Heimskringla - 04.03.1925, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 4. MARZ, 1925,
HEIMSKRlNGEA
6. BLAÐSÍ V.
hvors hjónanna eða misþyrm-
ingar af hendi eiginmannsins.
Vitaskuld hefir verið svo mikið
af hjónaskilnaðarmálum með
Bretum undanfarin ár, að undr-
um sætir. Stjórnin hefir orðið
að skipa sérstaka dómstóla til
þess að afgreiða þau mál. En
öllum hefir orðið að koma þeim
undir þessar sakir, sem ég
nefndi. Mér stendur sérstak-
lega fyrir minni eitt málið. Það
var komin reynd á það, að
hjónin gátu ekki með nokkuru
móti saman verið, og þau höfðu
komið sér saman um að skilja.
Til þess sáu þau enga aðra leið
en þá, að konan bæri hór-
dómssök á manninn. Svo að
það gerir hún, og maðurinn
færir enga vörn fram. Þau fá
bráðabirgðadóm fyrir skjlnaði.
En svo fær dómarinn ein-
hvernveginn — ég man ekki
hvernig — að vita það, mað-
urinn er saklaus af þess-
um áburði. Dómarinn
telur það mjög eftir, að hann
skuli ekki dæma manninn í
fangelsi fyrir það, að hann
hafði ekki varið sig. Og hjónin
eru keyrð saman aftur í þetta
hjónaband, sem hafði reynst
þeim báðum óumræðilegt kval-
ræði.
Eg hefi lesið vörn fyrir þetta
ástand eftir einn af biskupum
Englands og mótmæli gegn því,
að breytt verði til. Hann hélt
S1’nu máli fram á trúarlegum
grundvelli og með þeirri rök-
faerslu, að svo mikið los kæmist
á alt, ef slakað væri til. Mér er
óhætt að fullyrða, að þá ritgerð
hefði enginn íslendingur getað
hugsað eða ritað. Á íslandi er
hað skoðun allra manna, að
bjóðfélagið hafi engan rétt til
þess að leggja þjáningar á
^enn, þó að hjónaband þeirra
hafí mistekist, ef bæði hjónin
fínna til þeirra ógæfu. Og það
er jafnframt skoðun allra
^nanna þar, að sambúð, sem
S_engur verulega illa, sé í eðli
Slnu ósiðferðileg, og að það
Verði að vera alveg á valdi hjón-
anna spjálfra að slíta henni.
Eftir þessum grundvallarhug-
^nyndum er hjónabandslöggjöf-
Jnni hagað.
sjáið á þessum dænnim,
munurinn á hugsunar-
ættinum er í sumum efnum
Seypilegur. Svona mætti halda
_engi áífram. Það er áreiðan-
eSa margt í íslenzku þjóðlífi,
Sem Setur gefið gáfuðum mönn
Uln umhugsunarefni og hug-
næmt er og vitsmunaauki að
aynnast.
fíá- er íslenzkan sjálf. Ef ég
f^tti að segjá alt það um hana í
völd, Sem m£r ag geta
ngkvæmst, þá yrði það áreið-
S* e,®a ah °f langt mál. Eg veit,
a ég verð að reyna að tak-
Sem mest’ Eg held,
allir lærdómsmenn, sem
jn^naa hana vel og komist hafa
1 e^k hennar, séu sammála
ein áreiðanlega sé hún
all ^ s°fuSustu tungum ver-
þa^r'nnar* er Þa® fyrir
frn>’ hye hugsanirnar, sem koma
málinu sjálfu eru gáfu-
hvað
leaa .. 11U öjanu eru gaiu-
þyrfH r°krettar> lógiskar. Eg
fv . 1 að minsta kosti annan
lr estur til þess að gera ykk-
að Srehl fyrir Þessu, ef ég ætti
að ha *a-Þa®' Mér er ekkl ætl_
henj, 1 kvul(1 að standa hér og
um h -ykkur íslenzku. Við höfð-
ár, 6-lma a lslandi, um nokkur
franskltlendan íaerdómsmann,
Haun ha’f«Sem hét Courmont-
frangk at°' stundað nám við
varQ an háskóla og í Oxford og
brie-ft lsienzkumaður með af-
honumm' íér, skildist svo á*
hann J-t&Ö lslenzkuna teldi
Sem ,fnUgasta fyrir Þessa sök,
af hnvH-efl nefnt- Það-var eitt
miður 7rðum hans, sem því
lega . fa ekki taka of bókstaf-
an, að ^V? loSisk væri íslenzk-
þeirri ^ 1 Vseri unt að segja á
Hann far>ÍSU ...neina heimsku.
stæði f n n m;iös tn ^ess> hve ísl.
um Nora efni framar öðr-
þau þó Ur andamálum; og eru
Þessi t Sl6gar tunSur-
lykilhnn a«8aerauðvitað aðal'
lenzkri þjóg ^ekkmgunni á ís-
P1 °S eins og ég hefi
' þegar bent á, getur hún að
nokkuru, jafnvel töluverðu, leyti
verið Vestur-íslendingum lykill-
inn að þekkingunni á þeim
anda, sem býr í Norðurlanda-
þjóðunum. En fyrst og fremst
er hún að sjálfsögðu, lykillinn
að bókmentum vorum, fornum
og nýjum.
Eg geri ráð fyrir, að þið hafið
öll gefið gætur að því, hvað
merkilegt það er, að fyrir 600
—700 árum skuli íslendingum
hafa tekist að semja bækur, sem
enn í dag eru síungar, enn í
í dag lesnar af þjóðinni, jafn-
vel af 8—10 ára börnum, af á-
fergju. Þegar þið athugið það,
hvað gamalbragðið kemur oft
fljótt að bókum, svo að mönn-
um finst jafnvel um suma höf-
undana, sem frægastir voru í
heiminum fyrir svo sem 30 ár-
um, að nú sé ekki orðin nærri
því eins mikil ánægja að lesa
þá, þá* sjáið þið, hvað þetta er
í raun og veru furðulegt. Og
slíka list hafa engir aðrir leik-
ið í veröldinni á þeim tíma, sem
þessar íslenzku bækur voru rit-
aðar.
Um nútíðarbókmentirnar ætla
ég ekki að fjölyrða. Tvent ber
til þess. Annað er það, að ég
er ekki ritdómari. Hitt er það,
að þið væruð litlu nær, þó að ég
verði til þess örfáum mínútum.
En tvent skal ég benda ykkur
á í sem allra fæstum orðum.
Annað er það, að íslendingar
eru vandfýsnir um bækur, og
svo nefndar nútíðarbókmentir
þeirra eru það — alt frá Svb.
Egilssyni og Bjarna Tlioraren-
sen og fram til vorra tíma —
sem vakið hafa sálir þeirra og
‘framar öllu öðru leitt þá út úr
þeirri ráðaleysisþoku og lyft
þeim upp úr því niðurlægingar
kviksyndi, sem þeir voru stadd-
ir í um næstsíðustu aldamót, og
gert þá að frjálsri, sjáQfstæðri
þjóð, með glaðværri trú á lífið
og köllun sína. Ilitt er það, að
nútíðarbókmentir þeirra eru
farnar að læsa sig inn á mark-
aðinn hjá- erlendum þjóðum,
þrátt fyrir afarmikla erfiðleika,
sem í því efni er við að etja, í
þeim glumragangi samkepninn-
ar, sem á bókamarkaðnum er.
Eg kem þá aftur að unga
fólkinu, sem mér hafði svo mik-
ið verið sagt um, að ekki vildi
líta við ísl., eins og ég gat um
í upphafi þessa máls. Fyrst er
nú það, að eftir þá stuttu við-
kynningu, sem ég hefi haft af
Vestur-íslendingum þetta skift-
ið, finst mér það nokkuð orðum
aukið. Það er áreiðanlega mik-
ið af ungu fólki í þessu landi,
sem talar góða íslenzku. Svo
er nú það, að mér hefir aldrei
komið til hugar, að allir menn
hér vestra, sem af íslenzku bergi
eru brotnir, reyndust svo miklir
menn, að þeir geymdu tungu
feðra sinna. Það er svo margt,
sem að mönnum kallar í þessu
landi, og gáfurnar eru svo mis-
jafnar og upplagið alt. Það má
ganga að því vísu, að íslenzku
þekkiiigin verði aðallega fyrir
gáífaða fólkið, hugsjónamenn-
ina og bókamennina. TSn und-
arlega kippir Vestur-íslending-
um lítið í kynið, ef ekki verður
mikið af því fólki meðal þeirra.
Og undarlegt mætti það heita,
ef ekki væri unt að vekja þann
metnað hjá gáfaða hlutanum af
yngri kynslóðunum að sýna
sóma feðratungu sinni og því
þjóðerni, sem þeir eru upp úr
runnir, — svo framarlega sem
meðvitundin hjá eldri kynslóð-
unum sé nógu ljós um það, að
uppruni þeirra sé göfugur, og
að bræður þeirra á íslandi séu
furðu merkileg þjóð. í raun og
veru virðist mér alt velta á
þeirri meðvitund. Sé hún nógu ^
rík, finna menn, að eitthvað er |
á- sig leggjandi. Og ef ég á að
vera alveg hreinskilinn, þá verð
ég að segja það, að mér finst, að
álögurnar þurfi ekki ac5 vera af-
ar-tilfinnanlegar. Nú er orðinn
mikill sægur af íslendingum
heima, einkum í yngri kynslóð-
unum, sem hefir lagt það á sig
að læra eVlendgr tungur. Mjög
mikið af mönnum les og talar
Norðurlandamálin og ensku.
Hitt er fremur undantekning, að
menn hafi bætt við sig þýzkunni
og frönskunni, en til eru samt
þeir menn. Allir hafa þeir stað-
ið ólíkt ver að vígi með sinn
tungumálalærdóm en Vestur-
íslendingar standa gagnvart ís-
lenzkunni. Hér er aðalatriðið
það, að töluð sé við ungmennin
íslenzka á heimilunum, og að
þeim sé kent að lesa íslenzku.
Eg get auðvitað hugsað mér, að
til séu ungmenni, sem séu svo
löt og örðug eða svo lítt gefin,
að ókleift sé að koma þeim út í
jafnvel svo litla andlega á-
reynslu. En ég trúi því ekki, að
þau séu mörg, ef alvaran er
nokkur hjá þeim, sem eiga að
leiðbeina þeim.
Það fer nú að síga á seinni
hlutann fyrir mér. Eg ætla ekki
að þreyta ykkur lengur, nema
um örfáar mínútur. Og þær ætla
ég að nota til þess að minnast
á annað en það, sem ég hefi ver
ið að tala um. Eg get
einhvernveginn ekki áttað mig
á öðru en að íslendingar hugsi
sér hátt í þessari heimsálfu. Eg
get ekki hugsað mér, að þeim
nægi það, að sumir þeirra verði
nokkuð efnaðir, ef til vill stór-
Björn Eyjólfsson.
— ÆFIMINNING —
Hinn 10. ágúst s. 1., andaöist á
General Hospital í Winnipeg, Björn
Eyjólfsson frá Eyjólfsstöðum í Geys-
irbygð í Nýja.íslandi.
Hann var fæddur 24. júlí, 1882, á
Kolablikseyri í Mjóáfirði í ,Suður.
Múlasýslu á Islandi. Faðir Björns
var Eyjólfur Einarsson, Enlendsson.
ar bónda á Höskuldsstöðum í Reykja.
dal, föður Sigurðar Erlendssonar.
t *. * . , . . föður Stefáns og Jóhannesar, er
efnaðir, aSr.r fa-tæk.r, ems og w,,„llr von, vi5 , Nýjo.!s,
gengur. Eg hygg, aS þeir muni Mo6i, Erlondar 4 Hó”ulds.
vilja eiga eitthvert veglegt er- stö8unii
var Anna Árnadóttir, Gísla-
md, iiingað , alfuna. ForfeSur ! sonar- en h(ra var tir Irarf6 mó6.
be,rra attu veglegt erindi til ts-, ur Kris,i8n„ |6„, á Gaut.
lands Landar, frændur og vinlr lijiullim, M66ir Bjoms hdrm,
forfeðra þe.rra attu um sama Þ6ranna Björnsdóttir, Geirmnnrlsson
leyti veglegt erindi tjl Frakk-
lands. Eg held, að eitthvað svip-
að hljóti að vaka fyrir Vestur-
íslendingum, þó að tímarnir séu
ólíkir, þeim að minsta kosti, sem
mest hugsa og mest býr í. Eg
geri ráð fyrir, að þeir hugsi sér,
að það skuli ekki standa alveg á
sama, hvort þeir hafa komið
hingað, eða einhverjir alt aðrir
menn. Eg geri mér í hugarlund,
að þeir„hugsi sér að setja með
einhverju móti eitthvert mót á
þjcðlífið hér, veita inn í það
einhverju, sem ekki hefði kom-
ið án þeirra. ^
Og nú kem ég aftur að því
mikilsverða atriði, sem ég mint-
ist á
ar og Ingvildar konu hans. Faðir
Ingvildar var Hjálmar, oft nefndur
“gamli”, í FirSi eystra. Faðir Hjálm.
ars var Jón, sem kallaður var
“pamfíll” Jónsson Hjáimarssonar
Sigurðssonar prests á Skorrastað og
Sigríðar Árnadóttur Sigurðssonar.
Móðir Sigriðar Árnadóttur var Stein.
unn, yngsta dóttir Erlends Magnús-
sonar sýslumanns í Múlaþingum.
Foreldrar Björns sál., Eyjólfur og
Þóranna, giftust á Koiablikseyri, sem
fyr er getið, og þar fæddist Björn
(hið fyrsta barn þeirra). VTar hann
aðeins 2. ára gamall er þau fluttu
með hann vestur unr haf. Léttu þau
ekki ferð sinni fyr en þau komu til
Nýja-Islands. Settust þau að í Geysir
í byrjuninni, hvað hér, byggjnni og voru með allra fyrstu
vestra er orðið ynikið af færum ^ landnámsmönnum í þeim hluta Nýja-
Islands. Nefndu þau landnám sitt
Eyjólfsstaði. Bjuggu þau þar til
Eyjólfur dó, 8. marz 1918; en ekkjan
á þar heimili enn.
og mentuðum Islendingum. Sá
tími er bersýnilega að koma, að
verulega mikið kvhði hér að
vorri þjóð. Eg ætla ekki að
fara að vísa ykkur leiðirnar til
þess. Þið ratið þær miklu bet- Björn sá1' átti heimiH meS for-
ur en ég. En hitt virðist mér eldrum smum á Hyjólfsstöðum, þar
ekki að eins sennilegt, heldur (i1 hann giftist eftirlifandi ekkju
líka nokkurnveginn sjálfsagt, jHmmu Sveinsdóttir Guðmundssonar
að hin sérstaka köllun Islend.
og afkomenda þeirra, sem af-
reksmanna í þessari heimsálfu,
standi í einhverju sambandi við
andlegan arf þeirra, það and-
lega líf, þá andlegu menning,
sem
úr Álftavatnsbyg^S. Voru þau hjónin
fyrstu 3 árin á heimili foreldra hans.
Um þetta leyti lærði Björn rákara-
iðn. Árið 1909 fluttu þau hjón til
Gimli og höfðu þar matsöluhús
(restaurant) og rakarastofu. Stund-
það andans atgerfi, sem þeir. u®u hau Þetta 5 ára tima. \ orið 1914
hafa að erfðum hlotið, og að fluttu hau norður aftur og stunduðu
minsta kosti einn þátturinn í því 1)UskaP 1 ,?rend við Árborg í 3 ár.
verki, sem þeir væntanlega j 1>á f1uttu 'Þan öl Álftavatnsbygðar
vinna sér til frægðar og öðrum | og híufgu Þar d ár- Hluttu þau þá
mönnum til gagns, verði sá að , aftur t'1 Árborg og höfðu búið þar
hefja þann arf upp til vegs ogi1'®16^3 eitt ár’ l)eSar Hjörn sál. dó,
gengis, og lá-ta veröldina sjá hinn a?Blst> eins °S f>'r segir.
hann svo vel, að
honum aldrei.
hún gleymi
Frá íslandi.
Isafirði 23. jan. 1925.
I stórviðrinu hér í gær urðu all-
rr.iklir skaðar á húsum og bátum.
Einn vélbátur sökk, annan rak á
land og brotnaði hann í spón. 1
Hnífsdal fauk eitt hús í heilu lagi.
Ibúð var ekki í húsinu, Þök fuku af
hjöllum og hlöðum, og heyskaðar
urðu allmiklir. Tveir vélbátar brotn,
uðu í spón. Skaði í Hnífsdal nem.
ur tugum þúsunda. í Álftafirði
sukku tveir vélbátar og nokkrir
skaðar urðu á útihúsum. Ekki hefir
frést um skaða annarstaðar hér
vestra. —
“Síldarkóngur” heitir fágætur fisk-
ur, stór og einkennilegur, sem nýlega
er kominn á Náttúrugripasafnið. Ekki
eru dæmi til að þenna fisk hafi rekið
nema tvívegis á íslandi, en hann hefir
aldrei veiðst, hvorki hér né annars.
staðar.
— “Vísir”.
Björn sál. var elztur af 10 systkin.
um. Þrjú þeirra dóu í æsku en sex eru
enn á lífi: 1.) Sveinn bóndi nálægt
Arborg; 2.) Ingibjörg, gift Fernie;
3. ) Halldóra, gift ísféld, til heimilis
hjá móður sinni; 4.) Sigurður, býr
með móður sinni; 5. Valgerður, gift
Sigurbjarti Stefánssyni Guðmunds-
sonar í Árborg; 6.) Guðlaug, gift
Böðvari Jakobssyni, bónda nálægt
Árborg.
Eins sonar varð þéim hjónum auðið.
Heitir hann Björn Albert, og er nú
4. ára gamall. En þau hjón höfðu
áður tekið tvó fósturbörn, sem þau
h'afa alið upp, sem sín eigin — stúlku
og dreng. Heitir stúlkan Irene, nú
13 ára (en var 31/2 þegar þau tóku
hana), og Charles, nú 12 ára, kom til
fósturforeldranna 5 ára gamall.
Fyrir velferð þessara barna og heim
ilisins vildi Björn sál. verja lífi sínu
og kröftum. Þar sá hann sitt starf-
svið, og því fórnaði hann kröftum
sínum heilum og óskiftum.
Björn Eyjólfsson var meðalmaður
vexti, beinvaxinn og jafnvaxinn; föl-
leitur í andliti, fremur holdskarpur,
bláeygður og ljóshærður og var hárið
lítið eitt í liðum. Útlit hans bar vott
um óvanálega þrautseigju, þá tegund
af afli, sem maður mundi likja við
kom í ljós drengskapur hans, festa og
trygð. Það er því ekki mót von að
þeir, sem hann lagði lið, meðan hann
mátti, finni nú til þess, að þeir eru
berskjaldaðri fyrir en áður.
Guð blessi okkur minningu þína,
vinur og samherji!
Ujartans þakklæti biður Mrs. Ey-
jólfsson að flytja öllum þeim, er á
einn eða annan hátt sýndu henni
hluttekningu i. missi sínum og þeim
erfiðleikum, sem honum voru sam.
fara. Biður hún sérstaklega að
minnast í þessu sambandi, Þórönnu
móður mannsins síns sál., Mrs. Fernie,
systur hans. Sveins bróðir hans og
Dr. Brandssons, sem stundaði hann
í Iegunni síðustu. Hann, sem er upp-
spretta kærleika, blessi kærleiksverk.
in.
A. B. K.
BJÖRN EYJÓLFSSON.
Úr vinanna hópi er hníginn í val
Og húmskuggar læðast um táranna dal
Sorgin er komin með svíðandi harm
Og söknuður fyllir hvern ástvina barm.
í. vinanna hópi með hugprýðisró
Sem hetja hann lifði, sem kappi hann dó.
Svo hiklaust og djarfur í annan þeim inn
í andlá*ti treyst ’ann á skaparann sinn.
í vinanna hópnum er hálfklárað ljóð
Það hætti svo snögglega þar sem hann stóð.
Kenn oss, og vek oss, -og kom oss á stað
Ó kærleikans Guð, til að fullgjöra það.
Frá vinanna hópi með hálfbrostinn óð
Hljómarnir titra sem mynda það ljóð,
Er syrgjandi heldur um sannleikann vörð
Og samtengir lífið, um himin og jörð.
Sá vinanna hópur, sem missir oft mann
í mannraunum tryggan, með drenglund sem hann
Þó smámennur virðist og liðfár hjá lýð
Er lýsandi blys, fram í ókomna tíð.
G. O. Einarsson.
vel stilt stál. Enda var ekki hiö ,
ytra eitt og hiS innra annaS, því maS-
urinn var heill. Jsl. ættararfur og
hin hörSu, en aS mörgu leyti heilsu-
samlegu lífsskilyrSi landnemans í
frumskógum Nýja-Islands og úti á
vetrarísnum á Winnipegvatni, lagSi
saman í þennan rólynda, trausta
þrautseiga karlmann. Hann var
glaSlyndur, en gleSi hans var ærsla.
laus. Hann var viSkvæmur, en viS-
kvæmni hans var æSrulaus. Hanm
var vinfastur og traustur liSsmaSur
þar sem hann vildi vera meS. LiS sitt
vildi hann yfirleitt leggja þeim mál-
um, sem til umbóta horfSu á einhvern
hátt, sem miSuSu aS meira réttlæti,
mannúS og drengskap i umhverfinu
og heiminum. 1 trúmálum.var hann
frjáJslyndur. Var hann meSlimur
Unítara-kirkjunnar frá því hann
gekk í söfnuS á Gimli áriS 1910, til
dauSadags. Þar eins og annarsstaSar
Stefán Guðmundsson
Blaine, Wash.
Dáinn 3. sept. 1924.
Húmar heims á vegi
liljótt, og tjaldið fellur,
yfir bjarta bæinn
boði dauðans svellur.
Stirðnar hrausta höndin,
hjartað missir þróttinn,
holdið bleikri blæju
byrgir kalda nóttin.
Svanni kær og synir
signa vininn dáinn,
ást og friður faðmar
fögru ljósi náinn.
Gegnum grát og trega
göfug lifir minning,
hans er dyggur hefir
hlotið sigurvinning.
Fastur, trúr og tryggur
tímans klaufstu öldur,
vina þinna varstu
von og hlífðarskjöldur.
Háðir hreinn og prúður
helgar skyldur dagsins,
gekst svo glaður móti
geislum sólarlagsins.
Andans afl þér veitti
auð úr Mímis laugum,
Snókdals ættar*) eldur
inst þér brann í taugum.
Heill, en aldrei hálfur
hér þú gekst að starfi,
hreinn til enda hélztu
helgum feðra arfi.
Þökk, að þú varst drengur
þjóð og landi nýtur.
Hver, sem leið oss lýsti,
launin verðug hlýtur.
Göfug minning geislar
gröf og kalda húmið,
harms þó hjörtum olli
hljóða, auða rúmið.
Fyrir hönd ástvina off kunninK.ia
hins látna.
M. Markússon.
“) Hinn látni átti ætt at5 rekja til
Daöa í Snóksdal.
Vinnuhjú fyrir bændur
Nú er verið að gera sérstakar ráðstafanir til að útvega
þeim sem vilja
Hjú til bændavinnu frá
ÞÝZKALANDI.
UNGVERJALANDI.
PÓLLANDI.
og öðrum löndum í Mið-Evrópu.
Ef þér biðjið um vinnuhjú frá Bretlandi eða Skandinav-
isku löndunum, væri gott að þér segðuð um leið hvort
þér mynduð taka fólk frá Mið-Evrópu, ef hitt væri ekki
fáanlegt.
Fáið eyðublöð til notkunar hjá næsta stöðvarstjóra, eða
skrifið á íslenzku til
DAN. M. JOHNSON,
Western Manager,
Colobization and Development Department,
Room. 100, Union Station, Winnipeg.