Heimskringla - 05.11.1924, Side 7
WINNIPEG 5. NÓVEMBER, 1924
HGIMSKRINGLA
7. BLAÐSÍÐA
*- ---------------
The Dominion
Bank
horni notre dame ave
Ofif SHERBROOKE ST■
HöfuSstóll uppb.........$ 6,000,000
VarasjóSur .„...........$ 7,700,000
APar eignir, yfir ....$120,000,000
Sérstakt athygli veitt viðskift-
um kaupmanna og verziunar-
félaga.
Sparisjóðsdeildin.
Vextir af innstæðufé greiddir
jafnháir og annarsstaðar við-
gengst.
PHONE A 9253
P. B. TUCKER, ráðsmaður.
■i ~
Firðsýn.
Eftir Anatole France.
Við vorum að ljúka við miðdags-
v^r8inn í veitingahúsinu, þegar La
twullée sagði við mig:
Eg skal viðurkenna, að firðsýnir,
dáleið'slufyrirskipanir úr fjarlægð,
hugboð siðar framkomin, eru enn
sem komið er ekki nægilega út-
skýrð; öll þessi fyrirbrigði eru kom.
m undir ásigkomulagi líffæranna og
ekki svo órækar sannanir fyrir
þeim, að þær uppfylli kröfur VÍS-
•ndalegrar rannsóknar. Fyrirbrigðin
hvíla næstum öll á vottorðum, sem
þó að sönn séu, eru þess eðlis, að
maður getur ekki annað en verið í
efa um hvernig þeim sé varið. Að
sannanagildi fyrir þeim sé veikt,
Þuð játa eg. En að þau geti átt sér
stað, um það get eg ekki efast, þar
sem eg sjálfur hefi verið viðstadd-
ur eitt af slíkum fyrirbrigðum, það
vildi svo vel til, að mér gafst tæki-
f*ri til að rannsaka það mjög ná-
kvæmlega. Þú munt fyllilega sann-
fasrast, er eg fullvissa þig um að
ég hafði á öllu rétta aðferð. Eg
8®tti þess grandvarlega, að1 engin
mistök gætu orðið á neinu.”
Umi leið og hann mælti þessi orð,
sió ungi læknirinn báðum höndunum
a brjóstið alt uppdubbað smáritl.
•ugum, hallaði að mér yfir borðið
sköllóttu höfðinu og framstandandi
enninu.
“Já kunningi góður”, bætti hann
V*S, það var af stökustu hepni, að
'<Jiitt af þesstim fyrirbirigðum, sfem
Myers og Podmore hafa lýst sem
“lifandi svipum”, átti sér stað fyrir
augunum á vísindamanni. Eg veitti
®Hu athygli og skrifaði hvert atriði
niður.”
“Eg hlusta”.
“Þetta atvikaðist”, hélt Laboullée
afram, “sumarið '91. Vinur minn
I'áll Buquet, sem eg oft hefi minst
a við þig, bjó með konif sinni á
Urenelle stræti móti ibrunninum. Þú
þekkir ekki Buquet?”
og Paul var upp með sér af því,
hvað hún kom vel fyrir, og skraut.
legu l’nfötunum hennar. En þú
hefir nú ekkert gaman af þessum
smámunum”.*
“Kæri Laboullée, mér þykir þetta
alt mjög skemtilegt”.
“Að minsta kosti ef alt þetta
mas utan við efnið. Eins og þú
veizt þá var eg skólabróðir Pauls
Buquet. Við þektumst í öðrum
bekk í Louis la.Grand, og höfðum
aldrei mist sjónar hvor á öðrum þar
ti'. hann var 26 ára og fékk stöðu og
giftist Adrienne af ást, þó hún ætti
ekki neitt nema fötin, sem hún stóð
í, eins og við segjum. Vinátta okkar
hélzt þó hann giftist. Adrienne var
frekar alúðleg við mig, og eg borð-
aði oft hjá ungu hjónunum. Eins
og þú veizt, þá er eg læknir La-
roche leikara. Eg hefi talsvert
saman við leikfólk að sælda og fæ oft
aðgöngumiða hjá því. Adrienne og
manni hennar þótti mjög gaman að
fara á leikhús, og þegar eg hafði
stúkusæti fyrir kvöldið, þá fór eg
vanalega og borðaði hjá þeim, og tók
þau síðan með mér á Comedie-
Francaise. Eg átti víst að finna
Buquet, konuna hans og Géraude
vin þeirra um kveldverðartímann,
því Buquet kom æfinlega heim af
verkstæðinu kl. hálf sjó. ”
“Géraude”, skaut eg inn í, “Mar.
cel Géraude, sem vann í banka og brúk
aði þessi yndislegu slifsi.”
(Sá er maðurinn. Hann var stöð-
ungur heimagangur þar í húsinu.
Hann var ókvæntur mannblendinn og
viðfeldinn. Hann borðaði þar dag-
lega. Hann kom vanalega með humar
og allskonar sæigæti. Hann var fá-
máll en vingjarnlegur og þýður í við
mót. Buquet gat ekki án hans verið
og við tókum hann vanalega með
okkur í leikhúsið.”
“Hvað var hann gamall ?”
“Geraude? Eg veit það ekki
Milli þrítugs og fertugs........ Dag
einn, þegar Laroche hafði gefið mér
stúkusæti, fór eg að vanda yfir í
Grenelle stræti til kunningja minna,
þeirra Buquets hjónanna. Eg var dá-
lítið seinn fyrir, og þegar eg kom,
var kvöldverðurinn tilbúinn. Paul
var að kvarta um, að hann væri solt
inn, en Adrienne gat ekki fengið sig
til að setjast við borðið, af því
Géraude var fjarverandi.
“Börnin mín góð!” hrópaði eg “eg
hefi stúkusæti i annari röð á Fran-
caise. Þeir eru að leika “Denise”!”
“Komdu,” sagði Buquet, “við skul
um flýta okkur að borða, og reyna
að koma í tíma, svo við ekki töp-
um af fyrsta þættinum.”
Stúlkan bar á borð. Það var ein-
hver geigur í Adrienne og það var
auðsjeð, að henni velgdi við öllu, sem
hún bragðaði á. Buquet hámaði í
sig matinn og greip það sem hékk
á yfirskegginu með tungunni.
Eg hefi séð hann tvisvar eða
þfisvar. Gildvaxinn náungi, skeggj-
a®ur upp undir augu. Kona hans
Var dökkhærð, fölleit, Istórs^orin í
andliti, gráeygð og langeygð.”
“Stendur heima. Stygg í skapi,
taugaveikluð, en hafði þó allgott
va.!d yfir sér. En þegar taugaveikl.
Uu nær yfirhöndinni á konu, sem býr
* París, þá er fjandinn vís. Sástu
^drienne aldrei ?”
“Eg mætti henni einu sinni í Paix
^vneti með manni sínum, þar sem
^ún stóð við glugga í gimsteinabúð,
hafði i lekki augun af jtipkkruim
saffírsteinum. Lagleg kona og ári
Vel klædd fyrir að vera kona fá-
Þeklingsræfils, sem urðaður er nið-
Ur í efnasamsetnlnga kjallara. Var
ekki Buquet annars frekar 'óhepp-
Wi?”
Euquet hafði unnið fimm ár fyrir
^élag, sem nefndist Jacob, og bjó til
Ijósmyndaáhöld og efnasamsetning í
^nyndir. Hann vonaðist eftir því að
bann þennan og þennan daginn yrði
gerður að meðeiganda í félaginu. Þó
Wnn ekki ynni sér inn þúsundir, þá
kafði hann samt allgóða stöðu. Útlit-
var ekki svo slæmt. Hann var
Wautseigur látlaus og lagði mikið að
r' Hann var maður, sem líklegur
Var að komast áfram fneð timanum.
°nan var honum heldur ekki kostn-
a®arsöm. Eins og hver sönn Parísar.
°na, hélt hún ágætlega vel á öllu,
omst æfinlega að bestu kjarakaup-
lm á léreftum, treyjum, blúndum og
S'fnsteinum. Maðurinn hennar var
standandi forviða á því, hve ákaf-
ega vel hún gat klætt sig á alls engu
“Kvenfólk er meira en lítið undar.
legt,” sagði hann. “Að hugsa sér
annað eins, Laboullée. Það er ein.
hver kvíði í Adrienne af því Géraude
hefir ekki komið til kvöldverðar núna
í kvöld. Hún er með allskonar heila
brotum. Segðu henni hve heimsku.
lega hún lætur. Géraude getur hafa
tafist eitthvað. Hann hefir sínum
störfum að gegna. Hann er ókvænt.
ur maður; það hefir enginn neinn
rétt til að grenslast um það, hvernig
hann ver tíma stnum. Það sem eg
furða mig mest á, er það, að hann
skuli eyða næstum öllum sínum
kvöldstundum lijá okkur. jj?að ieir
mjög fallegt af honum. Það minsta
sem við getum gert, er að við gefum
honum dáHtið ! frjálsræði. ÍÞað þr
rnín regla, að skifta mér ekkert af
því, hvað vinir mínir hafast að.. En
kvenfólk er nú öðruvisi.”
Frú Buquet svaraði með skjálf-
andi röddu: “Það er geigur í mér.
Eg er hrædd um að eitthvað hafi
komið fyrir Géraude. Buquet flýtti
sér að borða. “Soffía!” kallaði hann
í þjónustu stúlkuna, “komdu með
stefik og salad! Soffí>i! ositinn og
kaffið”.
Eg tók ’eftir því,*að frú Buquet
hafði ekkert borðað.
“Heyrðu”! sagði maður hennar,
“farðu og klæddu þig, og láttu okk-
ur ekki verða af fyrsta þættinum.
Leikur eftir Dumas, er alt annað en
þessir smáíeikir sem við sogum í
okkur í einum eða tveimur andartök-
um. Hver lqikur eftir Dumas er röð
af hugsunarréttum af ályktunum, þar
sem engin má tapast. Farðu nú,
elskan mín; eg á ekkert eftir nema
smeygja mér í frakkann minn”.
Hún reis seinlega á fætur, næst.
um eins og á móti vilja sínum, og
for inn í herbergi sitt.
“Við drukkum kaffið okkar, mað- !
urinn hennar og eg, og reyktum vind j
linga.
“Eg er samt gramur”, sagði Paul, j
“að Géraude okkar skuii ekki vera 1
hér í kvöld. Honum hefði þótt
gaman, að sjá “Denise”. En get-
urðu annars skilið í Adrienne, að hún
skuli hafa þessar áhyggjur út af
fjarveru hans? Eg hefi árangurs.
laust reynt að koma henni í skilning
um það, að þessi náungi geti haft
eitthvað viðbundið, sem hann trúir
okkur ekki fyrir. Hver getur sagt
um það? Það geta verið ásta.má!.
Hún lætur sér ekki skiljast það. i
Gefðtt mér vindling! Rétt um leið
og eg rétti að honum vindlingahylk.
ið, heyrðum við frá næsta herbergi,
langt hræðsluóp, og fylgdir því högg-
kendur dynkur, eins og hljóð frá
einhverjum hlut, sem hefði falJið.
“Adriennef’! hrópaði Buquety þg
þaut inn í herbergið og eg á eftir.
Adrienne lá flöt á gólfinu og náföl í
framan, heyrnarlaus með ranghvolfd
augun. .Það var ekki flog og engin !
einkenni þess1 merkjanleg; engin j
froða um varirnar. Hún teygði |
frá sér handleggi og fætur, sem þó
ekki voru stirðir. Lífæðin sló fljótt
og óreglulega. Eg hjálpaði manni
hennar, að setja hana upp í hæginda.
stól. Hér um bil strax varð blóð-
rásin regluleg. Blóðið þaut fram í
andlitið, sem vanalega bar dauf-
hvítan hörundslit.
“Þarna!” sagði hún og benti á
klæðaskáps-spegilinn, “þarna! Eg
sá hann í speglinum. Eg sneri mér
við því eg hélt hann væri að baki
mér. En sjáandi engan, skildi eg, og
féll niður.”
Á meðan reyndi eg að ganga úr
skugga um hvort hún hefði meiðst
við fallið, en varð þess ekki var.
Buquet var að gefa henni sætt eau
desi cairmes.
“Svona, elskan mín,” sagði hann,
“reyndu nú að ná þér. H!ver var
það, sem þú sást? Hvað segirðu.
Hún fölnaði aftur.
“Ó, eg sá hann, hann Marcel”.
“Hún sá Géraude! það er kynlegt,
hrópaði Buquet. Já, eg sa hann”,
endurtók hún alvörugefin.
“Hann leit á mig án þess1 að segja
nokkuð, svipað þessu”, sagði hún og
setti upp tryllingslegt augnaráð.
Buquet sneri sér að mér undrandi.
“Vertu óhtþeddur”, sáraraði ég,
“ svona innbyrlingar eru ekki neitt
alvarlegar. Þær geta stafað af slæmri
meltingu. Við skulum athuga þetta
í tómistundum okkar. Við látum það
eiga sig í bráðina. í La Charité
kyntist eg sjúkling, sem þjáðist af
innvortissjúkdómi, sem þóttist sjá
ketti undir öllum húsunum.”
“Eftir fáar mínútur hafði frú
Buquet algerlega náð sfer. Maður
hennar leit á úrið sitt og sagði:
“Ef þú heldur, Laboullée, að það
gerði henni ekki neitt, þó hún færi á
leikhúsið, þá er r.ú tími til kominn að
vð leggjum af stað. Eg ætla að segja
Soffíu að kalla á vagn.”
Adrienne iét róleg á sig hattinn.
“Paul! Paul! Læknir ! hlustaðu á
mig. Við skulum fyrst fara til
Géraudes. Eg er svo kvíðafull, ein-
hver sá geigur í mér, sem eg fæ ekki
með orðum lýst”.
“Þú ert frávita!” hrópaði Buquet.
Hvað heldurðu svo sem, að ðangi
að Géraude? Við sáum hann í gær.
dag, og þá var hann við beztu
heilsu”.
!Hún leit' á mig svo innilegum
bænaraugum, að hið brennandi hita-
magn þeirra læái sig inst í hjarta
niitt. .‘'‘Laboulle^ gpði vinur, við
skulum undir eins fara til Gérauds!”
“Eg gat ekki nehað henni, hún bað
svo innilega, grátbændi okkur svo um
að gera þetta. Páll var að malda i
móinn. Hann vildi sjá fyrsta þátt.
inn. Eg sagði því við hann:
“Það er betra að við förum fyrst
til Gérauds, það er ekki langt úr
leið. Vagninn beið eftir okkur. Eg
kallaði til ökumannsins: No. 5
Louvre stræti, eins fljótt og þér get.
ið”!
“Géraude bjó að No. 5 Louvre
stræti í litilli þriggja herbergja i-
búð, fullri af hálsbindum. Þessi góð.
lyndi náungi hafði einhverja ástríðu
fyrir þeim. Við; vorum naumjega
stönzuð, þegar Buquet stökk út úr
JÓLIN 0 G NÝÁRIÐ I
GAMLA LANDINU
SJERSTAKAR LESTIR
Frá Winnipeg að
FYRSTA LEST, frft Winnlpeg: kl. 10. f. h- 4
de.sember aTi E.S. Regrinn, «em slRllr 7. desem-
ber til GalflKow, Belfast og Liverpoo*.
ÖKNIJR LEST frft Winnipeg:, kl. 10 f. h., 5,
desember, nti E*S. Andania, sem sigjlir 8. des-
ember t*l I’Iymonth, Cherbourg; og I.onodn, einn-
\K E*S. Snturnia sem sigrlir samn dnK t*l Glasgow
E.S. Athenla, 21. nftv., frft Montreni til Glasgfow,
E.S. Fnlted States, 4. des., frft Halifnx t*l Christ-
innsnnd, Christlnnia, Knupmnnnnhnfnar.
skipshiið í Halifax
K»RI1)JA LEST frft WÍnnlpeK kl. 10 f. h., 8.
desember, a« E.S. I’ÍttsburK ojr E.S. Ordunn, sem
slirla 11. desember tll Cherbourg* Southampton og
Hnmborg.
FJÓRÐA LEST frfl Wlnnipeg:, kl. 10 f. h., 11
desember, atl E.S. Carmanin, sem slKlir 14. des-
ember tii Queensto^vn og Llverpool, ok E.S.
Cnnnda, sem ^Klir 14. desember tU Glasg-ow,
Relfnst og Liverpool.
E*S. Darlc, 22. nftv frfl Montreal til Llverpool,
E.S. Stockholm, 4. des., frft Halifax til Göteborg,
SÉRSTAKIR SVEFNVAGNAR FRA VANCOUVER, EDMONTON, CALGARY, SASKATOON,
REGINA, VERÐA TENGDIR ÞESSUM LESTUM 1 WINNIPEG
Sörstakir ^^tourist” og wstnndnrd"-svefn vngnnr frft Vaneouver, Edmonton, Cal-
pnry, Saskntoon, Rearlnn, Winnipeg, beint nð skipNhltö, sem hér segir.
Hver Cnnndinn National umbotÍsmntSur gefur ytlur meb Amcgju fullar upplýslngar, og hjftlpar
ytfur nft rfiögera og rfiöstafa öllu nauösynlegu*
vagninum og leit inn í kofa hlið-
varðarins og spurði:
“Hvernig líður monsjör Géraude?”
Hiiðvörðurinn svaraði:
“Monsjör Géraude kom kl. 5 og tók
bréfin sín. Hann hefir ekki farið út
síðan. Ef þér þurfið að finna hann,
þá takið þér bakstigann upp á
fjórða loft, til hægri handar þegar
upp kemur”. En Buquet var þeg-
ar kominn að vagndyrunum, og hróp
aði:
“Géraude er heima!”
“Þú sérð nú, elskan mín,' hvað
mikið flón þú ert. Ökumaður til
Comédie-F rancaise.”
Adrienne kastaði sér þá hér um bil
nt úr vagninum.
“Páll, eg grátbæni þig, að fara
upp til Gérauds. Findu hann, findu
hann, þú verður að finna hann.”
“Fara að labba upp á fjórða loft!”
svaraði hann, og ypti öxlum.
Adrienne, þú ætlar að láta okkur
verða af leiknum. Já, þegar kona
fær einhverja flugu i höfuðið, þá
.............. !
Eg var einn í vagninum hjá frú
Buquet og sá hvernig augu hennar
mændu tindrandi í myrkrinu til hús-
dyranna. Loksins kom Páll aftur:
“Eg hringdi þrisvar dyrabjöll-
unni”, sagði hann. Ekkert svar.
Hann hefir því, elskan mín, haft sín.
ar ástæður fyrir því, að vilja ekki
láta ónáða sig. Hann hefir kanske
kvenmann inni hjá sér. Það væri
svo sem ekkert undarlegt við það.
Það kom á sorgarsvipur á Andrienne,
að mér fór ekki að standa á sama.
Þegar eg fór að hugsa um það, þá
var eitthvað óeðlilegt við það, að
Géraude, sem aldrei borðaði heima
skyldi sitja inni frá því kl. 5 um dag-
inn, þar tiT kl. hálf átta um kveldið.
“Bíðið þið hérna eftir mér, sagð>
eg við þau hjónin. “Eg ætla að tala
við hliðvörðinn. Honum þótti það
líka kynlegt, að Géraude skyldi ekki
hafa farið til kvöldverðar, eins og
hann var vanur. Hann hafði lykil.
inn að íbúðunum á fjórða lofti. Hann
opnaði dyrnar og kallaði þrisvar eða
fjórum sinnum: “Monsjör Géraude”,
Þegar hann fékk ekkert svar, réðst
hann í að fara inn í næsta herbergi,
sem var svefnherbergið. Hann kall-
aði aftur: “Monsjör Géraude!” Ekk.
ert sVar. Almyrkt var orðið. Við
höfðum engar eldspýtur.
“Það hlýtur að vera eldspýtna-
kassi á náttborðinu,” sagði hlið-
vörðurinn, og fór að skjálfa á bein.
unum og þorði varla að hreyfa sig.
Eg fór að þreifa fyrir mér á borð-
inn og rak fingurnar í einhvern lin.
kendan kökk.
“Það er ekki um það að villast,”
hugsaði eg með mér, “þetta er blóð”.
“Þegar við loksins höfðum kveikt á
kerti, sáum við hvar Géraud lá endi-
langur í rúminu, með opna und á
höfðinu. Annar handleggurinn hékk
niður á gólfábreiðuna, þar sem
skammbyssan hans hafði dottið nið-
ur. Opið bréf með blóðblettum lá á
borðinu. Það var hans eigin rithönd
á því, og áritunin var til Bouquets
hjónanna. Það byrjaði þannig:
“Kæru vinir minir, þið hafið ver-
ið yndi og fögnuður lífs míns”. Svo
skýrði hann þeim frá því, að hann
hefði ásett sér að deyja, án þess þó
að greina ljóslega frá, af hvaða á-
stæðu en aðallega þó í þá áttina, að
fjárkröggur kæmu honum til að
svifta sig lífinu. Eg varð þess á-
skynja, að hann hafði dáið fyrir ná.
lægt einni klukkustund. Svo það stóð
alveg heima að hann hafði fyrirfar.
ið sér nákvæmlega á sama augna.
blikinu, sem frú Buquet sá hann í
speglinum.
“Er þá ekki þetta, sem eg hefi ver-
ið að segja þér, fullkomin sönnun
um firðsýn, eða, svo maður kveði enn
þá nákvæmar á um það, um þessi
undraverðu samtímis.fyrirbrigði, sem
vísindin nú í dag eru að rannsaka
með meiri elju en árangri.
“Það getur verið eitthvað alt ann.
að”, svaraði eg.
“Ertu alveg sannfærður ujn, að
ekkert væri á milli Marcel Géraude og
frú Buquet?”
“Hversvegna? ...... Eg varð aldrei
var við neitt. Og eftir alt saman,
hvað gæti það sannað ..... ?”
Sigtr. Ágústsson,
þýddi.
--------0-------
Um Island.
Fyrir skömmu síðan birtist grein
í sunnudags.útgáfu stórblaðsins
London Times, um “Önnur lönd og
þjóðir”, og var þar farið svofeld-
um orðum um ísland:
“Á Islandi eru engar járnbraut.
ir og lítið af uppbygðum þjóðveg-
um, en þrátt fyrir örðugar innan.
lands samgöngur, fylgir þessi litla
þjóð mjög vel því markverða, sem
gerist í umheiminum, og íhugar með
sérstakri gaumgæfni þjóðmálastefn.
ur annara land. í höfuð borg lands-
ins, með aðeins 20,000 íbúa, eru gef-
in út þrjú dagblöð og átta vikublöð,
og útgefendur þar ausa út nýjum
bókum án afláts. Og þjóðin drekk-
ur í sig þessar bækur líkt og væri
það nauðsynleg fæða. Auk þess eru
þar keyptar og lesnar grúi af ensk.
um, amerískum og Skandinaviskum
bókum. Þar eru líka dimt og drunga
legt um langan tíma árs, og þá les
fólkið með kappi og ástundan. Sá
er þetta skrifar hitti þar eitt sinn
mann, sem átti bókhlöðu er í voru
5000 íslenzkar og jafnmargar út-
lendar bækur.
íslendingar eru af vikingum komn
ir og leynir það sér ekki á svip
iþeirkav Þ£ir saékya l^fsbjörg jsíjDá
að mestu leyti til sjávar og hefir svo
verið um liðnar aldir Þeir óttast
ekki gjóstur hans og hamfarir, jafn-
vel þótt þeir megi dagiega eiga von
á því, að hann svelgi þá í sitt ís-
kalda ginnungagap.
Árið 1930 verða liðin þúsund ár
síðan lögskipEfð þing var stofnsett
á Islandi og er í ráði að minnast
þess með opinberum fagnaði. —
Hinn alkunni rithöfundur, herra
Nordal, sýndi mér handrit er skrif-
að var á 15. öld og sagði um leið:
“Hver drengur sem ég mæti á
förnum vegi getur lesið þetta hand-
rit; munduð þér geta sagt hið sama
um Englendimga?”
Tungumálið á þessari afskektu
eyju er svo hreint og ómengað, og
saga þeirra svo nákvæm og yfir-
gripsmikil, að þangað verða þeir að
leita sér heimilda sem vilja kynna sér
til hlítar sögu skandinavisku þjóð-
anna. Þarna norður í úthafinu hefir
þessi fámenna þjóð varðveitt og
auðgað sína andlegu fjársjóðu í
meira en þúsund ár.
Á landsbókasafni íslands eru yfir
100,000 bindi íslenzkra bóka, og 20,
000 skrifuð handrit.
(M. P. þýddi.)
A
t
♦?♦
T Nýjar vörabirgðir
t
t
♦!♦
um tegundum, geiréttur «£♦
Timbur, Fjalviður af öll- ♦?►
og allskonar aðrir strikaðir tiglar, hurðir og gluggar. ♦♦♦
♦♦♦
Komið og sjáið vörur. Vér erum ætíð fúsir að &
sýna, þó ekkert sé keýpt. ♦♦«.
The Empire Sash & Door Co. t
♦?♦
Limited.
HENRY AVE. EAST.
WINNIPEC. V
♦
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦*
KOL! - - KOL! i
t
t
t
Í
HREINASTA og BEZTA TEGUND KOLA.
Bæði til HEIMANOTKUNAR og fyrir STÓRHÝSI.
Allur flutningur með BIFREIÐ.
Empire Coal Co. Limited <
Sími: N 6357—6358 603 Electric Ry. Bldg. *
v <
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦^♦♦♦♦^^♦♦♦♦^♦♦♦♦^^♦^♦♦♦♦♦♦♦^