Heimskringla - 04.03.1925, Page 4

Heimskringla - 04.03.1925, Page 4
I 4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 4. MARZ, 1923- |!|eímskrin0lct (StofnutS 1886) Krmnr út A hverjum mlDTlkadefL EIÖENDUR: VIKING PRESS, LTD. 853 of 855 SARGEBíT AVE., WINNIPEO, Talmfmi: N-6537 Ver'8 blattslns ar $3.00 Argangurinn borg- lst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PILEES LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritatjórl. JAKOB P. KRISTJÁNSSON, Ráðsmaður. * UtanAmkrlft tll blaTSnlnm: TIIB VIKING PRESS, Ltd^ Box 3105 UtanAnkrift tll rltntjArann: EDITOK HEHISKRINGLA, Box 8105 WINNIPEG, MAN. “Heimskringla is pnblished by The VlkinK Prenn Ltd. and printed by CITY PRINTING <fe PUBLISHING CO. 853-855 Sarfent Ave., Wlnnlpesr, Man. Telephone: N 6537 WINNIPEG, MANITOBA, 4. MARZ 1925. Islenzkt þjóðerni í Yesturheimi. » * R Æ Ð A EINARS H. KVARANS — á — Miðsvetrarmóti Þjóðræknisdeildarinnar “FRÓNS”. Eg hefi lofað að segja hér eitthvað í kvöld út af viðleitni landa minna hér vestra við það, að halda við íslenzku þjóð- erni í þessari heimsálfu. Eg finn það, að efnið er nokkuð viðsjált fyrir mig. Það er ekki eingöngu hætt við, að mönnum finnist að ég tali af nokkurri eigingirni fyrir hönd landa minna austan hafs. Það er líka hætt við því, að ég geri það. Það er svo bersýnilega í okkar hag, sem á íslandi búum, að íslénzk tunga sé til í Vesturheimi, að menn kaupi hér íslenzkar bækur, að hér séu til menn, sem finni sig bundna kærleiksböndum við þjóðina heima, að það mál þarf ekki að útskýra. Um það þarf ekki annað að segja en að kannast við það. Og þar næst að þakka — þakka þeim mönnum hjartanlega, sem gengist hafa fyrir því, að böndin slitnuðu ekki að fullu milli ís- lenzkra manna, þó að veraldarhafið greini þá hverjg; frá öðrum, þakka Vestur-ís lendingum fyrir alla þeirra ræktarsemi við ættjörð vora og tungu, bæði stofnun- um og einstökum mönnum, og þá ekki sízt þeim félagsskap öllum, sem er að heyja hér þing þessa dagana. Og áður en ég segi nokkuð um þetta mál, langar mig til þess að taka það fram, að minn skiln- ingur er sá, eftir þann stutta tíma, sem ég hefi hjá ykkur dvalist, að íslenzkt þjóðerni standi alt annan veg hjá ykkur en mér hafði verið sagt. Því hafði verið haldið fast að mér, að það væri alveg á förum. Vestur-íslendingar væru að verða eingöngu kanadiskir menn eða Bandaríkjamenn. Sumir menn hafa svo mikið yndi af því, að flytja'ógeðfeld- ar fréttir og hampa hrakspám. Einkum var það til fært, að unga fólkið vildi ekki líta við íslenzkunni, og þar væri ókleift að reisa rönd við. Eg hverf dálítið að því efni síðar. En ég ætla að minnast ofur lítið á það, hvers ég hefi sjálíur orðið var. Eg hefi þegar átt tal við allmarga landa mína hér. Alir hafa talað við mig íslenzku, að undanteknum einstöku litl- um börnum, og yfirleitt góða íslenzku. Eg hefi átt tal við menn, sem sumir hafa verið fæddir hér í landi, aðrir að sönnu fæddir á íslandi, en hafa fluzt hingað börn og fengið alla sína mentun hér, og þeir hafa talað eins góða íslenzku og ég. Eg hefi komið á heimili, þar sem hús- bóndinn er fæddur hér í landi, en konan kom hingað sem barn. Maðurinn er kaupsýslumaður og er víst alt af að tala ensku á daginn við atvinnustarf sitt. Á þessu heimili tala ekki eingöngu hjónin íslenzku, heldur öll börn þeirra, sum full- orðin, sum lítil. Eg hefi orðið var við þá þekking hér á ísl. bókum og ísl. málefn- um, og þann áhuga á því ýmsu, sem ver- ið er að segja á íslandi, að í raun og veru hefir mig furðað mikið á því. Mér hefir virzt svo, sem það sé ekki svo lítið af mönnum hér, sem fá þau umhugsunar- efnin, sem þeim eru hugleiknust, ekkert síður úr íslenzku máli en ensku. Þessar vikur, sem ég hefi verið hér, hefi ég séð einkennilegt dæmi þess, hvernig ís- lendingar hér í landi finna til sín sem ís- lenzkra manna. Eg á við mál Ingólfs Ingólfssonar. Maðurinn er fundinn sek- ur um morð og dæmdur til lífláts, eins og því miður er nokkuð títt í þessu landi. Á fáeinum dögum safnast þúsundir doll- ara, þó að öllum beri saman um, að hart sé í ári, og hin ágætasta lögfræðisaðstoð er fengin, til þess að bjarga manninum, að því leyti, sem hugsanlegt var, að hon- um yrði bjargað. Hann átti engan að í veröldinni á undan þessum ósköpum, og enginn maður átti neitt við hann að virða. Nú stendur ekki á vinunum, sem í raun reynast. Hann hafði ekkert sér til meðmæla, annað en það, að h’ann er ís- lendingur. Eg er ekkert að draga úr því, að menn hér norðan línunnar verði eða séu orðnir kanadiskir menn. En hitt finst mén ekki geta dulist neinum, að meðan annað eins og þetta getur komið fyrir, séu þeir menn hér, sem af íslenzku bergi eru brotnir, nokkuð meira en ein- göngu Canadamenn. Þá hefir það ekki heldur dulist mér, síðan ég kom hingað, að íslendingseðlið hefir enn sagt til sín í því, sem íslenzk- ast er alls — ljóðagerðinni. Tæplega kemur svo út nokkurt íslenzkt blað hér, að ekki séu í því íslenzk ljóð, heil kvæði eða stökur. Og rétt um það leyti, sem ég kom hingað, komu út tvær stórar ljóðabækur. Eg hefi því miður ekki fengið tíma til að lesa þær enn, hefi haft svo miklu að sinna í samanburði við kraftana. En ég sé af blöðunum og heyri á umtali manna, að þau séu talin höfundunum til sæmdar og íslenzkum bókmentum gróði. Þeim er að sögn ágætlega tekið af kaup- endum. Og sannarlega bendir hið ágæta rit, Tímarit Þjóðræknisfélagsins, á> alt annað en dauða ísl. þjóðernis með Vest- ur-lslendingum. Að minsta kosti eitt atriði á ég ótal- ið, sem í mínurn augum skiftir mjög miklu máli í þessu sambandi, eins og mig lang- ar til að víkja nokkuru nákvæmara að síðar. íslenzk þjóð hefir eflst í þessu landi. Nú eiga íslendingar sæg af vel lærðum, hámentuðum mönnum í hinum virðulegustu stöðum Það er vitanlega afar-örðugt að gera þess grein að fullu, að hverju leyti ein þjóð er ólík annari, og það er þá eins um íslendinga og aðra. En allir kannast við það, að munur sé á þjóðunum. Áreiðanlega er þá eitthvað til, sem vér nefnum íslendingseðli. Þetta, að íslendingar hafa eflst hér að mentun og öðru gengi, er þá sama sem að segja, að íslendingseðlið hefir magnast í landinu. Það skiftir afarmiklu meira máli nú en t. d. fyrir 30 árum hvað íslenzkir menn hugsa, segja, vilja og gera. Mér finst bersýnilegt, að meira væri um þetta mál að segja, af þeim, sem nægan kunnugleik hafa en það, sem mér hafði verið sagt — að íslenzkt þjóðerni væri að líða undir lok í Vesturheimi. Áður en ég fer lengra út í þetta mál, finn ég hjá mér sterka hvöt til þess að láta þess getið, að ég mundi kveinka mér mjög mikið við því, ef menn skildu mig svo, sem ég vilji gerast einhver læri- meistari Vestur-íslendinga um það, hvernig þeir eigi að haga lífi sínu og hverj- ar stefnur þeir eigi að taka. Eg finn það og veit mjög vel, að þeir þurfa þess ekki, og að ég hefi engan myndugleika til þess. Eg sé það, alveg eins vel og aðrir, að þeirra ferill hefir verið sæmdarferfll, síð- an þeir komu til þessa lands, og þeir hafa sjálfir ráðið honum. Eg stend hér og tala urn þetta efni, af því að forseti “Fróns” hefir sýnt mér þá góðvild og sæmd, að mælast til þess að ég segði eitthvað við ykkur í kvöld, og jafnframt látið uppi þá skoðun, að þetta efni mundi vera hent- ugt og verða vel þegið. Mig langar til að rabba við ykkur sem vinur og gamall Vestur-íslendingur, sem á sgmeiginlegt á- hugamál við “Prón” og “Þjóðræknisfé- i lagið” alt. Eg hefi áður vikið að því, hve ber- sýnilegur hagur það sé oss, sem ísland byggjum, að andlegt samband geti hald- ist við með oss og Vestur-íslendingum. En vel er mér það ljóst, að enginn getur við því búist, að Vestur-íslendingar haldi þvi sambandi við til lengdar, ef hagurinn er allur okkar, austanmanna. Málið hlýt- ur að velta að mjög miklu leyti á því, hvort menn geta með skynsamlegum hætti komist að þeirri ályktun, að Vest- ur-fslendingar geti verið nokkurn veru- legu bættari fyrir þetta samband við þær stöðvar, sem þeir eiga ætt sín að rekja til. Mjög vel mundi ég skilja það, að Vest- ur-fslendingar hefðu tilhneiging til þess að slíta þessi ættartengsli, ef þjóðin á ís - | landi sætti lítilsvirðing hjá þeim mönnum annarstaðar í heiminum, sem þekkja hana. j Það er ekki annað en mannlegt og eðli- legt, að menn skirrist við að dragast með nokkuru óvirðing, og þá alveg eins þá ó- virðing, sem af upprunanum stafar — ef um hana er að tefla. Eg veit, að mínar yfirsjónir hafa verið margar og miklar í lífinu, ekki síður en annara manna. En ég held ekki, að mér hafi yfirsézt sér- staklega í því efni að langa til að ala á neinum þjóðarrembingi eða sjálfsdýrkun. Samt er ég sannfærður um, að ég segi ekkert annað en sannleikann, þegar ég fullyrði, að íslenzk þjóð sé vel metin í öðrnm löndum, með þeim mönnum, sem þekkja hana. Eg ætla að segja ykkur örlítið dæmi. Stundum er ekki minna að marka smá- atriði, sem hljótt fara, en þau, er meiri virðast og mikill hávaði er gerður út af. Eg segi það að gamni mínu, en ekki af hinu, að mér komi til hugar, að Vestur- íslendingum þyki óvirðing að uppruna sín- um. í haust átti ég í Kaupmannahöfn tal við mann, sem vel þekkir til þar, eink- um meðal þess fólks, sem hátt er sett, því að sjálfur skipar hann mikla virðingar- stöðu. Samtalið stóð að nokkuru leyti í sambandi við fáþykkju nokkura, sem verið hefir um dálítinn tíma með Dönum og Norðmönnum. Eg vona, að hún standi ekki djúpt og að lítið verði úr henni, því að ég teldi það ógæfu, ef Norðurlanda- þjóðirnar deildu alvarlega. En þessarar fáþykkju hefir kent í blöðum þjóðanna, og víst ekki síður úti á meðal manna Maðurinn fór að tala við mig um árang- urinn af tilraununum í Reykjavík með Einar Nielsen sem miðil. “Það er gott, að árangurinn varð þessi”, sagði maður- inn. “Mönnum þykir vænt um það hér”. — Hann sá víst og heyrði, að ég var ekki sem trúaðastur. — “Jú”, sagði hann, “menn una því einstaklega vel hér, að þetta hefir orðið ósigur fyrir Norðmenn- ina”. — Eg mintist þess, hve örðugt Ein- ar Nielsen og sá-larrannsóknamálið alt hefði átt uppdráttar í Danmörku og ég sagði, að náttúrlega legðu menn hér ekk- ert upp úr þeim árangri, sem við fullyrt- um, að við hefðum fengið í Reykjavík. — “Jú”, sagði maðurinn, “þrátt fyrir alt og alt leggja þeir mikið upp úr honum hér, því að þeir eru sannfærðir um að íslend ingar séu svo gáfaðir”! Við það að heyra þetta komu mér til hugar önnur dönsk ummæli, sem fóru í raun og veru í sömu áttina, þó að þau væru sögð af óvildar- hug. Þegar viðsjár voru mestar með Dönum og fslendingum út af sambandi fslands og Danmerkur, lagðist einn danskur maður fastast gegn okkur, Dr. Knud Berlin. Eitt meginatriðið í skrifum hans var það, hvað Danir mættu alvarlega vara sig á íslendingum. Danir væru auð- trúa, aðgæzlulitlir og grunnfærir í aUri viðureign sinni við íslendinga, en íslend- ingar væru gáfaðir, þaulhugsuðu sína bardagaaðferð og merkilega slungnir og viðsjálir menn. Hvað sem nú er um þetta, sem vitan- lega er enginn þáttur í rökfærslu minni, og gerir svo sem hvorki til né frá, heldur eingöngu sagt til gamans, eins og ég gat um á«ðan, þá er það víst, að framfarabar- áttan á íslandi, sem ég hefi getið um í mjög ófullkomnu máli í því bindi af Tíma- riti Þjóðræknisfélagsins, sem er að koma út þessa daganna, hefir aflað íslenzkri þjóð hinnar mestu virðingar hjá öllum, sem hafa gefið gætur að henni. Eg kem þá að spurningunni: Hverju eru íslendingar bættari, þó að þeir haldi við þjóðernisböndunum? Ekki treysti ég mér til að svara þeirri spurningu að fullu — ekkert svipað því. Sérhvað það, sem verkar á tilfinningalíf og vitsmunalíf mannanna, getur haft óend anlega mikiu meiri afleiðingar en nokkur maöur getur séð fyrir fram. En einstöku bendingar finst mér, að ég kunni að geta gefið. Eg held nú til að byrja með, að því fylgi siðferðilegur gróði. Eg held, að vér verðum því meiri og betri menn, sem vér lærum að unna fleirum. Það er eins fjarri : mér og austrið er vestrinu að vilja spilla því, að menn unni Canada eða Bandaríkj unum eða nokkuru því landi eða nokkurri þeirri þjóð, sem menn hafa tekið sér ból- festu hjá. En það er nokkuð líkt um kærleikann eins og sólarljósið. Það verð- ur ekkert minna í Manitoba, þó að bjart sé annarstaðar í Canada. Og þó að mönn- um þyki vænt um eitthvert annað land | en það, sem þeir búa í, þá þarf það ekki að vera frá neinum tekið. Eg held líka, 1 að það sé bersýnilegt, að íslenzka þjóð- ernistilfinningin efli tií muna hluttekn- ingarsemina, samúðina, kærleikann — hvað sem þið viljið nú kalla það — með mönnum hér, geri þetta ólíkt magnmeira en það mundi vera, ef öll meðvitund um gamla þjóðernið væri farin forgörðum. Mér virðist Ingólfsmálið bera nokkuð ó- rækt vitni um það. Og mér finst mikill gróði í öllu því, sem eykur samúðina í sál- um mannanna. En ég held líka, að viðhaldi þjóðernisins og sambandi við Ieland fylgi vitsmunagróði. Það hafa orðið örlög Vestur-íslend- inga að lenda í tveim mestu heimsveldunum, sem til eru á jörðunni, sem bæði eiga sömu tunguna og að mjög miklu leyti sömu hugsjónirnar og viðfangs- efnin. Þetta, að þau eru auðug stórveldi, setur að mjög miklu leyti sitt mót á hugsanir og starfsemi þjóðanna. Að ýmsu leyti má- það sjálfsagt teljast lán að lenda í slíkum þjóðfélögum. En ég er sannfærður um, að það er líka dálítið lán að eiga jafn- framt auðveldan kost á að fá náin kynni af því, hvernig minsta mentaþjóðin í veröldinni hugsar, þjóð sem þarf ekki að rogast með ábyrgð á neinum öðrum hlutum heimsins né á á<- standinu í veröldinni, þjóð, sem ekki hefir tekið að erfðum neinn auð né neitt vald stétta né ein- stakra manna, þjóð, sem treyst- ir ekki og getur ekki treyst á ofbeldið í neinni mynd, hugsar ekki og getur ekki hugsað til neins annars valds, til þess að halda uppi rétti sínum, en valds ^saningirninnar og réjttlætisins, þjóð, sem getur'varið því viti og þeim efnum, sem hún á yfir að ráða til þess að efla líkamlega og andlega heill einstaklinga sinna. Mér er alveg óhætt að fullyrða það við ykkur, að úti um heiminn eru ýmsir farnir að koma auga á það, að þetta sé að minsta kosti hugnærn þjóð, og að það sé ekki ófróðlegt né óskemtilegt að gefa gætur að þessari litlu þjóð, innan um all- ar stórveldaflækjurnar, og stjórnmálaógöngurnar, alt auð- valdsöngþveitið og ofbeldisrá*ð- stafanirnar og alt annað illendi, sem þjáir mennina í hinum miklu menningarlöndum. En við, sem á íslandi búum, erum ekki eingöngu íslending- ar. Við erum líka grein af hin- um veglega Norðurlanda-stofni. Af þeim skyldleika höfum vér langmest mótast og sambýlinu við Norðurlönd. Sumum þykir of mikið um það og finna okk- ur það til foráttu, að vér höfum vanrækt að leita áhrifa frá öðr- um menningarlöndum. Það má vel vera. Eg ætla ekki að fara út í það mál í kvöld. Hitt getur ekkert deiluefni verið, að næst því að vera íslendingar eru vér Norðurlandamenn. Það er göm- ul og djúpsett og göfug menn- ing á Norðurlöndum. Áreiðan- lega er það vitsmunagróði fyrir hvern mann að kynnast þeirri menningu. Og leiðin fyrir Vest- ur-íslendinga inn í kynnin af þeirri menningu sýnist. mér bein ust og auðveldust með andlegu sambandi við ísland. Eg vona, að þið skiljið mig eki svo, sem ég sé að gera upp milli Norðurlandamanna og eng ilsaxneskra manna, eða leggja neinn dóm á það, hvorra hugs- unarháttur sé betri eða heilla- vænlegri, eða hvorra menning sé merkari. En ég bendi ykkyr á það, að hugsunarhátturinn er í mörgum efnum mjög óh'kur. Eg skal benda á eitt eða tvö dæmi. ^KIDNEYJ ■H DODD’S nýrnapillur eru bezta nýmameðalið. Laakna og gigt, bakverki, hjartabilun, þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney PiHs kosta 50c askjan, eða 6 öskjur fyrir $2.50, og fást hjá öllum Iyf* sölum, eða frá , The Dodd’s Medicina Co., Ltd., Toronto, Ontario. Það vildi svo til, að rétt eftir að hugir manna höfðu komist í hina miklu hreyfingu út af Ing- ólfsmálinu, þá fluttu íslenzku blöðin hér merka grein úr einu Reykjavíkurblaðinu. Og ég ætla að nota tilefnið til þess að þakka íslenzku blöðunum ihér fyrir það, hvr mikið þau flytja af því, sem hugsað er og ritað á íslandi. Það er auðvitað ein af áreiðanlegustu aðferðunum til þess að efla þjóðræknismálið. Þessi ritgerð, sem ég á hér sér- staklega við, er um frumvarp til nýrra refsingarlaga fyrir Dan- mörk. Þetta frumvarp verður sjálfsagt að lögum í Danmörk á þessum vetri, þó að einhverj- ar minni háttar breytingar kunni að verða á því gerðar. Og ég geng að því vísu, að Is- land komi bráðlega á- eftir með lík lög. Þið, sem lesið hafið þessa ritgerð, hafið vafalaust tekið eftir því, hvað þessi fyrirhug- uðu lög eru ólík því, sem menn eiga við að búa í brezka ríkinu. Imð er nú meðal annars, að dauðarefsing á að nema úr lög- um, enda hefir dauðadómur ekki verið framkvæmddr í Dan- mörku um mörg ár, né heldur á íslandi. Norðurlandamenn eru hættir að una slíkri refsingu, og alveg eins skilst mér hugs- unarháttur Vestur-íslendinga vera í þessu efni. En það er svo sem ekki eingöngu í þessu efni, að hin fyrirhuguðu refsi- lög eru eftirtektarverð og merki leg og sýna skoðanir, sem eru gjörólíkar þeim skoðunum, sem eru ríkjandi með Bretum. í þeim öllum er svo ríkur mann- úðarinnar og miskunnseminnar andi, að það er einkar lærdóms- ríkt. Eg verð að láta mér nægja að benda á eitt dæmi, sem ég rak tafarlaust augun í, þegar ég var í Danmörku í haust og frumvarpið var lagt fyrir þing- ið — af því að ég hafði lesið svo mikið um þetta atriði f enskum blöðum. Mikil togstreita hefir staðið á Englandi — ég veit ekki, hvern- ig það kann að vera í Canada — milli læknanna og lögfræð- inganna um það, að hve miklu leyti ætti að taka til greina á- lit læknanna á því, hvort sumir sakamenn beri í raun og veru á- byrgð gjöjda sinna. í |hverju málinu eftir annað hafa komið fram vltnisburðir mjög mikils metinna sérfræðinga í lækna- stétt. um það, að vitsmunaá- I stand hinna og annara saka- imanna'sé þann veg, að þeim I eigi að ráðstafa inn í geðveikra- hæli, en ekki inn í refsingarhús né í gá-lgana. Frá dómstólanna hálfu og hjá sumum voldugustu blöðunum, liefir komið fran> j hinn megnasti mótþrói gegn því að taka slíkt álit læknanna nokkuð til greina. Sannast að segja, hefi é& stundum verið steinhissa á sumum ummælun- um um þetta efni, bæði úr dóm- arasætunum og í ritstjórnar- greinum sumra helztu blaðanna. Hin fyrirhuguðu refsilög Dana höggva þann hnút alveg sund- ur. Samkvæmt þeim eru dóm- stólarnir skyldir til að fara al- gerlega eftir skoðun þar til settra lækna í þessum efnum. Eftir því sem ég þekki til, er ég ekki í neinum vafa um það, að sama verður ofan á á íslandi, enda hafa lögfræðingar þar enga tilhneiging til þess að streitast móti læknum í slíkum málum — síður en svo. En trúað gæti*ég því, að það yrði þungur og langur róður að koma slíferi mannúðar og rétt- lætisráðstöfun inn í löggjöf á Bretlandi — ef nokkur maður legði út í það að fá slíku fram- gengt. Eg ætla að tilfæra annað dæmi þess, hvert djúp er í raun og veru staðfest að ýmsu leyti milli hugsunarháttarins í Bret- ^landi og á íslandi og öðrum Norðurlöndum. Það er hjóna- bandslöggjöfin. Þið vitið sjáílf- sagt öll, að það er nokkurnveg- inn ókleift með Bretum að fá hjónaskilnað, ef ekki er að tefla um hórdóm af hálfu annars-

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.