt gæti hugarfar fanganna. Þó skal geta þess, að farið er að bera á straumihvörfum í rétta átt, og langmest, sumstaðar í Banda- ríkjunum. Og sú löggjöf, sem skynsamlega mannúð sýnir föngunum, viija til þess að leiða þá á rétta braut, og jafnvel styðja þá á brautinni til nýs og betra lífernis, er eina löggjöfin, sem getur hrósað sér af því að hafa komið upp betrunarhúsum. Hvíidard.og breytiþróun Ræða flutt í Samlbandskirkjunei, 21. sept., af séra Ragnari E. Kvaran. Mnrk. 3: 1,7: Hvíldardagurinn var?5 til mannsins vegna, og eigi maT5urinn vegna hvíldardagsins. Mig miinnir að ég hafi lesið þá skilgreiningu f sálarfræði þeirri er ég nam á skólaárum mínum, á því hvað það væri að vera and- ands snillingur — geni — að það væri að sjá í smáatvikum dag- anna hin miklu lögmál lífsins. Al- þekt dæmi því -til (skýringar er gamíla frásagan um Newton, sem sá eplið falla til jarðar, og sá í því atviki sjálft aðdráttarafl hnattanna. En ef þetta er rétt skýring á því hvað geni sé, þá eru dæmin um það á hverri ein- ustu blaðsíðu guðspjallanna hve auðugt líf Jes/ú hefujr yerið af þessum atvikum. Það er eins og hver smáatburður sé honum sjón- auki inn í hin duldu lög, sem líf mannanna á að hlýða. Hann hlust- ar á hjal barnanna og skilur að þau í æfintýraheimi sínum og leikj um standa mfiklu nær því að skilja tilveruna rétt, heldur en fullorðna fólkið með alla sína gagnrýni og sínar áhyggjur og rekistefnu og reipdrátt. Hann skil ur af því að horfa á hina frábæru starfsgleði barnanna, á hin opna hiug jþeirra og trúnaðartraust, ef til vill, mest á því hvað þeim er tamt að sjá hið mfikla æfintýri í öllum hJutum, þar sem við sjáum ekékrt nemla ómerki- lega hluti og atburði, að ef menn verða ekki eins og lítil börn, þá komast þeir ékki inn í guðsríki. Svona er það með alt. Hann sér mienn vera að raða sér niður til borðs, og sá atburður verður hon- um mynd af því hversu óskynsam- lega þeir raði sér að bræðra- boði lífsins. Hann sér regn falla og sól skína yfir dal og hól, og honum skilst á augabragði að sá, sem regnið og sólskinið gefur, ann jafnt hvorutveggja, og að skifting okkar á mönnumi í hóla og dali, í réttláta og rangláta, er mieð öllu fráleit. Hann sér konu vera að snúast með mfiklum á- hyggjum um miatreiðslustörf sín, og hann vorkennir henni, að hún skuli vera búin áð telja sér trú um, að það sé það eina nauðsyn- lega. Hann sér mennina alstaðar vera að þyrla upp ryki í augu sjálfs sín, en hann sér alstaðar í gegnum rykið. Hann sér að þeir hafa komið auga á sum mark- verð boð guðs: “Þú skalt ekki morð fremja”, en beim er óskilj- anlegt, að bein afleiðing af því er sú, að þeir megi ekki ganga fram fyrir altari guðs meðan þeir eru ósáttir við bróður sinn. Þeir þekkja þau fyrirmæli guðs, að þeir eigi að elska náunga sinn. En þeir halda að afleiðing þess sé sú, að þeir eigi þá líka að hata óvin sinn. Þjóð hans trúir á og j veit, að guð hefir haldið hendi sinni yfir þjóðinni, en þá er geng- ið að því vísu, að hann sé and- stæður öllum öðrum þjóðum. Hann sér með hve mikilli fast- heldni Iandsmenn hans halda við venjur og helgisiði fyrritíðarj manna, en hann sér engu síður, að það hugarfar, sem eitt gefur helgi- siðum gildi í hans augum, vantar j í tilfinnanlegum mæ!i. Með, öðrum orðum, Jesú sér með alveg | undursamlegri gáfu undir vfirborð | hlutanna, mennirnir fá ekki dulist fyrir honum allar skikkjur hræsninnar, allur klæðnaður sjálfsánægjunnar verður gagn- sær fyrir augum hans. Hvert orð þeirra og verk verður honum j spegilil af hugarfarinu sem að baki liggur. En það er einmitt í Ijósi þess, hve mikið yfirlit hann virðist hafa yfir hlutina, hvað það er laar- j dómsrfkt að athuga hve í-J haldssemi og róttækni fer sam-- | an hjá honum. Ég vona að ég burfi ekki að taka frami, að j með róttækni á ég við það, sem á erlendum málum er nefnt radi- kalismus. Eins og mörg orð í öll- um málum er það mjög misskilið af þorra manna. Maður sér það á augnaráði manna og tilburðum, að þegar það orð berst á góma, DODD’S nýrnapillur eru bezta nýmameðalið. Lækna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum lyf- sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. þá dettur mlörgum í hug sprengi- kúlur eða manndráp eða önnur byltingafirn. Eins og orðið ber með sér, þá á það ekkert skyl't við þessar hugsanir. Islenzka þýðingin á radikalfismus er ágæt og nákvæm. Orðið er komið af redix, sem þýðir rót. Radikaf miaður er sá, sem lætur sig ræt- ur málanna skifta, sá sem leita vi’ll undir yfirborðið og kippa vilf upp þeim jurtum með rótum — úr jarðveginum, sem hann telur skaðlegar. Það er þessvegna frá- leitt ofmfilkið sagt, þó fullyrt sé að það sé vöntun og galli á hvers manns sálarlífi, ef hann eigi ekk- ert til af radikalismus. Ef við höfu-m ekki vitsmuni eða hugrekki til þess að líta eftir rótum þess, sem afl'aga fer í lífi ökkar, eða umhverfis okkur, þá er hvoru- tveggja á Iágu stigi. Og ef við höf- um ekki þrek til þess að hlynna að róturn þess, sem mest er um vert í fari okkar, þá er andlegri heilsu okkar ábótavant. Og þar er það einmitt sem róttækni og í- hald kemur saman. Sama ástæð- an sera veldur því, að vert er að kippa upp lélegumi rótum veldur því, að mikils er um vert að halda f, að hlúa að þeim dýrmætu. Sannur radikalismus og sönn íhalds semi eru tvær hliðar á sarna eðl- inu. En því er nú miður, að mað- ur sér hvorutveggja tiltölulega sjaldan. Eins og sá radikalismu® er ef til vill algengastur, sem ekkí gerir verulegan mun á góðum og lélegum rótum, heldur hefur tif- hneigingu til þess að kippa öllu f burtu, eins er óalgeng sú íhalds- semii, sem hefir nægilega domr greind á, í hvað eigi að halda. Hin fhaldssemin er algengari, að hræðast breytingar, og telia það gott, sem er, einungis af því að það er og befir fengið viðurkenn- ingu. Vitaskuld stafar það hugar- far oftast af einskærri eigingirni; menn spyrna á móti broddunum af því breytingamar valda óþæg- indum. En þó ekki sé tekið tillit til þess, þá er það vissulega furðulegt hugarástand, sem fjöldi manna hefir, þeirra, sem er það eðlilegt að trúa því, að í raun og veru þurfi heimurinn engar endur- baetur, aðrar en þá helzt þær, að losna við þá, sem altaf em óá- nægðir. En einstöku sinum virð- ist það koma fyrir, að íhald og róttækni geti farið saman í ein- kennilega jafnvægi. En mlér er ekki kunnugt um, að það sé neinstaðar eins aðdájainfega eins og hjá Jesú. Það sem það kemur fyrir hjá öðrum, er hætt við, að víðsvnið verði að dáðleysi og um- burðarlyndið taki fyrir fram- kvæmdirnar. En hjá honum fer alt á aðra lund. Hann var íhalds- samur, frjálslyndur og róttækur f senn. Ég skal nefna dæmi. Hann hafði enga virðingu fyrir stofn- unum fyrir þœr sakir einar, að stofnunin væri gömul; en þó er hreinsun musterisins dæmi um hið hreinasta og fegursta íhalds- upplag. Hann var nægilega í- haldssamiur til þess að tala með frábærri virðingu um lögmálið. Þó var afstaða hans til þess ekki ólík því, sem afstaða friálslyndra guð fræðinga er t. d. til trúarjátning- anna á vorurn tímum. Hann var

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.