Heimskringla - 05.11.1924, Page 5

Heimskringla - 05.11.1924, Page 5
HEIMSKHIN GLA 5. BLAÐSÍÐA WINNIPEG 5. NÓVEMBER, 1924 Gullfoss Cafe (fyr R/ooney’s Lunch) 629 Sargent Ave. Erelnlæti og smekJrvlsi ræður l töatiartilbúninigi vorum. Lítið hér inn og fáið yður að borða. Böfuan ©innig altaf á boðistóh Um; kaffi og alliskon.ar bakninga; tóbak, vindla. svaladrykkl og skyr um — öllum — undantekningar- laust. Þeir, sem einkum áttu að verja hinn fagra meiö mannkaarleika og réttlætis, ’hafa orðið til þess að auka 'kuldann, og sneitt sjálfir af honum fegurstu greinarnar. “El^ka skaltu — — náunga þinn «ins og sjálfan þig”, og “það sem þér viljið að mennirnir geri yður, t>að skuluð þér og þeim gera”. Ef kirkjan hefði lagt meiri á- herslu á þessar greinar, en jminni a hitt, að allar syndir væru fyrir- fram afmáðar með krossdauða Kfists, hvað Sem breytni manna liÖi, ef menn að eins vildu trúa þessu þá hefði betur farið. Þá hefðu hin. ar hræðilegu trúarofsókniir liðinna tíma aldrei átt sér stað. Qg þá hefði hirkjan risið gegn grimdaræði styrj- aldanna, i stað þess< að saurga sig a því að biðja um Guðs hjálp til tnannvíga. Þeir hafa steypt glerharða skel úr hreddum og aukaatriðum, utan um djásnið, sem þeir áttu að varðveita, ~~ utan um ljósið, sem átti að lýsa þeim, er færu villur vegar. Þegar utan að er hrópað: Meira Ijós! þá er skelin dregin fa^tara sam an. Og þegar Ijós'þráin eykst og höggið er í skelina að utan, þá er hrópað: Sjá, óvinurinn færist í aukana og vill niðurbrjóta kristin. dóminn. Þeir þekkja ekki umbúðirnar frá •nnihaldinu, og kvarta undan árás. nn á kristindóminn sjálfan, þegar reynt er að brjóta skelina utan af kjarnanum. 'Þetta er óvildin, sem bi.skup og ýmsir rétttrúaðir þykjast sjá. Kirkjunni hefir löngum farist við sannleikann, eins og sagan segir að Sigurði formanni færist við bróður s>nn, er hann lá í sæluhúsfinu, um nóttina forðuml. Myrkur var og ntanndrápsveður. Barið var á dyr, en Sigurður hélt að forynjur sæktu að sér, því hann var myrkfælinn. Og hann þorði ekki að opna. Hann vissi ekki, að bróðir hans var að Verja siðustu kröftum sínum til að knýja á dyrnar.' Hann sá ekki fyr en um steinan, að hann hafði sjálfur nrðið orsök í því, að bróðir hans helfraus fyrir utan. Óttinn við (forn'ynjurnar varð ailrd skynsam. legri í'hugun yfirsterkari. Sannleikurinn er sífelt að knýja á hirkjudyrnar. En kirkjan ^r lok- UÖ- í stað þess að opna og rétta gestinum Ibróðurhönd, er hurðum skelt í lás. Hræðlsan við hindurvitnin kæfir aMa rannsóknarþrá og sannleiksást. Þjónar kirkjunnar þora ekki að °pna hana fyrir sannleikanum. Um seinan sjá þeir, hverjum þe,r hafa úthýst. “Hann sem situr á himni lilær. Orottinn gerir gys að þeimi,” segir hiskupinn. Betur hefði þetta verið ósagt. Því hó að þetta sé í gamla testament- «nu, þá er það guðlast eigi að síður. Guð hælæja og geri gys að þeim hdei, kæri herra biskup. Þesig dæmisöguna um týnda sön- lnn, og þér munuð sjá, hvílíka fjar. sfceðu þér hafið sett í jólaprédikun yðar. Ald.rei hefir það' |þótt Jýsa ^nfugu hugarfari, að gera gys að Þ°un, sem fóru villur vegar. Og enginn skyldi ætla neinum manni það hugarfar að óreyndu. En hversu •uiklu verra er það ekki að ætla Guði s'ikt. Nei, hann gerir ekki gys1 að neinum. En eg gasti hugsað mér hann brosa * hlíðri meðaumkun að biskupinum °kkar, eins og góður faðir brosir, l)egar eitthvert barnið hans er að gera sig herralegt yfir systkinum smum. Rvík 31. des. 1923. Þorl. ófeigsson. (Nokkrir kaupendur blaðsins hafa sent Heimskriúglu þessa ágætlega vel rituðu grein, er birtist í “Tímanum” í fyrravetur, og æskt þess að hún væri hér prentuð. Hyggjum vér það þarft verk, og mörgum umhugsunar. eíni. — Ritstj.) Fáein orð. Vertu ekki að hrúga í vetling þinn Hþnn verður fullur senn, Þarna vantar í þumalinn, Því hljóta að borga enn, Skapþungir skilamenn Skuldina lognu á svikatöflu þinni. Svona kvað nú eitt íslenzka skáld- ið okkar fyrir löngu síðan, og hvað mundi það nú segja ef það liti nú á dögum upp úr gröf sinpi, þar sem gróðabrögð og aðrar aðferði r til að auðgast sem mest, og það jafnvel um jólaleytið eru á einlægu sveimi fram og aftur. Jólahátíðin hefur barnanna en það sýnist ekki verka mikið nú á dögum, hvað snertir kaupmannsstéttina, er þar hljóta þó að verða margar undantekningar, sem betur fer, því til eru enn marg. ir drenglyndir kaupmenn, sem ekki eiga skylt við þetta mál, og þeir meta sóma sinn meira en nokkuð annað, eti sýnast nú á dögum altof fáir og fækka jafnvel með hverju ári sem líður. Gróðafíknin margfaldast meira og meir og flestir sýnast nú hafa algjörlega gleymt Agúr gamla. Aðal orsökin til þessa hóflausa verðs á flestu er auðvitað, að mestu Iheimsófriðnum að !k)enna, og það sem verst er af öllu, að það helzt við og kemst að líkindum aldrei í sama jafnvægi og fyrir stríðið, mik- ið af vörum er enn selt með stríðs- verði, en eitt af verstu tegund gróða brallanna er sú, að nota jólahátíð- ina til þessara svívirðilegu athafna, að græða og fylla vasana, já jafn_ vel þumalinn líka. Öllum er kunn- ugt, að um jólin er keypt mikið af glingri og gullstássi'og líka mikið af því nauðsynlega, því margir eru nú vaknaðir til meðvitundar um, að kaupa eímungis gagnj|ega hluti, en sama er, hið uppsetta verð er komíð á þegar jólin nálgast, og það jafn. vel tveimur eð,a þremur mánuðuro áður. Börnin eru bráðlát og þau er farið að dreyma um jólagjafirn. ar. Hver heiðarlegur kaupmaður ætti ekki að láta sér sæma að féfletta bæði ríka og fátæka, þegar þeslsi barnahátið nálgast, ef til vill sú eina á árinu til glaðningar börnin, að minsta kosti hin fátækari, ’sem ætið hafa af litlu að taka. Fá- tækir foreldrar taka jafnvel sinn síðasta pening til þess að minna börn in á, að um jólaleytið fæddist hinn mikli barnavinur, sem) sagði: “Leyfið börnunum að koma til mín, því þeim heyrir guðsríki til”. Og útlista það sem bezt fyrir börnunum hvaða þýðingu jólahátíð- in| Ihefifr fyrir alt mannkynið, að jólin minni á bræðrabandið, sem á að sameina þjóðirnar og afnema alla bardaga. Hinir ríku þurfa ekki að hugs'a um það, þó verðið sé hátt á jólagjöfum þeirra, og stendur 'pví á sama þó þeir viti að þeir þurfi að borga þrefalt eða meir fyrir það sem þeir kaupa af fé- gjörnum kaupmönnum, sem þeir verzla við, og þeir ættu nú að snúa við blaðinu um næstu jól og sýna almenningi hina mannúðlegu hlið sína; þeir ættu ekkert að missa af þeim heiðri, sem þeim mörgum hverjum vissulega tilheyrir, og ef þeir legðu niður jólagróðann, og þvægju af sér þenna svarta blett, þá vissulega kæmist nafn þess á frenistu í-iöuna, sem gengi á undau í því máli, að selja vöru sínar sem næst vanalegu verði um næstu jó’, og Ö11 hans ólifuðu ár. Kaupmanna. stéttin ,-r stór, voldug og nauðsyn. leg i mannfélaginu, það er því engin ástæði fyrir hana að gera jólin iS' fcþúfu sinni, sjálfum sér til óvir5- ingar, • n r.ágrönnum sínum til lt>ns mesta tjóris og útörmunar. Að síðustu vil eg árétta þessar fáu og ófulikomnu iínur, sem gerðar eru meira af vilja, til að bæta ástand. ið í heimlinum, en af mætti til þess; set eg því hér erindi úr kvæði eft- ir St. G. Stephansson, sem Guð. mundur Friðjónsson skáld á Sandi segir: “að sé ólíkt öllum jðlasálm. um, en sé þó jólakvæði, mikill sann. leikur í því og fögur lífssloðun.” Stephan iýsir í erindinu Kristi þannig: “Um okurkarl og aura söfn Hans orð ei vóru gælunöfn, Hann kendi að mannást heit og hrein (Til himins væri leiðin ein. Og undir þetta munu margir taka, sem nokkuð hugsa um velferð og vellíðan bræðra sinna og Systra. Sigfús Magnússon. Ur bænum. J Næstkomandi sunnudag (9. nóv.) prédikar séra Rúnólfur Marteinsson, að forfallalausu á ^tessum stöðvum: Mary Hill, kl. 11 f. h. Lundar kl. 2. e. h. Mrs. Alex Hermannsson, að 655 Beverley, hér i borginni, hefir geng. ið undir uppskurð hjá dr. Brands. son. Hún Iiggur nú á Misericordia sjúkrahúsinu, og er á ágætum bata- vegi. Frá Kandahar voru staddir hér um miðja síðustu viku, þeir feðgar, Eggert Björnsson og sonur hans. Ennfremur var hér staddur um sama leyit, hr. Guðmundur Johnson, frá Deildartungu, og var hann að búa sig út til vetrarins, í fiskiver sitt á Manitobavatni. Frá Hnausum, Man., kom hingað um helgina Mr. Sigurjón Þórðarson, til þess að heimsækja dætur sínar, sem búsettar eru hér í borginni. Menn og konur eru beðin að muna eftir bazar þeim hinum mikla, sem kvenfélag Sambandssafnaðar og ung meyjafélagið Aldan efna til í samein. ingu, föstudaginn 14. og laugardaginn 15. þ. m., í Curry byggingunni, á horninu á Notre Dame og Portage Avenue. Bazarinn hefst kl. 2 e. m. báða dagana. j Kosningavísur. Elfros, Sask. 25. okt. 1924. Herra ritstjóri Heimskringlu! Eftir kosningu lét sigursæll kandi- dat það i ljósi, að hann þakkaði guði fyrir það, að hann vann kosninguna; en annar áleit að hann mætti þakka heimslku fólksins. Þrættu þeir um hríð en þá kom þriðji maðurinn og sætti málsaðíila, með þvi jað Sýna þeim fram á, að báðir færu með rétt mál: þar sem guð hefði skapað heimskt fólk. L’t af þessu kvað E. H.: HINN ÚTVALDI. Frægur sigur unninn er, ekki er því að neita. Heiður þeim, sem heiður ber Ihlýt ég því að veita. Frá fólkinu ég fengið hef fylling minna vona. En dýrðina ég guði gef, að gera fólkið svona. — - E. H. /. P. Pálsson. Þjóðræknisdeildin “Frón” Heilsar öllum meðlimum sínum með vinarbrosi í byrjun starfsársins 1925; biður alla meðlimi sína og aðra sem málefninu eru hlyntir, að heim. sækja sig á reglubundnum tveim fundum hvers mánaðar á yfirstandi vetri. Til þess að ræða hin sameigin- legu Þjóðernismál íslendinga. — Á- samt öðrum málum sem deildina varð ar, svo sem útbreiðslumál, fjármál og ánnað fleira. Fundi sína hefur deild- in annanhvern mánudag, hvers mán- aðar kl. 8.30 e. m. 1 stj órnarnefndinni eru þessir: Forseti: Séra R. Marteinsson, Ritari: Páll Hallson, Fjármálaritari: S. Oddleifsson. í skemtinefnd eru: Mrs. Sigríður Swainson, iSigfús Halldórs frá Hpfnum, Einar Páll Jónsson. Skemtinefndin mælir með sér sjálf, hún er þeim kröftum búin, sem geta veitt deildinni fróðleik og skemt. un ,sem megi verða henni til upp- byggingar og ánægju á starfstíman. um. Fjármálaritara deildarinnar væri það sönn ánægja, að sjá sem flesta á fundum hennar á yfirstandandi vetri, j og sem flestir vildu gjöra svo vel og Ikoina upp að blorði fjármálaritar|- ans og heilsa upp á unga manninn sem þar situr. Hann mun taka ykkur með mestu vinsemd og virðingu. Meðlimatala deildarinnar er nú 206. Næsti fundur deildarinnar Frón verður 17. nóv. 1924. Fundur settur kl. 8.30 e. m. S. Oddleifsson, fjármálaritari. Hugvekja. Um margt er nú rifist í veröld- inni, og margt hafa veslings stjórn- irnar á sinni könnu. Það fer varla svo títuprjónn yfir landamæri nokk. urs ríkis, að ekki þurfi borðalagð- ur embættismaður að virða hann fyr- ir sér og heimta lögmætan toll af eig- andanum. En það er líka þagað um margt, sem þarfara væri til umræðu og af- skifta stjórnarvaldanna en yfirleitt flest sem menn láta sig mestu skifta nú á dögum, og eút af því eru list- ir. Fátt af velferðarmálum mann. knsins veit eg liggja í meira þagn- argildi, er það því átakanlegra sem listin er það guðlegasta og háleúasta velferðarmál sem mannkyninu hefur verið falið á hendur að annast um, og þar af leiðandi ábyggilegasti grundvöllurinn undir sanna velferð og frantþróun jmannsandans. Þpir munu því miður vera tiltölulega fá. ir, sem í raun og veru gera sér grein fyrir, hvað Ust er, og má vera að af þvi stafi afskiftaleysið að nokk. ru leyti. List er þetta “sem ekkert auga hef- ur séð, ekkert eyra heyrt, og ekki hefir í nokkurs manns huga komið”. Hún er dýrðarhafið stóra, sem göf- ugustu stórmenni heimsins hefur dreymt um. Hún inniheldur öll þau hugtök, sem við notum um það, sem er gott og fagurt. Hún er hvorki meira né minna en hugsanir hins al- máttuga og eilífa guðs. Og hvers þarfnast veröldin frekar en slíkra Ihitgsana? Örlítjið li^ot af þessum hugsunum, örlítinn dropa af þes'su dýrðarhafi, hefur mestu snillingum mannkynsins tekist að handsama og túlka til okkar með hljómum, mynd. um eða orðum. Og engir hafa vit- að betur en þeir, hve óumræðilega litil brotin eru í samanburði við þá dýrð, sem þau ljóma af, og þó fá- um við ofbirtu í augun af að virða þau fyrir oss ef við höfum nokkurn jfegurðarsmckk til að bera. Það er vafalaust að listamenn fortíðar. innar hafa vænst þess af komandi kvnslóðum, að þær legðu lag sitt við uppsprettu fegurðarinnar og heilag- leikans. Að þær með kostgæfni og vaxandi skilyrðum héldu áfram að meðtaka o gnotfæra fleiri hugsana- brot frá alheimssálinni. Þeim hef- ur vafalaust skilist, að köld efnis. hyggju skynsemi er ekki nægilegur grundvöllur undir velferð og göfgi mannkynsins, — mun eg síðar minn- ast á það, — og þeir mundu vafa- laust verða fyrir sárum vonbrigðum, ef þeir gætu litið upp úr gröfum sínum og virt fyrir sér starfsemi nú- tíðarinnar til viðhalds og velgengni sannrar listar. Það er tilgangur minn með þessum línum, að leitast við að lýsa ástandinu í listheiminum og þeim kjörum eða öllu heldur ókjör. um, sem Hstin á við að búa á þess- um tímum, eins og það kemur mér fyrir sjónir. Hefi eg aðallega hljómlistina til hliðsjónar, því eg er henni kunnug- astur, en eg hygg að 'kjör hinna séu svipuð. Það er ömurlegt að litast um í listaheiminum eins og alt er þar í garðinn búið á yfirstandandi timum, og alls ekki skemtilegt að þurfa að lýsa því eins og það er, Þegar maður svipast um í vín- garði listarinnar getur ekki hjá því farið, að maður þykist staddur í sveitinni, sem hann Jónas II(allgríms- son talar um: “Þar sem þríment er á dauðri geit”, — svo bágborið er ástandið. Starfsmenn listarinnar, eða þeir, sem ættu að vera það, skift. ast nokkyrnveginn í þrjá flokka, og þó þeir eigi hvergi nærri sammerkt hvað starfsemi snertir, má til sanns vegar færa, að þeir korni sér saman um fararí(kjótann: geitina, sem er talin einhver ragasta skepna jarðar. innar, Og mun vikið að því síðar. Fyrst ber þá að telja flokk nokk- | urn, eigi fámennann, sökum þess að ; hann «tjórnar að mestu leyti lista- I markaðinum, verður ekki hjá því I komist að nefna hann hér, en það gengur guðlasti næst, að telja hann ti! listamanna, og vil eg biðja hina flokkana tvo, sem síðar verður á minst, velvirðingar á þvi. Þessi flokkur yrkir eingöngu klárn í orð- um, tónum og myndum, kallast þessi skáldskapartegund “Jazz”, og þvi miður er það útbreiddasta tegund skáldskapar, a. m. k. í þessari heims- álfu. Er starf þessara áminstu mann. ræfla svo viðbj óðs'legt, að eg get ekki fengið af mér að fara um það mörg- um orðum. Þeir eru alt í einu: klám- skáld, leirskáld og br.Tg- og hljóm. þjófar, og allur þeirra skáldskapur er ljótur og siðspillandi, en eins og eg hefi þegar tekið fram, eru þeir fyrirferðarmestir á markaðinum allri veröldinni til bölvunar og ævar. andi skammar, annars hefði eg ekki minnst þeira hér, þvi það er lista- mannastéttinni, þó ekki sé hún and- rík, til stórrar minkunar, að vera bendluð við slíkan óþjóðalýð, sem “Jazz’Lskáldin eru. Niæstir, eða í miðið eru þeir listamenn, sem telja sig til “mod)ern” stefnunnar svokölluðu. Þeir þykjast upp úr því vaxnir, að viðurkenna klassisku stefn una, sem svo er nefnd, að nokkru, enda er hún að nokkru leyti til orð- in fyrir fastheldni og þröngsýni þeirra “klassisku”, og þar af leiðandi einskonar uppreisnarstefna. * En sá hængur er á starfi sumra þessara manna, að þeir hugsa meira um að rífa niður en að byggja eitt. hvað upp í staðinn. Frumleikur þeirra, sem þeir svo kalla, byggist því nær eingöngu á því, að hnýta ómstríðum hljómunum hverjum aft- an í annan, en fást minna um þó engin fegurð né nýjung sé finnanleg í þeim samsetningi, fer þeim oft líkt og manni, sem ætlaði sér að verða frumlegur í máli og rithætti, en léti sér nægja með lítt skiljanlegar am. 'bögur, en slíkur frumleiki er verr en einskisvirði, þegar andann vant- ar> það er einmitt andleysið sem einkennir þenna “ihodern” skáldskap, ef á annaðborð er hægt að einkenna hann með nokkru. Hann er að smekkleysunum undanskildum eins. konar blendingur af “Jazz” og klass. og gert að engu. Má því þessi flokk. ik, sem þó er hvorutveggja þvnt út og gert að engu. Má því þessi flokk ur kallast meinlitil og gagnslaus leir- skáld. Þeir eru næst klámskáldun. um fyrirferðarmestir á listamark- aðinum. Þá er loks að minnast þeirra fáu, sem klassisku stefnunni tilheyra. Þeir eru þvi miður fáir og smáir. Listelskir eru þeir þó og smekkvís- ir á margan hátt og hefðu þar af leiðandi skilyrði til að vinna sannri list mikið gagn, ef bókstafsdýrkun þeirra gerði þá ekki að stranda. glópum. Það hafa allar listir tvö grund- vallaratriði: hugsjónir og íþrótt, eða reglur og er vitaskuld bezt að þessi grundvallarskilyrði haldist i hendur 'hjá hverjum listamanni, þó stærðar munur þeirra sé mikill, sem ákvarð- ast bezt á því, að hugsjónirnar er ómögulegt að misbrúka, en reglurn- ar aftur móti mjög auðveldlega. Eiginlega skapast öli sönn listverk á þann hátt að lifandi hugsjón not- ar manninn, sem miðil, en maður- inn aftur reglurnar, til að túlka þær sem bezt inn í heiminn. En í stað þess fer oft svo hörmulega fyrir lista mönnum vorum, að þeir láta reglurn ar brúka sig til að fjötra, ef ekki steindrepa þær hugsjónir, sem þeim var trúað fyrir að koma hér á fram- færi. Það er raunar flestum söng. fræðingum vorra tíma sameiginlegt að meta meira sina lélegu og ófull- komnu mentun, en það guðlega eðli sem í þeirn sjálfum býr, enda væru þeir ekki sinnar tíðar börn að öðrum kosti. iÞað er máske afsakanlegt í fljótu bragði þó að margar skynvillur skjóti upp höfðinu á þessu sviði, sem og öðrum, þvi að “öllu er snúið öfugt þó, aftur og fram í hundamó”. I stað þess að fyr á tímum höfðu lista- mennirnir forustuna í þeim málum, og alþýða varð að fylgja þeim eftir, er nú sú venja komin á, að listamann dnum er ætlað að þefa uppi smekk- vísi stráka og stelpna, sem hafa litla fótamentun, og alls enga á öðr- um sviðum. jSöngfræðingar og skáld njitím. ans hafa lika brugðist furðu vel við þessari menningarkröfu, enda ekki þurft að taka langt niður fyrir sig sumir hverjir, þó eru hinir margir, sem hafa unnið sig frá að vera smekkvísir og listelskir menn, niður í og jafnvel niður fyrir lægsta skríls- hátt, margir af þeim vita það líka vel en þeir signa sig allir með því fororði að þessi tegund skáldskapar (mein. ingin, leirburður og klám) gefi af sér mesta peninga, og bæðta svo við þeirri hundheiðnu fjarstæðu, að pen. ingalegt sjálfstæði sé undirrót alls annars sjálfstæðis. Framh. Skemtiferdir AUSTUR- CANADA 1. tlenember til 5. jnnftnr 11)25 M I D- RIKIN 1. tlenember tll 5. jnnfinr 1025 KYRRAHAFS STRÖND Akvetlnn tlnRii tles., jnn., febr. Fullar upplýsingar gefnar með ánægju um þessi niSur- settu fargjöld. Hver Canadian National umboðsmaöur mun einnig gleðjast af að aðstoða yður við nauðsyn- legar ráöstafanir og ráðagerðir.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.